Heimskringla - 20.01.1916, Page 5
WINNIPEG, 20. JANÚAR 1916.
HEIMSKRINGLA.
BLS. 5
Að brjóta hergarð
óvinanna.
Herforingi einn nýkominn af víg-
völlunum sýnir fram á, hvað erfitt
sé, að vinna aðra og þriðju skot-
garðaröð óvinanna. Hann segir, að
það sé létt, að .taka fyrstu röðina,
ef að nógu miklum fallbyssum sé
hlaðið á garðana. Þegar skothriðin
er búin að ganga hæfilega lengi, þá
stökkva hermennirnir upp úr hinum
fremstu gröfum, og fara á harða
hlaupi ofan í grafir óvinanna, og er
þar þá vanalega litilli vörn að mæta.
En eigi þá að ráðast á næstu linu
nokkuð lengra i burtu, þá verða það
að gjöra varaliðssveitir óþreyttar.
En þetta varalið er vanalega haft
nokkrar mílur frá hinum fremstu
skotgröfum, svo að það liggi ekki
stöðugt undir skoteldum óvinanna.
En þegar búið er að koma þessu
varaliði þangað, sem áhlaupið skal
gjörast. þá hafa óvinirnir fengið
tima til að draga saman sitt varalið
á þann stað, sem á hefir verið ráð-
ist, og verður þá erfitt að halda
gröfum þeim, sem unnist hafa. Og
aðferðin að brjóta hergarðinn virð-
ist vera fólgin í þvi, að geta látið
eina hvikuna af varaliði koma tafar-
laust á eftir annari, og lemja þannig
hvildarlaust á, rétt eins og þegar
ein aldan eða hvikan kemur á eftir
annari og fellur að ströndu upp.
Þarna má engin bið á verða, og fall-
byssuliðið verður jafnframt að fær-
ast áfram i áttina til óvinanna, til
þess að varðveita raðir hermann-
anna, sem fram sækja, frá liðsauka
þeim, sem óvinirnir hleypa þarna
fram i þéttum fylkingum. En varð-
veizlan er í þvi fólgin, að slá niður
eldhafi (curtain of fire) framan við
fylkingar óvinanrta og á þær. Þjóð-
verjar höfðu þann sið, að renna
fram til áhlaups í þéttum, margföid-
um fylkingum, og trcystu á það, að
þyngdin fleyganna eða fylkinganna
yrði svo mikil, að alt yrði undan að
láta. En vopnin til varna eru orðin
svo fullkomin, að þetta er að verða
úrelt. *
En það, sem mestu varðar við
fylkingaskipun og herkunnáttu virð-
ist nú vera það, að geta mokað sam-
an sem mestum fjölda manna og
skotvopna á einn stað, svo að óvin-
irnir viti ekki af þvi, og þegar þeir
gjöra áhlaup á óvinina, þá að hafa
þrefaldan eða fjórfaldan fjölda af
mönnum við það, sem nokkur gat
búist við að þeir hefðu.
Ef að fremstu skotgrafirnar væru
margfaldar grafir, í stað einnar línu
sem n<t er; ef að þær væru tvöfaldar
eða þrefaldar, hver fyrir aftan aðra,
með nokkurra faðma millibili, þá
mætti hafa þessar aftari grafir full-
ar af varaliði, í stað þess að hafa
varaliðið í þriggja eða fjögurra
mílna fjarlægð. Þegar þá áhlaupin
eru gjörð, þá gæti þarna hver hvikan
af þúsundum eða tugum þúsunda
manna oltið fram á eftir annari. En
skothylkin stóru ættu að hreinsa ein-
lægt fyrir framan þá á hverju milu-
svæði, svo að litið eða ekkert yrði
til fyrirstöðu, þegar raðirnar hlypu
þarna fram hver á eftir annari.
Er nú heldur líklegt, að Banda-
menn fari að hafa mannafla til þess.
Enda munu Rússar hafa farið eitt-
hvað líkt að i Galizíu -núna, þegar
Austurrikismenn hafa verið að bera
sig upp undan áhlaupum þeirra. —
Þeir hafa sagt, að þeir hafi l'l—16
raðirnar hverja á eftir annari, og
er það þá engu líkara, en vér höf-
mn horft á á sjó, þegar öldurnar
hafa oltið að landi upp.
Hrei fyrir nn Bjór er bezti drykknrinn þig
1 1 \DfWRY: < \ r
Er hreinasti bjór sem búinn er til í merkur e®a pott flðskum. Tll kaups hjá verzlunarmannl þlnum etla raklcitt frá E. L. DREWRY, Ud. Wianipeg.
FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDI.
(ísafold, 8. des.).
Nijll lilutafélag er tekið til starfa
i Reykjavík, sem heitir ‘Kol og Salt’.
1 félaginu eru margir útgjörðarmenn
bæjarins, sem mest þurfa á þessum
vörutegundum að halda. En auk þcss
stendur til að selja bæjarmönnum
kol, eins og fyrirrennari þess, kola-
verzlun Björns Guðmundssonar,
gjörði. í stjórn þessa nýja félags
eru: Geo. Copland (formaður), Guð-
mundur ólsen og Hjalti Jónsson. En
framkvæmdarstjóri þess verður ólaf
ur Gunnlaugsson Briem. Félagssjóð-
ur innborgaður er 176,000, en má
auka upp í 300,000.
— Slingur formaður. Einn af göml
um sjósóknurum Reykjavikur, ólaf-
ur B. Waage, hefir i seinni tið farið
hverja svaðilförina á fætur annnri
á vélarbátum og smiáskútum frá
Austurlandi til Reykjavikur. Nú sið-
ast kom hann við þriðja mann á þil-
skipinu Erling frá Seyðisfirði og var
eigi nema 3 sólarhringa á leiðinni.
— Látinn er Norðanlands Jón
Einarsson, bóndi á Laugalandi i
Eyjafirði, 40 ára hreppstjóri og mik-
ill dugnaðarmaður i hvivetna.
— Fjárhagsáætlun Seyðisfjarðar
1916. Tekjur og gjöld Seyðisfjarðar-
kaupstaðar næsta ár eru, hvor liður-
inn um sig, áætlaður rúm 31,000 kr.
Mesta tekjulindin þar, sem i öðrum
kaupstöðum, aukaútsvörin, er nema
11,000 kr., en næst þeim tekjur af
rafmagnsstöðinni rúm 10,000 kr. og
gjöld til hennar jafn há. Hæsti út-
gjaldaliðurinn, auk rafmagnsstöðv-
ar, er fræðslukostnaður, rúm 8000
kr. Til fátækraframfæris eru ætlað-
ar 3300 kr., eða rúm 10 prósent af
tekjunum.
— Látinn er á Seyðisfirði fyrir
nokkru Jón Þorvaldsson, faðir
þeirra Stefáns konsúls og Eyjólfs
bankastjóra, áttræður að aldri.
— Áttræðis-afmælis Matthiasar
hefir verið sa'milega minst i norræn-
um blöðum; einna rækilegast af
Otto Borschenius prófessor í blaðinu
Köbenhavn. Lýkur hann miklu lofs-
orði á skáldskap Matthiasar, einkum
þýðingar hans. — í blaðið Hoved-
staden ritar og Jónas Guðlaugsson
hlýlega grein uin hann.
— Ilörmulegt slys vildi tii fyrir
skömmu á bænum Eskiholti i Borg-
arfirði. Drengur á 3. ári datt ofan
í pott með sjóðandi vatni i og beið
bana eftir miklar þjáningar, nærri
sólarhring.
— Fagra gjöf og vandaða gáfu
ýmsir vinir Hannesar Hafstein fyrv.
ráðherra honum á afmæli hans þann
4. des. Var það málverk af alþingis-
húsinu með hinum nýja islenzka
fána dregnum á stöng við hún, og
utan um forkunnar vel vönduð um-
gjörð, skorin i maliogni af Stefáni
Eiríkssyni hinum oddhaga; en mál-
verkið eftir Þór. B. Þorláksson. Efst
í umgjörðinni er mynd af F'jallkon-
unni, skorin í hvalbein og sérstakur
ibenviðarrammi utan um, en neðan
við málverkið gullskjöldur með á-
letran.
— Hið norræna stiidentasarnband
er nú búið að eignast deild hér á
landi. Var hún stofnuð rétt nýlega,
og gjörðust þá þegar 30 stúdentar,
eldri og yngri, félagar hennar.
— Til Jólaglaðningar á Heilsuhæt-
inu. Fyrir skömmu kom ungur mað-
ur, bóndi hér úr grendinni, inn til
ritstjóra ísafoldar, og bað hann fyr-
ir að koma 50 kr. á framfæri við
lækni Heilsuhælisins — til Jóla-
glaðningar sjúklingunum. ómögu-
lega vildi hann láta nafns sins getið,
en þess að eins, að þessi gjöf væri
til minningar um giftingardag sinn
og konu sinnar i sumar; “en”, bætti
hann við, “ætli það séu ekki fleiri
ung hjón, sem vilja minnast sins
heiðursdags á líka lund”. — Og vér
spyrjum hins sama, — um leið og
vér þökkum þessa fallegu gjöf —
einnig frá lækninum á Vifilsstöðum
fyrir sjúklinganna hönd.
(Eftir 'Fréttum').
—Ólafur Sveinsfon prentari hefir
verið ráðinn til þess að leiðbeina
um iþróttir meðal ungmennafélaga i
Norðlendingafjórðungi i vetur. Fór
hann nýlega frá Reykjavík áleiðis til
Akureyrar í þeim erindum.
— Dáin er á Vífilsstaðahœli Jó-
hanna Sigurðardóttir, vinnukona hjá
Sigurði Briem póstmeistara. Hún
var 27 ára að aldri.
— Jarðsími. 1 Reykjavik er nú
verið að grafa niður jarðsíma, eins
og gjört hefir verið undanfarin ár,
síðan landsiminn tók við bæjar-
símakerfinu. Það er ætlast til að öll-
um linum i iniðbænum verði á þenn-
an hátt smátt og smátt breytt í neð-
anjarðar-sambönd, sem eru miklu
varanlegri en loftlínur.
— Gefin saman. Þann 20. nóv. gaf
Frikyrkjuprestur síra ólafur ólafs-
son saman í hjónaband: Sigurð Vil-
hjálmsson og Margréti Þuriði Þor-
leiksdóttur, bæði til heimilis i Rvik.
Brúðguminn er nýlega kominn hing-
að frá Vesturheimi, þar sem liann
hefir dvalið 46 ár, mest í New York
(35 ár). Hann fór um tvítugt i sigl-
ingar, og sá sig víða um, kvongaðist
síðan vestra, en inisti konuna fyrir
tveiinur árum og undi þá ekki leng-
ur þar i landi, en hvarf heim til ætt-
landsins.
— Skaulafélagið hefir sótt um að
mega gjöra skautasvell á Austurvelli
eins og áður, og hefir borgarstjóri
úrskurðarvald um það mál. ís var á-
gætur á Tjörninni um miðjan nóv.,
en lítt notaður; iná þó óhætt búast
við miklu aðstreymi á Austurvöll, ef
j þar verður gjörður is. Þykir skemti-
legra að iðka listina þar.
Breiðafjarðareyjum 15. nóv.
— Sumarið hefir verið hér hið á-
kjósanlegasta í alla staði eins og
viðar og nýting orðið góð á öllum
afurðum. Grasspretta var í meðal-
lagi yfirleitt og ckki meir vegna ó-
venju mikilla þurka. Eins var dún-
tekja, kofnatekja og lundi í góðu
meðallagi. — Verðlag hefir verið hér
all-misjafnt á afurðunum þar sem
æðardúnn féll niður í 22 kr. tví-
pundið og hefir hann ekki verið i
svo lágu vérði mjög lengi, var t. d.
í fyrra 40 kr. UIl var aftur i kr.
4.75, kofnafiður kr. 2.00 hvítt og kr.
1.50 mislitt tvípundið. Selskinn voru
seld fyrir kr. 7.50, og sellýsi kr. 50
tunnan. Útsvörin hér í Eyjahreppi
eru nú 2000 kr„ er lang hæst útsvar-
ið á verzlun G. Bergsteinssonar i
Flatey kr. 600. Efnabændur greiða
100 kr. útsvar og hæst 150 kr. Verzl-
un Guðm. Bergsteinssonar í Flatey
er langstærsta verzlunin hér, er hún
í íniklu áliti og uppgangi. Mun árs-
umsetning hennar nú mn 200,000
krónur.
— fslenzka sildin í Vesturheimi.
Eins og áður hefir verið getið um,
fór yfirsíldarmatsmaður Jón Berg-
sveinsson frá Akureyri með skipinu
Botniu til Vesturheims í haust, til
þess að sjá um sölu (í New York) á
5,100 tunnum af síld, seni stórsölu-
verzlun O. Johnson & Kaaber flutti
með þvi. Koni han naftur með sama
skipi og lætur einkar vel yfir för
sinni. Síldin var öll seld síldarkaup-
manni P. V. Bright i New York, sama
rnanni og keypti síldina í fyrra, þá
er send var með Hermóði. í fyrra
var öll síldin ei metin er send vdr og
þótti það lakara; var hún þvi að
þessu sinni metin öll, og fékk þann
vitnisburð, að hún væri bezta síld-
in, sem kaupandinn hafði fengið í
ár. — 1 blaðinu Neur York Commer-
cial var för Botníu gjörð að umtals-
efni, og þess getið, að sildin, sem
hún kæini með væri 75,000 dollara
virði, sem er sama og um 60 krónu
verð á tunnu. — Þess var getið I
fyrra í fiskverzlunartímariti, sem út
kemur í New York, að sildin, sem
kom með Hermóði væri “norsk-
íslenzk sild”. Þess vegna fór Jón
Bergsveinsson þegar á fund ritstjór-
ans, er hann kom til New York, og
lét hann leiðrétta þennan misskiln-
ing, þar sildin væri hvorki veidd
eða verkuð í Noregi. — Jón Berg-
sveinssón var frumkvöðull að þvi,
að byrjað var á síldarflutningi til
Vesturheims, sem nú hefir gengið
svo vel, að öll ástæða er til að ætla,
að sú verzlun falli ekki niður úr
þessu og mun markaðurinn vera viss
orðinn.
ÁGRIP AF REGLUGJÖRÐ um
heimilisréttarlönd í Canada
og NorÖvesturlandinu.
Hver, sem hefir fyrir fjölskyídu aö
já eTtir karlmaíur eldri en 18 ára, get-
ur tekiö heimilisrétt á fjóröung úr
section af óteknu stjórnarlandi í Mani-
toba, Saskatchewan og Alberta. Um-
sækjandi eröur sjálfur aö koma á
landskrifstofu stjórnarinnar, eöa und-
irskrifstofu hennar i þvi héraöi. í um-
boöi annars má taka land á öllum
landskrifstofum stjórnarinnar (en ekki
á undir skrifstofum) meö vlssum skil-
yröum.
SKYLDIIRi—Sex mánaöa ábúö og
ræktun landsins á hverju af þremur
árum. Landnemi má búa meö vissum
skilyröum innan 9 mílna frá heimilis-
réttarlandi sínu, á landi sem ekki er
minna en 80 ekrur. Sæmilegt íveru-
hús veröur aö byggja, aö undanteknu
þegar ábúöarskyldurnar eru fullnægö-
ar innan 9 mílna fjarlægö á ööru landi,
eins og fyr er frá greint.
1 vissum héruöum getur góöur og
efnilegur landnemi fengiö forkaups-
rétt, á fjóröungl sectionar meöfram
landi sínu. Verö $3.00 fyrir ekru hverja
SKYLDURi—Sex mánaöa ábúö á
hverju hlnna næstu þriggja ára eftir
aö hann hefir unniö sér inn eignar-
bréf fyrir heimilisréttarlandi sínu, og
auk þess ræktaö 50 ekrur á hinu selnna
landi. Forkaupsréttarbréf getur land-
nemi fengiö um leiö og hann tekur
heimilisréttarbréfiö, en þó meö vissum
skilyröum.
Landnemi sem eytt hefur heimilis-
rétti sínum, getur fengiö heimilisrétt-
arland keypt i vissum héruöum. Verö
$3.00 fyrir hverja ekru. SKYLDURi—
Veröur aö sitja á landinu 6 mánuöi af
hverju af þremur næstu árum, rækta
50 ekrur og relsa hús á landinu, sem er
$300.00 viröi.
Bera má niöur ekrutal, er ræktast
skal, sé landiö óslétt, skógl vaxiö eöa
grýtt. Búpening má hafa á landinu i
staö ræktunar undir vissum skilyröum.
W. W* CORY(
Deputy Minister of the Interior.
Blöö, sem flytja þessa auglýslngu
leyfislaust fá enga borgun fyrlr.
AKred Nobel og friðar-
verðlaunin.
Alfred Nobel var fæddur 21. okt.
1833 í Stokkhólmi, en 9 ára gamall
fluttist hann til Rússlands með föð-
ur sínum, og er hann var orðinn 16
ára hafði hann lokið skólanámi
sinu og tók þá að stunda sprengi-
efnafræði með föður sinum, er
mjög hafði kynt sér þá list. Ferð-
aðist Nobel nú til Vesturálfu til
frekari fullkomnunar i iðn sinni og
naut hann þar kenslu ýmissa merk-
ismanna, m. a. landa sins Jóns Ei-
rikssonar í Nýju-Jórvik. Hélt svo
heimleiðis eftir nokkurra ára dvöl
vestra og gjörðist ötull styrktarmað-
ur i verksmiðju föður síns, sem nú
hafði ærinn starfa með höndum fyr-
ir Rússastjórn vegna ófriðarins, er
þeir áttu þá í; en Rússar launuðu
honum illa góða liðveizlu eftir á, og
varð hann að hverfa aftur til Sví-
þjóðar með fjölskyldu sinni, þá
kominn á efra aldur og gjörsnauður
maður.
Réðst nú Alfred i að setja á stofn
verksmiðju nálægt Stokkhólmi, og
höfðu Frakkar þá hlaupið undir
bagga, því að Napóleon keisari 3.
hugði gott til starfsemi þessa efnis-
manns. Er ekki að orðlengja það, að
Nobel -liætti ekki fyrri, en hann
hafði uppgötvað sprengiefni, er
hann sjálfur nefndi dynamit, og
hlaut hann einkarétt á þvi i Sviþjóð
19. sept. 1867, en síðan i hverju
menningarlandinu á fætur öðru. Er
þetta kynjaafl nú heimsfrægt fyrir
löngu. Nobel ferðaðist svo viða um
lönd til þess að ryðja þessari nýj-
ung braut. Dvaldist hann i full 18 ár
i Parisarborg, einhleypur og fáskift-
inn um almenn mál. Réðst þar til
hans bústýra og bókhaldari, austur-
risk kona af aðalsættum, Berta Kin-
sky að nafni; en hvarf þó von bráð-
ar á brott og gekk að eiga samlend-
an aðalsmann er Arthur von Suttner
hét; er hún síðan kunn með þvi
nafni og alþektur friðarpostuli. —
Attu þau Nobel jafnan bréfaskifti
upp frá þvi, og er hún sú ein:i kona,
sem nokkur veruleg kynni hefir haft
af honum. Enda mun það sanni
næst, að hún eigi mikinn þátt i því,
að hafa beint hugsjón Nobels i þá
friðarstefnu, er hann siðan tók. Áð-
ur var hann bölsýnn mjög; en hún
sannfærði hann sámmsaman um
tvimælalausan sigur þess góða. Ein-
hverju sinni mælti hann við hana:
“Nú vildi eg helzt geta upphugsað
eitthvert það sprengiefni, sem kom-
ig gæti i veg fyrir allan ófrið”. Enda
var það sannfæring hans, að slíkt
cfni yrði þó alt af til þess, að stytla
ófriðinn, ef ekki vildi betur til.
En hvilik ógnar vonbrigði myndi
honum nú vera, ef hann mætti sjá,
hvernig “menningar”-þjóðirnar hafa
hagnýtt sér uppgötvun hans: til að
eyðileggja, en ekki til að efla frið-
inn, svo að segja á fimtugsafmæli
þessarar heimsfrægu nýjungar!
Árið 1888 fékk Nobel einkarétt á
Frakklandi á púðri, sem liann fann.
En þar var sá kostur fram yfir
venjulegt púður, að nálega enginn
reykur varð við sprenginguna. —
Nefndi hann það sjálfur Ballislil, en
alinent var það kallað Nobeipúður.
Eftir þetta fluttist Nobel til San
Remo í ítaliu; því Frakkar voru
orðnir honum fremur óvinveittir,
sökum þess, að hann hafði selt þessa
uppgötvun sína einnig til ítalíu, en
milli þeirrra landa voru þó fáleikar.
Nobel andaðist i San Remo 10.
desember 1896; fanst dauður í vinnu
stofu sinni, sitjandi við störf sin. í
þeim lifði hann og dó. Lik hans var
flutt til Stokkhólms og brent þar.
öll störf og heilabrot þessa hugvits-
manns, miðuðu til eflingar friðarins,
en ófriðarseggirnir hafa engu að
síður svælt undir sig hugmyndir
hans og drjúgum notfært sér þær.
Það var tvent, sem Nobel taldi einna
mikilverðast til alþjóða samlyndis
og útrýmingar alls ófriðar, en það
var: visindi og hókmentir. Svo að
segja öllum sinum eignum, er námu
36 millíónir króna, ákvað Nobel að
verja skyldi i þarfir alheimsfriðar-
ins. Skyldi á hverju ári, er þurfa
þætti, úthluta vöxtum af fé þessu í
5 hlutum þannig: 1 hluta (135,000—
160,000 franka) fyrir framúrskar-
andi framfarir i eðlisfræði; 1 í efna-
fræði; 1 i læknafræði; 1 i bókment-
um og 1 i friðarstarfsemi. Að eins
eina millíón hafði hann ánafnað ætt-
ingjum sinum, því að flestir þeirra
voru vel efnaðir. Vildu þeir reyndar
mótmæla þessari erfðaskrá, en hún
fékk þó haldið sér, og var fyrsta úl-
hlutunin árið 1901, á dánardegi gef-
andans, en siðan jafnan árlega þann
dag (10. des.).
Úthlutununni ráða ýms visindafé-
lög i Stokkhólmi og nefnd manna
kosin af Stórþinginu norska. Alls
hafa nú 77 manns hlotið þessi verð-
laun, ýmist heil eða hálf, eins og hér
segir: 16 Þjóðverjar, 13 Frakkar, 7
Bretar, 6 Hollendingar og Svisslend-
ingar, 4 Sviar,"4 Vesturheimsmenn,
4 Italir og 4 Austurríkismenn; 3
Belgir, 2 Danir, 2 Rússar og 2 Spán-
verjar. 1 Norðmaður, 1 Finni, 1 Pól-
verji og 1 Indverji.
— Visir.
Smásögur um tónskáld.
i.
Leoncavallo hleypur á sig.
Það mun vera sjaldgæft, að tón-
snillingum verði Jiað á, að draga úr
maklegu lofi um þeirra eigin tón-
smíðar.
Svo fór J)ó einu sinni fyrir hinum
fræga italska tónsnillingi, Buggiero
Leoncavallo.
Það varð með þeim hætti, er hér
segir:
Hann var staddur i borginni For-
li. Heyrði hann þá, að þar átti að
leika óperu hans, “Pagliacci”, sem
aflað hafði honum hinnar inestu
frægðar. Menn vissu ekki um það
alment, að tónskáldið væri þar i
borginni. Og hann afréð, að fara á
leikhúsið i dulargervi.
í leikhúsinu sat við hlið hans ung
og fögur stúlka, sem virtist vera
mjög hrifin af söngleiknum. Og þeg-
ar hún sá, að sessunuatur hennar
tók engan þátt í hinu almenna lófv
taki og fagnaðarlátum, en sat eins
og steingervingur, sneri hún sér að
honum og spurði:
“Hvers vegna klappið þér ekki
líka, herra minn?’ Geðjast yður
ekki að leiknum?”
Tónskáldinu var skemt — en
svaraði:
“Nei, siður en svol Höfundurinn
hlýtur að vera viðvaningur — væg
ast sagt”.
“Þá hljótið þér að bera litið skyn
á sönglist”, sagði ungfrúin.
“O, sei — sei, nei, ofurlítið skyu-
bragð ber eg á tónsmiðar”.
Og svo reyndi hann að sýna henni
fram á það með rökum, að söng-
leikurinn væri i alla staði hinn auð-
virðilegasti og alveg sneyddur frtnn-
leik.
“Sjáið þér nú til: Þetta “motiv” —
og svo blistraði hann stuttan kafla
úr óperunni — “þetta er stolið f"á
Bizet, — og þetta frá Beethoven”.—
Og i stuttu máli tætti hann söng-
leikinn sundur ögn fyrir ögn.
Ungfrúin sat hljóð. En i svip henn
ar mátti lesa meðaúmkvun.
Þegar leiknum var lokið, sneri
hún sér að tÖnskáldinu og mælti:
“Þetta, sem þér hafið látið í ljósi
um óperuna, er það nú einlæg skoð-
un yðar?”
“Já, út í yztu æsar".
“Það er gott”, svaraði stúlkan, —
stóð upp og fór.
Morguninn eftir, þegar tónskáldið
var að lesa fréttablaðið, varð hon-
um litið á feita fyrirsögn svohljóð-
andi:
“Leoncavallo dæmir Pagliacci.”—
Og er hann les greinina áfram, þá
varð honum heldur en ekki hverft
við: að sjá Jiar skráð ait samtalið
við ungfrúna kveldið áður — ineð
viðeigandi athugasemdum.
Stúlkan hafði verið honum snjall-
ari: þekt hann — og leikið á hann.
Leoncavallo vann þess dýran eið
méð sjálfum sér, að segja aldrei
framar við ungar stúlkur nei.tt það,
er orðið gæti til að rýra gildi tón-
smiða sinna — hversu fallegar sem
stúlkurnar væru.
— (Guggiero Leoncavallo er fædd-
ur í Neapel 185). Han ern höfundur
‘La Bohéme’, ‘La Tosca’, ’Trilby’ og
‘Zaza’, og fleiri alkunnra söngleika),
varla að geta þess, að henni bauðst
; stórfé fyrir þetta einkennilega hljól-
færi.
j — (Paganini er i röð hinna fræg-
ustu fiðluleikara, er uppi hafa ver-
ið).—Visir.
ALLIR UTU VIÐ.
Presþirinn á Hlíð var mjög sár yf-
ir þvi, að alt kvenfólkið sineri sér
alt af við i kyrkjunni, þegar ein-
hver kom inn, til þess að sjá, hver
það væri, sem kæmi. — Hann fann
loks ráð til þess, að kont|) i veg fyr-
ir þennan ósið.
Sunnudaginn næsta, sem hann
messaði, byrjaði hann ræðu sina
þannig:
“Kæru tilheyrendurl Til þess að
enginn þurfi að snúa sér við, er
gengið er inn i kyrkjuna, ætla eg að
nafngreina hvern þann, sem inn
kemur, meðan á messunni stendur.
Svo byrjaði prestur:
“Elskulegu bræður í Kristi —*
verzlunarstjóri Jónsson með konu
—Texti þessa dags er — ungfrú Jó-
hanna — Jóhannesar 7. kapitula —•:
frú Þuríður Árnadóttir með barni —
2. vers, þar sem hann segir:— Smith
og frú Smith með nýjan hatt. —
Þegar hér var komið, varð prest-
ur þess visari, að hann hafði hlaup-
ið á sig, og ætlaði að bæta úr því,
en það var um seinan. Allar stúlk-
urnar höfðu litið við, til þess að
horfa á nýja hattinn hennar frú
Smith.—(Fréttir).
GISLI GOODMAN
TI>SMI»UR.
VerkstætSi:—Horni Toronto St, og
Notre Dame Ave.
1’lMine Helmllln
Garry 298S Garry HD9
MARKET HOTEL
14í» I’rincoNN Street
á móti markaöinum
Bestu vínföng, vindlar og a$-
hlyning gótS. íslenkur veitinga-
ma'Öur N. Halldórsson, ieiöbein-
ir Islendingum.
I*. O'CONXEL, Eigandi \N innipeg
Isabel Cleaning and
Pressing Establishment
J. W. dUINN, elgandl
Kunna manna bezt að íara með
LOÐSKINNA
FATNAÐ
Viðgerðir og breytingar
á fatnaði.
Phone Garry 1098, 83 Isabel St.
horni McDermot
| Golurtibia Grain
Co., Limited
H.
Paganini heldur hljómleik í góð-
gjörðaskyni.
Það eru sagðar ýmsar sögur um j
það, hve fégjarn hann liafi verið, it-
alski fiðluleikarínn frægi, Paganini.j
Má vera, að svo hafi verið. Enj
sagan, sem hér fer á eftir, sýnir þó,:
að hann hefir lika átt J>að til, að
vera hjálpfús.
Hann l)ýr í l'arís, er sagan gjör-
ist. —
Það ber til cinn morgun, að Pag-
anini verður þess var, að þernan,
sem sér um hcrbergi hans, er að
gráta. Hann vikur sér að henni, og
spyr, hvað að henni ami. Hún segir
honum það: að unnusti hennar sé
kallaður í herinn og sendur burtu,
og auðvitað sé hún svo fátæk, að hún
geti eki kcypt hann undan herþjón-
ustunni.
Paganini hugsar sér að reyna að
hjálpa stúlkunni.
Hann kaupir sér tréskó og býr
hann svo út að setja má á hann fiðlu-
strengi. Siðan auglýsif hann hljóm-
leik, þar sem hann ætli að spila
fimm iög á fiðlu og önnur fimm á —
tréskó.
Sem geta má nærri, vekur auglýs-j
ingin óvenju-mikla athygli. Aðsókn-
in að hljómleiknum er geysi-mikil.
Fult hús!
Fiðluleikarinn gefur þernunni að-|
göngumiða. Og að loknum hljóm-
leiknum fær hann henni pyngjuj
með 20 þúsund frönkum og segir, i
að hún skuli nú leysa unnustann
sinn undan herskyldunni, og reisa
bú með þvi, sem afgangs verði.
Tréskóinn, sem orðið hafði þern-
unni til þessarar gæfu, gaf Pagan-
ini henni einnig, með þeim ummæl-l
um, að væntanlega gæti hún fengið
eitthvað fyrir hann. Og það þarf,
242 Grain Exchange Bidg.
WINNIPEG
TAKIÐ EFTIR!
Vér kanpnm hveiti og aðra
kornvörn, gefum hæsta verð og
ihyrgjumst áreiðanleg viðskifti
Skrifaðu eftir upplýsingum.
TELEPHONE MAIN 1433.
Hospital Pharmacy
Lyf jabúðin
sem ber af öllum öðrum. —
Komið og skoðið okkar um-
ferðar bókasafn; rnjög ódýrt.
— Einnig teljum við peninga-
ávisanir, seljum fríincrki og
gegnum öðrum pósthússtörf-
um.
818 NOTRE DAME AVENUE
Phone O. 6670-447«
FURNITURC
on Easy Payments
OVER-LAND
HAIN & ALEXANDER