Heimskringla - 25.02.1915, Side 5
WINNIPEG, 25. FEBRÚAR 1915.
HEIMSKRINGLA
BES. 5.
• •
Vér afgreiöum yöur fijótt og greiöilega
og gjorum yöur í fylsta máta ánægöa.
Spyrjiö þá sem verzla viö oss.
THE EMPIRE SASH AND DOOR CO., LIMITED
Phone Main 2511 Henry Ave. East Winnipeg
Spánnýr
Vöruforði
litið, að ennþá væri tæplega tími til
kominn, að veita konum fult jafn-
rétti við karlmenn.
Eftir nokkurt umtal sagði Mr.
Roblin, að hann væri ekki i nein-
um efa um það, að með slíkri að-
ferð, er konur nú hefðu, þá mundu
þær fá framgengt áformum sínum.
Ekkert gæti mælt betur fram með
málstað þeirra heldur en það, hve
kurteislega og hógvært þær hefðu
nú borið mál sin fram. Og liti hann
að eigin hag sínum, þá myndi hann
veita þeim það, er þær óskuðu, þvi
hann byggist þá við því, að stjórn-
málaflokkur sinn myndi græða við
það. En sem nú stæði gæti hann
ekki gefið þeim ákveðið svar, — en
hann skyldi leggja málin fyrir em-
bættisbræður sína, sem óefað myndu
íhuga þau vel og vandlega. En hann
bað nefndina, að fara ekki burtu
með þeirri hugsun, að hann væri
sannfærður um, að tíminn væri
kominn, að veita þeim óskir þeirra,
og bætti svo við: “Þér vitið, að það
er ekki óhugsandi að vinna mig, —
það kynni að mega sannfæra mig”.
James Munroe hrósaði stjórnar-
formanninum fyrir það, að hann
væri orðin stuðningsmaður kven-
réttinda og fyrir framkomu hans i
bindindislöggjöf fylkisins og mælti:
“Komið þér nú með oss á bindind-
isvagninum og veitið konunum at-
kvæðisrétt, — þá skulum við halda
yður í fararbroddi framvegis”.
En Mr. Roblin kvað það ekki
hæfa að tala þannig.
Af úrslitum þessum sézt það
strax, að konur hafa mikið unnið á
þessu seinasta ári, og enginn getur
sagt annað, en að stjórnarformaður-
inn tæki vel málstað þeirra, þó að
hann snörist ekki á þcirra mál. Hið
fyrsta spor er að leggja málin fyrir
ráðaneytið, og konurnar þurfa að
halda áfram að vinna, og sýna það,
að þær séu þess umkomnar, að nota
rétt þann með hyggindum og still-
ingu, sem þær biðja um. Undir eins
og menn sja það og sannfærast um
það, þá er hann fenginn. Þar er
hnúturinn, sem þarf að leysa.
Þjóðverjar hræddir vií hungurs-
neyí.
Frá Kaupmannahöfn koma þær
fregnir, að Þjóðverjar séu nú orðn-
ir hræddir við hungursneyð og bæt-
ir það ekki um, er stjórnmálamaður
þeirra, Bethman-Hollweg kanzlari,
nýlega fór að saka Breta um það, að
þeir ætluðu að svelta alla Þýzkara
eða 70 millíónir manna, þangað til
þeir linuðust, og það var ekki í eitt
skifti að eins, sem hann sagði þetta.
heldur herti hann á því hvað eftir
annað. Og það gjörði fólkið hrædd-
ara og hræddara.
Og ferðamaður einn, sem nýkom-
inn er úr ferð sinni um Suður-
Þýzkaland, segir, að það sé ekki
langt frá því, að sulturinn sé byrj-
aður hér og hvar, einkum á Suður-
Þýzkalandi. 1 kringum Munchen,
höfuðborgina i konungsríkinu Baj-
ern, sagði hann að menn og konur
gengu hungraðir, og á degi hverjum
færu menn þar með lestunum, til að
Betra Blóð
Margt fólk tapar margra mán-
aða vinnu um þetta leyti
vegna heilsuleysis. Meðalið
sem hefir hjálpað mörgum
öðrum væri þér einnig til
góðs. Það er:
BEEF, IRON & WINE
Það á við alla, það er gott
að taka það inn, og verkar
tafarlaust. Fáðu flösku strax.
Búðu líkamann undir vor
mánuðina. Verð 75c.
Hospital Pharmacy
818 NOTRE DAME AVENUE '
Phone G. 5670-4474
Come and inspect our circulat-
ing Library. Moderate Rent- j
al charges.
--- A
reyna að fá matarforða til næstu
daga. Víða gat hann um smábæi,
sem væru orðnir algjörlega matar-
lausir og matsölubúðum öllum væri
lokað. Herforingjarnir yrðu þvi að
sjá um, að borgarmenn fengju mál-
tíðir eina eða tvær á dag, svo að
þeir dæju ekki. En þar er landinu
skift í héruð og sett undir hervald
og ræður sinn foringi yfir hverju
héraði. — Þetta er alveg einsog þeg-
ar fjölskyldurnar á íslandi urðu
bjargarlausar og flosnuðu upp, en
sveitin varð að taka við öllu sam-
an. En i staðinn fyrir cinstaklinga
eru það fyrst smáborgir, svo stærri
og stærri borgir og að síðustu má-
ske heil héruð, sein upp flosna og
verða bjargar að leita.
MANITOBA ÞINGIÐ.
Þingið hefir nú setið á degi hverj-
um, og hafa margir þingmenn flutt
ræður, sem vér gjarnan hefðum
viljað setja í blaðið, málsnjallar,
skörulegar og djúphygnar. Vil eg
þar til nefna af Konservativum þá
Roblin, Taylor, Coldwell, Dr. Mon-
tague og Mewhirter. Hr. Sveinn
Thorvaldsson, landi vor, þingmað-
ur fyrir Gimli, flutti ræðu, og var
henni hælt i enskum blöðum og kem
ur hún eða ágrip af henni í blaði
þessu, ef hægt verður að ná i hana.
Allar lýstu ræðurnar brennandi
þegnhollustu og föðurlandsást hjá
þessum mönnum, sem nefndir eru,
þó að mest kæmi það fram hjá Rob-
lin og Coldwell. Þeir mintust á
stríðið mikla og voðalega, hvaða
þýðingu það hefði, og hvernig vel-
ferð vor Canadamanna væri tvinn-
uð saman við velferð Englands; —
með Englandi stæðum vér og með
Englandi féllum vér og lentum und-
ir þýzkum hælum. Vér hefðum snú-
ist vel við nauðum Englands og
fljótlega. En vér gætum lagt til mik-
ið meira; heila millíón manna gæt-
um vér fram lagt, ef i það harðasta
færi, eða svo hefðum vér marga
menn í hernað færa. Og án þess að
taka nærri oss, gætum vér sent þre-
falt fleiri en farnir væru. Margir
hafa horft á eftir vinum og frænd-
um og bræðrum og sonum sinum
fara í leiðangur þenna, Mr. Roblin
t. d. á tvo syni sina, sem i stríðið
eru farnir.
Mikið kvað að ræðum þeirra Mr.
Roblins og Taylors um vínbanns-
málið. Sýndi Mr. Roblin það i ræðu
sinni, að hann vildi eyðileggja og
afnema vinsölu alla í fylkinu með
local option. Þegar Liberalar komu
frain með referendum, eða vildu
leggja það undir atkvæði almenn-
ings, þá flutti Mr. Roblin ágæta
ræðu og leitaðist við með liprum
orðum, að fá þá til samvinnu, og
bauð að taka mikinn hluta af upp-
ástungum þeirra inn í lagafrum-
vörp sin; en þeir vildu heldur fella
málið en láta hið minsta að orðum
hans, og knúðu málið fram til at-
kvæða og féllu náttúrlega við at-
kvæðagreiðslu.
Mr. Coldwell, ráðgjafi inentamála,
sýndi fram á, hverja þýðingu það
hefði fyrir Canada, ef að Þjoóverjar
sigruðu, og hvatti menn til að fella
nú niður allar flokkadeilur, en snú-
ast með einum hug að þvi málinu,
sem mest væri allra: velferð ríkis-
ins
Dr. Montague talaði um fónakerfi
fylkisins, og sýndi fram á hið mikla
gagn, sem það hefði gjört fylkisbú-
um, og hvað hagur þess væri i góðu
lagi, er það gæfi fylkinu 56,000 doll-
ara ágóða yfir árið, þegar öll út-
gjöld væru goldin.
Vér viljum benda á það, að bæði
föstudaginn og laugardaginn, eða
hinn 19. og 20. febr., eru svo góðar
þingræður i Winnipeg Telegram, að
þeir sem sinna vilja þessum málum,
ættu að fá þau blöð til að lesa.
Á þinginu hefir þingmaður Gimli
kjördæmis verið kvaddur í fjórar
nefndir, og eru þær þessar: Law
Amendments, Public Accounts, Tele-
phones and Telegraphs og Printing
and fíailwaijs.
Á þriðjudaginn ætlaði Sveinn að
leggja fyrir þingið lagafrumvarpa
um að breyta Municipal Boundary
Act.
* * ¥
Dómsmálaráðgjafi Hon. J. How-
den stakk nýlega vænum nagla i
líkkistu andstæðinga stjórnarinnar,
hinna liberölu flokksmanna í Mani-
toba. Þeir hafa einsog kunnugt er,
vcrið að stæra sig af þvi, að þeir í
þessum kosningum hafi haft fylgi
meirihluta kjósenda í Manitoba. —
Þeir hafa verið svo hróðugir yfir
því, að Roblin stjórnin sé minni-
hluta stjorn. En nú gat Mr. Howden
gefið þeim skýringar, sem hnekkja
þessum staðhæfingum þeirra. öll
þau atkvæði, sem greidd voru með
Konservatívum, voru 53,662, en með
Liberölum 54,548. En auk þess vann
Konservative stjórnin þrjú þingsæti
gagnsóknarlaust. En í þessum kjör-
dæmum voru 3,182 atkvæði, sem öll
hljóta að teljast með Konservatív-
um, þar eð þingmenn þeirra voru
kosnir þar gagnsóknarlaust eða i
einu hljóði. Og verður þá útkoman
sú, að Konservativar hafa meiri-
hluta atkvæða i öllu fylkinu, sem
nemur 2,296 atkvæðum.
Liberalar hafa lengi verið að
hamra á því, að þessum 93,000 doll-
ara, s em Gimli sveitin fékk til vega-
bóta árið 1913, hafi verið illa varið,
og hafi það verið mútur til að kjósa
Taylor. Auðvitað hefir enginn trú-
að þessu, — og þeir ekki sjálfir. —
Mr. Taylor gaf greinilega skýrslu
um það í þinginu nýlega, hvernig
fé þessu hefði verið varið. Af þess-
um $93,000 voru $12,000 veittir og
unnið fyrir þeim. Hitt alt var ekki
borgað út fyrri en á eftir kosning-
unum smátt og smátt. Fyrir þetta
fé var gjört: 375% milur af vega-
bótum; hreinsuð vegstæði, af skógi
og smáviði, sem nam 2,145 ekrum;
28 mílur af corduroy brúm voru
lagðar og 188,450 cubic yards af
skurðum grafin. Verk þetta náði yf-
ir 58 twp.
Til samanburðar við þetta gat Mr.
Taylor þess, að í Wallace township,
þar sem voru lagðar 96 milur af
vegi, og sveitarráðið stýrði vega-
gjörðinni, kostaði það 125 þúsund
dollara.
Þjóðræknissjóður.
1. 1 sjóð hins fíauða-kross.
Áður auglýst . ....... .$140.70
Kvenfélag Árdals safnaðar.. 26.60
Sveinn Sigurðson, Winnipeg 1.00
Helgi Árnason, Bredenbury.. 4.00
Samskot frá Reykavík P.O... 25.50
Kvenfél. Freyja, Geysir P.O... 11.00
Alls ................. $208.80
• • •
11. í Þjóðræknissjóð.
Áður auglýst......... .$2,643.25
Sig. Antoniusson, Baldur .... 2.00
Helgi Árnason, Bredenbury .. 4.00
Samskot frá OakView (meðf.) 76.00
Frá Reykjavík P.O. (meðf.).. 16.75
Mrs. J. B. Johnson, Dog Creek 4.00
J. B. Johnson, Dog Creek .... 4.00
A. W. Johnson, Dog Creek .. 2.00
Björn Thórdarson, Beckville.. 5.00
Lárus F. Beck, Beckville .... 1.00
Mrs. Sigurlaug Beck, Beckville 1.00
Emil F. Beck, Beckville .... 0.25
Miss S. F. Beck, Beckville .. 0.25
Mr. og Mrs. St. Sigurðsson,
Árnes, Man. . ............ 2.00
Vigfús Stephansson, W’peg. . 5.00
S. Simonsson, Winnipeg .... 5.00
Stúlknasamskot, Geysir, Man. 30.10
ónefndur, Bredenbury .. .. 5.00
Samtals ............ $2,806.60
* • •
Samskotalisti frá fívík P.O.
Þjóðr. fí-kr.
Bjarni Bjarnason ......$1.00 $
N. N..................... 1.00
Ingimundur Erlendsson.. 2.00 2.00
A. M. Freeman ............... 5.00
M. Freeman .............1.00 0.50
Ágúst Johnson ............... 3.00
Árni Björnsson .............. 4.00
Sigrún Björnsson ...... 1.00
Erlendur Bjarnason .... 1.00
Valgerður Erlendsson . . 1.00
Gústav Erlendsson .... 1.00
Guðlaugur Erlendsson .. 1.00
Þórður Halldórsson .. 1.00
Guðjón Pálsson............... 2.00
Guðm. Sigurðsson . . .. 1.00
Guðmundur Kjartansson 2.00
Sigfús Borgfjörð ...... 1.00
Eiríkur Rafnkelsson .. 2.00
Þorvaldur Kristjánsson 1.25
Jón Rafnkelsson ...... 1.00
Árni Jóhannsson ....... 1.00
Ben. Kristjánsson...... 1-00
Óskar Knútsson..........1.00
Vilborg Þórðarson .. .. 0.50
Árni G. Johnson ........1.00
Hildur Johnson..........1.00
J. R. Johnson ......... 1.00
Samtals .............. $42.25
* * *
Samskotalisti frá Oak View.
S. O. Eiríksson............$10.00
Oliver Eiríksson ........... 3.00
Sigurður Eiriksson.......... 2.00
Kristján Eiríksson ......... 2.00
John Magnússon .............10.00
Sigurður Sigfússon.......... 8.00
Guðinundur Erlendson....... 5.00
Geirfinnur Peterson ........ 5.00
F. O. Lyngdal............... 5.00
Halldór Halldórsson......... 1.00
Gisli Goodman ............. 1.00
Sveinn Sveinsson ........... 1.00
Christian Peterson.......... 2.00
Harry Davidson ............. 2.00
Magnús Davidson ............ 2.00
Carl Kjernested ............ 3.00
Einar Sigurðsson ........... 5.00
Stefán Brandsson ........... 2.00
Eyjólfur Sveinsson.......... 2.00
J. G. Johnson............... 2.00
James Goodman ............. 3.00
Samtals................$76.00
T. E. Thorsteinsson.
Ræktun hörs.
Eitt af þvi, sem stríðið hefir eyði-
lagt, að minsta kosti um 3—4 ár, er
hörræktin. Bezti hör (flax), sem lin
eru búin til úr, kom frá Belgíu,
Frakklandi og Rússlandi. Þaðan
kemur nú framvegis svo að segja
ekkert; öll sú rækt i löndum þess-
um er algjörlega eyðilögð. Belgía.
Polen og Norður-Frakkland er alt
eldi sviðið og akrar eyðilagðir, svo
að mörg ár líða áður en þeir ná sér
aftur, og meðan striðið varir, verð-
ur ekkert flax ræktað, og ekkert út-
flutt úr löndum þessum, þó að ra-kt-
að væri. Af þessu leiðir, að verk-
smiðjur þær, er lin unnu, verða lok-
aðar. Nú er því tækifærið fyrir Can-
ada og norðurhluta Bandaríkjanna,
að auka flaxrækt sina. Þó að hveit-
ið verði hátt á næsta hausti, þá
verður þó flaxið hærra.
En flax til línspuna má ofurvel
rækta i Canada, einkum þar sem
menn hafa blandaðan búskap. Á
sumum stöðum í Quebec og vestur-
hluta Ontario hefir flax verið rækt-
að frá því fyrst að lönd þar bygð-
ust, og spunnið lín úr hörnum; hver
maður rækt'aði nóg til að spinna úr
á heimili sinu. Og árið 1904 var hör-
inn (fibre), er ræktaður var aðeins
á nokkrum stöðum í Ontario, um
700 ton, og seldist hvert ton á
$201.00. En þó var hör þessi af lök-
ustu tegund, af því að inenn kunnu
ekki að fara með hann, er hann kom
af akrinum. Með betri aðferðum
gátu menn gjört hör þenna svo út-
gengilegan, að þeir seldu góðan
slump af honum fyrir $240 tonnið.
En meðalverð fyrir hörinn frá Ir-
landi hefir seinustu 5 árin verið
$325.00 tonnið, en frá Belgíu hefir
hann verið $405.00 tonnið.
Nú ætti það að vera öllum ljóst, að
hér er tækifærið til að ná i verð-
mikla og farsæla atvinnugrein; að
fullnægja þörfum rikisins og hafa
um leið gott af sjáliur; og svo hitt,
að því betri, sein hörinn reynist,
því meira hækkar hann í verði og
þvi áreiðanlegri verður hann sem
verzlunarvara.
Meðaluppskera af ekrunni, þegar
sáð er til hörs og fylgt hinum nýj-
ustu aðferðum, er $45.00 af hörn-
urn og $13.00 af fræi eða útsæði, alls
$58.00, og er það nálægt þvi að vera
þreföld uppskera af ekrunni á við
hveiti. Og nú verða það sjálfsagt 3
ár, þangað til jarðræktin fer nokk-
uð að ná sér aftur í Evropu, og
þangað til verður verðið að líkind-
um ennþá hærra.
Árið 1913 var land i Canada und-
ir hörrækt 1,552,800 ekrur; en árið
1914 1,084,000 ekrur, og var mest-
megnis ræktað fræið en ekki hör-
inn.a
Leiðbeiningar til að rækta flax-
kornið og stráið til spuna geta menn
fengið með því að skrifa til De-
partment of Agriculture, Ottawa;
það er í bulletin (skýrslu) nr. 59,
Central Experimental Farm, sein
stjórnin hefir gefið út á prenti.
VONBRIGÐI.
Þeir kenna’ að trúin ftytji fjöll,
og frelsi þá, sem biðja.
Og vonin, þetta trygðatröll,
sé tállaus verndargyðja.
Og ástin, þessi unaðslind,
sem ijrnsa tengir saman;
mér list hún skritin skrípamynd
og skólakrakka gaman.
Þig hef eg “iðja” elskað mest,
og á þig vonað, trúað.
Þótt ei það hafi á mér sést,
né á mig gulli hrúgað.
Þó knýttar sinar, krepta hönd
þú kysir mér að launum,
mig tengdu við þig trygðabönd,
svo traust í lifsins raunum.
Þú ást mér rcyndist völt og veik,
og von og trúin á þér.
Þú hefir brugðið þér á leik
og þotið burtu frá mér.
En hvar þú sporin hvetur þin
það kann mér enginn segja.
Svo nú er þessi þrenning mín
að þorna upp — og deyja.
Björn Pétursson.
Bréf frá J. V. Austmann.
------ -.....................*
Salisbury Plain, 3. febr. ’15.
Kæri faðir!
Meðtók bréf frá þér í dag og tek
nú tækifærið að svara þvi nú þegar,
þvi við höfum fengið skipanir um,
að vera við þvi búnir, að fara héð-
an eftir 4 daga. Okkur er ekki sagt
hvert, en þykjumst þó vita, að það
verði til Frakklands.
Mér þykir vænt um að heyra, að
þú fékst myndirnar frá mér með
góðum skilum og þér lika þær vel.
En mér þykir fyrir að frétta það,
að Helga systir mín skuli vera enn
orðin veik i augunum. En eg treysti
þér til að láta hana fá alla þá beztu
hjúkrun og læknishjálp, sem hægt er
að veita henni. Það má ekkert til
spara. Það væri óbærilegt, ef hún
misti sjónina. Eg vonast eftir, að þú
getir sagt mér i næsta bréfi, að
henni verði batnað eða á góðum
batavegi.
Það kemur varla sá dagur fyrir,
að við sjáum ekki flugvélar á ferð-
inni fram og til baka; en allar eru
þær brezkar eða franskar; og enn
1 höfum við ekki orðið svo frægir, að
sjá framan i Þjóðverjann. Allir
verða því glaðir að komast héðan
og heilsa upp á mótstöðumennina;
öllum leiðast þessar æfingar dag
eftir dag og viku eftir viku. Á þeim
er enginn æfintýrabragur og ekkert
æsandi eða fjörgandi.
Eg imynda mér sjálfur, að næsta
júlí verði óvinirnir yfirunnir, og
þá kem eg strax heim. En þó þetta
rætist nú ekki og það taki eitt eða
tvö ár, þá er eg hárviss um, að við
sigrumst á þeim.
Af sjálfum mér er það að segja,
að mér líður ágætlega á sál og lik-
ama og kvíði engu um framtiðina.
Og því vil eg lofa þér, og eg veit
það huggar þijg, að þó svo fari, að
eg falli og komi ahlrei aftur til ykk-
ar, að það skulu nokkrir Þýzkir
tína tölunni áður en eg fell í valinn!
Ef eg hefi nokkurn tima og tæki-
færi, rita eg þér undir eins og eg
verð kominn yfir sundið.
Svo kveð eg þig, kæri faðir, og
óska þér og öllum mönnum í Winni-
peg, konum jafnt sem körlum, til
lukku og blessunar á þessu nýbyrj-
aða ári. — Það mælir þinn clskandi
sonur.
J. V. Austmann.
Sigursæll er góður vilji.
Það sýndi sig bezt á Tombólu
þeirri, er djáknanefnd Tjaldbúðar-
safnaðar hafði þann 11. febr. Hún
var sótt ágætlega; og af góðum vilja
var nefndinni gefið ai:, sem tomból-
unni tilheyrði, nema húsplássið
(eðlilega), svo sem drættir, að-
göngumiðar og auglýsingar, og einn-
ig nokkuð i peningum. öllum, sem
þar eiga hlut að máli, er nefndin
mjög þakklát. Hreinn ágóði varð
níutju dollars.
Fyrir- hönd nefndarinnar.
ólafur J. Vopni.
Sérstak sala á brúkuSum Phono-
graphs.
T>eant PhonocraplH eru f mjöe irSIfu
AHtandl, og eru part borgnði jieHavearna
fftnt þau metf lAg'n vertfl og gStfum
aktlmAlnm.
COLUMBIA HORN PHONOGRAPH,—
used. Regular price $50; sale price
wlth 20 records $23.00. Terms $7.00
cash and $5.08 a month.
EDISON CYGNET PHONOGRAPH,—
used. Regular prlce $65; sale price
$47.30 with 12 Blue Amberol Records.
Terms $8.00 cash and $6.00 a month.
EDISON CYGNET PHONOGRAPH—
used. Regular prlce $45; sale prlce
wlth 12 Blue Amberol Records, $30.50.
Terms $8.00 cash and $6.00 a month.
EDISON PHONOGRAPH, USED, REG-
ular prlce $25.00; sale price with 18
Blue Amberol Records $20.80. Terms
$7.00 cash and $6.00 a month.
EDISON PHONOGRAPH, USED, REG-
ular prlce $45.00; sale price with 20
records $24.00. Terms $7.08 cash and
$6.00 a month.
Cross, Goulding & Skinner, Ltd.
Iiook for the Dlne Vlctor SIkh
MAIN 4413 323 PORTAGE AVB.
Produce and Provisions
PRODUCE & PROVISIONS
APPLE8 BY THE BARREL—
Greenings S2.7S. Spies $4.00. Other
varieties at rock bottom prices.
PLOITR—Firet grade at $3.00 to
$3.25 per cwt. Equal in color to
Five Roses.
WOOD—We can deliver any grade
of Tamarac, Jack Pine or Poplar to
any polnt in the West.
CORN POR FEEDING—Farmers
and others can save by clubblng to-
gether and orderlng by the carload.
Prlces will be around 85c to 86c per
bushel.
Write us for prices on anything in
the provision line. All above quot-
ations F.O.B. Winnlpeg.
Consign Your Produce to Us.
We will sell it to best advantage.
Commision charges only 6 per cent.
Recent quotations are:—
New Lald Ekkm 30c to 35c per do*.
Prices good for 10 days. Chicken
12c to 13c per lb.—Fowl Oc to lOc
per 11». (heads and feet off).—Turk-
eya 15c to 16c lb.—-Dockg nnd Geene
13c to 14c pcr lb. (undrawn , heads
and feet on)—Butter No. 1 Bricks
23c to 24c. Crockn 21 c to 22c. No.
2 Dairy Bricks crocks or tubs 16c
to lSc. Owing to the fluctuations
in the market it is always better to
ship on consignment.
D. G. Mc BEAN CO.
241 Princess St., Winnipeg.
Lærið Dans.
Scx lexfur gera yUur
fullkomnn og kostar
$,-».00 — PKIVAT til-
Kögn eiuMlcgn.—
Komiö, Nfmlö, Mkrlfib
Prof. og Mr«. E. A.
WIRTH, 30N Kens-
ingrton lllock. Tnl-
ftiml M. 45N2.
HENDUR FEGRAÐAR ANDLIT SLÉTTUÐ
KonungborltV f6Ik leltnr til Tor.
10 ftr nö verkl.
Elite Hairdressing Parlor
207 New Enderton Bldg. Tals. M. 4435
Horni Hnrgrnve og Portaffe (uppi, takib lyftivél)
Höfuðsvörður meðhöndlaður. Höfuðbað úr mjúku vatni
Fætur fegraðar.
Líkþorn aftekin, Neglur réttar, Sigg og allskonar fótakvillar
meðhöndlaðir vísindalega.
DR. KLEIN,
CH1R0P0DIST
207 Enderton Block, m7S&
Portnae o»c Hnrjrrnve
AFBRYGDI ALUMINUM ELDHfS-
AHALDA.
1. Non-Poisonous. 5. Cooks Quickly
^ ^ 2. Easily Cleaned 6 Lightness
ALUMINUM ELDHUSSAHOLD. t l: c„
or Peel off.
Við höfum bætt “Wear Eternal” Aluminum Eldhús Áhöldum við okkar vana upplag
af húsbúnaðar áhöldum, og seljum nokkur af nauðsynlegustu áhöldum nú um tíma
sem innleiðsluboð í okkar nafnkendu “Hoosier Club” sölu. Hvert stykki er ábyrgst
til 20 ára af þeim sem búa þau til.
Tuttugu ára ábyrgst
HOOSIER CLIJB HUGMYNDIN VIÐ BORGUM FLUTNINGSGJÖLD.
Gjörir þér mögulegt atS kaupa þín
Aluminum áhöld meb því ab borga
minna en Dollar á viku, á sama
verbi eins og ef þú keyptir áhöldin
fyrir peninga út í hönd.
VitS höfum tekitS upp sama sitS
vitS sölu á Aluminum áhöldum eins
og vitS sölu á okkar “Hoosier Kitch-
en Cabinets,” allar pantanir eru
sendar “PREPAID”
Store, Wpg.
SkrifitS I dag eftlr okkar fitftrkoMtlegu “Hooster Club Plan'*
GleymltS ckki atS vitS tökurn allt til baka uppft okkar eigin
koMtuað ef l»ft ert ekkl ftnægbur.
THE “HOOSIER” STORE
Dear Slrs—I am
interested in your Alum-\
lnum Ware. AVithout any '-..
obligation on my part send \
me description and cluh plan
NAME....................
ADDRESS.....................
PHILIP H. ORR, PRES.
287 Donald Street, Winnipeg, Man.