Heimskringla - 24.06.1915, Blaðsíða 2

Heimskringla - 24.06.1915, Blaðsíða 2
BLS 2. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 24. JÚNí 1915. Bretinn vaknar. Hann starfaði eiginlega ekkert, hann John Hever nema það, að gjöra alt, sem honum kom til hugar, að skemta sér. Hann var 21 árs gam- all og hafði aldrei unnið ærlegt handtak alla sina æfi, og hann bjóst ekki við því, að hann nokkurntíma myndi þurfa þess. Faðir hans var óbreyttur almúga- maður, er hafði aflað sér auðs og keypt sér lipra og laglega konu, en hafði dáið, þegar sonur hans var orðinn 5 ára gamall. Það, sem leiddi hann til bana var það, að hann reyndi of mikið á sig, er hann vildi tvöfalda eigur sínar. Og móðir Jóns tók því ofur rólega, því að bóndi hennar hafði veri blátt áfram og hvorki fínn né metnaðargjarn að elta siðu fína fólksins. Það, sem frú Hever þótti lakast, var það, að bóndi hennar vissi ekk- ert um afa sinn og Iangaði ekki til að vita neitt um hann eða hver hefði verið faðir hans eða hvað hann hefði starfað. Og þó að kona hans hvað eftir annað sárbændi hann um það, að komast nú eftir þessu, þá skelti hann skolleyrunum við bón hennar, og kvað sér annað þarfara. ‘Væri það ekki skemtilegt, elskan mín, ef að þú gætir rakið ætt þína upp til þeirra Thrafford Hevers?’ mælti hún oft. ‘Þú hlýtur að vera kominn af þeim; þú ert svo undur- líkur þeim’. ‘Eg hefi engan tima til að sinna slíkri flónsku’, svaraði hann. ‘Eg gæti ekki selt eina únzu af sykri eða kaffi meira, þó eg væri æðstur allra Heversanna’. ‘En hugsaðu til hans Jóns’. ‘Hann Jón getur grafist eftir því sjálfur, þegar hann er kominn til lögaldurs, ef honum svo sýnst. Eg skifti mér ekkert af því’. Jón komst furðanlega af, þegar faðir hans var dáinn, enda skifti móðir hans sér ekki mikið af hon- um. En gagnslaus var hann. Það er sagt, að menn þekkist af vinum sinum, og þó einkum af stúlk- unni, sem hann verður ástfanginn i. Hún var góður meðal kvennmaður á hæð, hafði skemtun af aflraunum og útivist og var einbeitt og sköru- leg og sagði blátt áfram það, sem henni sýndist, hver sem í hlut átti. Ilún reyndi ekki að gjöra sér grein fyrir því, hvers vegna hún elskaði hann Jón Hever, því henni var það ómögulegt og hún freistaði aldrei neins, sem henni fanst ómögulegt. En það var eitthvað það við hann, sem dró hana að honum; hún réði ekki við það, og þó féll henni móð- ir hans ekki vel í geð; því að hún sá vel, að það var alt hennar skuld, að Jón var eiginlega ekki til nokk- urs nýtur. Það kom alt af því, hvern ig hún hafði alið hann upp. En þetta áleit hún að létt væri að laga, þegar þau væru gift orðin, og vildi hún verða konan hans eins fljótt og mögulegt væri. Þetta gekk nú alt vel. Móðir hans var búin að sætta sig við að tapa honum við altarið, þar sem hann kæmist i hendur konu sinnar. En rétt áður en þetta skyldi gjörast, kom það fyrir, að Bretar sögðu Þjóðverjum stríð á hendur, án þess að taka tillit til þess, að hún Dóró- the Northenden neyddist fyrir það til þess að breyta öllum sínum á- formum og risa öndverð móti vilja tilvonandi tengdamóður sinnar. ‘Þetta verður svei mér skrall’, sagði Jón við unnustu sína, er hann sá hana daginn eftir að lýst var yfir stríðinu. ‘Var það ekki fallega gjört af Bretanuin, að hræðast ekki þýzka tröllið? Hvað sýnist þér, Dolly mín?’ ‘Það er voðalegt! Það er stórkost- legt!’ ‘Við skulum sýna þeim heimana tvo’. ‘Við? Ætlar þú að fara?’ Hann leit til hennar spyrjandi augum, því að nýtt hljóð var í rödd hennar, sem hann skildi ekki. ‘Viltu að eg fari?’. ‘Engin stúlka vildi láta unnusta sinn fara’. ‘Hvað er þér þá í huga,’ , ‘ótti kaldur, eins og væri eg byrgð inni í íshelli’. ‘Hvað ertu að óttast? Við berjum á þeim. Við höfum æfinlega orðið ofan á, við hvern sem við höfum höfum barist, við Bretarnir’. ‘Eg er svo hrædd um, að þeir deyði þig’. , ‘Deyði mig? Það er engin hætta á því!’ ‘ó, jú. Elskan mín- Þú ert ekki annað en hold og blóð, og kúlurnar eru gjörðar til þess, að deyða hold og blóð’. Þau þögðu nú góða stund. Þetta var alt svo nýtt. Alt til þessa hafði þeim verið lagt alt upp í hendur, og þau höfðu aldrei reynt neitt, sem var þeim ógeðfelt. Peningarnir höfðu sléttað yfir allar misfellur. ‘Það verður raun fyrir aumingj- ann hana móður mína’, sagði hann. ‘Þú verður að létta henni byrði þessa’. ‘Þessa byrði og margt annað verð eg að bera’, mælti hún og vafði hann örmum sínum og þrýsti sér fast i faðm hans, eins og hún vildi vera viss um, að hann væri nú þarna í faðmi hennar. ‘Eg vissi að þú mund- ir fara, og síðan hafi eg öll verið á nálum. Eigum við að fara og sjá móður þína?’ ‘Eg er hræddur við að sjá hana, en það er bezt við förum bæði, svo að það sé þá búið’. ‘En hvað þú ert karlmannlegur!’ mælti hún og gekk nokkur skref aftur á bak, til þess að virða hann fyrir sér. ‘Eg elska þig f.vrir það, hvað þú ert hár og þrekinn’. Hún var of feimin til þess að segja honum, að henni þætti svo vænt um hann, af því að hann hefði verið svo fljótur að sjá, hvað hann ætti að gjöra. Ilún hafði verið hálf hrædd um, að hún þyrfti að ýta undir harui og vekja hann til þess, að sjá og skilja, að sem heiðarlegur maður ætti hann að fara. En hefði hún verið nógu skarpskygn, hefði hún átt að sjá, að þessi fúsleiki hans til að fara í stríðið, var eitt af þessu óskiljanlega, sem hafði dregið hana að honum. Þau gengu nú saman heim til hans eftir bakstræti, af því' að það var styttri vegur, og dauninn og ruslið, sem þau sáu, hafði óþægileg áhrif á þau, því að þau höfðu alist þannig upp, að þeim féll illa alt, sem ljótt var og óþægilegt og óhreint; þar sem aðrir, sem höfðu alist upp við óhreinindi þessi og ódaun, fanst það ekki nema sjálfsagt og náttúr- legt. ‘Dolly, hvers vegna eru þeir að fara?’ sagði hann og rauf þögnina. ‘Fara hvert?’ ‘Hvers vegna er allur þessi fjöldi að fara, til þess að verja önnur eins heimili og þessi? Það veit hamingj- an, að eg sæti kyrr í þeirra sporum’. ‘Af því að England, hið brezka veldi, er í hættu’. ‘Ja, hvað er það nú, sem Breiland hefir gjört fyrir þá? Ef maður fer að hugsa út i það, verður það ekki svo mikið’. ‘Ertu Sósíalisti?’ ‘Nei. Eg er ekki neitt. En eg á við það, að eg skil ekkert í þeim, eða þessu öllu saman. Hvað mig snertir, þá er það margt, sem eg lilýt að berjast fyrir. Hlutabréfin mín, sem eg hefði ekkert upp úr til eilífðar, ef Þýzkir yrðu ofan á. En þetta fólk hérna! Hvað í veröldinni eiga þeir, sem þeim sé svo ant um, að þeir vilji hætta lífi sínu fyrir það?’ Hún vissi nú ekki, hvað hún átti að segja og þagði. En hann hélt á- fram: ‘Það eru líklega heimilin þeirra, sem þeir vilja berjast fyrir. Þeir vilja síður, að útlendingar láti greip- ar sópa um þau. Kannske lika að þeir vilji ekki, að Þjóðverjar sjái, hvað léleg og fátækleg hýbýli þeir verða að sætta sig við, stórmenskan sé svo mikil hjá þeim?’ ‘Hvað gengur að þér, Jón?’ ‘Hvað að mér gengur? Eg veit ekki. Þarna er heil þjóð handan við sundið, sem fúslega hefir búið sig undir það, að koma og drepa oss, ef að þeir fá nokkurt færi á því. Og alt til þessa hafa þeir verið að kaupa af oss og selja oss vörur og hvað annað, kurteisir og blíðmálir. Þetta kemur mér til að líta alt nýjí um augum. Lífið er orðið alt annað, en það var og það er eitthvað vakn- að í mér, sem eg skil ekki. Hvað skyldi hún móðir mín segja?’ Frú Hever hafði stunið og and- varpað við morgunverðinn út af hinu voðalega stríði, sem væri á leið inni, og lá henni við að veina há- stöfum yfir því, að stjórnin skyldi ekki hafa haldið Englandi utan við stríðið. , Þau voru ekki lengi í efa um, hvað hún mundi segja, því að hún var heima, þegar þau komu. Hún sá þegar, að Jón var einráðinn í því, að gjöra eitthvað, sem henni myndi vera á móti skapi. Enda dróst það ekki Iengi, að hún yrði þess vísari. ‘Móðir mín! Eg ætla að verða her- maður’, sagði hann léttilega, einsog þetta væri lítilsvirði. Hún hrökk við og hló hálf hryss- ingslega, þó að hún væri að reyna að mýkja röddina. ‘Þú! hermaður?’ ‘Því þá ekki?’ ‘Heyrðu, elskan min! Þú hefir ekki alist upp til þess. Þú gætir ekki þolað allar þær þrautir, sem það hefir í för með sér’. ‘Hvaða vitleysa! Hann þolir það alt saman’, mælti þá unnusta hans. En þá snöri móðir hans sér til henn- ar og mælti: ‘Bezta Dolly! Hjálpaðu mér til þess, að telja hann af þessu. Þú elskar liann. Biddu hann að vera hér hjá okkur. Hann hefir aldrei vanist neinu slíku, og hann kann ekkert til þess. Hann yrði öðrum ti! byrði og óhagræðis, ef að hann færi’. ‘En hvað getur hann þá gjört ann- að, ef hann hættir við að fara?’ ‘Eg fer’, svaraði Jón stuttlega. ‘Hvað í hamingjunnar bænum get- ur þú gjört, þó að þú farir?’ ‘Barist’. ‘En þú getur það ekki. Þú kant ekkert til þess’. ‘Það skiftir engu. Eg fer, ef þeir vilja taka við mér’, mælti hann. Stúlkan gekk til hans, lagði hend- ur um háls honum, kysti hann og mælti: ‘Elsku bczti Jón minn! Eg kviði svo mikið fyrir því, að sjá af þér. ‘Því ertu að tala svona, þegar þú ert að eggja hann til að fara?’ ‘Af því að þetta er alt satt’ Satt? Hvcrnig getur það verið satt? Ef að þú elskaðir hann, þá myndir þú vilja hafa hann hjá.þér. Jón minn, móður þína langar til þess að hafa þig heima. Eg hefi eng- an nema þig. Hún Dolly getur feng- ið sér annan unnusta, en eg get ekki fengið annan son. Það er munurinn á henni og mér, elskan mín! Þess vegna getur hún sagt, að þú eigir að fara, og það er ástæðan til þess, að eg banna það.--------Eg banna það, — heyrir þú?’ ‘Já’. ‘Þá veiztu líka, að þú getur ekki farið’. ‘Ekki veit eg það, því að eg fer’. Ihin gat ekki rótað honum með nokkru móti, og reyndi hún þó alt, sem henni gat hugsast, og Joks for hún að verða hávaðasöm og hrak- yrt, því henni þótti vænt um hann og gat ekki séð af honum. Það var svoddan kvöl fyrir hana, að hugsa sér að tapa honum, sein hún hafði alið upp frá þvi hann fæddist, fóstr- að hann, hlúð að honum og annast hann; að hann, sem var hold af hennar holdi og blóð af hennar blóði sem hún hafði reynt að verja gegn öllu illu og mótdrægu, sem hún hatöi borið á örmum sér,—að hann skyldi nú fara um ókunna stigu og deyja þar einhversstaðar fjarri henni; — hann deyja fyrir kúludxá einhverj- um durginum þýzka, barbariskum, með blikkhúfu á höfði, óhreinum og ruddalegum! Dóróthea sá nú, að þarna var sér of aukið. Hún gæti hvorki gjört né sagt neitt, sem nokkur áhrif hefði. Hún lét hann því einan «ftir hjá móður sinni og fór heim þó að hann bæði hana að bíða. En hann vildi ekki missa hana, því að hann var hræddur við, að vera einn með móður sinni, þegar hún væri farin. Loksins gat hann sannfært móður sína um það, að hún gæti ekki breytt fyrirætlun hans, og hún var farin að sætta sig við það. Gekk hann svo frá henni og var þó óráðinn, hvað gjöra skyldi. Af vana gekk hann til Bond Street og fór að horfa á, hvað væri í búðagluggunum, en tók þó ekki eftir neinu, fyrri en hann sá búðarmann einn vera að raða her- mannabúningi í glugga einn til sýnis. Búningurinn var góður og margvíslegur, og fór hann þá að hugsa um alla erfiðleika og þrautir, sem hermenn verða að þola; en í stað þess, að auka hjá honum óbeit á hermannastöðunni fór að koma titringur í hann. Honum fór nú að finnast annað, en hann hafði ætlað áður, og honum fanst það nú vera karlmenskuverk, að þola alt þetta og hætta lífi sínu. Alt í einu heyrir hann kallað: ‘Halló, Hever! Ertu að drepa tímann?’ Hann snöri sér við og sá að þar var kominn Miles Cary, sem honum reyndar aldrei hafði fallið vel í geð, af því hann var æfinlega ‘svo ólukki ákafur’. En nú var öðru máli að gegna, því að Cary var orðinn und- irforingi í hernum. ‘Eg var að hugsa um nokkuð’, mælti hann. ‘Hefir stríðið nokkuð snert vasa þinn?’ Hever tók ekki eftir háðinu, sem fólst í þessari spurningu. ‘Eg býst við því, að svo verði’, mælti hann. ‘En samt var eg ekki að hugsa um það’. ‘Varstu ekki?’ ‘Nei! Eg var að hugsa um það, að nú væri um stórmál að gjöra. Eg fór að heiman í morgun og ætlaði að ganga í herinn, en veit ekki vel, hvað eg á að gjöra. Eg vildi helzt komast í félag manna þeirra, sem myndu láta mig vera, þó að eg ekki sleppi /i-unum, þegar eg tala. En eg vil ekki vera í þeim sveitum, sem ekk koma nærri bardögunum. Það er lítilsvirði, að ganga í herþjón- ustu, ef menn sjá engan bardagann. Eða hvað finst þér?’ ‘Er þetta virkilega alvara þín, Ilcver?’ ‘Eg talá æfinlega í alvöru, Cary. Það er óþarfa heimska, að vera að tala annað en maður meinar. Eða finst þér ekki svo?’ ‘En þú hefir enga æfingu fengið, og gctur ekki farið sem foringi’. ‘Mér finst það nú ekki skifta miklu Eg get keypt mig lausan, þegar að stríðinu er lokið, eða er ekki svo? Og svo hefir þú oft sagt mér, að það væri litilsvirði að vera undrforingi’. ‘Já, á friðartimum. En hvenær viltu byrja?’ ‘Nú þegar’, mælti Hever. ‘Þá get eg sagt þér, hvað þú skalt gjöra. Farðu í svcit hinna léttvopn- uðu fótgöngumanna Lundúnaborgar. Þeir kallast: ‘King’s Ink Slingers’ (Kóngsins blek-slöngvarar). Þeir eru býsna færir og vel æfðir, og heliningur þeirra eru menn, sem trúa því, að þeir séu rithöfundar. Þeir halda í “h”-in sín piltarnir þeir, og þykjast tala og skrifa beztu ensku. ‘Þeir eru eitthvað skrítnir. En hvar eru þeir?’ Cary sagði honum hvar hann gæti fundið ‘blckslöngvara’ þessa og skildi svo við hann, með beztu von um, að nú mundi annarhver maður bjóða sig frain til herþjónustu, þeg- ar aðrir eins slæpingar og Ilever j vildu fara að berjast. Þá hlyti stríð-! ið fljótlega enda að taka. Hever kallaði á fyrsta leiguvagn-1 inn og lceyrði til næstu stöðva, er hermenn voru teknir og innritaðir. En þeir vildu vita deili á honum og að hann hefði með sér mann, sem þekti hann og hermennina, sem! hann ætti að vera með. Það var' ekki ejns létt að fara i herinn og hann hafði ætlað. Snöri hann svo þaðan og var i tvo daga að leita að manni, sem gæti gjört hann kunn- ugan einhverjuin í ‘blekslöngvara’ sveitinni. Loksins fann hann ungan mann, sem þekti tvo ‘blekslöngvara’ og með honum fór hann og var inn- ritaður í sveitina. Fékk hann þar númer sitt og æfingu látlausa á degi hverjum. Litlu seinna fór sveit þessi úr borginni út á land, og var hann látinn hafa vist hjá fólki, sem mest- megnis lifði á steiktum fiski. 1 heilan mánuð var hann á sí- feldum göngum og æfingum af öllu tægi, við skurðagröft og alt, sem her- maður þarf að læra, og þá var hon- um farinn að þykja fiskurinn góður. Hann var betri á bragðið, — en lykt- in, hún var nokkuð sterk stundum. En eitt gat hann aldrei lagt niður: En það var það, að hann var svo kumpánalegur við foringjana, sem væru þeir stallbræður hans. A friðartimum hefði þetta bakað honum marga ofanígjöf og hegn- ingu. En nú var stríðstími og margt liðið, sem ekki hefð verið þolað á friðartímum. Og því var það, að þegar ofurstinn sá, að Hever mundi aldrei geta orðið óbreyttur liðsmað- ur, þá gat hann komið því svo fyrir, að Hever fékk eina stjörnu á erm- ina, til merkis um að hann væri i foringjatölu en ekki óbreyttur liðs- maður. Foringjarnir urðu brátt ánægðir með hann. Hann varð allur annar maður, þcgar hann átti fyrir nokkr um mönnum að ráða. DRA UMURINN. Þá var það eitt sinn, að hann dreymdi draum einn, ekki aðeins einu sinni, heldur aftur og aftur. Draumurinn var nokkuð skýr. — Hann sá sjálfan sig í drauminum, og þó töluvert eldri, heldur en hann var í vökunni. Var hann í fleyg- broddi hermanna sinna, en þeir voru að ryðja sér braut eftir skipun hans í gegnum eitthvað þungt og þokukent, og þótti honum það vera riddarafylking, þétt og mannmörg, og ill og ógeðsleg. Alt í kringum hann lirópuðu inenn eitthvað á ó- kunnum tungum, svo að hann skildi ekki, hvað það var, nema eitt kallið, sem tíðast var og á ensku, en það var: “Out! Out! (út, út-). Honum fanst í draumnum, að mest væri undir því komið, að hann dygði, og vildi hann ekki bregðast félögum sínum, þó að hann langaði til að snúa við og komast á óhultan stað, frá þessum yfirvofandi háska og skelfingu. Æfinlega lauk draumnum með sársauka og i einhverju svörtu myrkri eða svartnætti, og fanst hon- um hann þá líða eitthvað eða drag- ast áfram og væri nú úti um sig; en saint lifði hjá honum vonin um ein- hverja mikla skyndilega breytingu. Hann skrifaði móður sinni og agði henni frá þessu. En hún fór að verða hrædd um heilsu hans, og hélt að þetta nýja líf hans væri honum of erfitt. En samt hafði hann aldrei verið við betri heilsu en einmitt nú, eða með fyllri kröftum. Hann sagði ekkert við Dórótheu, eða neinn í sveit sinni, því hann var óviss, hvernig þeir mundu taka því. En þéssir draumar voru svo verulegir, sem daglegir atburðir, og þeir höfðu meiri áhrif á hann en nokkuð annað. Og áhrifin voru þau að honum fanst það miklu skifta, hvað liann gjörði, því hann bæri á- byrgð fyrir öllum herinönnunum, sem hann liafði yfir að segja. — Loksins var hann sendur til i Frakklands, sem undirforingi, og þegar hann kom þangað, þá var hann settur í skotgrafirnar, sem yf- irmaður manna, sem voru búnir að liggja þarna af og til og berjast leng- ur en hann hafði yfirmaður verið. Þá fór hann að dreyma drauminn aftur og aftur og honum fanst hann, einlivernveginn óskiljanlega, vera að kömast í samband við föður sinn j sáluga, sem liann mundi þó ekkert; eftir. Það var faðir hans, sem var J hjá honum í draumnum, þó að hann ! skildi ekki, hvernig það gæti verið. Hvað eftir annað þóttist hann sjá sjálfan sig þarna fremstan í ein- hverri svinfylkingu, óljósri, og hann • ar þar að höggva og leggja og runnu sverðin og byssustingirnir í gegnum óvinina. Og hvenær, sem hann eða félagar hans lögðu eða hjuggu einn eða annan óvinanna, þá var það ein- hvernveginn fyrir hvatir draum- Siðirnir breytast en það sýnir æ besta smekkin að bera fram BLUE MBBON TEA Það er hið valdasta te víð tækifæri á þúsundum heimila í vesturlandinu. Sendið augiýsingu þessa með 25 centum til Blue Ribbon Limited, Winnipeg, og yður verður send matreiðslubók. Er það bezta matreiðslu-bókin í Vestur-Canada. Skrifið nafn og utan- áskrift skýrt og greiniiega. mannsins, og draummaðurinn var Hever, þó að það væri óskiljanlegt, eða einhver óþektur forfaðir hans, sem hafði komið að hjálpa honum þarna. Þetta var alt óskiljanlegt, eins og flestir draumar, en honum fanst það þó alt saman satt og yeru- legt. Og hvað sem þurfti að gjöra í vök- unni, þá hjálpaði hann mönnum sín- um til þess. Og gekk svo rösklega að verki, að þeir áttu fult í fangi með að fylgja honum, og þó fanst þeim, sem ættu þeir að gjöra betur, en hann, því að þeir væru vanari á- reynslu og þrautum en hann. Og endirinn á þessu varð sá, að þeim þótti meira og meira vænt um hann með hverjum deginum. En það var vafamál, hvort hann hefði getað afborið erfiðleika þessa og harðneskju, ef það hefði ekki vérið fyrir drauminn, þvi hann var á dúnsængum uppalinn og varinn öllu því, sem manninn herðir og stælir. Nú mátti hann ösla mittis- djúpt i hálffrosnum gröfum, ataður aur og leðju, og þarna urðu þeir að sitja og sofa og éta óþvegnir, hálf- -freðnir, með lítinn svefn og stund- um engan. Þarna máttu þeir sitja viku eftir viku, og eiginlega aldrei reka upp kollinn, því að á sama augnabliki og kollurinn kom upp kom skot í hann frá óvinunum, og hafði hann langað til þess, að vera nú orðinn laus úr þessum gröfum og hefð.i viljað gefa stórfé til þess, ef það mætti verða á heiðarlegan hátt; en það var ekki hægt. Og svo fór hann að gefa sig við mönnunum, skemta þeim og láta þá vera í góðu skapi og með ó- bilandi hugrekki, og sjá um, að þeir færu sér ekki að voða að óþörfu, og hann létti þeim veruna þar alt sem hann gat, og brosti og hló og kom þeim til að hlægja, þegar alt gekk sem verst. Sjálfur sá hann ekki þenna mikla sigur, sem hann var að vinna yfir sjálfum sér og var að síspyrja sjálf- an sig, hvort hann gegndi skvldu sinnar við undirmenn sína; hvort hann væri verðugur vináttu þeirra eða virðingar þeirra, sem ofar hon- um stóðu. , En þá kom það alt í einu, sem haglskúr úr heiðu lofti. Það hafði ekkert rignt í tvo daga, og sólin skein björt og hlý yfir hinum vatns- þrungnu sléttum og hálffullu skurð- um. í stað vatnsins rigndi nú stund eftir stund sprengikúlum Þjóðverja, þykkum, sem höglum í skúr, og alt kom yfir grafir þeirra. Og hver, sem þessu var óvanur, hlaut að ætla, að þar mundu fáir lifandi og enginn ósár uppi standa. En skot- hylki Breta svöruðu skjótlega, og nú urðu drunurnar og reykurinn og brennisteinsgufan því nær óþol- andi. Heimurinn var einsog einhver tröllasmiðja; alt skalf og nötraði, eins og jötnar væru glóandi járn að reka; en járnið sauð og sindrið glitr- andi fylti jörð alla, er það flaug víðsvegar undan hamarshöggunum. En þarna var Jón Ilever kaldur í gröfunum, blautur og forugur upp í mitti, og dröslaði um meðal manna sinna og brosti, eins og þetta væri hinn skringilegasti og skemtilegasti le.ikur, og hermennirnir gripu fljótt i sama strenginn og köstuðu glensi og gamanyrðum hvor til annars og óskuðu, að enginn kúlan bæri nafn foringja þeirra; þeim fanst þeir ekki geta án lians verið. En alt í einu stöðvaðist skothríðin óvinanna, og á sama augnabliki blik- aði á stálhúfurnar*) Þjóðverja; þar reis upp cin röðin á bak við aðra, og stóð þar maður við manns hlið í mikilli breiðu og margar raðir á þykt. Þessi hvika kom r«ú æðanrli að þeim, og þakti völluna; en alt var á liarðahlaupi, að drepa þá hvern og einn einasta. En þeir í gröfunum voru nú hand- Ijótir; þar var enginn sofandi þessa stundina. Hér var um mínútur og sekúndur að tefla. Og nú skaut hver sem betur gat. Það var stöðugur straumur kúlnanna og blossanna úr hverjum byssukjafti, og mennirnir byltust í bunkum niður, í röðum og görðum við hvert fótmál. En múgur- inn var svo mikill, að hvikan rann áfram að virgirðingunum rétt fyrir ♦framan þá, eina 2 og 3 faðma, stanz- aði þar dálítið, nokkrar sekúndur; og einlægt stóðu blossarnir í augu þeim og einlægt hnigu þeir niður; en yfir vírgirðinguna fóru þeir og ofan i grafrnar tl Englendinga. Þá mintist Jón draumsins. Nú sá hann fleyginn mannanna og nú var hann i broddi fleygsins; hann laut niður og greip upp riffil hermanns, sem dauður var, með spegilfagurri lagsveðju fram af riffilhlaupinu, tví- eggjaðri. Á hálfri sekúndu var hann í miðj- um óvinahópnum og var hann þar einn; þeir voru alt í kringum hann. En hann brauzt um og rotaði þá með *) Þær eru eiginlega blikk- eða pjáturs-hjálmar, með titt upp úr miðjum kolli; á að vera eftirstæling hjálma hinna fornu víkinga. (Heiina voru þetta kallaðar pikkel-húfur). Höf. Þegar þú þarfnast bygginga efni eða eldivið D. D. Wood & Sons. -------------------Limited-------------------- Verzla með sahd, möl, mulin stein, kalk, stein, lime, “Hardwall and Wood Fibre” plastur, brendir tígulsteinar, eldaðar pípur, sand steypu steinar, “Gips” rennustokkar, “Drain tile,” harð og lin kol, eldivið og fl. Talsími: Garry 2620 eða 3842 Skrifstofa: Horni Ross og Arlington St.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.