Heimskringla - 01.07.1915, Blaðsíða 5

Heimskringla - 01.07.1915, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 1. JÚLl 1915. HEIM'SKRINGL A «LS. 5 er ung og óþekt. A enga sögn enn- þá. Hon. T. H. Johnson er maður, sem eg heyri flesta enskumælandi menn kannast við að meira eða minna leyti. Hann hefir verið leið- togi og drifhjól Liberal flokksins í nokkur ár hér í fylkinu, þó aðrir hafi borið nafnið. Það má telja hann mestan málafylgjumann í þeim flokki. Með sér jafn góðum og bæt- andi mönnum má trúa því að hann lætur til sin taka. En kalt mun anda um gættir, þar sem þeir Hudson og Brown standa við. Um 12 ára tímaskeið hafa liberal- ar stjórnað þessu fylki. Manitoba- fylki á nú rúmra 44. ára sögu. All- an hinn tímann hafa konsérvativar stjórnað því. Það er því að inestu leyti fætt og uppalið á þeirra stefnu og lifskröftum. Það er blómlegasta fylkið i Kanada og verður svo um langa framtíð. Lengi friógist og blómgist Mani- toba! , K. Ásg. Benediktsson. Heimalandið. Lag: Home, Sweet Home. Vér hugsum til þín tsland i svölnm Itorður sic, þú sögu vorrar heimkynni, faldað gljánm sntr, með sót um vorsins nietnr og norðurljósin skœr, og niðinn hárra fossa, og vötnin silfur-ticr. Vor saga, sál og mál er hnýtt með helgum taugum við hjarnið þilt og bál. Vér hugsum til þin tsland; já, þar er þjóðin vor, og þar má rekja feðranna stór og göfug syor; vér elskum forna hreysti og dygðir þor og dáð og drengilega hreytni með friegð og snitli-ráð. Vor saga, sál og mál er hnýtt með helgum tangiim við hjarnið þitt og bál. Þér heilt, vort kicra landið! Þilt allra alda skeið sé eetið bjart og fagurt, sem norðurtjósin heið, og gef þií hverju barni við brjósta þinna yl þau blóm er skreyta þjóðlífið hinstu stundar til. Vor saga, sát og mál er hnýtt með helgum taiigum við hjarnið þitt og bál. M. Marki'isson. “Home, Sweet Home.” (Eftir J„ Einarsson). Eins og mörgum er kunnugt, hef- ir hið einkar þýða sönglag, með of- anskráðu nafni, verið lengi að nokk- uru kunnugt meðnl fslendinga, jafn- vel austan hafsns. En því miður hefir ekki verið til fyrir það ís- len/.kur, sönghæfur texti. Lært hafði eg heima ástarkvæðis fargan nokk- urt, kveðið að sögn undir þessu lagi; en svo skakt, að eigi varð sungið, nema að Iagið liði þar við stórkostlega skemd. , Þegar þeir, kunnin.gjar Ijóðgyðj- unnar, Dr. Sig. Júl. Jóhannesson og Mr. M. Markússon, voru hér á ferð sl. ár, í erindum fyrir lífs- og lýða- ábyrgðir, barst í tal milli okkar Mr. Markússonar um hörmungar þær, er af því stöfuðu fyrir vora hnatt- dreifðu bræður og systur, að geta ekki sungið lagið “Home, Sweet Homc!” á þeirra fornhelga máli, end- urbættu í samtíðar-fyllingu, og lét í ljósi, eftir veikum mætti, löngun mina til þess, að Mr. Markússon kvæði Jijóðbrag sem landinu væri sómi að og drengjum þess og dætr- um hugðnæmt að raula i og á tvistr- ingnum. Lesendur Hkr. munu ef til vill liafa myndað sér grun um, að eigi væri alt með feldu í sambúð okkar Mr. Markússonar i þessum heimi, vegna fáeinna “pointed paragraphs”, sem hvor hafði öðrum sent ofarlega á æskutið okkar, endur fyrir löngu. Til þess nú að kyrkja allar slikar skakkar skoðanir, er mér stök á- nægja i, að sýna svart á hvitu, að óvild var þar cngin til staðar, en að cins málcfni rædd eftir atvikabrell- um samtíðarinnar þá. Skömmu eftir að Mr. Markússon hafði með heilu og höldnu, að “læknisráði”, náð höfn friðarins í Winnipeg, sendi hann mér, ásamt vinsamlega bréfi (ekki Jjví fyrsta, er eg hefi frá honum fengið) tvö kvæði er hann liafði kveðið undir laginu “Home, Sweet Home!” sem gjöf að gömlum kynnum. Vitaskuld þótti mér vænt um og vikið drengilegt; en þó sérstaklega vegna þess, hve Góttur lljór hvar nom er — Góhur Bjór at( liufa A holmllliiu ælí«— PSLaáer 1 merkur og pott flösku hylkjum Fáanlegt h.1á þeim sem þú kaupir af e15a hjá oss. E. L. Drewry, Ltd., Winnipeg. mjög höf. hafði vandað sig og beitt gáfunni betur en í mörgum öðrum kvæðum sinum. Eg áleit kvæðið, sem með fylgir, betra en hitt, l>ótt ef td vill öðrum kynni að sýnast annað. Bæði eru kvæðin hárrétt við lagið og sönghæf i alla staði. Andinn í báðum er hlýr, og landar eiga hér texta, sem ætti að verða lijóðvenju- söngur i framtiðinni. Geta niá þess, að textar Mr. Markússonar eru að því leyti betri en enski frumtextinn, að erindin eru öll jafn rétt kveðin við lagið, þar sem ensku erindin eru skökk, hvert upp á sinn hátt, að at- kvæðafjölda og þvi ekki eins ná- kvæin að áherzlum og Jiessir ís- Ienzku textar eru. í von um, að margir söngvarar meðal Islendinga læri fylgjandi kvæði og syngi það eftir sinurn radd færum framvegis og ítreki þakklæti mitt til höfundarins, laét eg kvæðið fylgja hér með án frekari málaleng- inga. George Grikkjaprins. Þegar þetta er ritað (20. júní) var Konstantínus Grikkja konungur ha-ttulega veikur. Læknarnir í AJjenuborg voru nýbúnir að skera stykki úr rifjum hans, til þess að geta hlypt út greftri úr lungunum. Það ^engu ýmsar sögur um það, hvernig hann hefði fengið mein þetta. Héldu sumir fram sögu þeirri, er vér gátum um í Heimskringlu ný- lega, og gekk hún og var tekin trú- anleg í Aþenuborg og öllum höfuð- borgum Evrópu. Nefnilega: að það hefði af manna völdum verið. — En aðrir sögðu, að þetta hefði verið mein eitt. En Jjað er víst áreiðan- legt, að annað lunga hans er eyði- lcgt og sþurning um Jjað, hvort hann lifi það af; og langur tími liður, Juingað til hann verður heill heilsu, ef að Jjað verður nokkurntíma. Allra augu beinast því til sonar hans, Georgs, hertogans af Spörtu og krónprins Grikkja. Að réttu lagi ætti hann nú að stjórna ríki í veik- indum föður síns og ráða úr Jjví, hvort Grikkir skuli snúast í lið með Bandamönnum eða Þjóðverjum, eða haJda sér utan við stríðið og veita hvorugum.>En ýmsar ástæður valda Jjví, að hann hefir ekki tekið við stjórninni enn sem komið er, og skýrast þær, er menn lesa grein Jiessa. Móðir hans er Sofía systir Vil- hjálms keisara og einu sinni uppá- hald hans. Hefir hún í seinni tíð verið undir áhrifum Vilhjálms og hannað bónda sitium að snúast móti honum en með Bandamönnum. Mun liún vera ráðrík kona og skapmikil, cn vel gefin og frið sýnum. Illutleysi, eða að vera með hvor- ugum, er nú orðið Grikkjum ómögu 'legt síðan kosningar fóru þar fram um daginn; þvi að þá náði Venize- los meira en tveimur þriðju hluta at- kvæða; en hann og hans fylgis- menn vildu sem allra fyrst fara stríðið með Bandainönnum. Af þing- mönnum, sem kosningu náðu, voru 4 fyrverandi ráðgjafar og vinir Ven- izelos. , Allir þeir, sem Georg prins þekkja, eru sannfærðir um það, að hann muni fylgja vilja þjóðarinnar og hlýta ráðum Venizelos _ og ráðgjaf- anan, þessara fjögurra, sem hann Jjekkir alla saman, og hefir verið hrifinn af Vcnizelos áður en hann féll í ónáð hjá föður hans. Þetta ætla allir að hann meti meira, en að fylgja vilja móður sinnar og ráð- um Vilhjálms frænda síns. Og þó að hann væri nú daufur til Jjess og einkum ef að hann snörist á móti, þá myndi það ekki duga, þeg- ar öll Jjjóðin er á móti Þjóðverjum. Grikkir mundu gjöra upphlaup og reka alla sétt hans frá völdum, ef að Jjeir fá ekki að ráða þessu; því að Jjeir telja þar undir komna velferð sína og framtíð Grikklands, að fara nú á stað. En gjöri Jjeir það ekki, og vinni Vilhjálmur, þá verða þeir með peðum hans og fá aldrei fult sjálfsforræði. En Sofia drotning er fyrir löngu húin að lýsa því yfir og heita þvi, að undir eins og Grikkir gangi í lið með Bandamönnum, Jjá fari hún burtu Jjaðan og komi aldrei aftur, en setjist að í Þýzkalandi hjá bróð- ur sínum. Þegar hún sá, livernig liosningar Jjessar myndu fara og að Venizelos og flokkur hans myndi bera hærra hlut, þá notaði hún sér veikindi hónda sins og kom i veg fyrir það, að nokkur yrði settur.til Jjess, að stjórna í hans stað, einsog lögin þó skipuðu. Hún leyfði engum að fá að tala við bónda sinn. Ráðgjafarn- ir fengu það ekki; bræður konungs fengu það ekki, og sonur hans, krón- prins Georg, fékk ekki að sjá föður sinn. Þess vegna var það, að engu var hægt fram að koma, þó að menn hefðu viljað. En Georg konungsefni hefir eng- ar mætur á móðurbróður sínum Vil- hjálmi keisara. Hann var alinn upp þannig frá bernsku. Honum var kent að skoða Vilhjálm sem hinn versta óvin Grikklands, óvin kon- ungsættarinnar á Grikklandi og beggja foreldra sinna. Fjandskapur sá hófst þegar Georg var tiu mán- aða gamall. Og óvildin koin af því, að Jjá kastaði móðir hans Sofia lút- erstrú sinni og tók grisk-katólska trú, sem var trú sú, er bóndi hennar hafði og Grikkir allir; en Jjetta er alsiða hjá öllu konungafólki nú á dögum. Og öll börn þeirra voru þar af leiðandi alin upp og uppfrædd i hinni grísk-katólsku trú; enda var það að skilyrði gjört, er hún Iofað- ist Konstantin konungi. En Vilhjálmur keisari tók þetta sem pcrsónulega móðgun við sig, að gjöra Jjetta án síns leyfis; það voru eins konar landráð, Jjví að hann hefir liadrei ætlast til, að hún efndi heit sín, þegar hún lofaðist Kon- stantíni. Og þegar Vilhjálnni frrétti þetta, þá varð hann svo reiður, að hann sendi Jjeim lijónum hvert skammabréfið á eftir öðru, og var Jj.'i um leið lokið allr frændsemi og vináttu milli systkinanna, svo að engin skeyti fóru Jjeim á milli i mörg ár. , Eitthvað 6—7 árum seinna lenti Grikkland í ófriði við Tyrki. Þá var Georg 7 ára. Vilhjálmur tók þar málstað Tyrkja og sendi soldáni bæði vopn og skotfæri og léði hon- um fjölda af hinum beztu herfor- ingjuin .sínum. Og Jjað voru Jjýzkir foringjar, sem stýrðu hermönnum Tyrkja i stríðinu og Jjýzkar byssur og kúlur, sem drápu niður lið Jjeirra og unnu sigur á Grikkjum, sem Konstantín var Jjá foringi fyrir. Það var árið 1897. En við hvern óslgurinn, sem Grikkir biðu, og hverja hrakförina sem Jjeir fengu, sendi Vilhjálmur stórorðar lukkuóskir til vinar síns, Abdul Hamid soldáns, sem margir þekkja af afspurn. Og Aþenuborg hefði óefað fallið i liendur Tyrkja, ef að Nikulás Rússakeisari hefði ekki skorist í leikinn undir það sein- asta og stöðvað Tyrki, þcgar þeir voru nærri komnir að borginni. Og jafnharðan sendi Nikulás samskon- ar bréf til Vilhjálms til að láta hann vita, hvað á ferðuin væri. Ilann hót- aði Tyrkjum að fara á móti þeim með allan sinn her, taka Miklagarð og reka þá yfir til Asíu. Við þetta urðu Tyrkir liræddir og fóru sem óðast að halda burtu úr Grikklandi. Og það var ekki Jjar með húið. Þvi þeir urðu að láta af hendi öll Jjau lönd og alt það her- fang, sem þeir höfðu unnið af Grikkjum og gjöra sig ánægða með fébætur í herkostnað, sem námu 20 millíónum dollara, en sem aldrei hefir verið borgað og verður líklega seint. En Jjetta magnaði hatur og ó- vild Grikkja til Þjóðverja og Vil- hjálms, sem von var og margfaldaði fjandskap Grikkjakonungs til keis- arans, svo að jáfnvel börnin þeirra hjóna lærðu að hata bæði Vilhjálm frænda sinn og alla Þjóðverja. Nokkrum árum seinna sættust þau reyndar systkinin Vilhjálmur og Sofía drotning. En bóndi hennar og börn tóku engan Jjátt í sætt þeirri og hötuðu Vilhjálm eftir sem áður. — Hann var grýlan barnanna rneðan Jjau voru ung og eiginlega við alla hirð þeirra. Árin næstu áður en fyrra Balkan- striðið hófst, urðu Jjau Konstantín krónprins og Sofía svo óþokkuð af hernum og flotanum og ailri Jjjóð- inni, að þau gátu tæpast haldist við á Grikklandi og fóru af landi burt, * einskonar útlegð. Var Jjá Sofía meá krakkana ýmist á Englandi eða Þýzkalandi. En Konstantín bóndi hennar var ýmist í París eða Petro- grad á Rússlandi. Sá þó Sofía hann stöku sinnum. En þessi aðskilnaður Jjeirra vakti brátt eftirtekt manna, og fór Jjað að kvisast, að Jjau ætluðu að skilja. Konstantín hélt að sér mundi ald- rei afturkvæmt verða til Grikklands og fór Jjví að leita sér atvinnu, ekki hjá Vilhjálmi tengdabróður sínum, heldur hjá Rússakeisara, sein var frændi hans. Fékk liann háa stöðu hjá honum við herinn og var búinn að senda eftir húsmunum sínum og reitum öllum til Grikklands. En þá lcom stjórnarbylting fyrir á Grikk- landi og komst Venizelos til valda og varð stjórnarformaður með al- ræðisvaldi að kalla rnátti. Hann kall- aði Konstantín heim og fékk honum aftur einbætti Jiau í hendur og tign, er hann hafði áður. Svo kom Balkan striðið og var Konstantín herforinginn og nú gekk honum miklu betur en áður, árið 1897, því nú átti hann ekki við her- foringja Vilhjálms, heldur Tyrkja. I’ékk hann þá nokkurt álit á sér. Og þegar Sofía heyrði um sigurvinn- ingar hans og hættu Jjá, sem hann var i staddur, Jjá fór hún betur að sætta sig við hann, svo að samvistir þeirra urðu betri, og eignuðust þau dóttur eina fyrir tveimur árum. En Jjcgar Sofia var á Þýzkalandi með börnum sínum, frá 1908—1911, þá notaði hún tækifærið til að setja son sinn á hermannaskóla, svo að hann lærði Jjar herskap allan. Hún kom honum Jjar í þýzka herinn og var liann undir yfirumsjón Vil- hjálnis. , Georg prins var settur í varðlið keisarans. Kyntist hann þar hrátt höfðingjasonuin. Voru Jjað mest svnir fursta og hertoga og annara stórhöfðingja, langt eða skamt komn ir af konungaættum. Þeir höfðu Jiar víst lystugt lif og gleði mikla og var Georg mikið með krónprinsin- um syni Vilhjáhns. En hann var al- kunnur að því, að fylgja lítið ráð- um föður síns og hafa i háði við fé- laga sína. Og svo var um fleiri i Berlin, að mönnum fanst nærri hvað uinst um keisarann, sein næstir hon- um voru. Og af samvistum við fé- laga Jjessa óx ekki virðing Georgs fyrir keisaranum móðurbróður hans — hcldur liið mótsetta. Honum féll ver og ver við hann og þótti hann bæði harðstjóri og hlægilegur. Margar sögur hafa verið sagðar bæði í Berlín og Aþenuborg um Ge- org eða eftir honum upp á kostnað frænda hans. Var ein sagan um fornmenjafundi Vilhjálms á grísku eyjunum, Hann var ferðalangur, sem inenn vita á yngri árum, og keypti skrauthöll á eyjunni Corfu í Grikk- landshafi. En Grikkjakonungur á þar höll á eyjunni skamt frá höll Vilhjálms, og einu sinni var Georg með stallbræðr- um sinum hinum þýzku og lýsti því J)á nákvæmlega og skringilega fyrir Jjeim, hvernig hann með bræðruni sinum og fóstbræðrum hefði oftlega tekið eitthvert gamalt skran og grafið það niður á eyjunni Corfu, meira og minna á hverju hausti. — Þegar Vilhjálmur svo kom Jjangað næsta vor eða sumar, þá var honum á einn eða annan liátt komið til þess, að leita Jjar að fornmenjum; — hann var svo mikill og lærður forn- fræðingur hann Vilhjálmur keisari! Georg konungsefni virðist hafa ver- ið háðfugl mesti og hrekkjalimur á Jieim árum. Það var í fornum hallar rústum, “Achilleion”, sem þeir grófu þær flestar. Og Jjcgar Vilhjálmur fór að grafa, Jjá fann hann hvern gripinn öðrum eldri og merklegri og hermdi Jjá Georg eftir honum við vini sina og sctti upp á sig spekings- svip mikinn. En Jjá hló hver sem hetur gat. Georg var i báðum Balkan stríð- unuin, sem Lieutanant í fótgöngu- liðinu og koin vel fram. Hlífði hann sér í engu og lét hið sama yfir sig ganga og hermennina, sem hann átti fyrir að ráða, og þoldi með þeim súrt og sætt. Tvisvar var hann særð- ur en ekki hættulega. Hann var æfinlega glaður og hug- rakkur,- hvernig sem á stóð, eins þó a? erfitt gengi i herferðum þessum. Hann var blátt áfram og laus við alla tilgjörð eða stórmensku og var þvi ekki að undra, Jjó að hann yrði her- inönnum kær og þjóðinni allri. — Hann er þvl hugljúfi allra Grikkja, æðri sem lægri. Og svo kemur annað til, en það er spádómur gamall: að konungur Grikkja, Konstantin að nafni, og Sofía kona hans eigi að eignast son einn, sem nái Mikla- garði og verði þar höfðingi og reisi við hina fornu frægð og ljóma stór- borgar þeirrar, sem hún hafði á dög- um hins gríska keisaraveldis. Georg konungsefni er líklegur til að verða miklu betri og færari kon- ungur en faðir hans. Enda hefir Hvenær ætlarðu að spara ef þú gerir það ekki núna? í>au laun þín eða tekj- ur aukist án efa, aukast útgjöld þín einnig og mörgum finst öllu meira um það. Nú er þvf tíminn að byrja sparisjóð, og er sparisjóðsdeild UNION BANK OF CANADA staðurinn að geyma hann. Byrjið með því aukafé sem þið nú hafið með höndum, hvaða upphæð niður 1 einn dollar gefur vexti. LOGAN AVE. OG SARGENT AVE., ÚTIBO A. A. Walcot, bankastjóri hann ætið verið talinn sljófur að viti, og langt frá Jjví að hafa skarp- leika og lipurð Georgs föður síns Grikkjákonungs. Þurfti Georg oft til Jiess að gripa á stjórnarárum sínum á Grikklandi; Jjví að oft riðaði há- sætið undir honum, svo að margur annar hefði úr því hrapað. Og þeg- ar Konstantín var kominn af æsku- skeiði, þá kom Jjað fyrir, að Georg konungur faðir hans vék sér burtu; cn setti son sinn Konstantin til Jjcss að gæta rikisins á meðan. En Jjá \arð honum æfinlega á einhver skyssan. Hann æsti fleiri eða færri upp á inóti sér og gjörði hvert axar- skaftið af öðru. Og þegar faðir hans kom heim, Jjá mátti hann taka á allri sinni lipurð og viturleik til að bæta úr klaufaskap sonar síns. Það kom varla nókkurntíma fyrir, að Georg færi svo burtu, að ekki væri sama aðkoman, þegar hann kom heim. Og hvar sem Konstantin fór um höfuðborgir Evrópu, þá hafði hann allstaðar á sér sama orðið. "Menn töldu hann Jjursa, og Jjó einkum í Berlín, Jjangað til veturinn 1910— 1911, að Venizelos kallaði hann heim og veitti honnm allar hans fyrri nafnbætur og cmbætti. Og Jjá var Jjað f.vrst, að keisarinn stakk upp á þvi við systur sina, að hún skyldi laka upp sambúðina með manni sín- mn aftur, og ná yfir honum því sama valdi, sem hún hefði áður haft. Vilhjálmur var þá farinn að sjá, hvernig sakir myndu standa á Bal- kanskaga, og að betra væri fyrir sig, í:ð hafa citthvert tangarhald á Grikk- landi. Sljóleika og flónsku Konstantíus má bczt sjá á ræðu Jjeirri, er hann hélt, þegar Vilhjálmur keisari gjörði hann að prússneskum marskálki. Það var við lok Balkan stríðanna. Og þegar Konstantín fór að Jjakka Vilhjálmi fyrir marskálksstafinn, þá þakkaði hann Vilhjálmi og Þjóðverj- um fyrir allar sigurvinningar Grikkja í báðum herferðunum, eða eiginlega lexíunni og kenslunni, sem hinir grísku herforingjar hefðu ljcg- ið af Þjóðverjum. Það voru þeir, sem Grikkir áttu að veita allan heið- urinn fyrir þær. Það voru svo mikil brögð að þessu, að Þjóðverjum blöskraði sjálf- um; en Parísarborg varð öll i upp- námi. Því að alla þá æSingu og fræðslu í hermálum, sem Grikkir liafa fengið scinustu 10 árin, hafa Jjeir fengið frá Frakklandi eingöngu og hvergi annarsstaðar að. Heilir hópar af frönskum herforingjum fóru þá til Grikklands til að koma lagi á herbúnað Grikkja, og fyrir þeim var herforinginn General Ey- doux, sem nú er látinn. Þeir endur- sköpuðu allan griska herinn; og hin- ar einu lexiur. sem Grikkir höfðu Jjegið af Þjóðverjum, voru þær, er herforingjar Vilhjálms stýrðu sveit- um Tyrkjasoldáns á móti Jjcim í stríðinu 1897 og börðu þá á flótta hvað cftir annað, svo að ljeir ásamt Konstantín voru einlægt á harða- hlaupum á flóttanum. Georg prins sonur hans hefði ald- rei látið sér farast jafn klaufalega. Og svo hafði hann hinar mestu mæt- ur á Eydoux og foringjum þeim, sem með honum komu frá Frakklandi og aldrei liggur hann á því, að hann metur mest af öllu hin frönsku vopn og hernaðaraðferð alla og tekur hana langt fram yfir hernaðarað- ferð, herbúnað og alla framkomu Þjóðverja. Síðan Georg Danaprins kom til valda á Grikklandi, hefir England, Frakkland og Rússland hvert fyrir ‘-■ig lagt Grikkjakonungi $20,000.00 i borðpeninga. Þetta hefir náttúrlega ekki áhrif á gjörðir Georgs Kon- stantínssonar. En ef að hann skyldi nú snúast í lið með Jjeim, sem allar likur eru til, Jjá verður móðir hans stórlega reið; en allir aðrir ætt- menn hans verða með honum og árna honuni allrar hamingju fyrir. Þeir eru allir andvígir Sofíu drotn- ingu, og vildu helzt hafa hana sem fjærsta sér. Sofia hefir æfinlcga verið full fjandskapar til Olgu tengdamóður sinnar, ekkju Georgs konungs. Með- an Georg konungur lifði gat þeim aldrei komið saman um nokkurn hlut, livort sem það var pólitík eða hús&tjórnarmál. Ef að Olga vildi halda einhverju fram, þá var hin þýzka tengdadóttir hennar þar al- veg þver á móti og hélt af kappi fram hinu gagnstæða. Eitt var Jjað, til dæmis, sem þeim varð að missætti; en það var um þýðingu guðspjallanna á forngriskn eða grískumál það, sem Vulgata er rituð á, sem er nýrri griska, og varS af eldur rnikill. Olga var dóttir Konstantíns stór- hertoga Nikulássonar, og er þvi barnabarn Nikulásar keisara fyrsta. Ilefir henni þvi ætíð verið Rússland kærara en Þýzkaland; enda var það föðurland hennar. Þetta hefir hún sýnt með því, að síðan liún varð drotning Grikklands árið 1867, þá hefir hún aldrei heimsótt hirðina i Berlín og hefir hún þó oft farið uro Berlin á fcrðurn sinum milli Péturs- borgar, Kaupmannahafnar og Par- ísar. Siðan eiginmaður hennar Georg konungur var myrtur i Saloniku ár- ið 1913, hefir liún ekki átt alla dag- ana sæla við hirð sonar síns og tengdadóttur. Tengdadóttir hennar Sofía varð þá drotning; en hún var svo þýzksinnuð og hataði alt, sem rússneskt var, og gjörði alt, sem liún vissi að tendgamóður sinni var á móti skapi; svo að OIga ekkju- drotning kom öllurn sinuin eignum til Rússlands. Og þykir henni þó leitt að fara úr Grikklandi, þvi að Georg konungsefni er uppáhald hennar og augasteinn og þykir mjög vænt um ömmu sina. Yngri bróðir (eða næstur að aldri) cr Nikulás prins, og var hann stór- skotaliðsforingi Grikkja í báðum Balkanstríðunuin siðustu. Hann nam liermensku í lierliði Frakka og er kvæntur yndisfagurri prinsessu rúss neskri, stórhertogafrú Helenu, dótt- ur Vladimirs stórhertoga. Grikkjum þykir ákaflega vænt uin hann einsog Olgu drotningu, einkum hermönn- nnum. Enda lagði hann sig fram við að hjúkra særðum hennönnum i seinustu stríðunum. En konu hans, cr eins farið og Olgu, að hún talar aldrei við Sofiu drotningu, og þar eð hún er stórrík, ]>á þykist hún ekki þurfa að vera upp á hennar náðir komin og lætur sein hún sé engin til; en skemtir sér ineð manni sínum. Er hún fjörkona mikil og gáfuð. Næsti bróðir Konstantíns að aldri er hinn tröllvaxni sjómaður Georg prirís. Hann kvæntist Mariu, ein- birni Roland Bonaparte og hefir verið á Frakklandi síðan þau gift- ust. Var Georg konungur vel til liennar meðan hann lifði. En Sofia drotning hefir aldrei viljað sja liana og aldrei viljað kannast viðL at hún væri tiginborin kona. Maria er forrík, því að hún er oinn af sameigenduin í liinu heims- fræga, spilahúsi, Monte Carlo. E« amma hennar var af lágum verka- mannastigum. Einn er enn bróðir Konstantins. Andrés að nafni, Hann er kvæntur Alice prinsessu af Battenberg. Hann var aðmíráll Breta, þó að hann væri af þýzkum ættum. Yngsti bróðir Konstantíns er Christopher, og fæddist á Rússlandi og ólst þar upp, meðan hann var i æsku. Er hann uppáhaid Alexöndru föðursystur sinnar og fyrverandi drotningar Breta. Enda hefir hann verið mikið bæði á Bretlandi og Rússlandi. Eina systur á Konstantín og heit- ir hún Maria og er gift rússneskuin stórhertoga, Georg Mikaelssyni (Mi- chaelaiowitch). Þau búa á Eng- landi. Öllum þessum bræðrum og kon- um þeirra og þessari einu systur manns sins liefir Sofía sýnt úlfbúð svo mikia, að þeim hefir ekki verið vært vð hirðina og engu þeirra fólkL — Það er þvi ekki furða, þó að frændur þessir hafi haft gaman af að leika á Vilhjálm keisara ineð Georg konungsefni og láta liann hlaupa með fornleifarnar á Corfu. sem áður er sagt, því að þar hcfir litilli eða engri vináttu verið að spllla.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.