Heimskringla - 03.06.1915, Page 4
BLS. 4
HEIMSKRIN'GLA
WINNIPEG, 3. JÚNf 1915.
Heimskringla
< StofnuTS 1886)
Kemur út á hverjum fimtudegl.
Útgefendur og eigendur:
THE VIKING PRESS, LTD.
Verí blatSsins i Canada og
Bandarikjunum $2.00 um árid
(fyrirfram borgati)
Sent tll lslands $2.00 (fyrlrfram
borgatS)
Allar borganir sendist rátSs-
manni blat5sins. Póst etSa banka
ávísanir stýlist til The Viking
Press, Ltd.
Rltstjóri:
M. J. SKAPTASON
RátSsmat5ur:
H. B. SKAPTASON
Skrifstofa.
7J9 Sherbrookci ''treet. Winnipor
Box 3171 Talsiml Garry 4110
Vinsamleg orð til
Lögbergs.
Vér höfðum ætlað að sneiða hjá
J)ví, ef hægt væri, að yrðast við blað
eða blaðstjóra andstæðinga vorra,
og hefur nærri legið að vér höfum
fengið ámæli fyrir hjá vinum vorúm.
En vér höfum setið kyrrir og brosað
bó að skeytin bytu um eyru. En
nú er nuddið og nauðið farið að
verða leiðiniegt, svo að iila er við-
unandi.
Undur og stórmerki.
J>etta hið seinasta blað Lögbergs
er með undrum miklum. Tíminn
er farinn að renna aftur á bak, bví
að á fyrstu blaðsíðunni stendur að
bað kom út 2. maí, en bað korn hinn
27. maí á skrifstofuna til vor og voru
mörg komin á milli 2. og 27. maí.
DauSir ganga.
Annað undrið er bað að dauðir
ganga, sem í Jerúsalem forðum. En
bað bykir nýlunda nú á dögum.
Nú eru ]>eir lýstir lifandi sem sein-
asta blað var búið að segja dauða
Og flytja mynd af.
Týnt up gamalt skran.
Þá kemur blaðið með sumt sem
Heimskringla var búin að koma
með áður, jafnvel fyrir fleiri vikum,
og er bað bó ekki undarlegra, en
begar blaðið er að koma með nýj-
ungar sem Fróði gamli var búinn
að flytja mönnum fyrir einum 3 til
4 árum.
Undrin vaxa.
En undrin eru bó mest er ritstjór.
jnn fer að svara grein beirri, er stóð
1 34. númeri Heimskringlu, og stýl-
uð var til Free Press. Svarið er ekk-
ert annað en dylgjur, ekki svarað
einu einasta orði í grein beirri, sem
ritstjórinn bykist vera að svara, en
vaðið áfram með staðiausu níði og
dylgjum, án bess að sanna áburð
sinn. Gróa gamla á Leifi sýnist
vera komin þarna. Henni hafa
sviðið svipuhöggin. Ef að nokkur
hlutur getur vakið úlfbúð og liatur
meðal manna og reist helvfti meðal
lslendinga, ]>á er það þessi soralega
siðdrepandi aðferð, að vera að reita
æruna af mönnum án þess að sanna
sök á }>á, eins og þegar ómjúkar
hendur slfta ull af kindum á vor-
daginn.
Vér höfum ekki með einu orði
haft á móti þvf, að rannsókn væri
hafin í málum þcssum. Vér höfum
getið þess, að })að ætti að stöðva
þenna svívirðilega þjófnað á al-
mannafé, og ef að vér höfum ekki
sagt það nógu skýrt, þá endur-
tökum vér það. Þctta hefur livinið
í loftinu alia tfð, sfðan vér komum
hingað, að hvaða stjórn sem við
völdin væri, hún væri sístelandi.
Það hefir æfinlega verið notað til
þess að hrinda henni, og það er eng-
inn efi á því, að það er þjóðarsmán,
ef satt er. Oss kemur ekki til hug-
ar að halda öðru fram, en að það
sé gott vcrk að koma upp um þjóf-
ana og láta þá fá maklega hegn-
ingu. Vér höfum aldrei sagt annað.
En þetta að saka allan flokkinn,
alla stjórnina um það, ef að einhver
vinnumaður hennar stelur, það er
siðferðisspillandi. Það er ranglæti
móti þeim sem saklausir eru, og það
er flónsa stórkostleg af ritstjóra eða
ritstjórum Lögbergs, hvort sem þeir
cru margir eða fáir. Með því slá
þeir sjálfa sig á munninn leirugum
löppum. Þeir líta kanse ekki svo
langt, að þeir sjái það. Þeir virðast
vera heldur nærsýnir stundum. En
hvernig í ósköpunum getið þér ætl-
að, að menn fari að skilja sauðina
frá höfrunum? Er ritstjórinn svo
vitgrannur að sjá ekki, að með því,
að saka alla stjórnina, eða ailan
hinn konservatíva flokk, því að
stjórnin og þingmennirnir eru full-
trúar konservatíva, um stórþjófnað,
uin “lögleysur” yfirtroðslur réttar
og laga? þá slengir hann öllu þessu
um leið á sinn eiginn flokk, sfna
eigin stjórn, sína eigin félaga, á
drotna sfna og yfirmenn.—Því að
liverjum óvitlausum manni, eða
I manni með hálfu viti getur komið
I til hugar, að iiberalar séu að þessu
j leyti nokkuð betri en konservatífar,
að þeir hafi aðra náttúru, aðrar til-
hneygingar, séu aðrar verur, gædd-
ar æðri andlegum og siðferðislegum
; gáfum, en hinir. Það er einhver ný
j vísindakenning. En það ætti öllum
að vera Ijóst, bæði konservatífum
og liberölum, að maðurinn sem ber
þetta fram er flón, sem ekki veit
hvað hann er að fara. Og þó að vér
séum andstæðingar liberala, þá
| ætlum vér þeim, eigi þetta, sem
I þeirra eiginn ritstjóri óbeinlínis ber
þéim, maðurinn sem er bæði flón og
fól í sömu andránni. Það er íhug-
unarvert og varhugavert að gjöra
það að köllun sinni, að spilla sið-
gæðishugmyndum þjóðflokks þess,
sem menn búa saman við, og þeir
| sem taumum halda, ættu að líta
eftir þjónum sínum, að þeir gjörðu
sem minnst af slfku, svo framarlega
sem þeir vilja halda virðingu sinni.
Um skáldskapinn í
blöðunum.
Skáldskapur i blöðunum? Vér
ætlumst ekki til þess, að það sé alt
; viðurkent sem skáldskapur, sem í
j blöðunum kemur. Enginn maður
býst við því. Það getur að meira
eða niiiina leyti verið leirburður;
fult af hortittum og bragvillum, mál-
villum, hugsunarvilluin, smekkvill-
um, vanþekkingu, fáfræði og bein-
línis flónsku. Og það kann líka af
hendingu að vera gott, kannske Ijóm
andi fallegt, þó sjaldan sé svo frá
gengið, að ekki megi galla finna af
einhverju tagi.
En þó að vér vitum þetta alt sam-
an, þá tökuni vér það samt, ef
ekki er því meira á móti því. —
Mönnum er ekki bannað að tala vit-
leysu, eða Ijúga einhverju, eða láta
hlægja að sér; og þó að þetta væri
j bannað, þá myndu menn Ijúga samt
I og tala vitleysu og koma fram með
! það, sem þeim er lagið. Og þess
vegna vilja menn leyfa þeim, sem
' gaman hafa af því, að láta kvæði og
visur í blöðin, ef það er ekki mjög
langt. En sóma síns vegna ættu
jmenn að reyna að vandaþað, sem
mcnn senda. Vanda inálið og hafa
hugmyndirnar skýrar og vera ekki
j að troða moði upp í holurnar, og
hafa ekki marga bragi á sömu vísu.
Við vorum flestir hestamenn, fs-
j lendingar, og fátt þótti ijótara, en
að sjá menn ríða rammvíxluðum
tindabykkjum.
j Kvæðin verða að ganga á brag-
fótum og má læra list þá á fáeinum
minútum. Eif að frágangur þeirra
er góður, þá eiga þau og hljóta að
j ganga á stiltum fótum, eftir vissum
i Icigum, sein aldrei má breyta. svo
! að það stórhneyksli ekki þann, sem
næmt hefir eyra. Margir, ef ekki
flestir, yrkja eftir hljóði; en kvæð-
in sýna það of oft, að hljóðið er
ekki einhlýtt, cf að maðurinn hcfir
ekki þekkingu á þessum bragfótum,
eða hirðir ekki um þá. Þessu er líkt
varið og manni þeim, sem fer að
skrifa, en kann ekki málið mál-
fræðislega eða staffræðislega; þá
verður alt hjá honum meiri eða
minni vitleysa og endaleysa.
Og það hryggir oss stundum, er
vér sjáum hagyrðingana þeyta fram
á völlinn, sperta og hnarrelsta, á
grindhoruðum tindabykkjum, ramm
víxluðum. Það stingur oss í hjarta.
En hins vegar leikur það landan-
um léttara, að snara hugsunum sín-
uin í ljóð, en flestum öðrum þjóð-
um, sem vér þekkjum; nema ef vera
kynni ítölum og Suður-Frökkum.
Þeim er það meðfætt. Það er komið
í kynið. Þeir eru af skáldakyni, og
þeir fæðast upp með þessum hug-
myndum, og vér eiginlega megum
ekki vera harðhentir á þeim. Og
margur maðurinn hefir af þvi glaða
stund. En þó að stökur fljúgi þeim
af iiiunni, þá ættu þeir æfinlega að
vanda sig og hugsa vel um þær, er
þeir senda þær blöðunum; því að
—-“ferr orð, er of munn flýgur, en
stendur ritinn stafur”. Og sannar-
lega er það, að góðar stökur veita
mönnum mikla ánægju. Og þó að
sumum kunni að finnast það undar-
legt, þá er það mikið léttara, að
koma hugsun og hugmyndum sínum
fyrir í stöku eða stökum, en i ó-
bundnu máli. En alt fyrir það mega
menn ekki hroða þeim af. Og fyrir
inargan er það vissara, að halda sér
við jörðina, en að ætla sér að þjóta
um heiminn á vængjum söngdis-
anna. Mönnum gengur flugið mis-
jafnt, en fallið ekki hátt, þegar
maður er á fæti.
Ráðgjafaskiftin á
Englandi.
Til þess að láta nú alt fara sem
bezt; til þess að burtnema allar
hugsanlegar ástæður til óánægju, til
þess að vinna sem bezt og vera sam-
taka i öllum velferðarmálum ríkis-
ins, — hefir Bretastjórn nú á þess-
um voðans dögum af fúsum vilja
kvatt í stjórnina hina beztu menn af
flokki andstæðinga sinna, svo að í
stjórninni eru nú !) nýjir menn, en
13 gamlir.
Þeir hafa þarna tekið mótflokk-
inn til að stjórna með sér, og eru
þess fá dæmi. En það sýnir, að nú
]>ykir mönnum mikils við þurfa; og
svo hitt. að þeir treysta motflokkn-
um til þess, að geta unnið með sér
sem bræður, að sameiginlegri heill
og velferð.
1 þessu nýja stjórnarráði eru 12
Liberalar, 8 llnionistar, einn verka-
maður og einn, sem engum flokki
fylgir, en það er Kitchener jarl. —
Alls 22.
Ascjuith gamli er forsætisráðherra
sem áður, og Sir Edward Grey utan-
ríkisráðgjafi. Reginald McKenna
hefir tekið við embætti Mr. Lloyd
George hefir tekið við nýju starfi,
og er hann nú Minister of Munitions
(skotfæra ráðgjafi). Nýlendumála-
ráðgjafi er Andrew Bonar Law
(nýr); Indlandsráðgjafi J. Austen
Chamberlain. Kitchener jarl hefir
sömu stöðu og áður, sem hermála-
ráðgjafi. þó að nokkru hafi Lloyd
George létt af honum.
Sjómálaráðgjafinn er Athur J.
Balfour. Eiinn af hinum nýju ráð-
gjöfum munu margir þekkja, en það
er gamli bardagamaðurinn írski Sir
Edward Carson. — Viscount Hal-
dane, sem mikið hefir komið við
stjórnmálasögu Evrópu á seinni ár-
um, er nú orðinn gamall og dró sig
til baka; en var sæmdur af konungi
heiðursmerki fyrir langa og góða
þjónustu.
Þessar gjörðir Breta sýna það bet-
ur en nokkuð annað, að þeir ætla
nú ekki undan að láta eða af létta
stríðinu fyrri en til skarar er skrið-
ið, hvort sem það verður langt eða
skamt.
Vöflur og vifilengjur.
Bandaríkjaforsetinn er búin að
fá svarið frá “Vilhjálmi bióð” upp á
Lúsitaníubréf sitt. Þeir eru farnir!
að lesa það á skrifstofum stjórnar-
innar og eru 1 hæsta máta óánægðir
Innihald bréfs þessa er það að þýzk-
ir hafa haft fullan rétt til að
sprengja upp Lúsitaníu og liafa
fært fram ástæður sem vér höfum
heyrt hina og aðra íslendinga bera
fram Þjóðverjum til málsbótar, og
þó helst eina, að þeir hafi verið með
vopn.
Wilson tekur harðlega á móti og
neitar hverju einasta atriði í fram-
burði þeirra. Er rnælt að innan
24 eða 48 stunda ætli hann að senda
þeim annað bréf og verður það víst
ekki vægara en hið fyrra, því að
hann er ákveðinn í að hrinda öllum
framburði þeirra, og telur þetta til-
tæki þeirra hernaðarverk og það
því fremur nú síðan hann hefur séð
svör þeirra og skýringar.
Lán til vegagjörðar í
Nýja Islandi.
Oss eru að berast allra handa
tröllasögur úr Nýja Islandi. Ein er
út af láninu, sem sveitin Bifröst hef-
ir fyrirhugað að fá til vega þar, og
greiða skal atkvæði um þann 9. júni.
Þær eru sumar svo ótrúlegar, að
þeim væri ta:plega trúandi í Skræl-
ingjabygðum. Það er sagt, að menn
séu sumir af ákafa að vinna á móti
því, að bæta vegina i bygðinni og
vilja hræða landa til að greiða at-
kvæði á móti lántökunni, með þvi að
segja, að gjöldin verði svo þung á
bændum: sumir segja 50 dollara á
landið, sumir fast að 100 dollara. —
Bréfið sem vér prentum nú hér í
blaðinu þarna að neðan skýrir þetta
vel og greinilega. Ef að menn geta
ekki séð það, þá ættu þeir hinir
sömu ekki að vera fjár síns ráðandi.
Og menn mega ekki láta leiðast af
slíkum blekkingum. Hver eipasti
maður hefir siðferðislega skyldu við
sveitarfélag |>að, sein hann lifir í.
Hann má ekki hefta þroska þess. Þá
vinnur hann á móti velferð þess.
Þetta er líkt og druknandi maður
neiti að grípa bjarghring þann, sem
honum er réttur og vilji heldur
drukna, en nota hringinn; kannske
af því, að einhver óvinur hans rétt-
ir honum hann.
Vér hefðum sizt ætlað Ný-íslend-
ingum slika fásinnu. Enda mun það
í minnum haft. Ein vér trúum ekki,
að þau verði úrslit málsins. Það
hly.ti að vera eitthvað rangt og rotið,
ef að svo færi. — Vér vonum þess
fastlega, að eftir 9. júní getum vér
fært lesendum Heimskringlu þær
fregnir, að lánið hafi verið samþykt
meS öllum atkvæöum.
Verkfallið í Colorado.
Menn muna margir eftir verkfall-
inu í Colorado í Bandarikjunum ný-
lega; fréttin um ]>að barst út um
heim allan. John I). Rockefeller
hinn ungi var aðaleigandi námanna,
sem verkfallið var i. Það kvað svo
mikið að þvi. að herinn var kallaður
út; margir voru drepnir. En loks
voru þeir bældir niður verkamenn-
irnir, og nú gekk hríð mikil af mála-
ferlum, og eins og svo oft hefir ver-
ið fyrri var sökum öllum skelt á
verkamenn. John I). Rockefeller
kom hvergi nærri; hann fórnaði
höndum til himins yfir þessum ó-
sköpum og ranglæti, morðum og
manndrápum. En millíónirnar hans
voru |>ar, og þær komu mörgum i
tukthúsið og sátu að eiðunum og við
vitnaleiðsluna.
En nú kemur það upp, að þessir
menn, sem þarna .voru að berjast
fyrir frelsi og réttindum verka-
mannanna, voru að heyja stríð alt
eins mikilsvarðandi og hin önnur
frelsisstríð þjóðanna, þegar þær
hafa verið að bylta harðstjórunum
frá völdum f.vrri og síðar.
Og engillinn hann John D. Rocke-
feller hinn ungi, hann er nú orðinn
uppvís að þvi, að hafa róið undir að
ölluni þessuni róstum; að hafa verið
valdur að morðunum og brennun-
um og meinsærunum og öllum hin-
um fölsku vitnisburðum. En millí-
ónirnar hans eru sálarlausar, sem
Kultur Þjóðverja, og þar af leiðandi
ábyrgðarlausar. Hvort skyldi nú
meira mega réttlætið og frelsið eða
milliónir Jóns? Fyrir Jóni er ekk-
ert helvíti of heitt. Hann hnepti vis-
vitandi saklausa menn i tukthús. —
Skyldu þeir ná honum eða hvað?
“Mene Tekel Upharsin,,
I>etta er letríð, sem ritningin segir
að Babýlónar konungur hafi séð rit-
að á hallarvegginn, er hann sat að
veizlu kveldið, þegar Persar brutust
inn í borgina. Fék hann Daníel spá-
mann til að þýða, og sagði Daníel
honum að úti væri um ríki hans;
hann væri veginn og léttur fundinn.
Þetta segir ferðamaður einn ný-
lega kominn frá Evrópu, Mr. O. Far-
rell, að þeir séu farnir að sjá bæði
Þjóðverjar og Austurrkismenn. Það
sé nú orðið Ijóst, að Austurriki
hljóti að brotna sundur í niola, og
sé það eins áreiðanlegt einsog að
sólin renni upp að morgni; og talið
er, að keisari Þjóðverja, Bernhardi,
Ballin og aðrir ströngustu samein-
ingarmenn Þjóðverja (Pan-German-
ists) séu farnir a verða vonlausir
um að vinna sigur í sriði þessu.
Keisari og jarlar hans voru búnir
að bralla og brugga samsæri mikið
og magnað til þess að eyðileggja alt
frelsi þjóða þeirra, sem væru sjálf-
um sér ráðandi; en setja aftur í þess
stað hermannavald og harðstjórn,
verri en nokkur þjóð hefir búið
undir siðan heimur bygðist.
Keisarinn hafði dreift spæjurum
eða njósnarniönnum sínum yfir alla
Evrópu og Ameríku og skyldu ])eir
æsa menn upp til haturs, hvar sem
}>eir færu; spana hvern þjóðflokk
á móti öðrum ,hverja stétt á móti
annari, hvern trúflokk á móti öðr-
um. Þeir stráðu gullinu, spæjarar
þessir í Ulster á írlandi, og rægðu
hvern þjóðflokkinn og trúflokkinn
á móti öðrum. Þeir kveiktu upp
stjjórnleysi (anarchy) og verka-
mannaróstur í Dýflinni; hið sama
gjörðu þeir á Frakklandi. Og þar
gengu þeir um landið í stórhópum,
svo að hver krókur }>ar var fullur af
spæjurum.
Peir stálu járnbraut í Tijrkjalöndnm.
Iíkki alls fyrir löngu hafði stor-
eignafélag Morgans sál. i Ameriku
fengið Ieyfi til að byggja járnbraut
um Litlu-Asiu til Sýrlands, frá Sæ-
viðarsundi og niður með Eufrat til
Bagdad. Þessi braut hefði með tim-
anum komist til Indlands. Var braut
in engum jafn áriðandi og Bretum.
En þeir voru vel ánægðir með, að
Bandaríkjamenn hefðu öll umráð
brautarinnar. En þetta líkaði Vil-
hálmi keisara mjög illa. Og loksins
gat hann komið því fram að leyfið
var tekið af Morgan og gefið í hend-
ur Vilhjálmi eða hans mönnum, og
fóru þeir fljótlega að byggja braut-
ina einmitt i þeim tilgangi, að nota
hana til þess, að eyðileggja ríki
Breta á Indlandi. Og til marks um
það er það, að þeir fengu (5 mílna
svæði beggja megin brautarinnar og
ætluðu að byggja það alt þýzkum
nýlendumönnum; en það voru nú
reyndar alt hermenn, sem í þeim
löndum áttu að sitja, og hét svo að
þeir ættu að vernda brautina.
Áform keisara.
Vilhjálmur var búinn að gjöra
Soldán að jarli sínum og ætlun hans
var, að leggja undir sig Balkanskag-
ann, Litlu-Asíu, Indland og Egypta-
land; en til vesturs ætlaði hann að
bæta við sig Hollandi, Belgíu og
I'rakklandi, og þá væri hægt að ráða
niðurlögum Englands. Þetta voru
þeir alt búnir að margræða og
brugga striðslávarðarnir og Vil-
hjálmur keisari. En leynt fór alt
þetta, sem von var.
Margan kann nú að undra það, að
nokkrum stórhöfðingja þjóðanna
skuli geta komið slíkt til hugar; -
hann þurfi að hafa alla þjóðina með
sér, og það sé varla hugsandi, að
nokkur þjóð vilji leggja út i annað
eins. En það vgr það, sem þeir
voru búnir að undirbúa í tvo manns-
aldra. Heimspekingar, prófessorar,
kennifeður, blaðamenn, stúdentar,
hermenn og herforingjar og embætt-
ismenn ríkisins voru búnir að til-
búa eða mynda þarna hugsunarhátt
hjá þjóðinni eftir sinu höfði. Það
var búið að koma henni til að trúa
því, að Þjóðverjar stæðu öllum
þjóðuin ofar; þeir ættu að ilrotna
yfir öllum heimi. Þeir ættu að
kenna heiiuinum hin sönnu fræði;
Þjóðverjar ættu að verða fræðendur
heimsins. Hin eina sanna menning
(Kultur) var hin Þýzka. Hin eina
sanna siðfræði var siðfræði heim-
spekinganna.
Hvar í heimi scm Þjóðverjar voru
— í A’friku, Anieriku, Asíu og Ástr-
alíu, eða í hinum ýinsu löndum
Norðurálfunnar —, þá biðu þeir
fullir óþreyju eftir hinum mikla
degi, þegar keisarinn skyldi kveðja
þá til að fara á stað að sigra heim-
inn. — Eftir þýzkum lögum er eng-
inn eiður bindandi fyrir þá, sem
gjörast þegnar annars ríkis. Þeir
eru skyldir til að fara heim og berj-
ast.
En keisari og ráðunautar hans ætl-
uðu sér ekki að gjöra þetta alt í
einni hríð, heklur smátt og smátt.
Fyrst átti að taka Balkanrikin; síð-
an Frakkland; því næst Rússland,
og þá kom röðin að Bretaveldi um
heim allan.
En það kom keisara og ráðunaut-
um hans aldrei til hugar, að Eng-
land, Frakkland og Rússland myndu
standa saman og styðja hvert annað
og ráðast móti harðstjóranum, sem
eyðileggja vildi alla kristna menn-
ingu og sjálfsforræði hinna frjálsu
þjóða heimsins.
Það hefir mjög litla þýðinggu, þó
að keisarinn og agentar hans, jarlar
og gæðingar segi nú og sverji, að alt
þetta hafi verið fjarri huga hans, en
sé alt saman tilbúningur óvina hans.
Því að alla tíð síðan hann rann upp,
óheilladagurinn mikli, þegar Vil-
hjálmur annar settist í hásæti Þýzka
lands, hefir hann verið að ráðgjöra
og velta fyrir sér á allar lundir, —
hvernig hann gæti rænt og yfirstig-
ig I'rakkland og England og Rúss-
land og jafnvel Bandaríkin í Ame-
riku . Hann neyddi Frakkland til
þess að veita sér tollréttindi, sem
ekkert ríki hefði veitt honum nema
af ótta við stríð og landamissi. Með-
an Rússar áttu i stríðinu við Japan,
neyddu Þjóðverjar Rússa til að
gjöra tollsamninga, sem voru svo ó-
hagkvæmir Rússum og ranglátir, að
engin þjóð hefði getað þolað þá til
lengdar, sem haft hefði nokkra sóma
tilfinningu fyrir sjálfri sér.
Keisarinn og hlaupasveinar hans
voru sí og æ að koma fram með toll-
lagafrumvörp til þess að hnekkja
verzlun Bandarikjanna sjálfum sér í
hag. öll toll-löggjöf þeirra gekk út á
þctta hið sama. Þjóðverjar voru
búnir að vera í toll-stríði við allan
hinn mentaða heim í 25 ár. Og verð-
ur manni því að brosa, þegar flugu-
menn Vilhjálms og prófsssorar eru
að neita ]>ví, að hernám og rán liafi
verið markmið þcirra; ]>vi að |>að
var einmitt }>að, sem öll þeirra
toll-lög, öll þeirra stjórnmál, allur
þeirra hernaður stefndi að.
Og enginn getur lesið rit Bern-
hardis án þess, að sannfærast um
það, að rán og hernám landa og
þjóða var frá upphafi vega hið æðsta
augnamið Vilhjálms keisara, sem
aldrei leið honum úr huga. Eina
lijóðina eftir aðra ætlaði hann að
brjóta undir sig. Þegar veldi Eng-
lands var brotið, og Indland oð
Egyptaland í höndum Þjóðverja, þá
skyldi Canada verða þeirra fyrsta
nýlenda, — nýlendan hinnar þýzku
krúnu. Þetta voru dagdraumar keis-
ara og marskálka hans. England,
E'rakkland og Rússland gjörðu alt,
sem inögulegt var, til að verjast
stríðinu og afstýra því seinastliðinn
júlimánuð. En keisarinn lét ekki
þokast; hann vildi hleypa hundum
stríðsins lausum; og Belgía, Pólland
og Galizía geta bezt sagt um skelf-
ingar þær, sem “Vilhjálmur blóð”
hefir steypt yfir heiminn.
Vill keisari friö?
Það er verið að segja, að keisar-
inn þýzki vilji nú frið og hafi sent
út postula sína iim löndin og til
stjórnanna uni heiminn til að pré-
dika frið, — en náttúrlega eftir sínu
eigin höfði. Hinn heimsfrægi pró-
fessor Eliot frá Harvard fer um það
þessum orðum: “Friður nú, einsog
keisari vill hafa hann, væri mikið
verri en stríð”. — Og það ætti að
hljóma af hverjum hól og tindi á
Englandi, frlandi og Skotlandi; frá
hinum fjarlægu ströndum Ástraliu
08 Nýja Sjálands, frá Klettafjölium
Canada, frá tindum Himalaya og
bökkum lndus og Ganges fljóta, frá
Dardanella sundum og söndum Af-
ríku, og hvar sem er á hnetti þess-
um, þar sem frjálsir menn búa og
frelsið er í heiðri haft að hér sé eða
verði nú ekki um frið að tala eða
vopnahlé eða miskunn sýnd “Vil-
njálniT blóð” eða tolum nans, moro-
vélinni prússnesku, með öllum öng-
um hennar, marskiilkum, prófessor-
um og hofgoðum Vilhjálms; blaða-
mönnunum, sem drukknir eru af
VVe/f politik og Kiiltur macht.
Vilhjálniur sendir flugumenn sína
um heim allan, og þó ótrúlegt þyki,
]>á hefir hann auk fjölda annara
blaða keypt stórblaðið New York
World til að flytja lof um sig og
Þjóðverja. Hann sendir inenn á
fund páfa til að fá hann í lið með
sér, og svo sjóða þeir, þessir snáðar
hans, upp langar ritgjörðir um vel-
liðun Þjóðverja, starfsemi iðnað og
menningu, og að heiminum dugi
ekki að standa á móti þeim. Þeir
koma í lestum, þeir Von Weigand og
Roeder og svo kemur erkipresturinn
og fulltrúi Vilhjálins, innblásinn af
hans anda, hersböfðingi, vísinda-
maður og heimspekingur Bernhardi,
og ritar hverja bókina á eftir annari
um það, hvernig Þýzkir skuli sigra
heim allan og verða jarlar, hertogar
og barónar í hinum sigruðu löndum.
Og svo keniur Ballin, þýzkur fjár-
málamaður, og hefir verið hægri
hönd keisara i öllum eða flestum
gróðafyrirtækjum hans; og það var
þessi maður, sem kom á stofn verzl-
unarflota Þjóðverja; nú er hver auð-
maður þýzkur, sem í það lagði,
gjaldþrota orðinn, og }>ar á meðal
German Lloyd og American Line
félögin. „
Og nú er Ballin að prédika það
fyrir Ameríku mönnum, að það hafi
ckki verið Þjóðverjar, sem hafi
komið stríði þessu á stað, heldur
Bretar og Frakkar; —- þeir IJoyd
George, Sir Edward Grey og Del-
c;asse og borgarstjórinn i New York;
— en blessaður engillinn hann Vil-
hjálmur sé saklaus.
En enginn maður í heimi stóð
eins mikið á móti stríði þessu eins
og einmitt Lloyd George. Og það
kom af því, að hann sá fyrir allar
þær skelfingar, sem striðinu myndu
fylgja. En þegar hann var kominn
út í það, þá beitti hann öllu sínu
viti og viljaafli til þess, að leiða það
til lykta á hinn cina hugsanlega
hátt, — með þvi að brjóta veldi
Þjóðverja að fullu og öllu, afvopna
þá og gjöra þeim ómögulegt að
skaða sig eða aðra; og hann er sann-
færður um að enginn friður sé hugs-
anlegur og megi ekki verða, fyrri en
Frakkar séu búnir að fá Elsas og
Lothringen; Belgir eru búnir að fá
fullar skaðabætur fyrir alt, sem þeir
hafa þolað; Danir verða að fá aftur
löndin, sem Þjóðverjar ræntu 1864.
Hinar 9 inillíónir Pólverja, sem
Þjóðverjar hafa í kúgun haldið,