Heimskringla - 25.11.1915, Page 2

Heimskringla - 25.11.1915, Page 2
BLS. 2. HEIMSKRINGLA. WINNIPEG, 25. NÓVEMBER 1915. Landbúnaður og Sveitalíf. .JÍI"*1 ■ ...» Ritað af S. A. Bjarnasyni, B.A., B.S.A.; H. F. Danielssyni, B.S.A. og S. J. Sigfússyni, B.S.A. ,, /'/S'fr'' ' í' 'Ssfr'. ■' Ss /'s • Ríkisstjórnin útbýtir gefins útsæði til bænda. Til þess að gefa bændum tækifæri á að fá hreint útsæði af beztu teg- und, af korni, kartöflum og baun- um, hefir stjórnin enn á ný tekið að sér að gefa bændum útsæði fyrir 1916. Útbýtingin fer fram i gegnum tilraunastöðvar stjórnarinnar (Ex- perimental Farms). Bændur ættu að lesa nákvæmlega eftirfylgjandi regl- ur, og senda svo inn beiðni sína taf- arlaust. • • • fíef/lur viðvikjandi útbýtingu á korn- tegundum og kartöflu útsæði frá Experimental Farms. — Fréttagreinar og smávegis. t____________* Nú er tíminn til að hirða allar vélar og setja þær i skýli. Það væri vel þess vert, að gjöra sér grein fyr- ir árlegu sliti á verkfæri, sem alt af er geymt undir beru lofti í saman- burði við verkfæri, sem vandlega er með farið og sem er geymt inni i skýli. Ef bændur gjörðu sér grein fyrir þessu, þá mundu jieir komast að þeirri niðurstöðu, að þeir stæð- ust ekki við, að geyma akuryrkju- áhöld sín úti í öllum veðrum. (Útdráttur). 1. Útbýtingin fer fram frá Central Experimental Farm í Ottawa og eru það helzt ýmsar tegundir af vorhveiti, barley, white oats og field peas, sem útbýtt er. Út- sæðis kartöflum er útbýtt frá ýmsum tilraunastöðvum; en út- býtingin er að eins til héraðs þess sem tilraunastöðin er fyrir. 2. Sýnishorn eru send kostnaðar- laust með pósti og eru á þyngd: Vorhveiti 5 pund; barley 5 pd.; hafrar 4 pund og peas 5 pund; en kartöflur 3 pund. 3. Allar beiðnir um sýnishorn korn- tegunda (og frá Quebec og On- tario um kartöflur) skulu sendar til Dominion Cerealist, Central Experimental Farm, Ottawa. — Bændur i öðrum fylkjum, sem vilja fá sýnishorn af kartöflum, verða að skrifa til Superinten- dents á næstu tilraunastöð (Ex- perimental Farm). 4. Ekkert póstgjald þarf á bréf til Dominion Cerealist í Ottawa. En bréf til tilraunastöðvanna (Ex- perimental Farms) þarf að borga undir sem vanalega. 5. Tekið verður á móti beiðnum frá 1. sept. eins lengi og ástæður leyfa. En ráðlegast er fyrir bændur að senda snemma inn beiðni um útsæði, jjvi að lítið er til af sumum tegundum. Eftir seinasta desember verður að lík- indum alt uppgengið. 6. Að eins eitt sýnishorn af korni og kartöflum verður sent bónda hverjum. 7. Hver beiðni verður að vera sér- stök og undirskrifuð af umsækj- anda. (Sé það ekki hægt, verð- ur að tilgreinast ástæða og nafn þess, er skrifar. Sé beðið um 2 sýnishorn i sama bréfi, verður eitt að eins sent). 8. Hver umsækjandi verður að geta þess, hvað hann þekkir til korn eða kartöflu ræktar, svo að bet- ur megi sjá þarfir hans. 9-Rending verður að gefast um jarðveginn, sem hann ætlar að sá i. og hverju þar hafi sáð verið áður. 10. Bændur í Manitoba, Alberta og Saskatchewan ættu að geta þess, hvar lönd þeirra séu, í beiðnis- skjalinu Sec., Township og H.). 11. Hver, sem ekki fylgir reglum þeim, sem settar eru fjrrir sán- ingunni, eða uppskeru eða þresk- ingu, eða sendir ekki nákvæma skýrslu uin sáningu, meðferð og uppskeru áður en árið er úti, — hann fær ekkert við næstu út- býtingu. Og enginn Jiarf að búast við, að sér verði útbýtt neitt af þessu, fyrri en hann er búinn að senda nákvæma skýrslu um það, hvernig honum hafi farn- ast. Vl.tndiun corn, garden peas og önn- ur vegetable seeds, flower seeds, Iree seeds, trees, plants, bulbs og cutiings eru ekki innifalin í sýn- ishornum þessum, sem send eru. En Jietta má alt fá frá Forestry Nursery Station, Indian Head, Sask. 33. Bændur, sem vilja fá útsæðiskorn i stærri stýl, settu að skrifa næstu tilraunastöð (Experimental Farm) viðvikjandi kaupum á út- sæði. B. Kveldskóli í búfræði.—Verzlunar- j menn í Winnipeg hafa nú komið á I fót kveldskóla fyrir þá bæjarbúa, ] sem vilja læra búnaðarvísindi, til j þess að þeir geti síðan flutt út á land og orðið bændur. I Sjötíu lexíur verða gefnar i akur- yrkju, kvikfjárrækt, hænsnarækt, i mjólkurframleiðslu, smíðum og með- höndlun véla og akuryrkjuverkfæra. Kennarar hafa verið fengnir frá Bú- fræðisskóla Manitoba. Þar mun vera bægt að fá allar nauðsynlegar upp- lýsingar. Vtbreiðslustarf.— Mörg hússtjórn- nrfélög, bændafélög og samvinnu- télög hafa beiðst jiess af akuryrkju- iieildinni, að sendir væru út ræðu- menn til að halda fyrirlestra og gefa allkyns upplýsingar viðvíkjandi búnaði og hússtjórn. Deildin ætlar ! að verða við þessari beiðni og send- i ir umferðarkennara út um land að kostnaðarlausu. Bændafélög og hús- stjórnarfélög á meðal Islendinga ;ettu að skrifa til Búfræðisskólans og senda inn beiðni, það eru til ís- lenzkir búfræðingar, sem stjórnin gæti sent, — ef bændur kysu jiað beldur. EF félagið yðar þarf ræðumenn til að leysa úr vandamálum yð- ar, Jiá skrifið til Búfræðisskól- ans. EF ekkert félag er í bygðinni, þá fáið mann til að setja það á fót. EF ekkert félag er til í bygðinni, og að eins fáir af bændum og bændakonum, sem vilja koina á stað lifandi félagsskap, jjá fá- ið mann til að vekja hina, sem ennþá sofa svefnmoki fávizk- i unnar. Stofnið bændafélög, hússtjórnar og unglinga búnaðarfélög, og haldið Jieim vel lifandi með því að fá gooa : ræðumenpr og kennara til að svara erfiðum spursmálum ykkar. Það kostar ykkur ekkert, en getur orðið til mjög mikils gagns. Xýjir bæklingar, sem fást gefins á j Búfræðisskóla Manitoba: “Bulletin No. 16.—Hay and Pas- ture Crops in Manitoba” (Itæktaðar jurtir fyrir beitiland og engi). “Bulletin No. 17—Silo Construc- tion and Ensilage Production in Manitoba”. Bulletin No. 18—Beekeeping in Manitoba” (Býflugnarækt í Mani- toba). Allir Jiessir bæklingar fjalla um málefni, sem eru svo að segja ný á dagskrá í Manitoba, ]ió að undarlegt megi virðast. Það eru að eins framfarasömustu bændurnir, sem hafa aflað sér upp- lýsinga um ræktað fóður, “Silo” og býflugnarækt. Nú er öllum gefið að íræðast; alt sem er nauðsynlegt, er ■'ð senda póslspjald til Manitoba Agriciiltural College, og nefna jiá ba'klinga, sem æskt er eftir. Svo eru búnir fimtán bækliiigar, sem á und- an eru komnir. Hver bóndi ætti að skrifa eftir eintaki af sérhverjum þeirra. Rókhald og bókaskápur.— Hvað inargir bændur hafa gjört jiað að reglu, að halda reikninga yfir allar inntektir og útgjöld? Bóndinn jiarf að gjöra Jiað, og gjöra það mjög nákvæmlega, ef alt á að fara vel. Hann þarf að hafa sundurliðaða skýrslu yfir ágóðann, sem hver grein búskaparins gefur af sér. Þetta kost- ar litla fyrirhöfn, og þó að talsverð- | ur tími gangi í það, þá er honum ; þúsund sinum betur varið, heldur en þeim tíma, sem er eytt i að strit i og erfiða endurgjaldslaust eða þar ; sem tapið í einni grein étur upp all- í an ágóðann af þeirri næstu. Það er i þess virði fyrir bóndasoninn að ganga á “Business College” rétt til J jiess að læra að meðhöndla reikn- j ingana á búgarðinum, — það borgar sig og er mikið skynsamlegra, held- ur en að ganga á “Business College” til þess að losast við búskapinn og verða undirtylla í búð í einhverju smáþorpi. En jiað jiarf ekki skóla- göngu til. Hver maður, sem kartn að skrifa, getur haldið viðunanlegar 1 skýrslur, sem honum eru nógar, svo liann viti, hvað uppskeran er arð- berandi, hvers mjólkin og smjörið I eru virði; hvað hænsnin gefa af sér; hvað vélar og verkfæri kosta ár frá jári; hvað vinna, fóðurbætir o. fl. kostar, og svo framvegis. Búskapur- inn verður skemtilegri, betur arð- , berandi og léttari með Jiessu móti. Gróðursetjið tré. — Nú eiga bænd- ur í Vesturfylkjunum kost á að fá plöntur af spruce og pine frá fyrir- inyndarbúinu í Indian Head, til að gróðursetja á heimilum sínum. Þeir ættu að nota sér þetta og skrifa til Forest Xurserg Station, Indian Head Sask. Reynandi væri að biðja um caragana og lilac, J>ví Jiað er eitt hið fegursta af smáviði, sem notað er til að prýða heimili og er mjög auðveit að rækta. Hgggindi sem i bag koma.— Þeg- ar eitthvað er verið að gjöra í um- bóta átt og tima og peninguin er Cytt til að leita fyrir sér að beztu aðferð- um, þá glymja menn um það hver um annan þveran, að hinn sami sé ópraktiskur og heimskur. Þcir kom- ast samt með tímanum á aðra skoð- un. — Sem dæmi þá geta þess, að þegar Seager Wheeler byrjaði fyrst að velja.hveiti útsæði með því að tína úr beztu og stærstu kornin mcð höndunum og á ýmsan hátt fram- leiða gott útsæði, þá var dregið dár að honum og hann var kallaður ýmsum Ijótum nöfnum. Síðan hefir hann fengið -$1600 i fyrstu verðlaun í New York 1911 fyrir bezta hveiti i allri Norður-Ameríku; aljijóða verðlaun í Kanada 1914, og ýms önnur verðlaun i Bandarikjunum og Canada, og nú síðast á þessu ári vann hann fyrstu verðlaun á alþjóða sýningunni i Denver Colorado (Int- ernational Dry Farming Congress). Hann hefir á síðari árum fengið af- bragðs uppskeru og selt hveiti fyir -$2.0() til $3.00 hvert bushel. Nú er lika komið annað hljóð í strokkinn hjá mönnum. Nú er Wheel er “duglegur, hagsýnn og strang- praktiskur fyrirmyndar bóndi”. Það ætti að kenna öllum ungling- um, að gjöra eitthvað af list. Það er æfinlega tækifæri fyrir hvern þann, sem getur gjört eitthvað af- bragðs vel. Bændastéttin Jiarfnast manna, sem sjá beztu fraintíðarstefnu og geta unnið henni gagn með áhuga löngu áður en nokkur árangur sézt. ókynbætt naut hafa án efa skemt fyrir gripasölu og skaðað bændur meira cn þeir geta gjört sér grein fyrir. Sumir bændur halda, að þeir séu að vinna börnum sinum mest gagn, er þeir taka mestan hluta frjómagns- íns úr jörðunni í korni og strái, brenna stráið og þeyta þannig frjó- magninu, sem i þvi er, út í veður og vind, en selja kornið og safna pen- ingum á banka fyrir börnin. Að erfa peninga er þó flestum börnum mesta ógæfa; en hitt eru gæfuskilyrði, að búa þau svo úr garði með mentun, að þau geti hjálp- að sér sjálf, eða skilja þeim eftir land með fullu frjómagni eða ann- an arðsaman stofn. Tákn tímanna. Mentamáladeildir og akuryrkju- máladeildir Vesturfylkjanna vinna i!Ú af kappi að því, að koma á bún- aðarkenslu i barnaskólum. Eitt, sem hjálpar mikið til að auka áhuga fyr- ir þannig lagaðri kenslu, eru skóla- sýningarnar, sem alment er farið að halda, einkanlega í Saskatchewan fylki. Þetta leiðir til Jiess, að með hverju ári verður Jiörf fyrir fleiri kennara, sem hafa töluvert viðtæka Jiekkingu í búfræði. Auk barnaskólakennara verður og mikil þörf fyrir pil.ta og stúlkur i nálægri framtið, sem útskrifast hafa af búnaðar háskóla. Sérstaklega er þetta athugavert fyrir íslenzkar stúlkur, vegna þess að þeirra er þörf til að taka að sér útbreiðslustörf og héraðsfulltrúa-störf (District Re- presentative Work) á ineðal kven- fólksins. — í Austurfylkjunum er farið að heimta konur til að inna af hendi þau störf á sömu stöðvum og karlmenn inna Jiau af hendi á með- al bændanna. Það er engum efa bundið að ineð tímanum verður það viðtekin regla. Einkanlega kom- ist jafnrétti á fót. “Hver uppsker eins og hann sáir.” Samkvæmt lögum má ekki selja korn til útsæðis, nema því að eins að skýra frá, hversu margar feg- undir af illgresisfræi finnist i Jivi. Þetta hefir nú þegar haft þær góðu afleiðingar í för með sér, að miklu breinna korni er sáð eftir en áður. Það er nóg af illgresi i jörðinni, — Jiótt ekki sé viljandi sáð til þess. Bændur ættu þvi að vera sérlega varkárir með, hverju Jieir sá. Það er vel þess vert að ihuga, að hvert illgresis frækorn, sem sáð er og sem þróast, ineinar 3 centa tap fyrir bóndann; ennfremur, að það cru mörg Jiúsund frækorn á hverri illgresisplöntu. Flesfar tegundir þess vaxa Jió ekki fyrri en fræið er nærri yfirborðinu, en sumar geymast niðri í moldinni alt að 25 ár og koma svo upp og dafna vel, þegar plógurinn tærir þær nógu nærri yfirborðinu. Ræktunaraðferðir bóndans þurfa því að vera Jiannig lagaðar, að sem mest sé eyðilagt af illgresi. r-------------------------------n Æskulýðurinn. j Kveldkyrðin. Augað siðsti sólargeisli kveður. Svipljós máni á himinbelti treður. Jurtir höfði halla. Hér má friðsælt kalla. Skógar-blöðin blærinn hregfir valla. B. //. Til skólakennara og nemenda. - - • — Eftirleiðis verða birtar i þessuni dálki úrvals sögur og ritgjörðir, sem frumsamdar eru af íslenzkum skóla- börnum og nemendum á ýmsum aldri. Vér viljum mælast til, að kennarar hafi eftirlit með vali á Jiessu og sendi tvær eða þrjár sögur eða ritgjörðir frá hverjum skóla til ritstjóra Heimskringlu, sem svo framvísar því til ritstjóra þessa dálks. Væri æskilegast, að það sem sent er sé snúið á íslenzku; en se liess ekki kostur, sjáum vér um þýð- inguna og reynum að skemma J>að ckki i meðferðinni. Það ætti að vera fróðlegt að taka eftir, í gegnum Jiessar sögur og rit- gjörðir, hvernig nýtt umhverfi breytir hugsunarhættinum. Og æskilegt væri líka, að fá bréf frá börnum, þar sem J>au lýsa því Jivað þau ætli að gjöra, þegar þau eru orðin stór. Rödd grenitrésins. (Frumsamið á ensku af nemanda í ‘Grade’ IX. á Árborgarskóla). Grenitréð stóð i ofurlitlu rjóðri. Umhverfis það voru bæði stór og smá tré af ýmsum tegundum. Undur fögur blóm uxu i rjóðrinu og í kring um það inni á milli trjánna. Vínvið- ur og blómfléttur vöfðu sér mjúk- lega upp að hinum sterklegu bolum tikartrjánna og birkiviðnum. Blóm- in fyltu rjóðið af ylm sínum og ; i gan. Fagurlega skreyttir fuglar sungu dýrðarsöngva sína á greinum trjánna. Rauðbrystingurinn hoppaði grein af grein og söng i sifellu. Músarrindillinn athugaði gaumgæfi- lega alt sem gjörðist umhverfis og hoppaði svo upp i hreiðrið sitt til að gefa ungunum, sem biðu allir mcð opinn munninn til að taka á móti fæðunni. Það bergmálaði i SKÓginum af vængjaþyt rjúpnanna, pegar Jiær hófu vængi sína til flugs. Einstigi eitt mjótt og krosótt lá gegnum skóginn inn í rjóðrið og endaði við grenitréð. Til beggja hliða við það var brydding gjörð af fíflum. Þeir uxu svo þétt saman, að þegar sólin skein á gulu kollana, Riib^h BLUE RIBBON KAFFI OG 3AKING POWDER BLUE RIBBON fullkomnun hefur fengist meS harðri vinnu og lærdómi í fleiri ár. ÞaS er ekkert sem er rétt eins gott. HeimtaSu BLUE RIBBON Kaffi, Baking Powder, Spices, Jelly Powders og Extracts. Þetta er ábyrgst aS vera ágætt og fullnægjandi. leit út eins 'og tvær gullspengur lið- uðust meðfram einstiginu. Út frá einstíginu uxu fjölskrúðug blóm af ýmsum tegundum. 1 skuggum trjánna mátti sjá mikið af fjólum, Þær mintu mann á Jiessar einföldu hendingar: 1 “Glöð og hævcrsk greri fjóla i grænu, skuggsælu bcði”. Ekkert gat hugsast ánægjulegra en það, að reika um í forsælu trjánna; anda að sér yl blómanna og hlýða á fuglasönginn í þessu ylm- ríka skógarrjóðri, Jiegar hinir dýrð- Icgu geislar sólarinnar gægðust inilli greina trjánna, sem breiddu sig yfir lundinn eins og þak á laufskála. Þarna stóð grenitréð eitt sinnar tegundar, einmanalegt írm r meðal ylmriku blómanna í návist fuglanna. “Hvers vegna skyldi það Jjá vera einmanalegt?” Þarna voru allir fé- lagar þess, sem höfðu alið aldur sinn með því svo árum skifti. Trén litu hressilega út, þar sein þau veif- uðu fánunum sínum grænu, svo fjörlega og fagnandi, eins og til að vekja eftirtekt á sér. En hver skyldi veita þeim athygli? Blómin og fugl- arnir voru þarna líka og undu sér vel i geislabaði sólarinnar og angan skógarins. — En Jiarna var engin mannleg vera — ekki nú. Grenitréð stóð beint og J)unglyndislegt, eins og það va'ri i þönkum. Enginn veit, hvað það var að hugsa. Golan leið milli trjánna, lék Iétti- lega um laufin og snerti mjúklega viðkvæmu broddana á grenitrénu,| svo að þeir skrjáfuðu saman ofur mjúklega og framleiddu undurþýtt hljóð, sem líktist barnahjali í vöggu. Tréð var að tala við sjálft sig í við- kvæmum rómi, Jiar sem það vagg- aði ofboð hægt í golunni. Grenitréð var að tala um, eða virt- ist vera að dreyma um tvö elskuleg börn, sem voru vön að koma í rjóðr- ið og leika sér hjá trénu á sólríkum stundum. Þau voru undurfalleg, þessi börn; lítil stúlka með gullna lokka og rjóðar kinnar, og lítill drengur með tindrandi brún augu og brúnt, hrokkið hár, sem snerti svo yndislega herðarnar, vangann og ennið. “öl” andvarpaði tréð. “Hvað þau voru elskuleg, þegar þau komu hlaupandi eftir einstiginu að litla bekknum undir limi mínu, með hárið flaksandi i golunni og kinn- arnar rjóðar eftir þessa heilsusam- legu hreyfingu”. Var grenitréð að reyna að líkja eftir röddum þeirra, Jiar sem það söng um barnaleika Jieirra? Má vel vera, að svo hafi verið. Það hafði alt af hlustað með eftirtekt á barnahjal þeirra, og gefið þeim gætur, þegar J>au bjuggu til stóra blómsveiga úr fífluin. Þau höfðu lika talað til trésins á sinn einfalda hátt, og silfurskæru radd- irnar þeirra endurhljómuðu nú í eyrum þess, þar sem Jiað hafði ekk- ert eftir, nema endurminngarnar um þeirra yndislegu ásjónur. Stormurinn hamaðist með trölls- legu æði; hrakti á undan sér kol- svarta, regnþrungna skýbólstra og tætti þá i sundur eins og fis. Það hvein og drundi ógurlega í skýjun- um af þnmnim, eins og þau væru reið yfir aðförum stormsins; en með köflum brá fyrir björtu leiftri, cins og þau væru að senda storm- inum skotkveðju á þessum flótta sínum. Stormurinn skók og lvristi greinar trjánna og tætti í sundur laufin og Jieytti þeiin út i loftið eins og dufti. Grenitréð stóðst furðan- lega þessi hrikalegu tök hans og ot- aði í móti honum broddunum sín- um, hörðum og beittum. Broddarnir nistust saman og gáfu af sér hljóð, sem líktist ekkaþrungnum grátstun- um. 1 æði sínu reif og sleit storm- urinn vínviðinn og blómflétturnar, sem höfðu vafið sig svo mjúklega ut- an um trén og þroskast og vaxið með þeim. Trén höfðu tekið við Jiau ástfóstri, en nú reif og sleit stormurinn öll böndin, sem bundu þau saman og þyrlaði vínviðniun og blómfléttunum í hrúgur hjá bekknum, þar sem börnin voru vön að leika sér. , Rödd t^ésins heyrðist skýrt í litla rjóðrinu, en börnin voru þar ekki. Það virtist svo, sem hið einmana- lega grenitré væri að gráta yfir fjarveru þeirra. Framhaldi sögunnar uin broshýru börnin var hvíslað að storminum þessa ömurlegu nótt. Þau höfðu hætt að koma í uppáhaldsstaðinn sinn, og tréð hafði beðið með ójiol- inmæði arnagurslaust eftir að hey. a silfurskæru, barnslegu ldátrana glymja í rjóðrinu. — En einn dag kom litla stúlkan loksins — alein. Hún hafði komið og sezt á bekkinn, ; án Jiess að grenitréð yrði vart við | komu hennar. Hún var nú svo hæg- lát í framkomu, að fótatak hennar i gaf enga viðvörun. Það var mjóg I lrábreytt því, sem verið liafði fyrr á timum. Grenitréð var vant að heyra dyninn af fjörlegu fótataki, liegar börnin hlupu eftir eins'iginu, sem Iá inn i rjóðrið. Æ! Hvar var litli, fjörugi dreng- urinn nú? Grenitréð vissi Jiað, því Jjað hlustaði harmþrungið dag eftir dag á litlu stúlkuna, þegar hún sagði J»ví upp aftur og aftur harinasöguna. Hún sagði Jiví, að litli leikbróðir sinn var farinn larfgt, svo afar- langt í burt og að hún feogi aldrei framar að sjá hann, fyrri en hún flytti burt líka. Ilvað skeði svo? Grenitréð vissi það og létti á hjarta sinu með því að hvisla því að andvaranuin, þegar hann lék injúklega um greinar þess. Stúlkan — litla, góða stúlkan, með glóbjörtu lokkana, veslaðist upp og svo kom hún ckki framar í rjóðrið til grenitrésins. Þarna í rjóðrinu stendur greni- tréð enn. Það er eins þunglyndislegt og það var fyrrum. Mörg sólrik sumur og margir frostharðir vetrar hafa liðið, og stormurinn hefir reitt ff J>ví suma af broddunum, en samt bjalar Jjað við sjálft sig eins og fyrr- um og við goluna, þegar hún strýk- ur því vinsamlega um vanga. Það virðist vera sokkið niður i hugleið- ingar og draumóra og ímyndar sér, að stúlkan með gullnu lokkana og drengurinn með björtu augun séu komin aftur og séu að leika sér í kringum það. Þá beygir það sig nið- ur til að hlusta, en heyrir þá ekkert nema hvininn í storminum og sér ekkert nema blómin og fuglana og trén með útskorna berkinum, sem litlu höndurnar höfðu grafið rósir á fyrir Iöngu siðan. Þetta voru þa að eins dagdraumar! Á stundum, þegar vindurinn blæs og hristir greinar þess, þylur það hannasög- una og vindurinn ber hana á vængj- um sínum út yfir skóginn langt í burtu, að tveimur litlum leiðum, þar sem mörg fögur blóm gróa, vel liirt af umhyggjusömum höndum. Litla stúlkan hafði farið á fund bróður síns í fjarlæga landinu. Tækifærin. ----•--- Tækifærin eru misjöfn og marg- vísleg í heiminum. Þau eru eigi bundin við stund eða stað og biða ekki eftir manns hentugleikum tif að ná haldi á sér. Sé maður eigi við- búinn að taka á móti þeim, þegar Jiau ber að garði, þá eru þau oftasl flogin á burt. Afar mikill mismunur cr á })ví, hvernig tækifærin eru not- uð. Sumir ljúka aldrei upp augun- um til að líta eftir þeim, og láta reka á reiðann með, hvað sem fyrir kemur, Þar af leiðandi eiga Jieir oft við þröng kjör að búa. Aðrir lita í kringum sig eftir tækifærunmn, gripa þau og nota til þess að koma í framkvæmd hugsjinum sinum. Af Jiví leiðir oft mikið gott fyrir þá og aðra. Þá menn kallar fólk hamingju- sama.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.