Heimskringla


Heimskringla - 03.06.1915, Qupperneq 8

Heimskringla - 03.06.1915, Qupperneq 8
BLS. 8. H Ii IMSKHI N GI.A WINNIPEG, 3. JÚNÍ 1915. x----------------------------s ■ : Ur Bænum i---------------------------# Einlægt heldur rannsóknin áfram út af þinghússbyggingunuin og er það nú borið frain að grunnsmiðirn- ir hafi stolið 16,000 yards af cement steypu meira en þeir létu í stöplana ! (caissons undir grunninum)—Kelly bygði. Hoiwood er sjúkur enn )>á suður f Rochester, er búið að skera hann þar upp, en óvíst enn hvenær hann verður albata eða ferðafær. Segist hann muni koma að bera vitni þeg- ar hann geti. Hann hafði sagt að hann sæji það, að hann ætti að vera “hafurinn sem bæri allar synd- irnar” en hann vildi koma samt. Kona hans er hjá honum og stund- ar hann þar syðra. Dr. Montague hefur komið fyrir rannsóknarnefndina. Kvaðst iiann hafa verið sjúkur meira og ininna eftir að hann tók við ráðgjafa ern- bætti sínu, og hefði þvi orðið að treysta undirmönnum sínum á skrif stofunum. Hann hefði álitið sjálf- sagt að skrifa undir gjöld þau til Kelly fyrir unnið verk sem Horwood hefði verið búinn að segja að væru rétt. L'm dýpi stöplanna hefði hann tekið gilt það sem Kelly og aðrir hefðu sagt, og alt þangað til 14. september hefði hann ekki vitað annað en að stöplarnir hefðu fylgt með hinum upprunalegu samning- um og verið einn hluti þeirra. En eins og búið er að segja hafði Kelly verið borgað fyrir 16,000 yards af concrete, sem aldrei hafði unnið verið. Gullfoss kom heim til ísiands 28. maí. Tuttugu og níu hótel í Winnipeg hafa fengið aðvörun um að leyfi þeirra yrðu afturkölluð ef þau bættu ekki ráð sitt og fylgdu liigun- um að iiafa nægileg rúm og herbergi handa greiðagestum. Er þeim gef- inn tveggja inánaðar frestur. að bæta úr því sem ábótavant er. Þau ólafur G. .Tohnson og Ida Sigurðson, bæði til heimilis í Selk- irk, Manitoba, voru gefin saman í hjónaband, laugardaginn 29. maí, að 259 Sþence St. af séra F. -J. Berg- man. Sagt er neðan úr Jíýja íslandi að maður frá McDonaugh & Shea iiafi komið til Gimli héðan að ofan og iokað I.akeview-hóteiinu. Það er neðra hóteiið, sem Christie átti, en seldi fyrir tveimur árum eða svo. Þurftu þar hvorki bindindisinenn eða stjórnarfulltrúar til að koma. Hitt hótelið upp við járnbrautina er í besta gangi og brynnir þyrstum vegfaröndum, eins og hvcr getur móti tekið. Þeir segja að það verði ekki hör- gull á þingmannaefnum hjá þeim liberöiu núna. Það sé líkast því sem útigangssauðir hnappist á garða, þegar fjármaðnrinn hleypur með heytuggu í fanginu. Sauðirnir ryðjast svo um að glymar i horn- unum en brakar í hverju garðar- bandi, og ekki frítt um, að hver vilji klippa í annan. Nýjungar frá Mikley. Hr. Baldvin Anderson kom að norðan og leit inn til vor. Vér höf- um þekt hann í uær 30 ár. Hann er nú nýbúinn að fá sér gufubát. Bald- vin býr á Sandy Point á Mikley, við voginn, sem gengur inn úr höfninni norðan við rifið sem kallað er. Baldvin lætur svo vei af sér, að hann segir sér hafi aldrei liðið eins vel í búskap sínum. Enda þekkjum vér þenna stað, og ef að nokkursstað ar er björgulegt í Nýja fslandi. þá er það þarna og eins er |iað, hvað feg- urð snertir. Höfnin er ljómandi fög- ur og meðfram henni eru einliverjar hinar fegurstu engjar, sem noksur maður getur séð, löðrandi í grasi á sumardaginn. Eyjan hefir iílið verið bygð þar. Menn austan á eyjunni hafa haft lönd þessi fyrir engjar. En nú eru menn farnir að taka þau, ungir, öt- ulir og duglegir menn, sem hafa full- ar hendur af fjöri og áræði og út- haldi og þoli, og þarna ætla þeir að reisa nýja bygð og búa sér framlíð og eftirkomendum sínum; sumir, einir 6, eru familíumenn; en hvað hina snertir, þá er vonandi að þeir sýni sama ötulleikann við að fá sér meðhjálp í striðinu sem við annað. Þegar vér vorum stundum að fara tmi þessar slóðir fyrir 20 árum, og óðum grasið í mitti og axlir, þá sýndist oss óvíða eða jafnvel hvergi jafn lifvænlegt og þarna og tiugsuð- um oft, að gaman væri að hafa þar fallegt bú. Fiskurinn er þarna á alia vegu; skógurinn að baki, en engjarnar fram undan. Ef nokkursstaðar cr hægt að komast upp af litlum efn- um, þá er það þarna, eða á slikuin stöðum. ()g menn rru að sitja hér i sult- inum og hungrinu og vinnuleysinu í Winnipeg, en löndin bíða þarna, einsog brúður ting eftir brúðguma sínum, sem aldrei vill líta auguni til hennar. Er það ekki hraparlegt. Og austan á eyjunni er inikill hlut- inn af suðurströndinni óbygður. Hún er að vísu skógi vaxin; en fisk- urinn þar rétt fyrir framan, og ef að hinir ungu menn kynoka sér við að fella nokkur tré og gjöra rjóður um bæ sinn, þá eiga þeir ekki heima liér í Ameríku. Bezt að leggja þá i hveiti svo að þeir skaðist ekki. Og lítið kippir þeim í kyn, því að meiri þrautir reyndu feður þeirra er komu liingað land að nema, og vel mega þeir veslast upp í bæjunum. Land- inu, þjéiðinni og eftirkomendunum verður lítið lið að þeim, og mættu þeir eða þær eins óbornir vera. Og Baidvin hefir bátinn, og aiiir, sem þekkja ‘Balda’, vita að ekki get- ur ötulli eða hvatari mann. Hann væri ekki lengi að skreppa með hlaðinn bátinn af fólki upp í bæj- ina Riverton og Gimii. Hann fer frá sér á 1V> kl.tíina upp tii Riverton, og á 4 kl.tínium inn að Gimli. Svo hefir hann bæði íshús og “freezer” tii að taka fisk á tangan- um hjá sér, og kaupir allan fisk, sem nágrannar hans hafa að seija. Og þegar hann mintist á “kattfiskinn”, þá kom vatn í munninn á oss. Hann býst við að koma með nokkra skips- farma núna af kattfiski og séilfiski upp að Riverton og Gimli — fyrir siáttinn, því nú er höfnin og síkin og sundin full af þessu. Kvenfélag Tjaldbiiðar heldur samkomu í neðri sal kirkjunnar á fimtudaginn 3. júní. Ágætar skemt- anr. Kaffi verður til sölu á staðn- um. Tnngangur 10c. Skemtiferi. sunnudagaskóla Únítarakyrkjunn. ar verður farin næstkoinandi laug- ardag 5. þ.m. til City Park. íslenzk- um börnum, hvort sem þau tilheyra sunnudagaskólanuni eða ekki. er boðið að vera með; sömuleiðis full- orðnu fólki. Farið verður af stað frá kvrkjunni kl. 2 e.h. FLUTTIR Hérmeð tilkynni eg almenningi að eg hefi flutt mig í stærri og betri búð, þar sem öll viðskifti geta gengið mikið greiðar en áður. Nýja búðin er að: 572 Notre Dame Ave. aðeins þremur dyruni vestar en gamla búðin. Central BicycleWorks S. MATTHEWS eigandi. TELEPH0NE - GARRY -121 Takið eftir Vér liöfum fengið bréf frá P. A. Yngvason, frá Leysingjastöðum í þingi í Húnavatnssýslu, þar sem hann biður oss að leiðrétta það, seni vér sögðum í Heimskringlu fyrir tveimur vikum, að hann hefði feng- ið styrk hjá American Scandinavian Fonndation. Ilann hefir ekki orðið þess var, en hann hefir þá ekki fengið bréfið, sem tilkynni honum það. Því að vér höfum í höndum prentaða skýrslu frá félaginu og er hann þar talinn fyrstur með: Addi- tional Stipend (aukastyrk). — Þar stendur svo: „ “Páll Ásgeir Ingvason, graduate of the agricultural school at Holar in Iceland, to studg irrigation in Cali- fornia’’. Þessa skýrslu sendum vér honum nú í bréfi til Minneota, Minn.„ U. S. A. En vér biðjum þá, sem blað þetta sjá, að benda honum á það, ef þei.* verða hans varir. Umræðuefni í Únítarakyrkjunni næsta sunnudagskveld: — Lotning- ingartilfinning í sambandi við trúna. Ailir vclkomnir. Ungmennafélag Únítara heldur afinælisfund f kvöld, (miðvikudag) og býður öllum meðlimum safnað- arins og sunnudagaskólabörnurn. Sunnudagaskólinn og Bandaiag 'rjaldbúðarsafnaðar haida sameigin- legt “Picnic” í City Park, laugardags eftir miðdag 12. júnf, næstkomandi. Æskilegt að sem flestir safnaðar- meðlimir vildu koma og skemta sér ineð börnunum. Vonarspegill Liberala. Samanber endalykt (fu-u) Magn- úsar skáids Markússonar í síðasta I.ögbergi, 20. þ. m.: Mjög eru nálteg matarvöld, — Manga kvarnir hringla. Sýnist liðin sultaröld,— Seppar röfum dingla. Kunnið þið nokkuð fleira, dreng- ir, úr þeim fræga Vonaspeigli? Þetta er alt, sem eg man í svipinn. Lárus Guðmundsson. TILKTNNING. Sökum brottferðar mun undirrit- aður hætta að halda biblíufyrir- lestra um tfma. virðingarfylst, DAVIÐ GUÐBRANDSSON HERBERGI TIL LEIGU. Uppbúin herbergi á góðu ísicnzku heimili að 628 Victor St. á mjög hentugum stað nálægt stætisvagna línu. BÆNDUR í MANITOBA OG SASK. Ef þér viljið sæta verulegum kjör- kaupum á matvöru (Groeeries) jiá skrifið á póstspjaldi til “West End Supply House” 623 Sargent Ave. eftir verði á vörum sem þér þarfnist í búið. Oddur G. Akraness, frá Gimli Man., dó að heimili dóttur sinnar, Mrs. .1. Jósephsson, að morgni hins f.vrsta júní. Jarðarförin á að verða á föstudaginn að Gimli. Oddur sál. var vei þektur maður í Nýja fslandi, kom þangað 1887 og hefir verið þar stöðugt siðan. IJans vcrður frekar getið síðar. l)r. Ágúst Blöndal og ungfrú Guð- rún Pétursson, frá Argvle, voru gef- in saman í .hjónaband miðvikudag- inn 2. júní kl. 2.30 e.h. í lútersku kyrkjunni að Brú, Man. Allar heill- ir fylgi þeim hjótnim. Bréfasendingar til fanga á Þýzkalandi. Ottawa, 20. maí. Póststjórnin hef- ur gefið út eftirfylgjandi reglur fyrir sendingu bréfa til fanga í Þýzka- landi. Bréf (æfinlega opin) póstspjöld og bögglar: Á þeim skal tilgreint: 1. Stöðu, með upphafsstöfum og nafn. 2. Regiment eða aðra herdeild með nafni. 3. Hvort fanginn er Breti, Canad- ian, Franskur Belgi eða Rússi. 4. Staðinn þar sem hann er í haldi. 5. Þýzkaland. Tilgreint sé hvar í landinu, annars verður bögglum ekki móttaka veitt. ÖH áskriftin rituð með bleki. Fregnir eða innihald frá heimili og ættingjum og um áríðandi mál, en stutt og ekki oft. Ekki að minnast á hermál. Ekki má í bréfunum minnast á hermál nein, hvorki á sjó eða landi og ekki á pólitík, og ekki hreifingar herdeilda. Þau bréf verða ekki af- lient. Vinir fanganna skyldu fremur senda póstspjöld en bréf, þau kom- ast framar til skila. En séu bréf send, ættu þau ekki að vera lengri en tvær smáar sfður, og aldrei skyldu menn skrifa þvers yfir skriftina. Ekki póst bréf “registered." Póstgjald þarf hvorki að borgast undir bréf eða böggla. Aldrei má láta bréf innan í böggul og engin fréttablöð má senda. En i bögglum má flest senda, tó- bak fer tollfrítt. Ekki skyldu menn senda matvæii sem skemmast. Ekki mega bögglarnir vera þyngri en 11 pund hver. Peningasendingar (money orders) geta menn sent og geta póststjórar leiðbeint inönnuia En gull eða silfur er fyrirboðið bæði í bréfum og bögglum. Ekki skyldu menn senda Postal Notes eða Banknotes. Engin trygging verður gefin fyrir afhendingu og enga ábyrgð gengst póststjórnin undir. Og oft getur dráttur orðið á að sá er sendir fái tilkynningu um að sendingin hafi til skila komið. En þó að þetta dragist skyldu menn ekki ætla að sendingin hafi glatast. Við og við mega fangar skrifa bréf heim eða póst spjöld,' en oft eiga þeir ekki hægt með það, marg- ra hluta vegna og skyldu menn því ekki verða kvíðafullir um skör fram R. M. COULTER, Deputy Postmaster General SonaróÖur. i. Gekk eg um lAónia grundir Og græn rjöður skóga; I'agrar .og fjallshliðar Og fannstorkna linda. Leit eg utn djúpa dali Og drynjandi gljúfur. Leit eg sól ofar sævi Um sumarnótt friða. Sá eg fley á fjörðum, Fögrum und tröfum. Reyndi eg fák á foldu Á fjörspretli kviktim. Sá eg oft fjaður-fé Flögra um runna. Ljóðandi lofsöngva, “Liljn'”) skærari. Rann eg förull til fossa, i fjallgolu hressandi. Leit eg hjarðir um hlíðar Ifærra fram um renna. Læki heyrði Ijúfa Ljóða vorsöngva niðinn. Hlýddi eg svanasöng, Sunnan úr álftverum. Sá eg túnin og teiga, I tíbrá morgunsólar; Mælifells-hnúkinn hefjast, Heitum i aftans kossum. Leit eg Drangey á djúpi, Drotningu fjarðar- á -Skaga. Sá eg Hólastól háan Itefjast í byskups Ijóma. Þjóðmœringa eg þekli, Þreyta tölur á mótum. Vitringa ætíð virti, Og vífin fögureygu. Brunnu mér heitt i barmi Blíðhljómar engiltóna. ■ Ung söng þó Ijúfust lóa Lögin slingari hinum. Nú er alt mér orðið Ami og kuldanepjur, Áður sem alt eg hugði Æskunnar Ijóssins hcima, — Síðan að sviftur var eg Syninum íðil prúða; Því brjóst rnitl cr nú bitrum, Banvænum skálmum stungið. II. Svipþýður sveinn, Siglaður, hrcinn. Ættstofni íslenzkum likur. Tign bar á brá, Bjartari snjá. Af drengskap og djörfung rikur. Atgjörvi glæst, Góðlyndi hæsl Götu hans týsti tit grafar. Vinljúfur var, Viðkvæmni bar\ Fastur, sem frœndur og afar. Söknuður, sorg Svífa um torg, — Dáinn er drengurinn bliði. Hinst kveð eg hann, Ileimsins í rann, Læknaðan ströngu úr stríði. III. ó, hverfulleikans hvössu stund Eg hvergi forðast má. Hún vegur jafnt í vöku og blund, Minn vin og blómin smá. Þvi dauðinn grípur “Grettistök”, Og grafar safnar auð. Hcr aldurtilar eiga sök, — Min ævi er gleði snauð. Á grafarþöglan, bleikan beð Eg blómin munans læt. Eg þreyttur er og þungt er geð, — Eg þreyi samt og græt. Eg veit eg finn þig fjarri á strönd, Á friðarins dýrðar stað, Þur Alvalds stjórnar eilíf hönd, Og aldrei skyggir að. (Kveðið undir nafni föður þess látna, Qddbjarnar Magnússonar). K. Ásg. Benediktsson. ') “Lilja”, kvæði, fyrsta og merk- asta, i katólsku; kveðið af munki, Eysteini lærða, ábóta í Þykkvabæj- arklaustri. Látinn 1360 eða 1361. Höf. Sannarleg göfugmenni Vér gátum þess nýlega hver voru andlátsorð leikritamannsins heims- fræga Charles Frohman^ rétt í þvf að skipið Lusitanía var’að sökkva. Hann mælti brosandi við stúlku sein stóð hjá honum:—“Hví skal dauðann óttast? Hann er hið feg- ursta æfintýri lífsins.” En oss láðist að geta annars manns, milíónaeigandans Alfred Vanderbilt. Þegar menn voru að siást um að komast í bátana var hann hinn rólegasti og gaf stúlku einni lífbelti sitt og kallaði á þjón sinn og bað liann að hjálpa sér að koma sem flestum börnuin ofan í bátana: —“Coine and let us save the kiddies” og þarna voru þeir báðir að sækja börnin og kasta þeim ofan í bátana. En um sitt eigið iíf hirtu þeir ekki. Þetta eru sannarlega göfugmennk annar stígur brosandi seinasta skrefið, en hinn ver sein- ustu mínútunum til þess að bjarga þeim, sem annars hefðu hlotiC að týnast. HAGLÁBYRGÐ 1915!----------------------------------- Hversvegna vátryggja uppskeru sína fyrir hagli í Hartford félag- inu.? Vegna þess það stendur fremst í sinni röð: ábyrgðar skilmálar hinir beztu; verð sanngjarnt: ef uppskera þín eyðilegst af þurk eða einhverju öðru en hagli getiðþið fengið peninga yðar til baka. Landar er vildu taka að sér umboðsstöðu (agency) þessa félags, í sínu héraði gjöri svo vel og skrifið mér tafarlaust eftir frek- ari upplýsingum. 1914 Total Assets. $26, 525,973.85. 1914—Surplus to Policyholders $10, 048, 522.13 0. G. OLAFSSON, Special Agent and Adjuster. Hartford Fire Insurance Co., Winnipeg, Man. BÆNDUR! SMJOr: EGG,kHÍNSNI. Við skulum kaupa allt sem þið sendið eða selja það fyrir ykkur sem haganlegast og setjum aðeins 5 per cent. fyrir. Með þessum hætti geta bændur selt afurðir bús síns svo lang haganlegast, en það eru fáir bændur sem ekki hfa nærri stór- bæunum sem hafa notað sér þennan stórkostlega hagnað. Reynið okkur það borgar sig. Stephansson Fish & Prodnce Co. 247 Princess St. Phone Garry 2950 Winnipeg Kóróna fúlmenskunnar. Hér og hvar hafa menn fundist, sem mælt hafa bót Þjóðverjum fyrir hina nýju hernaðaraðferð þeirra,— nefnilega þá, að kæfa óvini sina ineð eitruðuin lofttegunduni. Slíkir vinir og verjendur Þjóðverja hafa komið fram hér og hvar, bæði í Canada og Bandaríkjunum. — Þeir segja, að það sé ekki verra, að drepa óvini sína á þenna hátt, en með kúl- um eða sveðjum. Oss kemur til hug- ar, þegar landinn heima var að lóga hvolpum eða ketlingum; en sú að- ferð var svo andstyggileg og við- bjóðsleg, að ekki er lýsandi og sýndi svo mikla fúlmensku og tilfinning- arleysi, að yfir gengur alt annað. En nú kemur merkur maður einn og segir frá og lýsir kvöium þeim og pindingum, sem menn þeir verði að þola, sem orðið hafa fyrir eitur- spýju þessari. Það er biskupinn frá Pretoria. Hann hafði farið að sjá hermenn á spitölunum i Flandern, og hafði tekið vandiega eftir áhrif- um eiturlofts þessa og ri.tar um það á þessa leið í stórblaðinu London Tirn«T' “Grimmilegri og djöfullegri hern- aðaraðferð er ekki hægt að hugsa sér. Ef að loftefni þetta aðeins svæfði mennina, svo að þeir yltu út af, en Geirmenn (Þjóðverjarq gætu gengið að ósekju yfir meðvitundar- lausa búka þeirra, þá væri það skárra, og er þó bleyðifull og rag- mannleg herskaparaðferð. En þeg- ar aðferð þessi, einsog oft á sér stað, drepur mennina með seinum og kvalafullum dauða, — þá er ekkert það tunguinál til, sem geti lýst til- finningum þeirra, er sjá og horfa á kvalir þessar, einsog eg hefi séð þær er eg hefi staðið yfir unguin og hraustum og harðgjörðum mönn- um meðan eiturloft þetta var að pína þá og kvelja og slíta úr þeim lífið. á spítulunum, sem eg heiinsótfi í Flandern voru hópar manna. og þó aðeins lítill hluti þeirra, sem urðu fyrir “gasi” þessu. Margir þeirra engdust sundur og saman og brut- ust um til að geta náð andanum með hinum sárustu kvölum. Svona var það við hvert eitt einasta andartak og þannig höfðu þeir kvalist dögum sainan. Hver einasti læknir, sem þarna var, hafði reynt alt, sem mönnum gat til liugar komið, til að sefa kvaiir þeirra; en alt var til einskis. Þeir gátu hvorki linað kvalir þeirra eða bjargað lifi þeirra. Þeir urðu að horfa á mennina slitna sundur af kvölunum, — mennina, sem gengið höfðu hugprúðir og ör- uggir fram að leggja líf sitt i sölurn- ar fyrir ríkið, fyrir föðurlandið, fyr- ir mannkynið, fyrir frelsið, fyrir sanna menning, fyrir velferð vina og vandamanna, svo að þeir yrðu ekki nístir og troðnir sundur unilir hælum þessara samvizkulausu morð- varga! Aldrei í heiminum hefir nokkurt villidýr sýnt aðra eins grimd og þessi hin þýzka menning- arþjóð! Aldrei hafa menn fyrri séð hina sönnu þýzku menningu — Kul- tur ~ einso« núl °« Þetta vilja þeir breiða út um allan heim. Og marg- ur maðurinn hefir verið svo skamm- hygginn og vitgrannur að ætla, að þýzka menningin væri hin sanna, fullkomna menning!-------”, Fréttabréf. Frá fréttaritara Hkr. Markerville, 12. maí ’15. Bezta og hagstæðasta tíð hefir verið hér það sem liðið er af þess- um inánuði: hlýviðri með smáskúr- um nálega á hverjum degi. Qróður er kominn í bezta lagi, eftir því sem venjulegt er hér um þetta leyti, og akrar gróa hraðfara. Sáningu er um það lokið; nema nokrir munu enn sá fyrir grænt fóður. , Heilsa fólks er um þetta leyti víða skert af kvefsýki og illa kynjaðri bólguveiki í unglingum, og hafa sumir haft hana um lengri tíma. Skaði varð að eldsbruna þann 10. þ.m. Brunnu þá fjós og hús hjá B. Stephánssyni, bónda við Marker- ville; í húsunum brunnu 6 kálfar og allur reiðskapur bóndans. Knuinn veit víst, hvernig eldurinn byrjaði. Húsin voru í eldsábyrgð. Hér er á kynnisferð meðal vina og kunningja herra Jón Pétursson, frá Edmonton; einn af elztu íslenzku landnemum þessa lands; er búinn að vera nær 40 árum hér vestra. Gamli maðurinn, sem kominn er á niræðisaldur, er enn ern og hress. Nýskeð eru komin vestan frá Pince Rupert Mr. og Mrs. C. Christ- inson; fóru þangað í fyrra sumar, og hafa dvalið þar síðan. Nú eru þau komin, velkomin hingað vanda- mönnum sínum, vinum og nágrönn- um. Herþjónustuskylda. Frá london koma þær fregnir, að almenn herþjjónustuskylda verði í lög leidd í júnímánuði. Verður her- skyldum mönnum skift í þessa 4 flokka: 1. Flokkur ógiftir menn 18—35 ára. 2. Flokkur giftir menn 18—25 ára. 3. Flokkur giftir menn 25—35 ára. 4. I'Iokkur ógiftir menn 35—45 ára. Kosningar bráÓum. Mælt er, að kosningar eigi að fara frain hér í fylkinu innan skamms tíma. Þetta er reyndar orðrómur, en ekki óliklegur. NÝ VERKSTOFA Vér erum nú færir um að taka á móti öllum fatnaði frá yður til að hreinsa fötin þfn án þess að væta þau fyrir lágt vcrð: Suits Steamed and Pressed 50c Pants Steamed and Pressed 25c Suits Dry Cleaned.$2.00 Pants Dry Cleaned . 50c Fáið yður verðlista vorn á öllum aðgjörðum skófatnaðar. Empress Laundry Co. Ltd. Phone St. John 300 COR. AIKENS AND DUFFERIN Ideal Plumbing Co. Gjörir allskonar “Plumbing,” “Heating” og við- gerðir; sérstaklega óskað eftir viðskiftum Ianda 736 Maryland Street G. K. STEPHENSON J. G. HENRICKSON

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.