Heimskringla - 01.07.1915, Blaðsíða 6

Heimskringla - 01.07.1915, Blaðsíða 6
BLS. G HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 1. JÚLf 1915. Hin Leyndardómsfullu Skjöl. Saga cftir WALTER WOODS. tleyndarmál”. Eg hló ögn um leið og eg endaði þessa ræð.u mina, svo sem eins og til þess, að láta Ethel taka orð min eins <og í spaugi. “Þér hefir verið borgað fullkomlega fyrir skjöl- 3n”, sagði Ethel, “svo þú ætttir að kappkosta að koina iheiðarlega fram. Fyrir utan það —” eg sá hún horfði fast á mig og það tindruðu í henni augun, — “það getur vel verið, að ef þú reynist trúr, mjög trúr, að þér auðnist að fá að vita, hvert leyndarmálið er”. “Hvernig i veröldinni getur það orðið? Það er að «ins einn vegur til þess, og það er lukka”, sagði eg. — “Eg veit um annan betri veg”, sagði Ethel gletnis- lega. “Vertu ekki að kvelja mig, ungfrú Reed”, sagði eg í biðjandi róm. “Seddu forvitni mína og láttu mig heyra, hvað þú átt við”. “Þú varst rétt áðan að grobba af því, að þú hefð- ír skjölin sama sem stimpluð á minni þitt. Gott og vel. Þau eru stimpluð á mitt minni líka, og það á enn skýr- ari hátt”, sagði Ethel hálf storkandi. “Þá hefir þú líka náð þeim frá Johnson”, svar- aði eg. “Alveg rétt, og eg hafði líka tækifæri til að skoða l>au i sama ljósi og hann”. “Það getur ekki meint nema aðeins eitt”, sagði eg, •"og það, að þú hefir lykilinn að leyndarmálinu”. “Það hefi eg,” sagði Ethel, ‘en látum okkur fara burtu héðan. Eg veit hvað þér býr i huga. Þú ætlar að fá mig til að segja þér alt saman. Nei, eg gjöri það ekki”. “Ef til vill ekki nú. En seinna muntu gjöra það,— þú verður að gjöra það. Þú kemst ekki undan því”. Ethel rak upp stóran hlátur; en hún virtist ekki -verða óánægð út af því, sem eg sagði. Og það, að hún 4ók nú enn fastara um handlegg minn, fullvissaði mig um, að hún hafði ekki reiðst mér. Við vorum nú ónáðuð á óvæntan hátt. Stór og mikill lögregluþjónn staðnæmdist fyrir framan okkur, og sagðist hafa veitt því eftirtekt um nokkuð langan tíma, að við stæðum hér á tali, liklcga um ástamál. En að þennan dag sérstaklega væri svo til ætlast, að fólk héldi áfram ferðum sínum, en stæði ekki og masaði út á alfaravegi. Ef því að við yrðum ekki farin næst þegar hann kæmi um þessar slóðir, þá yrði hann að gjöra skyldu sina. “Við skulum halda áfram”, sagði eg hlæjandi við Ethel. “Cr þvi við erum grunsamlegar persónur í aug- aum lögreglunnar, þá er bezt að hafa sem styzta dvól wið hlið hennar”. Við gengum nú af stað. Við fórum inn í gistihús -og leigði eg þar herbergi handa Ethel. Eftir að eg hafði komið henni til herbergis síns, fór eg og fékk mér her- bergi á öðru gistihúsi, sem var þar skamt frá. Það var skilið okkar á milli, að eg skyldi ekki koma til henn- ar fyrri en kl. 10 næsta morgun, sem var sunnudags- morgun. Á þeim tíma hafði eg von um að vera búinn að fá bankaávísun minni skift í peninga og verða reiðu- búinn að kveðja Ameríku. Og eg var fullviss um, nð það yrði engin hrygðarstund fyrir mig, að skilja við þetta land, og að það mundi ekki verða á næslu vik- um, sem eg heilsaði þvi aftur. Eg hélt mig inni í herbergjum mínum þar til á mánudag og passaði nákvæinlega aö líta ekki í nein blöð, fyrri en eg var húinn að fá mína peninga út af hankanum. Mig langaði ekki til að heyra neitt um fra- fall Johnsons. Mér var nóg að vera þess fullviss, að hann gat ekki lengur gjört mér neitt ilt. Eg vissi það vel, að ef han nhefði lifað, þá hefði hann orðið mer hættulegur maður. Engar spurningar voru lagðar fyrir mig á bank- anum, utan þær sem voru nauðsynlegar til að fullvissa þá um, að eg væri hinn rétti eigandi að ávísaninni, og datt mér í hug — og eg held það hafi verið rétt hugs- að hjá mér —, að bankastjóranum hafi verið gefin bending um það, að spyrja engra óþarfa spurninga, þegar eg kæmi með ávísanina. Eflaust hafði lýsing af mér fylgt aðvörun um það, að þessi ávísun hefði verið gefin út; því mér var tekið svo kunnuglega, að mér fanst, þó eg hefði aldrei komið þar fyrri. Alt benti til þess, að þó einhver grunur kynni að liggja á okkur Ethel, þá værum við vernduð af einhverju afli, sem mátti sín enn meir en sporhundar lögreglunnar. Gjaldkerinn sem afhenti mér peningana, fékk m r um leið dálítinn bréfmiða. Þegar eg leit á undirskrift- ina, sá eg strax að miðinn var frá ráðgjafanum. Eg las hann, og fann þá að hann lýsti fyllilega því hatri, sem ráðgjafinn hafði fengið á mér. Miðinn hljóðaði á þessa leið: , “Það væri hyggilegast fgrir þig og þá eða þœr persónur, sem með þér kiinna að hafa verið i bralli þínu, að hafa gkkur úr landi burt það allra bráð- asta og eiga ekki neitt á hættu”. “Svo við höfum þá fengið skipun um að hefja göngu okkar héðan af landi burt”, sagði eg við Ethel, er eg fann hana. “Látum okkur reynast góðir píla- grímar o ghlýða. Er dót þitt nokkur virði?” “Nei”, sagði Ethel. “Eg gæti líka gjört ráðstafan- ir að fá það sent mér tl Englands, ef eg vildi. Enda er eg viss um, að einhver yrði til þess að lána mér pen- inga, — nógu mikla til þess að senda gagngjört eftir því frá Englandi til New York”. Ethel leit til mín um leið og hún talaði, og verð eg að segja að mér geðjað- ist vel að augnatilliti hennar. “Þá skulum við fara af stað til Boston tafarlaust”, sagði eg. , “Þvi þá til Boston?” spurði Ethel. “Af því að á morgun fer skip þaðan til Liverpool”, svaraði eg henni. “P^kki þó gamli vinur okkar fíritish Empire?” spurði Ethel og brosti alúðlega til mín. “Þú manst víst hvað okkur leið vel um borð hjá henni. Hvað öll þæg- indi voru fullkomin þar”. , “Já”, sagði eg; “en siðan við höfðum kynni af skipinu hefir það verið endurbætt að öllu leyti. Nú er annað farrými eins gott og það fyrsta var áður, og svo náttúrlega það fyrsta að þvi skapi miklu betra. Við komum hingað til landsins sem emigrantar, en för- um héðan sem auðugt Ameríku-fólk. Því nú erum við rík, og það þori eg að fullyrða að cnginn hefir safnað öðrum eins auð á jafn stuttum tima i Ameríku áður”. “Og enginn á jafn hættulegan hátt”, sagði Ethel, og lýsti sér hrygð i rödd hennar. Eg svaraði henni engu. Eg var of glaður í huga ííl þess, að gjöra mér nokkra rellu út af því á hvaða hátt eg hafði borið sigur úr býtum. Eg hafði náð því takmarki, sém eg hafði einsett mér. , Eftir tvær vikur vorum við komin til Englands og eftir einn mánuð vorum við gift. Það var ekki eftir neinu að híða með ]>að. Það fyrsta, sem eg gjörði eftir að eg kom til baka til Englands, var að katipa inn aftur fæðingarstað Eth- elar, sem seldur hafði verið fyrr skuldum, og þann stað gaf eg henni sjálfri til eignar og umráða að öllu leyti. XXVI. KAPITULI. Leyndarmálið. Við vorum gift og vorum búin að taka okkur lystiferð á hendur eftir giftingu okkar. Eg var farinn að leika herramann og lifa einungis á penngum min- um, — þegar eg fyrst krafðst þess, að Ethel segði mér leyndarmálið. Eg brúkaði engan sérstakan formála við það, heldur sagði henni blátt áfram að mig vant- aði að fá að vita það. “Eg hugsaði fið þú værir alveg búinn að gleyma því”> sagði hún. “Sannleikurinn er sá”, sagði eg, “að eg hefi verið svo glaður í hjarta mínu, að eg hefi slept öllum áhyggj- um úr huga mínum”. “Það væri held eg betra að það væri gjörsamlega gleymt”, sagði hún, “það eru svo margar og leiðinleg- ar endurminningar, sem rifjast upp fyrir manni i sam- bandi við þetta mál”. , “Já, og margar gleðlegar líka”, svaraði eg. “Þvi gáðu að: Ef að eg hefði ekki orðið þjófur, þá hefði eg ekki haft skjölir). Ef eg hefði ekki haft skjölin, þá hefði eg ekki farið vestur yfir haf. Og ef eg hefði ekki farið vestur yfir hafið, þá hefði eg ekki mætt ungfru Ethel Reed. Og ef cg hefði ekki mætt ungfrú Ethei Reed, — já, þá' líklega hefði eg gifst einhverri annari. — En vertu nú ekki að draga mig á þessu, eg er að deyja úr forvitni. Eg má til með að fá að vita, hvers vegna var sókst svo mikið eftir. að ná þessum skjölum aftur. Hvers vegna menn lögðu svo mkið í sölurnar fyrir þau. Og menn frömdu jafnvel sjálfsmorð vegna þeirra. Og prinsinn og utanrikisráðherraun sjálfir urðu til þess að borga með eigin höndum hundrað þús- und pund fyrir þau, án nokkurra spurninga, að h> ita mátti. Og fyrir utan alt þetta er svo margt og mikið annað, sem þessi skjöl hafa leitt af sér. Hvað segir þú um það, að annað okkar segi nú söguna en hitt hlusti? Við höfum frá svo mörgu að segja”. “Mig langar ekkert til að fara að rifja upp gamlar ^ndurminningar”, sagði Ethel ]>urlega. “Þú veizt vel, hvers vegna .Tohnson fyrirfór sér. Hann gjörði það af því, að honum tókst ekki sjálfum að afhenda skjölin. Eg lék sjálf mjög hættulega rullu i öllum leiknum. Eg kom Johnson til að trúa því, að hugur minh hefði al- gjörlega hvarflað frá þér til hans. Eg vissi að hann hafði skjölin og eg ásetti mér að ná þeim. En ef hann hefði ekki verið blindaður af ást til min, þá hefði hann getað séð, að mér fórst fremur illa að leika mína rullu: eins og vill svo oft vera fyrir manni, þegar leikið er fals í þeim tilgangi aðeins, að hafa hagsmunaleg not af þeim hinum, sem eru í leiknum. Eg vissi samt sem áð- ur alla tíð, hvað eg var að gjöra og hvað langt eg mætti fara, því eg gjörði krók á leiðir minar til að fá upp- lýsngar, sem komu mér að góðum notum”. , “Og þú vissir, að eg var fangi i byggingunni?” “Já, eg vissi það fullvel”. , ✓ “Þá hefir þú fengið hréfið frá mér? Hver skyldi hafa komið því til skila?” “Eg meðtók aldrei neitt bréf frá þér og eg er viss um að það hefir enginn fundið það. Ef svo hefði ver- ið, þá er eg viss um að Johnson hefði sagt mér frá þvi. Við vorum vön að hlæja að óförum þínum. Eg mátti til með a gjöra það með honum, svo hann grunaði ekk- ert. Við gjörðum gys að áslarjátningum þínum til mín. Alt þetta fékk mikið á mig og mér fórust oft láta- læti mín illa. En einsog eg sagði áðan, hann var blind- aður og veitti því enga eftirtekt. “Eg vissi algjörlega, hver tilgangur hans var. Hann gat ekki látið það alt eins og vind um eyrun þjóta, sem blöðin höfðu að flytja lesendum sínum um málin. Þú sást ekki öll blöðin og því fór líka betur. Það dugði ekki fyrir mig, að flana a^ð neinu; eg varð að biða eftir tækifæri. Eg virkilega hefi þá huginynd, að mað- urinn hafi verið dág frá degi að tapa ráði sínu. Geðs- munir hans veikluðust dag frá degi. Það var kominn æðisglampi i augu hans. Eg varð þess líka vör, að hann hafði alt af falið á sér lítið glas með skamti af sterku eitri i. Hann hafði það falið svo vandlega, að þegar þú leitaðir á honum sást þér yfir það. Þegar við skildum við hann þetta eftirminnilega laugardagskveld, þá var hann svo líkamlega og sálarlega lamaður, að hann gat bókstaflega enga vörn sér veitt, enda mun það hafa verið lán fyrir okkur. “Þruman skall á á laugardag. , “Eg vissi um blaðið sem hann hafði og sem þú hafðir verið svo flónskur, að skrifa nafn þitt undir. Hann hafði verið önnum kafinn alla vikuna i sam- bandi við það, og það var ásetningur hans, að koma þér í hendur laganna. Hann gortaði af þvi við mig, að hann gæti látið halda þér i fangelsi svo árum skifti, ef þess gjörðist þörf fýrir sig. Hann átti von á, að lög- reglan kæmi þetta laugardagskveld til þess að taka við þér; en eg fékk hann til þess að fresta því þar til á mánudag. Svo fljótt, sem eg komst að þessari fyrir- ætlun hans, fór eg að bollaleggja, á hvaða hátt mér yrði mögulegt að frelsa þig og komast i burtu sjálf. Og í þeim tilgangi heimsótti eg hann á skrifstofunni einan eftir hádegi á laugardaginn. “En Johnson skldi tilgang komu minnar þannig, að eg kæmi til að fara með honum á leikhús þá um daginn, eins og við höfðum talað um. “Þenna laugardag var eg í mjög miklum geðshrær- ingum, því það var daginn áður en eg hafði komist eftir fyrirætlunum hans gagnvart þér, er eg borðaði með honum miðdagsverð á einu stóru gistihúsi — þar sem hann var þektur iyrir að vera það sem hann í raun og veru var. , “Eg neyddi hann til þess að segja mér það, þegar við skildum, og það var þá, sem hann gjörði það allra stærsta glappaskot, sem hann hcfir liklega nokkurn- tíma gjört á æfi sinni, er hann sagði mér frá fyrirætl- unum sínum, ásamt ráðningu leyndarmálsins. Hann var sjálfur búinn að i ..ða gátuna og sagði að það væru aðeins fjórir menn i heiminum, sem vissu ráðninguna og var hann einn ai þeim. Eg hélt svo loforð mitt við hann, að mæta honum á laugardaginn; og svo veizt þú um það, sem þar skeði og er óþarft að fara að rifja það upp að nýju. Það er miklu betur gleymt”. “Og allan þenna tíma”, sagði eg o gtapaði sjónar um tsund á skjöjunum, “elskaðlr þú mig virkilega?” “Já, blint — fram úr öllu hóflegu. Gast þú ekki séð það, — jafnvel þegdr við vorum um borð á British Empire áleiðis vestur yfir hafið? Eg las tilfinningar þínar til mín áður en við höfðum kynst einn dag”. “En þú ert kvenmaður”, sagði eg. ‘Það er öðru máli að gegna með kvenþjóðina. Konan virðist hafa fjögur augu i ástamálum. Tjjn við erum að fara út frá málefninu. Hvað er um leyndarmálið?” “Það getur verið hættulegt að láta þig vita það. Eins og nú standa sakir, þá er friður og sátt milli þeirra tveggja ríkja, sem málið snertir. En þér cr trauðlega að treysta fyrir þessu leyndarmáli, þar sem þú nú ætlar að gjörast rithöfundur, en þá skortir oft efni í ritsiníðar sinar”. “Ef svo færi”, sagði eg, ‘að eg ritaði eitthvað um það efni, gæti það ekki orðið til neins annars héðan af en til þess, að upphefja þig í virðingu fyrir fram- komu þína” “Eg ætla þá að skrifa það”, sagði hún um leið og hún gekk yfir að skrifborðinu tl að ná sér í ritföng; og skrifaði hún síðan nokkur orð á blað, sem hún svo fékk inér: “Hér hefir þú það”, sagði hún um leið og eg tók við blaðinu Eg las það ekki strax. Mér fanst hún hafa meit-t tilfinningar mínar, þegar hún sagði að mér væri trauð- lega treystandi fyrir leyndarmálinu. En svo færði eg mig nær glugganum og hélt blaðinu upp, svo birtan félli sem bezt á það. , Þegar eg ætlaði að fara að lesa blaðið, kom upp í huga minum mynd af fundinum, sem við vorum á —- prinsinn, ráðgjafinn og cg sjálfur. Og það var sein eg heyrði nú i anna ðsinn orð þessara tveggja manna,, er þeir siigðu að engin hætta væri á þvi, að eg fengi nokk- urntíma vitneskju um hvert layndarmálið væri, því að það hefði dáið út með Johnson. Eg las svo með sjálfum mér það sem á blaðið var skrifað. Eg las það þrisvar sinnum. , “Og er þetta eins og það var sett fram af Johnson sjálfum?” spurði eg síðan i lágum róm. “Já, nákvæmlega”, svaraði Ethel einnig í lágum róm; því við ætluðum ekki neinum að heyra til okkar. “Og hann var fullviss um, að hann hefði náð ráðn- ingunni réttri?” “Hann sór þess dýran eið, að hann vissi að það væri rétt. Lestu þessi orð svo eg heyri. Þau hafa berg- málað í eyrum mínum um svo langan tíma, að mig langar til að heyra þau frá annara vörum, — frá ein- hverjum, sem skilur fyllilega meiningu þessara voða- legu orða” , “Eg hlýddi henni og las hægt og stilt og gaf sem beztar áherzlur þar sem það átti við. Það var skeyti frá æðsta stjórnarvaldi Þýzkalands til ráðgjafa hans í Lundúnum á Englandi, ritað i rún- um og líkingamáli upphaflega, en meiningin er þessi: “Aðal herfloti Breta er berskjaldaður. “Beztu herskip Stórbretalands liggja við Spit- head í þeim tilgangi að líta eftir. “Þau eiga sér einskis von. “Mín eigin lierskip eru reiðubúin og iil i bar- daga meðan skot og menn endast. “Á eg að þora að leggja til atlögu og með því hœtta lífi þegna minna í þeirri von, að afleiðingin verði sú, að eg verði Drotnari Ilafsins? “Á eg að voga?” Það var löng þögn. Sólin, sem hafði kastað geisl- um sinum inn um gluggann og hlýjað upp herbergið, virtist nú vera orðin köld óg það fór hrollur um mig. “Gjörðu svo vel og lestu það aftur”, sagði konan mín. “Þó það sé voðalegt, þá langar mig til að heyra það einu sinni ennþá”. Eg las það í annað sinn. “Engin furða er það, þó þeir vildu mikið til vinna að ná þessum skjölum aftur”, sagði Ethel. “Heil- born hefir náttúrlcga vefið maðurinn, sém átti að færa sendiherranum skjölin, þegar hann varð fyrir hifreið- inni, svo hann slasaðist og var fluttur inn á starfsstofu þína. Hvað hefði það getað leitt af sér, ef Bretar hefðu náð í skjölin og skilið þýðingu þeirra? Hvað gat það leitt af sér, ef okkar þjóð hefði komist að því, hvað bjó í huga þeirrar þjóðar, sem virtist vera henni vin- veitt?” “Það hefði leitt af því blóðugur bardagi”, svar- aði eg. “Og eg er líka sannfærður um að afleiðingin hefði orðið sú,. að hið hikandi stjórnaryfirvald hefði orðið svo vængskorið, að það hefði aldrei orðið Drotn- ari Hafsins. ENDIR. Hver var hún? ✓ 1. KAPÍTULI. Erfinginn kemur aflur. Ronald, jarl í Charlewick, hafði tvisvar verið kvæntur. Fyrri kona hans var af spænskuin ættum heldra fólks; en þegar hjónin voru sezt að á Englandi kom það í ljós, að hún var afar grimmlynd og samvizku- laus, og sýndi jiann skort á siðferði að varla þektist hennar líki. Þegar lávarðurinn komst að hinu sanna eðli konu sinnar, gat hann ekki elskað hana lengur; en loforði sínu trúr var hann þolinmóður og vanrækti elcki þær skyldur, sem hann hafði undirgengist, unz hiin dó, sem skeði á þriðja hjónabandsári þeirra. Árangurinn af þessu fyrsta ógæfusama hjónabandi jarlsins var einn sonur, lávarður Odo Charlton, sem kostaði líf móður hans. Tveim árum eftir dauða spænsku konunnar sinnar kvæntist jarlinn aftur. Seinni lafði Charlewick var mjög vingjarnleg, hámentuð ensk kona af aðalsættum. Hún lifði lengi og var sólskinið á heimili hans. — Einu ári áður en þessi saga gjörðist, dó hún, og var dauði hennar sú eina sorg, er hún olli manni sínum. Með þessari seinni konu sinni átti lávarðurinn einn son, Ernest Charlton, óskabarn föður síns. Bræðurnir voru eins ólikir og ljósið er myrkrinu eða lösturinn dygðinni. Lávarður Odo, erfinginn, sem var þremur árum eldri en bróðir hans, tók að erfðum eftir móður sina alla hennar verstu ókosti. Hann var grimmur og tilfinn- ingarlaus, hefnigjarn, og svo sjálfselskur að það var dæmalaust. Föður hans hrylti við að hugsa til fram- tiðar hans. Seiú kornungur drengur skemti hann sér við að kvelja orma og pöddur, og þegar hann stækk- aði, fór hann að kvclja kctti, hunda og hesta svo misk- unnarlaust, að sliks voru engin dæmi. Þegar hann var 12 ára gamall hræddust öll börn hann og allar gamlar konur, sem heima áttu í nágrenninu. Jarlinn áleit sig ekki færan um, að stjórna slíkum ungling, sem hann skildi alls ekki; enda lærði Odo snemma að þver- skallast við skipunum hans. , Þessi ungi erfingi að Charlewick gekk á skóla og háskóla og stundaði nám á sinn hátt. Úr sumum skól- um var hann rekinn; en í öðrum var hann liðinn sök- um síns mikilsmetna föður. Þegar hann var 20 ára gamall, fór hann til London og byrjaði þar á hinum vcrsta svall-lifnaði, sem kastaði skugga á liið heiðar- lega nafn hans; og hann eyddi þolinmæði föður sins á þann hátt, að hann vildi ekki kannast við hann eða skifta sér af honum. , Hann fékk fjármuni móður sinnar; en þeir hurfu brátt. Mesta skemtun hafði hann af að vera með illa kyntum óþokkum og slörkurum. Hann átti skemtiskip og veðhlaupahest; veðjaði stór-upphæðum ‘ og lifði ríkmannlega i herbergjum sínum i West End. Þessum slarkara-lifnaði hélt hann áfram þangað til hann var 2G ára gamall. , Og þá hvarf lávarður Odo Charlton eina nótt, al- veg eins og ljós væri slökt, án þess nokkur vissi, hvað af honum varð. Hans var leitað árangurslaust. Herbergi hans sýndu að hann hafði ekki ætlað sér að strjúka. Drag- kistan hans stóð opin og fötin hans lágu á stólum og legubekkjum. Hann hafði engan þjón og enginn gaf þvi gaum nær hann kom eða fór. Viðskifti lians við bankann voru skoðuð; og kom það þá í ljós að hann var búinn að eyða móðurarfi sinum fyrir þrem mán- uðum. Skipið sitt og hestana hafði hann veðsett fyrir fullu verði. Og þó fengu menn fulla vissu fyrir þvi að hann liafði næga peninga einni viku áður en hann hvarf, sem kom mönnum til að álíta að hann hefði verið myrtur af einhverjum kunningja sínum. Þrátt fyrir allar eftirgrenslanir komust inenn ald- rei að því, hvernig hann hvarf; en töldu vist að hann hefði verið myrtur. L Lávarður Ernest var þvi viðurkendur semerfingi að Charlewick. Hann var eins góður og bróðir hans var vondur. Hann öðlaðist mikinn heiður við Oxford háskólann, og faðir hans gjörði sér miklar vonir um framtíð hans. Ungur kvæntist hann eðallyndrt súlku af aðalsættum; en sambúð þeirra varð stutt, þó gæfurik væri. Hér um bil þremur árum eftir giftingu þeirra og einu ári eftir að Oda hvarf, drukknuðu þau bæði í sundinu milli Englands og Frakklands, af því að skip þeirra rakst á annað skip. Þau áttu einn son ársgamlan, sem var kyr hjá afa sínum á ættarheimili þeirra, Charle- wick-le-Grande í Devonshire, og slapp þvi við dauð- ann. Þessi ungi sonur, lávarður Ronald Charleton, son- arsonur hins gainla jarls, var því álitinn réttur erfingi óðalsins. Jarlinn var meðal hinna ríkustu manna á Eng- landi; hann átti mörg stórbýli hingað og þangað á landinu og tekjur hans voru því konunglegar. Hann var af gamalli aðalsætt og náskyldur ýmsum voldug- ustu aðalsmönnum ríkisins. Við hirðina var hann hátt settur og mikils virtur af ölluin. Hann hafði notið hinnar inndælustu gleði, sem lífið getur veitt; en jafn- framt kynst hinum beiskustu sorgum. Hann var nú á heimili sinu, Charlewick-le-Grande, þar var hann fæddur og þar vildi hann deyja; enda var nú líf haiis að þrotum komið. Hann lá í rúminu sínu og horfði út um gluggann á akrana og jurtagarðinn. Hann var ekki einn. Hinn nafnkunni læknir frá London, Henry Dawlish, var nýfarinn frá honum; en skildi eftir i sinn stað sonarson han^, Ronald Charl- ton og skjólstæðing hans, ungfrú Helenu Clair. Þessar ungu persónur voru heitbundnar, og sátu nú við rúm- gaflinn þegjandi og alvarlegar. Jarlinn vissi naumast að þau voru þar. Hann lá kyr og hugsaði um hinn vonda son sinn, hinn horfna Odo Charlton. Tuttugu ár voru liðin síðan Odo hvarf og enginn vissi neitt um hann. Meðnn-Jn'rTinn Tá þnnnlg htig'ffffidi mit Oiie, ffthr- aði hann alt í einu og kallaði: ‘Ronaldl Ert þú þarna?’ Ronald stóð upp og gekk til hans. Hann var hár og myndarlegur maður, þrekvax- inn með breitt og hátt enni, jarpt hár og dökkhrún augu. ‘Hér er eg, afi minn’. En þegar hann leit á gamla manninn, sagði hann: ‘Þér líður ekki vel; eg skal kalla á læknirinn’. ‘Nei, nei, Ronald’ sagði jarlinn og stundi; ‘hann gctur ekki hjálpað mér. Það er ekki líkaminn en sál mín, sem nú þjáist’. ‘Viltu tala við prestinn?’ ‘Nei, eg hefi ekki beðið þessarar stundar til að finna huggun hjá guði. Er Ilelen liér?’ Helen gekk nú að rúminu. Hún var grannvaxin með Ijósbjart hár; ekki fullra 18 ára að ahlri; augun blá og andlitið yfirburða fagurt. Hún var kát og viðfeldin og gamla lávarðinum þótti eins vænt um hana og Ronald. • • GJOF Fyrir óákveðinn tíma á fólk völ á að fá einn árgang af Heimskringlu fyrir $2.00, og eitt eintak af stríðskorti norðurálfunnar, og þrjár Heimskringlu sögur gefins með. Strít5skortit5 er naut5synlegt hverjum sem vlll fylgjast met5 vit5burt5um í þeim stórkostlega bar- daga sem nú stendur yfir í Evrópu. Einnlg er prentat5 aftan á hvert kort upplýsingar um hinar ýmsu þjót5ir sem þar eiga hlut at5 máli, svo sem stært5 og fólksfjöldi landanna, herstyrkur þjót5anna samanburtJur á herflotum og loftskipaflotum, og ý|pislegt annat5. Stríðskortið fæst nú til kaups á skrif- stofu félagsins fyrir 35 cent SKRA YFIR HEIMSKUIXCtr PREMIUR. BrótSurdóttlr Amtmannsins_ 25e. ÆttarelnkennttS ...... 35c. Dolores ............. :ír.c. Sylvia_________________ 25c. Lára ___________________25c. Jón og Lára____________ 25c. LJósavörtSurlnn ..... 35c. StrítSskort Noröurálfunnpr_35c. » TheViking Press, 729 Sherbrooke St. Ltd. Talsími Garry 4110 P.O.Box,3171

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.