Heimskringla - 27.01.1916, Blaðsíða 3

Heimskringla - 27.01.1916, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 27. JANÚAR 1916. « EI M S K R i N G L A. BLS. 3 Jóhann Arnason Anderson. Víi hefir þú, bróðir, lagt þá leið, Sem liggur til morgunroða, Og sú var þér opin gatan greið l gegmun skcr og boða. Hinn sterki vængur, vor sem ber Úr vorum lifsins hörktim, Hann kemst nú að cins eftir þér Xð eigin landamörkum. l>ar stöndum við og horfum hljóð t hæða-djúpið bláa, .1 kyrra stjarna geisla-glóð i geimnum, viða, háa. Og hver scm sýnin andans er, Vor augu sjá það bara: Að gcstir erum allir vér, Sem alt af koma og fara. Og þú ert farinti! Skýlaus skín t skuggann harms þin minning, Um grafar-djúp og dauðalín Þin dagbjört vinakynning. — .1 blómakrómtm hrímið hrin Og hvítna grænir vellir, En tár af augum ekkjan þín í cinvcrunni fellir. Við kveðjum þig með þökk og yl Og því scm Ijóð ei taka. Hve sælt að finna falslaust til Og fá að sjá til baka. — Og hvert svo helzt sem bgrinn ber Þann boðskap, sem er mestur, Er gott að koma og kgnnast hér Og kveðja og vera gestur. (Undir nafni systkinanna). K. Hann léít að heimili sínu í Seattie Wash,, þann 3. dag októhermánaöar 1915, eftir langvarandi og þungar þjáningar. l»að var krabbamein, sem <iró hann til dauða, -og hafði hann rænu fram í andlátið. — Sira Jónas Sigurðsson flutti líkræðuna; en út- förin var að öllu leyti kostuð af The International Long-Shore Men’s IJn- ion, því Jóliann hafði verið með- timur þess félags í rúnt þrettón ár. Jóhann sál. var fæddur að Mar- bæli í Seiluhreppi i Skagafjarðar- sýslu þann 27. dag marzmánaðar 1864. Foreldrar hans voru þau hjon- in Árni Jónsson, bóndi á Krithóli, og Elisabet Jónsdóttir. I)ó Árni 27. des- eraber 1865 (þegar Jóhann var á öðru ári), og orti Hjiálmar skáld Jónsson í Bólu eftir hann fagurt og kraftmikið kvæði og lýsir Árna st ^ mannkosta tnanni. ElleJu árum sið-j ar (1876) fluttist Elísabet frá Krit-j hóli með börn sin til Ameriku. Natn' hún land í Árnes bygð i Nýja ís- j landi, og er nú jórnbrautarstö'ðin j Arncs á þvi landi. Var Elisabet kjarkmikil kona, gáfuð vel, glað- lynd og gjafmild, og scrlega vinföst og trygg. og má telja hana í fremstu röð íslenzkra kvenna, þeirra, er komið hafa vestur um liaf. Hún misti Árna, yngsta son sinn, úr ból-j unni, og varð að þola Jtrautir þær <»gj erfiðleika, sem frumbýlingslifið ij Nýja fslandi hafði í för tneð sér. Árið 1879 (eða 1880) fluttist hún tilj Winnipeg. og bjó þar með börnuinj sínum. Hún dó þanu 28. apríl 1889. j Jóhann sál. dvaldi að eins tvö ár| t Nýja íslandi. Ilann var fermdur þarl af sira Páli boriákssyni, árið 1878, og var þá rétt fjórtán vetra gamail. Það satna vor fór hann til Winnipeg, og komst þar strax í vvinnu hjá frönskum kaupmanni, setti seldi verzlun sina, sex ntánuðum síðar, með þeim skilmálum. meðal annars, að hinn ungi islenzki drengur fengi þar áframhaldandi atvinnu. ög var Jóhann í þjónustu þess, er tók nú við verzluninni, i sjö ár sanifleytt, og reyndist móður sinni stoð og styrkur. — Árið 1881 byrjaði hann að stunda nám við verzlunarskóla í Winnipeg, og gekk á þann skóla í þrjá vetur (1881-2-3), og hlaut tvis- var verðlaun fyrir fegurstu rithönd i sínum bekk, Var prófessor Lind- say kennari hans og þótti mjög vænt um hann, og dáðist að þe.ssum unga útlending, sem vann i búðinni alla virka daga. en stundaði bókfærslu- uám á kveldin. Vorið 1885 (eða 1886) byrjaði .lóhann dálitla verzl- un, á eigin reikning, á Aðalstrœtinu, rétt fyrir norðan Notre Dame S-treet East. Seldi hann aðailega aldini, brjóstsykur, vindla o. s. frv.. og gekk honum fremur vel. En eftir rúm tvö ár brann búðin hans, ásamt fleiri bygginguin, til kaldra kola, og misti hann þar aleigu síiia. — Um þetta leyti fór hann, ásamt Frímanni B. Anderson, ineð nokkrum íslending- um, nýkomnum að iheiman, til Qu’- Appelle-dalsins í Saskatchewan, og leiðbeindi þeim, sem settust þar að, og þótti hann lipur og hjálpsamur. Þann 22. dag desembermánaðar 1889 kvæntist hann og gekk að eiga ungfrú Arnfriði Jóhannsdóttur Jó- hannssonar, bónda að Hallson, N. Dak., systur Eggerts Jóhannssonar, fyrverandi ritstjóra Heimskringlu. Hún er góð kona og gáfuð vel. — Fluttust hin ungu hjón vestur til Seattle, Wash., fám dögum eftir að þau giftust, en komu aftur austur um vorið 1896, og dvöldu þá árlangt hjá fólki Arnfríðar, — fyrst hjá föð- ur hennar að Hallson, N. Dak., og svo hjá Eggerti bróður hennar, sem þá átti heima i Winnipeg. F'ór Jó- hann sál. þessa för austur á slétturn- ar sér til heilsubótar, að ráði iækn- is síns, þvi hann hafði lun tima ver- ið heiisuveill. — Vorið 1897 lagði hann aftur af stað vestur; vann um tíma í Rossland, B. C., og var hálft annað ár ráðsmaður á Columbia- hótelinu í Revelstoke, B. C. — En hann langaði alt af að hafinu — hann kunni ætíð bezt við sig niður við sjóinn — og þess vegna fór hann aftur til Seattle í marzmánuði 1899. Voru þá þrír vinir hans þar að búa sig til Yukon-ferðar — í gull-landið — og var Bergvin kaupinaður Juns- son, æskuvinur hans frá Winnipeg, einn af þeim. Slóst hann þá í förina með þeim, og sigldi frá Seattle þann 30. aprilmánaðar, áleiðis til Yukon. Á þeirri ferð upp til Dawson sýndi Jóhann, eins og oftar, að hann var sannur þrekmaður og karhnenni, þvi oft reyndi þá á þol og hugrefcki, eins og til dæmis: á ferðinni yfir Chilcot-klif, þar sem svo margir fórust i snjóflóðuin veturinn áður; og eins við Lakc La Barge, þar sem þeir félagar urðu að smíða sér bát og biða eftir að ís leysti af vötmun. Eftir þriggja vikna bið lögðu þeir af stað, og náðu til Dawson meir en sólarhring á undan þeim, sem kná- legast fylgdu á eftir. — Jóhann vann við Dominion Creek-námana (um 43 mílur frá Dawson) í hálft annað ár, og vann ýmist í gullnámunum cða við skógarhögg, og þótti jafnan hinn duglegasti verkmaður. En ekki varð hann ríkur maður. — Þegar hann kom aftur frá Yukon, settist hann að fyrir fult og alt í Seattle, og vann þar aðallega að því, að ferma og af- ferma skip, og var hann eins og áð- ur segir, meðlimur The lnternation- al Long-Shore Men’s Union. Hann var vel metinn af öllum, sem kynt- ust honum, og var oft settur i trún- aðar-stöðu, bæði við kosningar, i Seattle, og annað, og leysti hann ætíð verk sitt af hendi með rögg- semi, vandvirkni og trúmensku. Synir Jóhanns sál. eru hjá Arn- fríði móður sinni i Seattle: Jóhann, 17 ára; Arnold Edivin, 13 ára, og Elmore Godfreg Louis, 9 ára. — Af systkinum hans eru þrjú á lifi, og eru þau öll í Manitoba: Mrs. Anna Baker, i Langruth; Jón Anderson, bóndi í St. Andrews, og Mrs. Elísa- bet Þuriður Polson, á Gimli. Eru öll J>au systkini að verðugu mikils met- in; J»au dru vinföst og miklum mannkostum búin, eins og það ætt- fólk alt. Jóhann sál. Árnason var friður maður sýnum og bjartur yfirlitum, tæplega meðalmaður á hæð, en þrek- legur mjög og karlmenni að burð- um. Hann var góðum gáfum gædd- ur og mann'kosta-maður, var þéttur í lund og sagði hiklaust og blátt á- fram það, sem honum bjó í brjósti, hvort sein öðrum líkaði betur eða ver. Fastur var hann í ölium skoðun- um og einarður flokksmaður í opin- beruin málum. 1 trúmálum var hann frjálslyndur, en frábitinn öllum deil- um um þau efni. Hann var hjálpfús og gjafniiidur, eins og alt fólk hans, og þungt mundi honum hafa fallið, að láta J»urfandi mann ganga alls- lausan frá dyrum sínum. Og trygg- ur var hann og vinfastur. Sá, sem varð einu sinni vinur hans, var alt af vinur hans; og þeir, sem þektu hann bezt, þeir unnu honum mest, þvi þeir einir kunivu að mcta hann og skilja. Og hversu erfið, senv lífs- kjörin stundunv voru, hversu grýtt brautin, og brött brekkan, var hug- ur hans óskiftur við heimilið, því hann elskaði það af öilu hjarta, og var ástrikur eiginmaður og faðir.— í 'stuttu máli: hann var i orðsins fvlstu merkingu drengur góðúr, en lvann “batt efcki ætíð bagga sína sönvu hnútum” og alment á sér stað. Hann var ungbarn, þegar hann misti föður sinn, kom hingað til lands á tólfta ári, varð að þola þrautir frum- býlingslifsins i Nýja íslandi, fór á fjórtánda ári einn síns liðs til ann- ara þjóða manna, varð að viniia myrkranna milli til þess, að geta lifað, og stundaði þó jafnframt skóla nám á kveldin og borgaði sjálfur fyrir kensluna. Það reyndi á þol og staðfestu hjá ungum útlending. að brjötast þannig áfram, og hlaut að gjöra hann nokkuð sérkcnnilegan, eins og fleiri, sem við þær þrautir Forseti Frakka á vígvelHnum. Yzt tli nasgri hanöar cr Poincare Ior»,eti Irakka, en í miöjunni er Joffre yfirforingi; Poincare er at5 heimsækja Joffre á aöalstötSvum yfirforingjans og líta yflr herskarana. höfðu að striða. Á þeim árum gat enginn komist áfram á þann hátt, ncina sá, er gæddur var frábærum hæfileikum, atorku, áræði og þoli. — Það var Jóhann sál. Árnason og jafnaldrar hans, senv komu frá ís- landi um sama ieyti og hann, sem inést og bezt unnu að því, með ráð- vendni, atorku og gáfunv, að konva þjóð sinni i gott álit hjá cnskumæl- andi fólfci í Manitobá, þvi allir vildn þessir ungu menn tslcndingar veru, og þeir voru brautryðjendur í nýbygð (slendinga í Vesturheimi. — Og þökk og heiður sé þeinv öllum. Jóhanns sál. er sárt saknað af vin- um hans og ættingjuin og öllum, sem kyntust honunv. En sárastur er sökn- uðurinn hjá drengjunum hans ungu og efckjunni; þau elskuðu hann svo hcitt, eins og hann elskaði þau, -— hann var þeinv att í öllu, eins ogþau voru honunv alt. Blessuð sé minning hans. J. M. H. Elskan min! Æfiskeið þitt Var oftlcga torsótt og þungt; En hönd þin var alla tíð holl og trunst, Og hjartað þitt sifelt ungt. ■ l‘ó grýtt væri gatan og brött, Var gangan mrð þ é r ekki ströng; Þú rcgndist mér ávalt svo trgggur og trúr, Og tiðin mér fansl ekki löng. En skilnaðar-stundin kom skjótt, Og skýbólstra dró fgrir sól; Og drcngjunnm okkar fanst dimt og kall Og dauflcgt um siðustu Jól. Harmur i hjarta mér býr; En hug mitiiim svalar það bezt. Að annast um drengina okkar þrjá, Sent iinnir þii heitast og mest. Hvildin er sárþjáðum sæt. Og sofðti nú, elskan niin! Æskuglöð kem eg svo innun skamms Vfir á landið til þin. (Undir nafni ekkjunnar). ./. M. tt. Rússneskt stcrvirki. Járnbraut frá Pétursgarði norður á Bjarmaland. ófriðurinn leggur nviklar hömlur á verklegar fratnkvæmdir, meðal þeirra þjóða, sem í honum eiga, sem eðlilegt er. Starfskrafti sem incstum er nú beitt að þvi. er að hernaði lýt- ur, og hið sama er um fjármagn rikj-• anna að segja. En sú bót er þó við böli því, þó að lítil sé, að hernaðar- þarfirnar eru svo margvíslegar, að ýmislegt, sem gjört er til að uppfylla þær, getur komið að góðum notum síðar, þegar friður er á kominn. — Svo er til dæmis uin hið mikla verk, sem Rússar hafa látið franikvæma nú i ár, járnbrautarlagninguna frá Pétursgarði norður að Ishafi. Það virtist, sem i flest skjól væri fokið fyrir Rússum með hernaðar- aðdrætti, er Þjóðverjar gjörðu þeim ófrjálsan veg um Eystrasalt og Tyrk- ii; hönnuðu þeim umferð alla um Sæviðarsund. Þeir áttu þá eigi eftir nema eina höfn, sem þeir höfðu greiðan aðgnng að, en það var Ark- angelsk við Hvitahaf. En sá galli er á þeirri höfn, að hún er frosin mik- inn part vetrar og var þá Rússland hafnlaust allan þann tima. Út úr þessuin vandræðum sinum lögðu Rússar í það stórvirki siðast- liðinn vetur, að byggja járnbraut alla þá leið, er fyr um getur. Svo er mál ineð vexti, að á norðurströnd Kolaskagans. er liggur milli Hvíta- hafs ng Fitvnmerkur, eru hafnir góð- ar. Og þann kost hafa þær fratn yfir Arkaugelsk-höfnina, að ísalög eru þar eigi meiri en svo, að vel má ryðja skipum veg með isbrjót, jafn- vel þegar þau eru hvað mest. — Strönd Kolaskagans kallast nú Mur- nianströnd, en áður var hún að nor- rænu máli ne.fnd Bjarmaland. Gróðurlítið, fáment og fátæklegt injiig er þar nvrðra; en þó hefir bærinn Alexandrovsk, sem í fyrstu átti að verða cndastöð járnbrautar- i innar og unv leið aðalhafnarstaður- ! inn þar á ströndinni. um 2,000 ibúa. ! En nú hefir þeirri fyrirætlun verið breytt og hefir litið fiskimannaþorp, Semeuova, verið valið fyrir en<la- stöð brautarinnar. Þegar þú þarfnast bygginga efni eða eldirið D. D. Wood & Sons. Limited Verzla með sand, möl, muiin stein, kalk, stein, lime, “Hardwall and Wood Fibre" plastur, brendir tígulsteinar, eldaðar pípur, \ sand steypu steinar, “Gips” rennustokkar, "Drain tile,” harð og lin kol, eldivið og fl. Talsími: Garry 2620 eða 3842 Skrifstofa: Horni Ross og Arlington St. Í>AÐ VANTAR MENN TIL Að læra Automoblle, Gas Tractor IT5n 1 bezta Gas-véla skóla i Canada. t»ab tekur ekki nema fáar vikur aí lœra. Okkar nemendum er fullkcmlega kent ab höndla og gjöra viö, Automobile, — Auto Trucks, Gas Tractors, Statlonary og Marine vélar. Okkar ókeypls verk veitandl skrifstofa hjálpar þér aö fá atvinnu fyrir frá $60 til $125 á mánuöi sem Chauffeur Jitney Driver, Tractor Engineer eöa mechanlc. KomiÖ eöa skrif- 1Ö eftir ókeypis Catalogue. HemphiIIs Motor School «43 Mnln Sl. WinnlpeK Að læra rakara iðn Gott kaup borgaö yfir allan ken- slu timann. Ahöld ókeypis, aö- eins fáar vikur nauðsyniegar til að lœra. Atvinna útveguö þegar nemandi útskrifast á $15 upp i $30 á viku eða viö hjálpum þér ah byrja rakara stofu sjálfum ogr gefum þér tœkifœri til aö horgra fyrir áhöld og þess háttar fyrir lStitS eitt á mánuöi. t>ah eru svo hundruhum skiftir af plássum þar sem þörf er fyrir rakara. Komdu off sjáhu elsta og stœösta rakara skóla i Can- ada. VaraÖu þigr fölsurum.--- SkrifatSu eftir ljómandi fallegrl ókeypis skrá. HemphiIIs Barber College Cor. KÍngSt. nnd l'aclflc Avcnue WINNIPEG. I útihú í Regina Saskatchewan. Vegalengdin frá Pétursgarði norð- ur að Semenova, er um 1100 rastir. Járnbrautarlagnvng um þetta svæði er afarmiklum erfiðleikum bundin, og er gjört ráð fyrir, að kostnaður- inn verði um 120,000 kr. fyrir röst hverja. Járnbrautin kostar þvi, þeg- ar hún er fullgjörð, um 130,000,000 krónur. Nægan hafa Rússar rnannaflann, og varð þeim ekki skotaskuld úr að útvega svo rnikið vinnulið, sem þurfti til þessa verks. Söfnuðu þeir i skyndi saman 30—40 þús. manns, er síðan hafa uivnið nótt sem dag að stórvirki þessu. Verkið hefir að mifclu leyti farið fram undir stjórn rússneskra verk- fræðinga. En nú i seinni tið hafa verið send þangað mörg þúsund þýzkra og austurrikskra herfanga, til að vinna þar, og i þeinv hóp eru all-nvargir verkfræðingar. Hafa þeir nú umsjón á verkinu ásamt hinunv rússnesku. Og svo mikið lið hefir ! verið að þeinv þar, að talið er vist, I að járnbrautarlagningunni hefði eigi orðið lokið á þessvi ári, ef Rússar | hefðu verið einir um hituna. að eg skifti litura. En eg herti upp hugann og lagðist til sunds. Eg konvst brátt alla leið að sjö- unda stólpanum, og gat haldið mér föstum á honum inni undir brúnni. Eg brá svo upp rafmagnslampanum og fann tundurþráðinn. Eg hrökk við. þvi eg heyrði skot rétt i þvi. | Eg heyrði að hlaupið var fram á j brúna og skildi að nú var teflt um lif og dauða. Eg teygði úr nvér og náði i þráðinn, kveikti i honuin og henti mér svo á kaf. Eg synti af öll- unv mætti. Eg heyrði að þeir komu á báti og var hræddur um, að eg yrði tekinn höndum. Þá heyrði eg ógurlega.bresti. Brú- in sprakk i loft upp og allir sem á henni voru. Eg stakk mér i kaf og synti sem mest eg nvátti, cn fanst nvér ekki miða neitt áfram. Minút- urnar urðu að klukkutímum, en á- fram bar nvig, og eg var dauðþreytt- ur og nötraði allur, þegar eg fann lautinantinn. Eg varð að hvila mig um hríð, en svo héldum við leiðar okkar og alt fór vel. En slika ferð tækist eg ekki I á hendur aftur, þó mér væri boðinn I Fmglandsbanki i ómakslaun,—Visir. t*egar brúin var sprengd. Enskur hernvaður segir frá: Eg var nýkominn á vígvöllinn. í 14 daga hafði eg verið i varaliðinu og mér var farið að leiðast iðjuleys- i ið. Eg bað því lautinantinn okkar,; að láta mig vita, ef eltthvað þyrfti að gjöra, senv einhverja áhættu hefði i för með sér, því að eg var í æfin- týrahug. Þá var það kveld eitt, að við sát- um fjórir saman og vorum að spila. I.autinantinn kom í dyrnar og benti inér að finna sig. “Nú getur þú fcogið að reyna þig i nótt, Tomini”. sagði hann, "taktu byssuna þína og komdu með mér”. Lautinantinn var ekki vanur að vera margináll. og eg þóttist vita, að eitthvað sögulegt inundi vera á ferðmn. Við héjduin nú setn leið lá fram fyrir frenvstu varðstöðvarnar, því næst fóriim við upp hieð nokk- ura og inn i skóg. Það var auðséð að lautinantinn var kuninigur veginum, þvi hann gekk hiklaust áfram eins og á sléttri götu. Þegnr við voruni komnir i gegnum skóginn, lagðist lautinantinn niður og benti fram fyrir sig. Það var dimt, en eg sá á, sem rann nieð fram hæðinni. “Þang- að liggur leið okkar fyrst og fremst”, sagði hnnn, og svo skriðum við meira en við gcngum niður hæðina. “Sérðu brúna þarna " spurði laut- inantinn og benti niður eftir ánni. Eg sá að eins svart strik yfir ána. “Þjóðverjar hafa viirð á bá'ium endum brúarinnar. Við erunv nú innan varðstöðva þeirra. Við getuni átt von á Þjóðverjum vfir þessa brú á hverri stundu. Hershöfðinginn liefir skipað að gjöra tilraun til þess að ónýta hana. Eg fór hingað i gær við annan. niann. Hann synti niður að brúnni og kom fyrir tundurvél i sjöunda brúarstólpanuin; hann kom kveikjuþræðinunv einnig fyrir, en eldspiturnar hans höfðu blotnað a sundinu, og hann varð að snín við, án þess að geta kveikt i. 1 dag féil hann. Nú er það þitt hlutverk, að synda út að brúnni og kvpikj i tundurþrreðinunv. Þú hefir sagt, að þú værir fús til að tefla á tvær hætt- ur. Þarna er tækifæri til að sýn.i, hvað þú getur”. Það yar eins og mér rinni kalt vatn milli skinns og hörunds; en sem brtur fór sá ekki lautinantinn MARKET HOTEL 140 I*rinceH« Street á raóti markatSinum liestu vínföng, vindlar og aB- hlyning góö. islenkur veitinga- maíur N. Halldórsson, leiöbein- ir tslendlngum. P. O'COXSEL, Eigandi \\ Innlpeg Isabel Cleaning and PreSSÍng E«t«M»hment .1. VV. QMIVV. cljBHndi Kunna manna bezt aí fara með LOÐSKINN A FATNAÐ \ íðgerðir og breytmgar á fatnaði. Phone Garry 1098, 83 isabel St. horni MeTSermot Krúkaöar saumavAIar meö haaft- legu veröl; nýjar Stnger vAIar, fyrtr penfnga út I hönd eöa ttl lelgu. Partar I allar tegundlr af vAlum: aögjörö A öllum tegundum af Phou- ographs á mjög lágu verflt. J. E. BRYANS 531 SARGENT AVE. Okkur vantar duglega “agenta" og verksmala. Hospital Pharmacy Lyfjabúðin sem ber af öllum öðrum. — Komið og skoðið okkar um- ferðar bókasafn; mjög ódýrt. — Einnig seljum pið peninga- ánisanir, scljitrn frlnterki og gegnum öðrum páslhússtörf- itm. 818 NOTRE DAW£ AVEN0Z Phon* G. 5670 4474

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.