Heimskringla - 13.01.1916, Blaðsíða 1

Heimskringla - 13.01.1916, Blaðsíða 1
Kaupið Heimskringlu. Boryið Heimskringlu áður en skuldin hækkarl — Heimskringla er fúlksius blað. Flowers telegraphed to all parts of the world. THE ROSERY FLORISTS Phones Main 194. Night and Sun- day Sher. 2667 2S9 DONALD STRBET, WINNIPBG XXX. AR, WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN JAN. 13. 1916. Nr. 16 Stríðs=f réttir Rússar harðna við kuidann. ViC heyrum litið um striðið núna og höldum kanske að það sé farið 18 dofna; þeir séu orðnir þreyttir að berjast og orðnir loppnir og skjálf- <»odi i kuldanum. En hvað sem öðru iiður, þá virðast þeir ekki vera orðn ir loppnir enn á Rússlandi, enda eru þeir kuldanum vanir. Menn eins <ag rússnesku bændurnir eru verða leint loppnir. I>að er siður þar í landi, að baða sig í snjó á veturna. Mcnn fara úr öllum fötum og hlaupa át í snjóinn í 20—30 stiga frosti og ▼elta sér í honum stundarkorn; kiaupa svo inn aftur og nudda sig aila, eða fljúgast á meðan þeim er *ð hitna. betta á sér stað uin alt Korður-Rússland og Síberíu. Slikir ncnn óttast ekki kuldann, enda sýn- ir það sig nú. Það er eins og frastið iafi vakið þá og nú séu þeir fyrst tyrir alvöru að fara á kreik. En þetta er svo langt i burtu, að vér heyruin svo sem ekkert um það, þó <j8 þeim skelli saman þar eystra og lendingarnar fljúgi i lofti milli her- flokkanna. En slagurinn er grimmur þar nú <9g hefir verið einlægt siðan um Jól, eÍBikum sunnan við Pripet flóana. í>eir hafa reyndar barist suður af Riga og vestur og suður af Dvinsk; en ekiki svo að þeir hafi rent fram stórum hersveitum til áhlaups. Og futt eins mikið er þar norður frá •sókn af hendi Rússa, og enga von hafa Þýzkir um að geta rótað Rúss- nokkuð til þar nyrðra; en þykj- ast góðir, ef þeir geta haldið gröf- um sínum. En suður frá sækja Rússar einlægt fram, dag eftir dag, og eru nú langt komnir ef ekki búnir að brjóta þar hergarð Austurríkismanna; og svo mikið þótti þar við liggja, að Mac- kensen varð að koina í mesta flýtir vunnan úr Serbíu, til þess að forða Austurrikismönuui frá algjörðum ó- sigri. En þó að tröllið Maekensen (hann er Skoti að ættum) kæmi, þá hafa þó Rússar á suðurendanum rekið Þjóðverja gröf úr gröf og skurð úr skurði, svo að þeir hafa orðið að fara að berja klakann »ft- ur og aftur og grafa nýjar grafir, því að ofanjarðar er nú ekki viðlit fyrir þá, að standa á móti Rússum. Það sést nú, að Rússar eru farnir að fá skotfæri og fallbyssur, því að n,ú fyrir helgina sóttu þeir að borg- inni Czernovitz, sem er höfuðstaður i Búkóvina, en fremur litiil bær, og voru þar Austurrikismenn fyrir. En mi sóttu Rússar þar frám með 400 af þessum stóru fallbyssum og létu hriðina dynja yfir borgina. Er hún nú orðin svo brotin, að þar má segja að ekki standi steinn yfir steini. Eru húsin brunnin og brotin, og fuJl- yrt hefir verið ,að Austurríkismenn liafi orðið að hörfa þaðan, þeir, sem af Iifðu hríð þessa. Enda er borg sú orðin einskisvirði fyrir báða, ag ekki betri í hernaðarlegu tillit en sJéttan eða inelarhir. Það munar litlu þarna á degi hvcrjum; en það sem það er, þá miðar Rúissum einlægt áfram. Enda sækja þeir fast. Það var í vikunni sem leið, að þeir sóttu fram með 60 þúsundir manna og 200 stórar faJl- byssur á rúmri hálfri miJu eða % úr mílu, þarna suður frá í Búkóvinu. Austurríkismenn stóðu fast fyrir og tóku á móti. En Rússar runnu 14 sinnum á garða Jieirra ísama daginn, áður en þeir gátu hrakið þá úr skot- gröfunum. Hafði þar verið feykilegt mannfall af livoruintveggju. en þó meira af Austurrikismönnum; því að nú höfðu Rússar bæði skotfærin og byssurnar og spöruðu ekki að nota. Þetta var litlu eftir Jóliu eða 28. desember. Austurrikismenn hafa verið að reyna að lina Rússa með þvi, að gjöra áhlaup á |>á miðja vegu frá Prípet til Gali/.íu, nálægt bænum Kolki, við ána Styr; en hepnaðist ekki, því að Rúsar hrundu þeim af sér. Það er víst áreiðanlegt, að Rúss- ar halda öllum austurbökkunum á Styr. En á sú eða fljót keinur úr austanverðri Galizíu, og rennur nær því beint norður í fcnin, og kemur loks í Pripet fljótið, sem úr flóun- um rennur. Styr rennur þarna einar 150. milur norður og er hið bezta vígi fyrir Rússa. Norðantil eru þeir komnir yifir ána, og er þá næsta á- in Stoehad, sem einnig rennur norð- ur, en er um 30 mílur vestar. Varla þurfa menn fljótlega að bú- ast við fultkomnmn úrslitum þarna, þsi að Austurrikismenn hafa mik- inn her þar, á aðra milíón manna, og safna einlægt liði að sér. En þetta veikir þá annarsstaðar, og nóg hafa þeir nú að starfa. Er nú þarna Ivanoff gamli fyrir Rússum, og er hann nú talinn beztur hershöfðingi Rússa, að Russky fráskildum, sem stöðvaði Hindenburg við Riga og Dvina, en er þó einlægt veikur öðru hvoru. En eins og æfinlega cr i öil- um striðum, koma frain margir yngri hershöfðingjar góðir, — ekki sizt i öðru eins hroða-stríði og þessu sem nú er háð. En bæði er það, að Rússar sækja svo fast fram þarna núna vegna Rúmena; því að ef að Austurríkis- menn hrekja Rússa frá landamærun- um og upp i Karpatha-fjöHin, þá liðkast um fyrir Rúmenuin; en geti Rússar klofið þá og hrakið þá inn fyrir landamæri Rúinena, þn er u- reiðanlegt, að Rúmenar taka á móti þeim og berjast við þá. Og svo mun hitt, að Rússar eru nú að búa sig undir vorið. Búist er við, að flóðaldan rúss- neska aukist einlægt því meira, sem á veturinn líður, og nái hámanki sinu, þegar fram á sumar kemur. En nú sem stendur er nokkuð þungt fyr- ir, en einlægt síga þeir þó áfram. Og þó að Austurríkismenn gjöri nú hörð áhlaup á þá norður undir Pri- pet flóum, þá dugar það ekki, Rúss- ar henda þeim tvöföldum aftur. Bretar og Frakkar hverfa frá. Um daginn vissu Tyrkir ekki fyrri til, en alt herlið Breta norðan og vestan á Gallipoli skaga var horfið • burtu. Það skeði eina nóttina, og gátu Tyrkir ekki að gjört; einir tveir eða þrír Bretar særðust. Og het'ir slíkt ekki heyrst áður, að jafn mikl- um her skyldi vera komið burtu frá viggröfuin og fallbyssugörðum vinanna, án þess að missa nokkurn mann. En þá var alt lið Frakka og Breta eftir á stiðurodda skagans, norður af hinum brotnu kastölum Tyrkja, Seddel Bar og öðrum. Og allir héldu að það yrði að sitja þar, því ekki vær.i hægt að leika þetta við Tyrki ncma einu sinni. En hinn 9. janúar kemur sú fregn frá Lundúnum, að allur herinn sam- bandsmanna (Breta og Frakka), sem eftir var, sé burtu kominn, og nú hafi að eins einn maður fengið skeinu og hana ekki hættulega. — Menn hátf-bjuggust við þessu, en héldu þó að það væri ómögulegt, nema með feikna manntjóni. Og nú koma þessar vanalegu frétt- ir frá Miklagarði, að Tyrkir hafi unnið feikna sigur og tekið skot- grafir, Bandamanna og mikið af fatl- byssum og stráfelt þá á flóttanum. En nú er hún þá búin þessi Galli- póli herferð. Hún var í fyrstu gjörð fyrir Rússann, til þess að láta þá :sjá, að Bandamönnum væri alvara að reyna ná Miklagarði, ef hægt væri, og svo tit þess, að halda þarna kyrrum 300 þúsundum Tyrkja, sem vel hefðu getað orðið Serbum og Rússum óþægir, ©f að þeim hefði ekki verið haldið þarna. En nú eru Rússar búnir að fá nokkurnveginn nóg skotfæri, og liafa tvær hafnir, aðra við Archangel, við Hvíta hafið, og hina við Kolafjörð, skamt frá Gandvík á Norður-Finnlamdi, og fá þar bæði vopn og vistir og senda þaðan hveiti sitt og hafa sent i alt suniar. Hinn nýji hershöfðingi Breta við Hellusund, General Monro, stýrði burtflutningi þessum á báðum stöð- unum, og fær hann lof fyrir, en ó- efað liafa herskip Bandamanna mik- ið stuðlað til þess, að það gekk svona heppilega. — Ekki vita blöðin, hvert farið hefir verið mcð lið þetta, annað en að herinn fór á skip út i bæði skiftin. Friðarhjal blaðanna. t>að er liálfskrítið af hinuin ensku blöðum, þar sem þau segja að keis- ari Þjóðverja sé nú orðiinn úrkuta- vonar um, að geta nokkurntima sigr- að Rússa að austan og I'rakka og Breta að vestan og sé nú að brugga ný ráð til að semja frið við Rússa og Frakka, til þess að geta lamið á Englendingum, — þvi að það er hér um bil víst , að keisarinn situr sjúk- ur og mállaus i Berlin; krabbinn cr að byrja að kyrkja liann, ef ekki er húið að skera úr honuin kokið nú þegar. En þessu er þannig varið, að Þjóðverjar sjálfir og þar á meðal herforingjarnir, eru orðnir vonlaus- ir uni, að geta unnið sigur, og eru þvi að koma með allra lianda ráða- gjiirðir til að vinna. Vilja suinir, og bera kcisarann fyrir þeim ráðum, hleypa Þjóðverjum og Tyrkjum á Egyptaland, taka það og snúast svo a^istur til Persíu og þaðan til Ind- lands. En þetta er hægra að gjöra á Glólundur. Flognar eru frjálsar stundir, Fellur þögn á sumarsgröf, Skemtimót og feginsfundir Flutt er burt um tíÖarhöf. Koss og galsans kviku unnir, Kastblik augans, von og þrá, Eins og kveykir alveg brunnir, Öllu dreift er til og frá. Fylgsnin þegja, Þau ei segja Það sem mörg ein nóttin sá Enginn snýr nú, Enginn flýr nú Einhvers skuggans náðir á. — Laufin hanga gul á greinum, Gustar kalt í skógarleynum. Þessi lundur leiks og gleði, Leynihjals og næturfriðs, Unun marga örugt léði Æskunautnum þeim til liðs. Jörðin mjúk og mild af angan, Munardraumsins þæga sæng, Nóttin heit af hjartans langan Himins undir stjörnu-væng, Rétti arma Ástarvarma Eftir þeim sem hlýddu á Huldu lögin, Hjartaslögin Hugargripsins strengjum frá. — Hér var komið, kynnst og farið, Kuldinn blés á hinsta skarið. Kr. Stefánsson. pappirnum en í verkinu. Því að nú eru þeir stöðvaðir við Salonichi og enginn óvitlaus maður færi að hætta heilum lier á brautinni til Mikla- garðs, sem eitt eða tvö liundruð þús- und manna gætu eyðilagt á víku- tíma, bæði frá Albaníu og frá Sal- onichi. Serbaherinn enn við lýði. Og í Albaníu eru nú 100,000 Serb- ar, að mestu hvíldir og ákafir að finna Þjóðverja og Búlgara aftur, og eru ítalir óðum að búa þá með vopnum og vistum, og undir eins og það er búið, þá fara þeir með Banda mönnnni. En Essad Pasha er nú bú- inn að safna 50 þúsund Albönum og slæst i lið ineð Bandamönnum. Hef- ir hann verið að hjálpa Serbum á inóti Búlgörum og Austurríkismönn- um. En töluvert af Serbum er auk þessara með Svartfellingum. I’er þá að verða varasaint, að fara niikið um fjöllin þarna á Balkanskaganum. Það væri ekki óhugsandi, að það kynnu að koma byljir ofan úr tind- unum. — Svo bætist þar við, að nú loksins er Grikkjakonungur farinn að hafa not af viti sinu. Systir konu hans, hertogafrúin af Sachsen-Mein- ingen, hafði skrifað Sofíu Grikkja- drotningu og sagt henni hispurs- laust, livernig ástandið er á Þýzka- landi; og fór þá Sofía að verða von- lítil urh sigur Þjóðverja, og svo kann hún að geta ímyndað sér, að bróðir hennar muni eiga skamt eftir, — og hefir alt þetta snúið inanni hennar Konstantin, svo að hann hefir farið á fund Venizelos og beðið hann að laka aftur við stjórnarformensku á Grikklandi; en Venizelos neitaði fyrst um sinn, þvi að liann sá ekki hvernig hann eins og nú stæði gæti hjálpað Bandamönnum; en þegar undir vorið kæini, kynni það að verða léttara. En þessar tilgátur um. að Þjóð- verjar fái Rússa og Frakka tii að semja frið, er barnahjal eitt. En væri svo að það yrði, þá nveinar það alheiinsstríð, þó að undarlegt þyki. En það kemur ekki til þess. Þessir Bandamenn bregðast aldrei loforði sinu til Breta eða hvorir öðrum. Alt þetta bendir á, að ótrúin hjá Þjóðverjum og vonleysi að geta nokkurntima unnið sigur, er að út- breiðast meira og nveira. En alt fyr- ir það kunna þeir að berjast um hrið ennþá, og þá að likindum gjöra heljarkviður við og við. Bretac sækja Tyrkjann heim í Miklagarði. Einn neðansjávarbátur Breta var svo nærgöngull Tyrkjanum, að hann fór inn á höfnina í Miklagarði og ; upp í vikina fögru, sem kölluð er “Golden Horn”, og setti torpedór og sprengikúlur á vopnabúr eitt, sem stóð þar við víkina, og gjörði þar| usla mikinn og skemdir; menn vita óglögt hve miklar. En Tyrkir vökn- uðu við vondan draum og héldu að þar væri kominn allur herfloti Bandainanna. Kom þá felmstur yfir borgarmenn. En því miður var það að eins einn neðansjávarbátur, og varð hann að fara i kaf og halda burtu. Hann var búinn að gjöra það, sem hann átti að gjöra, — að skjóta þeim skelk í bringu. Gaddavírinn Þjóðverja. Þarna í Galiziu og Lithauen, sem Rússar eru að lirekja Þjóðverja, er stundum erfitt að sækja á grafirnar, því að Þýzkir margflétta um þær með gaddavir. Oft eru 24 viraþræð- ir strengdir fyrir framan grafirnar, og er rafurmagni hleypt á ’virana, svo að snerti þeir hold manna, þá liggja þeir menn dauðir. — Fyrst kliptu Bandamenn virana; en svo eyddu Jieir Jjeim með skotum. Skutu fleinum með keðju við og sleit keðj- an vírinn i sundur, Jiví að lóð þungt var á öðrum enda. En Rússar hafa kröka mikla á kaðalsenda og kasta yfir virana og draga svo til sin, og verður þá annaðhvort, að staurarn- ir kippast upp og allur vírinn kem- ur með, eða að vírarnir slitna af staurunum. Þýzka herdeildin. Það niun vekja umlrun og furðu hjá mörguin manni, að heyra það, að verið sé að talu um að mynda þýzkn hersveit hér í Ganada til að berjast á inóti Þjóðverfum, — en Jm’) er J)að svo. Hinn Jiýzki konsúll hér í Canada, prófessor Riethdorf, hefir nú í (> mánuði verið að ferðast uni norðurhluta Ontario og haldið fyrir- lestra og talað við J)ýzka menil, sem þar hafa tekið sér hólfestu, og kom hann til bæjarins Berlin sunnudag- inn sein Jeið, og fluttí J)ar fyrirlest- ur og var tekið ágætlega. Talaði hann um Þýzkalandskeisara og her- i mar 'i' v*ldið á Þýzkalandi og J)ýzku | stjórnina. Meðan hann flutti ræð- j una, var lófaklappið og samhygðar- ópin hvað eftir annað svo mikið, að hann varð að biða við, þangað til dálitið slotaði. Þessir menn höfðu fundið til spora riddaranna og svipu hermannavaldsins og fyrir það flú- ið burtu. Bar hann fram ástæður til J>ess, að Jiýzkir menn í Canada adtu að vopnast og berjast með Bandamönn- um, á móti hinum f.vrri löndum sín- um, og voru J>ær svo sterkar, að á- heyrendurnir urðu hrifnir af. Hann bauð stjórninni i Ottawa, að mynda fulla herdeild manna (Battalion) af eintómum Þjóðverjuin, sem allir vildu berja á Vilhjáhni, og ‘er sagt, að stjórnin sé að hugsa um að taka þessu boði hans. Ameríku Legion. í Toronto er verið að mynda Am- erican Legion, og er ætlast til, að í henni verði 6,000 manna, eða likt og var i hinni rómversku “legio”. — í sveit þesari verða menn af öllum þjóðum og kynflokkum, en mest af Amerikumönnum. Þar verða “cow- boys” frá Texas, menn af hæðstu flokkum mannfélagsins i New York, vélasmiðir frá Dctroit, skógarhöggs menn úr Norðvesturríkjunum, nama- menn frá Alaska og hermenn, vanir og æfðir, úr öllum heimi. f þcssum svokölluðu “foreign legions” liefir vanalega verið úrval hraustra og hugaðra manna, hvar sem þær hafa verið, og inenn telja það sjálfsagt að svo verði mn þessa. Foringjaskólinn. Foringjaskólinn (School of In- struction for Officers) átti að byrja á miðvikudaginn 12. janúar. Og ]>eg- ar J)etta er skrifað, þann 11., J)á voru þegar komin nær 600 foringja- efni, sem beiddust inntöku á hann. Ilann verður haldinn á Minto Street hermannaskálunum og stendur yfir í 6 vikur. Allir, sem vilja fá inn- göngu, verða að leita til Lieut. D. S. Robinson, formanns skólans, og verður hann að hitta á skóla þess- um. — Helzt ættu umsækjendur að koma á skólann frá kl. 9. f. m. til hádegis. Otbúnaður til hersins. Deild sú, er lítur eftir útbúnaði til hersins (Quartermaster Branch), undir stjórn Major-General D. A. Macdonald í Ottawa, hefir nóg að sýsla nú orðið, og þarf að yfiriíta 400,000 pund af fatnaði og ýmsu öðru á hverjum degi. I gegnum hendur hennar fer alt, sem her- mennirnir þurfa: allur búningur, föt og skór, riflar, sjúkravagnar, flutningsvagnar, brynjaðir vagnar, og ótal fleira. Þetta þarf alt að skrá- setja og skoða, hvort það sé ósvikið, og mun það allmikið verk. Sem dæmi má taka nokkur helztu atriði, sem þessir nýju 250,000 her- manna frá Canada þurfa, eða her- deildir þær, sem nú er verið að safna mönnum til: Skór, 1,000,000 pör. Húfur, 500,000. Skyrtur, 1,000,000. Ross riflar og byssuifleinar 300,- 000 af hvoru fyrir sig. Flutningsvagnar, 3,000. Kikirar, telescopes og altiscopes, 5,000. Mótorvagnar (Iorries), sjúkra- vagnar og reiðhjól, umi 5,000. Vasakíkirar (binoculars) 1,000. Og svo ótal margt fleira. Lendrum McMeans vifl mynda her- sveit upp á sinn eigin kostnað. “Eg vil komast á vígvöllinn, — eg má til að komast þangað og vinna skyldu minaí Eg vil leggja alt i söl- urnar til að komast þangað”. Þannig hugsar og þannig inælir fyrverandi þingmaður Winnipeg- borgar, Lendrum McMeans. Hann skrifaði nýlcga stjórninni i Ottawa og bað um leyfi til að stofna undir eins heila hersveit (Battalion), 1100 inanna, upp á eigin reikning. Mr. McMeans kvaðst ekki liafa fengist við hernaðarstörf siðan hann var með I)rotningafr-rveHinni -— Queens Own — i Toronto; en sagð- ist hafa séð Jiað i blöðunnm, að Gen- erai Sir Sam Hughes hefði gjört á- .skorun til “business and profession- al men” að safna sveitum og koma með þær á vígvellina. Þeir, sem kunnugastir eru Mr. Mc- Means, segja að orsökin til þess, að hann gjörir tilboð þetta, sé aðallega ástin til hins látna sonar hans. Hann féll í bardaga á vígvellinum; var með 90. herdeildinni. Nú vill faðir- inn hefna sonar sins og láta Þjóð- verja rauðu snýta fyrir. Herskyldu-löggjöfin í brezka þinginu. Loks var lagafrumvarp Jiettíi, sem kallað er herskyldu-löggjöf, borið upp i brezka þinginu hinn 6. janúar. Lög Jiessi ná að eins til ó- kvæntra inanna, frá 18 til 40 ára ald- urs, og nú orðið eru að eins um 225 þúsundir þeirra eftir, sem ekki eru i herinn komnir; hinir ailir eru inn gengnir. Það er því að eins (4 úr milión, sem hér cr um að tala. En Bretar vilja hafa það hreint, þó það kosti kanske margfalt meira að koma þciin á vigvölluna, en þeir eru virði, og væri kanske bezt, að lofa þeim að skriða inn i hýbýli sín og fela sig þar fyrir manna sjónum. Hann er einkennilegur þessi þrái. Bretar hafa æfinlega verið svona: Ef að þeir taka einhverja stefnu eða byrja á einhverju fyrirtæki, þá liggja þeir fyrri daúðir, en að láta af ætlun sinni. Þess vcgna hefir orð- takið myndast: Stubborn as a fírit- isher’’, sem verður líkt og þcgar Bandaríkjamenn segja: Stubborn as a nmlc’’. Af þessum gjörðum þeirra sést það bezt, hvað þeir leggja og hvað þeir ætla sér leggja i sölurnar til að sigra. Og vissulega mættu Þýzkir nú þegar eins vel kasta vopnum sininn og beiðast griða, eins og að láta sér til hugar koma, að Bretar muni nokkru sinni gefa upp eða slaka á, fyrri en Þjóðverja og Vilhjálmur og ætt hans liggtir alt flatt fyrir fótum þeirra. Jón boli er vanalega geðgóð- ur, en nú er hann reiður orðinn. Það var þýðingunnikill dagur. þegar þetta frumvarp Asquiths var lesið upp i fyrsta sinni og gengið til atkvæða uin |>að. Hið afarstóra þing- hús var troðfult af fólki. Allir vildu vera viðstaddir, cnginn vlssi, hvcrn- ig fara inundi. þvi að hugir manna voru dreifðir, og þenna sama hafði verkamannaþingið i Lundún- um greitt atkvæði um málið og fdt það með 1,998,000 atkvæðum gcgn 783,000. Þrír ráðgjafar af verka- mannaflokknum höfðu þá sagt af sér ráðgjafastörfum, en voru þó aD- ir með frumvarpinu uin herskyldu ókvongaðra manna, og má af því sjá, að jafnvel verkamennirnir hafa ver- ið nokkuð tviskiftir, þegar beztu menn þeirra voru á móti þeim. Þegar Asquith stjórnarformaður talaði, var hann fastur fyrir sem bjarg og hinn rólegasti. Af þeim sem töluðu með frumvarpinu auk As- quiths, Jiótti mest kveða að General Seeley og Balfour. Seeley kom heim af vigvellinum til að vera á fundi þessum, og kvaðst vera sendur M hermönnunum að tala máli þeirra. Þá vantaði fleiri menn og þá vant- aði meiri vopn. Nú biði hann úr- slita, til að geta sagt hermönnun- um, sem væru að berjast, hvað hér hefði gjörst. Balfour flutti áhrifamikla ræðu, og gat þess, að þetta væru engin herskyldulög, sean lögð væru á landið; J)au giltu að eins fyrir þetta stríð, og nauðsynin væri svo brýn, cð hér mætti ekki höndum til I kasta. Rikið og þjóðin væru í voða stödd, og enginn maður hefði rétt til að skorast undan skyldunni, að verja föðurlandið. Þeir vildu láta aðra berjast fyrir sig. þessir, scm heima sætu, — láta aðra leggja fram líf og limu, meðan þeir sætu sjálfir óhultir heima. Þetta væri engin sanngirni, ekkert réttlæti. Asquith, Sir Edward Grey og hinir ráðgjaf- arnir J)ökkuðu Balfour fvrir ræðu hans. Þegar svo atkvæði voru talin, og Jiað varð ljóst, að 403 atkvæði voru með frumvarpinu, en að eins 105 á móti, varð háreisti mikil og gleði- hróp i salnuin og bai-st þegar út á stræti, en þar tók við múgur og margmenni, þvi að strætin utan við þinghúsið voru öll full af fólki. En þó varð einna mest háreitin og samhygðarópin i þinghúsinu, l>egar Asquith gamli gekk um gólf Jivert nieð Iagafrumvarptð í hendinni til að afhenda Jiað þinginu. Þinginenn- irnir urðu svo ókyrrir. að Jieir stukkii upp úr sætum sínum og hrópuðu til hans i sifellu. En á á- heyrendapöllunum áttu liigreglu- mennirnir fult í fangi, að halda mönnnm, konum og körlum frá að ærast. Við atkvæðagreiðsluna rugluðust flokkar allir á þinginu. Stjórnin hafði með sér meginhluta af at kvæðum Konservativa og Liberala; írsku Nationalistarnir greiddu at- kvæði á móti, en irsku Unionistarn- ir með; en flokksmenn O’Briens voru með hvorugum, þó að sjálfur talaði hann með fruinvarpinu. Af Libcrölum, sem á móti voru, var merkastur John Burns. fyrrum ráð- gjafi. Tyrkjahermn frá Gaflipoii. Þegar Bandamenn fóru frá Hellu- sundi núna, þá losnaði um 200—300 n’isund tyrkneska hermenn, sem geta farið hvert sem vera skal, og ictta eru alt saman liinir æfðustu hermenn og er stjórnað af reyndum þýzkum herforingjum. Þeir eru úr- valalið Tyrkja, og óefað jafn góðir til orustu, sem hinir beztu hermenn Bandamanna eða Þjóðverja. Þarna voru þeir fastir og máttu ekki frá víkja, meðan Bandamenn voru þar; en nú eru þeir lausir, og óefað koina þeir skjótlega fram á einhvcrjuni vigvellinum. Og með sér taka þeir þúsundir af fallbyssum, og eru margar Jieirra stórar, reglulegir kastalabrjótar. Og þó að Tyrkir sjálf- ir séu kanske ekki sem beztir að nota þær, þá verður nóg af Þjóð- verjum í hópnum til þess. Margir ætla, að Jietta lið verði sent til Egyptalands, ef að Tyrkjum er alvara, að reyna sig þar við Breta; eða þá til fljótanna Eufrats eða Tigris i Mesópótainiu, til að reka Breta þaðan, úr aldingnrðimim Eden, sem kallað er. ÓkyrSir í Kína. Vér gátum Jiess, að uppreist hefði verið gjörð á móti Yuan Shi Kai, hinum nýja keisara Kinaveldis. Hún heldur áfram og eru smátt og smátt að koma upp flokkar hér og hvar og ræna tollhúsin, en útlendingar í landi uppi flýja niður til sjóborg- anna, og hafa margir flúið til Hong Kong, þar sem Bretar hafa aðal- dagj stöðvar sínar.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.