Heimskringla - 20.05.1915, Blaðsíða 6

Heimskringla - 20.05.1915, Blaðsíða 6
BLS. tí HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 20. MAÍ 1915. Hin Leyndardómsfullu Skjöl. Suya eflir WALTEK WOODS. “Þér væri hentugra ‘Bowery House’,’’ mælti Weh- ner og hló við, er hann nefndi þetta alkunna skækju- hús borgarinnar. Eg sé ekki, að okkur gengi betur að samrýmast þar, en hér í þessu húsi, herra Wehner”, sagði eg. “Eg þoli þér engar glósur. Eg meina það, sem eg hefi sagt. ‘Bowery House’ er j)éf ef til vill heitur stað- ur, en ekki þó eins heitur og England”. “Ef eg held áfram að ljá speki þinni eyru, þá á eg sjálfsagt eftir að heyra frá þér heilmikið, sem er mik- ilsvarðandi um sjálfan inig", sagði eg. — Eg hefi lík- lega ekki verið orðinn frýnilegur ásýndum, því mér var farið að siga í skap; því Wehner færði sig nær dyrunum. — “Vertu nú ekki heigull”, hélt eg áfram. “Eg ætla ekki að gjöra þér neitt ilt, og þar að auki hef- ir þú næga hjálp hér innan veggja, ef þú þarft á að halda; eða hvað er uin þenna mann, sem stendur þarna í ganginum fvrir utan dyrnar?” Nú sá eg fyrst, að maður stóð í ganginum fyrir utan herbergisdyrnar. , “Eg bað ekki þennan mann að koma upp”, svar- aði Wehner; “hann segist vera einn af þínum mönn- um”. Nú vissi eg, hvernig i öllu lá. Einn af þessum trúu þjónum Johnsons hafði komið upp og staðið á hleri. Eg gekk út í dyrnar og ætlaði að bjóða honum að koma inn í herbergið og taka þátt i samræðuin okk- ar Wehners, en þar var þá enginn i ganginum. Hann var farihn, — en hvert? Hann hafði ekki haft tíma til að fara ofan. "Það eru ein eða tvær ástæður fyrir þvi, að eg sendi þér þennan miða”, hélt Wehner áfram. “Mér féll miður að þurfa að gjöra það, en eg verð að líta eftir velferð gistihúss mins, — og sumir gestirnir hafa lang- ar tungur”. “Heyrðu mig nú, herra Wehner”, sagði eg. “Eg óska þess, að þú talir beint út um þetta mál. Hví ert þú svo mjög áfram um það, að eg fari héðan?” “Þú hlýtur að vita”, sagði hann, “að þú ert grun- aður glæpamaður ,og mér hafa verið sagðar ýmsar sögur af þér”. “Sagðar sögur af manni, sem kallar sig Goodwin, og öðrum þorpara, sem kemur hingað æði oft -og er dulklæddur í kvenmannsfötum, svo eg ekki minnist á þann, sem var hér fyrir utan dyrnar áðan, og hvarf svo skyndilega”, mælti eg. “Það er af þessum ástæðum, að eg vil ekki að þú sért lcngur hér til húsa”, mælti Wehner. “Það hefir verið endalaus óánægja og strið hér í húsinu síðan þið ungfrú Reed komuð hingað. Tökum til dæmis ó- hæfu hennar hér um kveldið, þegar hún fór í skemti- garðinn. Eg hefði ekki trúað því, að stúlka í minni þjónustu færi út á kveldin, ef eg hefði ekki séð það sjálfur. Eg leyfi ekki mínu fólki að gjöra neitt þess liáttar”. Nú fann eg, að eg hafði fengið tækifæri til þess, að finna út hið rétta í því, hver hefði verið gæzlu- maður Ethelar þetta kveld. Eg ásetti mér því, að graf- ast eftir því. “Hefir ekki ungfrú Reed heimild til þess að fara hvert sem hún vill, þegar hún er búin að ljúka störfum sínum?” spurði eg. “Hún hefir alls enga heimild til, að þiggja heim- boð á önnur gistihús frá öðrum eins manni”, hreytti hann úr sér. “Þú ferð rangt með þarna”, mælti eg. “Það var ekki heimboð á neitt gistihús, heldur á skemtigarð einn hér i borginni”. Eg lét sem mér stæði á sama, hvert svar hans yrði, en bágt átti eg samt með að leyna því, að það var fastur ásetningur minn, að láta hann segja mér alt sem hann vissi um málið. Byrjunin hefði verið góð. Hann hafði sjálfur hafið jjannig máls á þessu, að hann varð að halda áfram. , “Sussu! Þú ert blindur af ást, eða þú hlytir að sjá annað eins og þetta. Eg Jiekki manninn vel, sem tók hana með sér, og þú þekkir hann líka. Það þekkja hann allir. Það var Johnson!” Ejg rak upp skellihlátur, er hann mælti síðasta orðið. Þarna! Þetta sýnir bezt, hvort þú hefir á réttu að standa. Eg horfði á Johnson með mínum eigin aug- um um borð á skipinu ‘Britania’, er það sigldi af stað til Liverpool. Eg er alveg viss um þetta, og þar að auki sagði hann mér sjálfur á föstudaginn var, að hann ætlaði að sigla til Evrópu”. “Yður skjátlast, herra ininn; Jiað hefir verið ein- hver annar maður líkur Johnson”. “Nei, mér gat ekki missýnst. Nú er Johnson lík- lega úti á miðju Atlantshafinu á hraðri ferð frá okkur; fer um þrjátíu mílur á tímanum. Þó hann hefði smi- íð til baka með fyrsta skipi, strax og hann kom til Queenstown, þá gæti hann ekki komið til New York fyrri enn eftir heila viku frá þessum degi. Og nú eru liðnir nokkrir dagar síðan slysið í skemtistarðinuin átti sér stað”. “Nú er mitt að hlægja”, mælti Wehner. “Johnson fór aðeins út á höfnina og kom svo í land aftnr með hafnsögumanninum”. Mér hefði ekki orðið meira Jjylt við, )>ó Wehner hefði slegið mig hncfahögg. en við að heyra þessar fréttir. Wehner sá það vist á mér, að mér varð mikið um þcssa fregn. “Mér fellur mjög illa, að þurfa að segja þér þetta, en |>að er sannleikur, og það mun fara hér einsog fyr, að sá vinnur sigur, sem mestan hefir auðinn. Það er gagnsJaust fyrir fátæka menn, að þreyta við hr. John- son”. “Hvað meinar þú?” spurði eg með ákafa miklum. “.Meinar þú að halda því fram, að Johnson ætli sér að giftast ungfrú Ethel Reed?” “Eg við hef ekki orðið giftast”, svaraði Wehner. “Því eg hefi séð nóg af mönnum eins og þessi Johnson mun vera i ástamálum. ó, Jni þarft ekki að reiðast. Heimurinn er einsog hann hefir verið, og þegar ríkur maður peningalega ásetur sér að ná einhverju tak- marki, þá vanalega hepnast honum það. Manst þú ekki eftir fyrsta fundi ykkar Johnsons? Það var hér í þessu húsi, sem þið hittust fyrst. Jú, eg veit að þú manst það. Og veist þú til hvers hann kom hingað? Hann kom hingað til þess að finna ungfrú Reed, þó þú héldir að hann kæmi til að finna einhvern annan. Eg er sannfærður um, að hann hað hennar þá, en hún neitaði honum. En svo hcfir hún haft nógan tíma til að breyta skoðun sinni. Það er ekki á hverjum degi, sem bláfátækar stúlkur fá tækifæri til að giftast millí- ónaeiganda.” “En þú sagðir rétt áðan, að það væri ekki viðeig- andi fyrir þig að við hafa orðið giftast”, svaraði eg honum. “Þú hefir alveg rétt að-mæla, eg sagði það áðan. En eg þori að fullyrða, að Johnson er orðinn þreyttur á einlífinu og mundi þurfa langt að leita til að finna aðra eins stúlku og ungfrú Ethel Reed, þó að hún sé efnalaus. Eða hvað heldur j)ú?” Wehner brosti um leið og hann mælti síðustu orðin, og mér fanst eg sjá það í andliti hans, að hann kendi í brjósti um mig. Enda var það hyggilegri’ fyrir hann að mýkja útlit sitt, því eg var i svo æstu skapi, að bágt er að segja, hvað eg kynni að hafa tekið til bragðs. Eg svaraði engu spurningu Wehners, svo hann hélt áfram: “Er j)ér farið að skiljast, að eg muni vita ögn um j)að, sem fram fer í kringum mig? Ein ástæð- an fyrir því, að eg óska helzt að þú farir héðan og finnir J)ér verustað annarsstaðar, er sú, að eg óska'að sjá þig i eins lítilli hættu og unt er, undir kringum- stæðunum. En óvinir þínir í kringum J)etta hús fjölga með hverjum degi sem liður”. “Eg fer héðan aldrei fyrir hræðslu sakir; og svo er annað: Eg verð að fá að sjá ungfrú Reed og tala við hana og heyra frá henni sjálfri, hversti mikill sann- leiki er i því, sem þú hefir nú sagt mér”, sagði eg honum. “Þú verður ”að hafa hraðan á til þess að ná henni” svaraði Wehner. “Hún er ekki í minui þjónustu leng- ur. Hún er farin héðan; en eg veit ekki hvert. Hún fór af eigin hvötum, og eg vissi ekki, að hún hefði í hyggju að fara, fyrri en hún kom til mín og bað mig um kaupið si.tt og kvaddi mig. Nú, herra minn, þú get- ur sett alla þessa fregnmola saman i eina heild og séð hvað þú færð út úr þeim”. Eg leit af Wehner yfir til blómanna á borðinu, sem i draunii. Það var þó eitt, sem eg huggaði mig við í þessuni raunum minum, og það var, að Ethel Reed hefði þó ekki af ásettu ráði hafnað j)ví, að þiggja blómin frá mér. Hún hafði aldrei getað fengið vit- neskju um þau. Það var þá svona komið. Sá maður, sem taldi sig vin minn og verndara, hafði notað auð sinn til þess, að svifta mig J)ví eina, sen) eg þráði í lífinu. John- son hafði ekkert það til að bera, sem kallast ást. Hann hafði ekki verið gripinn þeim heljartökum ástarinnar, sem eg. Það var eg sannfærður um. Honuin gat ekk- ert annað gengið til að tæla Ethel en það, að eyðileggja með því lífsframtíð mína. Eg leit nú aftur á blómin og fann til þess, að eg var í skuld við Wehner fyrir þessar mikilvægu upp- lýsingar. Tók eg því blómvöndinn í hönd mér og rétti að honum. “Þiggðu þetta af mér. sem gjöf”, sagði eg við Wehner. Wehner tók við blómunum, og eg sá, að honum þótti vænt um gjöfina, og vildi þakka hana, en fann ekki heppileg orð í svipinn, og ætlaði eg þvi að hjálpa honum út úr vandræðunum með því að segja, að hann hefði alls ekkert að þakka mér, en hann tók til máls áður: “Ef þér er mjög umhugað um J)að. þá getur J)ú verið hér upp á sömu skilmála og þú hefir haft; því eftir alt saman eru margir af okkur mönnunum ekki eins svartir og við erum málaðir af óvinum okkar, er nota öll möguleg og ómöguleg meðul til að lítillækka okkur í augum annara”. Að svo mæltu fór hann út úr herberginu og virt- ist hafa fengið alt annað álit á inér, en hann hafði þeg- ar hann fyrst kom upp til mín. Eg stóð eftir á gólfinu, blómalaus í ullum skiln- ingi. Eg strauk hendinni um ennið, því mér fanst að höfuðið ætla að rifna sundur af kvölum. XVII. KAPfTULI. Gekst fyrir auönum. Þegar eg var búinn að fullvissa mig um það á ýmsan hátt, að Ethel Reed var ekki lengur í gistihús- j inu, einsog Wehner hafði líka sagt mér, þá fór eg að j trúa J)ví, að hann hefði einnig sagt mér satt um það, j að hún væri komin til Johnsons, og Jiað sakir hans mikla auðs. Honum hafði þá tekist, að eyðileggja líf j mitt með auðæfum sínum. Eg fór að iðrast J)ess með sjálfum mér, að eg skyldi hafa orðið til ])ess, að hjálpa lienni, er slys- ið varð í lystigarðinum. En svo mundi eg það, að hún j átti þá hjálp margfaldlega skilið, því hún hefði hlúð að sárum mínum eftir meðferð Megsons á mér á loft- j svölunum. Eg hafði um j)essar mundir í mörg horn að líta og við marga að jafna sakir. En þó reið mér mest á, að jafna reikningana við Johnson á einhvern hátt. Hann hafði sannarlega gjört mér rangt til, og eg fann það, að eg mundi aldrei líta glaðan dag, fyrri en eg j væri búinn að borga honum viðskiftin að maklegleik-j um. Mér fanst eg nærri því geta afsakað framkomu J)eirra Goodwins, Silky Silas og jafnvel Heilborns, J)vi j J)eir væru menn, sem þyrftu að hafa úti allar klær til i framgangs og frama. En engin afsökun af neinu tagi j gat komið til nokkurra mála J)ar sem Johnson átti i ; hlut; þar sem auðlegð hans og mannorð var á svo háu stigi, að Jiessi frainkoma hans hlaut frekar að verða til þess, að lækka hann í áliti en hefja. Eg þráði svo tnikið að mæta Johnson, að eg lagði af stað til skrif^tofunnar hans, sem eg hafði ekki heiin-} sótt í nokkra undanfafna daga. Eg bjóst við því, að ske kynni, að mér gengi illa að fá að sjá Johnson, en þó ennjiá ver að fá hann til tals við mig. “Mér er sérstaklega ant um, að fá að tala við hr. Johnson um áríðandi málefni”, sagði eg við þjón hans, er eg mætti á ganginum fyrir utan prívat skrifstofu hans. “Það getur þú ekki fengið að svo stöddu, því að hann er farinn til Evrópu”, sagði þjónninn. “Ja, en eg veit nú betur. Eg veit, að hánn er i New York. Gjörðu svo vel og segðu honum, að eg sé kominn, og að eg þurfi endilega að tala við hann”. — Þetta sagði eg i ákveðnum og hálf skipandi róm. Þjónninn þverneitaði að fara inn með skilaboðin til Johnsons. ‘Eg hefi sagt þér að hann hefir farið til Evrópu. Það getur verið hættulegt fyrir menn, að þrjóskast hér í þessum húsum. Þessi aðvörun mín kostar þig ekkert annað, en að þú takir hana til greina”, mælti hann snúðugt. Eg sinti engu orðum þjónsins, en gekk áfram, — fram hjá glugga, er var á skrifstofu Johnsons, og fór að reyna til að sjá inn, ef ske kynni að eg sæi höfuð- paurinn sjálfan. Þjónninn kom á eftir mér. “Heyrðu, maður!” hrópaði hann. “Þú gjörir þig æði heimakom- inn hér!” Hann lagði nú hendina á öklina á mér og gjörði sig liklegan til að visa mér á dyr. “Vertu bara hægur, lagsmaður!” sagði eg. “Eg er i þjónustu Johnsons og hefi fullan rétt til þess að vera hér inni, og ef þú ekki hættir við fyrirætlun þína, þá skal þig svei mér Iðra þess!” “Eg veit alt um J)ig og ráðningu þina í þjónustu Johnsons”, mælti þjónninn í aðvörunarróm. “Það er leiðinlegt, að J)að skuli ekki vera hægt að láta menn skilja, að það tekur ekkert lengri tíma, að reka menn úr þjónustu hér, en það tekur að ráða þá. Eg hygg, að þú hafir nú verið rekinn, eða að minsta kosti bend- ir hin ruddalega framkoma þín á það. Svona, hefðu ekki fleiri orð um Jietta! Komdu með mérö” Hann var sjáanlega ákveðinn i J)ví, að koma mér út fyrir dyrnar; en eg var aftur á móti eins ákveðinn i J)ví, að vera kyrr inni. En eitthvað þurfti eg til bragðs að taka, eða að öðrum kosti mundi eg verða undir i viðurcigninni. “Heyrðu nú, góði vinur minn”, sagði eg og gjörði mig óvenju blíðan í rótnnum. “Eg veit eins vel og J)ú, að hr..Johnson er heima en ekki i Evrópu, og eg er sannfærður um, að ef þú færir honum nafnspjald mitt, þá mun hann segja þér að bjóða mér inn til sín”. “Eg veit ekkert hvert nafn J)itt er”, grenjaði skepn- an; ‘og eg hefi ekkert nafnspjald frá þér”. “Þú skalt þá fara inn til hr. Johnsons og segja honum, að hér sé kominn maður, sem Jiurfi endilega að tala við hann viðvikjandi ungfrú Ethel Reed”. Um leið og eg talaði, lagði eg tíu dollara seðil i lófa þjónsins. Hann hikaði eitt augnablik, en horfði svo ágirndar- augum á seðilinn um leið og hann sagði: “Ef til vill hcfir hr. Johnson komið til baka, án þess að eg viti um það. Mér er sama, þó eg reyni J)að. Hvað sagðir þú, að nafnið væri aftur?” “Ungfrú Etliel Reed”, hafði eg upp aftur fyrir honum hægt og stilt, svo honum gengi betur að ná J)vi réttu. Hann gekk svo af stað inn í ganginn; heygði svo til annarar hliðar og þar gekk hann eftir öðrum gangi. Hann staðnæmdist við lokaðar dyr, sem eg sá að voru þær sömu og eg hafði farið inn um i fyrsta skiftið, er eg heimsótti Johnson. Þjónninn hafði ekki tokið eftir því, að eg var á hælum hans og stóð nú rétt fyrir aftan hann. Eg sá hann banka á hurðina og heyrði lykli snúið í skránni að innanverðu; hurðin opnaðist og herra Johnson kom í ljós. Eg heyrði nafn Ethel Reed nefnt. Áður en Johnson gat fyllilega séð, hver hafði sent inn boðin, rendi eg mér á rönd inn hjá þjóninum og inn í herbergi Johnsons. Eg er viss um, að þrátt fyrir hinar styrku taugar, sem einkendu líkama Johnsons, þá varð honum hálf bylt við, er hann sá, hver gestur hans var. Hann hefir eflaust fundið til þess, að sér mundi ganga illa að fegra framkomu sína gegn mér. Hann hlaut lika að viður- kenna, að nú var ekki lengur samband okkar komið undir hinum leyndardómsfullu skjölum, heldur var nú kominn kvenmaður í spilið, og kvennamál eru þau verstu mál fyrir karlmenn að jafna sín á milli. “Til þess að eg við hafi þin eigin orð”, byrjaði eg, “þá eiga njósnarmál og ástamál vel saman. Þú virðist líka vera farinn að taka mikinn þátt í báðum. Mér skildist sem þú hefðir ætlað þér, að ferðast til Englands í sambandi við hin leyndardómsfullu skjöl; en svo frétti eg, að þú hefðir aldrei farið lengra en að eins út á höfnina og komið i land aftur með hafnsögu- manninum. Með ])ví hefir þú auðskiljanlega fyrir- gjört farpeningum þínum. En hvað gjörir J)að jafn auðugum manni og þú ert?” “Til hvers hefir J)ú þrengt þér inn hingað?” sagði Johnson. “Aðeins til þess, að geta talað við J)ig í ró og næði ofurlitla stund”, svaraði eg. “Eg vissi, að þú mundir ekki vilja veita mér viðtal. Til þess er eg ekki nógu kraftmikill eða gagnlegur, — eða ef til vill of mikið af J)ví fyrra, en of lítið af J)vi síðara. En eg vissi, að ef J)ér væri gcfið til kynna, að það væri einhver ann- ar einstaklingur, J)á mundi rnálið auðsóttara. Eg á því minni stuttu veru í þjónustu ])inni það að þakka, að mér tókst að villa þér sjónar í þetta sinn. Þú auðvit- að hjóst ekki við, að sjá framan í mig, er þér var fært nafn ungfrú Ethelar Reed”. “Nei, þú ert alveg réttur J)ar”, sagði Johnson. “En sannleikurinn er sá, að ungfrú Reed ætlar að kom i hingað samkvæmt umtali okkar; en hún er ékki vænt- anleg hingað fyrri en, ———; já, eg sé eiginlega ekki neina ástæðu til þess fyrir mig, að vera að setja þig inn í leyndarmál mín. Eg hefði meira að segja ekki sagt þér svona mikið, ef J)ú hefðir ekki þekt ungfrúna vel og haft kunningsskap við hana, — já, og jafnvel gjört þér góðar vonir”. “Já, og eg hefi ekki gefið upp þær vonir ennþá”, svaraði eg honum. Já, börnin halda áfram að gráta eftir tunglinu lengi eftir að þeim hefir verið sagt, að þau geti ekki fengið það”, mælti Johnson hæðnislega. “Eg skil ekki, hvernig þú ferð að ímynda þér, að þú hafir nokkurt tilkall til ungfrú Ethelar Reed. Hún hefir aldrei kom- ið þannig fram við þig, að þú hafir neina ástæðu til að vona; og eg er viss um, að ef hún vissi orsökina til þess, að þú varst að fara burtu af Englandi, — þá tnvndi hún blátt áfram hafa skömm á J)ér”. “Þér virðist vera ærið vel kunnugt um sálar- ástand ungfrú Ethelar Reed”, sagði eg, og var nú kom- inn i mig töluverður hiti út af þessuin lestri njósnar- ans. “Já, eg þekki ])að vel, og eg veit að þú nL tur að viðurkenna þetta, sein eg hefi sagt, sem sa .nlol.-i'’, sagði Johnson ennfremur. En nú var far'o af andlit- inu hæðnisglottið, sem áður hafði verið þar. “Þú meinar, skilst mér, hr. Johnson að ungfrúin sé likleg til að taka við stjórn hjá þér á heimili þinu?” Johnson hneigði sig til samþykkis. Mætti eg vera svo djarfur að spyrja, liveiiær gift- ing ykkar á að fara fram?” Johnson svaraði mér engu og gaf það mér lil kynna betur en alt annað, að það, sem Wehner hafði sagt mér, var sannleikur. “Eg sé })að á öllu, herra Johnson, að þú kærir J)ig ekkert um, að opinbera giftingardag þinn. Enda finst þér ef til vill, að mér komi það mál ekkert við”. Enn svaraði hann ekki. Eg stóð upp af stólrium, sem eg hafði setið á, og gekk nokkur skref í áttina þangað, sem Johnson sat. “Eg held, herra Johnson”, sagði eg, “að eg viti nokurn veginn, hvað þér býr í huga. Eg J)ekki ekki bæjarlifið hér vel; en eg hefi })ó heyrt all-margt og kynst æði mörgu J)ann stutta tíma, sem eg er búinn að lifa hér. Eg er nú farinn að geta lagt saman einn og tvo í iriannlífsdæmi Jiví, sem dregið er upp fyrir mann hér í borginni. Siðustu tvær þrjár upplýsing- arnar, sem eg hafi fengið núna upp á síðkastið, hafa lýst mér veg að málum, sem mér. hafa verið hulin skugga, og sem eg hefði heldur kösið að hefðu haldið áfram að vera inér hulin. En samt efast eg ekki um Jiað, að það verði mér til góðs, að blæjunni var svift frá. Þú verður að skilja það, herra Johnson, að þó eg í raun og veru hafi ekkert tilkall til stúlkunnar, sam- löndu minnar, J)á elska eg hana samt af heilu hjarta. Ef það er hennar eindreginn og óþvingaður vilji, að giftast þér, þá er ekki um annað að gjöra fvrir mig en víkja til hliðar fyrir þér og óska henni til lukku og blessunar með þig. Ef eg aftur á móti kemst að því, a^ pú hefir þvingað hana eða knúð hana til að lofast þér á móti hennar eigin vilja og geðþótta, þá slcal þess grimmilega hefnt af mér; og ekki skal eg hvílast ró- legur fyrri en eg hefi komið J)ér J)angað, sem J)ú hefir ekkert færi á framar að táldraga, svívirða og eyði- leggja nokkra lifandi kvenpersónu. l'aktu vel eftir orðum minum og festu þau þér i minni!” Johnson, sem kallaður var úr stáli gjörður, hörf- aði undan, einsog hann væri hræddur við mig. En bráðlega náði hann sér þó aftur og ávarpaði mig djarf- mannlega i byrstum róm: “Eg ætla alls ekki, að tala neitt frekar um þetta mál við þig. Þú kemur fram einsog maður, sem hefir tapað ráðinu. Þú kærir mig fyrir að hafa rænt þig einhverju, sem þú viðurkennir að hafa aldrei átt. Lát- um okkur heldur vikja tali okkar að aðalefninu, sem eru skjölin. Ertu nú búinn að fastákveða, að selja mér þau fyrir nokkurn veginn það verð, sem Jni setur sjálfur á þau, og með því létta því máli algjörlega af huga þínum? Það er ekki víst, að þér gefist annað eins færi síðar, að verða ríkur á svipstundu og þurfa ekkert fyrir Jiví að hafa”. “Heldur skal eg svelta eða ganga um götur borg- arinnar og biðja að gefa mér, en bindast þér þannig”, svaraði eg. “Já, en nú hefi eg skjölin í minum höndum”, svar- aði hann storkandi. “En eg hefi afskriftina”, minti eg hann á. “Já, einungis til þess, að draga þig lengra niður i glötun og vandræði. Sjálfs þín vegna ráðlegg eg þér að selja alt saman, og á þann hátt hjálpa sjálfum þér upp úr arnarhreiðrinu, sem J)ú ert kominn i”. “Eg er ákveðinn i, að halda fast urn skjölin fyrst um sinn, þó ekki væri til annars en að spilla fyrir þín- utn fyrirætlunum. Þú hefir ásett þér, að vinna þér mikla virðingu og metnað gegnum skjölin; en það get- ur þú ekki nema með minni hjálp; en hana færð J)ú aldrei”. “Eg get og mun gjöra það, án Jnnnar aðstoðar”, sagði Johnson í hótunarróm. “Eg- heimta, að þú fáir mér skjölin mín aftur.” sagði eg reiður. “Berðu þig karlmannlega, kunningi, og mundu eftir þvi að halda jafnvæginu. Eg sé enga^ástæðu fyr- ir þig að kvarta. Þú hefir þegar haft gott upp úr þess- um skjölum og hefir engu um að kenna nema þinni eigin heimsku, að þú ekki hefir liaft meira upp úr þeim. Þau eru nú í mínum höndum og þú færð þau aldrei. Skilur J)ú mig nú til fullnustu?” mælti John- son kuldalega um leið og hann reis á fætur og teygði úr sér. — “Jæja, kunningi, eg þarf að mæta manni og má ekki missa ineiri tíma.------Nei, nei, eg ætla ekki að mæta ungfrúnni ennþá; timinn til þess að veita henni móttöku er ennþá ekki kominn. En heyrðu nú! Eg vil gjöra við þig nýja samninga: Eg skal borga þér nú þegar fimm hundruð dollara, með því skilyrði, að þú komir ekki nálægt mér eða mínum húsum, J>angað til eg sendi eftir þér. Þar færð þú laglega peninga- upphæð fyrir alls ekki neitt. Einlægt er lukkan með þér!” Þetta síðasta sagði hann með svo miklum ertn- is og striðnis blæ, að eg reiddist honum sárlega. “Eg lofa þvi”, svaraði Johnson; “en áskil mér þá nógu langt í burtu frá þér, svo þú getir betur komið fram fyrirætlunum þínum í næði. Jæja, gott og vcl, eg geng að boði þínu um óákveðinn tima. En það skal skilið, að þú látir sporhunda þína hætta að höfuðsitja mig”. “Eg lofa því”, svaraði Johnson; í‘en áskil mér J)á líka, að J)ú hættir alveg eltingaleik þinum við ungfrú Ethel Reed”. “Því lofa eg alls engu um”, svaraði eg. “Því þar til eg heyri frá henni sjálfri, trúi eg engu af því, sem J)ú hefir gefið niér í skyn henni viðkomandi”. “Alítur þú J)ig J)á ennþá sem elskhuga hennar?” spurði Johnson. “Já, þar til eg frétti að liún sé gift einhverjum öðrum en mér, mun eg trúa þvi að mér takist að vinna ásthennar mér til handa”. “Eg gekk svo út úr herberginu fram á ganginn. Johnson gat haft frelsi mitt, ef honum svo sýndist, og bakað mér efnalegt tjón; en hann gat aldrei heft það, að eg léti í Ijósi með orðum það, semhjarta mitt og tilfinningar kröfðust. Þegar eg kom út á strætið aftur, hugsaði eg mér að staldra ögn við, ef ske kynni, að Ethel kæmi, svo eg gæti náð tali af henni. Eg J)vtrfti ejiki lengi að biða, J)ví bráðlega sá eg, hvar hún kom neðan götuna. Eg gekk á móti henni, lyfti hattinum mínum og brosti til hennar hlíðlega. Hún gekk hratt og sá eg strax, að hún kaus helzt að mæta mér ckki. Von mín dofnaði, og eg viður- kendi með sjálfum mér að hafa orðið undir í viður- eigninni við Johnson. GJOF Fyrir óákveðinn tíma á fólk völ á að fá einn árgang af Heimskringlu fyrir $2.00, og eitt eintak af stríðskorti norðurálfunnar, og þrjár Heimskringlu sögur gefins með. Strít5skorti« er nauðsynlegt hverjum sem vill fyl&jast met5 vit5burt5um í þeim stórkostlega bar- daga sem nú stendur yfir í Evrópu. Einnig er prentab aftan á hvert kort upplýsingar um hinar ýmsu þjóbir sem þar eiga hlut at5 máli, svo sem stær?5 og fólksfjöldi landanna, herstyrkur þjóöanna samanburöur á herflotum og loftskipaflotum, og ýmislegt annab. N Stríðskortið fæst nú til kaups á skrif- stofu félagsins fyrir 35 cent SKRA YFIH HEIMSKnmGLU PREMIUR. Brót5urdóttir Amtmannsins. 2."»c. Ættareinkennit5 ........ 35c. Dolores ................ 35c. Sylvia ................. 25c. Lára .................. 25c. Jón og Lára....V........ 25c. LjósavörtSurinn ........ 35c. Strít5skort Nort5urálfunnpr. 35c. TheViking Press, 729 Sherbrooke St. Ltd. Talsími Garry 4110 P.O.Box 3171

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.