Heimskringla - 08.04.1915, Blaðsíða 8

Heimskringla - 08.04.1915, Blaðsíða 8
BLS. 8. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 8. APRÍL 1915. *----------------------* Úr Bænum *— --------------------* Hr. Jón Pálmason, Keewatin, Ontario, kom hingað á skrifstofuna að sjá son sinn, aðstoðar Manager og Accountant, Mr. Hannes Pálma- son. Gamli maðurinn leit unglega út og var svo hvatlegur, sem maður a bezta aldri. Oss var skemtun að sjá hann. Þeir Björn B. Jónsson og Jón B. Jónsson frá Gimli komu að sjá oss. Einnig voru á ferðinni þeir Guð- mundur B. Jónsson og Vilhjálmur Árnason. Þeir voru í sömu erind- um og þeir Bergþór og sonur hans: að gefa skýrslu um vinnu sína í gull- landinu við Rice' River. Þeir voru nýkomnir þaðan og Voru gláðir á svip og léttir á sér. Ekki reyndar þungir af gullinu, því það er þar ennþá í jörðinni náttúrlega; en ein- lægt aukast vonirnar og líkurnar, sém ekki er furða, þegar lóðirnar þar eru farnar að seljast á 25 þús- und dollara, og gamlir og reyndir námamenn telja það hinar beztu námur. Þeir voru óþústaðir og gainan að sjá framan i þá. Og svo sögðu þeir, að hann Pétur væri að hamast i flóðgarðinum á Gimli fyrir stjórnina, og væri búinn að draga að feiknin mestu af grjóti í garðinn Þetta þurfti að gjöra og gjöra vel. Annars hefði vatnið smá- brotið af borginni og skolað grunn- unum undan húsunum og hver veit hvað. Hr. Björn Jónsson kom til borg- arinnar um helgina vestan frá Blaine, Wash. Var áður í Vestfold, Man. Er nú að sjá gamlar stöðvar. Segir litla vinnu vestur við hafið; en tíðin ágæt og líðan fólks má góð heita. Björn fór sér til heilsubótar vestur fyrir þremur áruin og skildi fjölskyldu sína eftir. Nú er hann á leið að sjá hana og vili helzt hafa hana með sér vestur aftur. SAMKOMA. Dorcas félagið ætlar að halda samkomu núna á föstudagskveldið hinn ÞJ. apríi, kl. 8. m. i Good- tcmpiara salnuin á Sargent Ave. Skemtanir verða þar ágætar: — Stuttur leikur; myndasýning—tab- leau, söngur og hljóðfærasláttur. Tilgangurinn er að kaupa hús- muni í eitt eða tvö herbergi á Gam- almennahælinu með þvi er inn kemur. Fyrirtækið er hið fegursta: að veita þægindi og ánægju þeim, sem gamlir eru og útslitnir. Vér hjálpum til að gleðja gamalmennin með því að koma á samkomu þessa, um leið og vér fáum þar góða dægrastytt- ing, og sannarlega ættum vér að styrkja Dorcas stúlkurnar til þessa, og þakka fyrir, þær gjöra betur en vér karlmennirnir. Inngangur 25c. Hr. B. Byron, frá West Selkirk, gainall og góður kunningi, kom að sjá oss. Var hann fjörugur og kátur og lætur vel af öllu. Hjarmi, bandalag Skjaldborgar- safnaðar, heldur fund næsta þriðju- dag, þar seni utanfélagsfólki er sérstaklega boðið á. Gott prógram og veitingar. Alleir velkomnir. Takið vel eftir samkomu auglýs- ingu kvenfélags Únítara safnaðar- ins í þessu blaði. Myndin, sem um verður dregið, er ein af hinum á- gætu tslenzku landslagsmyndum, sem Mr. Friðrik Sveinsson er orðinn syo vel þektur fyrir að mála. Eng- inn, sem hefir ánægju og skemtun af listaverkum, ætti að láta tækifærið, að eignast hana fyrir ein 25 cents, ganga úr greipum sér. Og þeir, sem ekki verða svo hepnir, að hreppa myndina, fá samt fullvirði inngangs- eyrisins, þvi skeintilegt og fjöl- breytt prógram verður á samkom- unni. Umræðuefni í Únítara kyrkjunni næsta sunnudagskveld: Afturhald og rangfærslur i trúmálum. — Allir velkomnir. Dáinn á Lundar, Man., 31. marz Vigfús Jósephsson, maður milli 60 og 70 ára; dugnaðarinaður og heið- ursmaður. Þektum við hann fyrir mörgum árum siðan, er hann var vestan á Mikley, og vorum í kunn- ingsskap við hann alla tið siðan. — Hann var maður staðfastur og vin- fastur, þegar hann einu sinni hafði tekið manni. Jarðarför hans fór fram á laugardaginn 3. apríl eftir hádegi, 6 milur austur af Lundar. Sira Albert Kristjánsson frá Lil- lesve, Man.’ kom hér upp eftir og jarðsöng Jón sáluga Methúsalems- son (Matthews). Var lík hans flutt hér upp eftir, því synir hans tveir, er druknað höfðu, voru hér jarðað- ir, Sigurður og Jón. Jarðarförin fór fram hér þann 5. þ. m. En heima i héraðai var aðalútförin þann 28. marz, og var þar viðstaddur fjöldi manna, nær hver maður úr bygðinni þar i kring. Hr. Bergthór Thórdarson, frá Giinli, og sonur hans Thórdur komu að sjá oss. Þeir voru nýkomnir úr Rice Lake námunum, þar sem þeir eiga námulóðir; voru þeir að vinna á þeim áður en þeir komu. Námur þessar eru austur af Bad Throat ánni, austan við Mikley á megin- landinu, eithvað 40 mílur frá vatni. Fjöldi mesti er þar að vinna skyldu- viniiu sina til þess að halda lóðun- um. Ein lóðin þar var nýlega seld fyrir 25 þúsund dollara, og nú eru nienn koninir þangað til jiess að vinna hana með vélum og verkfær- um. Sagt er, að önnur lóð þar hafi verið seld fyrir 35 þúsund dollars. Að vetrinum er góður keyrsluvegur þangað, en býsna torfarið á sumr- um. Þeir feðgar voru að vinna skylduvinnu sina fyrir þriðja árið, og eru þá tvö ár eftir þar til þeir eiga lóðirnar. Með þeim þar eystra var hr. Árni Thordarson frá Gimli. Fleiri landar eiga námulóðir þar, sem þeir hafa verið að vinna. Iþróttasýning befir íþróttafélagið “Sleipnir” frá Winnipeg, undir stjórn Guðni. Sigurjónssonar, íjiróttakennara, á Gimli, 12. apríl, Riverton, 13 apríl, Geysir, 14. apríl, og Árborg, 15. apríi. Skemtiatriði. 1. —Ensk glíma, (catch as catch ean) 2. —Leikfimi, (Gymnastics) 3. —Grísk-rómversk glíma (Greek- Roman) 4. —Hneifaleikur (Boxing) 5. —fslenzk -glíma. Ennfremur verður dans á eftir. Hljóðfæraleikendur frá Winnipeg. Sýningin hefst kl. 8.30 e.m. Inngangseyrir 35c. Kona mín og eg mælum meí Dr. Miles Nervine vi? flogaveiki og krampa. VUS eigum dreng niu ára gamlann, sem hetir þjáíst af krampa siían hann var 2 ára. V1I5 höfum reynt alt sem viö þekkjum og leitaö margra lækna sem sögöu aö fiogin munau veröa bani hans innan skamms. peir bönnuöu honum skölagöngu, loksins tók kona mín þatS ráö at gefa honum DR MII.ES NERVUTB. Nú virölst hann vera albata og gengur á skóla reglulega og heflr ekki haft krampa mánutium saman. STEPHAN G. HORLICK, Ambridge, Pa. Flog, krampar, vöðvateygjur, St. Vitus dans, og niðurfallssýki er al- geng hjá börnum. Ef þú átt barn sem þjáist af einhverjum þessum sjúkdómi, latið ekki dragast að reyna Dr. Miles Nervine. Selt með þeirri tryggingu að fá verðið endurgoldið geri fyrsta flask- an ekki gagn. Hjá öllum lyfsölum. Skemtisamkoma og happadráttur. Kvenfélag Onítarasafnaðarins heldur skemtisamkomu í Onítara samkomusalnum Fimtudagskveldið, 8. Apríl. Á samkomu þessari verður dregið um mjög fallegt og vandað olíumálverk af þingvöllum, eftir hr. Friðrik Sveinsson málara. Myndin er til sýnis í búðarglugga A. Bardals á Sherbrooke St. SKEMTISKRÁ. 1. Ávarp forsetans. 2. Píano sólo. 3. Upplestur—Mrs. Ingibjörg Goodmam. 4. Söngur—Nokkrar sfúlkur. 5. Ræba—Mrs. Guörún Búason. 6. Sólo—Mlss ólöf Goodman. 7. Upplestur—Mrs. Sigríöur Swanson 8. Duet—Tvær stúlkur. 9. Sögubrot—Mrs. Arnbjörg Einarsson 10. Söngur—Nokkrar stúlkur. 11. Dregiö um myndina. Aðgangur og einn dráttur 25 cents Byrjar klukkan 8. FLUTTIR Hérmeð tilkynni eg almenningi að eg hefi flutt mig í stærri og betri búð, þar sem öll viðskifti geta gengið mikið greiðar en áður. Nýja búðin er að: 572 Notre Dame Ave. aðeins þremur dyrum vestar en gamla búðin. Central BicycIeWorks S. MATTHEWS eigandi. TELEPHONE - GARRY --121 ísienzki Conservative Klúbburinn. ---•-— hélt síðasta fund sinn á þessum vetri í samkomusal Únítara á mánudags- kveldið var, 5. þ.m. Var fyrst haft venjulegt kappspil, og að þvi loknu starfsfundur settur. Forseti Á. P. Jóhannsson setti fund- inn með snjallri tölu. Þakkaði með- limunum fyrir þann stuðning og vel- vilja, er þeir hefðu sýnt sér sem for- seta, og kvaðst vonast til, að þeir hittust allir aftur næsta haust, er klúbburinn byrjaði starf sitt á ný, og hefðu þá einnig tækifæri til að kynnast mörgum nýjum meðlitnum. Þá útbýtti forseti verðlaununt fyr- ir veturinn, og hlutu þessir: Jóh. Gottskálksson, 1. verðlaun., G. Kristjánsson, 2. verðlaun. Stefán Anderson, 3. verðlaun. Fyrir hæsta vinninga þá um vet- urinn var tvennum verðlaunum út- býtt, til þessara: Óli Ólafsson, 1. verðlaun. Gunnlaugur Björnsson, 2. verðl. Eftir að verðlaunum hafði verið útbýtt, kom fram tillaga um að fundurinn þakkaði forseta frammi- stöðuna og var hún samþykt af öll- um ineð því að standa á fætur. Klúbburinn hefir haft tvo opna málfundi á vetrinum; annan til að ræða um vínsölulöggjöf fylkisins, og hinn um, að veita konum atkvæðis- rétt jafnt við karlmenn. Tókust fund ir þessir í alla staði vel og sýndu, að félagsmenn hafa vakandi áhuga á opinberum máluni; og er vonandi, að klúbburinn hafi fleiri slíka fundi næsta vetur. Kona ein þýzk eða slafnesk varð fyrir autó þann 5. apríl, seint um kveldið, á horninu á Maryland og Notre Dame Ave. hér í bænum. — Sjónarvottar sáu hana standa uppi á gangstéttinni á horninu, en autóið kom á ferð mikilli og ætlaði að beygja fyrir hornið, en fór upp á gangstéttina, velti konunni um og muldi hana undir sig. Rifin höfðu öll brotnað inn annars vegar. Hún dó um nóttina. 5 ára gamalt stúlku- barn var með konunni, en gat hlaup- ið undan autóinu. Konan hét Mrs. Friedenrich; en maðurinn, sem keyrði, Spodarek. BÍIBLIU-FYRIRLESTUB í Goodtemplarahúsinu, Cor. Sargent og McGee stræta, þriðjudaginn 13. apríl, kl. 8 siðd. Efni: Eru nokkrir útvaldir til eilífs lífs og sælu, en aðr- ir ekki? Verða allir að lokum hólpn- ir? Verður sérhver hólpinn i sinni tni? Allir velkomnir.. Davíð Guðbrandsson. Einsog auglýst er hér á öðrum stað i blaðinu, verður samsöngur haldinn í Taldbúðarkyrkju þann 13. apríl næstkoniandi. Mjög hefir ver- ið til þessarar samkoinu vandað; það má segja, að tjaldað sé með því nær öllum beztu söngkröftum úr ölum íslenzku kyrkjunuin hér í Win- nipeg. Um fimtíu manns eru i flokknum, og hinn nafnkunni har- monium-leikari Mr. James W. Mat- thews, spilar undir. Einsog sjá má af auglýsingunni eru lögin vel valin og verðið er óvanalega lágt, fyrir svona stóra samkomu, því það þarf enginn að efa, að það verður góð skemtun. Það hefir áður sannast, að naumast er unt að fá betri skemt- un, en þegar islenzku söngkraftarn- ir hér í Winnipeg sameinast. Lesið auglýsinguna i þessu blaði. Sérstakur skeintifundur verður haldinn í Ungmennafélagi Únitara á laugardagskveldið kemur á vana- legum stað og tíma. Mynd af Jóni Sigurðssyni forseta, olíumálverk eftir Friðrik Sveinsson málara, verður til sýnis nokkra daga í búð H. S. Bardals bóksala. Mr. Victor Thorgeirssón og Mrs. Anna S. Thorgeirsson, frs Þingvalla, komu til bæjarins á laugardaginn 3. april. Mrs. Thorgeirsson ætlar að fara undir uppskurð við innvortis ineinsemd. íþróttafélagið “Sleipnir” Samkvæmt auglýsingu hér í blað- inu ætlar herra Guðmundur Sigur- ónsson, að fara með flokk íþrótta- manna að Gimli, Riverton, Geysir og Árborg, og sýna margs konar i- þróttir. Það er undravert, hvað íþrótta- félaginu Sleipnir sem er aðeins fárra mánaða gamalt, hefir orðið mikið ágengt. Þegar i desembermánuði byraði það að vinna út á við, og sendi flokk vel vaxinna og hraústra sveina á Walker leikhúsið, til að sýna hina íslenzku glimu, — þessa þjóðlegu og fögru íþrótt okkar ís- lendinga; og það tókst svo vel, að alniennu lofi var á lokið, og það eigi að eins á íþróttina sjálfa, heldur og einnig á alla framkomu glímukapp- anna. I febrúar hafði það svo fjölbreytta iþróttasýningu í Goodtemplarahús- inu hér i Winnipeg, og var hún al- ment talin einhver sú bezta sam- koma, sem þar hefir verið meðal landa. Að þeirri sýningu afstaðinni, sendu þeir svo kennara sinn, Guð-| mund Sigurjónsson, niður til Nýjaj íslands, til að kenna þar, og nú ra'ðst það i, að senda fjölmennan flokk í áðurnefndar bygðir, til að sýna ýmsar íþróttir, og mun það þó nokkurnveginn fyrirsjáanlegt, að slíkar samkomur muni ekki gefa af sér arð, þvi að fargjöld og annar ferðakostnaður hlýtur að verða mik- ill. Að vísu má búast við, að samkom- ur þessar verði sóttar af öllum þeim, er vetlingi geta valdið. VINNUKONU VANTAR á íslenzku heimili, 3 börn, sérstakt herbergi—Heimskringla vísar á. Lesendur Heimskringlu eru alvar- lega mintir á að sækja hlutaveltuna er haldin verður f samkomusal Úní- tara kyrkjunnar þann 15. þ.m,—fim- tudagskveld. Samkoman er undir umsjón hjálparnefndarinnar og verður arðinum varið til styrktar tveirnur alslausum íslenzkum fjöi- skyidum. Það er að sjálfsögðu lítið um peninga meðal margra, en fjöld- inn allur mun þó hafa ráð á inn- gangseyrinum sem ekki er nema 25c og ef frá mörgum kemur sú upphæð getur það orðið töluverður styrkur þeim sem ekkert hefir, ef margir verða til að sækja. Gleymið ekki þeim fátæku í borgarhliðinu, þeim sem á meðal yður búa. Það er engu síður þjóðrækni að liðsinna lieim , en þeiin sem á fjárska eru farnir. Drættirnir margir eru inargra doll- ara virði og flest allir gagnlegir. Kaffi með brauði verður selt á stað- num og kostar ein lOc. HEIMKOMAN. Tiidrögunum að efni þessa fræga sjónleiks, sem “Ungmennafélagið” ætlar að sýna í Goodtcmplara hús- inu þann 19. og 20. þ.m. var lítilega lýst í síðasta blaði. Þangað var komið sögu er von var skólagengna sonarins heim, og voru fátækling- arnir að undirhúa “heimkomuna” sem bezt þau kunnu. Byrjar leik- urinn þar sem sonurinn er kominn og hvers hann verður vísari. Er það þá fyrst að hann verður þess vísari að foreldrar hans hafa fallið tröppu af tröppu niður í grómið, og orðið gustuka skepnur kaup- manns hjónanna, er notað hafa auð sinn og eymd þeirra til þess að gjöra alla fjölskylduna að þrælum. Sonur kaupmansins hefir leitt elztu dóttir fátæklinganna út á glapstigu og er það f fullu vitorði foreldrana, er ekkert hafa gjört til að afstýra því, af því að í þau hafa verið born- smágjafir. Alt hyskið er fallið orð- ið og hneigt til munaðar og sællífis og iðjuleysis, og vill ekki af þeirri braut snúa, heldur farga mannorði og drengskap, en þurfa að leggja á sig nokkurt erfiði. Þessu vill nú sonurinn kippa í lag. Fyrir þá sök er hann rekinn úr þjónustu kaupmannsins er gjör- ir tilraun til að sverta mannorð hans. Dóttir kaupmannsins er aft- ur gagnólík foreldrum sfnum. Hef- ir hún felt ástarhug til aðkomna sonarins. Er það fyrir tilhjálp greifa nokkurs vinar skólapiltsins að þau ráð takast, eftir að hún er burtrekin frá sfnu fólki og skóla- pilturinn smáður og rekinn burt frá foreldrum sínum, er heldur vilja lifa á smánar gjöfum kaupmanns, en eiviðislaunum sonar síns. Efni leiksins verður ekki sagt í fáum orðum. En leikurinn er mjög lærdómsríkur og spennandi,—lýsir því sem er of algengt í mannfélag- inu, og er eitt þess stærsta oól. Skóla piltinn leikur hra. Árni Sig- urðsson, einsog alkunnugt er, einn bezti leikari meðal fslendinga hér í | álfu. Ennfremur leikur hra. Jón | Tait, hinn bezti kýmnis leikari ís- lcndinga í þessari borg, hlutverk fó- tæka föðursins. Að þessir tveir menn leika tvö aðal hlutverkin ætti að vera nóg til þess að allir vildi koma og horfa á. Betri skenitun verður ekki auðið að fyrir jafnlítið og ini'gangurinn kostar. Sjá auglýsingu í næsta blaði. MESSA. ♦ Messað verður við íslendingafljót á sunnudaginn kemur þann 11. þ.m. Á eftir messunni fer fram yfirheyrzla barnanna er húast eru undir ferm- ingu, og er óskað að þau verði öll viðstödd. Guðsþjónustan byrjar kl. 2. eftir hádegi. • Rögnv. Pétursson. Byrjað er að sá hér og hvar fyrir sunnan merkjalinuna, á einstaka stað suðvestur af Winnipeg á Por- tage sléttunum og víða nokkuð sunn- antil í Saskatchewan og Alberta. Frá Wynyard var oss sagt, að fjöldi bænda væru búnir að herfa meginið af ökruni sínum. Bréf á skrifstofu Heimskringlu:. John J. Berg, 2 bréf. Kristján G. Snæbjörnsson frá Patreksfirði. Sigurður Gíslason málari. Glimukennari Guðm. Sigurjóns- son. G. Z. Halldórsson. .1. G. Athelstan. Lillie Burns Th. Oddson Joseph Johnson S. E. Eyfjord A. B. Sigurðsson, 3 bréf. Miss Sarah Johnson, 4 bréf. Bréf þessi verða send á dauðra- bréfa skrifstofu, cf þeirra verður ekki vitjað. Bréf er nýlega komið hingað frá einum inanni, er Partridge heitir, og er hann í riddarasveit héðan úr bænum. Bréfið segir, að 90. her- deildin héðan sé að fá inikið orð á sig á Frakklandi. Fáum dögum áð- ur en bréfið var skrifað, tóku þess- ir Winnipeg piltar 300 þýzka her- menn til fanga og nóttina áður en bréfið er skrifað ráku þeir Þjóð- verja úr mörgum vígskurðum sín- um á flótta. Aths,—Bréfritarinn kallar það 90th Battallion, 1000—1100 nianns, en Regiment hefir sama mannfjölda — Division er 2—3000 manns. VINNUKONU VANTAR að 548 Agnes Street, eða upplýsingar á Heimskringlu. Hr. Helgi Sveinsson, Lundar, Man., sá er fann upp plóginn góða, kom að sjá oss. Hann hefir fengið mikið af pöntunum, en peningaþröngin er svo mikil, að allar framkvæmdir teppast. Peningamennirnir læsa gullið inni í öryggisskápum bank- anna. En samt er Helgi að berjast um að láta smíða plógana, og er hér í þeim erindagjörðum, og vonar að geta haft þá til von bráðar. Vér óskum Helga og félögum hans til allrar hamingju. Utanáskrift hans er: Helgi Sveins- son, Lundar, Man. Vinnukona getur fengiö vinnu úti á landi. Þyrfti að kunna að mjólka kýr í viðlögum. Kaup $12—$15 um mánuðinn. Heims- kringla vísar á. , 1 1 # Hospital Pharmacy Lyfjabúðin sem ber af öllum öðrum. — Komið og skoðið okkar um- ferðar bókasafn; injög ódýrt. — Einnig seljum við peninga- ávisanir, seljum frímerki og gegnitm öðrum pósthússtörf- um. 818 NOTRE DAME AVENUE Phone O. 5670-4474 — ------------------ •] Hefir þú Brúkað 2 •] • SILKSTONE •] •] •] Hiö ljómandi veggja mál. •j • Það Þvæst •1 5] Söngsamkoma í Tjald- búðarkyrkju ===== Þriðjudaginn, 13. Apríl, 1915 Söngskrá: 1. — (a) Vorið er komið ------ Lindblad (b) Táp og fjör ------- Lindblad Söngflokkurinn. 2. —Vocal Solo - -- -- -- -- - Mrs. P. S. Dalmann. 3. — (a)Eins og skjöldin ------ Stunz (b) Sönglistin ------- Glæsir Söngflokkurinn. 4. —Vocal Solo - -- -- -- -- - Miss M. Anderson. 5. — (a) Meðal leiðanna lágu ----- Kulhan (b) Vordísin...................Jón Friðfinnsson Söngflokkurinn. 6. —Vocal Duett—Friðþjóf og Björn.................. Messrs. Stefansson og Thorólfsson 7. —1 upphafi var orðið - - Björgvin Guðmundsson Söngflokkurinn. 8. —Vocal Solo - -- -- -- -- - Mr. J. Stefánsson 9. —And the Glory of the Lord - - - - Handel Söngflokkurinn. 10. —Vocal Solo - -- -- -- -- - Mr. H. Thorólfsson. 1 I.—Olafur Tryggvason - -- -- -- - Söngflokkurinn. 12. —Vocal Solo - -- -- -- -- - Miss M. Anderson. 13. —Glory to God - -- -- -- - Handel Söngf lokkurinn. 14. —Vocal Solo - -- -- -- -- Mrs. P. S. Dalmann. 15. —Hallelujah—Chorus ------ Handel Söngflokkurinn. 16. —God Save the King - -- -- -- - Fylgiraddir spilar Mr. James W. Matthews. Samkoman byrjar kl. 8.15. Aðgangur 35c og 25c fyrir börn Stock Taking Sale Allar vörur boðnar til sölu með afsláttum er reiknast frá 20 prósent til 80 prósent. Nú er sérstakt taekifæri að fá kjörkaup. Við ábyrgjumst að allar okkar vörur séu úr ekta hári gerðar. < MANITOBA HAIR G00DS CO. M. Person, Ráðsm. 344 Portage Avenue, Winnipeg

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.