Heimskringla - 20.05.1915, Blaðsíða 3
WSNNIPEG, 20. MAf 1915.
H K I M S K H I N G I
BLS. 3
Fólkorustan á Clontarf e?a Bríans bardaginn
23. apríl, 1014
1. Uppgangur Bríans konungs
Þegar írland var í hers höndum
fyrir veldi Austmanna, sem höfðu
bygt borgir og bæi á öllum fjörðum
landsins, tekið undir sig búgarða í
kringum þær, rænt landið og lagt á
það skatta og kvaðir, þá reis upp
Brian Borumha, konungur í norður-
hiuta Munster rikisins, og með Dal-
cassíum, sem voru ættkvísl hans, hóf
hann styrjöld gegn Austmannaveld-
inu, og innanlands flokkadeilum
íra. Hernaður hans endaði með
bardaganum við Glenmama, þar sem
Brían sigraði algjörlega Maelmordha
konung í Leinster og Sigtrygg Silki-
skegg, Norðmanna konung í Dýfl-
inni, og víkingaherinn frá Leinster
árið 998. Maelmordha var tekinn á
flóttanum, og fluttur hertekinn til
Kinnkóra, aðseturs Bríans i Munst-
er. Sigtryggur Silkiskegg var útlæg-
ur gjör fyrir endilöngu írlandi. Eft-
ir 3 mánaða útlegð gekk hann á
vald Brians konungs. Brían tók
honum vel, gaf honum aftur kon-
ungdóm i Dýflinni og gifti honum
dóttur sína. Maelmordha fékk aftur
konungdóm yfir Leinkter.
Maelsechlainn II., varð yfirkonung-
ur (ardrí) í Tara í Meath. Þar sat
jafnan yfirkonungurinn á írlandi.
Maelsechlainn tók Dýflinn 980 og
refsaði henni svo, að ólafur Quár-
an (1) fór þaðan og dó í klaustri á
Icolmkill 981. Barátta hans við Bri-
an endaði með þvi, að Maelsechla-
inn var settur af yfirkonungdómi
1002, en Brian tók upp titilinn, og
gjörði alt írland skattskylt sér, nema
Donegal; sendi skattheimtuher til
Skotlands, Englands og Wales, og
mörg héruðin svöruðu skattinum.
Frá 1002—13 var friður á Irlandi.
Brían bygði brýr, kastala og vegi, og
keypti bækur frá útlöndum, í stað
bóka, sem víkingar höfðu eyðilagt.
Hann studdi listir og visindi og sér-
staklega skáldskap. Hann var sig-
ursæll í ófriði. 1 friði var hann
Forn-írum hinn góði, mikli og
gamli maður. Njála álítur hann helg-
an mann, þegar hann er fallinn.
2. Kormlöð drotning og uppreistin
gegn Brían.
Kormlöö, Gormflaith, eða Gorm-
laith kalla írar hana, var dóttir Mýr-
kjartans Mac Finn(2) konungs í
Leinster; hann lézt 972. Hún getur
ekki verið fædd síðar en 973, og er
þá fimtug, þegar orustan varð á
Clontarf. Hún var systir Maelmord-
ha konungs af Leinster. Hún giftist
ung ólafi Quáran konungi í Dýflinni
og átti með honum Sigtrygg konung
Silkiskegg. Maelsechlainn gjörði
Dýflinn skattskylda 980, og hefir J)á
gengið að eiga ekkju ólnfs eftir
dauða hans. Þau áttu ekki börn svo
menn viti nú. Þegar jarl Maelse-
chlainn var drepinn í Dýflinni 987,
þá hefir losnað um Kormlöðu i yfir-
drotningarsessinum i Tara. og hún
stokkið það,an til Dýflinnar með
Sigtrygg son sinn. Ilann verður
konungur í Dýflinni 991 í fyrsta
sinn og hefir móðir hans ráðið
mestu um með honum. 997 kemur
Gunnlaugur Ormstunga til Dýflinn-
ar, og flytur Sigtryggi kvæði. Af
orðum sögunnar má ráða, að Korm-
löð drotning hafi þá verið J)ar, og
líklegast sem forráðamaður með
syni sínuni.
998 gaf Brian Sigtryggi Silkiskegg
aftur konungdóm í Dýflinni, og gifti
honum dóttur sína. Jafnfram álíta
menn, að Sigtryggur hafi gift Brían
móður sína Kormlöðu, sem Brian
liefir séð í Dýflinni nokkru áður.
Aldur Donchads, sem var sonur
Jjeirra, bendir til Jiess, að gifting
Jíeirra hafi ekki borið að síðar.(3j
Giftingar Kormlaðar voru ekki öf-
undslausar á írlandi, um það ber
visan um Kormlaðar stökkin vitni.
Ilún giftist tveim
hvorum eftir annan, sem voru báð-
ir á lifi samtimis. Það, sem hvorki
Irar, né jafnvel Njála geta fyrirgef-
ið henni, er að hún varð Brían að
falli.
Maelmordha konungur af Leinst-
er færði Brían skatt vorið 1913, og
hafði þegar hann kom til Kinnkóru
mist silfurhnapp af gulldreglaðri
silkikápu, er Brían hafði gefið hon-
um. Hann bað Kormlöðu systur
sina að festa hnapp á kápuna. Hún
kastaði kápunni á cldinn, og ávít-
(1) Quáran er Cuáran á írsku og
þýðir: Ilskór.
(2) Faðir Melkorku, sem dó hér
á landi, var Mýrkjartan sonur Ni-
all's Glundubhs, sem mestur var
Irakonungur á undan Brian.
(3) Tigernacs annálar telja dánar-
ár Kormlaðar 1030. Annálar hinna
4 meistara, taka upp vísu um hin 3
stökk Kormlaðar, sem engin kona
ætti að gjöra. liitt til Atha-Cliath
(Dýf)innar). Annað til Teamhar
(Tara) og þriðja til gullkaleiksins í
Cashel. Konungarnir í Munster voru
konungar í Gashel, þótt Brían sæti
lengst í Kinkora við Shannon fljót-1
i*.
aði hann harðlega fyrir, að þola
Brían Jirælkun og ánauð. Hvorki
faðir þeirra né afi hefði nokkru
sinni J)olað það. Murchad, elzti son-
ur Brians, brígslaði konunginum
um flótta hans úr orustunni við
Glenmama. Maelmordha fór burtu
ákaflega reiður, og byrjaði uppreist
gegn Brían og öllu hans veldi í fé-
lagi við Sigtrygg Silkiskegg.
Þeir frændur forðuðust alla höf-
uðbardaga uin sumarið. 9. septem-
ber settist Brían með óvigan her um
Dýflinn. Borgin varð ekki unnin;
en Brían hjó upp og brendi Þórs-
skóg milli Liffey og Tolku, og hjó
brautir i hann fyrir norðan Clon-
líxri.(i). F’yrir jól þrutu allar vistir
umsáturshersins, og þeir feðgar
héldu heim aftur.
3. Liðsafnaður Kormlaðar og Sig-
tryggs.
Kormlöð er þá i Dýflinni, er um-
sátin er hafin, og yfirvegar og veg-
ur, hvað þurfi til þess að etja kappi
við Brían og koma honum í hel.
Njálaé57 lýsir henni svo: “Hon
var allra kvenna fegrst, ok bezt at
sér orðin um þat alt, er henni var ó-
sjálfrátt. Enn ]>at er mál manna, at
henni hafi alt verit illa gefit, þat er
henni var sjálfrátt”. Þau mæðgin
sendu nú menn til allra víkinga-
bygða á frlandi. An'efa liafa þau þá
eða síðar sent menn til Maelsechla-
inn, en hann að likindum svarað
tvíræðu. Þau hafa sent til Norman-
dí, Frakklands, Wales, Englands og
Skotlands. Þaðan, sem Austmenn
eða Norðmenn voru fyrir, var helzt
liðs von. Þau hafa sent til eyjanna
fyrir norðan Skotland, og að likind-
um til Noregs og Danmerkur. Hvar
sem Dýflinnar menn hittu sækon-
unga, eða víkinga, hafa þeir borið
þeira orð Sigtryggs og Kormlaðar.
Alt aðkomulið átti að vera komið til
Dýflinnar í síðasta lagi á Pálma-
sunnudag'TOH.
Kormlöð eggjaði mjög Sigtrygg
son sinn til að drepa Brían konung,
segir Njála. Sigurður jarl Hlöðvis-
son hafði almannaróm á sér fyrir
harðfengi og sigursæld. Þangað
sendi Kormlöð Sigtrygg son sinn.
Hann þurfti að vinna til atlögunnar.
Þegar Sigurður jarl setti það skil-
yrði, að hann fengi konungdóm á
frlandi, og Sigtryggur gifti honum
Kormlöðu, ef þeir feldi Brian, og
Sigtryggur hét honurn því, lofaði
hann að ganga í málið. Konung-
dómurinn, sem um var samið, hlýtur
að hafa verið yfirkonungdómur Brí-
ans, og svo verið litið á, sem hann
væri heiinanmundur Kormlaðar.
Kormlöð lét sér vel líka, að gift-
ast Sigurði jarli, en kvaö Sigtrygg
þó skyldu draga að meira lið. Sig-
tryggur spurði, hvaðan Jiess væri
von. Hún sagði, að fyrir vestan
Mön lægju þeir Bróðir (6) og C-
spakr með 30 skipa, 2,000—3,000
manns, alt hið harðfengasta lið, og
lagði fyrir hann, að bjóða hvað sem
þeir mæltu til. Sigtryggur fór til
Manar, bauð Bróður móður sina og
konungdóm á Irlandi. Það stóðst
hann ekki og gekk i málið. Það
fylgdi, að Sigurður jarl mátti ekk-
ert vita um samninginn. Njála segir
ckki ofsögur af fegurð Korndaðar.
4>ó hún sé fimtug kona, stendur eng-
inn af sér, þegar honum er boðin
hönd Korinlaðar, þótt þeim sé þver-
nauðugt áður um alla liðveizlu.
Lýsing Njálu á Bróður er svo:
“Bróðir hafði verið maðr kristinn,
ok messudjákn at vígslu. Hann hafði
kastat trii sinni ok gerðist guðníð-
ingr ok blótaði nú heiðnar vættir,
ok var allra manna fjölkunnugastr.
Hann hafði herbúnað Jiann, er eigi
bitu járn. Ilann var bæði inikill ok
sterkr, ok hafði hár svo mikit, at
hann drap undir belti sér. Þat var
víkingsins liggur
linunum af lýsingunni. —
á útlitinu mun vera rétt.
Síðuhallsson sá bæði
Bróður og Kormlöðu daginn eftir
orustuna.
4. Atburftir fyrir bardagan.
Sigurður jarl koin til Dýflinnar á
Pálmasunnudag með allan her sinn.
1 liði hans voru Orkneyingar og
Skotar af Katanesi. Þar var Þor-
steinn Síðuhallsson, Halldór sonur
Guðmundar hins rika á Möðruvöll-
um, og 15 menn, sem verið höfðu
að Njálsbrennu. Alls voru 17 fs-
lendingar með honum. Færeyingar
voru sömuleiðis með jarli, þótt Er-
lingur af Straumey muni hafa verið
frá Stroma i Orkrteyjum. Bróðir var
l>ar kominn með öllu sínu liði. 1
sama mund dreif að skipalið frá
Normandi. írskir annálar nefna
meðal kappanna, sem komu, Carlus
og Ebric (Elbric), tvo sonu Frakka-
konungs, eða konungsins af Loch-
(4) Clontarf eða Cluanatarbh þýð-
Uxavellir.
(5) Njála. Rvik 1894, hls. 418.
(6) Bróður kalla Irar Brodar eða
Briotor.
yfirkonungum
svart”. Vaskleiki
í fyrstu
Lýsingi n
Þorsteinn
ir:
Joffre, hershöfÖingi Frakka
Fréttabréf.
Yfirforingi Frakka, Breta og Belga á Frakklandi. Hann kvaftst viss um
sigur á endanum nú fyrir skömmu, og sama sagði hann er strítHtS byrjatSi.
lann (7). Annálarnir geta um Goist- j
ilín Gall og Amond, tvo konunga frá
Waterford; Amond mun vera Á-
mundi hvíti, sem Njála talar um.
Þeir nefna ennfremur fjóra ríkiserf-
ingja Austmanna: Dubhgall ólafs-
son, Gillaciarain son Gluniarainds
ólafssonar, Donchad sonarson Herj-
úlfs og Ólaf son Lögmanns Goðröðs-
sonar. Annálarnir nefna fjóra höfð-
ingja, sem stýrðu sínu skipinu hver,
og tvo jarla frá Jórvík, sem ef til
vill eru söniu inennirnir sem Bróð-
ir og Úspakur. Þess utan telja irsku
annálarnir fjölda af nöfnum á for-
ingjum innrásarhersins, sem erfitt
er að gizka á, hvaðan hafi verið, og
hvort þeir liafi komið til orustunn-[
ar. f Njálu er margt óljóst og rang-!
hermt, sem snertir fra, en það sem
sagt er af Norðmönnum rétt. í írsk-!
um annálum er margt óljóst og rang- j
hernit, sem snertir Austmannaher-
inn, og Austmenn, en Jiað flest rétt,'
er snertir fra, og fraher, nema hvað
írskar frásagnir að jafnaði segja of-
sögum um sín eigin hreystiverk, og
mannfallið af Austmönnum.
Njála segir, að Sigurður jarl liafi
komið til “Dýflinnar” á Pálnia-
sunnudag. Sigurður jarl, Bróðir og
fleiri aðkomumenn, sefn komu sjó-
leiðina, hafa tekið höfrt fyrir norð-
an Höfða; þar er fiskiskipalægi nú!
og lega góð. Aðkomumenn hafa leg- j
ið á fjörunum i norðanverðum Bæj-!
arflóa, einsog irskir annálar gefa í j
skyn, því Jiar lágu skipin á Jiurru j
um fjöru, og var ekkcrt lægi, einsog
sjá má af sögunni af ólafi Pá, þegar,
hann kom J)angað ókunnugur til að (
heimsækja Mýrkjartan “með leður-1
kápuna” afa sinn. Þegar þeir komu
hafa þeir sent til Dýflinnar, sem
Njála kallar “borgina”, og látið vita
um komu sina, en þangað hefir J)á
Maelmordha komið með Leinster-
herinn, og yfirfylt hvert herbergi og
hvern garð í bænum með mönnum j
sínum.
Brían hélt liði sínu frá Munster
og Connaught, norður vfir I.iffey
ána langt fyrir ofan Dýflinn. Hann
lét ána vera milli sín, borgarinnar,
og Leinstermanna. Þegar hann kem-
ur nálægt Dýflinni, fær hann vissu
fyrir, að allir Leinstermenn eru
farnir að heiman, og sendir Don-
chad (8) son sinn með flokk Dal-
cassia til að ræna í Leinster. Með
því að fara fyrir norðan Liffey, á
Brian hægra með að sameina sig við
Maelsechlainn, sem kemur norðan
frá Tara. Herinn slær tjöldum á Fin-
glas-sléttunni, svo langt frá Dýfl-
inni, að hægt er að vera búinn að
fylkja liði, áður en útrásarher frá
borginni er kominn norður þang-
að. öll herferðin er farin eftir ný-
tízku hernaðarreglum, nema það, að
senda Donchad burtu með liðsflokk
hans, rétt áður en herirnir mætast.
Maelsechlainn kom um sama leyti
að norðan. Hann hélt her sinuin
fyrir sig, og Brían trúði honuin illa.
Báðir eru þeir komnir til Finglas
miðvikudagskveldið fyrir skirdag.
Innrásarherinn erlendi lá í tjöld-
um fyrir ofan Höfða, og upp undir
Clontarf. — Fimtudags morguninn
fréttu þeir að Brian væri kominn
með óvígan her til Fliglas. Irar
segja, að aðkomnu höfðingjarnir,
sem óttuðust efurefli Brians, og
hreysti Dalcassia, hafi boðist til að
reisa möstur á skipuui sinum, og
leggja burtu, ef hann vildi lofa því
að ræna hvorki né brenna á F*n-
glas-sléttunni. Irar segja, að innrás-
(7) I.ochlann þýðir Norðurlönd.
arliðið hafi vcrið komið niður á
Höfða uni kveldið, en J)á sáu þeir
brennurnar á Firtglas og sneru upp
eftir aftur. Hvort sem þetta er satt
eða ekki, J)á sannar það, að frar
hafa vitað, að skip innrásarhersins
lágu fyrir neðan Höfða, en ekki á
fjörunum fyrir sunnan Clontarf og
ströndina þar fyrir ofan og neðan,|
einsog sumar lýsingar þeirra af or-
ustunni vilja láta vera. Njála seg-
ir: “Bróðir reyndi til með forn-
eskju, hvernig ganga inyndi orustan.
En svá gekk fréttin — ef á föstu-
degi væri barist, at Brjánn konung-
ur mundi falla ok hafa sigr; enn ef
fyrr væri barizt, þa myndi J)eir allir
falla, er i móti honum væri”. Þá
sagði Bróðir, að á föstudaginn
skyldi berjast. Kormlöð kom sjálf
frá Dýflinni til innrásarhersins a
fimtudaginn, og hefir talað kjark i
foringjana. Njála scgir svo: “Fimtu-
daginn reið maðr at þeim Korm-
löðu á apalgrám hesti ok hafði í
hendi pálstaf. Hann talaði lengi við
]>au Bróður ok Kormlöðu”. Hvert
erindi J)essa manns var veit sögu-
maðurinn (Þorsteinn Siðuhallsson)
ekki, en af því sem gjörðist með Ir-
um má ráða í það með töluverðri
vissu, að maðurinn var sendiir til
þeirra Kormlaðar frá Maelsechlainn
og hu.«i þau orð að flytja, að Mael-
sechlainn nnindi ekki fara til orustu
með Brían koungi. Maelsechlainn
sat á svikráðum við háða, og ætlaði
að raoast á þann herinn, sem biði
ósigur. Á fimtudagskveldið valdi
innrásarherinn sér vígstöð milli
sjávarins og tjarnarinnar rétt fyrir
neðan Clontarf-kastala; liar varð
siður komist að óvörum í opna
skjöldu á her þeirra, vegna tjarnar-
innar, sem J)á hefir verið stærri og
dýpri en nú. Herinn, sem velur víg-
stöðina, hefij- álitið sig hafa minna
lið. Staðurinn er hyggilega valinn.
Brían fékk sömuleiðis aðvörun
nóttina fyrir bardagann. Þjónn Bri-
ans sá sjón mikla. Honum þóttu
klerkar margir koma til berbúða
Bríans, fara með sálmasöng og lest-
ur. Hann spurði, hverjir færu J)ar.
“Hér er Stí Sennan frá eynni Scat-
tery”, svöruðu klerkarnir. “Þvi fer
hann burt frá kyrkju sinni?” —
“Skuld Brians veldur því”. (Brian
hafði saurgað klaustrið á yngri ár-
um). “Hann er kominn til að heimta
skuld sína”. “Hann þyrfti ekki að
koma hingað til þess”, svaraði þjónn
Bríans, “skuldin verður greidd Sti
Sennan heiina”. — “Hún fellur í
gjalddaga á morgun”, svaraði klerk-
urinn, “Sti Sennan verður að fá
skuld sina”. — Eftir Jiað fóru þeir
á braut. Þjónnin sagði Brian frá
sjón sinni, en konungurinn varð
hugsjúkur, og J)ótti fyrirburðurinn
hoða dauða sinn næsta dag. Njála
segir. að Brían hafi ekki viljað berj-
ast á föstudaginn. Hafi það ekki
verið vegna sjónarinnar, sem nii var
sagt frá, þá gæti það verið vegna
l)ess, að Donchad sonur hans var
ekki kominn til hersins úr ránsferð-
inni til Leinster. Eftir frásögn lra
fór her Dýflinnar og Leinstermanna
niður á Clontarf, þegar Brían tók að
brenna búgarðana i Finglas á fimtu-
dagskveldið.
Á fimtudagskveldið gekk Aust-
maður, sem lrar kalla Plait, fram
fyrir herinn, og skoraði á hólm
þeim manni af Iraher, sem þyrði að
berjast við sig. íra mcgin gekk fram
Domnall Eimhinsson, og þáði ein-
vjgiS af liendi írahers.
(Framh.).
(8) Hann er Dungaður i Njálu.
en talinn fyrstur liklega af því hann
varð konungur eftir Brian. írar
kalla hann Donogh.
Spanish Fork, Utah, 5. maí 1915.
Herra ritstjóri Hkr.!
Það verður eiginlega ekki rétt
mikið, sem eg hefi til að segja þér í
fréttum, þvi hér ber ekkert stór-
kostlegt til tiðinda, sem í frásögur
sé færandi. Þii mundir varla fara
að telja það með fréttum, þó eg segði
að veturinn væri liðinn, en sumarið
byrjað, því allir vita það. En geta
mætti þess, að siðastliðinn vetur
var einnnma góður, og vorið, það
sem af því er liðið, hefir einnig ver-
ið mikið gott. Það koni samt dálít-
ið áfelli niina um mánaðamótin,
sem nú lítur út fyrir, að sé hér um
hil á enda. Því fylgdi bæði snjór og
regn, og dálitið frost, sem gjörði þó
ekki skemdir til muna, eftir þvi sem
frézt hefir.
Heilsufar er gott og útlitið yfir-
leitt fremur bærilegt; en daufir eru
tímar, og lítið um atvinnu fyrir
verkalýðinn; en það vonar maður
nú að lagist, óg rætist fram úr með
timanum.
Það gjörast engin sérstök tíðindi
á ineðal landa vorra; þeim liður
flestum þolanlega, og klóra furðan-
lega i bakkann með að lifa og kom-
ast af, í þéssum daufu stríðs- og
Demókrata timum. F7n lítið lield eg
þeir séu að hugsa um heimferðir
með Gullfossi; samt mun öllum það
sönn gleði og ánægja, að heyra og
sjá, hvað þetta þýðingarmikla fram
faraspor þjóðar vorrar er nú vel á
veg komið. Vér óskum Eimskipafé-
laginu af hjarta til allrar lukku, og
vonum, að það megi aukast og efl-
ast, og breiða sig um allan sjóinri,
— öll höfin, væri máske heppilegra
að hafa það. Byggi síðan járn-
brautir um alt ísland, og leggi síðan
fréttaþráð beina leið til Ameriku!
Þá yrði nú gaman að lifa; og þá
fyrst yrðu íslendingar það, sem
réttir og sannir íslendingar ættu að
vera.
Jæja, þetta munt þú nú kalla rugl,
svo það er bezt að snúa við blaðinu
og tala um eitthvað annað.
Seint í apríl -— mig minnir þann
18. — lézt á sjúkrahúsi í Salt Lakc
City, einn af lönduin vorum Vilhelm
IV. Thomsen að nafni, nær 70 ára
að aldri, og ókvæntur. Um ætt lians
og æfiferil er oss lítið kunnugt, ut-
an að faðir hans var danskur, en
móðir íslenzk og að hann var fædd-
ur á fslandi, einhversstaðar á Vest-
urlandi, — liklega Dýrafirði, þar
sem faðir hans var búsettur og eitt-
livað riðinn við verzlunarstörf.
Thomsen þessi, sem eg er að tala
um, var eittsinn í Vestmannaeyjum,
og fékst þar við verzlunarstörf; en
fór þaðan og flutti til Ameriku sjálf-
sagt fyrir 40 árum siðan, eða jafn-
vel meir. Hann dvaldi fyrst austur í
ríkjum, cn hvar veit eg ekki. Kom
til Utah fyrir rúmum 20 árum; hélt
til i námaþorpinu Winterquarters,
um nokkur ár, svo í Spanish Fork.
og síðast í Salt Lake City, hér um bil
i 12 ár, og var hann þar i þjónustu
hjá járnbrautarfélaginu Denver and
Rio Grande, þar til hann lézt; ogjiar
var hann grafinn.
Systur eina og bróður minnir mig
hann ætti. Er bróðurinn dáinn, en
systirin lifandi, það eg veit, ein-
hversstaðar á Vestfjörðum, og mun
vera kölluð Madama Möller (?)
Þetta verður mi alt sem eg hefi að
segja um þenna landa vorn, í ætt-
fræðislegu tilliti.
Eg þekti Thomsen heitinn vel, og
álit að hann hafi verið geðugur karl,
dugnaðarmaður í starfsemi, trúr og
áreiðanlegur i viðskiftum, eu dálit-
ið skritinn í lundarfari. Hann var
vel að sér í bókleguin fræðuni, bezti
skrifári og ágætlega reikningsfróð-
ur. Hann sýndist einlægt koinast
allvel af í lifiriu; en auð átti hann
engan. Og litur því helzt út fyrir,
að um hann mætti scgja, einsog
marga fleiri, að hann hafi ekkert
grætt og ekkert mist á því að vera
til.
Friður sé með lionuni og þökk fyr-
ir góða viðkynningu og samveru!
Einar II. Johnson.
THE CANADA
STANDARD LOAN CO.
A8al Skrlfatofa, Wlnnlpes
$100 SKULDABRÉF SELD
Tilþæglnda þeim sem hafa smá. upp-
hættir til þess ah kaupa, sér i hag.
Upplýsingar og vaxtahlutfall fæst
á skrifstofunni.
J. C. Kyle, rá8ama8or
42H Maln Street, Wlnnlpe*.
Rafmagns heimilis áhöld.
Hughee Rafmagns Eldavélar
Thor Rafmagns Þvottavélar
Red Rafmagns Þvottavélar
Harley Vacuum Gólf Hrelnsarar
“Laco” Nitrogen og Tungsten L&mp-
ar.
Rafmagns “Fixtures”
“Universal” Appliances
J. F. McKENZIE ELECTRIC
CO.
283 Kennedy Street
Phone Maln 4064 Wlnntpes
VltSgJörtSlr af öllu tagl fljótt og v.l
af hendl letstar.
D. GEORGE & CO.
General House Repairs
Cablnet Makera and Uphotaterera
Furnlture repaired, upholstered and
cleaned, french pollshlng and
Hardwood Flnlshlng, Furnl-
ture packed for shlpment
Chalrs neatly re-caned.
Phone Garry 3112 360 Sherbrooke St.
BrúkatSar saumavélar metl hœfl-
legu vertSt,; nýjar Stnger vélar,
fyrlr penlnga út 1 hönd etla tll lettgu
Partar t allar tegundlr af vélum;
attgjörts á öllum tegundum af Phon-
nographs á mjög lágu vertSt.
J. E. BRYANS
531 SARGENT AVE.
Okkur vantar duglega “agenta” og
verksmala.
Ein persóna .(fyrir daginn), $1.50
Herbergi, kveld og morgunveróur,
$1.25. MáltíÓir, 35c. Herbergi, ein
persóna, 50c. Fyrirtak í alla staói,
ágæt vínsölustofa í^sambandi.
Talsíml Garry 2252
R0YAL 0AK HOTEL
Chas. Gustnfsson, eigandl
Sérstakur sunnudags miódagsveró-
ur. Vín og vindlar á boröum frá
klukkan eitt til þrjú e.h. og frá sex
til átta aó kveldinu.
283 MARKET STREET, WINNIPEG
Isabel Cleaning and
Pressing Establishment
J. W. QUINN, elgandl
Kunna manna bezt aö fara meS
LOÐSKINNA
FATNAÐ
VttSgertSlr og breytlngar
á fatnatSl.
Phone Garry 1098 83 Isabel St.
hornl McDermot
*
Getið þess að þér sáuð aug-
lýsinguna í Helmskringlu.
Bretar búast við að stríðið
standi eitt ár ennþá.
Fjármálaráðgjafi Lloyd George,
hýst við að striðið standi eitt ár enn
j þá, því í fjárlaga frunivarpi sinu, er
; hann lagði fyrir þingið nýlega, gjör-
ir hann ráð fyrir útgjöldum til striðs
ins alt fjárhagsárið 1915—1916.
Fjárinálaráðgjafinn gjörir ráð
fyrir, að stríðkostnaðurinn nemi
85,682,170,000 — fimm billiónir, sex
S hnndruð áttatin. og tvier milliónir
og hudrað og sjölíu þiisund dollara
fyrir komandi fjárhagsár. En ef
j stríðið stæði ekki nema se\ mán-
uði, þá yrði kostnaðurinn $3,952,-1
290,000, og mun flestum þykja það j
fullmikið; enda svo liá tala, að
færri geta gjört sér ljósa hugmvnd!
I '
[ um hana.
H.JOHNSON
Bicyle & Machine Works
Gjörlr við vélar og verkfærl
relðhjól og mótora, skerpir
skauta og smfðar hluti 1 bif-
relðar. Látið hann sltja fyrlr
viðskiftum ykkar. Alt vel af
hendi leyst, og ódýrara en hjá
öðrum.
651 SARGENT AVE.
Coiumbia Grain
Co., Limited
140-44 Grain Exchange Bldg.
WINNIPEG
TAKIÐ EFTIR!
Vér kaupum hveiti og aðra
kornvöru, gefum hæsta verð og
ibyrgjumst áreiðanleg viðskifli
Skrifaðu eftir u oplýsingum.
TELEPHONE MAIN 3508