Heimskringla - 12.11.1914, Blaðsíða 6

Heimskringla - 12.11.1914, Blaðsíða 6
Bls. 6 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 12. NóV. 1914. Ljósvörðurinn. ♦ þá kom Kitty og kallaði: “Hvaðan komuð þér, ungfrú Pace?” “Ungfrú Kathrine”, sagði Patty og greip báðar hendur ungu stúlkunnar glaðlega, “þér þekkið mig þá?” Svo bætti hún við: “Guð blessi yður fyrir það að hafa ekki gieymt gamalli vinstúlku”. “Eg þekti yður strax, yður er ekki svo auðgleymt. Manstu ekki eftir ungfrú Pace, Bella? Eg kyntist henni á þinu heimili”. “ó, er það hún?” sagði Bella, sem reyndi að dylja að hún hafði kynst henni, er oft kom á heimili for- eldra hcnnar og naut mikillar virðingar hjá þeim. “Eg er hrædd um að hún sé drambsöm”, sagði 'frú Pace lágt. Svo bætti hún við, án þess að taka t ti! ungu mannanna, sem stóðu bak við hana: — ! sé, að hér eru ungir biðlar. Eru þeir til yðar, frú Kathrine, eða til hennar?” Kitty hló, því hún vissi að ungu mennirnir höfðu heyrt til hennar og höfðu gaman af, og svaraði því um- svifalaust: “ó, til mín, báðir”. Ungfrú Pace leit nú 1 kringum sig og saknaði Grahams, gekk svo til konu hans og sagði: “Hvar er brúðguminn?” Frú Graham svaraði vandræðalega, að hann kæmi bráðum og bað hana að setjast. “Þökk fyrir, frú; nei, eg er'forvitin og vil með yðar leyfi skoða herbergið. Mér þykir gaman að öll- um tízkumunum”. Svo fór hún að skoða myndirnar, en var ekki komin langt, þegar hún sneri sér að Gerti og spurði hátt: “Hvar er hin konan?” Gerti varð Unnrpndi á svip, og ungfrú Pace leiðrétti því spurn- ingu sína með því að segja: “Eg á auðvitað við mynd- ina af fyrri konunni; hún hékk hér, ef eg man rétt, en hvar er hún nú?” Gerti hvislaði að henni svarinu, og segir þá ung- frú Pace við sjálfa sig: “í ruslaklefanum; já, þannig gengur það, það nýja vill jafnvel eyðileggja endur- minnin^una um það gamla”. Nú tók hún hendi Gerti, svo hún gæti leitt hana um herbergið; að því loknu nam hún staðar frammi fyrir ungu mönnunum, sem allir litu á hana með á- nægju. Hún heilsaði Bruce, sem gömlum kunningja, og bað svo að kynna sig meðlim hermálastjórnarinn- ar, sem hún kallaði lautinant Osborne. Kitty kynti hana með nákvæmum samkvæmisreglum, og kynti lautinantinn um leið ungfrú Gerti, sem henni hafði gramist, að frúin, frænka hennar, ekki gjörði. Nú var ungfrú Pace fengið sæti og hún settist þar á meðal unga fólksins og skemti því, unz að borði átti að ganga. Gerti fór aftur upp til Emily. Við borðið sat Gerti við hliðina á Emily, til þess að hjálpa henni, og við hina hliðina sat Patty. Hún hafði því svo mikið að gjöra, að hún gat engum öðrum veitt eftirtekt, sem Bruce kom illa, því hann vildi að hún sæi dekur sitt við Kitty, sem bar mosarósir í hári sinu og brosti ánægjulega. Bella var lika ánægð yfir aðdáun hins unga lautin- ants, og enginn fann ástæðu til að trufla ánægju ungu stúlknanna. Stundum komu þó athugasemdir ungfrú Patty öllum ti) að hlæja. Graham var aðdáanlega kurteis við ungfrú Patty, og frú Graham, sem gat verið mjög alúðleg, þegar hún vildi, sparaði ekkcrt til að koma gömlu konunni til að spjalla. Hún varð þess lika vör, að Patty þekti næst- um allar manneskjur, og kom með viðeigandi og skemti- legar athugasemdir um hvern, sem á var minst. Þegar staðið var upp frá borðum, fylgdu karl- fllClllIII áil .• kvenfólkinu út í forstofuna rúmgóðu, þar sem ’™r svo svalt og Ioftgott heitustu dagsins stundir. Patty ; Fanny Brucc þvinguðu Gerti til að vera þar hjá þeim, d að engan vantaði af fjölskyldunni nema frú Graham, n ekki vildi missa af miðdegislúr sínum. Áhuginn, sem að Patty vakti, var svo almennur, að allar samræður um annað hættu, og athyglinni var ein- nngis beint að þeim efnum, sem hún vakti máls á. Bella setti á sig fyrirlitningarsvip og reyndi að leiða hugsanir hr. Osbornes i aðrar áttir; enda tókst henni það að nokkru leyti. Kitty hafði gaman af Patty og reyndi ekki að tala um neitt, enda sat Bruce við hlið hennar og studdi það ánægju hennar ekki all-lítið. Nú fór ungfrú Pace að tala um tvö efni, sem henni sérstök ánægja að, nefnilega tizkuna og klæðnaðinn ;ekk nú til Bellu og fór að skoða efnið í fatnaði henn »g bað hana loks að standa upp, svo hún gæti séð ið á fotuniun hennar. Bella ýtti hendi gömlu konunnar frá sér, einsog hún væri sýkjandi og vildi ekki standa upp. “Stattu upp, Bella”, sagði Kitty lágt, “vertu ekki svona þver”. “Því stendur þú ekki upp sjálf”, sagði Bella, "og sýnir henni þinn eigin fatnað?” “Hún bað þig, en ekki mig”, svaraði Kitty, “en eg skal gjöra það með mestu ánægju, ef hún vill sjá minn fatnað. Ungfrú Pace”, sagði hún glaðlega um leið og hún tók sér stöðu frammi fyrir henni, “viljið þér ekki líta á kjólinn minn, og hafa hann til fyrirmyndar, ef yður líkar hann. Mér þykir heiður að því”. Af tilviljun var klæðnaður Kitty snotur í þetta sinn, og gamla konan skoðaði hann nákvæmlega og gjörði ýmsar athugasemdir, og gekk svo aftur til sætis síns. Fanny hélt i bakið á stólnum, sem Patty ætl- aði að setjast á, einsog hún ætlaði að draga hann burtu, og af þvi Bella gaf henni bendirfgu brosandi, dró hún hann ögn til hliðar, í þvi skyni að gamla konan dytti á gólfið. Þegar hún ætlaði að setjast, hefði hún eflaust dott- ið, ef Gerti hefði ekki komið og hjálpað henni. Gerti Ieit ásakandi augum á Fanny, sem vaið sneypuleg og ætlaði að draga sig i hlé; en um leið sté hún ofan á gigt- veika fótinn hans Grahams, sem rak upp hljóð af sárri tilfinningu. “F'anny”, sagði Bruce, sem aðeins sá síðara tilfell- ið, “eg vildi þú gætir lært kurtisi”. “Af hverjum á eg að læra hana?” spurði Panny stygg. “Afþér?” Bruce varð gremjulegur, en svaraði engu. Gamla Patty var nú búin að jafna sig og sagði: “Kurteisi er elskuleg en sjaldgæf dygð, sem þó er svo þroskuð hjá Gerti, vinu minni, að hún væri sönn prýði fyrir prins- essu”. / Bella ylgdi sig og brosti fyrirlitlega. “Lautinant Osborne”, sagði hún, “finst yður ekki ungfrú Devereux hafa fagra hegðun?” “Jú, áreiðanlega”, svaraði lautinantinn; “þegai hun tekur á móti gestum til dæmis, er hún sannarlega yndis- leg”. “Um hverja talið þið?” spurði Kitty. “Um frú Harry Nabel?” “Nei, við töluðum um ungfrú Devercux”, svaraði Bella, “en sama má segja um frú Nabel”. “Það finst mér líka”, sagði Bruce. “Heyrirðu, Fanny? Við höfuin fundið fyrirmynd handa þér. Hag- aðu þér eftir frú Nabel”. “Eg þekki ekki frú Nabel”, svaraði Fanny; “eg vil heldur taka ungfrú F'lint mér til fyrirmyndar. Ungfrú Gerti”, sagði hún ineð angrandi alvöru, “hvernig á ej að læra kurteisi?” “Manstu hvernig söngkennarinn þinn sagði að þú ættir að læra að leika með svipfagurri viðfeldni?” svar- aði Gerti, og leit þýðingarmiklum augum til Fanny. “Eg vil ráða þér til hins sama, þegar þú ætlar að læra kurteisi”. F’anny roðnaði mikið. “Hvað er það?” spurði Graham. “Láttu okkur heyra, hvaða rcglur Gerti fyrirskipar til að læra kur- teisi, Fanny”. “Hún segir að þær séu hinar sömu og söngkennar-. inn gaf mér i fyrra”. “Hvað sagði hann?” spurði Bruce. “Eg spurði hr. Hermann, hvernig eg ætti að fara að læra að spila með tilfinningu”, sagði I'anny, “og hann svaraði: ‘Þér verðið að tileinka yður mentun hjartans, ungfrú Bruce’.” Þessi nýja leiðbeining til að ná svo stóru tak- marki, framleiddi jafn niargar svipbreytingar og mis- munandi eðliseinkunnir voru til hjá tilheyrendum Fannyar. Graham beit á vörina og fór, — hann vissi að kurteisi sín hvildi ekki á slíkum grunni, en að hjá Gerti gjörði hún það. Bella var ímynd fyrirlitningar- innar; Bruce og Kitty voru yfirlætisleg og þó að nokk- uru leyti glaðleg; en Osborne lautinant virtist skilja sannleikann i þessu, og leit aðdáandi angum til Gerti. Svipurinn á andliti Emily sýndi greinilega, að hún var þessu samþykk, og gamla konan lét hiklaust i ljósi á- nægju sína yfir þessu, *‘Athugasemdir ungfrú Gerti eru án efa sannar”, sagði hún; “hin eina kurteisi, sem er nokkurs verð, kemur frá mentuðu hjarta. Máske gestirnir vilji vera svo lítillátir að hlusta á gamla konu, þegar hún segir frá sjaldgæfu dæmi um sanna kurteisi og hvernig hún öðlaðist endurgjald”. Allir létu i ljósi einlæga ósk til að fá að heyra sögu gömlu konunnar, og hún byrjaði: “Einn vetrardag fyrir nokkrum árum gekk gömul kona, hrörleg og á afturfararskeiði, en sem hafði góða sjón og talsverða heimsþekkingu — nafn hennar var ungfrú Patty Pace — beina leið og eftir sérstöku heim- boði til húss herra Clintons, föður ísabellu, fallegu, ungu stúlkunnar þarna. Öll trén í gamla og góða bæn- um okkar voru þá þakin með hrími, og gangtraðirnar voru hreint og beint snörur fyrir fætur þeirra gömlu og óvarkáru. “Eg misti jafnvægið og datt. Tveir glaðlyndir ungir menn hálpuðu mér og fóru með mig til næstu lyfjabúðar, og þar kom eg aftur til meðvitundar. Eg hélt áfram, kvíðandi fyrir óhöppum, og hefði naumast komist alla leið, ef ungur maður, rjóður í kinnum, hefði ekki komið og lagt gamla handlegginn minn á unga og sterka handlegginn sinn og fylgt mér alla leið til hins ákveðna staðar. Þessi eðallyndi fylgdarmað- ur minn þurfti á mikilli djörfung og stillingu að halda til þess að framkvæma það, sem hann hafði ráðist í. Hugsið ykkur ungling, fjörugan og fagran einsog sól- argeislann, beinan einsog ör — já, sannan Apollo — með vesalings litlu, gömlu Patty Pace hangandi á hand- leggnum! Eg ætla ekki að hlífa sjálfri mér, stúlkur mínar, en ef þið hefðuð séð mig þá, munduð þið skoða mig sem mikið endurbætta útgáfu núna, að ytra áliti. Höndum mínum hafði eg stungið i vasana, hnakka- hárvöndullinn hafði allur aflagast um leið og eg datt, og gleraugun mín — þau sömu, sem faðir minn hafði notað— þöktu nærri alt andlitið á mér, og voru í sjálfu sér nægileg til að vekja athygli og forvitni. En hann gekk rólegur af stað með mig, og þrátt fyrir aðlaðandi augnatillit margra fagurra unglingsstúlkna, og háðsleg bros frá ungum mönnum á hans aldri, sem við mætt-í um við og við, studdi hann minn veika likama með ■ jafn mikilli umhyggjusemi einsog eg hefði verið keis-^ arainna, og tempraði fjöruga göngulagið sitt eftir seina ganginum mínuin. Það var sannarlega eðallyndur hugsunarháttur, sem hann lét i ljósi, fylgdarmaðurinn minn. Hefðuð þér getað séð hann, ungfrú Katharine,! eða þér, ungfrú F’anny, þá hefði hjarta ykkar tilheyrt honum frá þeirri stundu. Hann var sönn fyrirmynd. I “Hvert hann ætlaði sjálfur, veit eg ekki, þvi hann yfirgaf mig ekki fyrr en við dyrnar á húsi Clintons. | Eg get naumast haldið, að honum hafi verið nein þægð i, að eiga mitt gamla hjarta, en eg held stundum, að það hafi fylgt honum; því enn í dag hugsa eg oft til hans”. “Og það hafa verið launin hans”, sagði Kitty. “Nei, ungfrú Kitty, getið þér aftur”. “Eg get ekki hugsað mér annað æskilegra, ungfrú Pace”. “Laun hans voru gæfa lífsins, ungfrú Katharine. Þó er líklegt, að hann sé ekki enn fær um að meta þýðingu þeirra launa”. “Hvers vegna?” spurði Fanny. “Nú skal eg með fám orðum segja frá endir sög- unnar. Frú Clinton hvatti mig ætíð til að tala mikið, þegar eg var hjá henni. Hún þekti smekk minn og lét mig rausa og mér þótti vænt um nærgætni hennar. Eg sagði henni frá fylgdarmanni minum og lýsti kost- um hans og útliti. Hr. Clinton var til staðar og heyrði alt; hann var maður, sem kunni að ineta kurteisi og varð hrifinn af þessu eðallyndi drengsins, og lofaði mér að gefa honum vinnu og efndi það. Hinir e15al- lyndu andlitsdrættir hans og svipur mæltu með sér sjálfir og útveguðu honum skrifarastöðu. En síðan hefir hann ávalt komist hærra og hærra, og nú er hann | orðinn verzlunarfélagi og umboðsmaður fyrir mikils-í vert og auðugt verzlunarhús. Ungfrú fsabella, mér þætti gaman að heyra síðustu fregnirnar af hr. Willi- am Sullivan”. “Eg held honum liði vel”, svaraði fsabella fýluleg; “eg hefi að minsta kosti ekki heyrt annað”. “Ó, Gerti veit það”, sagði Far.ny; “Gerti veit um alt, sem snertir hr. Sullivan; hún getur sagt yður frá honum”. Nú litu allir á Gerti, sem með ólýsanlegri ánægju hafði hlustað á sögu gömlu konunnar. Ungfrú Pace sneri sér nú að henni, og varð hissa á því að hevra að hún þekti unga fylgdarmanninn hennar. Gerti svar- iði öllum spurningum hennar undir eins og feimnis-1 'aust; en svo lágt, að hitt fólkið, sem ekki hugsaði um Willie, fór að tala saman um annað efni. Gerti sagði nú ungfrú Pace, hve forvitinn Willie og ættingjar hans hefðu verið um það, að vita hver or- sökin hefði verið til gæfu hans, og gamla konan hafði svo mikið gaman af að heyra um tilgáturnar um það efni, að hún hló eins glaðlega og unga fólkið við dyrnar. Ungfrú Pace bað nú Gerti að flvtja Willie marg- ar og kærar kveðjur frá sér í næsta bréfi, sem hún skrif- aði honum. En nú kom frú Graham til þeirra og hrópaðj: “Hamingjan góða! Þið sitjið hér öll ennþá; eg hélt þið ætluðuð að ganga ykkur til skemtunar i skóg- inum. Kitty, hvað er orðið af þeirri fyrirætlun þinni, a fara upp á fjallið til þess að sjá sólsetrið þaðan?” “Eg mintist á það fyrir klukkustundu síðan, en Bella sagði, að það væri of heitt; mér sýnist veðrið hentugt fyrir slíkt ferðalag”. “Það kólnar bráðuin”, sagði frú Graham, “svo þið ættuð að fara af stað; vegurinn er býsna langur”. “Hver ratar þangað?” spurði Kitty. Enginn svaraði spurningunni, og furðaði Gerti á því, þar eð hún hélt að Bruce væri kunnugur. En nú fór Emily að finna til höfuðverkjar, svo Gerti fór með henni upp í herbergi hennar. Þegar hún var að loka dyrunum, koin Fanny og spurði: “Komið þér ekki með okkur, ungfrú Gerti?” “Nei”, svaraði Gerti, “ekki i dag”. “Þá fer eg ekki heldur”, sagði Fanny. “Þvi viljið þér ekki koma með okkur, ungfrú Gerti?” “Eg ætla bráðum að ganga út með Emily, ef hún er svo frísk að geta það; þú mátt vera með okkur, ef þú vilt, en eg held þú hafir meiri ánægju af að fylgja hinum og sjá sólsetrið”. Niðri var talað um, að fá Gerti til að fylgja þeim, en Bella var þvi mótfallin. Loks varð það þó niður- staðan, að Kitty var send upp til að biðja hana að verða samferða. TUTTUGASTI OG FYfíSTI KAPITULI. Fyrirlitning. Gerti vildi helzt ekki fara; en þegar Emily hvatti hana til þess, samþykti hún það loksins. Hún lét nú á sig þykka skó og fór svo að leita að hattinum sínum i skápnum, þar sem hún var vön að geyma hann. “Að hverju leitarðu?” spurði Emily, þegar hún heyrði Gerti ljúka upp skápnum aftur og aftur. “Að hattinum mínum; eg get ekki fundið hann. Eg má biðja þig að lána mér hattinn þinn”. Hún lét nú á sig hatt Emily, sem lá á rúminu, um leið og Emily sagði: “Gjörðu svo vel, góða mín”. “Eg fer nú bráðuin að halda, að eg eigi hann”, sagði Gerti glaðlega, “eg brúka hann svo miklu oftar en þú”. Niðri stóð Fanny og beið hennar; hitt fólkið var farið fyrir stundarkorni. Emily kallaði nú á eftir þeim: “Gerti, þú hefir liklega látið á þig þykka skó? Það er alt af svo blautt hjá Tomtons girðingunni”. -— Gerti kvaðst hafa þykka skó; en datt nú í hug, að hinar hefðu ekki verið svo varkárar, og spurði því frú Graham, hvort Bella og Kitty hefðu búið sig undir að verða að vaða í bleytu. Frú Graham kvað þær ekki hafa gjört það, og þar eð þær væru komnar svo langt, vissi hún ekki hvað ætti að gjöra. “Eg hefi létta utanhafnarskó og þá skal eg hafa með mér, og við Fanny skulum ná þeim áður en þær eru komnar að bleytunni”. Það var auðvelt að ná Bellu og lantinantinum, sem gengu mjög hægt, líklega af ásettu ráði. En Kitty og Bruce voru langt á undan þeim. Þau voru nú komin að blautu mýrinni; en Gerti og F’anny áttu enn drjúgan spöl til þeirra og voru orðn- ar all-móðar af hlaupunum. Þegar þær gengu fram hjá heimili Tomtons, kom frúin út í dyrnar og á- varpaði Gerti, sem nú bjóst við töf og bað því Fanny að hlaupa á undan og segja Kitty og bróður sínum frá bleytunni og biðja þau að biða þangað til Bella og lautinantinn kæmu. Fanny varð of sein, því Bruce var kominn yfir torfæruna með Kitty eftir þeirri einu leið, sem var fær. Gerti náði nú F’anny. Bella og lautinantinn nálguðust svo hægt, að Fanny leiddist að bíða og bað Gerti að halda áfram og láta þau eiga sig. Loksins komu þau fyrir girðingarhorn- ið; en Bella gekk jafn hægt og aður, þó hún sæi að beð- ið væri eftir þeim. “Eruð þér orðnar . máttvana, ungfrú Clinton?” hrópaði Fanny. “Máttvana? Við hvað áttu?” spurði Bella. “Þér gangið svo hægt”, sagði Fanny, “að eg hétt að eitthvað gengi að fótunum yðar”. Bella fann það ekki viðeigandi að svara og gekk áfram, án þess að lita við Gerti; en hún lét sem hún sæi ekki ókurteisi Bellu, tók í hendi Fanny og sneri inn á annan veg og sagði róleg og kurteis: “Þessa leið, ef þér viljið gjöra svo vel, ungfrú Clinton. Við höfum beðið eftir yður til þess að leiðbeina yður yfir þessa blautu mýri”. “Er blautt hérna?” spurði Bella og leit á þunn* skóna sína, cn bætti svo við í gremjuróm: “Eg hélt að þér þektuð veginn betur en svo, að fara með okkur hingað. Eg fer ekki yfir þessa for”. “Þá verðið þér að fara heim aftur”, sagði Fanny; “það sér enginn eftir því”. “Það var ekki mín uppástunga”, svaraði Gerti stillilega, en roðnaði þó ögn; “eg held samt að eg getí hálpað yður út úr þessum vandræðum. Frú Graham hélt, að þér hefðuð of þunna skó og tók eg því þessa utanhafnarskó með mér”. Bella tók við þeim, án þess að þakka fyrir, og þeg- ar hún opnaði umbúðapappírinn, spurði hún: “Hver á þá?” “Eg”, svaraði Gerti. “Eg held eg geti ekki hamið þá á fótunum”, taut- aðði Bella, “þeir eru líklega alt of stórir”. “Með leyfi yðar?” sagði lautinantinn, og um leið og hann tók annan skóinn, laut hann niður til að hjálpa henni að láta þá á sig; en það var all-erfitt því þeir voru of litlir. Þegar Bella varð þess vör, vildi hún sálf láta þá á sig, og í reiði sinni sleit hún mjóu bönd- . in, sem láu yfir ristina, en samt kom hún ekki öllum | fætinum i skóinn. Meðan þær héldu áfram varð Fanny vör við lag- legan, barðabreiðan hatt, sem Bella bar öðrumegin i höfðinu, og þekti undir eins að það var hattur Gerti. Hatturinn var nokkuð einkennilegur, svo Gerti hefði naumast keypt hann sjálf; en svo stóð á, að Graham eyðilagði hattinn hennar af ógáti og keypti svo þenna handa henni í staðinn. Hattinn geymdi Gerti í skáp i nokkrum og þar fann Bella hann og tók hann. Þegar Fanny ásamt Gerti gengu á eftir Bellu og lautinantin- um, benti hún á hattinn til að vekja athygli Gerti, gretti sig og gjörði óteljandi fettur, brettur og bend- ingar, sem allar áttu að þýða, að hana langaði til að rífa hattinn af Bellu og setja hann á Gerti. Gerti gat varla varist hlátri. Hún hristi höfuðið, gaf Fanny hótandi fíngurbendingar og merki til þess að hætta, og að síðustu hraðaði hún sér á undan Bellu, ásamt Fanny, svo að hún sæi ekki fetturnar og brett- urnar hjá henni”. “Þú mátt ekki koma mér til að hlæja, Fanny", sagði hún; “ef ungfrú Clinton hefði séð til þin, hefðl hún orðið mjög gröm”. Fríir ABYRGÐSTIR Amerikanskir SILKISOKKAR OSS VANTAR AÐ ÞÉR KINNIST ÞESSUM SOKKUM Þeir hafa staðist raunina þegar allir aðrir brugðust. Þeir gefa manni veruleg fóta þægindi. Þeir hafa enga sauina sem hætt er við að rifni upp úr. Þeir fara ekki úr lagi því það er prjónað en ekki straugjað í þá. Þeir eru Ábyrgstir að fínleika. að tísku fyrir yfirburði að efni og frá- gangi, aigjörlega flekkleysi. og til að endast í sex uiánuði gata lausir, annars er annað par sent í staðinn. ÓKEYPIS Hver sem sendir 50c til að borga flutningsgjaldið send- um við ókeypis að undan- teknu tollgjaldi, þrjú pör af okkar nafnfrægu karlmanna AMERICAN SII.K HOSE með skrifaðri ábyrgð og af hvaða lit sein er, eða, þrjú pör ut okkar Ladies’ Hose, anriað- hvort svarta. brúna eða iivfta að liti með skrifaðri ábyrgð. LÁTTU EKKl BÍÐA—Þetta tilboð verður tékið til baka þegar verzlunannaðurinn í þínu héraði fer að höndla |>á. Nafngreinið bæði lit og stærð. The International Hosiery Co. 21 Bittner Street Dayton, Ohio, U.S.A. DOMINION BANK tlornl Notre Dnme og Sherbrooke Str. tfnfuítntAU uppb... VflrHNjAflur........ Allur eignlr........ . .. .$.6,000.000 .....$. 7,000.000 .....$7S,000,000 Vér óskum eftlr vitSskiftum verz- lunarmanna og ábyrgumst aó gefa þeim fullnægju. Sparisjóðsdeild vor er sú stærsta sem nokkur banki hef- ir í borginni. lbúendur þessa hluta borgarinnar óska aó skifta vió stofnun sem þeir vita aó er algerlega trygg. Nafn vort er fulltrygging óhlutleika. Byrjió spari innlegg fyrir sjálfa yóur, konu og börn. W. M. HAMILTON, Ráðsmaður PIIONK GAKItV 34.*»0 ICreseent! — Uppákald Vesturlandsins E. L. Drewry, Ltd., Winnipeg. MJÓLK OG RJóMI er svo gott fyrir börnin að mæðtirnar gerðu vel i að nota meira af þvi Engin Bakteria lifir á mjólkinni eftir að við höfum sótthreinxað hana. Þér fáið áreiðanlega hreina vöru hjá oss. TALSIMl MAIN 1400 Kaupið Heimskringlu. ÁGRIP AF REGLUGJÖRÐ um heimilisréttarlönd í Canada Norðvesturlandinu. Hver, sem hefur fyrlr fjölskyldu aB sjá eöa karlmaCur eJdrt en 18 ára. g«t- ur tekiö heimllisrétt á fjóröung úr section af óteknu stjórnarlandl I Man- ttoba, Saskatchewan og Alberta. Um- sækjandi verCur sjálfur að koma A landskrlfstofu stjórnarinnar, eöa und- trskrifstofu hennar t þvi héraöt. Sam- kvæmt umboöi má land taka á öllum landskrifstofum stjórnarinnar (en ekkl á undir skrifstofum) með vtssura skil- yrt5um. SKYLDUK—Sex mánaöa ábúTi og ræktun landsins á hverju af þremur árum. Landnemi má búa með vissum skilyröum innan 9 milna frá heimllta- réttarlandi sinu, á landi sem ekkl mr minna en 80 ekrur. 1 vissum hérööum getur gófiur og efnilegur latidnemi fengiö forkaupa- rétt á fjóröungi sectiónar mebfrani landi sinu VerÖ $3.00 fyrir ekru hverja. SKYLDUH—Sex mánaða ábúb & hverju hinna næstu þrlggja ára eftlt að hann hefur unnið sér Inn eignar- bréf fyrir heimlllsréttarlandi sinu, og auk þess ræktaö 50 ekrur á hlnu selnnt landi. Forkaupsréttarbréf getur land- nemi fengiö um leiÓ og hann tekur heimilisréttarbréfiö, en þó meö vtssum skilyrbum. Landnemi sem eytt hefur helmilia* rétti sínum, getur fengiö helmllisrétt* arland keypt i vtssum héröðum VerM $3.00 fyrir ekru hverja. SK VLDI It—. Verður að sltja á landinu 6 mánuftl af hverju af þremur næstu árum, rækta 50 ekrur og reisa hús i landtnu, sem mr $300.00 viröi. Færa má nitiur ekrutal. er ræktant skal, sé landlö ósiétt, skógl vaxlh eha grýtt. Búþening má hafa á landlnu I stað ræktunar undir vlssum skilyrhum. Blö’ö, sem flytja þessa auglýsluga teyfislaust fá enga borgun fyrlr.— U. W. ( OltY. Deputy Mlnlster or the Interlor. f i TICO Hið sterkasta gjöreyðingar lyf fyrir skordýr. Bráðil repiil nll skorkvlkhKlÍ svn seill. ve(r(;jHlý8, knkkerlak. maiir. fló. nielflö(Mir. <>(> alsknnai smá- kvikimli Það eyðile(r(rui efrkln ng lirfuua. og keiuur jiaunit; f veg fyrír frekari óþægitidi. Búið til 8f r / F KIN CHFMICAL CO. 400 McDermot Avenue i Phone Garry 4254 s,.|t f öIIiitíi hetrl lyfjabúðum. WINNIPEO

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.