Heimskringla - 20.05.1915, Blaðsíða 4

Heimskringla - 20.05.1915, Blaðsíða 4
BLS. 4 H E I M S K R I N G L A WINNIPEG, 20. MAÍ 1915 Heimskringla H°n. Thos. H. Johnson. (Stofnutt 1HS6) Kemur út á hverjum flmtudegl. trtgefendur og eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. VertS blatSsIns I Canada og Bandarikjunum $2.00 um árlt) (fyrirfram borgatS) Sent til Islands $2.00 (fyrlrfram borgatl) Allar borganir sendist rátSs- manni blatSsins. Póst etSa banka ávisanir stýlist til The Vlking Press, Ltd. Ritstjóri: M. J. SKAPTASON RátSsmatSur: H. B. SKAPTASON Skrifstofa. ;!9 Shfrhrookf Strort. Wjnoiper Box 31T1 Talnlml Garry 4110 Stjórnarskiftin. 1 fimtán ár hafa Liberalar verið að berjast við, að ná sætum þessum, sem þeir nú skipa. Það hefir verið harður bardagi oft og tíðuin. En þeim fór einsog öllum, sem þraufa við það og gefast ekki upp; þeir náðu takmarkinu á endanum og nú sjáum vér þá sitja á rökstólum fylkis þessa. Persónulegu þekkjum vér j)á ekki og ekki foringja þeirra, Mr. Norris, að öðru en því, að hann hefir verið foringi Liberalflokksins um hríð og heldur nú stjórntaumunum, er Mr. Roblin hafði áður. Hinn fráfarandi stjórnarformaður, Mr. Roblin, gaf honum bezta vitnisburð og vonaði, að undir stjórn hans mundi fram- hald verða á vaxandi velsæld fylk- isins og ibúa þess. ()g undir þá ósk ættu allir íbúar fylkisins að taka,— hverrar skoðunar sein þeir eru. Það er gömul sögn, að mennirnir geti verið farsælir undir hvaða stjórn sem er, hvort sem |iað er einveldi eða lýðveldi, ef vel og réttilega er stjórnað; og hún mun enn sönn sú kenning. Mr. Norris tekst á hendur ábyrgð mikla. Hann hefir að sætinu komið gegnum boða og úfinn sjó pólitiskra mála, og andstæðingar hans víkja úr sætum, svo að hann geti fengið nieirihluta á þingi. — Það er enginn vafi á því, að það er mikill vandi, sem hann tekur við. Liberalar voru búnir að lofa, að koma fram ýms- um velferðarmálum, sem öllum er nauðsyn á að fram gangi. Og nú hafa þeir völdin og geta hagað fram- kvæmdum öllum eftir sinu höfði.— Það er svo langt frá þvi, að vér vilj- um kveða up nokkrar hrakspár, að vér óskum Mr. Norris og Liberölum, að þeir geti komið öllum sinum og fylkisins velferðarmálum fram: Að þurt verði í fylkinu, svo að enginn vieti skó sína eða góm í flóðinu, sem brennir; að konurnar fái jafnrétti, svo að þær verði ekki lengur undir- okaðar og kúgaðar og sviftar rétti sinum; að fjárdráttur alls konar verði úthrakinn og óhelgur gjörður, svo að engin steli úr annars vasa, hvorki vina sinna eða annara. Alt þetta er oss ant um, og að heiðri fylkisins sé á lofti haldið, og at- vinnuvegir efldir, og þvi fyrri, sem þeir gjöra það, og þvi betur, sem þeim lukkast það, því fastar setjast þeir í sessi, og því meiri hylli fá þeir hjá aiþýðu inanna. I Þau eru komin stjórnarskiftin, sem vér bjuggumst við að hlytu að verða, eftir að annar flokkurinn var búinn að sitja jafn lengi að völdum — og vér erum ekkert um það að fást. En eins viljum vér geta, én það er það, að alténd einum þeirra get- um vér mjög vel unnað sætis þess, sem hann skipar; það er landi vor Thoinas H. Johnson lögmaður, nú Hon. Th. H. Johnson. Hann hef- ir lengi barist í flokki Liberala, og vér erum sannfærðir um það, að ef að hann hefði ekki verið útlending- ur, þá hefði hann staðið nærri því, að skipa foringjasætið. Þrátt fyrir alla mótspyrnu hefir hann rutt sér brautina til sætis þess, sem hann nú skipar. Og þó að stundum hafi hnút- ur flogið um borð, þá kunnum vér ekki að finna það til saka. Hon. Th. Johnson á þetta sæti og vér ætlum, að hann muni fylla það og treystum ;því. Og einsog hinn fráfarni stjórn- t arformaður óskaði eftirmanni sín- I um allra heilla og að fylkið njóti hagsælda og velliðunar undir stjórn hans, eins getum vér ekki minna gjört, þó af mótflokki séum, en ósk- að samlanda vorum, Hon. Th. H. Johnson, góðs gengis, og að störf j hans beri mikinn og góðan afrakst- ur og verði happasæl fyrir land og lýð. Free Press. Yér höfum óskað þeim til ham- ingju forsprökkunum i hinni nýju stjórn í Manitoba fylki, Mr. Norris | og landa vorum Mr. Th. H. Johnson. j Vér teljum hann forsprakka eða for- j ingja, því að í stjórnarbaráttunni ' hefir enginn staðið honum framar, og vér viljum taka það fram, að vér j skitjum þá frá í því, er hér fer á eftir. Það var fimtudaginn 13. maí, er hún kom út greinin í Free Press hér i í bænum um stjórnarskiftin. Vér I lásum hana og ætluðum ekki að j trúa vorum eigin augum, og lögðum liana til síðu. Vér tókum hana aft- ur seinna og sáum að þetta var alt verutegt, og vér ætluin að geyma í liana sem annað sýnishorni en setja um svartan ramma. Þessi ritstjórnargrein í liberal- j hlaðinu Eree Press er svo svört og j skítug og níðingsleg og heiftug, að það er engu líkara en þarna sé kom- j inn “Vilhjálmur blóð”, eða böðull 1 hans, innhlásinn hans anda. — “Vel I er nú sungið, sonur sa'll”, er Gott- skálk biskup grimmi látinn segja, i við Gatdra-Loft, þegar Loftur var aðí særa frá honum Gráskinnu í Hóla-I kyrkju forðum. Loftur var rprédik- unarstól, ineð rykkilín og hökul, og snöri Faðirvori og Blessunarorðun- um upp á djöfulinn og var nær vit- laus orðinn; en svipur Gottskálks glotti framan i Loft með Gráskinnu, galdrabókina, undir hendinni og vildi æsa I>oft, svo að hann hamað- ist, en kyrkjan sykki með öllu sam- an. — Þessi saga kom oss í hug, og er hún einhver hin sóðalegasta af öllum islenzkum sögum. En likingin milti I-ofts og ritstjóra Free Press hreif oss áður en vér vissum af. ■ Og það er enginn efi á því, að al- þýðan, fólkið í fylkinu, viil gjarnan fá umbætur á svo mörgu; og svo mun það verða kynslóð fram af kyn- slóð, ef vér megum dæma af sögu tiðinna tima. tin þetta kemur af hinni einföldu ástæðu, að ein umbát in leiðir til annarar. Hver umbót er sem þrep í stiga; en það tekur eitt þrepið við af öðru og einlægt hækkar. j Það er nokkuð liart af stað riðið og malur bónda hatri futlur, ef að framhaldið verður svona, einsog Free Press og Lögberg, málgögn Lib- eral flokksins, fara á stað. Og ef að LiberaJ flokkurinn samþykkir þessa stefnu, þá litur út fyrir, að hún verði nokkuð flekkótt æfin. Ef að alþýða manna er þessu samþykk, að þannig sé byrjað og þannig áfram- haldið, þá er fólk hér í Ganada alt annað, en vér höfum ætlað það að j vera, bæði æðri og lægri. Vér höf- Og það er meira, sein vér óskum: Vér óskum, að þeir safni að sér svo góðum mönnum að þar sjáist hvorki blettur né hrukka, og að atlar þeirra framkvæmdir verði eftir því. Og þó að þeir nái ekki inarkinu hinu hæsta, þá skal það samt gleðja oss, þvi hærra sem þeir komast. Og ef að vér lýsum skoðun vorri á gjörðum þeirra, þá viljum vér gjöra það af góðum hug. Þeir vita, sem vér, að enginn getur umflúið dóma samtiðar sinnar. : um ætlað að fólk hér væri gæ-tt frjáls ! lyndum, djarflegum, göfugum hugs- j unarhíetti. Þeir gætu harist og sótt l fast og látið hnútur fljúga. En ald- rei hafði oss fvrri komið til hugar, l að þeir væru slík kvikindi, — menn j i re.vndar, á tveimur fótnm, en kvik-j 1 indi í eðli sínu. Það er þoka ennþá yfir málum þessum öltuni. Það er þoka yfir af- skiftum Liberala af þeim. Það er j þoka yfir landsstjóranum. Og þó að bóli á kolli mjög djúpt inni i þok- j | unni þá er það ekki kollur Sir H. P. I Robtihs. Hún er fallin stjórnin gamla, I eða hún sagði af sér; og það er eins og inenn ætli alveg að tryllast og af göflum að ganga. Einsog stjórn hafi aldrei i heiminum sagt af sér fyrri! í Evrópu, sem lengst hefir notið menningarinnar, er þetta alsiða. Á Frakklandi skeður þetta stundum oft á ári. Og er Frakkland þð talið kannske lengst á veg komið i lýð- veldisstjórn. En þegar stjórn þessa fylkis segir af sér, þá kveður við í hvoftum öll- um, og formaður hennar, Sir R. P. PiOblin,, er lagður í einetti; það er hlaðið á hann öllum hugsantegum skömmum og svívirðingum, án þess að sanna eina einustu staðhæfingu, og það með þvílíku motdviðri og heiftaræði, að það er engu líkara, en menn væru óðir og viti fjær, af ein- hverjum ótta, eða lang-nærðu, nið- urbyrgðu hatri og heift, sem nú loks- ins fékk áræði til að brjótast út, þeg- j ar kappinn var fallinn og hniginn í valinn. Sanngirni, sannleiksást, sið- gæði, virðingu, siðum mentaðra manna er kastað fvrir l>orð. Hér- Iendir menn mundu kalta þetta: gutterwork — rennusteinsverk. Og það því fremur, sem grunur leikur á, að hvatir Mr. Roblins til þess að segja af sér völdum á þessum tíma, hafi verið svo göfugar, að það er þýðingarlaust að skýra þær fyrir mönnum þéim, sem fullir eru hug- mynda þeirra, sem standa á bak vio og fæða af sér greinar þær, sem fram hafa komið á inóti Sir R. P. Roblin. Það er verið að reyna að telja niönnum trú um, að alt sé einskis- virði, sem Mr. Roblin hafi gjört, og verra en einskisvirði. En hver skyldi þá verða dómurinn að lok- inni æfi þessara manna um þeirra gjiirðir, ef að verk Mr. Roblins eru einskisvirði ? Því að vér erum sann- færðir um það, að enginn lifandi maður hefir unnið eins vel og mik- ið fyrir fylki þetta einsog einmitt Mr. Roblin, ekki einungis nú um stund, hetdur síðan fylkið myndað- ist. Hann er fremstur allra, ötulast- ur, einarðastur, drenglundaðastur, vitrastur, og hefir unnað fylkinu, frama þess og sóma langt um meira, en sjálfum sér. Og þegar tímarnir liða og vér liggjum undir grænni torfu og þeir allir, sem nú vitja draga húð og æru af Mr. Roblin, þegar bein þeirra eru rotin og leiði þeirra troðin fótum manna og dýra og nöfn þeirra týnd og minning þeirra glötuð, — þá verður nafn Mr. Iioblins letrafí mefí slórum stöfum t sögu fijtkisins og Canada, sem þess I manns, er imnn fijlkinn og landinu í lieild sinni heiðnr og sóma á allan vcg, og nöfn hvolpanna, sem lágu í hælum hans verða þá gleymd. Þau skrifast aldrei á sögunnar spjald. Vegalán Ný-Islendinga. Vér höfum verið kunnugir Nýja tslandi þessi 28 ár, sem vér höfum verið hér i Ameríku og þektum þar fyrrum nærri hverja þúfu, keldur, forarpoll og flóa. Siðan vér vorum þar fyrst, hefir stórmikið batnað, enda var full þörfin. Seinna fórum vér í aðrar nýlendur, þar sem vegir voru harðir og góðir, og sáum mun- inn. Hið fyrsta skilyrði velferðar og vellíðunar manna í sveitaruiagi einu eru góðir vegir, — að geta keyrt þungum ækjum um vegina. hvernig sem á stendur. Það eru veg- irnir, sem lyfta upp bygðinnj meira en nokkuð annað. Hvergi í heimi eru líklega jafn góðir vegir og á Erakklandi. Napóleon inikli sá það fljótt og hann byrjaði það, og því hefir verið haldið áfram að bæta þá einlægt siðan; svo að Frakkland hið fagra er alt ein borg með hörð- um steinlögðum strætum og bænda- heimilum, sem eru lystigarðar. — Hvar sem Rómverjar fóru um tönd- in, þá lögðu þeir góða vegi, og f.yrir veginti gátu þeir haldið löndunum. Þegar Nýja fsland er orðið líkt og Frakkland, — ein borg með stcin- lögðum vegum, sem þola hvaða æki, sem urn þá fer, þá fyrst er farsæld og framtíð eftirkomendanna trygð; því þeir lyfta öllu upp: búskapn- um, félagsskapnum, samhygðinni; menn verða einsog léttari, fjörugri og ánægðari. Þess vegna er þetta í vorum aug- um hið snjallasta ráð, sem bændur þar hafa tekið, að fá nægilegt lán til veganna. Það marg-borgar sig. Þeim verður alt léttara; löndin hækka í verði, og sveitin og fólkið vex stórmikið í áliti. Náttúrlega. þarf að verja þessu fé vel, og hafa það eitt fyrir augum, að gjöra veg- ina nú verulega góða. Vér iiuinum eftir því, er vér vorum þar nýlega, að kunningjar vorir voru svo ánægð- ír yfir vegunum, — það var nokk- urn veginn þurt þar þá. Þeir voru að segja, að nú ga'tu menn farið að hafa þar autó. En þó var tæplega hægt að fá lengri veg en 4 milna spotta,- þar sem væri þolanlegur Sfntó-vegur. Þegar þessu er nú til kostað — 52 þúsundum dollara, og náttúrlega meiru — þá dugar ekkert kák, ekk- ert hálfverk, heldur að hugsa um það eitt, að gjöra veginn vandaðan, svo að hann dugi lengur en 5 eða (i ár. Fara heldur yfir minna, en gjöra það vel, sem gjört er. Hinir, sem á eftir koma, geta-þá bætt við. Vér óskum því hinum gömlu kunningjum vorum til hamingju með lánið og hina nýju vcgi. Vér höfum oft verið að hugsa um, hvað j það hefði verið skemtilegt, að fara á hjóli ofan til þeirra, eftir endi- langri b\gðinni. Skvldi það nokk- urntíma verða? Jón Olafsson. Þér sjáið hér i blaðinu grein eina — “Stórhugi og alvöruleysi” -— frá Jóni ólafssyni, rithöfundi,*ritstjóra, atþingismanni og skáldi. Greinin hljóðar um orffabókina hina ís- lenzku, sem hann er að semja. Vér ætlum, að Jón ólafsson sé þektur af meirihluta íslendinga í Ameríku, frá hafi til hafs, bæði i Canada og Bandarikjunum. Menn inuna eftir starfi hans sem ritstjóra hér í Win- nipeg; menn eiga margir kvæðabók hans; hann var viðurkendur sem hinn ritfærasti maður eða einn hina ritfærustu á íslenzka tungu. — Hinir voru þeir Síra Jón Bjarnason, Gestur Pálsson og Einar Hjörleifs— son. Meðan Jón ólafsson var hér, var hann kunnur að því, hvað lipurt og fagurt mál hann ritaði. En þeg- ar vér vorum Jóni samtíða í skóla, vissum vér að hann hafði mikið orð á sér fyrir þekkingu sína á íslenzkri tungu, og þegar hann kom fyrst í skólann, hafði hann fengist við að lesa og afrita skinnbókarhandrit, og það gjöra engir, sem ekki eru vel færir í málinu. Og svo er orffabókin. Það er eng- inn efi á því, að hún verðúr hin fullkomnasta íslenzk orðabók. — En l>á kemur spurningin: Þurfum vér hana? Eða ætla menn sig fulinuma í íslenzkunni? Eða eru menn svo langt komnir að kasta henni, að þeir hirði eki um það, hvað verður af þessari litlu þekkingu, sem eftir er? Einir sextíu hafa skrifað sig fyrir bókinni hér vestra. Einir 60 af segj- um 30 þúsundum, því að svo margir hljóta lslendingar að vera hér í álfu. Ef vér hugsum til að halda við íslenzkri tungu, þá er það hlægi- legt. Menn geta sagt, “að þá láti hátt í litlum vindi”, er vér i bliiðum og á mannfundum erum að hrósa oss af því, hvað vér höldum fast við gamia málið fagra og elskum heitt fósturjörðina gömlu og söguriku. En vér ætlum, að þvi sé öðruvísi varið. Vér ætlum að kaupa bókina, — en ekki fyrri en hún er öll knmin út; og það Iíða ennþá nokkur ár, þangað til hún verður fullgjörð. — Þetta er búmannsleg varasemi; vér viljum ekki kasta peningunum út, fyrri en vér höfum hlutinn, sem vér kaupum, *í hendinni. Fjárhagslega er þetta þjóðráð. — En þess konar I framkoma drepur hvaða fyrirtæki, sem fjárframlaga þarfnast. Það sveltur fyrirtækið það og veltur út af sem horgemlingar; kraftar allir þverra við sultinn og framkvæmdir 1 deyja. En séu nú allar þessar tilgátur rangar, og þetta stafi alt af gáleysi, — þá vonum vér að sem flestir lagi það og panti nú bókina af kappi, svo að farið verði að flýta fyrir út- komu hennar. Hún verður áreiðan- lega þess verði, sem menn borga fyrir hana. — Og þeir sem unna íslenzkri tungu og vilja stuðla að viðhaldi henar hér vestra, ættu að hvetja íslenzkan almenning til að kaupa bók þessa. Þegar seinasta blað var að fara af stokkunum, barst oss svo mikið af nýju efni, að vér urðum að ryðja úr dálkum nokkrum, og varð því sumt að bíða, sem vér ætluðum að hafa i blaðinu. Eitt af því var það, að vér ætluðum að minnast greinar þeirrar er hr. Jón Jónsson frá Sleðbrójt sendi oss “Gömlu landnemarnir” — sem prentuð er í blaðinu. En vér ætluðum að benda mönnum sérstak- lega á hana; hún er svo eftirtekta- verð. Hún er bæði vel hugsuð og lipurlega rituð, og fer svo nærri sannri sögu íslendinga hér, sem hægt er að hugsa sér. Og hún er þanig úr garði gjörð að öllu leyti, að hver og einn getur iært af henni og hefir gott af, ef að hann færir sér hana i nyt. Og þó að menn séu búnir að lesa hana einu sinni, þá erum vér vissir um, að þeir verða hvorki verri menn né heimskari, þó að þeir lesi hana aftur. -j- - — -Jc DÁNARFREGN. *-------------------------------* Laugardaginn 8. maí ‘andaðist að heimili sinu, 1439 Pembrooke St. í Victoria, B. C., Giiffnin Arnfinns- dóttir, kona ólafs Jónssonar; mesta myndar- og sómakona, góðum he'Ci- leikum gædd til sálar og líkaira, og öllum kær, sem kynni höfðu af henni. Guðrún sál. varð 52 ára gomul. Hún eftirskilur hér mann sinn, ölaf Jónsson, og fjögur fullorðin og mannvænleg börn og tvö systkyni, og fjarverandi tvær systur: Mr. J. B. Johnson, Prince Rupert, og frú Ás- gerði konu Ágústs Þórarinssonar, verzlunarstjóra í Stykkishólmi á tslandi. Faðir hennar var atorku og efna- bóndi og bjó lengi í Vatnsholti i Staðarsveit í Snæfellsnessýslu; nú dáinn fyrir fáum árum hjá tengda- syni sínum Ágúst Þórarinssyni i Stykkishólmi; var ættaður úr Húna- vatnssýslu. En móðir hennar var Ingigerður Björnsdóttir frá Sauða- felli í Dalasýslu og Ásgerðar Guð- mundsdóttur yfirsetukonu, systur Sigurðar Guðmundssonar á Heiði í Gönguskörðum. Móðurbróðir Guð- rúnar sál. mun vera einn núlifandi, j Lárus Frímann Björnsson, í Norður Dakota, nálægt Hallson. Hin framliðna var góð kona og j ráðvönd og hvers manns hugljúfi, j sem kyntist henni. Var hún því virt j og elskuð af eiginmanni, börnum og j öllum, er nutu sambúðar hennar. ./. //. J. j ■ 1 Jón Thoroddsen: Feðra minni. (Þjóðólfr XI. 91). K VÆfíl ; Khöfn. 1871. Bls. 25—26. j Viður ísanna brot drógu eikur á flot Midst ice ivreckage and roar, lunching vessels, of yore vorir áar og létu frá strönd; Our sires set sail from their strands; þá var hafjóum beitt, þá var hræfuglum veitt, Tben Ihe sea-steeds ivere sped, then were carrions fed, þá var herskátt um eyjar og lönd. Then was war rife on islels and lands. V Það var búkörlum böl, er þeir bikaðan kjöl H oe lo neatherds not weal eame when they a pitched keel sau skjaldhúinn skriða um lá. Saw all shield-hederked sweep o’er the main. Meður gullsjóðum grið, og með geirhriðum frið '1 hen good mercy with hoards, and sweei peace with barrd swords urðu konúngar kaupa sér þá. hven sovereigns joyed to gain. Yrði víkínga mót, flugu fleinar og grjót, feigum >treymdi úr æðunum blóð; hátt í gunnhlífum gnast, og þeir gengu svo fast gcgnuni fylking, að ekki við stóð. \nd amidst viking shocks, wcre hurled wcapons and rocks, Of the Iuckless forthflowed tlie lifc blood; Tben their byrnics loud elashed, and tlirouyh foemen they dushed With u dariny that nothing wilhstood. t)g á skínandi skeið, yfir skeljúnga leið svifu hetjur í hernaðar önn, og þeir söfnuðu seim, og þeir sigldu svo heim þegar hlíðarnar huldust i fönn. On their shining ships they, o’er the sea-crealnres’ way, Hurried — heroes with war-aims aglow To hoard wealth they travailed, and then homeward they sailed When the hillsides were hidden in snow. Eftir orustd tí;i, nuðan liávetrar hríð hristi skála, en dunaði sjór, stytti darrveðurs drótt hina dauflegu nótt, * drakk af hornum hinn styrkvasta bjór. At tlie sword-season’s elose, when chitl midwinter throes Hocked their halls, and the deep rnmbled drear, Amidst soldiers’ deliyhts, they diminished their nights, Drinking copious horn-draughts of beer. Svo við geirhriða glaum og við gullhorna sfraum göfug feðranna æfi fram leið, unz að fenginni frægð og af fjárhiutum nægð fúsir kyrðar þeir settu upp skeið. So midst swords’ swirl and gleum and by gold-beakers’ stream 7 heir slaintess lives onward them borc, I ill with fnir fame attained and witli great booly gnined /■11111110/ qniet they set ships ashore. ó, þér ættfeðra val! Yðar mlnningu skal lofa meðan að lönd eru bygð, yðar drengskap og dug, yðar hreysti og hug, yðar harðfengi, manndáð og trygð. O ye ancestral pride! Ye in praise shall ubide ff’en as long as men live npon earth, llnrdy, chivalrons, true, hearts that trammels ne’er kneiv, Our models. of manhood and warth! Skúli Johnson. \

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.