Heimskringla - 25.02.1915, Blaðsíða 2

Heimskringla - 25.02.1915, Blaðsíða 2
BLS. 2. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 25. FEBRÚAR 1915. THE CROTO DRUG CO. WINNIPEG Bætir fljótlega Ábyrgst RHEUMA T/C TREATMENT Ver8 $1.50 Rafmagns heimilis áhöld. Hughes Rafmagns Eldavélar Thor Rafmagna Þvottavélar Red Rafmagns Þvottavélar Harley Vacuum Gólf Hrelnsarar "Lacor’ Nltrogen og Tungsten Lamp- ar. Rafmagns “Flxtures” “Unlversal” Appllances J. F. McKENZIE ELECTRIC CO. 419 Portnge Ave. Phone Maln 4064 THE CANADA STANDARD LOAN CO. ATSal Skrlfatofa, Wlnnlpeg $100 SKULDABRÉF SELD Tilþæglnda þeim sem hafa smá upp- hættir til þess at5 kaupa, sér í hag. Upplýsingar og vaztahlutfall fæst á skrifstofunni. J. C. Kyle, rftísmaUnr 428 Maln Street. Wlnnlpeg. Piano stilling Ef J)ú gjörir árs samning um að láta stilla þitt Píano eða Player Píano, þá ertu æfinlega viss um að hljóðfæri þitt er í góðu standi. Pað er ekki að- eins að það þurfi að stilla píano, heldur þar að yfirskoða þau vandlega. Samnings verð $6.00 um árið, borganlegt $2.50 eftir fyrstu stiliingu, $2.00 aðra og $1.50 þriðju. H. HARRIS 100 SPENCE STREET CARBON PAPER for TYPEWRITER—PENCIL— PEN Typewriter Ribbon for every make of Typewriter. G. R. Bradley & Co. 304 CANADA BLDG. Phone Garry 2899. Klstur, töskur, húsmunlr eöa ann- aö flutt eöa geymt. ISABEL BAGGAGE AND TRANSFER ST0RAGE GARRY 1098 83 I9ABEL 9TREET Radd Framleiðsla Mrs. Ho' iack, 4SS Arllngtoa St. er relöubúln aö velta mðttöku nem- endum 1/rlr raddframleiöslu og söng. Vegna þess aö hún heflr kent nemendum á Skotlandl undir Lond- on Royal Academy prdf meö hezta árangrl er Mrs. Hossack sérstak- lega vel hœf tll þess aö gefa full- komna kenslu og meö láu veröl. Símið Sherb. 1779 Brúkaöar saumavélar meö hœfl- legu veröl.; nýjar Slnger vélar, fyrlr peninga út I hönd eöa til letlgu Partar I allar tegundlr af vélum; aögjörö á öllum tegundum af Phon- nographs á mjög lágu veröl. Sími Garry 821 J. E. BRYANS 531 SARGEWT AVE. Okkur vantar duglega "agenta” og verksmala. Wlnnlpeg Vlögjörölr af öllu tagl fljött og vel af hendl leistar. D. GE0RGE & C0. General House Repairs Cahlnet Makers and Upholaterera Furniture repalred, upholstered and cleaned, french polishlng and Hardwood Flnlshlng, Furni- ture packed for shipment Chalrs neatly re-caned. Phone Sher. 2733 369 Sherbrooke St. Ot á land. Grein með þessari yfirskrift stóð í ritstjórnardálkum Hkr., sem kom út 28. f.m. Við grein þessa vildi eg, með leyfi ritstjórans mega bæta nokkuruin athugasemdum. Eg vil láta þess strax getið, að þar sem efnið, sem hér er um að ræða, varðar almenning, set eg ekki fult nafn mitt undir; því margir eru svo gjörðir, að þeir líta meira á manninn, sem ,skrifar, heldur en það, sem hann skrifar. Vegna þess, að Hkr. er að eins les- in af íslendingum, geta þeir, sem nota hana til að ávarpa fólkið, að eins talað til þeirra; jafnvel þó mál- efnið snerti alla, af hvaða þjóð- flokki, sem er hér í landi. Vil eg því með eftirfylgjandi athugasemdum leyfa mér að ávarpa hina uppvax- andi kynslóð, sem af islenzku bergi er brotin. Sá, sem ritar þessar línur, er ald- urhniginn samlandi ykkar, sem vill biðja ykkur að staldra við á félags- lífs og fjörkippa brautum ykkar, og verja örfáum mínútum til að skygn- ast með mér um svo sem 40 ár til baka aftur í timann. Hvar erum við þá stödd? — Á nyrztu jöðrum Atlantshafsins, — í skauti Fjalladrotningarinnar, með tignarsvipinn margbreytilega; sem hefir staðið þar fram að þessum tíma, sem vörður heimsmenningar- innar, og sagt: hingað og ekki lengra. Árið 1874 er eitt hið markverð- asta og ógleymanlegasta ár í sögu ísiendinga í seinni tíð. Það gaf þeim stjórnfrelsi svo mikið framyfir það, sem áður hafði verið. Það gaf þeim fj'árvonir með sjálfstjurn í sinum eigin fjármaium. En þrátt fyrir þessi hin miklu höpp, þá gat hinn niðurníddi og margtroðni búgarð ur innbúanna ekki alt í einu breyzt í Paradís. Stefndi það mikið af því að mennirnir voru svo lítt vanir við sjálfræðið, ekki síður i fjármálum en á öðrum svæðum, og i byrjun hagnýttu sér það verr en skyldi. — Frá 1875—80 var árgæzka þar landi. Taldist mönnum þá svo til, að búfénaður hefði náð hámarki sínu og fieira fólk lifði þá á landbúnaði heldur en nokkru sinni fyrr eða síðar; nema ef vera skyldi á 14. öld áður en Svartidauði geysaði yfir Norðurálfuna. Eftir 1880 komu voðaleg harð æri; og eit árið (1882) var svo hart að stráfellir hefði orðið þar á bú fénaði, hefði ekki, fyrir milligöngu góðra manna, komið mikil og góð hálp frá útlöndum. En slíkt er ekk ert eins dæmi með fsiand; það hefir oft hitt hin beztu lönd. Fólksflutningar byrja. ,í Gegnum hin mjög svo ófull komnu samgöngufæri, sem voru þar á þeim tima, fengu landsbúar dá litla nasasjón af landinu fyrir hand an hafið, — nýja heiminum (“Vest urheimur, veruleikans álfa; vonar land hins unga, sterka manns”(.*) Landið það, sem allar þjóðir Norðurálfunnar voru að flytja til Einsog áður er á minst, lifði fleira fóik af landbúnaði á íslandi um þetta skeið, heldur en átt hefir sér stað fyrr eða síðar. Virtist þá, sem fólkið gengi þar í örtröð. Verkalýð ur fékk sáralitil laun, og margir alls engin. Margar ungar persónur, sem voru svo tljarfar, að ganga inn í hjúskaparlif, gátu ekki náð í brúk- legt jarðnæði, og sumir alls ekkert Varð það fólk að sitja eftir sem áð ur í vinnumensku við skorinn skamt. Fæddist þá margt barn í van- þakklæti frá mannfélagsins hálfu Enda voru þá meiri þyngsli af ör- eiga fólki en nokkru sinni ella. Árið 1872 má segja, að fólksflutn- ingar hafi byrjað frá íslandi til þessa lands, Norður-Ameríku. — Fyrstu 8—10 árin voru, að undan- teknum einum, aðeins smáhópar, sem fóru; en eftir að áðurnefnd harðæri dundu yfir, fór mörgum að verða órótt í heimahögum. Einsog eðlilegt var, var farfýsi fólksins bundin við kringumstæður einstaklinganna. Unga fólkið, menn og konur, voru að hugsa um æfin- týri. Það lagði á stað til hins nýja heims sem æfintýra-leitendur, með eitthvað svivuðum hugsjónum einsog málmleitendur gjarnan hafa. Svo var annar flokkur af útflytjend- um, og hann öllu stærri, þar sem farfýsin var runnin frá öðrum rót- um, sem sé: menn og konur, sem komin voru yfir miðaldursskeið, og höfðu heima ætíð við ramman reip að draga. Þetta fólk hafði meira og minna af ungviði mannfélagsins í kringum sig, og var sí og æ að hugsa um framtíð þess. Fanst þeim mikl- ar líkur til, einsog þá hagaði þar til, að vöxtur og viðgangur hinna ungu yrði að meira og minna leyti fyrir hnekkir. Landið þoldi ekki mannfjölgun. Þetta fólk gat rólega setið kyrt í heimahögum, ef það að eins hefði verið að hugsa um sina eigin tímanlegu velferð. Það var hagvant og kunni lag á því, sem )jóðin þekti til, að færa sér öll jjargráð þar i nyt. Hvers vegna fór iað út á þær brautir, þar sem það * ( Þá voru landsbúar um 80,000. vissi um eins vel og 5 eru fingur á hendi hverri, að það, sem ófarið var æfiskeiðsins yrði eintóm barátta og sjálfsafneitun og harðré.tti? Ykk- ur er of kunnugt um æfikjör nýbú- anna á fyrstu landnámsárunum hér ílandi til þess að þörf gjörist að skýra þau út i æsar. Lífið hjá þessu fólki var ekkert annað en sjálfsaf- neitun og fórn, til þess að koma ungviðinu inn á þá gróðrarstöð, þar sem landrýmið var nóg, og tækifæri til að þroskast eftir því efni, sem í hverju einu var. Þið, ungu menn og konur, þegar þið mætið þessum fórnardýrum, — þau eru nú óðum að liverfa sjónum ykkar —, mjög svo niðtvrbeygðum af elli, uppihaldslausu erfiði og sí- feldu harðrétti, og þess utan eigna- snauð, — þá lítið ekki svo á (eg veit að mörg af ykkur gjörið það ekki), að lítið hafi verið í þau spunnið, svona yfirleitt. Þrátt fyrir ykkar fjölhæfi getið þið tæpast gjört ykkur grein fyrir, hvar þið nú vær- uð stödd, hefðuð þið fæðst, alist upp og gengið í gegnum það líf, sem þetta fólk hefir gjört. — Þetta gild ir jafnt fyrir alla innflutta útlend inga. Hvernig færir hin uppvaxandi kynslóð sér i ngt, bæði i nútíð og framtíð, tækifærin margvíslegu, sem frambjóðast hér í landi? Af áðurnefndri grein má sjá, að sumir gjöra það verr en skyldi, — hvað margir af fjöldanum er þar ó- talið. Ritstjórnargrein, sem birtist i sama blaði síðastliðið ár, styður mjög staðhæfingarnar í síðari grein- inni. Enginn ætti að setja út á, þó að hin uppvaxandi kynslóð gæfi sér tíma til siðsamlegra skemtana, ef að það er innan hóflegra takmarka. En að gjöra alt lífið að leik og ó- þarfa fjáreyðslu, er óhæfa, sem hefnir sín síðar. Þegar hvítir menn fóru fyrir al vöru að flytja hér inn í Vesturfylk in, þá blasti við þeim land með rík um og frjósömum jarðvegi, og fjöl breytilegum, földum fjársjóðum skauti sinu. En þar þurfti til inn flutta peninga og þekkingu heims- menningarinnar, ,til að framleiða og hagnýta þessa földu fjársjóði. Hér var nokkurskonar námuland, þar sem allir höfðu jafnan rétt til auðs ins. 4 , Hér voru engin óðul eða aðall Hér var enginn landsdrottinn eða leiguliði. Hér var ekkert arfgengt tignarfólk, með arfgengum orðum og tignar-merkjum. Hér var aðeins eitt, sem sókst var eftir og tignað Það var auður — dollarinn. En svo gilti hér sú regla, sem annars gild ir víða, að auðurinn náðist fljótast saman og greiðast með því, sem kallað er speculation. Af því leiddi að allir, sem fundu einhvern styrk hjá sér, fóru að speculera. En þá kom ýmislegt fram, sem gjörði mis mún afkomunni, svo sem: eigin leiki mannsins, fjárskortur að byrja með, og fleira. Niðurstaðan varð þannig, að örfáir af fjöldanum urðu auugir af speculation. Þar sem þess- ir mishepnuðu menn voru komnir svo langt út í speculation daumóra þá tóku þeir þau óheppilegu úrræði að speculate á annan veg, sem sé að hafa góða daga og sem minst fyr ir iífinu; — er þá oft ekki hlifst við, að lifa af annara fé. Hvað speculation andinn er rikur hjá hinni uppvaxandi þjóð hér i landi má taka sem dæmi: Hér, einsog annarsstaðar, þar sem stjórnir eru að fá útlent fólk til að flytja inn í landið og byggja það upp, gefur hún hverjum landblett (160 ekrur), með þvi skiiyrði, að búa þar og yrkja það. Sömu réttindi hafa innfæddir, ef þeir vilja nota það. Margur út- lendingurinn hefir flutt hér inn einmitt fyrir þessi hlunnindi; fært sér þau vel í nyt, og blómgast úr fá- tækt og frumbýlingsskap. Þegar hinir uppvaxandi innfæddu menn nota sér þessi réttindi, sérstaklega, ef þeir erti uppaldir í bæjum og borgum, þá liggur speculation á bak við, sú, að ná nokkrum hundr- uðum dollara út úr landtökuréttin- um, en lifa þar helzt aldrei. Hvað dregur fólkið inn í borgir og bæi en fælir það frá landbún- aði? Þó eg hafi ekki við hendina ná kvæmar skýrslur, sem sanni þetta, er það samt fullsannað; öllum hag- fróðum mönnum ber saman um )að. Heimskringla hefir sýnt okkur manntalið í Winnipeg fyrir þetta ár, sem sé: 273,000. Fyrir fjórum árum var þar fólkstalið 170,000, að St. Boniface bæ meðtöldum. Það ár voru alls innbúar Manitoba fylkis taldir 450,000. Þannig hafði Winni- peg og St. Boniface um 37 prósent af öllum innbúum fylkisins. Á þess- um 4 árum hefir fólkinu í Winni- peg, ef St. Boniface er taiið með, fjölgað um 60 prósent. Ef innbúum fylkisins hefir fjölgað að sama hlut- falli um þessi 4 ár, er 270,000. Ættu iá allir innbúar fylkisins nú að vera_ 720,000. Þó að Winnipeg hafi sterkt aðdráttarafl, vaxa hinir bæ- irnir engu að síður meira en úti á landsbygðinni. Þegar því skal svarað, sem áður lág fyrir: Hvað dregur fóikið svo mjög inn í borgir og bæi en fælir það frá landbúnaði, þá finnur mað- ur helzt, að undanteknum áður- nefndum speculations anda, þetta tvent; Há vinnulaun og um mörg undanfarin ár næg vinna; ekki ein- ungis í borgum og bæjum, heldur líka á járnbrautum og í skógum á vetrum. Hins vegar hefir búnaður, helzt í nýbygðum, orðið fyrir nokk- urum áfellum á umliðnum árum. Svo hefir þetta hækkandi kaupgjald orðið sumum nýbúum um megn. Hinir ungu menn og hinar ungu konur, — tg vi! spyria það fólk. Hver verður framtíðin fyrir fjöld- anum, ef þessu heldur áfram ára- tugum saman? Eg má ekki sleppa kvenþjóðinni, ungu stúlkunum. — Það er eitt, með öðru fleiru, sem hefir dregið úr áhuga manna við landbúnaðinn, helzt í nýjum bygð- um: skortur á konum og konuefn- um. “Það er ekki gott, að maður- inn sé einn”, stendur í gamalli bók. Reynslan hefir sannað þetta frá upphafi mannlífsins. Sterkt, bragðgott, drjúgt og í alla staði gott. KAUPTU BLUE MBBON Það er drukkið á þúsundum heimila. Það er bezta teið sem selt er. Reyndu Það. Sleppið ekki tækifærunum. Nú- tíðin kemur ekki aftur til baka. Hvítra manna bygð hér í Vestur- fylkjunum er á bernskuskeiði; en hún þroskast og eldist, og gengur fram eftir sama lögmáli, sem átt hefir sér stað í Austurfylkjunum og Bandaríkjunum. Fólkinu fjölgar því örar, sem landskostir eru betri. Ber svo að þeim brunni, að samkepnin verður mikil til bjargráða. Þegar svo er komið ástandinu, að alt land er undir yrkingu; allir skógar og námar orðið að séreign- um einstaklinga eða félaga; allar verðmætar byggingar í borgum og bæjum orðnar séreign félaga og þeirra manna, sem hafa orðið ofan á í samkepninni, hinir allir leigu- liðar, og sama hlutfall er úti á land- inu, — hvernig er þá farið sjálf- stæði og frelsi einstaklingsins hér í landi? Hverjir eru ofan á, og hverj- ir eru undir?. Ofan á eru fasteigna- eigendur í borgum og bæjum, og landeigendur, þ. e. sjálfseignarbænd ur og stórlandeigendur (landlords). Hverjir verða undir og þrælar mannfélagsins? Fyrst leiguliðar úti á landinu, og þar næst hinn lægri flokkur af verkalýð í borgun’ og bæjum. • Svo skulum við gefa okkur tóm til að athuga mál þetta frá öðrum bliðum. Ætlunarverk okkar allra, karla og kvenna, er að vinna eitt- hvert dagsverk, hvort sem það verð- ur langt eða skamt, hjá því þjóðfé- lagi, sem vér erum einn limur af. Auðvitað eru þessi dagsverk eín- staklinganna ákaflega misjöfn; en viljinn ætti að vera hjá öllum. Hvað getum vér, sem einstakling- ar, bornir af fátækum foreldrum og þvi án þess afls í einu og öðru, sem útheimtist til stórvirkja, gjört fyrir land og lýð? — Yrkja landið, gjöra það að ábyggilegum bústað fyrir ó- borna kynslóð. Sem dæmi vil eg enn sýna ykkur 2 menn, með sömu skilyrðum inn- vortis og útvortis. Annar eignast blett í borg — við vitum, hvað hann er stór — og byggir þar sæmilegt ibúðarhús; er því talinn einn af betri borgurum bæjarains. — Hinn eignast land, að minsta kosti 160 ekrur, kannske tvöfalt það, þar sem jarðvegurinn ér ríkur og gefur goð- ar afurðir. Báðir vinna dagsverkið sitt með dygð og árvekni. Þegar þeir kveðja mannfélagið, tekur niðjinn við húsinu í borginni, en hann heldur því ekki lengi. Auðfé- lag eða auðmaður, með aukalög borgarinnar sem bakhjall, neyða hann til að selja það af hendi. Ein- hver nauðsyn krefur, að reisa stór- hýsi þarna. Mestur hluti borgarinn- ar breytist í stórhýsi. Þar af leiðir, að mestur hluti borgarbúa verða leiguliðar, — eilífir leiguliðar. — Hvernig er nú ástandið úti á land- inu? Niðjinn hefir erft jörðina, og hann heldur áfam að bæta hana. Enginn getur, móti hans vilja, neytt hann til að láta hana af hendi. Hún hækkar í verði, og hlunnindi við Sendu þessa auglýsingu með 25 centum fyrir BLUE RIBBON matreiðslubóðina. Skrifaðu nafn og heimili skýrt. auknar framfarir í bygðinni, verða æ auðsæari árlega. Að síðustu vil eg geta þess, að hefði hina áðurnefndu íslendinga úti á ættlandinu dreymt fyrir því, að niðjar þeirra í hinum nýja heimi yrðu eilífir leiguliðar og undirlægj- ur annara, þá hefði margur heiir.a setið, í stað þess, að offra lífi sinu fyrir jafn ógeðfelda hugsjón. Leigu- liða lífið var þeim of kunnugt til þess. Sá rauði þráður rann svo ó- mengaður í gegnum allar þeirra æð- ar að “Hér væri land hins unga, hrausta manns”. Hér væri land ein- staklingsins til að njota sinna hæfi- leika, þó af fátæku foreldri væri bor- inn. Ritað í febrúar 1915. J. H. J. ÞAEKARÁVARP *-------------------------* öllum þeim nágrönnum okkar, sem á svo margan hátt tóku þátt í okkar erfiðu kringumstæðum, sem við höfðum við að stríða síðastlið- inn vetur, sem hefir alt of lengi dregist a birta i nokkru blaði, — sem bæði skyldir og vandalausir gjörðu sér að reglu að koma á okk- ar heimili og hjálpa okkur alt sem það gat, án nokkurs endurgjalds. Einar Scheving, Sveinn Johnson, John H. Johnson, Tryggvi H. John- son og Mrs. Björn Sigurgeirsson, sem vöktu yfir mér meðan eg var í hættu staddur. Og sömuleiðis þökk- um við þeim, sem gáfu okkur pen- inga, til að koma drengnum okkar á spítalann undir uppskurð til Dr. B. J. Brandsons, sem han naf mann- úð sinni gjörði fyrir mjög litla pen- inga, eins mikið og hann gjörði fyrir hann. Einnig kvenfélagi Vída- líns safnaðar, sem gaf okkur 25 doll- ara; og fleirum sem gáfu líka, sem við getum ekki nafngreint, og sem nam 109 dollars. — Og biðjum við þann eina, sem alt hefir í sinni hendl, að hjálpa þessu veglynda fólki. Tryggvi Johnson, Sigrún Johnson. Húsbruni á Eyrarbakka __ Húsbruni varð á Eyrarbakka nú í vikunni og brann þar vöru- geymsluskúr, sem kaupfélagið Ing- ólfur geymdi vörubirgðir sínar í. ónýttust vörurnar að mestu og var skaðinn allmikill. Vátrygt*var hús'ð fyrir 7,000 krónur í félagi, sem pó&t- meistari hefir umboð fyrir. Phone Maln 5181 179 Fort St. FRANK TOSE Artist and Taxidermist SendlQ mér dýrahöfntlln, lem þlV vlljiö lftta stoppo 411. Kaupi stór dýrshöfuö, Elk tennur, og ógörfuö loöskinn og húöir. Biöjiö um ókeypis bækling metl myndum. Isabel Cleaning and Pressing Establishment J. W. QUINN, elsandl Kunna manna bezt aö fara meS LOÐSKINNA FATNAÐ VlBgerílr og breytlngar á fatnaíi. Phone Garry 1098 83 Isabel St. horni McDermot 1915 Mun auka um eitt ár orBstír Hjá verxlunarmanni yðar, eða frá: E. L. Drewry, Ltd., Winnipeg. SKAUTAR SKERPTIR Skrúfaöir eöa hnoöaöir ð. shó A.n tafar MJög fín skó viögerTJ á meS- an þú bíöur. Karlmanna skór hálf botnaöir (saumaö) 15 mínútur, gúttabergs hælar (dont slip) eöa leöur, 2 minútur. 9TEWART, 193 Pactfle Ave. Fyrsta búö fyrlr austan aöalstræti. andon, Man. A. E. McKENZIE CO., Ltd. Calgary, Alta Póstspjald til okkar færir yður stóra litmyndaða Fræ verðskrá. McKenzie’s Þarna er kost besta Fræ húsið í Canada. Þarna er Fræ húsið þar sem afgreiðsla er fljót. Þarna er mesta Fræ hús í Vestur-Canada. Þama er stærsta Fræ, hús í Vesturlandinu. Þarna er best útbúna Fræ húsið í Vestur-Can-Jg@“ ada. Þarna er Fræ húsið sem fyrirkomulag er best íjg@“ Vesturlandinu. Þarna er Fræ húsið Þ&rj sem öllum er gjört rétt til Þama er best setta Fræ^ húsið. Þarna er yðar ábyrgð^ að þér fáið gott Fræ. QualityJ Seeds í, Fræið sem er sérstaklega valið fyrir Vesturlandið. eagxyL Fræið sem gefur bestan “ '‘árangur í Vesturheimi. j. McKenzie’s eru fræin sem “Ig^eru líkust fyrirmynd og nafni. ' Alt fyrir akurinn, mat- '<» JUjurtagarðinn og túnið. Fræið sem á verulega “^g&sterka og heilsugóða fræ æfi. Fræin sem vaxa altaí frá ^^byrjun. Sú tegund sem þeir ^skörpustu kaupa. Sú tegund sem vissast ”"®®er að kaupa. Þeirra merkilegu yfir- burðir eru framúrskar- andi.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.