Heimskringla - 24.06.1915, Blaðsíða 5

Heimskringla - 24.06.1915, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 24. JÚNÍ 1015. HEIMSKRINGLA tíLS. 5 innar. Hafa menn mjög greinst í flokka í þeim deilum. Tæplega verð- ur þess þó vart, að sumir þeir flokk- ar hafi fundið sér nokkurt mið að stefna að. Aðalstefnurnar munu þo vera tvær; önnur í áttina til fulls aðskilnaðar við • sambandsþjóðina dönsku; hin til framhaldandi sam- bands með afmörkuðum og ákveðn- um sérmálum. Deilurnar út af þess- um stefnum hafa orsakað mikla töf, og óskýrt framtíðarstefnuna, er þjóð- in í hjarta sínu mun helzt kjósa og ætti helzt að kjósa. En það er fult þjóða- og ríkjasamband alls norræna heimsins, allra Norðurlanda. Að slíta þættina, sem nú mega ekki veik- ari vera, er tengja þjóðir þessar sam- an, er hið mesta slyz og boðar eng- um nema ilt. Réttarfarið norræna bygðist áður fyrri á frændsemi. Og réttarfarið og réttarstaðan ætti enn að byggjast á frændsemi. Hugsjónin stóra ætti að vera: Norrænt stórveldi (“Pan- Skandinavismi”). Og þótt því hafi verið litið hreyft ennþá, sakaði ekki þó smærsta þjóðin byrjaði nú á þvi. Hún hefir áður verið hugumstór i heimi andans. Henni hefir áður ver- ið trúað fyrir stórum hugsjónum og göfugum, — þar sem henni hefir verið falið, að geyma tungu og lífs- sögu Norðurlanda í þúsund ár. Konungsdýrkendur verða norræn- ar þjóðir aldrei. Konungs-samband er ei framtíðar-eining. Þær þekkja of vel til, hve sá þráður er veikur, er hásætuin halda uppi. — En sameiginlegur uppruni, sameiginleg saga, sameiginleg tunga og sameiginleg trú, eru þær taugar, er tengt geta þær þjóðir allar saman. Þær eru engar komnar langt hver frá annari, og með fáein- um skrefuin geta þær svo nálgast hver aðra, að þær gleymi því, að þær hafi nokkru sinni verið sundur- skiftur heimur. Einsog alt virðist miða til nú í heiminum, að skyldar og tengdar þjóðir dragist saman i eitt alríkis- samband, þá liggur það í augum uppi, að framtíðar velferð Norður- landa hvílir á því, að geta eflst þann- ig innbyrðis, að rikið verði eitt. Mega þau þá heldur ná ré.tti sínum út á við. Ætti þetta að vera mið- hugsun allra utanríkismála þjóðar vorrar. Það, að ísland sliti sig úr sambandi, jafnvel því sem er, er kot- ungs-hugsun, afdala-hugsun. En að það geti myndað ríki í Bandaríkjum Norðurlanda, er allra hugsjóna æðst og oss siunboðnust. Því þó þjóð vor verði minst þeirra ríkja og fámenn- ast, getur hún lagt drjúgan skerf til þess samfélags, með starfi því, er hún hefir þegar leyst af hendi, og köllun þeirri, sem henni er gefið að rækja: að vera vörður og verndari eldsins í liinu helga ættarhofi, bera í styrkum hönduin blys sö^unnar. Framtíðin á að vera þrungin af stórum og göfugum liugsjónum, en smámcnskunni vikið um reit. Eins og þeirri, er stakk upp liöfði i ýms- um hugsunum, er komu í Ijós hér megin hafsins eftir konungkomuna sumarið 1907. Var líkast sem þjóðin væri orðin að þeim hjónum Skaf- nörtungi og Tötru, er segir frá í Gautrekssögu og Gauta konung bar að garði til, — er gengu fyrir ættern- isstapa af þvi þau urðu að fivða kon- ung eina nótt. En nöfnin voru svo til komin, að Skafnörtungur var svo nefndur, að hann var svo matsár og glöggur um sinn kost, að eigi mátti hann sjá neitt til þurðar ganga; en Tötra vildi aldrei önnur klæði hafa, en það sem áður var slitið og að spjörum orðið. Öll þesskonar liugs- un verður að upprætast, því lítil- menskan verður engum til vegsemd- ar eða virðingarauka. ------Þátttaka vor hér vestra í högum heimalandsins, er undirorpin ýmsum misskilningi. Ætlar margur, að sú eina aðstoð, sem vér fáum veitt þjóðerni voru, sé að Icggja fram fé. Er því meginþorri manna, er ekki hefir fé aflögu, álitinn dauður með- limur þjóðfélagsins. Er það hin argasta villa. En er sú þáttakan, er oss öllum ber að eiga, hvort sem vér höfun\fé eða ekki til að gefa, en hún er, að halda uppi heilu og óslitnu sambandi við þjóðina; vernda hug- sjónir hennar; starfa að hlutverki liennar, er tilveran sjálf hefir henni á hendur falið; vernda sonu hennar og dætur — vora eigin arfa — frá (>6$ur lljór hvar H«*ni er — (íðfiur Bjór nó hafa fl helniilluu æílíí— 1 merkur og pott flösku hylkjum Fáanlegt hjá þeim sem þú kauplr af eí5a hjá oss. E. L. Drewry, Ltd., Winnipeg. týningu og glötun, svo að þeir verði eigi lagðir í aflinn hjá Brokk og Sindra, eða þeim verði byrlaður mílsku-drykkur gýgjarinnar Kirke. Þetta er hin fyrsta og æðsta þátt- taka, — hið æðsta boðorð, og á þvi hvila öll hin. Þetta er ekki eingöngu skyldan gagnvart föðurlandinu, heldur líka gagnvart sjálfum oss. Með hinni vax- andi skoðun og þekking manan á öflum og lögum náttúrunnar, kann- ast allir við, að til þess að maðurinn fái notið sín sem bezt, verði hann að lifa eðli sínu sem næst. En eðl- inu ræður uppruni mannsins. Upp- runinn, ættin, er samband manns- ins við heiminn og tilveruríkið. Nú er ætt vór og uppruni nor- rænn. Það eru þau hugtök, þau ein- kenni, þær hugsjónir, sem hreyfa sér í norrænum brjóstum, sem mynda samband vort við heiminn og tilveruna og þýða fyrir oss lífið. Það er sá hugsjóna-heimur, sem vér hljótum að lifa í, því eðli vort sam- þýðist ekki öðrum. Frá hinu mikla lifsdjúpi tilver- unnar erum vér öll komin. En upp- spretturnar eru margar og farvegur- inn ekki einn og hinn sami. Lífið hefir flætt út frá tilverubrunninum í ótal kvíslum. Og ein kvislin er hinn norræni þjóðstofn. Rekjum vér nú til baka ætt vora að upprunan- um og leitum að sambandi voru við lifið og lífsins guð, verðum vér að fylgja þeim straumnum, sem fleytt hefir oss þangað, sem vér erum kom- in. Þar eru öll vegaskil glögg,— svo ótal margt, er skilið hefir eftir ein- kenni sin á uplagi voru og eðli. -— Er eg fyrir nokkrum árum sá eftirlíkingu af Beyeux dúknum mikla á þjóðmenjasafninu í Frið- riksborg, þar sem sýndar eru ferðir og orustur Normandiu manna, fanst mér eg fundið hafa nokkra faðma af örlagavef minnar eigin þjóðar. Svo er með alt, sem gjörst hefir frá alda öðli á leið vorri þangað, sem nú stöndum vér. Þetta eru þættir vors eigin eðlis, úr voru eigin lífi. — Slíkt finnum vér ekki, þó vér leitum aðrar leiðir að lífsuppsprettunni. — Sú hugsun ætti að geta fest hjá oss rætur, að vér getum búið utan lands- ins, án þess þó að selja þjóðerni vort. Sú hugsun stendur nú fyrir dyrum flestra þjóða. Verðum ekki siðust að helga oss liana. Ein er vaggan og önnur er gröfin, en lifinu getum vér lifað öll sarneig- inlega. Höldum vér oss fast til þeirrar skoðunar — lifir íslands og íslenzk þjóð upp sín gullaldarár. Og þau eiga að vera framtíðar árin. Þá verð- ur vort helga minni signað hér, og hvar sem þjóð vor festir sér bústaði, öld eftir öld, unz að lokum að fyrir því verður mælt um hcim allan. Þá stíga arfar vorir í spor vor og forfeðr anna, og halda uppi heitstrenging- um ættþjóðum vorum til sæmdar. Enda er það min ósk og von og að- al sáttmáli við lifið, að vor norræna þjóð lifi og ríki og vaxi með hverj- um deginum, sem yfir kemur. Eg trúi því, — vil ekki og get ekki ann- að en trúað því. Þangað bendir mér alt: Sálin, sem verkar að ofan á mína sál, og stráin smærstu, sein nötra við fætur mér. Enda í orðum liins forna skálds: “Illa væri eg far- inn, ef eg ekki vonaði að eg sæi Guðs blessan á landi hinna lifendu”. fíögnv. Pclursson. Ferð um Nýja Island. Arið 1914 leit út fyrir að verða hið mesta veltiár hér í borginni, sem menn höfðu nokkurntíma séð. Pen- ingainenn úr Norðurálfunni höfðu tekið sér heér selstöð og komið með millliónir dollara til að lána almenn- ingi upp á fasteignir í Winnipeg, og býggingaleyf höfðu verið tekin upp á 12—13 milliónir dollara, fyrstu 7 mánuðina af árinu, — og bæjarbúar gjörðu sér glæsilegar vonir um arð- samt ár og viðunandi lífskjör fyrir sig og sína. Og engum datt í hug, að nokkurt mannlegt vald gæti stöðv að “rás viðburðanna”. — Konur “tóku carið” og lögðu af stað liver i kapp við aðra ofan í bæ, því nú var “bargain sale” hjá Eaton. Að “taka carið” var sjálfsagt. Það var bæði “fínna” og fljótara heldur en að ganga og eftir að sezt var i “cörin”, þ. e. sporvagnana, kom vagnstjórinn og heimtaði fargjöldin. Allar þær konur, sem giftar voru, drógu glófann af vinstri hendinni, svo þær gætu því betur handleikið smápeningana, sem þær og allir aðr- ir þurfa að troða um lítið op, sem á er kassa þeim, sem fargjaldið er lát- ið í. En til hvers drógu hinar giftu konur glófann af vinstri hendinni'? Náttúrlega af því að þær gátu mcð því gjört samferðamönnum sín- um ljóst, að þær voru giftar konur, en engar piparmeyjar; þvi hér i landi bera giftar og trúlofaðar kon- ur bauga sína á vinstri hendi. Það er landssiður. Trúlofuðu stúlkurnar tóku líka glófann af vinstri hendinni, svo þær gætu sýnt, að þær væru lofaðar og í þann veginn að verða frúr. En þær sem voru ólofaðar, drógu Með innstæði í banka geturðu kepyt með vildarverði. Þil veist að hvað eina er dýrara verðurðu að kaupa í lón—Hversveg- na ekki að temja sér sjálfsafneitun um tíma ef nauðsyn ber til, má opna spari- sjóðsreikning við Union Banka Canada, og með peninga í höndum má kaupa með peningaverði. Sá afsláttur hjólpar til að auka bankainnstæðu þína, og þú hefir gert góða byrjun í áttina til frjálslegs sjálfstæðis. LOGAN AVE. OG SARGENT AVE, ÚT1B0 A. A. Walcot, bankastjóri glófa sinn af hægri hendinni og þar var engnn hringur. En hann gat verið á þeirri vinstri, sem glófinn huldi. Það var ráðgátan. Þetta alt er ólastandi og eðlilegt, og samkvæmt náttúrulögmálinu vill hver sú skepna, sem lifandi er, fá inaka, og hjónabandið er nauðsyn- legt til að vernda rétt einstaklings- ins, og til þess að lög mannanna geti betur notið sín. Já, það leið flestum vel í Winni- peg, hvað efnahag snerti, árið 1914, og flestir gátu gjört sér glaða stund með þvi að taka konuna sína eða þá kærustuna sína á leikhúsið, eða þá blessuð börnin, sem ætíð hafa gaman af því a ðsjá eitthvað nýtt. En í júlí fór að breytast veður i lofti, ekki þó af völdum náttúrunn- ar heldur af völdum mannanna. — Það var ófriðarský, er óðum huldi allan himin Norðurálfunnar. Yilhjálmur Þýzkalandskeisari átti sex syni, seni hann hafði ásett sér að allir skyldu verða konungar. En þó hið þýzka veldi væri mikið og auð- ugt, gat þó ekki nema hinn elzti son- ur keisarans orðið krýndur í því landi, — og það ekki fyrri en keis- arinnn sjálfur yrði liðið lik. Vilhjálmur hafði þvi fyrir löngu ásett sér, að berjast til landa handa sonuin sínum og hafði haft mikinn viðbúnað á sjó og landi i fleiri ár. Og um mánaðaamótin júlí og ágúst 1914 sagði hann mestum hluta Norð- urálfunnar strið á hendur. Og ó- friðarskýið breiddist fljótlega yfir alla veröldina, að meira eða minna levti. Peningarnir, sem komið höfðu til þessa lands og áttu að koma, voru nú fastsettir. — Umboðsmenn hinna ýinsu auðmanna fengu nú skeyti, er hljóðuðu á þessa leið: “Lánið ekki einn einast dollar framar, því vér erum að leggja út í hina mestu styrj- öld, sem heimurinn hefir nokkurn- tíma séð, og okkar föðurland þarf nú á öllum þeim peningum og mönnum að halda sem völ er á”. Þessi skeyti voru sem rothögg fyr- ir Winnipeg, eða réttara sagt fyrir alt Canada. Nú fékk enginn lánað- an dollar, hversu góð trygging, sem var í boði; og þó búið væri að fá loforð fyrir láni á ýmsar byggingar, voru þau loforð rofin, og Canada var áður en nokkurn Várði komin líka i hina miklu styrjöld. Og enginn vildi leggja dollar í nokkurt fyrirtæki. Allar þær byggingar, sem ekki höfðu verið fullgjörðar þegar styrj- öldin byrjaði, voru nú látnar eiga sig, og þannig standa þær enn þann dag í dag, — sumar hálfgjörðar, aðr- ar nýbyrjaðar o.s.frv. Og það var skorin upp herör í öllu veldi Canada. Mennirnir skyldu fará til Frakklands og Belgiu, og hjálpa þessum þjóðum að reka af höndum sér hinn vigóða her Þjóð- verja, sem ætt hafði inn á löndin og hugði nú að láta til skarar skriða. Þessi lönd voru einhverjir hinir beztu blettir á hnettinum, og þeim vildi Vilhjálmur kesari ná handa sonum sínum, ásamt öðrum löndum. En Frakkland og Belgía voru feit- ustu bitarnir og lágu bezt við. Það varð því að ná þeim sem allra fyrst. Það stóð ekki á Winnipeg mönn- um að fara í striðið. Við fyrsta kallið buðu sig fram 5,000 hraustir og hugaðir borgarbúar af öllum stéttum, sem hér er hægt að finna, og þessi hópur lagði héðan af stað i ágúst, og þá kvöddu giftu konurnar menn sína og syni í síðasta sinn í flestum tiilfellum; og ógifta kven- fólkið kysti nú bræður sína og unn- usta. Þær grétu fögrum tárum engu síður en mæðurnar og konurnar. En feðurnir grétu ekki, þó þungt væri þeim innanbrjósts. Þei rhughreystu konur sínar og dætur. Og síðan í fyrra hafa ský sorgar- innar og dauðans hangt yfir þúsund- um heimila hér í borginni Winni- binda, því aldrei kemur sá dagur, lieg, og mörg hafa nú um sárt að að ekki fréttist, að einhver Winni- peg maður liafi fallið á Frakklandi eða i Belgiu, og það svo tugum skift- ir suma daga. Það var komið fram i maí 1915, og eg hafði ekki uunið fyrir einum einasta dollar siðan striðið byrjaði. i tniðjum ágúst 1914. Og það versta var að sumt af peningum þeim, sem eg hafði inn unnið áður en stríðið byrjaði átti eg enn hjá þeim, sem sviknir höfðu verið um lán, þegar stríðið skall á. Eg, einsog allir aðr- ir menn, sem þurfa að sjá sér og öðrum fyrir lifsviðurværi, eyddi eg peningum á hverjum degi; en inn- tektirnar voru engar, — ekki eitt | rautt cent. Og vasinn var farinn að léttast; en útlit með atvinnu batní aði ekki, þó sumarið væri komið. Það heyrðist hvergi hamarshögg, þó gengið vær um borgna fram og aftur. Ilvað átti eg nú að taka til bragðs? Það var auðráðin gáta. Eg átti að fara með bókina mina út um bygðir íslendinga og selja hana. Verða far- andsali eða Gyðingurinn gangandi, — fara bæ frá bæ, og það helzt á fæti. Eg hafði verið smalamaður á ís- landi fyrir rúmuni 30 árum siðan og var þá talinn frár á fæti og fær í flestan sjó. Og ferðinni var heitið til Nýja íslands. Fór eg nú með lest- inni til Riverton og fór að bjóða bókina mína. Eg heimsótti nú fólk, semeg aldrei hafði heyrt né séð. En allir tóku mér sem bróður sinum úr helju heimtum, nema tveir þursar á Gimli, sem ekkert vanta nema horn og klaufir ti lað vera naut. Eg hafði hevrt margan segja, að i Nýja íslandi væri fólkið gestrisið, meinlaust og gagnslaust. En þetta er ekki rétt lýsing á Ný-lslending- um. Eg vil nú lýsa þeim eftir því, sein mér virðist réttast og sannast. Og er lýsing mín á þessa leið: Þeir eru þjóðræknir; framúrskar- andi gestrisnir; hjartagóðir og hjálp- samir; lausir við rembing og blait áfram. Eg hefi mestu bölvun á öll- um vindbelgjum. Það væri hauga- lýgi, ef sagt væri, að menn i Nýja fslandi væru latir. Ilugsið ykkur, að setjast að á landi, þar sem ekk- ert væri nema karga skógur, með tvær hendur tómar, en hafa konu og fult hús af börnum á unga aldri. — Eini vegurinn fyrir bóndann til að geta framdregið lífið í sér og sinum fyrstu árin, er að sækja fisk í vatnið, og hafa surnir hverjir orðið að fara inargar mílur til þess. En nú eru þeir, sem ekki búa vð vatnið, farnir að lifa á landbúnaði að öllu leyti, nema þeir, sem fara í vertiðir tvis- var sinnum á ári, og hafa margir þar af góðan hagnað, og hefir það að mestu levti komið fótunum und- ir hina auðugustu bændur, þvi vatn- ið er gullnáma. Fjölda-margir bændur eru nú bún- ir að uppræta skóginn af löndum sínum á stórum svæðum og hafa mikla akra og slétta, sem gjiirir út- sýnið ljómandi fagurt. Þvi hvergi er fegurra landslag eftir mínum geð- þótta, en þar esm skiftast á grænir skógar og fögur tún. Einn mann á ferðalagi mínu sá eg með stofnvél, og sneru henni tveir hestar; undu hestrnir stálreipi um möndul vélarinnar; en öðrum enda reipisins var brugðið um stofninn nærri höggfari. Annað stálreipi var fest um tré andspænis stofninum, sem upp skyldi rífa. Þetta reipi var að sjálfsögðu fest í vélina, svo hún sæti föst og óbifanleg, þvi annars hefði vélin leikið leus og snúnings- aflið ekki notið sin. Maðurinn, sem reif upp trjástofnana á þenna háttt, var Tryggvi Jngjaldsson, alþektur dugnaðarmaður, sem á fáa ef nokkra sína líka fyrir kjark og dugnað. — Tryggvi er enn á bezta aldri, eða því sem næst,— fimmtiu og tveggja ára að aldri. Maður sá, er hann ruddi skóginn fyrir, var síak Jóns- son. Hafði eg hann aldrei fyrri séð; en hann tók mér þannig, að hann ekki aðeins keypti af mér bókina, heldur vildi hann troða upp á mig peniingum fyrir næsta hefti. En eg náttúrlega hafnaði þessu góða og vinsamlega tilboði. Sagði honum, að eg yrði kannske dauður, áður en nokkurn varði, og þá kæmi máske aldrei neitt út framar. En þó mér Hkaði vel við karlmenn- ina og beri hlýjan hug til þeirra, þá er inér ennþá betur við kven- fólkið. Þegar eg kom á heimilin, sagði eg jafnan frá því, hver eg var. “Ert þú nokkuð skyldur Austmann þeim, sem berst á Frakklandi?” eða “Aust- mann í stríðinu?” Eða: “Austmann skotkappanum?” — voru spurning- ar, sem eg ætíð þurfti að svara. “Já, eg er faðir hans”, svaraði eg. “Þá er sjálfsagt að eg kaupi bökina. Bréfin hans, sem eg hefi lesið í Heimskringlu, eru mér margra doll- ara virði. Hann er elskulegur- Hann er ekki einungis fríður sýnum og frægur, heldur hlýtur hann að hafa góðan mann að gevma. Bréfin hans bera þess Ijós merki”. Þetta var mér sönn ánægja og KENNARA VANTAR fyrir Asliam Point School District No. 1733 fyrir sex mánaða kenslu. Kenslutíminn er frá 1. sept. 1915 til 31. des. 1915, og svo frá 1. marz til 30. apríl 1916. Umsækjandi tiltaki mentastg og kaup. Tilboðum v'eitt móttaka af undirskrifuðum til 31. júlí 1915. IV. A. Finney, Sec’y-Treas. Cayer, Man. gleði, að fólkið skyldi virða og eg he.ld elska son minn, er eg þá ekki vissi, hvort að var heldur lífs eða liðinn. Eg hafði þá að eins fengið tilkynningu um það, að hann væri særður. “Þó hann sé nú liðið lik, þá lifir orðstír hans og hans nafn verður lengi i minnum haft”, var sagt við mig, hvar sem eg fór. — Komst eg því að raun um, að enn þann dag i dag metur konan mest hreysti og hugprýði, ef slegið er á hennar fín- gjörðustu og helgustu strengi, er hún á i hjarta sínu. Eg get nú sagt liinum göfugu og góðhjörtuðu konum Nýja íslends, ungum sem gömlum, að sonur minn er enn á lífi og líður vel í Þýzka- landi. Suinir hafa þá heimskulegli flugu i höfðinu, að herteknum mönn um sé þröngvað til að Ijúga lofi á Þjóðverja, sem hafa þá i haldi. En sannlcikurinn er sá, að engum er sett fyrir, hvað hann eigi að skrifa. Ef bréfritarinn segir frá einhverju, sem hinum ekki líkar, er það gjört ólæsilegt með bleki. Það er alt og sumt. Þetta gjöra allar þjóðir jafnt. Við verðu inað láta mótstöðumenn vora njóta sannmælis; minna má það ekki vera. Þegar mér var tekið eins aðdáan- lega og mér var gjört, hvarf allur sá kvíði, sem eg liafði þegar eg lagði af stað að heiman. F’ólkið keypti ekki einungis bókina, hvar sem eg kom, heldur var eg allstaðar sagður velkominn, og inargir báðu mig að heimsækja sig aftur áður en langt um liði, og segja sér sögur að ís- lenzkum sið, þvi hér er fólkið al- islenzkt. Eg fór um alt Nýja ísland þvert og endilangt og það á fæti. Eftir að hafa gengið tvo eða þrjá daga, fann eg ekkert til þreytu. Mér fanst lítill munur á mér nú og þá eg var sauða- maður á íslandi fyrir 33 árum. Þó eg færi víða gat eg náttúrlcga ekki fundð alla búendur í héraðinu. Skildi eg því eftir bækur hjá þess- um mönnum: Victor Eyjólfsson, Riverton. Sigurðsson Brothers, Árnes. Gunnl. Hólm, Víðir Stefán Eldjárnsson, Giinli. Þessir mcnn hafa fulla heimild frá mér að selja bókina og veita and- vrðinu móttöku. Svo þakka eg ölluin J>eim íslend- ingum, sem eg heimsótti í Nýja ís- landi, konum jafnt sem körlum, fyr- ir þær framúrskarandi góðu viðtök- ur og bróðurþel, sem mér var hvar- vetna sýnt, og mun jafnan minnast þeirra sem beztu meðbræðra, sem eg hefi fyrirhitt á lífsleiðinni. Þetta er enginn gullhamrasláttur. Eg meina hvert orð, sein eg segi. Eg læt fólkið njóta sannmælis, — það er alt og sumt. Winnipeg, 17. júní 1915. S. J. Austmann. ÁGRIP AF REGLUGJÖRÐ. um heimilisréttaríond í Canada NorSvesturlandinu. Hver, sem hefir fyrir fjölskyldu a9 sjá eöa karlmaöur eltlri en 18 ára, get- ur tekit5 heimilisrétt á fjórtSung: úr section af óteknu stjórnarlandl 1 Man sækjandi veröur sjálfur at5 koma á. itoba, Saskatchewan og Alberta. Um- landskrifstofu stjórnarinnar, ebá und- irskrifstofu hennar I því hérabi. 1 um- boöi annars má taka land á öllura landskrifstofum stjórnarinnar (en ekkt á undir skrifstofum) met5 vissum skll- yröum. SKYLDUR—Sex mánaöa ábúT5 og ræktun landsins á hverju af þremur árum. Landnemi má Dúa met5 vissura skilyrtSum innan 9 mílna frá heimills- réttarlandi sínu, á landi s?m ekkt ©c minna en 80 ekrur. Sæmilegt ívöru- hús veröur aö byggja, ab undanteknu þegar ábútSar skyldurnar eru fullnægö- ar innan 9 mílna fjarlægb á öÍ5ru landi, eins og fyr er frá greint. 1 vissum hérutSum getur gótiur og efnilegur landnemi fengit5 forkaups- rétt á fjórt5ungi sectíónar met5fram landi sínu. Vert5 $3.00 fyrir ekru hverja. SKYLDUR—Sex mánat5a ábútí 4 hverju hinna næstu þriggja ára eftir ab liann hefir unniö sér inn eignar- bréf fyrir heimilisréttarlandi sínu, og ,uk þess ræktatS 50 ekrur á hinu seinna landi. Forkaupsréttarbréf getur land- nemi fengitS um leit5 og hann tekur heimllisréttarbréfitS, on þó met5 vissura skilyrtSum. Landnemi sem eytl hefur heimllls- rétti sínum, getur fengiti heimilisrétt- arland keypt í vtssum hérut5um. Vertl $3.00 fyrir ekru hverja. SKYLDUR— VerÖur aö sitja á landinu 6 mánut5i af hverju af þremur næstu árum, rækta 60 ekrur og reisa hús á landinu, sem er $300.00 virt5i. Bera má nit5ur ekrutal, er ræktast skal, sé landit5 óslétt, skógi vaxit5 et5a grýtt. Búþening má hafa á landinu ( stat5 ræktunar undir vissum skilyrt5unL W. W. CORY, Deputy Minister of the Interlor. BlötS, sem flytja þessa auglýsingw leyfislaust fá enga borgun fyrir. NÝ VERKSTOFA Vér erum nú færir um að taka á móti öllum fatnaði frá yður til að hreinsa fötin þín án þess að væta þau fyrir lógt verð: Suits Steamed and Pressed 50c Pants Steamed and Pressed 25« Suits Dry Cleaned........$2.00 Pants Dry Cleaned........50c Fáið yður verðlista vorn á öllum aðgjörðum skófatnaðar. Empress LaundryCo.Ltd. Phone St. John 300 COR. AIKENS ANÐ DUFFERIN Sextíu manns geta fengið aðgang að læra rakaraiðn undir eins. Til þess að verða f.ullnuma þarf aðeins 8 vikur. Áhöld ókeypis og kaup borgað meðan verið er að læra. Nemendur fá staði að enduðu námi fyrir $15 til $20 á viku. Vér höfum hundruð af stöðum þar sem þér getið byrjað á eigin reikning. Eftir- spurn eftir rökurum er æfinlega mikil. Til þess að verða góður rak- ari verðið þér að skrifast út frá Alþjóða rakarafélaginu. INTERNATIONAL BARBER COLLEGE. Alexander Ave. Fyrstu dyr vestan við Main St.. Winnieg. íslenzkur ráðsmaöur hér. ™§ D0MSNI0N BANK Horol N»lr< Daio* »v Sberbr«»olsre S(r. HöfubNtOII Iipph...... . fc .n.lMMMHMl Vnranjflííur. . ~ .. . .».7,000,000 Állar elguir...........»7^,000,000 Vér óskum eftir vlbsklftum vera- lunarmanna og ábyrgumst aö gefa þeim fullnægju. Sparlsjót5sdelld vor er sú stærsta sem nokkur bankl hef- lr í borginnl lbúendur þessa hluta borg&rlnnar óska at5 skifta vtb stofnun sem þelr vlta aö er algerlega trygg. Nafn vort er fulltrygglng óhlutlelka Byrjlö sparl Innlegg fyrlr sjálfa ybur. konu og born. W. M. HAMILT0N, Ráíísmaííiir 1'HoMO t.AHHY 341MI ARBORG! Fimm herbergja “Cottage” með stein-steypu kjallara undir því öllu, Furnace, heitt og kalt vata. Nálægt strætis- vagna línu, í Ft. Rouge, Winnipeg, í skiftum fyrir land ná- lægt Arborg, Man. Húsið er nýlegt og er leigt. Fullkomnari upplýsingar fást á skrifstofu Heimskringlu. FURNITURE on Easy Payments OVERLAND MAIN & ALEXANDER

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.