Heimskringla - 08.04.1915, Blaðsíða 3

Heimskringla - 08.04.1915, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 8. APRIL 1915. HEIMSRRINGLA BLS. S íraktari og heiðursmaður, sem eg þekki eins vel og eg þekki nokkurn mann á þingi þcssu. Þegar hann fékk kontraktinn, þá sagði hann stjórninni til þess, að hinn fyrirhugaði grunnur væri óhæfur undir bygginguna. Og í skýrslum stjórnardeildarinnar þar nú munu finn- ast mótmæli hans, langt skjal og skýrt og Ijóst, með hinum sterkustu mótmælum, undirrituð með hans eig- in nafni George Goodwin. Þar i segir hann stjórn Sir Wilfrids Lauriers, að bygging þessi sé ótrygg og háska- leg, ef að hún sé bygð eftir þvi sem uppdrættirnir á- kveði. En mótmælum hans var enginn gaumur gefinn og honum skipað að halda áfram byggingunni. Herra forsetil Þegar vér litum til allrs þessara ó- hrekjandi sannana, sem eg hefi drepið á, — þegar vér litum til vitnisburðar allra þessara verkfræðinga og byggingameistara, sem eg hefi vitnað í, — þegar vér iitum til hinna óheppilcgu sýnishorna, bæði hér og nnarsstaðar, af grunnum bygðum á tréstaurum, cem- ent stöplum, alt af tegund hinna "fljótandi grunna”, — hvað annað átti stjórnin að gjöra en fara eftir skýrslu byggingameistara fylkisins og fylgja tillögum hans að hætta við að reisa byggingu þessa á svikulum cement- stöplum, en setja i staðinn stöpla trausta, er stæðu á föstu bjargi, einsog á endanum var gjört? Herra forsetil Vér hlutum að sitja undir ádeilum hinna heiðruðu vina vorra á andstæðingjabekkjunum, hvað þetta snerti. Og hvað mig snertir, þá vil eg marg- falt heldur sæta áfellisdómi frá þeirra hálfu fyrir þctta, og fyrir hinn aukna kostnað, sem af þvi leiddi, heldur en að láta það af mér spyrjast, að hafa neitað að fylgja ráðum manna, er vit og þekkingu höfðu á hlutum þessum, þó að það leiddi til aukinna gjalda, — því að um leið kom það í veg fyrir háska, hrun og fjár- munalegt stórtjón. (Framhald í næsta blaði). THE CROTO DRUG CO. WINNIPEG Bætir fljótlega Ábyrgst RHEUMA TIC TREATMENT Ver8 $1.50 Rafmagns heimilis áhöld. Hughes Rafmagns Eldavélar Thor Rafmagns Þvottavélar Red Rafmagns Þvottavélar Harley Vacuum Gólf Hrelnsarar “Laco” Nitrogen og Tungsten Lamp- ar. Rafmagns "Fixtures” "Universal” Appllances J. F. McKENZIE ELECTRIC CO. 283 Kennedy Street Phone Maln 4084 Winnipeg VitJgjörtilr af öllu tagi fljótt og vel af hendl lelstar. D. GEORGE & C0. General House Repairs Cablnet Hakeri and Upholaterera Fnrnlture repalred, upholstered and cleaned, french pollshing and Hardwood Flnishlng, Furnl- ture packed for shlpment Chalrs neatly re-caned. Phone Garry 3112 36» Sherbrooke St. THE CANADA STANDARD LOAN CO. AtJai Skrlfstofa, Wlnnlpeg $100 SKULDABRÉF SELD Tilþœgrlnda þelm sem hafa smá upp- hættir til þess a9 kaupa, sér 1 hagr. Upplýsingar og vaxtahlutfall fæst á skrifstofunni. J. C. Kyle, rA9«maQnr 428 Mafn Street, Wlnnlpeff. CARBON PAPER for TYPEWRITER—PENCIL— PEN Typewriter Ribbon for every make of Typewriter. G. R. Bradley & Co. 304 CANADA BLDO. Phone Garry 2899. Brúkatiar sanmavélar metJ hœft- legu vertJI.; nýjar Slnger vélar, tyrir penlnga út 1 hönd etJa tll letlgu Partar I allar tegundtr af vélum; atJgJörtJ & öllum tegundum af Phon- nographs & mjög lágu vertJI. J. E. BRYANS 531 SARGENT AVE. vantar duglega "agenta” og verksmala. Columbia Grain Co., Limited 140-44 Grain Exchange Bldg. WINNIPEG TAKIÐ EFTIR! Vér kaupum hveiti og aðra kornvöru, gefum hæsta verð og ’íbyrgjarnst áreiðanleg viðskifti Skrifaðu eftir upplýsingum. TELEPHONE MAIN 3508 Rússland. ii. Áður en Pétur koin til rikis hafði Rússland verið bgzantinskt (grískt) keisaradæmi. Pétur bylti öllu við og rikti yfir'þeim að dæmi Prússa. Hann varpaði af sér purpurakápu hinna grísku keisara og hinum demant skrýddu klæðum hinna gömlu tsara eða keisara, en klædd- ist nú búningi þýzkra verkamanna. Hann gjörði Rússa eins þýzka og mögulegt var, reif niður alla rúss- neska siði, og virti einkis alt sem rússneskt var. Þjóðin vildi reyndar ekki fylgja honum, en knútasvipan var hörð í hendi hans. Rússland skiftist í tvo flokka. 1 öðrum flokknum voru allir höfð- ingjarnir, aðaliinn, stóreignamenn- irnir. En í hinum þjóðin öll, hinir smærri borgarar og bændur allir um hið víðlenda riki. Og eftir daga Péturs fór þetta vaxandi, en ekki minkandi. Umkvartanir þjóðarinn- ar, smælingjanna, hinna kúguðu bænda og alþýðumanna, náðu ald- rei að komast fyrir augu eða eyru keisarans. Alþýðan þekti ekki einu sinni nafnið á keisaranum. Ef eitt- hvað bar út af, þá var knútasvipan á herðum þeirra, eða þeir hurfu inn í fangaklefana eða austur á hinar snjóþöktu sléttur Síberíu. Þýzku ráðgjafarnir og þýzku frúrnar eða drotningarnar frá Braunschweig eða Wolfenbuettcl hötuðu Rússana og fóru harðlega með þá. Og ráð- gjafar keisara, svo sem hínir þýzku Biren eða Ostermann, voru ennþá verri en keisararnir sjálfir, og þeir tróðu alþýðuna undir fótum í nafni keisarans. Þegar Anna Iwanowna (þýzk í aðra ætt) kom til ríkis, skrifaði hún fyrst undir réttarbót allmikla, er henni var krúnan boð- in á Þýzkalandi; en þegar kom til Rússlands, reif hún óðara sundur réttarbót þessa i Moscow, eftir ráð- um þýzka flokksins og unnusta sins Biren, sem var ráðgjafi hennar. Var stjórnarskrá þessi frjálsleg eftir þvi, sem tímar voru þá, og hét hann Vas- sily Shuiski maðurinn, er mest hafði barist fyrir því, að fá drotningu til þess að samþykkja hana. Allur frelsisandi var með þessu kæfður á Rússlandi og var það alt að kenna þessum þýzka anda, sem þá réði hjá höfðingjum þeirra Rúss- anna. Þeim er lýst sem æfintýra- mönnum, þessum Þjóðverjum, sem þar réðu lögum og lofum, lands- hornamönnum, sem höfðu komið með þýzkum höfðingjum og drotn- ingunum, sem voru sóttar til Þýzka- lands. Hæst komst þetta undir stjórn Birens þessa, sem nú var getið, því hann var uppáhald og elskhugi önnu drotningar Ivansdóttur. Þá voru allir ráðgjafarnir þýzkir: Löw- enwald var hirðstjóri; Ostermann var utanríkisráðgjafi; Munich, Bis marck og Gustaf Biren voru æðstu herforingjar; en þeir Kaiserling og Kurff voru helztu sendiherrrar. — Biren vissi vel, hvað óánægðir þeir voru Rússarnir; en hann hélt þeiin niðri með harðri hendi. Hann setti upp rannsóknarrétt í öllum helztu borgunum. Og hversu lítill grunur, sem féll á einn eða annan, þá var hann af lífi tekinn eða settur í æfi- langt fangelsi. Fangelsin og dýfl- issurnar voru si og æ full, svo að einlægt þurfti að byggja ný fang- elsi og nýjar dýflissur. Þetta var nú menningin og mentunin. í full hundrað ár eftir daga Birens hélt þessi stefna áfram: að gjöra þá þýzka Rússana, og hefir þetta stað- ið Rússum fyrir þrifum alt fram a þenna dag. Það er þvi litil furða, þó að þeir elski ekki Þjóðverjann. I hernum. Hvergi kom þetta eins fram og í hernum. Þar var þjóðverski herag- inn ráðandi í verstu mynd. Her- foringjarnir fóru ver með liðsmenn- ina en skynlausar skepnur. Þeir voru réttlausir. Þeir voru sem hund- ar, barðir fyrir hvað eina. Þeim var skipað að læra þýzk orð; allir titlar og nöfn, sem brúkast i stríði, voru þýzk, og rússneskir dátar kunnu hvorki að lesa eða skrifa sitt eigið móðurmál. En þegar þeir komu í herinn, þá þurftu þeir alt að læra og gátu seint haft eftir hin þýzku orð; en einlægt var hin al- ræmda knútasvipa á lofti. Og þó að rússnesku undirforingjunum þætti nóg um þetta, þá voru yfirfor- ingjarnir ætíð þýzkir. Þeir Bar- clay-de Tolly-Weimarn, von Firks og Barún Taubes og þeirra likar. Þeir héldu þvi fram að það eyði- legði allan heraga, að fara mannúð- lega með hermennina. Svipan væri bezti kennarinn. Eina ráðið væri að gjöra þá að dýrum, grimmum og viltum dýruin. Þeir mættu ekki hugsa, því þá væru þeir óhæfir her- menn; þeir yrðu að hlýða og gjöra tafarlaust það, sem þeim væri skip- að, hvað svo sem það væri Þetta hefir verið svo alt fram á vora daga. En þegar frá leið fóru flokkarnir að verða tveir; annar þýzki flokkurinn en hinn Slafa- flokkurinn. Má geta um tvö dæmi. Það var árið 1877, sem Rússar fóru í striðið við Tyrki. Var þá þýzkur maður aðalherforingi Rússa — Todleben —, en hann vildi ein- mitt sporna á móti stríðinu, einmitt af þvi að alþýða öll vildi fara á stað og berja á Tyrkjanum. Þó að Todleben væri ágætur hershöfð- ingi, latti hann Rússa, sem hann gat. Hann hélt að það myndi draga saman alþýðuna og keisarann. Hon- um buðust margir sjálfboðaliðar í hernn; en hann þáði þá ekki, hélt þeir myndu spilla heraganum. Og varð þá Skobelev hershöfðingi reið- ur og lét það í ljósi. En Skobelev var um tíma frægastur hinna rúss- nesku hershöfðingja og alkunnur hverjum manni í Evrópu, sem las blöð fyrir 38 áruni. Skobelev var einhver helzti mað- urinn, sem hélt taum Rússa eða slafneska flokksins, og vildi koma öllum Slöfum i eitt stórt og mikið sambandsríki. Hann hataði Þjóð- verja, sem nú skal sýnt. Ilann var staddur i Paris árið 1882, og kom þá sendinefnd á fund hans og voru það alt serbneskir stúdentar. En Serbar eru Slafar og frændur Rússa, og fluttu þeir mál sín fyrir Skobelev. En hann svar- aði á þessa leið: , “Eg vil segja yður það hreinskiln- islega, livernig á því stendur, að Rússland uppfyllir stundum sljó- lega skyldur sínar, og gegnir þeim kannske lakast, sem henni ber sem slafneskri þjóð. Það kemur af þvi, að stjórn Rússa er undir útlendum áhrifum í innan- og utanrikis-mál- um. Rússinn er aldrei heiina hjá sjálfum sér. Vér erum undirlægjur útlendinganna; þeir vefja um oss netum fláræðis og svika. Þeir ráða yfir oss, draga úr oss allan mátt, á- netja oss með vélum og brögðum; ráð þeirra eru myrk vélráð og af- leiðingarnar skuggalegar. Og ok þeirra getum vér ekki losað af herð- um vorum nema með sverðinu. Vilj- ið þér vita, hver hann er, þessi út- lendingur? Það er Þýzkarinn. Höf- undurinn að “Drang nack Osten”. Eg bið yður að gleyma þvi aldrei. Slagurinn milli Þjóðverjans og Slaf- ans er fyrir hendi. Hann verður harður og langur og voðalegur. En cg ber traust til Slafanna, að þeir sigri”. Skobelev var hermaður, og þessar skoðanir voru þá að breiðast út um alt Rússland. Það var einsog hinir þýzku vildu yfir öllu gína. Þeir drógu undir sig alla verzlun og all- an iðnað; því síðan á dögum Pét- urs voru þeir fluttir inn i þúsunda- tali; stjórnin bauð þeim kostaboð, og nutu þeir meiri icitinda heldur en innfæddir Rússar og drógu und- ir sig auðlegð landsins. Og þeir fluttu með sér mcnninguna, kenn- ingarnar, heiinspekina, og þessa miklu undirgefni undir alla þá, sem ofar standa. , Til skamms tima hafa Þjoðverjar ráðið allri mentun Rússa. Þýzkir kennarar voru um alt landið, í hverri borg; æðri skðlarnir og há- skólarnir voru fullir af þeim. Hvar sem þeir voru, kendu þeir þessa undirgefni og að hnefarétturinn va-ri æðri öllum öðrum rétti. Þessu til sönnunar má taka orð Friðriks annars, eða hins mikla, Prússakon- ungs, er talað var um Slesíu, land Austurrikis, áður en striðið byrjaði milli hans og Austurrikismanna: — “Látum oss taka Slesíu; það er ofur auðvelt, að finna þýzkan lögfræðing eða visindamann, sem sanni það, að vér höfum haft fglsta rétt til þess”. En rússneskur rithöfundur einn, sem farið hafði á háskóla á Þýzkalandi og var þeiin kunnugur, lýsti þeim á þessa leið; “Þýzku prófessorarnir á háskólanum i Rer- lín koma mér fyrir sem vísinda- menn, er safnað hefir verið saman úr öllu Þýzkalandi, til þess — og eiginlega einskis annars —, en að búa til frumreglur, er leggja megi til grundvallar til að hefja til skýj- anna og dýrðleg gjöra hvaða verk og kenningar sem vera skal; jafn- vel þó að það séu hin grimmustu og viðbjóðslegustu verk eða skoðanir. Þetta vinna þeir fyrir föðurlandið, og fá ærna borgun fyrir. Um hina þýzku visindamenn og fræðimenn á Rússlandi segir Her- zen: “Aldrei hafa þeir mælt á móti neinum kúgunar-verkum Rússa- stjórnar; aldrei hafa þeir reynt að verja málfrelsi eða hugsunarfrelsi, og það ekki undir hinu langa harð- stjóraveldi Nikulásar”. Áhrif Þjóðverja á Rússland síðan | á dögum Péturs mikla hafa si og æl verið landinu til bölvunar. Þeir stóðu á mótt ölluin frelsishreyfing- um. Þeir vildu halda sér sem mest í kringum keisarann og helzt ekki láta nokkurn annan koma nærri honum, en sjálfa þá. III. Ef menn lesa með athygli sögu Rússa, þá sjá menn fljótt, að allir rússneskir prinsar og stjórnendur, sem höfðu ])ýzka kennara eða raða- nauta, voru andvigir þjóðinni, fram- andi menn.meðal hennar, og liarð- ráðir einvaldar. En áhrif þau, sem komu frá Frakklandi og Englandi og hinu eiginlega Rússlandi, gjörðu þá frjálslynda og mannúðarfulla Þegar Maria I'eodorowna, kona Alexanders annars, fékk hinn þýzka prófessor Grimm fyrir kennara handa syni sinum, Alexander keis- ara þriðja, þá skrifaði Herzen henni og bað hana að hætta við að fá þýzk- an kennara handa syni sínum. — “Hefði sonur yðar átt að setjast i hásæti á Þýzkalandi, þá hefði eg kent í brjósti um hann, að lenda i hendurnar á þýzkum kennara. En nú á lærisveinn lierra Grimms að verða keisari á Rússlandi. Og hvað er það þá, sem kennari hans getur frætt hann um Rússland? Skilur hann eða þekkir hann Rússland? Er honum nokkuð ant um Rúss- land? Rennur blóðið hraðara i æð- um hans, þegar hann heyrir rúss- neskan söng? Ilvort blæðir hjarta hans yfir eymdum hinar rússnesku þjóðar?---------Vitið þér ekki um hið mikla hatur, sem Þjóðverjar bera í bjósti til Rússa og alls þess, sem rússneskt er?” Katrín drotning önnur var fram- andi á Rússlandi, og kúgaði þjóð- ina, þó hún eiginlega ætlaði sér það ekki; og hún vildi gjöra umbæt- ur. En Þjóðverjarnir, sem næstir stóðu hásæti hennar, gjörðu allar heniiar umbætur að engu. En ald- rei hefir Rússland haft ástæðu til þess, að hata alt sem þýzkt var, einsog á dögum Páls keisara hins fyrsta. Hann sá ekki sólina fyrir Þýzk- úrum og öllu því, sem þýzkt var. — I Haun færði hersveitir sínar í þýzka i einkennisbúninga, og var si og æ | að horfa á heræfingar þeirra. Hann tók sér I’riðrik mikla til eftirbreytn- is. Petrograd, sem þá hét Péturs- borg, var búin að fá á sig hefðar- snið stórborga undir stjórn Katrin- ar annarar; en nú brey.ttist alt að útliti þar. Borgin leit út sem gömul borg ein á Þýzkalandi fyrir 200 ár- um. Og alt var eftir þessu. En þegar Alexander fyrsti kom til rikis, var sem Rússar næðu fyrst andanum. Franskur maður La- harpe að nafni, hafði verið kenn- ari hans, og hann hafði gjört alt, sem hann gat, til þess að koma keis- araefninu i skilning um það, að með engu móti væri eins gott að tryggja vald hans og festa, einsog með þvi, að halda samvizkusain- lega lög ríkisins og sýna þegnunum réttlæti og sanngirni. Hvert hásæti væri stöðugt, sem á þessum grund- velli væri reist. En aftur á móti, þar sem valdið eða hnefinn væri hinn æðsti réttur, þar væru stöðug- ar byltingar; hásætunum væri þar velt um koll og þeir molaðir, sem undir þeim yrðu. Afleiðingarnar af i þessu urðu þær, að á fyrri árum | ríkisstjórnar Alexanders fyrsta voru margar frjálslegar umbætur gjörðar og mannúðlegri og göfugri hug- myndir náðu að festa rætur. Frá 1806—1812 réði Michael Speransky mestu hjá Alexander. | Var hann prestsson úr smábæ ein- um. Kom hann fram með umb •tur miklar í löggjöf og stjórn landsins. Varð það til þess, að Rússar fóru að elska keisara sinn, og þegar aðr- ar þjóðir réðust inn á Rússland þá| risu Rússar upp, sem einn maður, j að fylkja sér í kringum kcisara j sinn, berjast fyrir hann og deyjaj fyrir hann, ef til þess kæmi. Ofurefli Napóleons rétti ekki við aftur, eftir að hafa rekist á Krem- lin. Þegar Moscow brann, þá fór hallandi vald hans og frægð og rétti aldrei við aftur. En Rússaþjóð var þarna endurskírð i blóði, og skírn sú dró saman keisarann og þegna hans. Þjóðin hafði ekkert til spar- að, hvorki blóð né fé, — og nú var nærri óinögulegt fyrir stjórnina, að taka upp tauma ótakmarkaðrar vald- stjórnar og hörku. Sigri hrósandi fór Alexander með herskara sina yfir Evrópu þvera, og inn i París- arborg. En hann liélt þó áfram að BLUE R/BBON KAFFI OG BAKING POWDER Hcimtaðu æfinlega BLUE RIBBON KAFFI og BAKING POWDER. Eins og allar aðrar fæðutegundir af BLUE RIBBON hrcinu fæðuteg- undum eru þessar tegundir hinar ágætustu og seldar með ábyrg5 að mönnum líki þær eða ef ekki að skila þér verðinu aftur. : ; REYNDU Þ Æ R. vera frjálslyndur keisari; var eigin- lega krýndur lýðveldismaður, þrátt fyrir Austurriki og Metternich. — Hinir rússnesku föðurlandsvinir, er með brjóstum sínum höfðu reist skjaldborg fyrir Alexander og ríki hans, báðu nú um meira frelsi. Straumar blóðs höfðu runnið og ef þeir ekki fengju þetta, höfðu þeir runnið til einskis. Það leit um tíma svo út, sem öld frelsisins og fram- faranna væri að renna upp. Sagnfræðingurinn Karamsin las sögu með Alexa -der og fordæmdi og ávítti Ivan hinn grimma eða illa Rússakeisara (ívan fjórða) fyrir harðstjórn hans og sýndi keisara, hvernig frjálsa borgin Novgorod (Nýjigarður) var í eyði lögð, svo að Alexander viknaði við. En það varð ekki langgætt. Og enn einu sinni var framrás frelsisins stöðvuð á Rússlandi. Rússar höfðu barist við hlíð prússnesku furstanna (Hohenzoll- eranna); barist með Alexander gegn Napóleon, syni byltingarinnar frakk nesku. Einu sinni ennþá komst Rússland undir áhrif Hohenzollern- ættarinnar og Habsburganna, og sátu undir þeim í hundrað ár. Alex- aúder fyrsti gekk í hið “heilaga samband” (Holy Alliance), og það negldi Rússa fasta við einveldin tvö í Evrópu, Prússa og Austurríki. Það jók ákaflega áhrif Prússa og Aust- urrikismanna á Rússlandi og kyrkti allar frelsishreyfingar. Frelsinu var i dýflissu kastað, og þar varð það að sitja langa hrið. Þetta hið “heilaga samband” var ókleyfur múrveggur milli hinna frelsisfúsu Slafa og stjórnenda þeirra. Það hefir verið bölvun Rómanoffanna jafnt sein hinnar rússnesku þjóðar í hundrað ár. Þá var sainband þessara þriggja krýndu stúdenta stofnað, til þess að drepa og kæfa frelsi þjóðanna. Metternich vissi þetta vel, því að undan þeim rifjum var þetta runnið. Og Lúðvík áttjándi I'rakkakonungur var nógu mikill afturhaldsmaður til þess að skrifa undir það. En þegar Rússakeisari skrifaði Englandsstjórn og bað Bretaveldi að ganga í samband þetta, þá svar- aði stjórnarformaðurinn Lord Cast- lereagh skjótlega “og kvaðst ekki gcta ráðið lians konunglegu hátign (Breta), til að gjöra samning, sem væri þvert ofan í öll hin viðteknu stjórnarlög Englands”. Miklagarði og Prússlandi, og þar af leiðandi fjandskap milli stjócnend- anna eða keisaranna og þjóðarim- ar. , En þegar hagur og hugir stjórnar- innar og þjóðarinnar verður eitt og hið sama, þá dregst hvort að öðrn; þá verða hinir fölsku ráðanautar fótum troðnir og að engu hafðir og Rússland hlýtur að taka eðlilegum framförum frelsisins og þjóðlegrar stjórnar. Þetta stríð, sem nú stend- ur yfir, hefir gjört kraftaverk. Það hefir bundið saman keisarann og þjóðina; það hefir hrundið Rúss- um frá hinum hættulegu vinum þcirra og staðfest djúp þar á milli. Vér sjáum nú daginn frelsisins renna upp yfir Rússlandi; þvi að loksins hafa augu keisarans opnast, svo að hann sér og skilur þarfir þessa fólks, sem hann rikir yfir. (Framhald á 7. bls.). Menn! Lærið AutomobQe og Gas Tractor Iðn. VIU turfum atj fá fletrt menn tll aS skipa þær stötJur sem eru autJar vegna peirra mörgu hundruö manna sem hafa farlti f srftiitJ, og- vegna þess hvati korn matur er hár þá vertSa allar Tractor vélar I brúki næsta vor; og eigendur eru alla reyt5u farnlr atJ gjðra eftlrspurn eftlr véla frætJlngum. ByrJatJu & skélanum nú strax svo þú vertllr vlt5búln vorlnu. SkrtfitJ etSa komitJ og fáitS fallega ékeypls vertSskrá. Hemphill’s Motor SchooL 483V4 Maln Street* Wlnnlpegr* Isabel Cleaning and PreSSÍng E»t>blishment J. W. Ql'INN, eUtandl Kunna manna bezt atJ fara mel LOÐSKINNA FATNAÐ VitJgertJir og breytlngar á fatnatSt. Phone Garry 1098 83 Isabel St. hornl McDermot En Metternich lét aldrei nokkurt tækifæri undanfalla, svo að hann reyndi ekki að veikja eða uppræta frelsishugmyndir Alexanders keis- ara og sanna honum, hve það væri óviturlegt, að láta leiðast af vegleg- um hvötum. Þetta voru ástæðurnar til þess, að Alexander keisari varð forvígismaður einveldisins og hinn- ur tumlausu harðsljórnar, — mað- urinn, sem hafði verið lærisveinn Laharpes,, sem hafði ekki séð ann- að en lýðveldi í draumsjónum sín- um; sem hafði lífað og vildi deyja sem lýðveldismaður. Gleymd voru þá öll loforð hans og allir draumar æsku lians. Einu sinni hafði hann sagt Napóleon, að hann áliti erfða- réttinn eða erfðatignina vera hið inesta ranglæti. En nú varð hann ó- vinur allra frjálsra hugsana og bældi niður allar tilraunir til að út- breiða frelsið og frjálsar hugmynd- ir. Rússar þeir, sem mentun höfðu fengið, urðu stórlega gramir yfir þessu og vildu risa upp; en óánægj- an breiddist út um alt landið, og urðu byltingar og uppþot hér og hvar um landið hvað eftir annað. , IV. Af þessu ætti það að vera ljóst, I að eftir upplagi, eðlisfari og sögu J Rússa að dæma, ætti stjórn þar i j landi, ef hún væri þjóðleg, einmitt i að vera þingbundin lýðvcldisstjórn. | Það liggur djúpt í eðli hinna slaf- I nesku Rússa. En óhamingja og kúg- j un Rússa stafar öll af hinum stöð- I ugu útlendu áhrifum, sem þeir j hafa orðið fyrir, frá Mongólum, Aðeins Fáir Dagar til a5 gleðjast yfir Drewry’s Bock Beer Byrjar 1. apríl. Allir vínsalar, eða beint frá: E. L. Drewry, Ltd., Winnipeg. Piano stilling Ef þú gjörir árs samning um að láta stiHa þitt Píano eða Player Píano, þá ertu æfinlega viss um að hljóðfæri þitt er í góðu standi. Það er ekki að- eins að það þurfi að stilla píano, heldur þar að yfirskoða þau vandlega. Samnings verð $6.00 um árið, horganlegt $2.50 eftir fyrstu stillingu, $2.00 aðra og $1.50 þriðju. H. HARRIS 100 SPENCE STREET

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.