Heimskringla - 11.11.1915, Blaðsíða 2
BLS.
HEIMSKRINGLA.
WINNIPEG, 11. NÓVEMBER, 1015
“Þegar einum er kent,
þá er öírum bent”.
í New York Times, blaðinu sem
út kom 24. okt., er grein um stór-
mikla hreyfingu, sem er að fara
lram í Bandaríkjunum núna. Þeir
hafa vaknað til við stríðið í Evrópu,
að íhuga hinn feikna mikla fjölda
útlendra þjóða, sem saman eru komn
ar þar í landi úr öllum álfum heims,
frá öllum veraldarinnar hornum,
með eins mörgum tungumálum, sem
þjóðirnar eru, með mismunandi
íræðslu, mismunandi venjum, mis-
munandi hugsunarhætti. Þeir eru
íarnir að íhuga þetta og hvaða áhrif
þetta hafi á þjóðarheildina, hvort
allar þessar mismunandi þjóðir með
*inum mörgu framandi tungum og
ólíku venjum geti staðið saman sem
ein heild, ef í hart færi. Eða hvort
þær myndu verða sundurskiftar og
vilja rífa hver skóinn af annari eða
ráða hver annari banaráð, ef svo
vildi verkast.
Það vill nú svo til; að það er líkt
ástatt með Bandaríkjunum og Can-
ada i þessu tiiliti, að það sem er
nauðsynjamál fyrir Bandaríkin, —
það er nauðsynjamál fyrir Canada.
\ér höfum þetta þjóðanna samsafn
alveg eins og Bandarikin og þó kan-
ske i ennþá fylira mæli, því að hér
ir bygð nýrri i landinu og hið upp-
runalega fólk færra. En þá tölum
vér um hinn enska stofn, sem er og
verður aðalstofninn, sem menning
öll og þroski verður aðallega á að
byggjast. Þess vegna getum vér
tekið hvert orð þessarar greinar,
sem til vor sé talað.
Bandaríkin hafa fundið þetta og
séð svo bráða nauðsyn á, að ráða
bót á þessu, að hinir beztu og fær
ustu landsins menn hafa myndað fé
lög og skipað nefndir til þess að
vinna að því, að gjöra hinar aö-
komnu þjóðir aö góðum Bandaríkja
borgnruni (to amerieanize the for
eign born, who live here).
Creinarhöfundurinn, Mr. Trum
bull, kveður nauðsyn þessa mjög
bráða. Hann segir, að menn þurfi
ekki annað en lita á daglega straum
inn þúsundanna frá Suður-Evrópu,
sem flói inn um hliðin á Ellis Is
land.*) Þaðan rennur straumur
*( Þar kemur allur innflytjend;
straumur þjóðanna úr Evrópu.
þessi evo til hinna mörgu storbæja
verksmiðja, kola- og járnnáma. Og
svo hópa þessir mörgu þjóðflokkar
sig saman i miðjum stórborgunum
eða þá í útjöðrum þeirra, og þar eru
þeir meira og minna fráskildir ame
ríkiinsku lífi og amerikönskum hugs
unarhætti, en mynda ótal smábrot
af öllum þessurn útlendu þjóðum
sem lengi verða framandi og frá
skilin hinni amerikönsku þjóð.
Mr. Trumbull segist ekki vera
samdóma heimspekingum þeim, —
sem í stríði þessu og öllum þess
kvölum og hörmungum sjái nokkur
merki þess, að af allri þeirri eymd
muni fæðast nýjir timar, þar sem
kærleikurinn og friðurinn og hin
björtu og réttláítu öfl mannlifsin
ríki í heiminum. En nú sé rót kom
ið á allan heim og mörg af hinum
fornu ölturum séu hrunin og brotin
og í Ameríku hafi menn vaknað upp
við skjálftann af byltingum þessum
og ólátum og orðið þess vísari, að
þeir voru sumir fúnir máttarraft
arnir, sem menn treystu á að aldrei
myndu bila.
Af öllum þessum hristingi og o
látum fóru menn í Bandaríkjunum
að sjá það skýrara og skýrara, að
engin xú þjóð, sem bggö er upp uf
mörgum og mismunandi þjóöflokk
um, getur af sjálfn sér falliö saman
og myndað eina sarhhuga, starfandi
heild. Og menn sáu meira: Nefni
Itga, hvað það var og verður nauð-
synlegt, að koma sér saman um ein
huga innarríkisstefnu, sem geti
geymst um aldir fram, sílifandi
brjóstum Ameríkumanna, hvar sem
þeir eru innan takmarka Bandaríkj-
anna, — andann og eldinn og grund-
vallaratriði stjórnarskrárinnar, sem
binir fyrstu stjórnmálamenn Banda-
ríkja lögðu niður fyrir hinar kom-
andi kynslóðir.
Nú er tíminn að gæta þess, og
færa í lag það, sem lengi hefir van-
rækt verið, ef það hefir eitthvað
verið. Vér höfum elskað föðurland-
ið Bandaríkjamenn, — sumpart kan-
ske af vana, en sumpart af þvi, að
vér höfum fundið skylduna við
landið, sem fæddi oss og klæddi, og
frelsið, sem lögin veittu oss, og
þjóðina sem vér lifðum sanian við.
En vér höfum stundum liliðrað oss
við, að láta það í ljósi. Vér höfum
lofað unga fólkinu að halda hátíðleg-
an 4. júlí og syngja: Star Spangled
Banner. En sjálfir höfum vér gefið
oss meira við, a*ð hugsa um afdrif
þjóðanna, um kosti lýðstjórnarfyr-
irkomulagsins og hið margbreytta
ástand mannfélagsins.
En nú sjáum vér, að hér er um
stórmál að tala. Landið er fult af
stórhópum þjóðanna, sem að meiru
tða minna leyti standa fyrir utan
liið ameríkanska þjóðlíf, — stórhóp-
um með ólikum hugmyndum um
borgaralegt líf; ólíkum tungum,
ólíkum hugmyndum um borgaraleg-
ar skyldur; ólíkum hugmyndum
um skyldur við þessa nýju fóstur-
jörð. Þetta höfum vér séð og horft
á árum saman, en ekkert gjört í því,
ekki nent að snúast við því.
Málið er í rauninni mjög flókið í
heild sinni; en jió eru einstiik at-
riði þess mjög svo einföld, og þá er
fyrst af öllu, að sjá, hvað vér getum
gjiirt við þessi einföldu atriði. Það
eru þá eiginlega þrír hópar útlend-
ínga í landi þessu, sem ekki eru
fæddir hér, heldur í Evrópu. Það
cru fáeinir mentaðir menn, sem
kunna landsins niál og þekkja lögin
og stofnanir landsins, en eiga tvö
föðurlöndin og eru stundum borg-
arar í tveimur ríkjum á einum og
sama tíma.
Þá er annar hópurinn, og þeir eru
murgir, sein fæddir eru i iiðrum
löndum, en hafa gjiirst borgar-
nr hér og tala landsins tungu, og eru
kunnugir öllum landsins högum, og
eru eins hreinir og góðir Banda-
ríkja-borgarar og nokkrir þeir sem
hér voru fyrir, þegar þeir koniu.
Þeir standa ineð oss hlið við hlið,
og það væri óviröing og óhæfa, aö
gjöra nokkurn mun vor og þeirra.
En svo eru aörir menn í hundrað
þúsundatali, sem ekki þekkja niálið,
sem ekki skilja félagslífið og hirða
lítið um það, — og ekkert um það,
að gjiirast borgarar landsins. Sumir
þeirra hafa verið hér árum saman.
Þeir vinna við ameríkanskar vélar
og stýra þeim. Þeir fá reglulega
kaup sitt borgað. En þeir eru ekki
Bandaríkjamenn og engin likindi til
þess, að þeir verði það fljótlega.
Margir þeirra hafa enga löngun til
jiess.
Það þarf að gjöra ljós og skýr fyr-
ir þessum mönnum tvö atriði: Hið
fyrra er það, að það sé þeim sjálfum
til góðs, að verða ameríkanskir
borgarar, að lifa að siðum og hátt
um Ameríkumanna og geta lesið og
talað landsins mál, -— hina ensku
tungu.
Hið annað, sem þeir þurfa að sjá
og skilja, er það, að ríkið hefir rétt
til þcss að heimta að þeir verði borg
arar landsins og tali landsins mál,
svo framarlega, sem þeir geti fengið
lækifæri til að læra það.
En þarna kemur nú stórvægilegt
atriði, — þeim hafa ekki gefist þessi
tækifæri. Og þarna kemur ástæðan
fyrir þvi, að skipa þurfti nefnd til
þess, að hvata þvi, að útlendingar
lærðu mál og háttu þjóðarinnar hér
og gjörðust borgarar landsins.
Útlendingurinn, sem lifir hér og
starfar og nýtur gæða landsins, er
þó um eitthvað skuldbundinn lands-
ins stjórn, sem verndar hann og
veitir honum þessi tækifæri. En ef
:;r hann skuldar oss að gjörast borg-
ari og læra landsins mál, þá verðum
vér að gefa honum tækifæri til að
geta það. Vér verðum að láta hann
fá aðgang að skólunum, að iðnaðin-
um, að borgaralegu félagi.
Jafnvel rikin sem mestur er inn-
flutningur í, hafa ekki kveldskóla
f\rir ineira en einn innflytjanda af
tiu. Og hvað margar iðnaðargrein-
ir eru þær, þar sem verkamennirn-
ir tala ensku og ekki önnur mál eða
blending af öðrum málum? Hve
mörg eru þau sveitarfélög, sein
heimta, að menn hafi hin sönni
hlunnindi lífsins um allan bæjinn,
jafnt innflytjendur sem innfæddir;
hið sama hreina vatn, söniu hreins-
un stræta og bakstræta, sömu lög
um hreinsun húsanna og íbúð?
Það getur verið nokkuð marg-
hreytt þetta og margar eru göturnar,
sem liggja að Jiví, að mannast og lifa
sem ameríkanskur borgari, og sein-
egt er það, svo að vel sé. En um
fyrstu skrefin er ekkert spursmál,—
Þau eru: hin enska tunga, og alt
Jiað, sem felst í því að vera amerík-
anskur borgari.
Þetta veldur nú því að nefnd þessi
er nú farin að starfa um land alt —
þar sem útlendingarnir búa, menn-
irnir, sem ekki eru fæddir í landi
þessu. Seinastliðinn 4. júli var
gjörður að “Americanization Day” í
hundrað og sex stórborgum lands-
ins og mót voru haldin til þe§s að
lcggja áherzlu á þjóðhollustu inn-
lcndra sem útlendra manna. Árang-
urinn af Jiví varð mikill. Margt
sveitarfélagið tók þá í fyrsta sinni
eftir því, að meiri eða minni hluti
sveitarfélagsins var fæddur í öðru
indi og gat ekki talað landsins mál.
Stærri og smærri borgir höfðu hald-
ð að þær væru miðpunktar amerík-
inskrar menningar, og höfðu ekki
tekið eftir þvi, að með árunum hafði
mannfjöldinn tvöfaldast og þrefald-
ast, og að í stað einnar og söinu
jjóðar og einnar og söinu tungu, —
voru nú 20 þjóðir i borginni, með
20 ólikum tungumálum, og stundum
voru útlendingarnir orðnir fleiri en
jeir innfæddu.
Þannig er Detroit. Fyrir nokkrum
rum var Detroit spök og róleg borg.
Menn lifðu þar rólegu og kyrlátu lífi
esingalítið. En svo komu Jiar verk-
smiðjurnar og verkamennirnir, að
smíða autóin og árið 1910 voru þar
orðnir 400,000 íbúar, og nú árið
915 eru þar yfir 700,000 íbúar; og
75 prósent af ibúum þessum eru alt
útlendingar, fæddir í öðrum löndum
eða fædrlir af foreldrum, sem hafa
verið bornir og barnfæddir erlendis.
f Detroit og borgum öðrum, sem
eins er ástatt í, hafa nú í fyrstu ver-
ið tækifæri og útbúnaður til að upp-
fræða og menta segjum 100,000 am-
eríkanska borgara. Og nú eiga þessi
sömu tæki og útbúnaður að duga
fyrir 700,000 manna; og sé helm-
ingur þeirra útlendingar, sem alt
þurfa að læra, hvernig getur þetta
blessast? En þannig er þvi nú var-
ið á mýmörgum stöðum í Banda-
rikjunum.
ITpp með Hudsonfljótinu er bær
einn, sem þykjist vera meirimanna-
bær með öllum nýtizku framförum.
Fyrir einu eða tveimur árum siðan
fékk bærinn vatnsleiðslu um stræt-
in. En skurðirnir og pípurnar til
að leiða vatnið í húsin náðu ekki
lengra en Jjangað, sem útlendinga-
partur bæjarins byrjaði, og voru
þeir þó innan takmarka bæjarins.
Svo stækkaði bærinn, því iðnaður-
inn óx að sama skapi og innflytj-
tndurnir fjölguðu, og settust allir að
hjá frændum og samlöndum sínum.
Fn Jjarna fóru þeir varhluta af því,
sem hinir innfæddu borgarar höfðu
— hlunnindum þessum. Og Ameríku
mennirnir skiftu sér ekki af þessu
og tróðu ekki upp á þá neinum heil-
hrigðisreglum,, eða neinu eftirliti,
eða neinum umbótum; og þarna var
saurinn og óhreinindin og sjúkdóm-
arnir og pestin. Og þessir útlendu
nienn fóru varhluta af mentuninni,
af hreinlætinu og velliðaninni, —
Jjeim buðust ekki tækifærin.
En allsherjarnefnd Jjessi, sem vér
höfum getið um, sér það vel að það
þarf að vekja menn, bæði innlenda
og útlenda, til þess að ihuga þessi
mál. Veita þeim kost á að njóta allra
landsins og menningarinnar gæða,
og brýna fyrir Jjeim skyldurnar, sem
þeim leggist á herðar fyrir alt þetta,
sem þeir daglega og árlega þiggja.
Hið fyrsta, sem nefndin Jjví Jjarf
að vinna að, er að fjölga kveldskól
um, hvar sem útlendir, mállausir
innflvtjendur eru. Og vér verðum
allir að segja innflytjendunum, að
þeir verði að nota þessa skóla og
iæra málið, og að þeir verði að taka
sér borgararétt, ef að Jjeir ætla sér
að sitja með oss að þessu nægtanna
borðít sem fósturjörðin reiðir fram.
Og meðan Jjetta er ekki notað, þá
höfum vér í landinu tvöfalda þjóð-
hollustu og tvöfaldan borgararétt.
f hinum stóru borgum hefir nefnd
Jiessi starfað að því, að vekja áhuga
manna á þessu, og heitið á iill félög
í borgunum sér til hjálpar: stjórn-
ina, mentastofnanirnar, verzlunar-
samkundurnar og hinar ýmsu iðn-
aðarstofnanir. f Detroit gjörði
Board of Commerce og nefndin 4
vikna kviðu til þess að safna sem
flestum útlendingum á kveldskól-
ana, þar sem enskan var kend.
Afleiðirigarnar af þessu voru fyrst
og fremst, að 153 prósent fleiri út-
lendingar sóttu um að fá borgara-
bréf, og í öðru lagi: að skilningur
ótlendinganna fór stórum að aukast
n því, hvað Jjað þýddi, að vera borg-
ari Bandarikjanna.
Aðferðirnar, sem hafðar voru til
Jjess að fá menn til að sækja kveld-
skólana, voru þessar:
1. Verkamennirnir voru kallaðir
saman og þéim var sagt, að þeir
menn skyldu verða teknir fram
yfir aðra, sem færu á kveldskól-
ana og reyndu til að læra enska
tungu. Þeir skyldu verða teknir
fram yfir aðra og látnir fá betri
stöðu og hærra kaup, og síðastir
látnir hætta vinnu, og fyrstir
teknir í vinnu aftur, ef að þeir
mistu hana.
2. Nokkur félög gjörðu það að skil-
yrði fyrir vinnunni, að menn-
irnir gengju á kveldskólana. —
Northfiehl verksmiðjan setti á
stofn skóla og gjörði verkamönn-
um sínum þrjá kosti: 1) að sækja
kveldskóla; 2) að sækja Jjenna
verksmiðju-'skóla, og 3) að vera
látnir hætta vinnu.
3. Cadillac-félagið kom foringjum
verkamanna til að vinna að þess í
máli. En það leyfði þeim að nota
sínar eigin aðferðir til að fá
mennina til að sækja skólana.
4. Solvay-félagið gaf 2 centa launa-
hækkun um klukkutímann öll-
um þeim útlendingum, sem ekki
kunnu ensku, ef að þeir sæktu
skólana.
Allar iðnaðarstofnanir borgarir n
ar unnu að þessu, ásamt með Board
of Education og Board of Cani-
inerce. Iðnaðarstofnanirnar voru
f'jótar að sjá það, að Jjegar farið
v;:r að gefa gaum að ens.ku tungunni,
þá fóru slysin að fækka.
öll bæjarstjórnin/ hvert einasta
félag i borginni tók góðan þátt í því,
< ð vinna að þessu. Það voru festar
ujjp auglýsingar; auglýsingar voru
bornar um bæjinn; i dómsölunum,
læknastofunum, í klúbbunum, karla
og kvenna og félögum drengjanna
•.Boy Scouts) var unnið og starfað
að Jjcssu. Það var öllum öflum
borgarinnar hlevpt af stað, og svö
fór árangurinn að sýna sig: —
1. Vinnuveitendurnir fóru betur að
finna til og skilja ábyrgðina, sem
á herðum þeirra hvíldi.
2. Uppfræðslu nefndin (Board of
Education) fór að vinna betur:
með félögum verkamanna og
vinnuveitendunum.
3. Menn fóru allir að hafa miklu
meiri áhuga á kveldskólum í
borginni og Hta eftir að menn
væru fræddir um alt, sem til þess
heyrir að vera góður borgari.
4. Fleiri og fleiri prívat skólar
voru á stofn settir.
5. Betri og fljótari aðferð til að
kenna unglingunum enskuna
með nýjum kenslubókum.
6. Fyllri skilningur á Jjví, hve mik-
ils virði það er fyrir þjóðfélagið,
að útlendingarnir verði sem
fyrst ameríkanskir.
7. Samvinna batnar hjá öllum félög-
unum.
8. Ungir aflfræðingar sækja fleiri
og fleiri kvehlskólana.
9. Hreyfingin breiðist út að stofna
víðar kveldskóla í borgum þar
sem mikið er af nýkomnum út-
lendingum.
10. Friður og sátt verður meiri og
virðing fyrir sjálfum sér meðal
verkamannanna, sem nýkomnir
eru frá Evrópu, og betra sam-
komulag meðal vejjkamanna og
vinnuveitenda.
11. Um alt ríkið fara menn að gefa
meira athygli að því, hvað það
þýðir að vera ameríkanskur
borgari.
Þessi tilraun var og er ákaflega
mikilsverð. Nú fara menn að hætta
að segja fyrir verkum með bending-
um. Verkstjórarnir hætta að fara
rneð mennina eins og skepnur, og
skepnurnar, sem áður voru, hætta
að vera skepnur, en fara að verða
menn. Alveg sama aðferð og höfð
var þarna i Detroit, var tekin upp
i borginni Sy/acuse og gafst einnig
ágætlega þar.
Það er orðið ljóst, að skólarn
einir geta ekki komið Jjessu til leið
ar. Þeir eru náttúrlega nauðsyn
legir; en Jjað þarf sterkara afl til
að koma Jjessu í verk. Það þarf
samtök, öflug samtök milli allra
þeirra einstaklinga, sem nokkuð
mega sin; milli allra þeirra félaga
sem vilja koma góðu til leiðar; sem
vilja lyfta allri Jjjóðinni upp til sið
gæðis og sannrar menningar; sem
vilja tryggja og efla þjóðarheildina
vekja sannarlega ást í hjörtum yngr
sem eldri til fósturlandsins, til þjóð
arheildarinnar, til mannfélagsios
sem myndar Jjessa þjóð. — Lögin
banna, að einstaklingar sitji á sárs-
höfði hver við annan eða bruggi
hver öðrum launráð. En heilir hóp
ar mega ekki heldur gjöra það;
mega ekki draga skóinn hver af öðr
um; — mega ekki brugga hver öðr
um vélræði á einn eða annan hátt
Þjóðin verður öll að vera með ein
um anda, hvað snertir fósturlandið
og mannfélagið, sem það byggir og
lifir í samfélagi við og velferð og
menning og siðgæði þessa mannfé
lags. /
í Boston hafa verið haldnir skólar
(classés) fyrir stúlkur og konur ný
komnar frá öðrum löndum. Hið
opinbera hefir gjört það. Þar er
kend búsýsla og almenn heimilis
fræði. En öll þessi kensla útheimt
ir, að nemendurnir læri málið fyrst
— Annars er eiginlega ekkert hægt
að kenna.
1 Portland er það ein kenslugrein
á kveldskólunum, að undirbúa menn
til Jjess að verða góðir borgarar, og
gjöra þeim Ijóst og fræða þá um
hvað til Jjess útheimtist. New York
lætur alla kennara taka upp þessa
grein, til Jjess að þeir aftur geti kent
það öðrum. California hefir lögleitt
ákveðna kenslubók í þessu.
Þá getur Mr. Trumbull þess, að
nefnd þessi hafi leitað hjáljjar
ÁGRIP AF REGLUGJÖRÐ.
um heimilisréttaríund í Canada
Norðvesturlandinu.
Hver, sem heflr fyrlr fjölskyldu &t
sjá et5a karlmat5ur eldrl en 18 ára, get
ur tekit5 helmllisrétt á fjórðungr ár
section af óteknu stjórnarlandi í Manl-
toba, Saskatchewan og Alberta. Um-
sækjandi veröur sjálfur at5 koma á
landskrifstofu stjórnarinnar, eöa unð-
irskrifstofu hennar í því hérat51. 1 um-
bot5i annars má taka land á öllum
landskrifstofum stjórnarinnar (en ekkl
á undir skrifstofum) met5 vissum skll-
yröum.
SKVLDUR. —Sex mánaöa ábúT5 og:
ræktun landsins á hverju af þremur
árum. Landnemi má búa met5 vissum
skilyrt5um innan 9 mílna frá heimilis-
réttarlandi sínu, á landi sem ekki er
minna en 80 ekrur. Sæmilegrt ívöru-
hús veröur aö by&gja, aö undanteknu
þegar abuöarskyldurnar eru fullnægö-
ar innan 9 mílná fjarlægö á ööru landl,
eins og: fyr er frá greint.
1 vissum héruöum getur góöur og
efnilegur landnemi fengiö forkaups-
rétt á fjóröungi sectiooar meöfram
landi sinu. VerÖ $3.00 fyrir ekru hverja
SKYLDUR—Sex mánaöa ábúT5 á
hverju hinna næstu þriggja ára eftlr
aö hann hefir unniö sér lnn eignar-
bréf fyrir heimilisréttarlandi sínu, og
auk þess ræktaö 60 ekrur á hinu seinna
landi. Forkaupsréttarbréf getur land-
nemi fengiö um leiö og hann tekur
heimilisréttarbréfiö, en þó meö vissum
skilyröum.
Landneml sem eytt hefur heimilis-
rétti sínum, getur fengiö helmilisrétt-
arland keypt í vissum héruöum. Verö
$3.00 fyrir ekru hverja. SKYLDUR—
Veröur a?5 sitja á landinu 6 mánuöl af
hverju af þremur næstu árum, rækta
50 ekrur og relsa hús á landlnu, sem er
$300.00 viröi.
Bera má niöur ekrutal, er ræktast
skal, sé landiö óslétt, skógl vaxiT5 eT5a
grýtt. Búpening má hafa á landlnu I
staT5 ræktunar undir vissum skilyröum.
W. W. CORY,
Deputy Minister of the Interlor.
BlöÖ. sem flytja þessa auglýslngu
leyfislaust fá enga borgun fyrir.
B«je_
BibboK
CofFEÍ
*13£u.efli(j(ielb'
BLUE MBBON
KAFF/
OG
BAKING POWDER
Er kaffibollinn þinn á morgnanna
verulega bragðgóður gómsætur og
ilmandi ? Ef það er ekki þá biddu
um Blue Ribbon kaffi næst þegar
þú kemur í búðina og muntu skjótt
finna muninn. Þú verður þægil-
lega forviða. Blue Ribbon te,
kaffi, Baking Powder, Spices og
Extracts er alt af sömu tegund—
hinni bestu.
stærri og smærri félaga um alt land-
ið til að reyna að koma þessu i j
verk, og sé það svo erfitt og um-
fangsmikið verk, að það útheimti í
langtum meira, en góðan vilja
manna; því að það krefjist áhuga,
þolgæðis og staðfestu, lægni og lip-
urðar. Það þurfi stjórnvizku og
beztu dómgreind til að koma því í
það horf, sem vera ber.
I‘ess vegna hefir nefndin skoraö á
hnndrað og fimtíu háskóla landsins
til þess, aö uppfræöa og undirbna
menn til þess starfa. Hún hefir út-
búið greinarnar og aðalatriðin, sem
kenna skal, og Chicago háskólinn
og International College í Spring-
field, er Jjegar búið að taka upp
greinar þessar til kenslu, og Hadley, j
forseti á Yale háskóla, er nú þegar
að ráðgast um það við skólaráðið, j
að taka þær upp.
Þessi hreyfing hlýtur innan Htils
tíma að hafa áhrif á alla Jjjóðina i
Bandaríkjunum. Nú sem stendur
eru mismunandi skoðanir um það,!
hvað sé að vera borgari í Banda-,
ríkjunum, og hverjar skyldur liggi i
borgurum landsins á herðum. í sjö j
rikjunum fær hver innflytjandi rétt
til að greiða atkvæði í öllum kösn-
ingum undir eins og hann hefir
fengið fyrstu skjölin (intention pap-
ers), en hefir þó ekki aflagt borgara-
eiðinn. f mörgum rikjum fær hann
ckki að vinna við opinber störf. í
sumum ríkjunum má hann ekki
fiska; í einu ríkinu má hann ekki
vera rakari; í öðru má hann ekki
vera kennari. f sumum ríkjunum
má hann ekki hafda hótel, þar sem
vínsala er.
Vér getum vel skilið það, að það
geti verið inönnum til baga og ó-
hagnaðar, að vera án borgararéttar.
En hitt gengur mönnum ver að
skilja, að i landinu skuli vera fjöru-
tiu og átta mismunandi tegundir af
borgararétti á fjöriitíu og átta mis-
munandi stööum. — Og Jjegar vér
sjáum, að þetta er alt vandasamt og
lorskifið, þá má oss eigi furða, þó
að innflytjandinn eigi erfitt með að
skilja oss, og að mótsagnir þessar
verði ekki til að auka, heldur til að
draga úr virðingu hans fyrir lögum
vorum og borgararétti. Það, sem
þarf að gjöra, er það, að ákveða
skýrt og ljóst, hvað ameríkanskur
borgararéttur er, — það er bæði til
góðs fyrir nýkomna innflytjendur,
cg svo fyrir oss sjálfa. Og þessi hin
nýja hreyfing virðist vera hið bezta
og fljótasta meðal til þess að gjöra
það.
Vér höfum verið vanir að skoða
innflutning annara Jjjóða frá fjár-
hagslegu sjónarmiði. Það er það og
það stórkostlega. En vér getum ekki
leyst þessa spurningu, nema vér tök-
urn hana frá mannfélagslegu sjónar-
miði. Það getur Jjingið ekki; ölt
Bandaríkjaþjóðin sem heild og sér-
staklega verður að gjöra það. Vér
höfum allir haft meira eða minna
mismunandi skilning á þessum hlut-
um, í hinum mismunandi pörtum og
mismunandi sveitum landsins. Vér
verðum að gjöra oss Jjað ljóst, hvað
vér meinum viö ameríkanskan borg-
ararétt, og hverjir eigi aö hafa hann,
og hvaö menn eigi aö gjöra til þess
aö öðlast hann.—Ef að menn gjörðu
sér Ijósa grein fyrir þessu, bæði inn-
fæddir menn og þeir, sem eru í öðr-
um löndum bornir, Jjá myndi Jjað
fyfta oss öllum upp og glæða og
margfalda ástina til föðurfandsins í
hjörtum vorum.
Heimskringla samgleðst bænd-
unum yfir góðri uppskeru, því
“bú er landstolpi.” Og svo veit
hún aS þeir gleyma henni ekki,
þegar peningarnir fara aS koma
inn fyrir uppskeruna.
“Margt smátt gjörir eitt stórt”
segir gamalt orStak, sem vel á viS
þegar um útistandandi skuldir
blaSa er aS ræSa. Ef allar smá-
skuldir, sem Heimskringla á úti-
standandi væru borgaSar á þessu
hausti, yrSi þaS stór upphæS og
góSur búbætir fyrir blaSiS. ------
MuniS þaS, kæru skiftavinir, aS
borga skuldir ySar viS blaSiS nú
í haust.
™§ D0MINI0N BANK
Hornl IVotre Dome og; Sherbrooke
Street.
Tlttfu K.stóll uppb...
VaraNittttur .........
Allar eigjnlr.........
...... $6.000,000
...... $7,000,000
......$78,000,000
Vér óskum eftir vittískiftum verz-
lunarmanna og ábyrgjumst at5 gefa
þeim fullnægju. Sparisjóttsdelld vor
er sú stærsta sem nokkur bankl hef-
ir í borginni.
íbúendur þessa hluta borgarinnar
óska at5 skifta vit5 stofnum sem þelr
vita at5 er algerlega trygg. Nafn
vort er fulltrygging óhlutleika.
Byrjit5 spari innlegg fyrir sjálfa
yttur, konu og börn.
W. M. HAMILTON, RáSsmaSur
PHONE GARRY 3450
Þegar þú þarfnast bygginga efni eða eldivií
D. D. Wood & Sons.
-------------Limited------------
Verzla með sand, möl, mulin stein, kalk,
stein, Iime, “Hardwall and Wood Fibre”
plastur, brendir tígulsteinar, eidaðar pípur,
sand steypu steinar, “Gips” rennustokkar,
“Drain tile,” harð og lin kol, eldivið og fl.
Talsími: Garry 2620 eða 3842
Skrifstofa: Horni Ross og Arlington St.