Heimskringla - 01.07.1915, Blaðsíða 3

Heimskringla - 01.07.1915, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 1. JÚLI 1915. H E I M S K R I N G L - BLS. 3 “Vodka” eða rússneska brennivínið. (Framhald). fíússastjórn bcrst á móti bindindi. Og einlægt braut stjórnin niður allar tilraunir til að bæta úr þessu. Bók ein kom út um vodka-einveld- ið; en stjórnin bannaði að selja hana, og engum var leyft að stofna bindindisfélög. Árið 1910 samþykti þing Finna lög um stofnun bindind- is; en keisari neitaði að staðfesta lögin, að sagt var eftir tilmælum hinna frönsku stórkaupmanna, er vínið seldu; og 1910 fóru verkamenn að stofna félög til að senda menn á brennivínsþing Rússa -Alcohol Con- gress). En félögum þessum var sundrað. Lögreglan gjörði það. En þrótt fyrir alt þetta voru ein- lægt að heyrast fleiri og fleiri radd- ir á móti vodka-sölunni, jafnvel ó þinginu (Duma). Og það var hann Tchelicheff, sem mest kvað að. — Hann var risavaxinn þingmaður fró Kókasus löndunum; hann hafði fyrst verið húsamólari, en varð svo millíónaeigandi. Árið 1907 réðist hann á stjórnina á þinginu fyrir vodka-söluna, og flaug fregnin um það um allan heim. En stjórnin stóð það alt af sér. Einn af þing- mönnum Rússa, Kramer, sagði á þingi, “að ef vodka-salan væri ekki afnumin, þá myndi enginn ófullur rússneskur bóndi verða til á Rúss- landi innan 10 ára”. Og árásirnar á Gyðingana um alt landið sagði hann að allar stöfuðu þær af drykkju skap. 1 janúarmánuð 1911 flutti Tcheli- cheff mikla ræðu á þinginu og stóð hún yfir fulla fimm klukkutíma. — Krafðist hann í henni, að stjórnin breytti stefnu sinni, hvað vodkasöl- una snerti. “Á hverju ári deyr mill- íón Rússa af drykkjuskap, og þetta voðalega ástand þurfa menn að hefta, ef að Rússland á að geta setið á bekk með öðrum þjóðum”. Brátt fóru blöðin að taka undir með honum. Svo var nefnd sett af þinginu, er skyldi kynna sér vodka- söluna og drykkjuskapinn og hún kom fram með skýrslur sinar árið 1913. En allar tilraunir á þinginu til þess, að afnema söluna ó vodka, eða reisa skorður við drykkjuskap, urðu að engu. Stjórnin ])urfti pen- inganna til þess að búa sig undir stríðið. Og svo héldu allir, að þi. > væri ómögulcgt, að stöðva drykkju- skapinn. • Vodka-búðuniim lokað. Þannig var nú ástandið eins og að ofan er sagt þangað til fyrsta daginn í ágúst 1914. Þá var verið að kalla menn til vopna í heljar- stríð þetta. En þá skeði það, sem engum manni hafði til hugar kom- ið og enginn maður, úti um land að minsta kosti, gat áttað sig á. Lög- reglumenn, einn eða tveir, komu þegjandi inn í hverja einustu vodka- sölubúð og settu innsigli keisarans á hverja tunnu, kút og brúsa og pytlu af vodka, sem þar var inni. — Og um leið gáfu þeir fólkinu til kynna, að upp frá þvi yrði hætt að selja vinið. Enginn brúsi eða pitla af vodka fékst lengur lieypt. Og hver sem vodka seldi og næðist, — hann yrði þegar tekinn og sendur til Síberíu. Með einu pennastryki var bindindið komið yfir alt Rúss- land, að minsta kosti hvað vodka- söluna snerti. En i það skifti var ekki bönnuð sala á vinum eða bjór. Þetta hvorutveggja mátti kaupa i vínsölubúðunum, sem stjórnin hafði ekki enþá skift sér af. En alþýðan drakk ekki þessa vægari drykki. En hvað kom til? Hver var það, sem valdur var að þessari stórkost- legu breytingu eða byltingu? — Hemphill’s American Leading Trade School. ASal skrlfHtofn 043 Maln Strcet, Winnlpeg. Jitney, Jitney, Jitney. ÞaS l>arf svo hundrutium sklftir af mönum til aö höndla og gjöra viö Jitney hif- reiöar, arösamasta starf i bænum. Aöetns tvær vikur nauösynlegar til aB læra í okkar sérstaka Jitney “class” Okkar sérstaka atvinnu- útvegunar skrifstofa hjálpar þér at5 velja stötiu etia að fá Jitney upp á hlut. Gas Tractor kenslu bekkur er nú atS myndast til þess atS vera til fyrir vor vinnuna, mikil eftirspurn eftir Tractor Engineers fyrlr frá $5.00 til $8.00 á dag, vegna þess at5 svo hundrutSum skiftir hafa faritS i strítSltS, og vegna þess atS hvelti er I svo háu vertSi ati hver Traction vél vertSur atS vinna yfirtíma þetta sum- ar. Etni virkilegi Automobile og Gas Tractor skóllnn í Winnlpeg. LæritS rakara itSnina i Hemphill s Canada’s elsta og stærsta rakara skóla. Kaup borgatS á metSan þu ert atS læra. Sérstaklega lágt inn- gjald og atvinna ábyrgst næstu 25 nemendum sem byrja VitS höfum meira ókeypis æfingu og höfum fleiri kennara en nokkur hinna svo nefndu Rakara Skólar í Winnipeg. VitS kennum einnig Wire og Wire- less Telegraphy and Movlng Picture Operating.” Okkar lærisveinar geta breitt um frá elnni lærigrein til anarar án þess atS borga nokkutS auka. SkrifitS etSa komltS vitS og fáitS okkar fullkomitS upplýsinga- skrá. Hemphill’s Barber College and Trade Schools. Ilead Offlce* «43 Hlnln StH Wlnnlpear Branctf at IV^gina, Sask. Hvernig stóð á því, að stjórnin | skyldi taka svona i strenginn alt í j einu áður en nokkurn varði? Nú| var hætt að ofsækja bindindispost- j ulana, og stjórnin alveg komin á | þeirra lilið. Sumir segja, að Czarinn hafi verið á ferð um ríki sitt og hafi farið í dularbúningi um bændaþorp- in og séð drykkjuskapinn í sinni verstu mynd og hafi fylst svo hryll- ingar yfir öllu þessu ástandi, að hann réði það af að taka af alvöru í tauminn á óvætti þessum og afnema söluna með öllu. En þó að þetta geti nú vel verið rétt, og eins hitt, að Tchelicheff hafi haft mikil áhrif á hann og verið með honum á þessari rannsóknar- ferð hans, eins og vér gátum i haust í Ileimskringlu, þá voru líka aðrar ástæður, sem hvöttu liann til þess. í stri'ðinu við Japan i Manchúriu voru Rússar orðlagðir fyrir fyllirí og drykkjuskap. Þar drukku allir, dátarnir drukku, æðri og lægri for- ingjar herliðsins drukku. Herferðin mátti heita einn hroðalegur, sóða- legur fylliríistúr, og margir kendu því um, að Japanar börðu einlægt á þeim. Og svo var Nikulás hertogi, mesti maðurinn Rússanna, eins og hann var hæstur að vexti. Hann sagði það hreint út, að Rússum væri ekki til neins að fara i strið við Þjóðverja, nema þeir losnuðu við þenna erkifjanda sinn: fylliriið. — Hið sama, eða líkt sagði Kitchener, er hann sendi fyrstu hermennina yf- ir sundið. Hann lagði ríkt á við þá, að þeir skyldu varast brúsann og kolluna. Og Frakkland tók af alla sölu ó absinthe. En áður en en lengra er farið, ber að geta þess, að hið uppriinalega bann að selja vodka, átti ekki að ná yfir lengri tíma, en meðan verið var að kalla saman herinn. — Það var gjört til að flýta fyrir, til þess að engar yrðu óspektir og engar tafir meðan verið var að kalla og flytja hermennina úr sveitunum til her- stöðvanna. Og l)að var í fyrstu ætl- ast til, að það yrði búið um 23. ágúst. Þangað til átti bannið að vera og ekki lengur. En áður en sá timi kæmi, þá rigndi inn til stjórnarinnar bænar- skrám frá bæjarráðum, sveitaþing- um (zemstvos), bindindismönnum, verzlunarmönnum og jafnvel sjálf- um drykkjumönnunum, og allar óslc- uðu bænarskrárnar að fá vodka- aannið framlengt. Þær sögðu að það hefði sýnt sig, þegar á fyrstu tveimur sólarhringunum, að það hefði hin beztu áhrif á iðnað allan og hið rússneska mannfélag í heiid sinni. Það hefði endurskapað Rúss- land. , Stjórnin framlengdi því bantiið til fyrsta október. En löngu áður en sá tími kæmi, jukust og fjölguðu bænarslcrórnar, — svo að undrum sætti. Og jafnvel herforingjarnir tóku í sania strenginn og sögðu, að aldrei hefðu Rússar haft eins góða og dugandi hermenn eins og einmitt nú. Stjórnin framlengdi því bannið þangaff til stríffinn væri lokiff, og bætti við ströngum reglum fyrir sölu á bjór og víni og öllum öðrum áfeng- uin drykkjum, og voru þær svo harðar, að í rauninni var það hið sama og að banna söluna á þessu. En Czarinn lýsti því ufir, að aldrei framar skgidi stjórnin taka að sér að selja vodka! — Það er víst ekki of mikið sagt, að þarna er það í fyrsta sinni, að menn hafa haft tækifæri til að sjá, hvaða áhrif algjört vínbann hefir á stóra þjóð. Hinir áköfustu bindind- ismenn í Bandaríkjunum munu tæp- lega fullyrða það, að local option lög og bannlög í riki einu eða fleir- um útrými allri víndrykkju. — Og skýrslurnar i Washington sýna jafn- vel, að þó að hreyfing mikil að af- nema víndrykkju og vinsölu hafi gengið um alt landið, þá hefir samt vindrykkjan aukist á höfuð hvert þessi 20 ár, sem hreyfingin hefir staðið.*) Vafalaust hafa vínsölulögin bætt mikið um mjög víða, en hvergi hafa þau komið á algjörðu bindindi. En á Rússlandi horfði betur við að inörgu leyti. 1 rauninni var ríkis- einveldið á vodka-sölunni til bölv- unar; en þó var eitt gott við það: Það gjörði Rússastjórn mögulegt að koma á banninu um ákveðinn tima. Ástæðan fyrir þvi, að vínbannið mislukkast svo oft er sú, að bak- við vínsöluna standa félög einstakra manna, stórauðug og hafa nóga pen- inga til þess að berjast fyrir tilveru sinni. Og svo eru þúsundir smærri verzlunarmanna, sem lifa á þvi, að selja eða búa til vinið, og þeir vilja vernda atvinnu sína. Allir þessir berjast á móti vinbannslögum og bindindisfélögum, hvenær sem það er reynt að koma þeim á; hnappast saman og ganga í bandalög til þess að varna því, að þau komist á. En á Rússlandi er brennivínssal- inn stjórnin sjálf. Ef að allir brenni vinssalar í einhverju ríki Banda- *) Þetta stafar óefað af stöðug- um innflutningi ýmsra vindrekk- adi inanna frá Evrópu, og vaxandi drykkjuskapar í hinum stærri borg- um. En úti um land minkar vín- drykkjan. fíitstj. ÍSLAND. Flutt á þjóCminningardegi ati Hnausum í Nýja islandi 17. júní 1915. Dag þennan þjóð vor döggvar gleðitárum. Dag þennan, fyrir meir en hundrað árum, fæddist þér, ísland, frelsiskappinn þinn. Áhrif hans vaxa vestanhafs sem austan; voru þau rót, sem gáfu stofninn traustan; laufhvelfing, ár hvert, lengir teinung sinn. Greinarnar vaxa, gullna limið stækkar, gróðurinn eykst og þjóðlífsbjörkin hækkar smám saman, jafnt og stöðugt, öld frá öld. Þá verður fagurt ísland endurborið, eins og þá fyrst í suðri blámar vorið, þar sem hinn grimmi vetur átti völd. Ást sú og trú, til íslands sem vér berum auki vorn þjóðmátt, sýni glögt vér erum börn vorrar móður meir en nafnið eitt. Hér verður önnur íslenzk þjóð að myndast, öflugum þáttum fósturjörðu bindast, annars vér verðum verra en ekki neitt. Framgjarna æska, vertu æ á verði veigra þér ei að bregða hvössu sverði sjáir þú íslands sóma gengið á. Hann er þín sál og andans göfgi.æðsta, aflið, sem knýr þig fram til marksins hpesta, án hans er líf þitt auðn og dauð hver þrá. Elskum vort land og bindumst traustum taugum, tengjumst enn fastar — brenni oss úr augum ljósið þess elds, er frelsið feðrum gaf. Lifi oss á tungu helga málið, hlýja. Hamingjan blessi ísland gamla og nýja — alt það, sem sprettur rótum íslands af. Þ. Þ. Þ. Fyrsta línan í kvœði þessu hafði fallið burt í prentuninni í síðasta blaði og er því kvæðið prcntað upp aftur í heild sinni. ríkjanna skyldu alt í einu verða ein- huga um það, að hætta þessu starfi sínu, þá væri stórum léttara, að koma vínbanni á. Þetta var ástand- ið á Rússlandi. Hinn stóri og eini og ríki brennivinssali á Rússlandi— stjórnin, tók þ'að alt í einu í sig að hætta sölunni, þó að hún hefði af því stórkostlegt peningatap. Að visu voru þar margir menn, sem brenni- vín brugguðu og seldu stjórninni, og allir þessir menn töpuðu að mestu atvinnu sinni við bannið; en þáð hafa þó engar umkvartanir heyrst frá þeim. Svo er hér í landi annar galli, sem ekki er á Rússlandi, en hann er sá, að bannlögin ná hér aðeins yfir eitt ríki. Ríkin i kring geta sent brennivín inn í þetta bannlagariki i stórum stíl. En þarna á Rússlandi náði bannið yfir alla þjóðina. En fullan dóm geta menn tæplega lagt á þetta ^nnþá, því vér vitum ekki, hvað þeim liður, sem voru orðnir svo sósaðir í víninu, að það var orðin þeim sýki, og þeir hljóta að vera margir á Rússlandi. En yfir höfuð að tala, hvaða áhrif þetta hef- ir haft, þá höfum vér tvens konar vitni, og það eru hin rússnesku fréttablöð og frásögur enskra ferða- manna. , Fréttablöðin. Rússnesku blöðin fara likum orð- um um vínbannið á Rússlandi eins og bindindispostular í Bandaríkj- unum lýsa ástandinu í Kansas. — Þjóðin er öll orðin endurfædd. Þús- undir af rússneskum börnum sjá nú feður sína í fyrsta sinni ófulla. Nú eru bændurnir hættir að berja kon- ur sinar. Glæpir hafa stórum mink- að. En bændur leggja miklu meira fé á sparibanka, en þeir gjörðg nokkurntíma áður. Allslausir menn eru miklu færri nú en fyrir ári síð- an. Fréttaritari einn i Tambov skrif- ar blaði sínu í Petrograd á þessa leið: “Fyrir þremur mánuðum siðan var hætt að selja vodka, og geta menn nú þegar séð hinar mörgu og góðu afleiðingar þess. Bændurnir segja, að þorpin í fylkinu séu orðin svo breytt, að enginn maður geti þekt þau aftur. Nú eru þar aldrei aflog eða umbrot eða eldsvoðar. — Skýrslur um glæpi í ágúst mánuði sýna, að i þrjú undangengin ár hafi þeir að meðaltali verið 515, en i ágúst 1914 voru glæpir aðeins 324. Sama er að segja um bruna og elds- voða og menn hnepta i fangelsi.. þeir voru vanalega settir inn þarna 300 á mánuði (þctta var í Tambov úti í sveitum á Rússlandi); en nú voru þeir að eins 70. Og í öðru hér- aði sagði umsjónarmaður lögregl- unnar, að fangarnir væru orðnir svo fáir, að það mætti fara að hafa fangahúsið fyrir spítala. Og for- maður nefndar einnar, er héraðs- þing eitt (zemstvo) sendí út, sagði, að þorpin væru í hinum mesta blóma; bændurnir klæddust betur, borguðu skattana skilvíslega og öll vcrzlunarviðskifti væru greiðari og betri. Af þeim ferðamönnum enskum, sem farið hafa um Rússland, er Stefán Graham merkastur, fréttarit- ari blaðsins London Times. Hann segir meðal annars: “Það er áreið- anlega vist, að vodka-sölubúðunum á Rússlandi er lokað. Margir Eng- lendingar virðast efa það; þeir geta ekki trúað þvi; en eg get borið ó- tvírætt vitni um það, því eg hefi ver- ið þar á ferðinni og séð Rússann ófullan. Og það er ekki einungis vodka, sem hætt er að selja, heldur bjór líka. Það er nú ómögulegt, að finna fullan mann á hátíðisdegi eða virkum degi um alt Rússland hið mikla, nema i Kákasus eða Mið-Asíu. En þar hefir stjórnin aldrei tekið að sér sölu áfengra drykkja. Það cr kyrð og spekt í verksmiðjubæjun- im og verksmiðjunum og námubygð- unum. Og nú er spurningin þessi oftast á allra vörum: Skyldi vin- bannið standa eftir að stríðinu er lokið? Þegar hérmennirnir koma sigri hrósandi héim úr stríðinu, ætli þeir vilji þá ekki drekka skál Rúss- lands, Rússakeisara eða Nikulásar hertoga og annara foringja sinna? Skyldu engar vodka-róstur koma þá upp, eða skyldu menn verða fúsir til að hefta lystir sinar og tilhneig- ingar og halda bindindinu áfram?” En menn þurfa að prófa vínbann- ið á Rússlandi i lengri tima en 9 mánuði, áður en hægt er að dæma um hin verul^gu áhrif þess og kom- andi framtíð. Enn sem komið er, þá er ekkert annað en gott og bless- að um það að segja. * Barnaskólar. Eftir Gisla Sursson. Margt hefir verið ritað um skóla- fyrirkomulagið hjá oss í Vestur- fylkjum Canada. Flestar raddirnar benda á gallana, en færri hafa nokk- uð uppbyggilegt að bjóða í stað þess sem er. Engar umbætur á neinu, sem varðar velferð heillar þjóðar, hafa nokkurntíma komist á alt í einu og verið fullkomnar. Alt, sem á upp- tök sín í heila mannsins er ófull- komið í byrjun. Allar opinberar stofnanir mannfélagsins fylgjast með þroskunarstigi þjóðarinnar. 1 fyrstu eru þær ensog þjóðin—litlar, fátækar, klaufalegar og óljósar að tilgangi. En reynslan er þar einsog annarsstaðar vissasti skólinn, — með hverri kynslóð sem líður er til- gangurinn orðinn dálítið skýrari og meðulin til að ná honum fullkomn- ari. Aldrei í sögu mannkynsins hefir stjórnarskrá eða lagabálkur orðið til á svipstundu, — heldur hafa þau bygst á margra mannsaldra erfiðri reynslu og striti. Hinar siðuðu(?) þjóðir heimsins eru allar á eitt sátt- ar með það, að velferð hverrar þjóðar sé undir uppfræðslu alþýð- unnar komin. Á fimtándu öld var Skotland búið að koma upp alþýðu- skólum um land alt og lögskylda alla tii að nota þá. Á Englandi var fyrir hundrað árum síðan enginn al- þýðuskóli og stjórnin var, þar til árið 1833, ófáanleg til þess þess að leggja fram nokknrt fé til raenta- mála. Það ár lét hún af hendi rakna 20,000 pund sterling til að byrja ^ með. Áður sáu kyrkjurnar um ment- i un i þessum löndum. Oss í Vestur-Canada vantar fé og os vantar reynsluna. Árin eru alt of j fá, sem vér erum búnir að vera hér ; til þess, að nokkur þjóðstofnun hjá j oss sé fullkomin. Sú reynsla, sem vér höfðum á mentamálum í gömlu j löndunum, sem vér köllum “heima” 1 — hvert nú það var England, Skot- land, Frakland eða Island — er ó- fullkomin og ónóg hér, — ófullkom- in af þvi að fyrirkomulag alþýðu- mentunar er stutt á veg komið hjá ættjörðum vorum og ónóg af því, að það, sem á við í Evrópu löndunum, fyllir alls ekki þarfir fólks hér. Það dugar ekki, þótt margt megi finna að, að gleypa við öllum nýjum uppástungum — i mentamálum frek- j ar en í nokkru öðru, þarf reynslan J að vera búin að prófa hverja til-1 hreytni áður en hún er upptekin. Og skólanefndir þurfa að gjöra sér far um, að lesa og fylgjast með öll- um breytingum og skilja, hvað þær innibinda, ella kannske fer þeim eins og meðhjálparanum: Klerkur nokkur leið mikla önn við að sjá tvo karla, sem sóttu messu til hans, spýta kolmóruðum tóbaks- lög á kyrkjugólfið; þessu fór fram nokkra sunnudaga, þar til hann gat ekki lengur stilt sig, nema að reyna að koma í veg fyrir þessa ósvinnu. Helzta ráðið fanst honum vera, að innleiða notkun “spýtubakka” í kyrkjuna. Hann vildi komast vægi- lega að orði til þess að móðgunin yrði sem minst. Tvö ensk orð eru brúkuð, þegar átt er við þetta ilát; — það algenga, sem allir þekkja, er “spittoon”, en hið fágaðra, sjald- genga er “cuspidor”. Nú stóð klerk- ur upp, ræksti sig og mælti: ‘“Mín- ir elskanlegir! Þar eð eg ber sífelt velferð ykkar mála fyrir brjósti, þá er eg einlægt að Ieita eftir öllu því fyrir ykkar hönd, er geti-orðið söfn-j uðinum og kyrkjunni til blessunar. j Nú nýiega sá eg i einni stóru kyrkj- unni, að söfnuðurinn var búinn að j fá sér “cuspidors” og mér finst við mundum gjöra stórar umbætur hjá okkur með því, að innleiða þá hér. Vill nokkur gjöra uppástungu þessu viðvikjandi?” Prestur settist niður og draup af honum svitinn, þvi eng- j ann mátti styggja. Meðhjálparinn, sem var fljótari til að gleypa við nýjungum, heldur en hvað hann fylgdist vel með tím- unum, stóð upp: “Eg cr prestinum okkar sannar- lega þaklátur fyrir að vera fyrstur til að bera upp þetta framfaramál. Eg hefi lengi fundið til þess, að það var þörf á, að bæta við stjórnar- nefnd safnaðarins. Eg vil leyfa mér að útnefna Jolin Smith, sem “cuspi-j dor” fyrir söfnuðinn”. „ Vér erum hræddir um, að það færi æðimörgum skólanefndum í Manitdba eins og meðhjálparanum. í skólanefndir ætti að skipa upp- lýstasta fólk landsins, bæði karla og konur. Börnin eru dýrmætust eign 1 foreldra og þjóðar. Beiti arfur, sem j hvert foreldri getur látið i té, er upp- j lýsing. Stórfé er veitt árlega til | skóla. Því ekki að velja það fólk til að stjórna því fé, sem þekkir “cuspi- dor” frá embætti i safnaðar-stjórnar- nefnd? (Frh.). Dánarfregn. Halldór Bergfinnur Jónsson, (Berg) andaðist að heimili sínu, í Argyle sveit í Manitoba, .fimtudag- inn 22. apríl síðastliðinn. f ^ Hospital Pharmacy Lyfjabúíin I scm ber af öllum öðrum. — Komið og skoðið okkar um- fcrðar bókasafn; mjög ódýrt. — Einnig seljum við peninga- ávísanir, seljum fritnerki og gegnum öðrum pósthiísstörf- um. 818 NOTRE DAME AVENUE Phone G. 5670-4474 THE CANADA STANDARD LOAN CO. ATSnl Skrlfstofa, Wlnnlpeg $100 SKULDABRÉF SELD Tilþæginda þelm sem hafa smá upp- hæðir til þess að kaupa, sér i hag. Upplýsingar og vaxtahlutfall fæst ó, skrifstofunni. J. C. Kyle, ráTtamaftar 42S Mnln Street, Wlnnlpeg. Rafmagns — heimiiis — áhöld. Hughes Rafmagns Bldavélar Thor Rafmagns Þvottavélar Red Rafmagns Þvottavélar Harley Vacuum Gólf Hreinsarar “Laco” Nitrogen og Tungsten Lamp- ar. Rafmagns “Fixtures” “Unlversal” Appliances J. F. McKENZIE ELECTRIC CO. 283 Kennedy Street Phone Maln 4064 Wlnnipec VlhgjörTSir af öllu tagl fljótt ogr v.l af hendl lelstar. D. GEORGE & CO. General House Repairs Cablnet Maker. and Upholaterera Furnlture repalred, upholstered and cleaned, french pollshins and Hardwood Finishing, Furni- ture packed for shlpment Chairs neatly re-caned. ------ » Plione Garr- 3112 800 Sherbrooke St. BrúkaTiar saui avélar meö hœfl- legu veröi.; ný r Slnger vélar, fyrlr penlnga út i i nd eöa tll letlgu Partar í allar teg -idir af vélum; aögjörts á öllum teg lum af Phon- nographs & mjög lág - veröi. J. E. BRYANS 531 SARGENT AVE. Okkur vantar duglega "agenta” og verksmala. Ein persóna (fyrir daginn), $1.50 Herbergi, kveld og morgunvertSur, $1.25. MáltítSir, 35c. Herbergi, ein persóna, 60c. Fyrirtak í alla staöl, ágæt vínsölustofa í sambandi. Tnlslml Garry 2252 R0YAL OAK H0TEL Chas. Gustafsnon, cignndi Sérstakur sunnudags mi?5dagsverT5- ur. Vín og vindlar á bort5um frá klukkan eitt til þrjú e.h. og: frá sex til átta at5 kveldinu. 2S3 MARKET STREET, WINNIPEG Hann var fæddur 7. desember, 1843 að öxará í Bárðardal í Suður-þing- eyjarsýslu. Foreldrar hans voru hjónin Jón Bergþórsson og Guðný Guðlögsdóttir, er lengí bjuggu að Öxará. Allan fyrri hluta æfi sinnar átti Halldór heitinn heima i Þing- eyjarsýslu. Þar giftist hann fyrri konu sinni, Ingibjörgu Hallgrims- dóttur frá Miðhvammi i Laxárdal i Þingeyjarsýslu; varð þeim 5 barna auðið; eru þrjú dáin : Björn, Hall- dór og Þorbjörg. En á lífi eru: Hallgrimur og Friðgeir. Arð 1885 fluttust þau hjónin úr Þingeyjarsýslu inn að Eyjafirði. — Bjuggu þau að Svira í Hörgárdal í þrettán ár. Þar dó Ingibjörg kona Halldórs heitins haustið 1899. Vorið eftir (1900) fluttist hann vestur um haf; settist hann að i Ar- gyle sveit i Manitoba. Giftist þar í annað sinn haustið 1906 Steinunni Andrésdóttur frá Skarði í Skila- mannahreppi i Borgarfjarðarsýslu. Siðustu tvö árin, sem Halldór heit- inn lifði, var hánn mjög þrotnn að heilsu. Vill sá, er þessar linur ritar, sér- staklega rainnast þess og þakka það, af hve mikilli alúð og nákvæmni að Steinun« kona hans hjúkraði hon- um í veikindum hans bæði fyrr og síðar. F. H. Berg. Isabel Cleaning and Pressing EstablUhment J. W. Q.TJINN, eiKandl Kunna manna bezt a?5 fara mel LOÐSKINNA FATNAÐ Vi?5g;er?5ir og breytingrar á fatna?5i. Phone Garry 1098 83 Isabel St. horni McDermot Coiumbia Grain Co., Limited 140-44 Grain Exchange Bldg. WINNIPEG TAKIÐ EFTIR! Vér kaupum hveiti og affra kornvöru, gefum hæsta verff og ábyrgjumst áreiðanleg viðskifti Skrifaöu eftir upplýsingum. - *............... ' ~ TELEPHONE MAIN 35G8

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.