Heimskringla - 08.04.1915, Blaðsíða 5

Heimskringla - 08.04.1915, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 8. APRIL 1915. HEIMSKRINGLA BLS. 5. það ekki núna? Þau laun þín eða tekj- ur aukist án efa, aukast OF CANADA ' útgjöld þín einnig og —-...— ,, I mörgum finst öllu meira um það. Nú er því tíminn að byrja sparisjóð, og er sparisjóðsdeild UNION BANK OF CANADA staðurinn að geyma hann. Byrjið með því aukafé sem þið nú hafið með höndum, hvaða upphæð niður í einn dollar gefur vexti. LOGAN AVE. OG SARGENT AVE., OTIBÚ A. A. Walcott, bankastjóri. __________ 1 reyndi að hitta þá, þessa fífldjörfu fullliuga, sem stóðu þarna einsog ekkert væri. En það var einsog ein- hver trölldómur fylgdi þeim; þeim brá ekkert við kúlurnar, fremur en það væru hálfsoðnar baunir. Og vér ætluðum ekki að geta trúað vor- um eigin augum. Loksins fór einhvern að gruna, hvernig á þessu stæði; og nú urðu Frakkar svo reiðir, að þvi var ekki með orðum lýsandi. Þeir fölnuðu upp af reiði, er þeir sáu að Þjóð- verjar voru að draga dár að þeim. Þeir hrópuðu upp í bræði sinni og ætluðu helzt að stökkva á Þjóðverja. En þeir höfðu hraðskeytu byssurn- ar sinar miðaðar á svæðið milli graf anna, og dauðinn var vís hverjum, sem Iyfti hönd eða höfði upp úr gröfum okkar. Allar daginn stóðu þessir dólgar þarna Frökkum til háðungar; og Þjóðverjar hlógu og hrópuðu til okk ar, — við heyrðum rokurnar úr þeim. En Frakkar grétu af gremju yfir að láta fara svona með sig og geta ekki goldið þeim fyrir. Svo kom nóttin, og þá vorii Frakkarnir tveir búnir að hugsa sér ráð i þess, að leika á Þjóðverjana aftur. Þeir urðu að hætta lífi sínu til þess; en það gjörðu menn á degi hverj- um. En það tók þá mestalla nóttina, að komast þangað og búa um sig. Og á meðan börðust hjörtun í brjóstum okkar og engum kom dúr á auga alla þá nótt. Þeir labba á slað. En þegar lýsa tók fór að koma hreyfing á þá. Þeir fóru hægt og hægt að labba á stað áleiðis til skot- grafanna þýzku; en nú voru þeir ekki aðgjörðalausir, því þeir pump- uðu skotin úr rifflum sínum á Þjóð- verjana. Þeir vöknuðu við vondan draum. En svo fóru þeir einnig að skjóta og skutu i ákafa mesta; en einlægt komu stallbræður þessir nær og nær. Kúlurnar grönduðu þeim ekki, svo voru herklæðin góð. En þá var það, að við notuðum takifærið. Við stukkum allir á sama augnablikinu upp úr gröfunum og hlupum eins hart og við gátum á leið til Þjóðverja; en þeir voru svo önnum kafnir, að þeir vissu ekki fyrri, en við vorum komnir fast að þeim. En þegar við vorum komnir vel miðja vega, þá sáum við annan riddarann falla endilangann. Við héldum, að hann væri steindauður, en þegar við komum að honum, var hann þó að brölta en komst ekki á fætur. En á orðalaginu heyrðum við, að hann myndi ekki dauðsærð- ur. Hann var að blessa yfir her- klæðunum, því honum var ómögu- legt að rísa hjálparlaust á fætur, úr því hann einu sinni var dottinn; þau voru svo þung og stirð. En við máttum ekki tefja og létum hann liggja þar, en stukkuin í grafirnar og tókum þær, — og fór þá hlátur- inn af Þjóðverjum. Bréf frá Jóel Pétursson 90th Wonnipeg Riffles. 13. marz 1915. Kæra móðir! — Fékk bréf þit í gærkveldi, dags. 21. febrúar; og gladdi það mig mjög að fá það. Við erum búnir að vera i viggröfunum í 6 daga, — 3 daga i gröfunum og svo 3 daga að hvíla okkur. Mér fellur það vel. Skot- menn vorir hafa verið að senda sprengikúlur á Þjóðverja allan morguninn, og eru þeir nú rétt að byrja að svara okkur. í hvert skifti, sem þeir skjóta, skelfur og nötrar byggingin, sem við erum i. Fáir hafa failið af þessari sveit (Battalion; sama og Regiment, eða uin 1000 manns). Einn af félögum okkar fékk brot af sprengikúlu i höfuðið, og varð af skurður mikill, en ekki hættulegur. Eg hefi svo sem ekkert meira að segja núna, nema að okkur drengj- unum liður öllum vel og sendum beztu óskir vorar heim til allra vin- anna. Já. Það gladdi mig, að þér lik- aði myndin. Eg frétti að hún hefði verið sett í Heimskringlu. Ef svo er, þá kliptu hana út og sendu mér. Drengirnir hafa gaman af að sjá hana. Eg held eg sé nú búinn. Ætla að skrifa aftur. Hjartans kveðju til ykkar allra. Þinn elskandi sonur, Jáel. Eg ætlaði að skrifa honum Ágúst, en veit ekki, hvert senda skal bréfið og sendi það svo til þín, svo að þú komir þvi til skila. Jóel. . . ÞAKKARÁVARP *-----------------------------* Þar eð eg hefi orðið að reyna all- mikið sjúkdómsstríð og margir hafa í þvi striði rét mér hjálparhönd, finn eg mér skylt að tjá þeim opin- berlega þakklæti mitt. Hjálpin byrj- aði þannig, að þegar eg lá veik á heimili minu í Árnes bygð í Nýja ís- landi komu þau hjónin Sigurjón og Guðrún Jónsson frá Odda og grensi- uðust eftir ástæðum minum. Það leiddi til þess, að þau ásamt þeim hjónum ólafi og Helgu Jónasson, gengust fyrir samskotum mér til styrktar. Allssafnaðist $28.70 í pen- ingum, auk þess, sem ýmsir veittu mér gjafir i öðru. Með það, sem fyrir hendi var, lagði eg af stað til Winnipeg og leit- aði þar til Dr. Brandsonar, sem svo mörgiun hefir hjálpað. Hann kom mér fyrir á hinum Almenna spítala bæjarins, gjörði á mér uppskurð og tók fyrir það vandaverk alls enga borgun. Á spítalanum var cg frá 7. febrúar til 11. marz og naut þar hinnar beztu hjúkrunar. Á meðan eg var þar, heimsótti mig maður, sem hafði í þeim tilgangi ferðast 200 mílur, og gaf hann mér $20. Þcgar eg kom af spítalanum, var eg um þriggja vikna tima hjá þeim hjónunum Rafnkeli og Sigriði Berg- son, að 692 Banning St., og naut þar kærleiksríkrar umönnunar, án nokk urs endurgjalds. Mrs. James Stanish auðsýndi mér einnig hjálp á margan hátt meðan eg var í bænum. öllum þessum og öllum öðrum, sem hafa rétt mér hjálparhönd í þessum erfiðleikum mínum, ekki sízt Bifrastar-sveit, sem borgar fyrir veru mína á spítalanum, þakka eg af öllu hjarta, og bið góðan guð að launa öllum þessum vinum, semsvo drengilega hlupu undir bagga, þeg- ar eg, af eigin randeik, hefði mér enga hjálp getað veitt. En umfram alia aðra þakka eg lækninum, sem eg á það að þakka, með guðs hjálp, að eg er á góðum vegi að ná aftur fullri heilsu. Maðurinn minn og börnin eru mér samtaka í því, aö bera fram af hrærðu hjarta þetta þakklæti Stödd i Winnipeg 29. marz 1915. Mrs. Halldóra Pálsson, Árnes, Man. LEIÐRÉTTING. 1 Heimskringlu 25. marz, 1915 í æfi- minningu á 7. blaðsíðu hefir mis- prentast í 6. línu annarar greinar Gunnlaug Zakkaríasson, á að vera Zakkensson.; og í 9. línu 4. greinar Benedikt Zakkaríassyni, á að vera Zakkanssyni. Er hœgt að hafa fleiri nautgripi á Islandi. Það hefir oft verið kvartað undan því, að eigi sé hægt að hafa eins marga nautgripi á ílandi, og hafðir eru í öðrum löndum. Mitt svar er aðeins þetta: Það er hægt. Landrúm er nóg á íslandi til þess, og engjar víðast hvar miklar, þó sumar af þeim séu eigi hafðar til slægna, en það er ekki landinu að kenna, held- ur eru það kannske bændurnir sem geta ásaka® sig sjálfa fyrir það, að hafa ekki nóg slægjuland, eða hag- nýta sér jörðina svo að hún gefi af sér meira fóður. Að minsta kosti þekki eg svo til í þeirri sveit sem eg átti lengst af heima í, að þar er víð- ast hvar hægt að hafa næstum því helmingi meira slægjuland en haft er. En til þess að geta haft meira og betra slægjuland, þarf a® leggja dá- lííið í kostnað i byrjun, en sá kostn. aður er ekki svo tilfinnanlegur, að hann á stuttum tima marg borgar sig, því liægt er að byrja í litlum stíl. Það er auðvitað að uhibætur á einu sem ö*ru, fást ekki fyrir neitt en það getur verið töluvert mismun- andi, en eins og eg hefi tekið fram, má byrja með litla bletti, og þá er alt af hægara að smá auka við á hverju ári. Tökum dæini:-Það er einn bær sem hefir stóran hlut af landareign- inni, sem eru móar, sem aldrei eru slegnir, a^eins beitt skepnum á þá, Eftir því sem árin verða fleiri sem þessir móar liggja í óhirðingu, þess ijótari verða þeir, og að lokum, ekki til þess hæfir að láta skepnur ganga á þeim, jörðin treðst í sundur, og grasrótin eyðilegst, og um síðir fer að losna í sundur og verður síð- ast að hálfgerðu flagi, með þessu er bóndinn að eyðileggja stórt land og getur kannske verið gott land, ef því væri sýndur sá sómi að leggja rækt við það En hvernig á þá bóndinn að hagnýta sér þessa ó- ræktarmóa, svo að þeir gefi af sér gott fóður. Svarfð ættu búfræðingar að geta gefið, ef þeir eru nokkuð meira en nafnið eitt. En vinnandi mun það vera á íslandi sem annarstaðar, að plægja þessa móa að haustinn og bera ýmiskonar rusl í blettinn að vetrinum, og herfa svo a* vorinu, og sá þá höfrum eða öðru grasfræi í blettinn. Ef bændur notuðu hverja stund að haustinu til þess að taka blett og blett fyrir, og plægja hann, þá yrði liann á tíu árum búinn að fá töluvert stórt engi, sem gæfi af sér margfalt meira og betra fóður en annar blettur af slægulandi hans, en um leið og þetta væri gert þyrfti að afgirða engið svo skepnur æddu ekki um það þvert og endi- langt, og eyðuiegðu alt. f sambandi við þetta skulum við líta til hinna íslenzku frumbyggja sem komu til Ameríku, efnalausir og alslausir að öllu, nema sumir með ungbörn, og lftum á jörðina sem þeir þurftu að brjóta pjj í akra, því ekki draup alstaðar smjör og hunáng, þar voru og stórir trjá- skógar, og eins og það er gott að fást við að taka stofnana upp, svo hægt væri að láta plóg fara eftir jörðinni, og svo sumstaðar töluvert grýttan jarðveg. Á þessu hefi eg sjón, sögu betri og svo ef vér athugum alla þá erfiðleika sem fylgdu fyrstu búskapar árum þeirra í nýja landinu,—en sjáum nú árangurinn af elju þeirra og dugn- aði, ef menn vissu þetta, þá myndi engum landa heima á Fróni vaxa það í augum að gera óræktar mó- ana að slægjulandi. Ef bændur fengju sér einn plóg, gætu verið tveir í félagi, og plægðu svo sem eina eða tvær dagsláttur, að haustinu, og létu það svo liggja sundur rifið og bæru f hann moð og annað rusl, og færu svo með herfi yfir blettinn að vorinu, og sáðu svo höfrum, þá mundi bóndinn komast að raun um það að hann væri farinn að fá töluvert meira fóður, en hann hafði áður og um leið mikið betra fóður, sérstaklega fyrir mjólkurkýr. Eg geng að þvf sem vísu, að sagt verði, að hafrar vaxi ekki á íslandi, eg á heldur ekki við það að hafrar vaxi þar til þess að hægt sé að þreskja þá, en þó er eg ekki svo fjærri því nema svo kunni að vera, en þá eru þeir ekki eins gott fóður, og þá kemur tii kostnaður. En eg á við það, ef höfrum er sáð í plægða jörð heima, þá vex upp gras og það bæði stórt og kraft mikið, og höf- uð mun koma á stangirnar, en ekki með korni, eða það þyrfti að slást fyr, en þá er það því betra skepnu fóður. Eg hefi skoðað vfða jarðlagið f bygðum í Ameríku, sérstaklega þar sem höfrum er sáð, og er það jarð lag töluvert líkt, og víða er í hinum íslenzka móa jarðveg, þessvegna held eg þvf fram að bændur heima geti bætt jarðir sfnar að miklum mun, og um leið aukið mikið naut- gripa rækt, nema þá langi til þess að fá rétta meðalið við því að eyði- leggja þessa litlu skóga sem heima eru, þvf það ættu þó hinir hátt- virtu skógfræðingar að vita, að Nú ættir þú að kaupa þér nýjan hatt fyrir vorið. Úrval af beztu og nýjustu tízku höttum, nýkeyptir frá Ameríkönsk- um, Canadískum og Brczkum iðn- aðar verzlunum. Verð $2.50 til $3.50 Venjið yður á að kaupa hjá White & Manahan Ltd. 500 Main Street rabítar og hérar lifa mest á trjá börk, en hvernig fer tréð þá ef börk. urinn er tekinn? Vilja þeir gera svo vel og fletta upp I bókum sín- um, um iff trjánna, og eyðingu þeirra? Það er ekki altaf nóg að bera nafnið útlærður, ef unnið er í öfuga átt. En fyrsta sporið til framþróunar er að byrja á réttum vegi, og halda svo áfrain í réttu horfi. Eg vildi óska þess að einhver framfarar bóndinn vildi brjóta ís- inn, og sýna að það sé hægt á gamla landinu, að gera óræktarmóa að slægjulandi, þá er vissa fengin fyrir því að fsland getur gefið meira af sér en það hefir gert. Eg skora á alla sanna bændur neima á Fróni, að fara að leggja meiri rækt við landbúnaðinn, en hingað til. Umbæturnar eru of litl- ar, sríga of smátt, það er of lítið gert. TiS hvers eru ungu mennirnir að læra búfræði? ef þeir eru ekki íyrir öðrum í neinu. Hversvegna leggja þeir ekki krafta sina og lærdóm fram, með ötulleik? til þess að land og lýður hafi gagn af því. Eru þeir kannske of mentaðir, svo ekkert megi heyrast til þeirra framar? Þá væri þeim mörgum sinnum betra að vita ekki neitt, því blindur mað- ur hefir aldrei gagn af augunum, þegar hann sér ekki með þeirn., I.ærdómurinn er til lítils gagns ef lionum er ekki fylgt, hvort það er i búfræði eða öðru. Það er eit af því sem er áreiðan- legt, að verði farið að plægja jörð- ina meira heima en gert er, og sá bæði höfrum og öðru grasfræi, þá eykst svo mikið fóðurmagn i land- inu að hægt verður að hafa, mörg- um sinnum meira af gripum, og jafn vel af sauðfé, að bændur geti orðið KJÖRKAUP PIANOS PLAYERS 0RGANS PHONOGRAPHS UXBKIDGE ORGEL, FIMM ATTUNDIR Walnut Cabinet snitS; fyrirtaks kjör- kaup á $40. Skilmálar $10 í peningum og $6 mánatiarlega. GODERICK CABINET ORGEL, WAL- nut hylki, nýtt. SöluvertS $85. Skil- málar $10 í peningum og $S mánatiar- lega. SHERLOCK OG MANNING ORGEL, Píano hylki, "golden oak”. VanavertJ $140; hérumbil nýtt. Söluverts $7q, Skilmálar $10 i peningum og $6 mán- atiarlega. THOMAS ORGEL, PIANO HTLKI ÖR Walnut, ljómandi fallegt. $150 hljóö færi. Lititi brúkatS. SöluvertS $80. Skilmálar $10 i peningum og $6 mánatS- arlega. EUNGBLUT UPRIGHT PIANO, BCrXÐ til á Englandi. LititS Píanó í Walnut hylki. Selst fyrir $125. Skilmálar $10 í peningum og $6 mánatSarlega. IMPERIAL PIANO—BtrlÐ TIL t AM- eríku, smærra snltS, i Rosewood hylkt selst fyrir $130. Kaupskilmálar $15 I peningum og $0 mánaoarlega. KARN PIANO—WALNUT HYLKI,— Fremur lítitS. VanavertS $350, vel til haft, selst nú fyrir $210. Kaupskilmálr r $15 i peníngum og $7.00 mánatsarléga DOHERTY PIANO—MISSION HYLKI, hér um bil nýtt. Vanavert5 $400. Selst fyrir $265. Skilmálar $15 í pen- ingum og $8 á mánutSi. EVERSON PLAYER PIANO—BROKAÐ tvö ár; í fallegu Walnut hylki; 65 nótu hlJótSfæri i besta lagi. VanavertS $700, selst fyrir $450 mets tíu rolls af music og player bekk. Skilmálar $20 í peningum og $10 mánatSarlega. NEW SCALE WILLIAMS PIANO — $500 hlJótSfæri, brúkatS aöeins eitt ár af einum bezta söngkennara í studió. Selst fyrir $360. Skilmálar $15 í pen- ingum og $8 mánatSarlega. ENNIS PLAYER PIANO—HEFIR ALLA nýustu vitSauka. Þetta Player píano er sérstaklega gott hljótsfæri. Vana- vertS $700. ÞatS er búitS atS borga fyrír þatS atS nokkru leyti; eigandi er ati fara úr bænum, selst fyrlr þatS sem eftir er ats borga, $495. VitS ábyrgj- umst þetta player pianó. Skilmálar $20 í peningum og $12 mánaöarlega. Tíu rolls af músic mets. ELECTRIC PLAYER PIANO — APP- ollo. Vanalegt píanó, player píanó og Electric player, allt sameinatS. $1,000 hljótsfæri alveg nýtt, en var brúkatS til sýnis. Selst fyrir $800. Skilmálar eftir því sem um semst. Þetta er hljótsfæri fyrir heimiIitS og er einnig mjög til skemtunar í kaffi og skemti-húsum. Tuttugu music rolls ókeypis. EITT COLUMBIA nottNLESS PHON- ograph og 25 records. Vanavert5 $45 SöIuvertS $26. Skilmálar $7 i peningum og $5 á mánutSi. EITT EDISON HOME PHONOGRAPH og 20 records. BrúkatS. VanavertS $78. SöIuvertS $28. Sktlmálar $8 í pen- ingum og $5 á mánutSi. EITT EDISON HOME PHONOGRAPH, og 10 records. Diamond Point Re- producer. SöluvertS $45. Skilmálar $8 í peningum og $5 á mánutSi. KOMIÐ OG VELJIÐ ÚR A MEDÁN upplagiti er stórt. PÓST PANTANIR FYRIR NOKKURT ofangreindra hlJótSfæra vert5ur atl fylgja fyrsta borgun. Cross, Goulding & Skinner, Ltd. 323 Portage Avenue, Winnipegr. auðugri, og það að miklum mun, og það svo, að eftir tiitölulega fá ár, getur verið komin sláttuvél á ann- aðhvort heimili, og það ekki ofsagt, en þá f.vrst fara bændur að finna mismuninn á hcyskapar aðferðinni. Jón H. Árnason. Moroccomenn á leið til vígvallarins. HartSara vetíurlag hefur komitS óþyrmilega nitiur á MoroccolitJinu, I»eir eru kulsamir sem etSlilegt er og skýla sér metS kápum og feldum sínum á göngunni. Hemphill’s Americas Leading Trade School \ tVa I NkrifNtofa «43 Main Sfreet, Wlnnipeg. Jitney, Jitney, Jitney. Þaí þarf svo hundrut5um skiftir af mönum til aö höndla og gjöra viö Jitney bif- reiöar, arösamasta starf í bænum. AÖeins tvær vikur nauösynlegar til aö læra í okkar sérstaka Jitney “class” Okkar sérstaka atvinnu- útvegunar skrifstofa hjálpar þér aö velja stööu et5a aö fá Jitney upp á hlut. Gas Tractor kenslu bekkur er nú aö myndast til þess aö vera til fyrir vor vinnuna, mikil eftirspurn eftir Tractor Engineers fyrir frá $5.00 til $8.00 á dag, vegna þess aö svo hundruöum skiftir hafa fariö í stríÖitS, og vegna þess atS hveiti er í svo háu veröi atS hver Traction vél veröur aö vinna yfirtíma þetta sum- ar. Eini virkilegi Automobile og Gas Tractor skólinn í Winnipeg. Lærit5 rakara itSnina í Hemphill’s C'anada’s elsta og stærsta rakara skóla. Kaup borgatS á metSan þú ert atS læra. Sérstaklega lágt inn- gjald og atvinna ábyrgst næstu 25 nemendum sem byrja VitS höfum meifa ókeypis æfingu og höfum fleiri kennara en nokkur hinna svo nefndu Rakara Skólar í Winnipeg. VitS kennum einnig Wire og Wire- less Telegraphy and Moving Picture Operating.” Okkar lærisveinar geta breitt um frá einni lærigrein til anarar án þess at5 borga nokkuð auka. Skrifið et5a komiö vitS og f.áið okkar fullkomið upplýsinga- skrá. Hemphill’s Barber College and and Trade Schools llead OffieeN «43 \lain St.. WinnipeK Branch at Regina, Sask. ™ D0M1NI0N BANK Hornl Notre Dame og Skerbrooke Str. HAfntSNtAli uppb--------•. «.000,00« Varasjðftiir....... «.7,000,000 Allnr elgnlr. . _______«78,000,000 Vér óskum eftlr vlTSnklftum verz- lunarmanna og ábyrgumst að gefa þeim fullnægju. Sparisjóðsdelld vor er sú stærsta sem nokkur banki hef- lr 1 borglnni. lbúendur þessa hluta borgarlnnar óska atS skifta vits stofnun sem þeir vita ats er algerlega trygg. Nafn vort er fulltrygging óhlutlelka. ByrjltS spari tnnlegg fyrlr sjálfa ytJur, konu og börn. W. M. HAMILT0N. Ráðsmaður PHONB GARRY 34.10 FURNITURE on Easy Payments OVERLAND MAIN & ALEXANDER ISÖ!!8U8R!!8»S«!:«K38R::8K88«aS888«SS8S»8!; BÆNDUR! Sendið ckkur Smjör, Egg, Hænsni Við skulum kaupa allt sem þið sendið eða selja það fyrir ykkur sem haganlegast og setjurn aðeins 5 per cent. fyrir. Með þessum hætti geta bændur selt afurðir bús síns svo lang haganlegast, en það eru fáir bændur sem ekki lifa nærri stór- bæunum sem hafa notað sér þennan stórkostlega hagnað. Reynið okkur það borgar sig. Skrífið eftir verð-skrá. D. G. McBEAN C0. 8 n » » » » K *♦ » » » 241 PRINCESS STREET — » s 888888888S8888888888888888888888888888 WINNIPEG, MAN. Búsáhöld í heilum vagnhlössum. t*ú sparar peninga á hverju verkfæri sem þú kaupir frá þessu bænda félagi. Kauptu í fél- agi mel nágrönum þinum. Drills, Plows, Harrows, Engines, etc. í vagnhlössum og þú munt spara þér frá $60 til $240 á hverju vagnhlassi. Sami sparnaöur á Binder Twine, Fencing, Lnmber, etc. TalatSu um þetta vitS nágranna þinn og skrif- atSu okkur eftir uppl singum. The Ciraln GrowerN Speeial I.lght Traetor S*S02.r»0 G. G. G. 3-Bottom Engine Gang Plow, 9147.00 BætSi Tractor og Plows fyrirtaks áhald fyrir einn mann. VitS getum höndlaö vagnhlass af korni fyrir þig þér i hag. RF.GINA.SASK CALGARV, ALTA PJRTWILLIAM.0N1. Winnipe^ • Manitoba A^ncv at newhestmwsiir firítish (olumbia Ein persóna (fyri*- dagin) $1.50 Herbergi, kveld og morgun- veröur............ $1.25 MáltítSir ________________ .35 Herbergi (ein persóna)......50 Fyrlrtak í alla staíi, ágæt vín sölu stofa í sambandi. Talslml Garry 2252 ROYAL OAK HOTEL CHAS. GUSTAFSON, elgandi og rfiösmnöur. Sérstakur Sunnudags miBdagsverÖur. Vín og vindlar á boröum frá klukkan eitt tll þrjú e.h. og frá sex tll átta aö kveldinu. 283 MARKET STREET WINNIPEG.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.