Heimskringla - 30.09.1915, Side 6

Heimskringla - 30.09.1915, Side 6
BIS. 6. HEIMSKHINGLA. WINNIPEG, 30. SEPT. 1915. — Hver var hún?— Hann gekk mjög hægt og leit nákvæmlega eftir húsnúmerunum; svo Eddu kom strax til hugar, að hann væri að leita að húsi hr. Powys, sem nú var þriðja hús frá honum. Hún þaut upp tröppuna og inn í dyraganginn með marmaragólfinu. Ungfrú Powys var horfin, og þjónn- ínn í einkennisbúningnum, var sá eini maður í húsinu, sem Edda sá. Edda leitaði og fann lykilinn að um- girta grasblettinum fyrir framan húsið og sagði: ‘Tómas, ef ungfrú Powys spyr eftir mér, segðu henni að eg hafi tekið garðlykilinn og sé út í garð- inum’. Svo gekk hún ofan tröppurnar og dyrunum var lokað á eftir henni. Þegar hún kom ofan á gangstétt- ina, stóð hún frammi fyrir hr. Nesbit. Hann hafði séð vagninn aka að húsinu og stúlkurnar koma út úr honum og hann þekti Eddu. Hann ætlaði að fara að ganga upp tröppurnar, þegar Edda kom ofan til hans. ‘Ert það þú, frændi?’ hrópaði Tdda. ‘Hvert ætl- arðu að fara?’ ‘En þetta er þá Edda!’ sagði Nesbit með skoplega rómnum sínum, hopaði dálitið á hæl og horfði öf- undaraugum á ungu stúlkuna. ‘En hvað þú gjörðir mér bilt við, að koma þannig hoppandi ofan til mín. Fyrir mínar viðkvæmu taugar eru slik viðbrigði hættu- leg. Þú hefir vakið hjá mér ákafan hjartslátt, — ó, hamingjan góða —, hvar er glasið mitt?’ Hann fór að leita i vösum sínum að einu af hin- um mörgu lyfjaglösum, sem hann ávalt geymdi ein- hversstaðar í þeim. ‘Hvert er erindi þitt hingað?’ spurði Edda. ‘Ert þú kominn til að finna mig?’ ‘Já — já’, sagði Nesbit og lyktaði úr glasinu sinu, um leið og hann hvislaði eins og deyjandi maður: — 'Þú ert alveg sama, gamla, hjartalausa stúlkanl Taktu mig inn í húsið. Eg — eg held að eg falli i öngvitl’ ‘Láttu ekki líða yfir þig hérna’, sagði Edda kulda- lega. ‘Það er lögregluþjónn þarna á horninu, og und- ir eins og yfir þig líður, fer hann með þig á sjúkra- húsið. Komdu með mér yfir götuna. Eg skal leiða þig, ef þú vilt. Viljir þú tala við inig, þá höfum við gott næði hérna fyrir framan húsið’. Nesbit vildi helzt mótmæla, — hann langaði nefni- Iega til að koma inn í þetta skrautlega hús; en sterki viljinn ungu stúlkunnar sigraði vilja gamla mannsins. Hann tók handlegg hennar, lagðist all-þungt á hana. og lét hana leiða sig yfir götuna inn í garðinn þeim megin hennar. ‘Það vill svo vel til að hér er enginn’, sagði Edda, um leið og hún leit í kringum sig eftir gæzlustúlkum barnanna, sem vanar voru að vera þarna. — ‘Hér erum við í næði. Seztu á bekkinn i skugganum þarna’. Nesbit settist á bekkinn og stundi; en Edda lok- aði hliðinu og settist svo hjá honum. ‘Hvað viltu mér?’ spurði hún blátt áfram. ‘Hvað kom þér til að heimsækja hús ungfrú Powys?’ ‘Þessi ágengni þín kemur hverri taug i líkama minum til að titra, Edda’, sagði Nesbit raunalega. — ‘Þú hefir alls ekkert batnað siðan þú komst til Lund- úna. Tempraðu rödd þína. Talaðu hvíslandi. Hægt — hægt. Enginn óbliður vindur ætti nokkru sinni að snerta mína viðkvæmu sál. Eg er kvalinn á hverjum degi — hverri stundu’. ‘Já, það er nú ógæfa þín, en ekki galli’, sagði Edda glaðlega. - ‘ógæfa — galli’, stundi Nesbit. ‘Þú ert naumast kominn hingað i því skyni, að segja mér að sála þín sé viðkvæm’, sagði Edda, um leið og hún horfði svo fast á hann, að karlinn varð hálf- feiminn. Eg skeyti ekkert um taugar þínar. Ilvert er erindi þitt?’ ‘Eg kem frá Great Ormond götunni’, tautaði Nes- bit, ‘í lélegum vagni um ósléttar götur, og hefi að minsta kosti 12 sinnum verið í hættu staddur fyrir þvi að yfir mig væri ekið, og hefi orðið að þola miklar þjáningar, og svo fæ eg þessa óblíðu móttöku. Mér er ekki einu sinni boðið inn í skrautlega húsið; en er leiddur út á leiksvið barna til að sitja þar á hörðum bekk. Eg bjóst ekki við að mæta slíku vanþakkklæti, jafnvel ekki frá þér Edda. Vagninn minn biður mín á horninu, og eg held það sé bezt, að eg fari eins og eg kom. Eg get komið aftur, þegar mér líður betur, ef það á sér nokkurntíma stað’. ‘Alveg eins og þú vilt, Nesbit; en hafir þú nokk- uð að segja mér, þá er bezt að þú gjörir það strax, því eg yfirgef London á morgun’. Nesbit hélt einu af glösunum sínum upp að nefinu, þefaði úr því og kveinaði; en á meðan horfði hann nákvæmlega á skrautbúnað ungu stúlkunnar. Hann hafði aldrei áður séð hana jafn vel búna, né jafn fagra, og fjörið og skemtanin, sem ávalt fylgdu henni, var aldrei áhrifameira en nú. Hún leit út sem auðmanns dóttir, er hvorki þekti skort eða sorg. Nesbit var stundum eftirtektasamur; enda sá hann nú ljósgráu glófana hennar, sem voru eins og steyptir utan uin hend urnar, fallegu eyrnahringina og litlu, laglegu skóna, sem gjörðu fætur hennar ásjálegri. ‘Eg sé, að þér liður vel núna, Edda’, sagði hann. ‘Þú likist lítið ungu stúlkunni, sem fór frá Racket Hall alein og gangandi, í lélegum kjól með slitna skó. — Hafði eg ekki rétt fyrir mér, þegar eg sagði þér að ung- frú Powys mundi vera móðir þín?’ ‘Hún segist ekki vera það’, svaraði Edda. ‘Hvað þá, — vill hún ekki kannast við, að hún sé móðir þín? Það er undarlegt. Og samt hefir hún tek- ið þig á heimili sitt. Þú komst akandi eins og prins- essa. Hver var stúlkan sú, sem var með þér?’ ‘Ungfrú Powys’, svaraði Edda undrandi. ‘Þekt- urðu hana ekki? Er það mögulegt, að þér hafi skjátl- að, — að eg hafi ranglega ásakað hana? Er hún ekki þin litla frú Brend?’ ‘Var þetta ungfrú Powys — þessi tígulega, bjart- leita stúlka? Þetta —- ungfrú Powys?’ tautaði Nesbit, eins og hann hefði orðið fyrir vonbrigðum. ‘Frú Brend var minni; ekki svona há, og hún hafði ekki þessa tigulegu, skipandi framkomu. Ungfrú Powys virðist vera hér um bil 28 ára gömul; en frú Brend hlýtur að vera 36’. ‘Svo þú ert ekki viss um, að ungfrú Powys sé sama persónan og frú Brend? Þú getur ekki svarið það, að þær séu ein og sama persóna?’ ‘Nei — nei’, sagði Nesbit vandræðalegur. ‘Þær eru nokkuð líkar, eins konar ættarsvipur; en eg get ekki svarið það — eg er ekki alveg viss. — Þetta er alt saman vandræða gáta. Þú segir að hún neiti því að vera móðir þín?’ ‘Hún neitaði því hreint og beint’. ‘En þú býrð hjá henni; þú ekur með henni, og þú klæðist skrautbúningi’, sagði Nesbit hissa. ‘Hún borgar mér kaup sem lagsmær sinni’, sagði Edda. ‘Þegar eg kom til London, fór eg strax til henn- ar. Hún segist hafa þekt móður mína. Sé hún ekki móðir mín, hefir hún samt áhuga fyrir velferð minni, og veit um alt mér við komandi, þó hún vilji ekki segja mér frá þvi. Eg er launuð þerna í þessu stóra húsi, og eg er skrautlega klædd, af þvi að hún vill hafa það þannig. Það er farið ágætlega vel með mig, og hún vill að eg sé kyr hjá sér; en samt yfirgef eg hana á morgun, til þess að taka á móti stöðu minni úti á landi’. Nesbit varð meira og meira hissa meðan hann horfði á ungu stúlkuna. Af hreimnum í rödd hennar grunaði hann að hún væri óánægð. ‘En eg hélt að þú værir ánægð hér og kynnir vel við þig’, sagði hann. ‘Skömmu eftir að eg kom til London, langaði mig til að vita, hvað orðið væri af þér, kom eg því hingað einn morgun í vagni, og lét hann bíða hérna á horninu eins og núna. Eg gekk i hægðum minum hringinn í kringum þenna garð, og sá þig i ein- um glugganum uppi; svo eg vissi að þér hafði verið veitt mótaka hér og að séð var um þig. Annaðhvort hefi eg gelymt húsnúmerinu, eða eg man ekki eftir því, svo eg átti erfitt í dag með að finna húsið. Svo þú ætlar frá ungfrú Powys. Undarlegt. Og samt segirðu að hún þekki æfisögu þína. Þú veizt ekki, hvort hún er móðir þín?’ ‘Nei, það veit eg ekki’. ‘Eg vildi að eg væri viss um, að hún væri frú Brend’, sagði Nesbit og stundi. ‘En 19 ár hljóta að hafa breytt henni mikið, og eg hefi séð hana að eins einu sinni á öllum þeim árum, án þess þó að vera viss um að það væri hún; þó eg héldi fyllilega, að ungfrú Powys, sem korh út úr húsinu þarna og sté inn í vagn, væri frú Brend. En eitt get eg eiðfest: Eg sá frú Cath- erine, sem stundaði frú Brend, og kom árlega til mín í Racket Hall til að borga uppeldi þitt, ganga inn í það hús á hvers dyraspjaldi stendur ‘Powys’, og eg veit að hún á þar heima’. ‘Já, hún á þar heima; hún er þerna ungfrú Powys’. ‘Hún var lika þerna frú Brend’. ‘Hver er tilgangur þinn með að heimsækja mig í dag?’ spurði Edda. Líklega ekki til að láta þessa ó- vissu í ljós?’ ‘Get eg ekki hafa komið af góðvild til þin?’ ‘Nei, það er ómögulegt’, svaraði Edda. En, blessað barnið mitt —■’ ‘ó, rugl, Nesbit. Þú veizt að eg er ekki vön við slík ávörp frá þér og vil þau heldur ekki. Þér þykir ekki vænt um mig og mér ekki um þig. Eg lifði í húsi þínu i 19 ár; en kenslukona mín og kona þín héldu mér í fjarlægð frá þér, svo ek skyldi ekki eyðileggja taugar þínar, — og þú fékst lika ríflega borgun fyrir uppeldi mitt. Það er því ekki af ást, að þú ert kom- inn að heimsækja mig. Hvert er erindi þitt?’ ‘Alveg sömu önugheitin og áður — sömu ónotin’, tautaði Nesbit og saup á vasapela sínum bak við vasa- klútinn. ‘Eg er veikur vesalingur, sem ekki er fær um að eiga í orðakasti við þig, Edda. Þú yfirvinnur mig. Þú ert fjörug og heilbrigð, en eg er svo veikur, að ónotalegur vindgustur getur endað mitt líf. Enginn veit —’ ‘Og máske enginn vilji vita’, sagði Edda meðaumk- unarlaust. ‘Býrðu hjá frænku þinni?’ ‘Já. Hún er líka tilfinningarlaus’, sagði Nesbit, um leið og hann stakk pelanum í vasann, — ‘stór og ruddaleg kona, sem vigtar 200 pund, ef hún annars vigtar eina únsu. Maðurinn hennar er rauðleitur, bjánalegur og talar óviðfeldið mál; hann segir ‘hö’, þegar hann skilur mig ekki. Hvernig á eg að þola slíkt? Taugar mínar skjálfa daglega. Líf mitt eyðist eins og logandi kerti. Þessi hjón eiga níu óhreina unga, þá hávaðagjörnustu, sem til eru í heiminum, og þó hafa þau ekki nema eina vinnukonu, sem brúk- ar hælalausa skó og greiðir sér aldrei. Eg vil deyja’. Og Nesbit tárfeldi. ‘Er ekki frænka þín góð við þig?’ ‘Jú, að vissu leyti. En slík skessa er viðbjóðsleg. Alt húsið skelfur þegar hún gengur, og svo er hún alt af að kalla á vinnukonuna. Hún syngur og vinnukon- an syngur, — en sá söngur! Og öll börnin orga enda- laust. Og þegar maðurinn kemur heim, skellir hann hurðunum á hæla sér og spyr: ‘Hvernig er það nú með hjartað og lifrina hans frænda i dag?’ Og mér liggur við að falla í dá, því ruddaskap hefi eg aldrei þolað. Og svo er alt húsið fult af kál- og lauklykt, og þau hugsa aldrei um það, að veiki maginn minn þarf mat og vín. Eg vildi að eg hefði dáið um leið og mín trygga María og hvíldi í sömu gröf’. Aftur tárfeldi Nesbit, en engin áhrif hafði það á Eddu. Hún hefir máske álitið, að frænka hans ætti eins bágt og hann. ‘Eg verð að finna mér nýtt heimili’, sagði Nesbit kjökrandi. ‘Og eftir langa umhugsun hefi eg afráðið að heimsækja ungfrú Powys, og biðja hana að borga mér f^rir síðasta árið, sem þú varst hjá mér. Frú Chat- erine borgaði mér ávalt hundrað pund árlega. Hefði eg hundrað pund núna, þá færi eg til Brighton og reyndi sjóloftið, eða Torquay, sem máske væri mér betra’. ‘Eg átti við sömu kjör að búa og niðursetningur síðasta árið’, sagði Edda alvarleg. Eg átti ekki eins góð föt og eldabuskan. Það, sem eg eyddi, var ekki 50 punda virði; en eg skal samt borga þér þessi 100 pund, ef þú vilt bíða þangað til eg er búin að vinna fyrir þeim. Eg skyldi ekki skulda þér einn dag, ef eg gæti borgað’. ‘Vill ekki ungfrú Powys borga?’ ‘Hvers vegna ælti hún að gjöra það? Hún vill ekki kannast við mig sem dóttir. Þó mér sé það þvert um geð, þá skal eg fara til hennar og fá þessa upphæð lánaða, ef þú vilt lofa því, að minnast aldrei á mig við hana; biðja hana aldrei um peninga og nefna aldrei nafn hennar nema við mig. Mitt nafn eða æfisögu máttu heldur engum segja’. Eg skal lofa þvi, — sverja það, ef þú vilt’, sagði Nesbit, talsvert hressari. ‘Hafi eg hundrað pund, sem eg er eigandi að, þá skal mér líða ögn betur. Eg ætla að leigja mér herbergi í Brighton, ráða þernu til að þjóna mér, ganga skemtigöngur á bryggjunni og drekka hressandi vín’. ‘En þegar peningarnir eru búnir, hvað ætlar þú þá að gjöra?’ ‘Eg býst við að verða að fara aftur í litla, ljóta kofann i Great Ormond Street, með lauklyktinni og ungunum’, sagði Nesbit. ‘En þangað til hefi eg átt góða daga í marga mánuði, máske heilt ár’. Eigingirni Nesbits var all-undarleg. ‘Það verða skemtilegir dagar líka fyrir frænku’, sagði Edda. ‘Ef þú vilt bíða hér, Nesbit, þá skal eg hlaupa heim og sækja peningana’. Nesbit kvaðst biða ánægður og Edda opnaði hliðið, fór út og læsti þvi svo á eftir sér og stakk lyklinum i vasann. Hún gaf Nesbit engan gaum, sem ekki líkaði að vera lokaður inni, og gekk að girðingunni og horfði út á götuna. Þegar Edda sneri sér við til að ganga yfir götuna, sá hún ungfrú Pow'ys i glugganum á viðtals- stofu sinni horfa niður til sín; jafnframt heyrði hún fótatak á gangstéttinni við hlið sína. Það var Upham, sem komið hafði yfir um götuna, án þess hún sæji hann og sagði um leið og hann leit á Nesbit: Eruð það þér, Edda? Eg sá yður frá hinni hlið götunnar, og kom til þess að fylgja yður heim. Hafið þér verið að tala við mann, sem þér þekkið frá fyrri tímum? Ætli eg sé nú svo heppinn að geta vænst upp- lýsinga í málefni, sem eg met meira en öll önnur? — Eg á við að þetta sé fyrverandi fóstri yðar og frændi. Er það mögulegt?’ Upham leit af Eddu á Nesbit, og af honum aftur á Eddu og beið svars. 20. KAPITULI. Á réttri lcið. Hringing dyrabjöllunnar, sem átti sér stað á svo óvæntu augnabliki fyrir Ronald lávarð, kom honum til að standa grafkyrrum um stund. Hljóðið hætti, en endurtókst aftur; hætti í annað sinn og endurtókst svo aftur, á þann hátt, sem sýndi glögglega, að hring- ingin var eftir umsömdum reglum. Það var enginn götuslæpingur eða verzlunarsendill, sem hringdi á þann hátt; — það var einhver persóna, sein átti leynt erindi. Ronald hélt að það væri jarlinn af Charlewick.föður- bróðir hans, sem hringt hefði. Hann fór aftur að leita lyklanna, en nú með þeirri ró, sem örvilnanin ein gat skapað. Hann leitaði aftur í vösunum, en árangurslaust; svo þreifaði hann utan á fötunum, en þar voru þeir ekki heldur. Aftur var hringt hart og skipandi. Gemli maðurinn lá meðvitundarlaus; en hlaut nú bráðum að vakna. Ronald tók nú skóna af fanga- verði sínum, og þar fann hann lyklana. Að fáum augnablikum liðnum var hann laus við fjötrana. Hann fleygði lyklunum á gólfið , laut niður að gamla manninum, og hraðaði sér svo út. í ganginum nam hann staðar til að læsa herbergisdyrunum, sem Pietro nú var fangi í. ‘Honum er auðvelt að brjótast út’, hugsaði Ronald. ‘Maður, sem getur haft full not handa sinna, verður ekki í vandræðum með að brjóta þessar dyr. En hann raknar ekki við fyrri en eftir hálfa stund, held eg. En nú hringir klukkan aftur’. Hann gekk fram í stofuna og tók hattinn sinn, enn lá á borðinu. Hann leit í spegilinn og varð hissa á útliti sínu. Hann var fölari nú, en þegar hann kom fyrst á fætur eftir leguna; og skeggið, sem vaxið hafði þessa daga, bætti ekki útlit hans. Hann lét á sig hatt- inn, burstaði fötin sín og gekk svo ofan stigann og út í garðinn. Hann átti erfitt með að ganga, því fjötrarnir höfðu gjört hann stirðan. Hann gekk nú eftir malargangin- um að girðingunni. Nú var hætt að hringja. Hann nam staðar fyrir utan múrinn á grasinu og hlustaði, og heyrði þá fótatak fjarlægjast. ‘Hann hefir líklega haldið, að Pietro væri ein- hversstaðar úti, og því hefir hann farið’, hugsaði hann. ‘Sé það tilfellið, þá kemur hann brátt aftur, hver sem hann er’. Hann opnaði dálítinn hlemm í girðingunni og leit út; en þar var enginn. Sá, sem hafði hringt, var farinn. Lykillinn að girðingarhurðinni hékk innanvért á dyrastafnum. Ronald stakk lyklinum í skrána, opnaði hurðina og sté út á gangstéttina. Hann sá engan vagn, að eins nokkra gangandi menn; en enginn þeirra líktist jarlinum, föðurbróður hans. Hann gekk fyrir næsta horn, og kom strax auga á mann, sem læddist áfram ofur rólega, og honum fanst hann þekkja göngulagið. Hann gaf manninum gætur og nálgaðist hann meir og meir, og ekki leið á löngu þangað til hann var svo nærri honum, að hann var viss um að það var John Diggs, hans eigin þjónn. Um leið og hann þekti hann, sneri Diggs sér við í því skyni að ganga til baka, og stóð nú frammi fyrir húsbónda sínum. Þjónninn varð eins fölur eins og liðið lík og aug- un virtust ætla að springa út úr höfði hans; hann hop- aði á hæl af sjáanlegum vandræðum og ótta, og gat að eins nefnt nafn lávarðarins. En lávarður Ronald var sjálfur í svo mikilli geðs- | hræringu, að hann sá alls ekkert óvanalegt hjá þjóni sínum. Ronald lávarður hafði engan grun um, að sá gamli maður, sem nefndi sig Pietro, var enginn annar en Pétur Diggs, frá litla Charlewick, bróðir hans eigin þjóns, — annars hefði hann líklega heilsað Jóni Diggs á annan hátt. ‘Diggs!’ hrópaði hann. ‘Þú hér! Það er undarleg tilviljun’. ‘Er þetta lávarður Ronald?’ stamaði Diggs. ‘ó, ungi herra minn, — við héldum að þér væruð dáinn; en þér lifið samt, guði sé lof. Hvar hafið þér verið? En hvað þér eruð einkennilegur. Við héldum að þér I hefðuð verið myrtur, lávarður’. ‘Hvernig stendur á ferð þinni hingað til Hack- | ney?’ spurði Ronald, án þess að svara spurningu þjóns síns. ‘Þér munið það, lávarður, að eg benti yður á að fara til Hackney, seinasta daginn, voðalega daginn, — þegar þér hurfuð’, sagði Diggs; ‘og þó eg héldi að þér ■hefðuð ekki farið, þá hefi eg verið hér dag eftir dag; gengið aftur og fram um göturnar, spurt mig fyrir og rannsakað, en árangurslaust. Eg hélt þér væruð dá- inn, lávarður; enda þó eg héldi áfram að leita. Og þér hefðuð getað slegið mig um koll með fjöður, þeg- ar eg sneri mér við og sá yður’. ‘Eg kom út frá Orkney Road, einmitt núna, Diggs’, sagði Ronald. ‘Hefirðu komið þar nýlega?’ ‘Eg, lávarður? Orkney Road? Nei, lávarður. Eg hefi gengið um götuna nokkrum sinnum. Eg kom til Orkney Road í gær. — Það kom vagn akandi frá Ork- ney Road fyrir svo sem tveimur mínútum siðan, með ofsa hraða, og um leið og hann þaut fram hjá mér, sá eg Charlewick lávarð líta út um gluggann. Vagninn hafði beðið hans á horninu’, bætti Diggs við, sem nú var orðinn málhreyfur, ‘og eg sá lávarð Charlewick koma út úr Orkney Road og stíga inn i hann; enda þó eg þekti hann ekki fyrri en hann ók fram hjá mér. Það er undarlegur viðburður, eins og þér sögðuð, að þér, lávarður, jarlinn og eg skyldum allir vera í Hack- ney á sama tíma’. ‘Ertu viss um, að þú sæjir jarlinn koma út úr Ork- ney Road , stiga inn í vagninn og aka fram hjá þér, Þú hefir þekt hann?’ ‘Þekt hann, lqvarður? Það er ekki liklegt, að sá, sem einu sinni hefir séð ófríða, dökka andlitið hans, gleymi þvi nokkurntima’, sagði Diggs með áherzlu. — ‘En, lávarður, var jarlinn nokkuð riðinn við hvarf yðar? Eða réðust þjófar á yður og rændu yður? Eða hefir —’ ‘Við skulum ekki tala um það núna, sem fyrir mig hefir komið, Diggs. Hefir nokkuð frézt' um ungfrú Clair? Hefi eg fengið nokkur bréf,’ ‘Ekkert hefir frézt um ungfrú Clair, lávarður’, svaraði Diggs. ‘En þér hafið fengið fjölda af bréfum frá Litla Charlewick, en ekkert bréf síðustu vikuna. Fregnin um hvarf yðar hefir breiðst út um alt England, og mig langar mikið til að heyra —’. ‘Hvar er hr. Harton, Diggs?’ ‘Hann er einhversstaðar í London, lávarður; en mun koma heim á hótelið sitt til dagverðar. Hann er mjög hnugginn yfir hvarfi yðar. Harton þykir eins vænt um yður eins og þér væruð sonur hans, lávarður. Hann —’. Á þessu augnabliki kom tómur vagn inn í götuna, og Ronald benti honum að koma. Vagninn kom að gangstéttinni, Ronald sté inn i hann og sagði ökumanni að halda til hótelsins. Diggs settist hjá ökumanni og vagninn fór af stað. Það er löng leið frá Hackney til West End, svo Ronald var orðinn þreyttur, þegar til hótelsins kom. Hann fól Diggs á hendur, að svara öllum spurningum, gekk til herbergis síns, baðaði sig og rakaði, las bréfin og lagðist svo á legubekkinn. Hann var að byrja að njóta hvíldarinnar, þegar hann heyrði hratt fótatak í ganginum, og Harton kom inn afburða glaður. ‘Guði sé lofl’ sagði Harton glaðlega. ‘Eg var orð- inn hræddur um, að þér væruð dauður’. ‘Hafið þér nokkurn grun um verustað Helenar?’ ‘Alls engan. Nú síðast hefi eg verið umkringdur af leyndardómum; en skýin eru nú að klofna. Við þurfum ekki að vera hræddir um líf Helenar, en um yðar var eg hræddur’. ‘Mitt líf hefir ekki verið i hættu, Hai;ton. Jarlinn leiddi mig með vélum í gildru, og læsti mig inni i húsi, sem hann hafði leigt i því skyni i Hackney, þar sem einn þjóna hans gætti mín. Hann vildi að eg væri ekki á ferðum, þangað til hann væri kvongaður Hel- enu’. ‘Þér látið hann sviða fyrir þetta, Ronald?’ ‘Það, sem nú er mest áriðandi, er að finna ungfrú Clair. Alt, sem mér viðvíkur, er lítilsvirði í saman- burði við það. Eg er ekki hræddur um, að líf hennar sé í hættu; en henni verður sagt, að eg hafi svikið hana, eða að eg sé dauður. Hún les um hvarf mitt í blöðunum, og faðir hennar og jarlinn ganga svo hart að henni, að lífið verður henni byrði. Hún er horfin fyrir næstum tveimur mánuðum. Hvar getur hún verið?’ ‘Þér eruð þreyttur og veiklulegur, Ronald’, sagði Harton, til þess að snúa samtalinu að öðru. ‘Hafið þér borðað eða drukkið nokkuð siðan þér komuó hingað?’ Ronald svaraði neitandi. Harton hringdi á þjón og bað hann að koma með dagverð fyrir sig og Ronald upp í herbergi þeirra, og eina flösku af sherry, og kom flaskan strax. Ronald drakk hálft glas af sherry, og lagðist svo aftur á legu- bekkinn, og þegar hann var búinn að hagræða sér vel, — sagði hann Harton frá því, hvernig honum var hald- ið i fangelsi i Vine Lodge, og hvernig hann slapp út. Harton hlustaði á hann með athygli. ‘Jarlinn hefir ekki verið nema tvo mánuði í Charle- wick. Hvar ætli hann hafi fengið þenna Pietro?’ ‘Máske hann hafi komið með hann, þegar hann kom aftur til Englands’, sagði Ronald. ‘En hvaða á- stæða er til að ætla, að hann hafi verið í útlöndum þessi tuttugu ár, sem enginn vissi neitt um hann? — Hann er óvanalcga dularfullur maður, og getur vel hafa verið í Englandi öll þessi ár, dulklæddur. Eg hefi heyrt slíkt fyr’. ‘Eg líka, lávarður; en jarlinn — um það er eg sannfærður — kom frá útlöndum, þegar hann kom aftur til Charlewick-le-Grand. Útlit hans benti á, að hann hefði verið í heitara loftslagi, en við eigum við að búa hér’. ‘Á Spáni máske. Þessi Pietro líkist Spánverja’. ‘Þegar eg hitti Diggs niðri, sagði hann mér, hvern- ig fundum ykkar bar saman’, sagði Harton. ‘Eg er far- inn að bera traust til Diggs; hann hefir hvildarlaust leitað yðar. Hann líkist ekki ættfólki sínu; en svo eru nú ávalt undantekningar. Þegar þér hurfuð kvaðst hann ekki geta hugsað sér, hvort þér hefðuð farið; en daginn eftir nefndi hann eitthvað um Hackney, svo við eyddum þremur til fjórum dögum að leita þar’. Þeir héldu áfram samtali sínu, þangað til þjónn- inn kom með matinn, sem var ólíkur þeim, er hann fékk í fangaklefanum. Diggs kom nú þögull, eins og vant var, og tók sér stöðu bak við stól Ronalds. Af samtali þeirra gat hann gjört sér hugmynd um það, sem fyrir Ronald kom í Hat;kney, og hann varð til muna svipléttari en áður. Þegar búið var að taka af borðinu, fór hann burt. ‘Nú lítið þér betur út, Ronald’, sagði Harto í. — ‘Þegar þér komuð inn, voruð þér sem svipur manns, og skulfuð sem strá í vindi. En nú er roði í kinnum yðar og augun fjörleg. Eg held eg geti nú gefið yður dálitla upplýsingu, sem leiðir okkur á spor ungfrú Clair’. ‘Spor? Þér sögðust ekki hafa fundið neitt’. ‘Ekkert spor, sem segir hvar hún er’, sagði Har- ton. ‘En við rannsóknir mínar hefi eg komist eftir nokkru, sem getur hjálpað okkur. Ilún er ekki í Lund- únum’. ‘Eg veit það’. ‘Á járnbrautarstöðvunum fanst ekkert spor og heldur ekki á gufuskipa skrifstofunum. Hún fór nefnilega frá Lundúnum í vagni’, sagði Harton sigri hrósandi. ‘Með henni var faðirinn og þerna hennar. Þau óku til Dover og fóru svo yfir sundið. Viku sið- ar en hún fór frá Charlewick-le-Grand, sást hún i Par- ís, en hún var vanalega inni þar, og heimsótti ekki einu sinni ensku fjölskyldurnar, sem þar búa. Einn vina minna, sem eg mætti á Regent St. i gær, og sem þekkir hana að útliti, sagðist hafa séð hana í vagni á Bois du Boulogne, ásamt föður hennar, og að hún hefði hneigt sig fyrir sér í kveðjuskyni. Hann heldur að hún sé enn í Paris, og búi hjá einhverri fjölskyldu í afskekt- um hluta borgarinnar, þar sem faðir hennar gæti henn- ar nákvæmlega.’ ‘Við verðum að fara til Parísar i kveld’. ‘Við rannsóknir minar komst eg ennfremur að því, að sama kveldið, sem þér hurfuð, fór jarlinn frá Lundúnum og lagði leið sína yfir Dover og Calais til Parísar’. ‘Þetta sannar beinlinis, að Helen og faðir hennar eru í París. Diggs sá jarlinn i Hackney í dag, svo hann er núna í London. Hann hefir líklega ætlað eitthvað að skipa fyrir viðvíkjandi mér. En meðan hann er nú önnum kafinn að leita mín í Lundúnum, verðum við að fara yfir til Parisar, og finna ungfrú Clair’. Samkvæmt þessu áformi fór Ronald Charlton, Harton og Diggs áleiðis til Parisar um kveldið.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.