Heimskringla - 24.06.1915, Blaðsíða 4

Heimskringla - 24.06.1915, Blaðsíða 4
BLS. 4 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 24. JúNí 1915. HEIMSKRINGLA. (Stofnufi ISHO) Kemur út á hverjum fimtudegi. ÍJtgefendur og eigendur: THE VIKIXG PRESS, LTD. Vert5 blaísins í Canada og Bandaríkjunum $2.00 um árift (fyrirfram borgati). Sent til íslands $2.00 (fyrirfram borgatS). Allar borganir sendist rát5smanni blat5sins. Póst et5a banka ávís- anir stýlist til The Viking Press, Ltd. M. J. SKAPTASON, Ritstjóri H. B. SKAPTASON, Rát5smat5ur. Skrifstofa: 720 SHERBROOKE STREET, WI5MPEG. P. O. Box 3171 TalMÍml Garry 4110 Erum vér seldir sem sauðir, eða hvað? Hann hefir verið þungur til loftsins um tíma nokkurn undanfarið og margur hefir við óveðri búist; en þó að myrkt væri til lofts, þá vissi enginn eða fáir, hvenær steypan myndi koma á eða hvernig hún yrði. En nú kom hún loksins, frekleg, fáheyrð og sóðaleg, — ef að þetta er alt satt, sem lögmaður Fullerton ber fram — sem lesa má á fyrstu blaðsíðu — og segist geta sannað með vitnum, sem hann hefii tilnefnt. Hún er svo sóðaleg, að í rauninni hverfur alt hitt, sem á undan var gengið, og verður lítilsvirði í samanburði við þetta. Aldrei hefir verra heyrst hér um Canada, — um alla Ameríku. Tammany hring- urinn keypti einn og einn, en hér fer stjórnin í merabýtti. Og hin nýja stjórn kaupir hina horuðu húðarbykkju (völdin) fyrir tugi þúsunda, og ekki einungis það, heldur með því að selja réttlætið fyrir silfur, — réttlætið og mannorðið, sitt eigið, eða æru; því menn voru farnir að vona, að hún myndi nú hreinsa til, og hjörtu fylgismanna hennar og jafnvel andstæðinga margra, voru farin að hrærast og fyllast þakk- lætis til hennar, og ánægju og vonar, að nú væru að koma nýjir tím- ar, þar sem hreinleikinn og siðgæðið og mannskapurinn ríkti, — þar sem dollarinn saurugur ríkti ekki lengur. Þeir komu fram sem endurbótamenn, liberalar, og ekki einungis vinir þeirra, heldur margir andstæðingar þeirra, sem hötuðu dollarinn, voru fagnandi í hjörtum sínum, og sögðu með sjálfum sér: Nú verð- ur þó ekki mútað lengur; nú verða ekki lengur keypt atkvæði ves- alinganna; nú verða ekki lengur seld eða látin sem mútur embætti fylkisins; nú verða hvorki heilar sveitir eða hálfar kevptar upp ti að greiða atkvæði með hinum eða þessum flokknum Nú þarf ekki lengur að safna tugum eða hundruðum þúsunda í kosningasjóð. En það fer stundum öðruvísi en ætlað er, — því að nú er alt fylkið gjört að flónum, sálarlausum, skynlausum kvikindum, sem selja má og kaupa og hver getur eignast, sem silfur hefir nóg fram að leggja, — e að ákærur þessar sannast. Og þær verða að sannast eða falla. Milli- vegur er enginn til. Það kemur hér fram, sem vér sögðum fvrir nokkru, að erfitt mundi að greina sauðina frá höfrunum. Þó að það að vísu sé ekki rétt, að taka einn og festa upp á gálga, þegar allir eða fjölmargir eru sekir. En fylkisbúar, bæði liberalar og konservatívar, heimta að fá að vita alt um þetta, sem hægt er að vita. Grunurinn er verri og ó- bærilegri, en hvað sem upp kann að koma. Liberalar eru sakaðir um að taka mútu. Hinir beztu menn flokks- ins eru sakaðir um að þegja með þjófum. Eiðsvarnir menn, sem ciga að vernda lög og rétt, brjóta þetta alt saman til þess að ná völdunum. Og hvað skyldu þeir hafa ætlað að gjöra með þau, þegar þeir voru í sæti komnir? Til þess að svara því, þá þyrftu menn að rannsaka hjörtun og nýrun, — en því viljum vér leiða vorn hest frá. Alt þetta er svo nýstárlegt og óheyrt, að það flýgur með rafþráð- unum um allan heim. Ekki verður nokkurt það kot til í víðri veröld, þar sem blöð eru lesin á einhverju tungumáli, að ekki komi þangað sagan um merakaupin í Manitoba, um endurbótamennina í Manitoba, um fimmtíu þúsund silfurpeningana í Manitoba, sem liberal flokkur- inn eða foringjar hans féllu fyrir. Það ætti ekki að líðast. Engum manni, sem unnið hefir brzkan borgareið; engum manni, sem nýtur verndar hins brezka veld- is; engum manni, sein hefir lífsupp- eldi sitt undir vernd hins brezka fána; engum manni, sem situr að borði Canada og tekur þar af hvern sinn hita, — ætti að líðast sá ósómi, að svívirða þessa sína móður í orði eða verki. Hvernig sem fer, hvort sem Bretar og Bandamenn verða of- an á, eða Vilhjálmur blóð og Þjóð- verjar troða Bretland undir fótum sínum og þar á eftir Canada, þá ætt- um vér ekki að þola nokkrum manni að rægja Breta, eða rýra virðing þeirra, eða að snúa á verra veg mál- stað þeirra; þvi síður að hæða þá eða spotta. Enginn veit nær stríði þessu lýkur. Það geta liðið langir dagar og sorgfullar nætur, þangað til það er búið, — og það er nógur timi að krjúpa að fótum Vilhjálms og kyssa fald klæða hans, þegar hann kemur. Samkoma á Hnausum. Þann 17. þessa mánaðar var sam- koma haldin á Hnausum í Nýja ís- landi. Kvenfélag Breiðvikinga stóð fyrir henni og stofnaði hana í þeim tilgangi, að fá saman fé til að byggja samkomuhús í bygðinni, því ekkert var þar til áður. Þetta var byrjunin. En mikið meira þarf fram að leggja áður en lýkur. óheppilega tókst til, því að rign- ing var allan daginn, og komu því færri en ella hefði verið, fyrri en undir kveld. Þó konist fólk ekki inn í skólahúsið. Og voru því tölur flutt- ar úti og kaffi veitt í skógartoppi. Samkomunni stýrði Stefán kaup- naður Sigurðsson og setti með ræðu. Auk hans flutti síra Rögnv. Péturs- son ræðu, sem hér sést í blaðinu og Þorst. Þ. Þorsteinsson kvæði. Sira Magnús Skaptason talaði þar einnig nokkur orð og Bjarni Martensson; cn hornleikaraflokkur lék á lúðra milli ræðanna, undir forustu Gutt- orms skálds Guttormssonar, frá Biv- erton. — Einkennilegast af öllu þar neðra var að sjá og heyra flokk þann — þarna úti í skógnum. Fór þeim það úr hendi, sem þaulæfðum horn- leikurum í stórborguin landsins, og hafa þeir vafalaust þurft mikla stund á að leggja. Og orð getur Gutt- ormur sér sem söngstjóri þeirra (bandmaster). Það er stór prýði fyr- ir sveitina, að hafa flokk þenna og jafnvel æfðan. Vér óskum konunum í Breiðuvík- inni til hamingju með fyrirtæki þeirra og þökkum gömlum kunningj- um fyrir viðtökur þær, er vér hlut- uin. Minni Islands. En Ijóst er það, að nefnd sú, sem rannsakar þetta, má ekki skip- ast af fylkisstjóra, þar sem hann er sökum borinn og kvaddur sem vitni til yfirheyrsiu. En einhver ráð hljóta að finnast til að fá nefnd- ina setta, þó að enginn geti sett hana í fylki þessu. Fólkið, alþýðan, heimtar það! Sveitirnar, sem seldar eru, heimta það! Kjósendurnir, sem bera gjaldið og kostnaðinn og mútugjafirn- ar, heimta það! Þeir heimta að fá að vita allan sannleikann, óskor- inn og ókliptan. Hér er hvorki um liberal eða konservatív að tala, — heldur æru og heiður fylkisins, um það, hvort menn nokkurntíma geti litið framan í ærlegan mann. Það dylst engum, að hér þarf að hreinsa til, Fiokkarnir þurfa að fá nýtt blóð og tappa hið úldna af. Það væri að setja kórónu á sví- virðinguna, að fara nú að hafa kosningar, áður en útgjört er um þetta, — áður en kjósendur geta vitað, hvort þeir kjósa fyrir fulltrúa þjóf eða ærlegan mann. Kjósendur hafa hinn fylsta rétt til að heimta að þetta sé rannsakað nú þegar. Menn þurfa hver og einn að gæta þess, að nú liggur þung skylda á herðum kjósenda og allra skynberandi manna í fylki þessu. Hið fáheyrða er skeð; Stjórn ein er knúð og rekin til að segja af sér. Fulltrúi konungs er opinberlega sakaður um, að taka sér meira vald, en stjórnarskráin leyfir og flækjast inn í flokkspólitík og óvirða með því hið háa embætti sitt. Hin nýja stjórn er sökuð um, að hafa náð völdum og sætum með aðferð, sem er ennþá verri og óheiðarlegri, en aðgjörðir stjórn- ar þeirra, sem hún steypti. Alt þetta verða menn að hafa hugfast. Og sé ekki hægt að fá menn í fylkinu til að hreinsa garða þessa, — þá þarf að fá þá að, því að svo búið dugar ekki. (Flutt á Hnausum 17. júní 1915). Hciðraðu samkoma! Sagan getur þess, eins langt til baka og hún nær, að sá var siður meðal feðra vorra og frænda, að mæla að minnum að samkvæmum öllum og veizlum. Var þá veizla fyrst rétt hafin, er minni voru helg- uð guðum og góðvættum lands og þjóðar. Þótt siðvenja þessi sé forn orðin, helzt hún við enn á meðal vor og er að líkindum hin eina úr siðum feðra vorra, er geymst hefir; hitt flest falið gleymsku, eða til moldar gengið með burtu horfnum kynslóð- um. En minnunum hefir fækkað, —- eins og heilagleika hugsjónum hefir fækkað, og tilfinningunni um helga dóma farið aftur. Guðunum gömlu hefir öllum verið steypt niður í ann- aðhvort hafið, og minni þeirra sign- uð gleymsku og þögn. Eftir er nú eigi nema eitt helgra minna, það er ættar- og þjóðar- minni vort, — minni Islands. Það er yngsta og síðasta forn-helga minn- ið, er vér göfgum og varðveitum inst í huga og það minnið á að verða oss lengst heilagt, lifa með oss eins lengi og “land vort fær lýði og bygðum halda”, og deyja þá,—hverfa burtu með hinum minnunum, — er síðasti íslendingurinn er jörðu ausinn. Fyrir þessu minni hefi eg verið beðinn að mæla nokkrum orðum, og þakka eg sæmd mér veitta með því, að vera á þann hátt settur í spor hinna fornu goða, og látinn signa það síðasta og einasta minni, sem heilagt er og úr siðum ekki numið. ÍSLAND. Flutt á þjóSminnlngardegi at5 Hnausum i Nýja Islanði 17. júní 1915. Dag þennan, fyrir meir en hundrað árum, fæddist þér, Island, frelsiskappinn þinn. Áhrif hans vaxa vestanhafs sem austan; voru þau rót, sem gáfu stofninn traustan; laufhvelfing, ár hvert, lengir teinung sinn. Greinarnar vaxa, gullna limið stækkar, gróðurinn eykst og þjóðlífsbjörkin hækkar smám saman, jafnt og stöðugt, öld frá öld. Þá verður fagurt Island endurborið, eins og þá fyrst í suðri blámar vorið, þar sem hinn grimmi vetur átti völd. Ást sú og trú, til Islands sem vér berum auki vorn þjóðmátt, sýni glögt vér erum börn vorrar móður meir en nafnið eitt. Hér verður önnur íslenzk þjóð að myndast, öflugum þáttum fósturjörðu bindast, annars vér verðum verra en ekki neitt. Framgjarna æska, vertu æ á verði veigra þér ei að bregða hvössu sverði sjáir þú Islands sóma gengið á. Hann er þín sál og andans göfgi æðsta, aflið, sem knýr þig fram til marksins hæsta, án hans er líf þitt auðn og dauð hver þrá. Elskum vort land og bindumst traustum taugum, tengjumst enn fastar — brenni oss úr augum ljósið þess elds, er frelsið feðrum gaf. Lifi oss á tungu helga málið, hlýja. Hamingjan blessi ísland gamla og nýja — alt það, sem sprettur rótum Islands af. Þ. Þ. Þ. Þess utan er það líka ávalt þakka vert, að vera gefið tilefni að bera þess vitni, hverrar ættar vér séuni, svo vér verðuni þess mi'nnugir, að vér erum íslendingar, með því að aðsætin áleitni álfu þessarar vill fá oss til að kennast undir annað nafn. Oss hefir á marga vegu verið frá því skýrt á þessum þjóðminningar- dögum vorum, að þetta land eða ríki sé einskonar deigla, sem öllu að- fluttu fólki sé kastað í. Úr deiglunni á svo að risa ný þjóð. Aftur er líkingu þessari stundum snúið upp í grautarpott, og látið vel yfir, að vegna meðskapaðra kosta getum vér Islendingar öðlast þá sæmd, að verða saltið í þessum þjuo- argraut. Grauturinn — soðinn og saltaður — á svo að verða hin nýja þjóð, er ekki á ætt sina að rekja ul neinna sérstakra landa, — einskon- ar Ingveldur Allra-systir, allra ver- aldarinnar Grautar-Halla, um allar álfur. Eitthvert matar-óhljóð hefir mér fundist vera utan um þessa grautarpotts-líkingu, án þess þó eg vilji ætla neinum þá hvöt, að hann hafi löngun til að vera svo nærstadd- ur pottinum, að hann fái náð ein- hversstaðar utan um þvöruskaftið og ef til vill fái snert tungu þvöru- blaðið, ef á því vildi tolla skóf eða skán. En það hefir mér jafnan ver- ið efst í huga, að biðja þá Grautar- suðu-menn, að taka graut sinn og eta, eldsoðinn, moðsoðinn eða hrá- ann, heitann eða kaldann, — en salt- lausann. Virðulegri er samlikingin hin við deigluna, en næsta gömul er hún, og finst ein frum-mynd hennar i Eddu. Það er sagan af þeim Brokk og Sindra ívaldasonum. Er það eina g iðsögnin og fyrirheitið, er eg minn- ist að hafa séð, að úr deiglu eða afli megi leidd fram vera lifandi skepna. Það var þegar þeir bræður bjuggu til svínið fræga, — göltinn Gullin- bursta, eyk Freys. Er gelti þeim svo lýst, að renna mátti hann loft og lög, nótt og dag, meira en hverr hestur. Burstin var úr gulli og aldrei var svo myrkt, að eigi væri ærið ljós, svo lýsti af burstinni. Göltur þessi var með þeim hætti gjörr, að Sindri tók svin- skinn og lagði í aflinn, en bað Brokk blása. Og hann blés þangað til smiðurinn tók úr aflinum og var það þá göltur. Má vel vera, að orðið gæti Gullinbursti vegleg þjóð. Að minsta kokti fráleika þjóð, því svo var Gullinbursti hinn forni. Þeir ívaldasynir, Brokkur og Sindri, hafa engum hagleik glatað; ekki stendur á öðru en cfninu, - svínsskinninu. f sögunni af ferðum og hrakn- ingum Odyssevs segir frá líku æfin- týri og þessu, er hann kom til eyjar- innar, er gýgurinn Kirke réð fyrir, og liðum hans flestum var breytt í svín. Sendi hann þá, undir forustu þess manns, er Evrýlockus hét, til hallarinnar, þar sem Gýgurin bjó. Tekur hún þeim með kostum og kynjum, býður þeim að ganga í höll- ina og skipar þeim öllum í öndvegi. En Evrýlockus stóð úti, því hann hugði svik undir búa. Setur hún nú fyrir þá hina beztu rétti, hunang og mjólk, ost og hveiti og vín pram- neskt. En drykkurinn var meini blandinn. Gjörðust þeir nú brátt hreyfir og gleymdu fósturjörð og feðragörðum. En er veizlan stóð sem hæst, laust hún þá alla með töfrasprota; breyttust þeir þá i svín. Segir svo frá: “Skör báru skatnar með skál á trýni, rumdii rýtandi, reistust burstir; var vallbassaleyt vaxtarlug ult, ok þó vit heilt, sem verit hafði. Breyttust þá réttirnir brátt í þá fæðu er eigi var ætluð mönnum, -—akarn, eitla og mýla. En Odyssevs er ávalt var minnugur ættar sinnar og óðala, fékk þá alla aftur leysta úr nauðum, með tilstyrk guðsins Hermesar, — guði feðranna og ens fríða Grikk- lands. Það er mönnum stór vorkunn, þótt þeim gangist hugur við, að vera skipuð öndvegi og setlir að veizlum; og með því falli þeir undir ægivald Gýgjarinnar; en fríðari og fegurri verður þó ávalt hamingja Odyssevs og orðstír, er einum saman, með til- styrk giftu og guða, frænda og feðra- bygða, auðnast að yfirstíga allar tor- færur og kalla liðsmenn sína Iti heillrar hyggju. Odyssevar þyrftu að rísa upp á hverjum bæ meðal vor hér í álfu, er gefið gætu aftur þeim mannsmynd- ina, er henni hafa glatað. “Fríðari miklu ok fegri sýnum ok vöxtulegri á velli at sjá’’. og lagt alla deiglu-drottna og graut- ar-seiðlinga í aflinn hjá þeim Brokk og Sindra, svo úr þeim verði smíð- að það, sem guðirnir hafa ætlað þá i. Mun þá líka aldrei fara svo, að uppi verði eigi haldið minni voru, hinu helga minni íslands, meðan aldir renna.----------------------- Land vort er hið sérstæðasta land í heimi, í öllum skilningi. Það a ekki sinn líka. Eigi þó vegna Jiess, að það sé auðugra land eða veður- sælla, en öll önnur lönd; því svo er eigi. En það hefir þá kosti og þau kynstur að bera, er önnur lönd hafa eigi. Það er heimur í heimi þessum, — heill sérstœður heimur, með öll- um heims ummerkjum og eiginleg- leikum. Það er heil veröld. Á landi voru eru frjósamir dalir og fiskivötn, elfur og lækir, fossar og hverir, eldfjöll og jöklar, bygðir og eyðimerkur, sandar og sævar- borð, eyjar og útsker. Þar viðrar öllum veðrum og skiftist í veðra- belti á sömu árstíðinni, svo að til fjalla og öræfa er heimskauta-loft, en til sveita gróðurloft hins tempr- aða og suðlægara baugs jarðar. Þar eru flestar, ef ekki allar, þær upp- sprettur, er finnast annarsstaðar um heim, heilsu- og lífs-gjafa lind- ir, heitar og kaldar, heimin hrein og blá vötn, er grómlita hvorki mynd mannsins, ský hmins eða Ijós sólar og stjarna, er í þeim speglast, en sýna hana með nákvæmni einsog hún er, — sannur útvortis vottur sannleiksástarinnar, er stjórnaði hönd og huga sagnaritaranna, er i letur færðu orð og gjörninga allra Norðurlanda. Þar er friðarbogi yfir hverjum fossi og bládögg á hverju strái. Þar er “sjálf dimman ekki dimm og nóttin lýsir sem dagurinn og myrkrið sem ljós”. Þar eru stenborgir, reistar upp frá undirstöðum jarðar, — eilífar, ó- bifanlegar, — bústaðir og iverustað- ir heimssálarinnar. Þær hafa stund- um verið nefndar Hulduborgir. Þær eru hulduborgir — þess hulda afls og máttar, sem reisti jörðina upp af höfunum og festi hana á vötnun- um. Þar eru firðir svo fríðir, að hvergi getur fegri að líta. Að hádegi eða nóttu, Jiá bjart er, eru þeir Jiví líkastir, sem niður í djúpum dal breidd sé silfurvoð eftir ertdilöng- um dalnum. Við sólsetrið bera þeir annan lit; þá eru þeir rauðir sem gull, einsog teknir væri tugir þús- unda sólargeisla, undnir saman í streng og lagðir niður í dalsbotn- inn. Á flest öllum stöðum landsins má sjá öll þessi ummerki heims. Og þó hver landshlutur, sem horft er yfir, sé ekki stór, skyggir þó ekkert þar á annað, ekkert náttúruafbrigðið á hitt, og er þó hvcrt uin sig svo stór- vaxin mynd, að það er ekki sýnis- horn, heldur frummynd, fyrirmynd- in, er hæfir, og hvergi er að finna, nema í heilum og ómælilega stórum heimi, og í fullu hæfi við heil- an heim. Hvernig það fer að kom- ast fyrir, er furðuverkið stóra. Það er einskonar ytri staðhæfing heim- spekiskenningarinnar fornu, að i hugsun hins Eilífa felist alt. ísland er heimshugsan hins Eilífa; heimur innan lieims, sérstæður, óviðjafnan- legur og ólíkjanlegur öðrum lands- hlutum þessarar jarðar, og má telja Jiað ástæðuna fyrir Jivi, að það er fegursta og furðulegasta landið í öll- um heimi. Vér sögðum áðan að land vort væri eigi auðugra og veðursælla en önn- ur lönd, og svo er heldur eigi. Á skömmum tíma breytist sá heimur, sem vér höfum nú horft á; ljósið deyr inn í hálfrökkur og nótt; dýrð og fegurð falla undir hjúp fanna og ísa; í stað hins fyrra er kominn heimur kuldans og dauðans. Skiftir það þannig búningum á hverju ári. Vegna þessara umskifta, er draga injög úr frjósemi jarðarinnar, er landið ekki auðugt. Það er víða hrjóstrugt og harðbalalegt, og fyrn- indin öll af grjóti liggja þar allstað- ar ofanjarðar. Vegna þess hefir oft verið hallað kostum þess. — “Bjóð þú að steinar þessir verði að brauði” — hafa verið tiðkveðnari orð, en hin: “Maðurinn lifir ekki á einu saman brauði”, — þó tæplega vegna þess, að heimildin sé betri! í þessum breytilega heimi er þjóð vor alin. Þar liggja ættir vorar og óðul, og hefir hin sérstaka náttúra landsins ekki haft lítil áhrif á upp- eldi hennar, eðlisfar og sálarlíf. Feg- urðin og skrautið hefir þroskað og alið hjá henni fjölbreytilegt hugsana líf, tilfinningariki og þekkingarlang- anir, stríðar og sterkar, ekki ein- göngu að fá að sjá og skilja, heldur líka að lifa og reyna. Hugsjóna-auð landsns hefir hún helgað sér, er hvarvetna er svo bersýnilegur og auðtekinn, en auðinn hinn siður, enda er dýpra eftir honum að grafa. Hvað landið er fullkominn heim- ur í sjálfu sér, hefir orsakað fjöl- breyti þjóðlífsins, því fult eins fjöl- breyttu lífi hefir þjóðin lifað einsog nokkur önnur. Og af sömu ástæðum hefir það líka verið til þess fallið, að ala hana upp til sérstakra hluta, fá henni sérstakt verk að vinna. Þjóðin hefir ekki vaxið að mann- afla. Starfsefnið hefir ekki verið það, að útbreiðast um allan heim, unz afkomendur hennar væru fleiri orðnir en sandkorn á sjávarströnd, einsog ísraelssona. Hún hefir orðið að vaxa upp á við og inn á við, inn í hugsjónaheiminn. Verkefni henn- ar hefir verið, að safna saman, lesa saman atburði lífsins og tildrögin, sem að þeim leiddu, — seinja sögu. Hún hefir verið söguritari og bóka- vörður menningarþjóðanna nor- rænu. Vegna Jiekkingarlöngunar- innar hefir hún lifað með í lífi ann- ara Jijóða. Henni hafa verið fengn- ir endarnir á hinum slitna örlagavef hinna Gotnesku þjóða, og þá hefir hún, í tómstundunum heima, ofið saman i íslenzkt vaðmál, — hald- betri og svikalausari voð, en guðvef- ir Suður- og Austurlanda hafa reynst. Vér dáumst að sögustíl Snorra; cn liað er sami sögustíllinn og hjá körlunum og kerlingunum, er sagt hafa oss þjóðsiigurnar, — aðeins er efni frásögunnar ekki eins glæsilegt og umfangsminna. Úr þeim tveimur efnum, sem landið notar mest í sínar feg- urðarmyndir, hafa tveir sypir þjóðarinnar lilaðið minnisvarða tvo, — öðrum dýrri, — norrænni siðmenningu: Úr grjótinu, Albert Thorvaldsen; — úr ljosinu, Níels Finsen! Það er leitin upp á við og inn á við í hugsjóna heiminn, cr stýrði ferðum forfeðranna i æfintýra- og landaleit.------ En um liðna tíð hæfir ckki að ræða. Hún er öll bókuð og geymd. Um það, sem framundan liggur varð- ar mest. Nú um all-langt skeið hefir mikið verið þráttað um sjálfstæði þjóðar-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.