Heimskringla - 30.09.1915, Page 4

Heimskringla - 30.09.1915, Page 4
BLS. 4. HEIMSKBINGLA. WINNIPEG, 30. SEPT. 1915. HEIMSKRLNGLA. (StofnutS 1886) Kemur út á hverjum fimtudegi. trtgefendur og eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. Ver?5 blaT5sÍns í Canada og Bandaríkjunum $2.00 um árit5 (fyrirfram borgab). Sent til Islands $2.00 (fyrirfram borgab). Allar borganir sendist rábsmanni blatSsins. Póst eba banka ávís- anir stýlist til The Viking Press, Ltd. M. J. SKAPTASON, Ritstjóri H. B. SKAPTASON, Rábsmabur. Skrlfstofa: 720 SHERBROOKE STREET, WINNIPEG. P. O. Box 3171 Tal.sími Garry 4110 Fyrirspurn. Hafa nokkrir af “Falcons” hock- ey leikurunum gengið í herinn, eða nokkrir af glimumönnunum? Spyr eg af þvi flest ef ekki öll íþróttafé- lög ensk hafa sent sína “representa- tives,, og jafnvel allir meðlimir sumra þeirra hafa gengið i herinn. Það er ekki frítt við, að þessir is- lenzku íþróttamenn dragi sig nokk- uð mikið til baka. Vonandi eru þeir ekki þýzk-sinnaðir. Pte. * * * Eins og menn sjá hér að ofan kem- ur fyrirspurn frá hermanni (Pri- vate) um það, hvort nokkrir af is- lenzku íþróttamönnunum hafi geng- ið i herinn. Vér vitum ekki af nokk- urum, sem farið hafi, úr nokkuru i- þróttafélagi íslendinga. En sé svo, að það sé ekki rétt, þá biðjum vér góða menn að leiðrétta það. Það hefði verið mjög svo skemti- legt, ef að einhverjir hinna ungu og liraustu Islendinga hefðu lagt í leið- angur þann. En menn verða að gæta þess, að stríð þetta er svo langt í burtu frá oss, að vér vitum eigin- lega ekki af því; vér heyrum ein- hvern óm af stríði einhverju voða- legu, sem sagt er a@ sé einhvers- staðar í Evrópu; en hugmyndir þær, sem vér höfum um það, eru allar í þoku, og þær snerta oss svo lítið. Vér erum einhvern veginn ut- an við það alt saman, finst oss. Vér skiljum það ekki, eða hrindum frá oss þeirri hugsun, að einnig vér sé- um í stríði. Vér skiljum það vel, þeg ar vér erum i kosningastríði. Þá er enginn ráðalaus. Þá eru allir fljót- ir til bragðs, hvar þeir skuli standa og hvar þeir skuli fylkja og með hverjum þeir skuli vera. Nei! Það cr ekkert hik á mönnum þá, og því harðari, sem slagurinn er, þvi glað- ari fara menn út í hann. En þetta strið þarna í Evrópu, — það er nokkuð annað. Það kemur mér ekkert við, hugsar margur. Og það er enginn efi á því, að fjöldi landa hér vill að Bretar vinni og telja það sjálfsagt, að Bretar vinni. Hina hliðina líta menn aldrei. Menn hafa þó það traust á Bretum, að þeir halda, að þeir geti ekki ósigur beðið; þeir hljóti að sigra; það er svo sem sjálfsagt. — En ef svo ó- líklega skyldi fara, að Þýzkir sigr- uðu, hvað þá? — Ef að þeir sigruðu Rússann og Frakkann og Bretann! Það er enginn efi á, að þeir eru bardagamenn hinir hraustustu. Eng- in þjóð hefir nokkurntíma verið jafn útlærð í stríði sem þeir; engin jafn vel undirbúin. Engin haft jafn marga og góða herforingja. Engin verið jafn samvizkulaus og misk- unnarlaus í striði, sem þeir, og óhlut vönd að öllum gjörðum sínum. — Húnar og Hundtyrkir voru börn hjá þeim, og eins hinir viltu Indíánar álfu þessarar.— En efað þeir skyldu nú sigra: taka hálft Rússland, all- an norðurhluta Fraklands, brjótast yfir ó England, eftir að hafa eyði- Jagt og sökt öllum flota Breta! Ef að þeir sigruðu nú, þrátt fyrir að- dáanlega hreysti Breta og ráðsnilli og drenglyndi, er þeir stukku út í strið þetta, til að bjarga Belgum og Frökkum, sem Þýzkir höfðu rofið eiða við og níðst á (Belgum), — þrátt fyrir alt gullið Breta og þeirra óvinnandi flota. Ef að þeir skyldu taka Canada upp í hinn feykilega, ó- kljúfandi herkostnað, eða ef að þeir tækju það herskildi? Það er að eins floti Breta, sem á milli stendur. Hvað þá? Höfum vér nokkuð hugs- að út í það? Eða er það of hrylli- legt að hugsa til? Þurfum vér að byrgja augu vor, svo að vér sjáum ekki þá hliðina? Vér lifum hér í mestu velgengni, allur þorri manna, — nema nokkrir i borgunum. Vér syngjum, dönsum cg leikum oss; vér sofum heitir og notalegir í sængum vorum á hverri nóttu; enginn háski eða dauðans hætta hangir yfir höfðum vorum. Vér sitjum rólegir heima, en Bretar herjast, — berjast upp á lif og dauða margar millíónir þeirra. — Þessar þjóðir, sem nú standa að vígum, verða að neita sér um alt. Ungverj- ar, Tyrkir og Þjóðverjar, þessir ó- vinir vorir, þeir neita sér um alla hluti, þola sult og hungur og eigna tjón; þeir biða rólegir dauða síns á hverri stundu dags og nætur. Slöndum vér neðar en þeir, hvað sjálfsafneitun snertir. Stöndum vér neðar en Tyrkinn, sem vér höfum hatað einlægt síðan þeir rændu nokkrum mönnum á Islandi? ósegj- anlegar þrautir taka nú þjóðirnar út, sem eru að berjast, og köld eru hjörtu þau, sem ekki hugsa út i það. En hins vegar má ekki telja nein- um trú um það, að það sé stöðugur glaumur og gleði á vígvöllunum. Menn þeir, sem fara, líða þar þraut- ir miklar, — svo miklar, að menn hafa ekki huginynd um það hér, og þeir eru einlægt í dauðans hættu, að tapa lifinu, að særast stórum sár- um, aflimast, svo að þó að þeir lifi það af, þá geta þeir lifað við ör- kuml alla æfina á eftir; eða þeir geta orðið fangnir; og kuldann og vosbúðina mega þeir búast við að þola. Það væri glæpi næst að liggja á þessu. En á móti því er aftur skyldu- ræknin við landið og mannfélagið, sem menn búa saman við, og við málefnin, sem um er verið að stríða, i — frelsi mannkynsins á komandi j tímum, frelsi og ærlegheit og orð- j heldni, alt sem er heiðarlegt. Frelsi I eða kúgun, lýðstjórn eða hermanna I cinveldi. Hvötin þeirra, sem fara, verður að koma frá hjartanu; frá sannfær- ingunni, fró lönguninni að vilja berjast fyrir því, sem rétt er og satt; írá mannskapnum eða þeirri hugsun að vilja vera en ekki sýnast, vilja í koma fram sem hraustir og hug prúðir og sjálfsafneitandi menn, — menn, sem geta neitað sér um, að njóta gæða lífsins í ró og makindum I og tekið upp á herðar sér allar þess- | ar þrautir, — allan þennan háska, | sem hermaðurinn daglega verður að | þola, og mætt svo dauðanum róleg- ir, hvenær sem hann ber að hendi. Vér viljum endurtaka það, að • skemtilegra hefði það verið, að ! fleiri íslendingar hefðu lagt i leið- angur þenna, ef að þeir finna sig 1 menn til þess. En langt er nú siðan ^ forfeður vorir fóru í ferðir þessar, I og lítil furða, þó að vér séum orðnir ! þeim afvanir og lítt fúsir í hreður þessar. — En allra heilla viljum : vér óska hverjum þeim, sem þann lcostinn tekur. Dauðinn nær oss öll- um fyrri eða síðar, og margt getur verra fyrir manninn komið, én að falla á vígvelli í baráttu fyrir góðu málefni. Hefnigirni Liberala? Blöðin hafa verið að þukla um þetta, sem haft er eftir Mr. Johnston, lögmanni Sir Rodmonds Roblins, og sem prentað er á öðrum stað hér í blaðinu. Mönnum hefir þótt það nokkuð freklega talað, og einkum þegar það kom frá lögmanni, sem er talinn með hinum lögfróðustu og beztu i öllu Canada, og þó ennfrem- ur þar sem Mr. Johnston er og hefir verið gallharður Liberal alla sína daga og er það enn í dag. Það er á- kaflega hart að segja, að hér sé hvorki lög eða réttur í landinu. Það er hart á íbúum Maniloba, að þeir skuli þola það. Það er hart á hinni núverandi stjórn, að hún skuli láta það viðgangast. Það er hart á dóm- urum landsins, að verða að liggja undir þvi. Og hefði maðurinn verið smærri, sem sagði þetta, þá hefði liann verið lótinn sanna orð sín eða sæta hegningu fyrir, sem lög á- kveða. í tuttugu ár eða þar um hefir Mr. Johnston verið við riðinn, sem sækj- andi eða verjandi, í öllum hinum mestu glæpamálum landsins, — og menn skyldu ætla honum, að fara ekki með fleipur, eða segja það, sem hann þyrfti að taka aftur. Hann var búinn að segja, að dómurum lands- ins bæri ekki að dæma um þessi mál, að hér væru erjgar sannanir fyrir, að glæpur hefði verið drýgð- ur. Hann var búinn að láta Horwood aðalvitni stjórnarinnar — játa á sig svo marga glæpi, sem þjóf og lyg- ara og skjalafalsara og meinsæris- reann, hvað eftir annað, að það mátti segja, að i Horwood væri eng- in ærleg tætla eftir; hann var allur sundurtugginn og krassaður og býsna viðbjóðslegur, þegar óhrein- um iðrum hans var út snúið, svo að menn gætu séð þau. En þetta, sem Mr. Johnston sagði um réttvísina: “The Crown in Mani- toba is only a myth”, — það þótti vist flestum nokkuð freklega talað, og fjöldi manna trúði því ekki. En nú kemur hraðskeyti frá Mr. Johnston til Mr. A. J. Andrews, lög- manns hér í borginni, og þverneitar Mr. Johnston því, að hann . hafi nokkurntima sagt þetta. Hann hafi verið algjörlega misskilinn, þar sem hann var að tala um, að pólitiskar tilfinningar blinduðu ipenn í mál- um þessum. En ekki er óliklegt, að einhverjir hafi hugsað líkt þessu, sem Mr. Johnston er borið á brýn að hafa sagt, og svo hefir ímyndunaraflið lagað orðin af munni Mr. Johnstons, og snúið þeim lítið eitt við eða lag- að þau eftir tilfinningum sínum; því að oft heyrist mönnum það, sem þeir vilja á kjósa. Með þessu er þá vindur þessi hinn mikli lægður, — alténd ef að engir verða til að blása í kolin. Gjöf til hins fyrirhugaða barnaheimilis á Islandi. Þann 24. september meðtók eg nndirritaður bréf frá íslenzku kven- félagi í Glenboro, Man., af þ. 22. s. m. Hafa þær heiðurskonur lagt á vöxtu gjöf til Barnaheimilis á íslandi, sem eg er að berjast fyrir að koma á fót, kr. 100 — hundrað krónur —, og vil eg votta þeim mitt innilegasta þakk- læti fyrir þessa gjöf þeirra, og óska um leið að guð blessi starfið þeirra og félagsskapinn, —- eins og eg vil biðja, að fleiri réttu slíku málefni hjálparhönd. “Margt smátt gjörir “eitt stórt”, segir orðtakið. Bið eg guð að gefa það, að eg fái víðar að slik- ar gleðifréttir. Virðingarfylst, Jón H. Árnason, Foam Lake, Sask. * * * Fátækur, ærlegur, vandaður og vel gefinn landi vor, Jón H. Árna- son, er að berjast fyrir því að’koma upp barnaheimili á íslandi. Hann hefir sett sér það fyrir lífsstarf, — það er æfistarf hans, að því stefna allar hans hugsanir. Það er hið æðsta takmark, sem hann hefir sett sér í lífinu. Hátt takmark og göfugt takmark Það er fremur sjaldgæft, að menn rekist á menn, sem verulega með öll- um sínum kröftum, með lífi og sál, séu að berjast fyrir einni hugmynd. Menn berjast fyrir sjálfum sérj fyrir vinunum sínum, skyldmennum og fjölskyldu. En að berjast fyrir hug- mynd, fyrir stofnun, sem maðurinn sjálfur getur eiginlega ekkert gott haft upp úr — það er mjög sjald- gæft; en göfugt er það, því getur enginn neitað, þó að þeir vilji ekki vera með að styrkja þetta. Það gleður oss því stórlega, að heyra frá konunum í Argyle eða'ís- lenzka kvenfélaginu í Glenboro. — Fyrstar urðu þær allra íslenzkra kvenna hér vestan hafs til þess að sinna þessu svo um munaði, sinna því ekki ein og ein, heldur hópur — kvenfélagið. Þær eiga mikinn heiður skilið fyrir þetta. Og.komist þessi stofnun upp á íslandi, þá er enginn efi á þvi, að hún verður til blessunar öldum og óbornum. Og vér vonum að það verði. Þegar byrj- unin er komin, þá gengur æfinlega léttara. “Hálfnað er verk þá hafið er”, segir eitt góða, gamla íslenzka máltækið. Og vér óskum fyrirtæk- inu heilla og hamingju og þeim öll- um, sem að því styðja, — ekki síst nianninum, sem hingað kom fyrir ári síðan til að vinna að því. Fyrirspurn. Drengja og stúlkna félögin. Mr. H. F. Daníelsson kom núna úr ferð sinni til Boys’ and girls’ Clubs hér í nærsveitunum. Fyrst fór hann til Stonewall. Þar var búnaðarsýn- ing bænda, og einnig var þar sýning á því, sem drengir þessar og stúlkur liöfðu gjört, og var það bæði margt og mikið og sýndi, hvað mikinn á- liuga klúbbar þessir vekja hjá hin- um ungu komanadi bor'gurum lands- íns. Svo fór hann til Selkirk, en þar var sýningunni frestað, því að þar voru allir af mesta kappi að vinna fyrir Rauðakrossinn og hermenn- ina. Það var aðdáanlegt að sjá, hvað drengirnir og stúlkurnar höfðu gjört. Þar voru yfir 130 stúlkur, sem höfðu lært að prjóna i frítímum sínum á skólanum: trefla, sokka, vetlinga, peisur og umbúðir margskonar við sár, skotsár, höggsár og beinbrot. En drengirnir fóru í kring seinni part laugardagsins, er hann var þar, og söfnuðu um 600 vasaklútum, 3500 tímaritmn og blöðum, sem alt átti að senda til hermannanna. Á laugardaginn var hann á sýn- ingu í Beausejour. Börn þar eru nú á skömmum tíma farin að fara fram hjá hinum fullorðnu; áhuginn er orðinn svo mikill, að ekkert stendur fyrir þeim. Sem dæmi má geta þess að unglingsstúlka fékk fyrstu verð- laun fyrir maís og turkeys og hænsni og þó þurfti hún að keppa við full- orðna með turkeys og hænsni. Maís- inn, sem hún ræktaði, var 8 fet og 4 þuml. á hæð. Nú ætlar Mr. H. F. Daníelsson að fara á sýningar i Argyle, við Shoal I.ake Camper og Ericksdale og víð- ar. 1 Stonewall verður aftur höfð sýn- ing, og verða þar sýndir allir þeir munir, sem verðlaun fengu á hinum ýmsu sýningum skólanna í sveitinni. Þar verður dæmt um alt þetta, sem börnin hafa fengið verðlaun fyrir, og aftur gefin verðlaun þeim börn- um, sem bezta hafa hlutina eða mest og bezt hafa unnið. Þessi sýning verður 2. október næstkomandi. í fylkinu eru eitthvað um 50 slík- ir drengja og stúlkna klúbbar, og allir eru þeir sjóðandi af áhuga og framtakssemi, og hver keppir við annan, hvert barnið við annað að gjöra sem bezt. Ef að þetta er ekki mentun, ef að þetta er ekki að vekja fjör og líf hjá hinum ungu, þá vitum vér ekki, hvað ætti að gjöra það, og ef að þetta er ekki vegurinn til að gjöra barnið hugsandi og sjálfstætt, og góða og nytsama borgara af hin- um ungu konum og körlum lands- ins, kenna þeim félagsskap og ala og efla sannan bróðurhug og mann- kærleika, — þá er ekkert til sem gjörir það. Vilna fyrr og nú. Það hefir oft verið talað um borg- ina Vilna seinustu vikurnar, jafnvel í tvo síðustu mánuði, siðan Nikulás hertogi fór að láta flytja alt sem fé- mætt var úr henni. Hann var búinn að sjá það fyrir, að sá tími kæmi, að þeir yrðu að láta Þjóðverja taka þá borg. Hún hefir verið eitt agnið á línunni, sem hann lagði fyrir óvini sína. Það var árið 1812. Þá var mikið af mönnum í Vilna, því að þá var það um tíma áfangastaður Napóle- ons mikla, er hann fór herferð sína inn i land Rússanna. Hinn 12. júní liafði Napóleon farið yfir landa- mæri Rússlands. Þann 25. júni frétti Alexander Rússakeisari, að hann hefði farið yfir Niemen, og rann þá Alexander svo í skap, að hann hét því að láta aldrei undan og semja engan frið meðan nokkur óvinanna væri innan landamæra Rússlands. 1 Vilna var alt uppi til handa og lóta. Enginn átti von á þessu og eng- inn vissi, hvað gjöra skyldi. En þá voru Rússar svo hepnir, að hafa þar ágætan foringja af frönskum ættum, Barclay de Tolly, einhentan mann; h ifði hann mist annan handlegginn fyrir mörgum árum, í einni orust- unni. Hann sýndi fram á, að eina ráðið væri að halda undan einlægt, lengra og lengra, berjast sem minst, en lokka Napóleon inn í Rússland, og láta svo veturinn og frostin sjá fvrir honum og öllu þessu ógrynni i:ðs, sem hann hafði með sér, 500 þúsund, eða hálfri millíón manna. Þeir voru sem sandur á sjávar- ströndu, hermenn hans, og Barclay sá það glögt, að það var ekki til r.eins að reyna bardaga við hann, og \<ir hann þó hraustur og hugrakkur maður. Barclay hélt undan til Drissa, n.okkuð austan við Dvinafijótið og Dvinaborgina, og þegar Napóleon kom á eftir þá hélt Barclay einlægt iengra og lengra undan . Nokkrum oiigum eftir að Barclay fór frá borg- inni Vilna, kom Napóleon þangað og settist að í sama húsinu, sern Al- exander keisari hafði búið i fyrir nokkrum dögum. Napóleon var þá með 500,000 eða hálfa millíón rnanna, hinn langmesta her, sem hann nokkru sinni hafði. Þetta var í júnímánuði 1812. Þá var borgin Vilna full af hermönnum Napóleons af öllum þjoðum Vestur-Evrópu. — Menn þessir voru glaðir og kátir; jreir þóttust vissir að leggja undir sig alt Rússland, enginn gat móti þeim staðið; í hverri orustu unnu þeir sigur, en aumingja Rússinn flýði og fór svo hart undan, að þeir komust aldrei í ærlegan slag. En 8. desember komu þeir aftur að austan. Murat var þá fyrir þeim Hann kom með eitt þúsund menn aftur. Og þá var Napóleon sjálfur á brunandi ferð til Parísar borgar. En slóðin eða röstin líkanna, sem einu sinni voru hermenn hans, lág nær óslitin um sléttur Rússlands og Vol- liyniu og Póllands og Þýzkalands.— Veturinn á Rússlandi var búinn að siá fyrir þessum 500 þúsund her- mönnum hans og Kósakkarnir hirtu það, sem uppi stóð. Vilna er borg á stærð við Winni- peg, gömul borg með mörgum forn- menjum. Þar er höll keisara, vegleg, og dómkyrkja hins heilaga Stanis- lásar. Háskóli var þar einu sinni fi ægur, en honum ' hefir nú verið lokað um hálfa öld. Var það gjört i hefndarskyni fyrir upphlaup Pól- verja. 1 borginni Vilna er raunar ar mikið af Pólverjum; en áður var hún höfuðborgin í furstadæminu Lithuen (Lithauen).. Oft hefir þar skift um húsbændur og hafa þar ým- ist ráðið Pólverjar, Svíar eða Rúss- ar. En Rússar hafa haldið henni sið- an seinasta skiftingin fór fram árið 1795. 1 hernaðarlegu tilliti gjörir það lítið til, hverjir halda Vilna. Gagn- semi borgarinnar fyrir Rússa var lokið, þegar Hindenburg gat rekið fleyginn riddaranna að norðan yfir járnbrautina frá Vilna til Dvina ná- lægt þorpinu Sventsiany, og Leó- pold frá Bajern var kominn að Szcz- ara ánni að sunnan. Það var þá orð- inn háski að sitja í Vilna, þar sem ó- vinirnir voru á þrjá vegu og Rússar hlutu að gefa hana upp fyrri eða siðar. Og mú vera, að þeir hafi hald- ið henni full lengi, og fari svo að þeir tapi miklu af mönnum þar, þá iná kenna það því, að þeir hafa ekki fylgt ráðum Nikulásar. Hann var búinn að sjá alt þetta fyrir. Það er annars nokkuð líkt með þeim Barclay de Tolly og Nikulási hertoga. Barclay bjargaði Rússum þarna árið 1812, og breytti þá þvert á móti vilja Alexanders keisara og var svo rekinn þegar Rússar seinna héldu frá Smolensk og skildu hana eftir í björtum loga. Nikulás bjarg- aði Rússum aftur núna og var send- ur burtu suður i Kákasus. uðu að tryllast. Þeir fyltust meirí og meiri ofsa með degi hverjum, og þeir voru hlýðnir foringjum sínum. og svo vanir harðneskju, hrakning um og illri aðbúð, að þeim bilaðí aldrei hugur, hversu miklar. sem ó- farirnar voru, og hversu langt sem þeir urðu undan að renna og horfa á logandi borgir og bygðir, sem þeir urðu að yfirgefa. Seinasta kveðja frá Stead. Nýlega segir ‘Wendsyssel Venstre- blad’, að flösku hafi rekið á land- sunnan við Fredrickshavn. í flösk- unni var miði með þessu árituðu á ensku:— “Good by, Emma- Þetta er sein- asla kveðja min. Eg vona, að þú fáir hana. Eg er i lífsháska og vildi að eg hefði fylgt ráði þinu og setið kyr heima. .. ^ “Þinn einlægur, Mr. Stead, af gufuskipinu Titanic.” Hinumegin á miðanum stóð: “Mr. Stead. No. 4 Cabin. S. S. Titanic”' Tilsögn í ensku og al- þýðuskóla-fögum. Margir landar, sem nýkomnir eru að heiman, eiga erfitt með að fá vinnu af þvi þeir skilja ekki eða tala þessa lands mál. Aðrir sitja í sama stað ár eftir ár og fá ekki verðskuldaðar stöður, af þvi þeir hafa ekki átt kost á, að læra að lesa og skrifa ensku rétt. 1 mörgum tilfellum, þar sem for eldrar eiga bágt með að koma börn- um sínum á skóla (ekki sízt ef þau eru orðin stálpuð fyrir þann bekk, sem þau sitja í), þá er það nærri undantekningarlaust af því, að þau eiga í stríði með eitt eða fleiri fög og fá ekki sérstaka tilsögn í þeim. Enn aðrir unglingar hafa hætt í lægri bekkjunum; en langar nú, þegar komið er á fullorðins árin, til þess að byrja á einhverri nýrri at- vinnugrein, er útheimtir í það minsta alþýðuskólamentun til grund vallar, — en geta ekki fengið sig til, að setjast aftur í skólabekk með börnum, né mega eyða árum í það. Stúdentar utan úr bygðum eiga oft örðugt með ýms fög sín, aðal- lega af því þeir eru stirðir í ensku. Sérstaklega er það composition, málfræði og literature. Undirrituð vill veita tilsögn mót mjög sanngjarni borgun, hverjum þeim, sem þessu líkt stendur á fyrir. Til þeirra, sem eru viljugir að taka tilsögn með öðrum, eru þrjár lexíur (hálfur annar klukkutími í hvert skifti) fyrir dollar. Fyrir sérstaka tilsögn (einn nemandi út af fyrir sig) 50c á klukkutímann.— Borgist vikulega eða eftir samningi. Ef nógu margir nemendur fást, verð eg til að taka á móti þeim í hentugri kenslustofu 1. október næstkomandi. Skrifið mér sem fyrst öll, sem viljið sinna þessu. Vinsamlegast, STEINA J. STEFANSON. Suite 5, Acadia Block, (Victor St.).. ÁGRIP AF REGLUGJÖRÐ. um heimilisréttaríund í Canada Norðvesturlandinu. Á kortinu sýnist mönnum leiðin löng nokuð frá Warshau til Vilna; en aðalatriðið er það, að nú er vet- urinn á leiðinni og óvinirnir eiga eftir að komast inn í hið eiginlega Rússland, og svo að komast út það- an aftur. Þeir eru nú ekki komnir lengra, en Napóleon var kominn í júnímánuði 1812, og ófarir hans komu hvað mest af því, að hann var of seint á ferðum. Herskarar Þjóð- verja hafa nú vaðið yfir Polen og Lithúaníu; en þeir eiga eftir að stíga fæti sínum á rússneska lóð. — Ennþá hafa þeir ekki gjört það, ekki á hið forna og eiginleag Rússland. Lithúanar eru slafnesk þjóð, sem Rússar hafa lagt undir sig, og bæði þeir og Lettarnir eru einkennilegar þjóðir eins og Pólverjarnir. En til Lithúaníu heyra fylkin öll austur af Póllandi og Prússlandi (Austur- Prússland). En fylki þessi eru: Kúr- land, Kovno, Vilna og Grodno. Hindenburg marskálkur á enn eftir að fara yfir Dvina fljótið til þess að jafnast á við Napóleon hinn mikla árið 1812, og tíminn fer að verða naumur.— Rithöfundur éinn, sem ritað hefir um herferð Napóle- ons, segir á þessa leið: “Þegar óvinirnir brutust inn á Rússland, var sem allir Rússar ætl- Hver, sera heftr fyrlr fjölskyldu a*' sjá eöa karlmaöur eldrl en 18 ára, get- ur tektö helmtllsrétt á fjórtSung úr section af óteknu stjórnarlandl í Mant- toha, Saskatchewan og Alberta. Um- sækjandl veröur sjálfur aö koma & landskrifstofu stjðrnarinnar, eöa und- lrskrlfstofu hennar i þvi héraöi. 1 um- boöi annars má taka land á öllum landskrifstofum stjðrnarinnar (en ekkl á undir skrifstofum) meö vissum skll- yröum. SKYLDUR.—Sex mánaða ábúö og ræktun landsins á hverju af þremur árum. Landnemi má búa meö vlssum skilyrðum innan 9 mílna frá heimilis- réttarlandi sínu, á landi sem ekki er minna en 80 ekrur. Sæmilegt ivöru- hús verður aö byggja, aö undanteknu þegar ábúöarskyldurnar eru fullnægö- ar innan 9 mílna fjarlægö á öðru landl, eins og fyr er frá greint. 1 vissum héruöum getur góöur og efnilegur landnemi fengiö forkaups- rétt á fjóröungi sectionar meöfram landl sínu. Verö $3.00 fyrir ekru hverja SKYLDUR—Sex mánaöa áhúö á hverju hinna næstu þriggja ára eftir aö hann hefir unniö sér inn eignar- bréf fyrir heimilisréttarlandi sinu, og auk þess ræktaö 50 ekrur á hinu seinna landi. Forkaupsréttarbréf getur land- nemi fengiö um leiö og hann tekur heimilisréttarhréfiö, en þó meö vlssum skilyröum. Landnemi sem eytt hefur helmilis- rétti sínum, getur fengiö heimilisrétt- arland keypt í vissum héruöum. Verö $3.00 fyrir ekru hverja. SKYLDIIR— Veröur aö sitja á landinu 6 mánuöl af hverju af þremur næstu árum, rækta 50 ekrur og reisa hús á landlnu, sem er $300.00 viröi. Bera má niöur ekrutai, er ræktast skal, sé landiö óslétt, skógi vaxiö eöa grýtt. Búpening má hafa á landlnu I staö ræktunar undir vissum skllyröum. W. W. CORY, Deputy Minister of the Interior. Blöö, sem flytja þessa auglýslngu . leyfislaust fá enga borgun fyrir.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.