Heimskringla


Heimskringla - 30.09.1915, Qupperneq 5

Heimskringla - 30.09.1915, Qupperneq 5
HEIMSKRINGLA. BLS. 5 WINNIPEG, 30. SEPT. 1915. / Merkur vísindamaður hrósar Vilhj. Stefánssyni Cyrus C. Adams, forseti landfræðingafélags Ameríkumanna lofar Vilhjálm að maklegleikum og telur hann hafa unnið sæti meðal hinna fremstu landkönnunarmanna. Vísindamaður þessi ritar um Vil- hjálm Stefánsson í hin helztu blöð Bandaríkjanna á þessa leið: — Hið nýja land, sem Vilhjálmur Stefánsson hefir fundið, liggur eitt- hvað liundrað milur norður af Prince Patrick eyju. Og suðurhluti landsins, sem hann kom á, er nokk- uð austur af austasta tanga Patricks eyjar. Eftir þvi sem hann gat séð þarna, rennur 115 .hádegisbaugur vestur af Greenwich um eyju þessa nálægt miðju. Hin næstu lönd, sem vér þekkjum, munu vera Polynia eyjar, hópur smáeyja norður af Prince Patrick eyju. McClintoch fann þær árið 1853. Þær ættu að vera eitthvað 75 eða 80 mílur frá þessu nýja landi Vilhjálms Stefáns- sonar. , Eyja þessi er eitthvað rúmar 100 mílur vestur af norðurhluta Ellef Ringnes eyjar, sem Swerdrup fann; en norðurendi hins nýja lands, sem Stefánsson fann, virðist ná lengra norður, en nokkurt annað land eða eyja i þessu hinu mikla eyjahafi Parrys, norður af meginlandi Ame- riku. Þessi hin mikla eyja Stefáns- sonar rís þarna upp af grynning- dnum, sem eru í kring um eyjarnar í Parry eyjahafinu. Þessar grynn- ingar eru framhald af hryggnum, sem liggur eftir endilangri Ameríku. Það er nú alment ætlun manna, að öll íshafslöndin rísi úr grunnu hafi, nema fáeinar goseyjar eða eld- gigir. Og fundur Vilhjálms Stefáns- sonar sannar það, að Nofð ir-íshafið sé alt saman grunnur sjór, þó að Nansen fyndi feiknadýpi nærri á sömu breiddargráðu norður af Sí- heriu-eyjunum. ÞAB SEM STEFANSSON HEFIR SANNAÐ. Vilhjálmur Stefánsson hefir ó- lirekjanlega sannað það, sem hann var búipn að segja, að hann gæti fengið alla þá dýrafæðu, sem hann þyrfti á isnum og í sjónum. Mest- allan tímann hafði hann meir en nóg fyrir menn sína og hunda. Og það er mjög svo merkilegt atriði, að þegar hann var búinn í marga mánuði að vinna hundunum hörðustu vinnu, þá voru flestir þeirra í góðum hold- um og færir til hvers sem var. Aðallega hafa allar hugmyndir hans reynst réttar. Siðan hann í fyrsta sinni kom út á Ishafslöndin, hefir hann verið fulltrúa um það, að hann gæti lifað á því, sem ísinn og sjórinn gæfi af sér. Og nú er hann búinn að sanna það. Hann er maður fílhraustur og eftir þvi úthaldsgóð- ur og þolinn. Hvalaveiðamenn þar norðurfrá, á Alaska ströndum, segja, að enginn annar maður, sem þar hafi komið norður, geti eða hafi far- ið eins margar milur á dag eins og Vilhjálmur Stefánsson. Fyrir nokkrum árum síðan var hann orðinn vistalítill og lagði hann þá upp frá búðum sinum til þess að ná sér í soðið. En þar var fátt um dýr að veiða, og varð hann að ganga 40 mílur áður en hann fengi færi á dýri nokkru. Loks fann hann dýr eitt og skaut það og tók sér væna byrði og hélt heim aftur og gekk hann alla þessa leið með 50 pund af kjötinu á baki sér og kom heim að kveldi. Á seinustu ferðum sinum á sjón- um þarna hafði hann bát einn með sér, er hann flutti á, og mátti á litl- um tima breyta bátnum i sleða, og með honum voru tveir beztu menn- irnir af hópnum, sem norður fór. Annan þeira, Storkerson, hafði hann þekt síðan hann var í Leffingwell- Michelsen förinni, og var það i fyrsta sinni er hann kom á norður- slóðir. Það er enginn efi á því, að þessir tveir fylgdarmenn hans hafa lagt sig alla fram að hjálpa honum og tekið sinn skerf af torfærunum og erfiðleikunum. Vér vitum nú, að hvalveiðamenn- irnir, sem fóru með vesturströndun- um á Bankslandi og gátu ekki fund- ið hann, voru marga tugi mílna sunnar, en þar sem Vilhjálmur var, og lifði á fitu landsins og sjávarins allan veturinn. Það var alt alveg eins og hann hafði ætlað. Þar var nóg af dýrum til veiða. Annað merkilegt og áríðandi verk fullgjörði Vilhjálmur Stefánsson, er hann lauk við mælingu og uppdrætti af norðausturströnd Prince Patricks eyjar. Það voru ómældar eitthvað 50 mílur af ströndinni, sem þeir Clintock og Mechan ekki höfðu mælt, er þeir voru þar. En nú er alt landið eða réttara Prince Patrick eyjan mæld og mun það koma að góðu gagni sjófarendum. ÍIANN LIFBI SEM ESKIMÓAR. Vilhjálmur Stefánsson hefir sann- að það betur en nokkur annar norð- urfari, að spik og lýsi dýra þeirra, cr hann gæti veitt, myndi vera meira en nægilegt til eldsneytis og ljósa alla þessa löngu vetrarnóttu. Hann hefir æfinlega haldið þessu fastlega fram, og verið áreiðanlega viss um, að hann gæti sýnt það ,ef til þets lcæmi. Hann sagði, að þetta nægði Eskimóum og að hann mynd' gcta notað sér það alt að einu og þeir. Annað er það, sem hann einlægt hefir haldið fram, og það er: að hann gæti lifað í heimskautalöndun- um alveg eins og Eskimóar. Hefir hann oft látið þá skoðun i ljósi, að heimskautabúarnir lifi hinu nota- legasta lífi. Þeir hafi næga fæðu og hentugan klæðnað, og hús þeirra séu heilnæm, og þeir séu lausir við margan sjúkleika og margt sem að mönnum gengur, nema þvi að eins að þeir láti hvíta menn ginna sig til þess að búa í timburhúsum eða húsum með þétthlöðnum veggjum, eins og þeir gjöra sumstaðar á Á1 aska ströndum að norðanverðu. Mjög fáir menn í landi þessu trúðu því, að Vilhjálmur Stefánsson væri á Iífi fyrir nokkrum dögum. Lengi reyndi Burt McConnell að safna fé, til að senda norður flug- menn og flugdreka til þess að fljúga yfir sjónum og isunum norður af Alaska og Austur-Síberíu; en árang- urslaust var það, því að allir héldu að Stefánsson væri fyrir löngu dauð- ur. Burt McConnell var sannfærður um, að Stefánsson væri lifand'; en hélt að hann hefði hrakist með ísn- um langt til vesturs; en trúði bví að liann gæti lifað á selum og isbjörn- um, sem hann fyndi, og vel skygnir menn á flugdrekum i lofti uppi — •nyndu geta greint mennina á snjón- um og ísunum og hjálpað þeim lil að sleppa úr nauðum þessum Jósep F. Bernard þekkir Vilhjálm Stefánsson og hina stöku hæfile:ka lians, að geta lifað og starfað í heim- skautalöndunum. Hann skrifafi ný- lega, að hann væri ekki i neinuni efa um, að Vilhjálmur væri lifandi; en hann hélt að rekísinn hefði flutt hann vestur, og væri hans því helzt þar að leita. Nokkrir hinir nánustu vinir hans hafa lýst yfir þeirri óbifan'egri sannfæringu sinni, að hann væri lif- andi, og að vér myndum frétta frá honum áður en langir tímar liðu. Eg fékk fyrir viku siðan bréf frá einum bezta vini Stefánssonar í Mas- sachusetts, og lét hann þar í ljósi traust og sannfæringu sína, að hann væri heill heilsu og spáði því, að heimurinn bráðlega fengi að vita, að hann væri lifandi og llði vel. Þessi hin sterka trú og traust vina hans hefir nú fengið sina upp- fyllingu, þrátt fyrir það, að mestall- ur heimurinn og hver einasti norð- urfaramaður héldu að hann væri fyrir löngu dauður. En nú fagna all- ir yfir þessari fyrirtaks frammi- stöðu, — alveg eins dæmi i sinni röð. Þrátt fyrir hið mikla óhapp, sem hann varð fyrir i byrjun farar- innar, þá er nú svo komið, að hann skipar sæti með hinum allra-merk- ustu heimskautaförum. Hann hefir snúið ósigri í sigur, og öll hans framkoma síðan hann lagði með hinum tveimur félögum sínum út á óþektar ísaleiðir, um ókunn lönd og höf, hefir grundvallað frægð hans, sem hins hugrakkasta ráðabezta og hepnasta landaleitarmanns i norður- höfum. Og ef að hamingjan leyfir, þá gjörir harin meira á næstu inán- uðum og árum, að lyfta huliðsblæj- unni af löndum og höfum þeim, sem hann er að kanna. TIL JÓNS ÓLAFSSONAR 20. marz 1915. "Vort kæra land” meS kalda jökuldali, ...... vort kæra land meS nakin eySihraun, þaS á svo fáa frækna, djarfa hali og fáum þessum bauS svo mögur laun, en fegin vildi fagrar kveSjur vanda, er fimm og sextíu’ árin kveSur þú, sú þjóS, sem naut þín, höfuSs þíns og handa, sem hjartagull þitt átti, dug og trú. Þú hálfa öld í broddi þjóSar barSist og brandi mörgum stefnt var þér á háls; alt Island sá, hve vasklega þú varSist og vissi' ei slíkan neinn aS leikum stáls. Og þaS er víst aS erjur eigi þrotna, en aldrei skelfdi þig neitt trumbuslag; á þínum skildi allar örvar brotna, og aldrei var hann traustari’ en í dag. Njót bjartrar elli, aldna vopnahetja; þér íslenzk tunga þakkar trausta vörn, og meSan IjóS til manndómsverka hvetja þau muna’ og blessa nafn þitt, Islands börn. Á æfikvöld þitt aftanljóma skærum slá öll þau verk, er mátt þinn sýndu’ og geS. Þú unga skáld und öldnum silfurhærum, þig ungir hylla — gamlir fylgjast meS. — (“Óðinn”) Snæbjörn Jónsson. Fyrir norðan. IIEIMA A HÓLVM. Eg kom að Hólum i Hjaltadal með Haraldi prófessor Níelssyni 10. júlí síðastl. Daginn áður hafði verið þar 22 stiga hiti. Þegar við komum þang að, var hitinn 2 stig, með þoku á fjöllum og úrfellis-hraglanda. Þvi miður var veðrið fyrir norðan fyrri liluta sumarsins oftar likt þvi, sem það var 10. júlí, en sumarblíðunni þann 9. Það er stórstaðarlegt á Hólum. Tvö stór hús, annað úr timbri, hitt úr steini, handa skóla og heimilis- fólki, — auk kyrkjunnar sjálfrar og allra annara húsa, þar á meðal torf- bæjar, sem enn stendur, en ekki er búið í. Samt fundum við enn meira til þess, þegar við riðum þar i garð í þessu leiðinlega veðri, hve alt var sópað og fágað umhverfis húsin. En mest til þess, hve viðtökur skóla- stjóra voru ástúðlegar. Þegar við vöknuðum morguninn eftir, var veður hið versta. Hitamæl- irinn á núlli. Norðanstormur með úrkomu. Snjór kom ofan undir tún- ið. Mikil ófærð komin af snjó í fjöll- in, sögðu þeir, sem fóru yfir Heljar- dalsheiði samdægurs. Daginn eftir fór eg yfir tún, sem var alþakið snjó, á Enni i Viðvikursveit. KYRKJAN A HÓLUM. Hún er fremur óálitleg að utan. Ekki óáþekk því, að hún gæti verið mikil geymsluskemma. Svo virðist, scm turn liljóti að hafa verið fyrir- liugaður af byggingarmeistaranum. En hann hefir ekki komið. Þegar inn er komið, verða áhrifin öll önn- ur. Vera má, að helgi staðarins fái nokkuð á hugann. En í hlutföllun- um er einhver vegleg einfeldni. Nú getur engum blandast hugur um, að þetta hús hefir verið reist til þess, að vera guðshús. Inni i kyrkjunni eru 4 dýrgripir, allir gamlir — auk legsteinanna i gólfinu: Altaristafla, prédikunar- stóll, skírnarfontur og krossmark. Þessir munir eru leifar af fornri dýrð. Þeir gjöra viðurstygð eyðing- arinnar enn átakanlegri. Eg er ekki svo kunnugur, að eg viti, hve miklu kyrkjan hefir verið svift. Víst er um það, að í henni hefir verið fjöldi af myndum, sem allar eru farnar. Eitthvað af þeim er hér á Forn- gripasafninu. Milligjörðin mikla milli kórs og forkyrkju er farin. “Frúarstúkan” og “Biskupsstúkan” eru farnar með öllu sínu mynda- skrauti. Fornu, útskornu sætin úr framkyrkjunni eru farin, og í stað þeirra komnir tilkomulausir, ný- tizkubekkir, alveg óþolandi við hlið- ina á dýrgripum fortíðarinnar. — Munirnir fyrir bragðið orðnir skræl ingjalega sundurleitir, og hinn forni vegsemdarsvipur kyrkjunnar með öllu horfinn. Eg skil ekki, hvernig Norðlend- ingar, sízt Skagfirðingar, fá unað þessu um sinn merkasta stað. Mér finst að þeir ættu ekki að linna lát- um, fyrr en kyrkjan hefir bæði feng- ið aftur þá muni sína, sem til verður náð, og að öðru leyti þá fegurð og þann samfelda itgnarsvip, sem á lienni var, þegar henni var mestur sómi sýndur. Tilefnið er nú sér- stakt, þar sem farið er að nota kyrkj una af nýju til prestvígslu. En á engu sérstöku tilefni ætti að vera þörf, tilþess að það sjáist, að mönn- um standi ekki á sama um annan eins stað ættjarðar sinnar eins og dómkyrkjuna á Hólum. ERINDI PRÓFESSORSINS. Sira Haraldur Níelsson var á leið norður á Akureyri, til þess að flytja þar fyrirlestra eftir samráði við vígslubiskup síra Geir Sæmundsson. Hann lagði á leið sína þessa lykkju að Hólum eftir tilmælum prófasts- ins í Skagafirði, síra Björns Jóns- sonar. Hann átti að prédika í Hóla- kyrkju og flytja þar fyrirlestur um “Áhrif sálarrannsóknanna á hinar kristilegu trúarhugmyndir”. Efni fyrirlestursins höfðu þeir komið sér saman um fyrir fram, prófasturinn og prófessorinn. Við vorum að tala um það um morguninn, hvort nokkur maður mundi koma i því veðri, sem þá var. Víst var það, að ekki gat sumarblið- an teygt neinn frá heimili sínu þann daginn. Menn komu. Fjöldi manns. Samt var fullyrt, að miklu fleiri liefðu komið, ef veðrið hefði verið betra. Tiltölulega fáir höfðu komið langt að, af þeim mönnum, sem kunnugt var um, að ætlað höfðu að koma. Fyrirlesturinn flutti síra H. N. eft- ir messu. Prófasturinn stýrði sam- komunni, og byrjaði hana með stuttri gamansamri ræðu. Hann kvaðst hafa búist við því, að Skag- firðingar mundu vera dálítið svip- aðir Aþenumönnum, sem Postula- sagan segir, að ekki hafi gefið sér tóm til annars fremur en að segja eða heyra eitthvað nýtt, og að þeim mundi leika forvitni á, hvað þessi “skraffinnur” hafi að flytja — eins og líka er sagt í Postulasögunni um Aþenumenn og Pál postula. Það er ekki of mælt, að menn hafi hlustað hugfangnir á fyrirlesturinn. Hvorki leyndi það sér á andlitun- um, meðan erindið var flutt, né á vðræðum manna á eftir. Einn bónd- inn sagði við mig, að þessar stundir í Hólakyrkju, meðan síra H. N. pré- dikaði og meðan hann flutti fyrir- lesturinn, væru skemtilegustu stund- irnar, sem hann hefði lifað. Eg gat ekki varist þvi, að fara að hugsa um það þarna í kyrkjunni, livað það væri merkilegt, og hve ó- sennilegt það mundi hafa þótt fyrir nokkrum árum, að einn af lærðustu, varfærnustu og mest metnu kenni- mönnum landsins fengi nú prófessor frá háskólanum til þess að tala um j>etta efni í dómkyrkjunni á Hólum, og frá því sjónarmiði, sem þar var talað, og að alþýða inanna tæki sliku erindi jafnvel eins og því var þar tekið. Ekki var þessu né öðrum erind- um prófessorsins tekið lakar á Ak- ureyri. Eitt Akureyrarblaðið, Is- lendingur, kemst meðal annars svo að orði í ritstjórnargrein með fyrir- sögninni: “Andleg vakning”. “í hvert skifti, er hann talaði, var fjöldi fólks viðstaddur, og þarf þó rr.ikið að vera i boði til þess að fólk þyrpist saman að hlýða á andleg efni á þessum tíma árs, þegar ann- irnar og veraldlegt umstang er á allra hæsta stigi. En það var líka mikið í boði, þvi þó að atvinnu- og búsýslumálin hljóti mjög að taka upp hugi manna og eigi að gjöra það, þá eru þó eilífðarmál manns- andans, flutt af spámannlegri anda- gift, enn dýrmætari. Þess vegna fjölmentu menn, þegar H. N. talaði. ...... Veðráttan hér norðanlands hefir verið köld og hráslagaleg nú Members of theCommercial Educators’ Association E. J. O’Sullivan, M- A. Pres. CSTA BL/S/iED Stærsti verzlunarskóli f Canada. Býr fólk undir einkaskrifara stöðu, kennir bókhald, hrað- ritun, vélritun og að selja vörur Fékk hæstu verSlaun á heimssýningunni. Einstaklingskensla. Gestir velkomnir, eink- um kennarar. Öllum nemendum sem það eiga skilið, hjálpað til aS fá atvinnu. Skrifið, komið eða fónið Main 45 eftir ókeypis verðlista með myndum. THE WINNIPEG BUSINESS COLLEGE 222 Portage Ave...Cor. Fort Street. Enginn kandídat atvinnulaus. um tíma. Hafísinn heflr spilt sumar- blíðunni og sumargleðinni. Óhugur hefir verið í mörgum hér á Akur- eyri. En þann tíma, sem Haraldur Nielsson var hér og flutti erindi sín um eilifðarmálin, mun mörgum hafa fundist birta yfir þessum bæ og hug- arþjáningarnar léttast”. H. N. ætlaði sér að prédika og flytja fyrirlestur á Blönduósi i heim- leiðinni. Mér fanst það vekja al- menna sorg, að hann gat ekki látið úr því verða. Menn höfðu hlakkað svo mikið til. Og frézt hafði, að menn ætluðu að fjölmenna úr allri austursýslunni til þess að hlýða á hann. Sannleikurinn er áreiðanlega sá, að hugir þjóðarinnar eru óðum að Ijúkast upp þessi siðustu ár fyrir öllum nýjum hugsunum og öllum nýjum fróðleik, sem til hennar nær. En ekki sizt, þegar þær hugsanir og sá fróðleikur kemur að einhverju leyti eilifðarmálunum við. Ef eg hefði verið i nokkrum efa um það áður, þá liefði allur sá vafi horfið i þessari ferð. Mér er vel kunnugt um það, að þetta er ekki eindregið gleðiefni öllum, sem eftir þessu liafa tekið. Sumum finst nú vera að renna upp ný hindurvitna- og lijátrúarö-ld. Aðrir eru hræddir um,- að aukin umliugsun um eilifðarmálin muni veikja áhugann á því lifi, sem oss er ætlað að lifa hér á jörðunni. Enn aðrir hafa fest ást á gömlum trúar- kenningum og óttast. að nú sé þeim hætta búin. Eg ætla ekkert um það að deila að þessu sinni, hvort það sé rétt eða rangt, sem fyrir þessum mönnum vakir. Eg bendi að eins á breytinguna. Það er áreiðanlega liollast hugsandi mönnum, að at- huga tákn timanna og loka ekki aug- unuin fyrir þeim, hverjum augum, sem menn kunna á þau að lita. BÓSKAPVRINN. Eg var í Norðurlandi frá 8. júlí til 15. ágúst. Mestallan júlímánuð voru sifeldir kuldar. Hitinn venju- legast frá núlli til 5 stiga, þar sem eg var staddur. Og áður höfðu kuld arnir verið álíka, nema dag og dag. Mig stórfurðaði á þvi, hvað túnin spruttu, þrátt fyrir kuldann. Það leyndi sér ekki, að þau eru nokkurn veginn ódrepandi, þar sem góð rækt er í þeim. Ekki allfáir sögðu mér, að hjá sér hefði töðufall orðið í meðal- lagi. Hjá flestum mun það þó hafa orðið töluvert ininna, einkum þeim, sem slógu snemma. En merkilegt samt i minum augum, hvað grasið var mikið á túnunum. Þar á móti voru grashorfur lengi afarillar utan túns. Síðustu vikurn ar spratt jörð nokkuð, en sumstað ar mun grasvöxtur hafa beðið Jiann hnekki af kuldanum, að hann hafði ckki mikið gagn af hlýjindunum, þegar þau loksins komu. Ekki voru bændur samt neitt daufir í dálkinn, enda höfðu naum- ast verulega ástæðu til þess. Einn bóndinn sagði mér, að hann hefði að jafnaði fengið 8 kr. fyrir hvcrl kindarreifi. Peningarnir voru að streyma inn í sveitirnar fyrir hest- ana, um 200 krónur fyrir þriggja og fjögra vetra hesta, sem litið eða ekk- ert hefir verið kostað til, og lanpt um meira fyrir suma. Eg heyrði sagt að einn skagfirzki bóndinn hefði selt 22. Svo er fjárverðið, sem i vændum er i haust. Alt liefir hækk- að í verði, sem selt er. Vegabóta- menn keyptu mjólk fyrir 18 aura pottinn langt uppi í sveit. Einn bóndi, sem bú reisti i vor, keypti ærnar á 40 krónur. Margir tcldu það fásinnu þá. Ekki vantar mikið á, að afurðir ærinnar þetta eina sumar borgi ærverðið alt. FÓLKIB VILL BÚA. Mikið hefir verið um það talað, að fólkið tolli ekki i sveitunum, sé friðlaust eftir því, að komast i kaup- staðina. Mér virðist það ekki nema hálfur sannleikur. Með vax.nidi menning sveitafólksins hefir áslin á sveitunum áreiðanlega eflst. Sjálf- sagt eiga bændaskólarnir drjúgan þátt i því. Hinu verður ekki neitað, að fólk er ófúst á að vera i vinnu- mensku. Eg gæti trúað þvi, að það sé eitt af merkismálunum, sem vit- mönnum bændastétarinnar ríður á að ráða fram úr, að finna fyrirkomu lag, sem vinnufólkið sættir sig við og ekki lamar hættulega hagnað bændanna. Fremur ósennilegt er, að það sé í raun og veru ókleift. Það, sem búlaust fólk í sveitunum þráir mest, er að geta reist bú sjálft. Það vill langhelzt vera kyrt í sveit- inni. En það vill “eiga með sig sjálft”. Og engin jörð fæst, hvorki til byggingar né kaups. Væri nokk- ur jörð seld fyrir norðan, þá hefði hún sjálfsagt hækkað mikið úr þvi verði, scm hún var í fyrir fáum ár- um. Samt má að líkindum ekki draga of miklar ályktanir af einu koti, sem keypt var fyrir fáum ár- um fyrir 2000 krónur, en selt i vor fyrir 5,200 kr„ þvi að það kot er mjög nærri kauptúni, og kaupandi átti þess sérstakan kost, að gjöra sér mikið úr þvi. En hvað um það — iiienn hafa sterka trú á búskapnum, — þó að þeir berji sér svona við og við, — bæði þeir, sem reka hann, og þeir, sem ekki eiga þess kost að eiga við hann fyrir sjálfa sig. Fjöldi manna þráir ekkert annað fremur, en að mega rækta landið, geta ræktað' það. Allur meginhluti landsins liggur annaðhvort ónotað- ur, nema að ofurlitlu leyti. Menn eiga þess engan kost, að nota það. Og menn eru ávittir fyrir það, að leita burt. Þetta er alt saman nokk- urnveginn svo öfugt og andhæfis- lcgt, sem það getur verið. PENINGANA VANTAR. Menn virðist ekki greina á um það, að jarðræktin svari kostnaði. Menn eru saminála um það, að mér skilst, að liún sé öruggasti atvinnu- vegur landsmanna. Meðal annars hefir þetta sumar sýnt það á Norð- urlandi. En það er fyrst og fremst peningaleysið og óhentug lánskjör, sem .stýfla framfarirnar og reka fólkið burt úr sveitunum. Þetta er eitt af þeim vandamálum, sem stjórnmálamenn okkar verða að ráða fram úr. í þessu efni er ekki til neins að vísa mönnum á hinar og aðrar dygðir, sem eigi að fleyta öllu áfrain. Það þarf að útvega pen- inga til þess að rækta landið, eins og til annara framfara. Og þá pen- inga, sem landbúnaðinum eru ætl- aðir, verður jafnframt að nota til þess að fjölga býlunum. Með öðru móti er ókleift að halda í sveitunum n.eira en litlu broti af þeim fjölda, scm þar ætti að vera og þar gæti Iifað góðu lifi. EITT BÆMI. Eg ætla að endingu að minnast á eitt dæmi peningaleysisins, sem sá maður sagði mér sjálfur, er í hlut á. Hann keypti jörðina af lands- sjóði í fyrra vor, og greiddi þá af- borgun, sem áskilin var. Jörðin er í veði fyrir þvi, scm eftir stendur. Hann tók við henni með bæjar- greni, sem með öllu var ólíft í. Síð- m hefir hann rcist mikið og vandað steinhús, sem væntanlega stendur margar aldir og fullnægir húsnæðis- þörfuin þeirra, sem á jörðunni búa eftirleiðis. Lántökumagn jarðarinn- ar vex ekkert við þetta. Hann fær ekki einuni eyri meira út á jörðina, þc hann hafi gjört þetta. Nú hagar svo til á jörðinni, að stórt svæði, þar sem aldrei hefir verið sleginn nokkur baggi og ein- göngu er bithagi, liggur ágætlega við vatnsveitu. Kostnaðurinn hefir verið athugaður nákvæmlega. Hann mundi verða um 2000 krónur. — Ráðunautur Búnaðarfélagsins áætl- ar, að þegar vatnsveitan væri kom- in i lag, inundi mega heyja á þessu svæði um 2500 hesta árlega. En maðurinn vissi ekki af neinni þeirri stofnun á landinu, sem mundi lána þessar 2000 krónur til þess að koma upp þessum slægjum! Er það undarlegt, að framfarirn- ar séu nokkuð hægfara hjá okkur, meðan við búum við annað eins á- stand? Einar Hjörleifsson. —(“Lögrétta”).

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.