Heimskringla - 08.04.1915, Blaðsíða 4

Heimskringla - 08.04.1915, Blaðsíða 4
BLS. 4. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 8. APRÍL 1915. Eeimskringla (StotnoS 1886) Kemur út á hverjum fimtudegi. tJtgefendur og eigendur: THEVIKING PRESS, LTD. Vertt blaSsins i Canada og Bandarík junum $2.00 um áritS <fyrirfram borgaB) Sent tll Islands $2.00 (fyrirfram borgab) Allar borganir sendist rábs- manni blatSsins. Póst etSa banka ávisanir stýlist tll The Viking Press, Ltd. Ritstjóri: M. J. SKAPTASON Rát5smat5ur: H. B. SKAPTASON Skrifstofa. 729 Sherbrooke Street. Winnipee Boz 3171 Talsfml Garry 4110 Þinghússmálin. 1 seinasta bla'ði Heimskringlu lét um vér það i ljósi, að vér vildum reyna að skýra mál þessi hin miklu um þinghússbyggingarnar, undir eins og báðir málspartar væru bún- ir að bera fram gögn sín og dómur fallinn. Að vísu eru báðir málspart- ar búnir að færa fram gögn og rök, livor með sinum málstað og dómur er fallinn, sem flestum mun kunn ugt að fór svo, að málið féll á Liber ala. Dómnefnd þeirri, er dæm skyldi, þótti þeir engin rök hafa máii sínu til stuðnings. En hiti var orðinn svo mikill meðal manna, að gleymt var stríðið hið mikla og voðalega; gleymd voru grimdar verk öll i því unnin; gleymd var eyðing Belgiu og brennur Póllands og slátran Serba; gleymd voru mann dráp Tyrkja, er þeir slátra nú tug- am þúsunda vopnlausra kristinna karla og kvenna og ungbarna i Arm eníu og Persíu; gleymd voru Hellu sund og “kvinnan mikla”, frúin unga Elizabeth, er hún brunar fram tignarleg og stórkostleg um gjósandi hveri sprengivélanna og sendir eld síur glóandi að kastölum og skot báknum Hundtyrkjans; — gleymt var alt þetta; gleymdir voru frænd ur og vinir og landar, sem í stríð inu berjast; gleymdur var heiður Englands, kvalir Belga, vein hinna saerðu; prangaraskapur ítala, og hrevsti Serba. Alt þetta var horfið úr huga og hjörtum manna. Þar rikti aðeins eitt! Já, — hvað á að kalal það: fjandskap, hatur, réttlæt- isþrá, hefnd eða bræði eða afbrýð issemi eða öfund eða manndvgð; — eg vil ekki nefna það neinu þessu nafni, þau eru að líkindum öll röng eða flest þeirra. En það, sem bjó í hjörtunum var löngunin lil að klekkja nú ú konservalivu stjórn- inni. Og náttúrlega voru það Lib- eralar, sem báru löngun þessa brjósti. Konservatívar voru rólegir; þeir höfðu unnið mál sitt. Hinir voru hamslausir heimtuðu aðra nefnd að dæma i .in'álinu. Sir Rod- mond P. Roblin var fús til þess, ef þeir vildu bera sök á hendur ein- hverjum ráðgjafanna; en það treyst- ust hinir ekki til að gjöra. En á strætum og gatnamótum var ekki um annað talað en þetta, og kveldið áður en þingi var slitið, þá ákvað Mr. Roblin, að nefnd skyldi sett i þessi mál að nýju, og engum hlift, tem sekur kynni að finnast. En um morguninn komu Liberalar fram með ávarp til fylkisstjórans, að láta ekki slíta þingi fyrri en nefnd yrði se+t í málið, og þykjast með því hafa kúgað Mr. Roblin. Free Press segir þetta, að minsta kosti, og að Roblin hafi ekki komið fram með þetta ákvæði sitt fyrr en um morg- uninn. En btaðið fer þar með ósann- indi og allir þeir, sem hafa það eft- i'r þvi. Og litill efi er á því að marg- ir þeirra vita það vel. Það var af- gjört meðal Konservatíva kvöldið áður. Þeir hafa ekkert að óttast við nýja rannsókn. Má vera ennþá, að þeir verði fullsaddir á rannsókn þessari, sem mest hafa eftir henni sótt. Það var enginn ótti, sem knúði Mr. Roblin til þessa; hann vissi, hvernig málin myndu fara og vildi firra fylkið kostnaði. En eldurinn, sem upp var blásinn, var orðinn svo mikill, að það þurfti að lægja hann, og þetta slökti bálið í bráð. Og nú kemur hér mál þetta hið mikla, og rakið frá rótum i ræðu Hon. Dr. Montague’s. Það var víða íarið að fréttast, að hann ætlaði að flytja ræðu í þessu máli og áheyr- endabekkirnir voru orðnir troð- fullir löngu áður en hann byrjaði; og þegar hann hóf ræðu sína, lyft- ust höfuð öll og vildu menn ekki tapa einu einasta orði, og talaði hann svo i tvo og hálfan klukku- tíma, að aldrei þvarr áhugi tilheyr- endanna, að fylgja máli hans. Menn fylgdu hugsunum hans orð fyrir orð. Menn hlógu, þegar hann kom með eitthvað kátlegt; menn hróp- uðu fyrir honum, þegar hann kom með sláandi sannanir, sem voru svo augljósar og sannar, að hvert barn- ið hefði hlotið að sjá það, ef því hefði komið það til hugar. — Og þarna hlóð hann sönnun á sönnun ofan, svo að hvergi var skarð i, hvergi hola fyrir grunsemina eða rangfærsluna eða lýgina að bora sér inn í. Og þegar hann lauk ræðu sinni dundi við hinn mikli salur af fagnaðarópunum. — Andstæðinguni hans var náttúrlega ekki gott i skapi. Það hefir heldur enginn bú ist við þvi og er tæplega sanngjarnt að búast við því; en brosin léku vörum hvers einasta Konservativa. Þeir voru ánægðir núna; flækjan, sem Liberalar höfðu ætlað að vefja um þá, var nú greidd í sundur, svo að hver einasti maður ineð nokk- urri sanngirni hlaut að sjá það, og sjá hnútana og leiða grun i, hvernig sumir þeirra höfðu verið hnýttir. Þegar maður fer að lesa ræðu Hon. Dr. Montague’s, kemur manni ósjálfrátt til hugar framsögn inála á þingi á lslandi fyrir nærri þúsund árum. Málið er rakið svo itarlega lið fyrir lið og engu slept fyrri en hver liður er fullkominn. Þá er tek- inn hinn næsti. Þetta sést einkum í Njálu. Þannig er ræða I>r. Montague’s Hann byrjar á því að sýna, að þess- ar stjórnarbyggingar hafi verið nauðsynlegar; að það hafi verið viðurkent af alþýðunni, af þinginu og menn fundu svo freklega til þess að árið 1911 bar Mr. Roblin spurn- inguna upp á þingi, og þáverandi leiðtogi Liberala studdi hana og þingið greiddi atkvæði með þvi einu hljóði: “að þinghússbygging- ar þessar skuli reistar í fylki þessu svo fljótt, sem mögulegt sé”, og var nefnd kosin í málið af báðum flokk- um. Síðan hefir þing og þjóð ein- lægt verið á sama máli um nauðsyn bygginganna. Nú er farið að starfa og fenginn maður til að útbúa tilboð á verkinu að byggja. Þau eru auglýst í blöð unum. Þetta gengur alt i bróðerni mesta milli Liberala og Konserva- tíva. Nú koma inn 69 tilboð. Og nú er kosin önnur nefnd, sem i eru menn af báðum flokkum til að velja úr, og hún kýs 5 af uppdráttum eða teikningum þessum, og skuli hverj- um þessara manna, er uppdrættina gjörðu eða teiknuðu, veittir $2,000 til þess að leggja nú fram ennþá skýrari uppdrætti og sundurliðaða reikninga um hvað eina. Þessu voru allir samþykkir. Það er ó- möguiegt a sjá annað en að Liberal- ar jafnt sem Konservatívar hafi á- litið uppdrætti þessa forsvaranlega, og i alla staði áreiðanlega að byggja eftir þeim hinar miklu byggingar. Það kann eitt að vera betra en ann- að; eitt getur tekið öðru fram, að einu eða öðru leyti; en alt voru þetta forsvaranlegir uppdrættir eða “plön” að byggja húsið eftir. Um þetta voru Liberalar samdóma Kon- servatívum. Ekki vita menn til, að ein einasta rödd Liberala hafi mælt á móti. Þarna voru þeir því alveg jafn ábyrgðarfullir sem Konserva- .tívar. Og nú er Mr. Stokes falið að kjósa milli þessara 5 uppdrátta, og eftir nákvæma yfirvegun kýs hann updrætti Mr. Simon’s. Eftir þeim skal byggja að hans áliti. En nú kemur nokkuð mikilvægt atriði til sögunnar, sem ciginlega alt snýst um. Það er jarðvegurinn undir Winnipeg, — clayið. Útífrá ætla menn, að það muni ekki svo miklu. Það geti reyndar munað nokkrum fetum, hvað grafa þurfi grunninn dýpra undir einu húsi en öðru, eftir þunga húsanna. En nú er komin sú raun á, einsog Dr. Mon- tague sannar með svo mörgum slá- andi dæmum, að klöpp eða bjarg, eða hurd pan, eða bed rock næst ekki fyrri en á 50—70 og jafnvel nær 80 fetum; þar fyrir ofan er alt clay”-jörð. Og Hon. Dr. Montague sýnir ineð mörgum dæmum reynslu manna að byggja á þessu, að reka niður tréstaura og cement stöpla undir hvern einasta vegg. En cluyið lætur undan einsog for í polli, og að stinga niður staurum undir bygg- ingar, hvort sem þeir væru úr tré eða cementi, hefði verið likt og að ætla sér að ganga á títuprjonum yf- ir kviksyndis foræði. Þetta voru Liberalar ekki búnir að sjá, er þeir samþyktu að byggingin skyldi reist eftir uppdráttum þeim, sem um var að velja. Þetta gjörir ákaflega mik- inn mun á kostnaðinum. En hefði byggingin verið reist þannig, með þessum títuprjónum sem undir- stöðu, þá hefði hún víst vafalaust orðið manndrápshola, lagst á hlið- ina, einsog kornhlaðan (elevator) i Transóona, og þá hefðu þar farið forgörðum ekki einungis nokkur hundruð þúsund dollara, hehlur millíónir. Og það eru dæmi þess, að Liberalar hafa bygt þannig, scm sjá má á seinasta dæmiun, sem Hon. Dr. Montague tekur: Victoria Mem- oriat Museum í Otlawa. Er það hin fegursta bygging. Þrátt fyrir alvar- leg motmæli mannsins, sem bygði hana, skipaði Liberal-foringinn, Sir Wilfrid Laurier, honum að halda á- fram, að byggja sem ákveðið hefði verið. En afleiðingin er sú, að hin fríða bygging, sem kostaði millión dollara, er að springa og hrynja og farin að leggjast út af, svo að fólk flýr úr nágrenninu til þess að verða ekki undir.. Það voru Konservatívar, sem átt- uðu sig á þessu, sem forðuðu fylk- inu frá annari eins óhæfu, — frá Drykkjuskapur verka- manna á Englandi. Verkainenn á Englandi drekka jafnt og þétt og mikið og illa. Hefir kveðið svo mikið að þvi á verk- smiðjum, sem smíða vopn og skot- færi, að ekki hefir hægt verið, að koma út liði þvi, sem búið var að æfa og ekki hægt að senda nóg af skotfærum og hernaðartólum á víg- völlinn, og fyrir það hefir margur Bretinn verið drepinn af Þýzkur- um. Verkamennirnir vinna ekki nema % eða % daga á verksmiðjun- um; hinn tímann eru þeir að staupa sig, og þegar þeir svo koma í vinn- una, þá eru þeir oft ekki nema að hálfum notum. Verksmiðjueigendur og verkstjórar kvarta sáran yfir þessu og hafa sent nefnd manna á fund stjórnarinnar. Konungur gengur i bindindi. Undir eins og konungur frétti um sendinefnd þessa tilstjórnarnnar,— þá lét hann skrifa Lloyd George, að hann vildi ganga á undan öðrum og afneita öllu víni, meðan striðið stæði yfir, og ekki skyldi nein teg- und áfengis á borð borin í höllum sínum á meðan stríðið stæði yfir. Lávarður Kitchener gjörir hið sama. Sama dag kemur sú fregn, að lá- varður Kitchener hafi tekið upp hið sam ráð og konungur og afneitað öllu vini, ineðan striðið stæði yfir, að minsta kosti. Þetta hvorttveggja er vel gjört, en meira þarf að gjöra. Mr. Loyd Ge- orge hefir sagt, að versti óvinurinn sem Bretar ættu nú, væri drykkju- fjármunatjóni, háska og óvirðingu. | skapurinn. Enda er nú mest um það Það voru þeir, sem leituðu til hinna | talað á Englandi. Og hart er að láta frægustu byggingameistara, bæði hér og í Bandarikjunum; náttúrlega með töluverðum tilkostnaði. Og góða og hrausta drengi týna lífi sinu fyrir ómenni þessi. Ættu Bretar nú að sýna stjórnvizku sína og loka öll- Þeir voru svo viti bornir, að þver- um knæpum þessum, og hella út leg- skallast ekki, einsog Liberal höfð-|inum undir hvaða nafni sem hann inginn Laurier, heldur fara að ráð- um manna, sem reynt höfðu þetta og þvilíkt, þó að það kostaði mikla peninga. — Nauðsynina til þessa er Dr. Montague að sanna i öllum þess- um kafla ræðu sinnar. Hvort Liberalar hefðu gjört sig á nægða með, að reka niður cement prjóna undir byggingarnar, ef að þeir hefðu einir ráðið, er ekki gott að segja. Vér viljum ekki halda þvi fram og ekki heldur mæla þá undan því; það er svo margt skringilegt, sem mennirnir gjöra. Vér viljum aðeins geta þess, að þetta er aðeins fyrsti hluti ræðu Dr. Montague’s, sem í þessu blaði kemur. Henni verður haldið áfram, svo að ahnenningur geti séð og skil ið, hvernig málin standa, sem nú hefir verið og verður liklega talað svo mikið um. Menn geta svo sjálfir lagt á dóminn, þegar til kemur, og þurfa ekki að fá hann lánaðan hjá öðrum. Hvað djúpt er niður í klöpp í Winnipeg. Fort Oarry Hotel, 56-58 ft. Bank of Montreal, 58 ft. Union Trust Building, 61-66 ft. Winnipeg Electric, 63-66 ft. Y.M.C.A., 55 ft. Free Press, 54 ft. Boyd Building, 55 ft. Confederation Life, 55 ft. Royal Alexandra, 72 ft. Man. Cold Storage, 82 ft. Louise Bridge, 96 ft. Winnipeg Fish Co., 80 ft. Brunnar borgarinnar 46y2-100 ft. Artic Ice Co., 90 ft. Af þessu geta menn séð að nið- ur í klöpp í Winnipeg eru þetta frá 50-96 eða 100 feta. Þetta er “clay” jörð, sem lætur undan þrýstingu. Á henni má byggja létt hús þó að ekki djúpt sé grafið, en þungar byggingar eru á heniii sem skip á floti, geta stungið niður einu horninu, ann- ari hliðinni, jafnvel lagst á hlið- ina, og þó að tré séu rekin undir eða cement staurar þá er það sem títuprjónar eða sem gönguprik væru rekin niður úr fleka einum á sjó úti. Flekinn á sjónum velt- ur alveg eins fyrir prikin, og svo er hér á leirvöllum þessum sem Indíánar kölluðu forarpollinn— mudhole—Winnipeg—Detta er alt eitt og hið sama. gengur. Enginn rnaður á að hafa leyf til að eyðileggja velferð ann- ara, hvorki með því að gefa vin eða selja. Og þó stjórnum hér i Ameriku komi til liugar, að fara að selja vín- ið sjálfar, þá er það, ef grafið er eft- ir, svo mikið og stórt brot á mann- réttinduin og öllu siðgæði, að von- andi er að fáir verði svo viti sneidd- ir, að fylgja þeim til þessa. Hin eina rétta aðferð er að afnema allan tilbúning og sölu vínsins. Og ef það væri ekki hægt i einu, þá að byrja á sölunni. Dag eftir dag halda blöðin áfram að tala um drykkjuskap verka manna. Allir kvarta undan því. Herinn líður fyrir það; vopn smíð- ast ekki, skotfærin vantar; það stendur á ótal vélum, sem þarf til hernaðarins. Þetta er svo stórkost- legt hneyksli, að út yfir tekur. Kon- ungur, Kitchener, allir ráðgjafarnir og þúsundir hinna heldri manna Breta hafa gengið í bindindi, að minsta kost meðan stríðið stendur yfir og banna öllum að neyta víns i sinum húsum. En verkamennirnir drekka jafnt og þétt og vinna ekki nema part af vinnutímanum. Stjórn- in hefir tekið undir sig verksmiðjur ur nokkrar, er autós smíða, og lætur vinna á þeim nótt og dag. Það eru stórar verksmiðjur i Glasgow á Skot landi. Stjórnin þarf mesta fjölda af flutningsvögnum í striðið; kallast vagnar þeir motor lorriers. Það er talað um ótal ráð til að hefta drykkjuskapinn: um algjört bindindi, algjört afnám vínsölu ,um stjórnarbindindi, eða stjórnar-sölu, einsog þeir eru að stinga upp á í Sas katchewan. En einsog oft fer, þegar margar eru ráðleggingarnar, verður minna úr framkvæmdunum. Það er einsog að þetta komi svo flatt upp a Breta, að þeir drekki til óbóta, verkamennirnir, að þeir standa al- veg ráðalausir og vita ekkert, hvern- ig þeir eiga að snúa sér. Það er einsog brennivínið hafi læst járn- klóm i likama þjóðarinnar, og þeir vissu það ckki fyrr en nú. / En nú eru þar svo góðir og vitrir menn fyrir málum, að það er von- andi, að þeir taki þau ráð sem duga, ekki einungis meðan stríðið stend- ur yfir, heldur fyrir framtíðina, þegar það er búið. Eyru skipanna. Ný uppfinding eftir prófcssor R. Fesscnden. Það var núna í miðjum desember að hann kom heim úr Norðurálfu- ferð sinni hann prófessor Fessen- den; og gat þess, að eitt stórveldi Norðurálfunnar hefði prófað upp- götvun sína og fengið hann til þess, að setja hana á einn eða fleiri bryn- dreka sina. Annað stórveldið til væri að semja um hana. Myndi upp- finding þessi gjöra breytingu á sjó- hernaði, einkum að þvi er bryn- dreka snerti og neðansjávarbáta. Þetta virðist likast þráðlausum telefón eða telegraf, er sendir rafur- magnsstrauminn eða merkin í gegn- um vatnið með meiri hraða, en hljóðið fer í gegnum loftið. Menn vita, að hljóðið fer aðeins 1,100 fet í gegnum loftið, en í gegnum vatnið fer það 4,400 fet, eða ferfalt hrað- ara. Þetta hafa sjómenn vitað og því haft bjöllur á ljósskipum (vitaskip- um) neðansjávar og hefir hljóðið þannig borist mílur vegar.. Þetta var próf. Fessenden að fullkomna, og varð úr því þráðlaus rafsending í sjó niðri, sem að sumu leyti kann að taka þráðlausum loftskeytum fram. Hann kallar þessa uppfind- ing sína: Electric Oscillator. Verk- færi þetta er ekki stærra en litil saumavél, og er alt úr málmi. En þar eru i margir partar; en einn parturinn er stálplata 22 þumlungar í þvermál, en fimm áttuntíu úr þml. á þykt. Það er rithöfundurinn Cleveland Moffat, sem Segir frá þessu, og fór hann að finna prófessor Fessenden til að sjá furðuvél þessa. Þegar raf- magnsstraumnum er hleypt á vél- ina, titrar hún svo mikið, þó að þykk sé, að af því verður feikna- hijóð. “Prófessorinn spurði inig, hvort eg vildi heyra það”, segir Moffat, “og játti eg því. Síðan hleypti hann vélinni á stað og kvað hún þá svo hátt við, sem hæst lætur í pípum á gufuvélum; smátt og smátt snöri hann snerli einum og urðu þá hljóð- in meiri og meiri, svo eg ætlaði ekki að þola það,, og einlægt urðu þau hærri og hærri; það hvein um alla verksiniðjuna, en eg hélt dauðahaldi um eyrun og fanst ]>ó sem höfuðið ætla að klofna, og bað hann í öllum bænum að hætta þessu. “Síðan sýndi prófessorinn mér gráan stálkassa, álíka stóran og vænt baðker, og voru endarnir úr stál— plötum líkuni þeiin, sem hafðar eru á bryndrekum. Vélin eða oscillator- inn hefir verið fest við stálkassa þenna, en kassinn fyltur ineð vatni og straumur rafumagnsins hefir þá runnið í gegnum vatnið. “Þegar vél- inni þá er hleypt á stað, kemur svo inikill órói á vatnið, að ef að ein- hver vildi stinga hendinni í vatnið, myndi hún kastast burtu með feikna afli. Þessar heryfingar, sagði pró- fessorinn að þeir hefðu reynt að flyttust fullar 32 mílur i sjónum. En þó hélt hann að þær mundu leiðast miklu lengra, eða fleiri hundruð mílur. Og ekkert væri létt- ara en að nota afl þetta, sem annað þráðlaust rafurmagn. Og bryndrek- ar á sjó úti gætu léttilega talað við menn á neðansjávarbátum, eins þó að þeir væru djúpt í sjó niðri og fleiri mílur í burtu. Og það má stýra þeim og stefna þeiin upp á hár þangað, sem óvinirnir væru, er þeir ættu að granda. Spurði prófessorinn svo Moffat, hvort han vildi reyna þetta og játti Moffat því. Fór þá prófessorinn inn i annað herbergi, en Moffat talaði nokkur orð í hálfum hljóðum í verkfærið; prófessorinn kom aftur og sagði honum, hvað hann hefði sagt. Vélin er svo næm, að þessi þykka stálplata tók við titringi hljóðsins, þó lágt væri talað og flutt það til prófessorsins. Spurði þá Moffat hvort bryndrek- ar þyrftu ineira en eina slíka vél; en hann sagði að þeir þyrftu tvær (2 oscillators) sína hvoru megin á skipinu, til þess að vita með vissu, hvaðan hljóðið kæmi. Með þessum verkfærum sagði hann að raenn á bryndrekunum gætu heyrt til neðansjávarbátanna í tveggja mílna fjarlægð og jafnvel mætti búa svo uin, að þeir heyrðu til þeirra 5—6 inílur i burtu. , Um vélar þessar er búið í vatns- kössum (tanks) í skipunum, sína á hvoru borði í framstafninum; en brynplata tekur við hljóðinu, og þó að hún sé þykk, þá flytur hún það og tekur við aðkomandi sendingum. Alt er þetta náttúrlega neðansjávar, en þræðir úr vélunum í vatnsköss- unum liggja á þiljur upp, eða þang- að, sem tilfærin eru að rita send- inguna. Þeir brúka Morse-stafrófið, eintóma punkta og stryk, einsog vanalega er notað, þegar rafskeyti eru send. Þar sem vélar þessar eru sín hvoru megin á barka skipsins, fljót- andi í vatnskassa, er kringlótt skál í súðina út að byrnplötunni. Þar, í skál þessari, verkar rafmagnsstraum urinn svo á plötu þessa, þó að þykk sé, að hún titrar og skelfur við, hver einasta smáögn hennar (molecule); þannig fer hljóðið í gegnum hana. sem hún væri hjóm eitt og verkar á vatnið eða sjóinn fyrir utan á sama hátt. Þessi skál er hlustin, en oscill- atorinn aftur heyrnartólin, og til samans má kalla þenna útbúnað cgra skipsins. Stutt yfirlit yfir síðustu viSburíi stríðsins. — Herforingi Joffre segir, að stríðið muni enda taka innan skam.s og muni Bandamenn sigra. Fregn- in kemur frá Dunkirk, en hún er ekki staðfest. — Austurríki er sagt að Ieiti nú um frið við Rússa og bjóði Rússum Herzegóvínu, Galizíu og Bosníu. — 1 Hellusundi gengur lítið nú.. en vonlitlir eru allir um Tyrkjann. — Búlgarar gjöra innhlaup í Suður-Serbíu og drepa og særa rúm- lega hundrað manns. Serbar reka þá af sér með töluverðu mannfalli. Stjorn Búlgara neitar að vera við það riðin; segir að þetta séu make- dóniskir ræningjaflokkar. — Annar hópur Búlgara réðist inn á eignir Grikkja, 35 milur norð- ur af Salonichi; en Grikkir urðu fljótir til og mættu þeim með hrað- skeyttum vélabyssum og slátruðu þeim. Ekki óliklegt, að stjórn Búlg- ara hafi haft grun um þetta, þó að hún vilji ekki kannast við það. — Tyrkir halda áfram að slátra kristnum mönnum í sínum eigin löndum í Armeníu og Persiu, og það þvi meira, þvi meira sem þeir fara halloka fyrir Rússum. — Blöðin segja, að nú standi yfir hin voðalegasta orusta með byssu- stingjum, sem heimurinn nokkru sinni hafi séð. Það er í Lupkow- skarði á Karpatha fjöllum. Rússar eru búnir að ná miklum hluta skarðs ins og járnbrautinni, en Austurrik- ismenn haldast þó við í sterkum víggirðingum uppi á hæðunum. — Einlægt er þar barist. En nú eftir að Przemysl féll fóru Rússar að herða á þarna, og á laug- ardaginn oyrjaði aðalrimman. Þjóð- verjar margir voru komnir til liðs. við AusturriKÍsmenn. Á sunnudag- inn var sóknin ákaflega hörð. Her- mennirnir þýzku frá Bajern fengu þar hrakfarir miklar og af Austur- ríkismönnum féllu þann dag 15,000. Báðir gátu dregið lið að sér og á- fram hefir slagurinn haldið sleitu- laust síðan. Rússar falla hrönnum; en einlægt lirekja þeir Austurríkis- menn og Þjóðverja með byssustingj- unum. Þegar fregn þessi bnrst vnru Austurríkisinenn á seinasta hryggn- um i eða við skarðið. , — f löndum Austurríkis eru menn hálfærðir yfir gangi þessum og hafa upphlaup orðið um alt landið, einkum í stórborgunum Vín, Búda- pest, Brunn og Prag, og hefir þurft að hafa herlið til að sefa uppþotin. — Veiddur neðansjávarbátur. — Upp á flestu taka þeir. Nú eru þeir farnir að veiða neðánsjávarbáta Vil- hjálms einsog seli eða hnýsur í nót- um, sem til þess eru gjörðar. — Frakkar fengu einn i net 5. og 6. apríl, fram undan Dofrum. Ilafði hann ánetjað sig vel, svo að þeir ætla að hafa hendur á honum, er honum skýtur upp. Nú var hann svo flæktur í netinu, að hann komst hvergi, en var þó í kafi djúpt nokk- uð. — Þýzkir smásökkva verzlunar- skipum Breta o g annara þjóða. — Höfðu þeir nýlega sökt skipi fyrir ftölum og eru að verða deilur af. — Bretar tapa einum bryndreka af þeim smærri, Lord Nelson; strand aði i Hellsundi og molaðist af kúlum Tyrkja. — Tyrkir tapa öðrum bryndreka í Svartahafi; rekst á sprengivél og sekkur. Margt ber vifi í stríðinu. Það var fregnriti enskur, sem hafði orðið viðskila við herflokkinn enska, sem hann hafði verið með. eða hann var að mestu stráfallinn; og svo komst hann í næstu skotgröf' til Frakka. Var skotgröf sú 300 yds. frá skotgröfum Þjóðverja. Á bak við Þjóðverja var þorp eitt eða borg og var þar í borginni gripasafn eitt með mörgum fornum munuin og á- höldum. Meðal' þeirra voru her- klæði tvenn, öll úr stáli gjörð. Ein- hverjir fornir kappar á miðöldun- um höfðu átt þau og háð í þeim hildi marga, og unnið afreksverk og vaðið óskemdir í gegnum fylkingar óvinanna, því að hvergi beit járn á þau. — En Þjóðverjar bera eskki virðingu fyrir lifandi eða dauðum, og kom þeim í hug, að gjöra okkur hrekk nokkurn. Eina nóttina tóku þeir herklæðin bæði og settu þau upp 75 yards frá skotgröfum sínum. Langt til að lita var það einsog þarna stæðu tveir þýzkir herforingjar og væru að gefa inönnuin sínum í skotgröfunum bendingu og skipanir. Og undir eins og lýsa tók fóru Frakkar i á- kafa, að skjóta á þessa tröllvöxnu Þjóðverja. Það var enginn sá mað- ur í skotgröfum vorum, sem ekki

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.