Heimskringla - 03.06.1915, Síða 1

Heimskringla - 03.06.1915, Síða 1
RENNIE’S SEEDS HEADQUARTERS FOR SEEDS, PLANTS, BULBS AND SHRUBS PHONE MAIN 3514 FOR CATALOGUE Wm. RENNIE Co„ Limited 394 PORTAGE AVE. - - WINNIPEG (Cs Flowers telegraphed to all parts of the world. THE ROSERY árJ FLORISTS ('hones 'lnln 104. Muhf nnd Sun- dny Sher. 2G07 2S0 DOXALD STREET, WIXNIPEG XXIX. AR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 3. JÚNl, 1915. Nr. 36 Fréttir frá Stríðinu ítalir hafa sótt norður í Trent- héraðið, norður af Garda-vatni, og tekið þar borg eina núna fyrir helg- ina, Storo að ‘nafni, og hafa ráðist á aðra norðar nokkuð, sem Riva neit- ir. En á norðaustur landamærunum hafa þeir sótt yfir ána Isonzo og tekið þar þó nokkra smábæji. Aust- urríkismenn hafa hörfað undan og sprengt upp brýr allar, en veitt við- nám fltið, þvi að þeir hafa verið stórum mannfærri. En búast má við, að þeir fari nú að taka á móti. Það er enginn efi á því, að ítalir eru þarna að búa um sig að ná fót- festu í Trentdölunum norðan við Garda-vatnið, þar sem hættan er mest, að Þjóðverjar og Austurrikis- menn vaði inn á þá. Langbarða- land er of gott land til þess, að hleypa “Vilhjálmi blóð” eða svein- um hans þar inn. Eins er við Isonzo- ána; þar þurfa þeir að hafa sterkar varnir, og helzt taka Triest og þar upp í dalinn eftir því sem hægt er. — Síðan geta þeir farið vfir til Dalmatíu og Herzegóvina, og komið þar til liðs við Serba og Svartfell- inga, sem víst bíða óþreyjufullir eft- ir þeim. Austur í Galiziu hefir einlægt ver- ið hroðasiagur, svo mikill og griinm- ur, að út yfir tekur og hefir heimur- inn aldrei séð annað eins. Vér lýst- um byrjun hans seinast. Rússar voru búnir að stöðva þá Þjóðverj- ana við San fljótið, nálægt Przemysl, og austan við það norðan við Jaros- law, sem er beint norður af Prze- mvsl. Hinn 20. mai linuðu Þjóðverjar á sókninni og lögðu 15 brýr við San- fljótið, frá Seniawe og suður undir Jaroslaw, og fór þá að verða ljóst, að þeir ætluðu að umkringja Prze- iuisi; en Rússar hcldu, að þeir væru búnir að fá nóg af þessu grimma áhlaupi. En það var engin hætta á þí. Það var Mackensen, er stýrði þeim; maðurinn, sem i vet- ur stýrði Þjóðverjmn, er þeir hröktu Rússa úr Lodz, og var nærri búinn að brjotast í gegnum hergarð þeirra til Warshau. Hann var nú að snúa fleygnum þessum störa suður á við, og æ.tlaði að umkringja kastalann Przemysl, en stökkva Rússum frá víginu bæði að sunnan og norðan, náttúrlega eyðileggja þá að fullu, ef hægt væri. Hann þyrfti því að flytja mikið af hersveitum sínum vestur aftur, en láta sumar halda áfram. En með hverri hersveit þurfti að fara feyki- mikill farangur af fallbyssum, skot- færum, vistum og öllu því, sem her menn þarfnast. Fjóra daga gjiírðist svo sem ekkert, að því er Rússar vissu, nema að Þjóðverjar voru að halda eitthvað vestur, og héldu því Rússar, að þeir hefðu fengið nóg af þessu. En hinn 21. þeytti Maekensen hverri herdeildinni á eftir annari á Rússa í gröfunum, og þær voru ekki smáar, því að tvö og á þriðja hundr- að þúsund manns voru i hverri og þúsundir af stórum og smáum fall- byssum. Á þessum 15 nýju brúm streymdu þeir yfir fljótið norðan við Jaroslaw alla leið til Seniawe; en sunnan við Jaroslaw, eða milli Jaroslaw og Przemysl höfðu Þjóð- verjar ekki komist yfir fljótið; Rúss- ar höfu haldi velli þar þessar þrjár vikur, sem bardaginn hafði staðið. Þar var nú harðast að gengið við Radymno og Drogobitch á 15 mílna svæði. — Þetta er alveg sama að- ferðin og Mackenson hafði i nóv- ember við Lodz; en þá hafði hann aðeins “corps” eða 50 þúsundir í hverri sveit, en nú eru 4—5 “corps” eða 200—300 þúsundir i hverri deild, sem hann lætur hlaupa á þá Rússana. Þarna við Radymno urðu Rússar undan að láta eftir langa og hreystilega vörn og runnu þeir hvað eftir annað á móti Þjóðverjum með byssustingjunum. Varð þar feikna mannfall af báðum, en þó meira af Þjóðverjum, því að þeir sóttu meira á en hinir. En norður við við Seniawe, með- fram Lubaszkow ánni, sem þar fell- ur í San, réði Irmanoff herforingi fyrir Rússum. En hann er frægur orðinn fyrir framgöngu sina og hreysti í Port Arthur, þegar Japan- ar sátu um þá borg. Hann tók nú á móti þýzku herflokkunum, sem komu yfir San á brúm þeim hinum 15, er Þjóðverjar bygðu. Þeir voru komnir þó nokkuð austur fyrir ána í eða til Seniawe, er þeim laust sam- j an. Er sagt að þar hafi verið hroða- aðgangur. Gengu Rússar svo fast fram, að hinir gátu ekki staðið fyrir. j Þar féllu fast að 40 þúsundum af Þýzkum jiá, en annað eins tóku Rússar til fanga. Irmanoff kom þá á norðurhliðina á þessum fleyg Þjóðverja og tók nú bæji og vígi að baki Mackensen og mikið af herbún- aði og nautgripum, sem Mackensen i ætlaði að slátra handa hernum. En svo var Mackensen búinn að gjöra ráð fyrir, að aðrir herflokkar Austurríkismanna kæmu á Rússa að sunnan og vestan úr Galizíu og ofan frá fjöllunum og Strydölunum, sem Þýzkir hafa lengstum haldið. Þeir komu reyndar, en Rússar börðu svo á þeim við Gouskow, að þar þóttust þeir góðir, sem fótum áttu fé að launa. Þessir tveir sigrar við Seni- awe og Gouskow segja Rússar að meira en bæti upp alt sein þeir hafa tapað þar eystra. Þeir hafa tekið yfir 100 þúsundir fanga, og siðan 20. maí er sagt, að þarna á þessum stöðvum hafi Þjóðverjar tapað fleiri hundruð þúsund mönnum, af fölln- um, særðum og föngum. Til merkis um áreiðanlegleika fregnanna frá Þjóðverjum og Aust- urríkismönnum, má telja það, að Austurríkismenn sögðu að þeir hefðu gjöreytt þriðju herdeildinni frá Kákasus við Wisloka þarna norð- ur af Przemysl. Hún hefði sfráfall- ið. En sú hin sama deild tók 7000 fanga nokkrum dögum seinna við Seniawe og 14 stórar fallbyssur. En það gjöra ekki dauðir menn. l’m það, hvernig þarna fari, get- ur enginn sagt að svo stöddu. Þeir berjast þar nótt og dag, en margir ætla, að harðasti spretturinn sé nú af Þjóðverjum þarna. Og nú er van- séð, að þeir geti haidið öllum þess- um langa hergarði, svo að hann i verði ekki einhversstaðar svo veik- ur, að hinir komist i gegn. Þeir þurfa þvi sem fyrst að draga hann saman og stytta hann. Þá er betra að verja. Flugdrekar fyrir $16,000,000 Bretar liafa pantað hjá Banda- ríkjamönnum flugdreka fyrir 16 mil- íónir dollara, og skulu þeir gjörðir hið fyrsta. Þeir eiga að geta farið 85 til 100 mllur á klukkutíma. Ef að hver skyldi kosta 1000 dollara þá eru það 16 þúsund drekar. Það lítur út sem ætli þeir að senda loft- her á Þýzkaland, er það hættu- minna, en að sækja á þessar skot- grafir. Bretar standa fastir fyrir. Fimm sinnum gjörðu Þýzkir á- hlaup sama daginn, 28. maí, við La Basse og tvisvar um nóttina og var hvert öðru ákafara. En Bretar börðu öll af sér og stundum runnu þeir á þá með byssustingjunum. Canadamenn fá lof mikið. Canadamenn fá lof inikið á ný fyr- ir framkomu sína frá yfirforingjum frönskum og enskum. Er það tek- ið fam að þeir hafi tekið af Þjóð- verjum hin traustustu vígi, sem þeir Bandamenn liafi enn sem komið er unnið at þeim—svo. traust að Þjóð- verjar álitu að þau væru með öllu óvinnandi. Yfirforinginn getur þess að þeir hafi þar bætt nýjum afreks- verkum við þau, er þeir unnu við Ypres. Þýzkur spæjari tekinn fastur. Einn spæjarinn þýzkur tekinn enn, Karge að nafni, og hefur talið sig enskan. En líkur eru til að hann sé þýzkur i báðar ættir og sé hið sanna nafn hans Fierbend. “Busy Bertha” Busy Berlhas kalla Bretar hinar stóru fallbyssur Þjóðverja. Segja suiiiir, að þær séu 16.8 þumlunga viðar í opið, og skjóti þessum hroða- kúlum, sem alt brjóti. Margir hafa efast um, að þessar fallbyssur væru til, en sjónarvottur einn keinur fram og fullyrðir, að þær séu til og engu minni en sagt hefir verið. En öllu um þær hafa Þjóðverjar haldið leyndu. Þær eru svo stórar og þungar, að ómögulegt er að flytja þær í heilu lagi. Eru þær því teknar sundur í marga parta og fluttar þannig. Heilt “regiment”, 1000 manns, fylgir fall- byssu hverri. Og þegar {>ær eru komnar þangað, sem á að nbta þær, þarf fyrst að byggja eða steypa sterk an grunn undir þær á bjargi, og þar eru stykkin sett saman, og er þetta þá hið mesta tröllabákn, kannske 40 feta hátt, óg stendur byssan nærri beint í loft upp. Kúlan er nálægt 40 þumlungar á lengd og vegur nærri 2 ton. Byssu þessari er hleypt af með rafstraumi og standa menn eigi nær en 400 yards, og samt hristist jörðin svo mikið við skotið, að flest- ir falla við hristinginn eða kippinn, seni þá verður. Kúlan eða kólfurinn sést vel á fluginu, og fylgir henni org og drunur, sem einlægt vaxa eftir því sem hún kemur nær mark- inu, og seinast verður orgið svo voðalegt, sein það ætli að kljúfa höf- uð manna. En krafturinn er svo mikill, að i Loncin-virkinu við I.i- ege klauf það cement-hött (steypu, gjörða af cementi og stáli utan um fallbyssur, sem líktist tröllaskál einni á hvolfi, og eru giit fyrir stór- ar fallbyssur í skálarhliðunum) einn þrettán feta þykkati, og var þó skot- ið á 8 mílna færi. Og þegar kulan kemur niður, er sprengir.gin v.oða- leg, svo að þeir tryllast, sem nærri eru, ef þeir ekki detta dauðir uiður. Nýlega segir sjönarvottur einn þannig frá þeim voðausla, sem fall- byssur þessar gjörðu strax í hyrjun striðsins. “Hinn 13. ágúst komu Þjóð\erjar með fallbyssur þessar til Liege, og hinn 15. voru þeir búnir að k ima þeim fyrir 8 milur frá kastölunum. Við fyrsta skotið hrundu húsin, sem næst voru byssunni, þegar skotið reið af. Þeir byrjuðu að skjóla kl. 7 að morgni. en hittu ekki vemlega fyrri en kl. 4.30 um daginn. Hittu þeir þá í púðurhúsið, og þá vai alt búið. Sprengingin varð svo mikil, að kastatinn rifnaði allur í sunrur; grjótið og björgin flugu i háa loft, en mörg hundruð Belgar láu þar dauðir og allir tættir og marðir i klessu undir rústunum. “Eg litaðist um þarna rétt eftir sprenginguna og sá þar 70 feta djúpa gryfju, þar sem kastalinn hafði ver- ið, sein var líkust gig í eldfjalli. “Þessa voðahólka brúkuðu Þýzki.' litlu seinna, þann 23., við Namur; svo við Givet, á landamærum B-lga og Frakka, og'svo við Antwerpen”. Seinustu Stríðsfréttir — ítalir taká 37 þorp í Ainpesso- dalnum; það er norður af Trent. Eitt þorpið heitir Cortini og það er 60 milur norðaustur af Trent. Heill floti af Zeppelin loftbát- um sveif yfir Lundúna borg nóttina hins 1. júní og hleyptu niður 90 sprengikúlum. Þær komu allar í út- jaðra borgarinnar og varð tiltölu- lega lítill skaði af. Eitthvað 5 manns biðu bana; ungbarn eitt, hálffull- orðinn piltur, karl og kerling og ein kona meiddist, svo líklegt er ao hún deyi. — Skríllinn i Lundúnum hálftryltist og brýtur og eyðileggur nú eignir þýzkra nianna í borginni, og enginn þýzkur maður má á gotu sjást. Neðansjávarbátar Breta eru á vakki úti fyrir Miklagarði, og treyst- ast Tyrkir ekki að senda hermenn þaðan til styrktar liði sínu á skag- anum við sundið. — Bandamönnuni veitir betur þar i viðureigninni við Tyrki og síga á- fram hægt og luegt, en gengur seint. — Á Bretlandi er alt í uppnámi út af hinum fyrirhuguðu herskyldu- lögum, og skiftast menn i tvo flokka, en likur til að þeir verði ofan á, sein vilja að herskyldan gangi jafnt yfir alla. — “Svar Þýzkalands stjórnar er svívirða til Bandarikjanna”, segir Morning Post, — hið útbreiddasta morgunblað i Bandaríkjunum. Um- niæli blaðsins eru á þessa leið: “Hin morðtrylta stjórn i Berlín er i svari sínu að reyna að afsaka það, sem er óafsakanlegt. Þeir bera það fram, að Lusitanía hafi verið vopnað her- skip. Það er lygi tóm. Tollembætt- ismaður Malone i New York ætti bezt að vita um þetta; það er skylda lians. En hann vottar, að Lusitanía hafi vopnlaus verið (carried no armaments)”. Rúmenar kátir mjög yfir að ít- alir eéu komnir í stríðið. Montreal búar bjóða frain stór- fé að til kaupa margskeytabyssur (machine guns) fyrir herinn. Einn maður, Jas. Carruthers kornkaup- maður, bauð til þess hundrað þús- und dollara; og sömu upphæð bauð annar fram, Mr. H. Drummond, sem misti bróður sinn í orustunni við Langemarck. Jóh. Júl. Hafsteen amt- maður dáinn. Hinn síðasti amtmaður á íslendi er látinn. Jóhannes Júlíus Havsteen, amtmaður var fæddur á Akureyri 13. ágúst 1839. Foreldrar hans voru góðfræg kaupmannshjón þar, Jó- hann Gottfred Havsteen og kona hans, Sophía Thyrrestrup; hafði faðir hennar langa stund rekið verzl un á Akureyri, en J. G. Havsteen var albróðir Péturs amtmanns Havsteen, og voru þeir synir Jakobs kaup- manns Havsteen í Hofsós. Var Jak- oh annálaður dugnaðar- og fjárafla- maður og vel þokkaður. Havsteens- ættin er því útlend að uppruna, en varð brátt ramíslenzk og mun t. a. in. lengi leitun að hollari og þjóðlegri einbættismanni en Pétri amtmanni. Júlíus amtmaður ólst upp hjá for- eldrum sínum þangað til árið 1853, að hailn kom í Iatínuskólann. — Stundaði hann nám sitt vel og var jafnan efstur i sinum bekk. Árið 1859 varð hann stúdent með 1. ein- kunn. Sama ár sigldi hann til há- skólans, tók próf í heimspeki þann 26. júní 1860 með 1. einkunn, og em- bættispróf i lögfræði 7. júní 1866 með 2. einkunn. Sama ár vék hann heim til foreldra sinna, og dvaldi hjá þeim til næsta vors; þá sigldi hann aftur, og varð aðstoðarmaður atntmannsins i Holbæk. Siðla árs 1870 varð hann aðstoðarmaður í hinni. íslenzku stjórnardeild i Khöfn eða stjórnarráði fslands, einsog það var kallað eftir 1874. Þeim starfa gögndi hann til ársloka 1881; þá var hann 9. júni settur amtmaður i Norður- og Austur-umdæminu, en f; sta veitingu fékk hann ekki fyrri en 7. mai 1884, því þá var það efst i alþingi, að afnema amtmannaem- bjettin. Þann 4. nóvbr. 1893 var h mn skipaður amtmaður i Suður- og Vestur-amtinu frá 1. júlí 1894, og x'vgndi hann þvi embætti þangað l ! amtmannaembættin voru liigð al- ■g niður 1. okt. 1904. Þá fékk hann u ineð biðlaunum, cn var þó for- seti amtráðsins, þangað til þau voru lögð niður til fulls 1907. Hann var endurskoðunarmaður íslandsbanka frá byrjun til dauðadags. Hann sat i bæjarstjórn Akureyrar langa hríð. Hann sat á alþingi sem konungkjör- inn frá 1887 til 1891 og aftur frá 1899. Var forseti efri deildar 1905 og 1907 og 1912. Þegar hann t'ékk lausn frá embætti, varð hann kom- mandör af Dannebrog 1. stigi; hafði áður fengið öll lægri heiðursmerki þessarar orðu. Auk þess hafði hann franska orðu. Þegar Júlíus amtmaður tók við amtmannsembættinu fyrir norðan, var það i talsvrðu ólagi, þvi formað- ur hans var orðinn fjörgamall, er hann lét af embætti. En honum tókst fljótlega að bæta úr þvi, því hann var ágætur skrifstofumaður, svo að eg efast um, að margir hafi verið honiun fremri á hans tið. Hann var mjög skyldurækinn einbættismaður, og var ekki í rónni, fyr en hann var búinn að svara þeím bréfuin, er hon- um bárust og leggja úrskurð á þau mál, sem honum har að afgreiða. — Það kom því aldrei fyrir, að málin lægju hjá honum óafgreidd. Hann vandaði mjög afgreiðslu allra þeirra og það mætti jafnvel finna að því. að hann ritaði oft langt og ítarlega um smámál, og ekki var það ráð- gjafabréf, cancellibréf eða konungs- bréf til, er við málið átti, að hann ekki vitnaði til þess i bréfuin sínum og úrskurðum; enda hygg eg að það sé sannmæli, að enginn embættis- maður á fslendi hafi verið eins fróð- ur í þeim efnum sem hann. Undir amtmann bar þá að úrskurða í fá- tækramálum, og voru þau mál mjög tið; til slikra úrskurða vandaði hann sérstaklega vel, enda stóðust þeir flestir, þó þeim væri skotið lengra. Embættisstíll hans var sem fyr segir, oft ærið langur, og nokk- uð þunglamalegur, og bar greinileg- an keim af því, að hann hafði lengi vanist við danskan cancellistil, sem ekki Jiykir alt af sem léttastur. Hann bar Jiess líka ljósan vott, bæði i öllu embættisstarfi sinu og ytri hegðun, að hann var embættismaður úr þeim gamla skóla. svo að eg leyfi mér að nota 1 > a n orð. Það er: vandaður og heiðarlegur maður út í yztu æsar, skyldurækinn og duglegur, en nin leið þungur, formfastur og litið fyr- ir allar breytingar á gömlum venjum eða verulegar nýjungar, og í ytri hegðun kurtis og prúðmannlegur við hvern mann. Þingstörf sin rækti liann sömu- leiðis með skvldurækni, en mjög lit- ið lét hann þar til sín taka; kom |>að með fram af því tvennu, að hann átti mjög erfitt ineð að hefjast handa og ryðja nýjar brautir, eftir því sem 'hann oft sagði höfundi þessara lína, og svo hinu, að hann hafði þá skoð- un, að konungkjörnir þingmenn ættu ekki að koma fram með ný- mæli á l>ingi. Enginn var hann mælskumaður, en gat þó komið vel orði fyrir sig, einkum i skálaræð- um. , Júlíus amtmaður var mjög vel gef- inn maður, las .feiknin öli, einkum eftir að hann var búinn að fá lausn — aðallega rit sögulegs efnis, og af þeim sérStaklega alt, sem snerti per- sónur og mannfræði, enda var hann ágætlega að sér í þeirri fræði. Hann var og næsta vel að sér í fornsögum vorum, einkum Sturlungu, og kunni heilar klausur úr þeim, er hann hafði jafnan til taks, einkum i kunn- ingjahóp. Hann var glaðlvndur og skemtilegur í allri umgengni. Að náttúrufari var hann mjög bráðlynd- ur og fljótur til, en hann var jafn- framt manna sáttfúsastúr. Konu sinni var hann ágætur eiginmaður, og bezti og nákvæmasti faðir. — Margt fleira gott mætti segja um þennan látna merkismann, en þetta, sem skrifað er í flýti, verður að nægja. að minsta kosti í bráð. Hann kvæntist 1880 eftirlifandi ekju sinni Johanne Margrethe West- engaard; var faðir hennar ofursti í landhernum danska. Þau éignuðust 2 börn: Helgu, konu kapteins í sjó- hernurn danska H. Gad, og Otto Jakob, umboðssala i Revkjavík. ; Kl. ./. — Lögrétta, 5. mai. Opið bréf til íslenzkra bænda í Bifröst sveit. Herrar! — Níunda júni næstkomandi eigið þér að greiða atkvæði um eitt hið allra stærsta velferðarspursmál, sem komið hhfir á dagskrá i sveit yðar síðan hún bygðist. Þér eigið þá að skera úr, hvort mýrlendi sveitarinn- ar skal þurt verða; hvort Jiar skuli verða góðir vegir, sem nú eru veg- leysur; hvort þér eruð viljugir, sem einstaklingar og heild, að greiða veg framfara i sveitinni. Þessar línur rita eg sökum þess, að eg veit, að talsverður misskiln- ingur á sér stað, í sambandi við mál þetta, og einnig af þeim ástæðum, að all-margir hafa hvorki reynt né haft tækifæri til J>ess að kynna sér alla vöxtu þess. En því miður leyfir hvorki tími né rúm, að eg skýri málið itarlega.. Þó skal hér bent á nokkur helztu atriði. Spurningin, sem J>ér svarið með atkvæði yðar níunda júní — er já- kvætt svar fæst — J>ýðir þetta: Sveitarstjórnin tekur lán, sein nemur fimintíu og tveimur Jiúsundum og fimm hundruð dollars. Þessi upp- hæð endurgjaldist á þrjátíu árum, með fimm og hálf prósenta vöxtum um árið. Upphæðin verður ekki tekin öll i einu, heldur fimtán þús- unddollars ár hvert i þrjú ár, og sjö þúsund dollars fjórða árið. Þá verða afborganir byrjaðar strax á fyrsta ári, af því sem þá hefir verið til láns tekið. Þanig hækka afborgan-| irnar fvrstu fjögur árin, en standa svo í stað; J>. e.: fyrsta afborgun, miðuð við núverandi eignir sveitar- innar, þýðir sjötíu centa aukaskatt af eign, sem metin er sex hundruð dollara virði. Annað árið verður J>essi aukaskattur einn dollar þrjá- tíu og tvö cents; þriðja árið einn dollar niutíu og átta cents, og fjórða árið , og síðan eftir það til 1945 — nitján hundruð fjörutíu og fimm — tveir dollarar og tuttugu og átta cents. Nú ber þess að gæta, að ár- lega bætist við eignir sveitarinnar, og niinkar að |>ví skapi skattur ein- staklingsins; — er þvi auðsætt, að hann verður ætið lægri en hér hefir verið gjört ráð fyrir. Við þessi fimmtiu og tvö Jiúsund og fimm hundruð dollars bætir svo fylkisstjórnin, sveitinni að kostnað- arlausu, tuttugu og sex þúsundum dollars. Setjum nú svo, að þér neit- ið að leggja þessa byrði á ýður, og farið svo síðar meir til stjórnarinn- ar og biðjið hana um fé til vega- gjörða, er ekki líklegt að hún — stjórnin — minni yður á. hverju þér hafið hafnað? Einsog sakir standa í sveitinni, skulda gjaldendur skatt, sem neniur um þrjátiu þúsundum dollars. Mik- ið af þessum sköttum mætti inn- hermta með þvi að láta þá er skulda, vinna að vegagjörð, ef farið væri á stað til |>css í svona stórum stýl. Um leið og sveitin fengi góða vegi, yrði landið skorið fram og þurkað og þannig mundu lélegar mýrar brev ast í álitlegt akurlendi. Slik umbot í sveitinni myndi auka innflutnir eignir hennar mundu vaxa og þa af leiðandi skattarnir lækka. Allir peningarnir, sjötíu og átta þúsund og finim hundruð dollars, lenda hjá sveitarbúum; — ekki ó- álitleg upphæð nú í harðærinu. Það liggur í augum uppi, að allir bændur sveitarinnar hafa ekki hein- línis jafn mikinn hagnað af þessn; en þó hljóta allar eignir innan cé- banda sveitarinnar að hækka i verði. Eg vona, að þér, sem nú eruð veí settir og eigið þur lönd, teljið J>að ekki eftir, þó eitthvað af því, sem þér gjaldið til sveitar verði til þess að greiða veg þeirra, sem nú sitja veglausir, og vonlitlir út við flóa og fen. Eg vona að þér réttið þeim hönd yðar, með þv.i að greiða fram- faramáli Jiessu atkvæði yðar niunda júní. Víðsvegar i Ameriku eru íslend- ingar, sem álíta yður letingja og ó- menni; |Sem tala um yður sem nær-, sýna heimskingja; sem kalla búskap yðar hokur; sem finst þeir gjöra yður velgjörning með því, að heim- sækja yður og njóta gestrisni yðar, og sem hafa það fyrir satt, að Jón á Strympu sé húsbóndi á hverju heiin- ih í Nýja fslandi. — Herrar minir! Sýnið þeim níunda júní, að þeir fara vilt, eða eins og Enskir komast að orði: Give them the lie. Yðar einlægur, ,/. V. Pálsson. Ráðherraskifti. (Lögrétta, 5. maí> Einar prófessor Arnórsson var í gaer kvaddur til þess af konungi að taka við ráðherraembættinu. Síðan þeir sjálfstæðismennirnir 3, sem konungur kvaddi nýlega til við- tals, komu heim úr utanförinni. hef- ur J>að verið hér f almæli, að brátt mundi draga til ráðherraskifta. En ekki varð það þó fyr en í gær. Þá fékk Einar prófessor Arnórsson sím- skeyti frá konungi, er bað hann að taka vjð ráðliefraembættinu og koina aftur á sinn fund við fyrsta tækifæri, og jafnframt fékk Sigurð- ur ráðherra Eggerz einnig síinskeyti frá konungi, er tjáði honum þetta með þökkuin fyrir unnin störf. Einar prófessor Árnórsson er að eins hálffertugur að aldri, fæddur á Minna-Mosfelli í Grímsnesi 24. febr. 1880, og þvf yngstur að aldri af þeim mönnum.sem hér hafa tekið við ráð- herrastörfum. En þjóðkunnur er hann fyrir rit sín um íslenzka lög- gjöf og réttarfar og um réttarstöðu fslands út á við. Hefur hann unnið að þeim ritsmíðum af mikium dugn- aði jafnframt lagakensiunni. Einar var fyrst við nám á Flens- borgarskóla, en fór svo í latínuskól- ann og útskrifaðist þaðan 1901. Við háskólann í Khöfn las hann fyrst um tíma norræna málfræði, en sneri sér svo að lögfræði og tók próf í henni 1906. Kom svo heim hingað og var um tíma við blaðamensku, en fékk síðan styrk af landsjóði til þess að búa sig undir að takast á Ivendur kenslu við Lagaskólann, er þá var hér fyrirhugaður og var stafn settur 1. okt. 1908. Þar varð hann kennari, en sfðan prófessor, er há- skólinn var stofnaður hér þremur árum síðar. Einar var kosinn til þings af Ár- nesingum sfðastl. vor og hefur að eins setið á einu þingi, aukaþinginu 1914. Hann var fylgismaður sam- bandslagauppkastsins 1908 meðan uir. það var deilt, en á þinginu 1914 •stóð hann með Sjálfstæðismönnum og i'ítir þingið var hann kosinn f miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Nú er það fyrst og fremst verkefni hans að grnða úr þeim vandræðum, sem stjórna''skráin og fánamálið voru komin í eftir ríkisráðsfundinn 30. nóv. síðastl. F>:iai er kvæntur Sigríði Þorláks- dóttur Johnsons áður kaupmanns hér i ríeykjavík. Nýji ráðherrann mun bráðlega fara á fund konungs, líklega um miðjan þennan mánuð. Þýzkir sprengja ameríkanskt skip Þeim nægði ekki Lusitania Þjoð- verjunum, og hafa þeir ætlað að bæta upp það, er þeir hittu ekki Transsylvaníu, er þeir skutu að licnni torpedóum norðan við frlands strendur, — því að nú er það sann- að, að þeir sendu torpedó i Banda- rikjaskipið Nebraskan og brutu það mikið. En einhvernveginn komst þó skipið til hafnar. Sendiherra Bandatnanna á Bretlandi hefir til- kynt Washington stjórninni þetta.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.