Heimskringla - 04.05.1916, Side 3
WINNIPEG, 4. MAÍ 1916.
HEIMSKRINGLa
BLS. 3
Gamlar minningar.
I. Frönsku prestarnir.
Það var á einu hausti, að gest-
kvænit var í Grundarfirði. Var iþá
sagt að 3 menn riðu fram hjá húsi
okkar, og tveir þeirra væru fyrir-
mannlegir. Þetta var óvanalegt, að
riðið væri ifram hjá. Var því farið
að grenslast eftir hverjir menn þess-
ir væru, og voru það frönsku prest-
arnir, sein voru væntanlegir, og
voru þeir að fara af baki við franska
húsið, sem átti að vera bústaður
þeirra; en það hús var ekki ineira
©n 100 faðma frá okkur. — Þetta
franska hús hafði læknir Bourio,
franskur ínaður, látið reiisa þetta
sumar. Prestar þessir voru sira
Bernhard og síra Baldvin, er lengi
hjó i I .andakoti i Beykjavík. Man
eg það, hver ótti mörguin stóð af
mönnuin þessum; því þetta kvað
við allstaðar: “Þeir eru kaþólskir”
Föður minum stóð enginn stuggur
af þeim, enda komu þeir heiðvirðu
menn daginn eftir til okkar til að
heilsa. Bað þá sira Bernhard mig,
sem þá var 17—18 ára, að slétta
mikið af blómum og hökilum, sem
hrukkur höfðu komið á á leiðinni,
g©m heldur ekki var furða, þar sem
þessir menn höfðu komið ríðandi
alla leið frá Seyðisfirði. Tvær kistur
komu þeir nneð, og i annari voru
höklar, en i hinni ýmisleg blóin tii
að skreyta með altarið og kyrkjuna.
Eg byrjaði verkið og Bernhard lík-
aði það vel. Hann kom oft að vita,
hvernig mér gengi. Móðir min sagði
oftvið hann: “Hvernig líkar yður
þetta, og haldið þér, að telpan
geti það?” Þá sagði hann: “Jú, jú,
jú, jú, verður gott, er handlagin”.
Þá sagði faðir minn: “Hvaða kyrkju
ætlið þér að sbreyta með þessu öllu
saman?” Þá segir Bernhard: “Höf-
um i hug, að búa til kyrkju, þvi hátt
er undir þakið, því hátt er ris á hús-
inu, og hægt er að hafa kyrkju uppi
á loftinu; við höfuin skoðað það, og
sjáum að það má isvo vera”. Þá sagði
faðir minn: “En það er gluggalaust,
loftið ykkar, en gluggalaus kyrkja
sést ekki á fslandi.” — “Þá er að
kveikja, nóg er til af ljósunum; ekki
skuiluð þér sjá skugga bera á neitt
þar, því eg ætla að vita, hvort við
getum ekki gjört hana eins viðunan-
lega og lútersku kyrkjurnar ykkar
hérna á íslandi, sem sumar hverjar
eru líkari skemmu eða hesthúsi en
kyrkju; það hefi eg séð,. og hefir
mér ofboðið”. — Þá sagði faðir
minn: “Við þurfum ekki þenn-
an hégóma, því við höfum þrýð^ina
í hjartanu, og sjáum alt með sáiar-
atigunum”. — Þá sagði síra Bern-
hard: “Nú, eruð jiáðjjiá.'att: af isvo
gagnteknir af trúnuj, .að'þiS liurfið
aldrei nein hjálparmeðul til að lyfta
ykkur nær Jesú?” — Þá sagði faðir
minn: “Við höfum nú orð’ið að þásl-
ast við það, að hafa Krist í lijartanu,
án þess að hafa prýdda kyrkju íyrir
augunuin”. — Þá sagði Bernharð:
“Eg finn það, að þér eruð trúmaður,
og gott væri, ef aflir hugsuðu
svona”. — Þá sagði faðir niinn:
“Yfir hverjum ætlið jiér nú að
miessa. yfir hvaða söfnuði?” — Þá
sagði Bernharð: “Yfir þeim, sem
vilja heyra guðsorð”. — “Það vilja
nú allir lieyra það, sé jiað ekki
meingað með kaþólskum kenning-
um, eða er það meiningin ykkar, að
gjöra okkur kajiólska?” — “Ne, ne,
ne, nei, ekki framar en þið viljið.
Bg læt ykkur frétta þegar við byrj-
um að messa. Allir velkomnir”.
Einn sunnudagsmorgun kom sira
Baldvin og tjáði okkur, að <nú ætti
að messa í dag, og létuin við Þor-
björn kaupmann vita, og svo fórum
við 12—14 manns. Þegar við vorunn
á leiðinni til kyrkjunnar, mætti okk-
ur ríðandi maður, og spurði okkur,
hvert við ætluðum. Við kváðumst
vera á leið til kyrkju. “Hvar þá, til
bölvaðra kaþólsku prestanna?” sagði
hann. — “Farðu nú af baki og
komdu inn með”, sagði faðir minn.
Þá segir hann: “Ætlið þér að fara
að steypa mér í glötunina með ykk-
ur?”— 1 mínu ungdæmi var kaþólsk-
an í svo mikilii fyrirlitningu, að ©f
menn reiddust mikð var sagt: “Það
er hlaupin í hann bölvuð kajiókska”
— Maðiur þessi sló í hestinn og þaut
af stað og sagðist skyldi klaga okk-
ur fyrir prestinum í Setbergi. Nú
fórum við inn og standa þá báðir
prestarnir i forstofunni, skrýddir
messuklæðum, og visuðu okkur leið
að stiga. En hversu undrandi urð-
um við ekki, þegar við komum upp
á skörina og litum þetta ljóshaf og
blómum skreytta liús, svo smekk-
lega niðurraðað; og satt var það, að
hvergi bar skugga á. Loftið höfðu
þeir málað himinblátt og sott í það
Jogagiltar stjörnur. Maður var heill-
aður af öilu saman. Altaristaflan
var María mey með barnið i fang-
inu okki móluð, heldur úthöggin og
var vsvo meistaralega gjört, að það
var eins og hún væri lifandi. Bruss-
els gólfábreiða var fyrir framan alt-
arið og náði fram á skör. Æfimlega
stóð kaleikur á altarinu, í ihvert
sinn, sem messað var, jivi þeir ifóru
ávalt til altaris sjálfir. Og ofan á alt
þetta bættist reykelsis-ilmurinn. —
Ætli það væri af vegi, að prýða dá-
litið betur kyrkjur okkar en gjört
er? Einkum fanst mér blómin hafa
uppörfandi áhrif á mig, uppörfandi
til að hugsa dýpra um tilganginn
með kyrkjuferðinni. Blóm þessi eru
auðvitað búin til af mannahöndum,
en eigi að síður vöktu þau yndi hjá
ölium; og þar var enginn að góna
aftur fyrir sig, til þess að vita,
hvernig þessi eða þessar “tækju sig
út”, og hlæja svo, eins og oft sést i
kyrkjum nú orðið hjá oss. —Ivg held
að þessi yndisþokki i kaþódsku
kyrkjunni yrði til þess, að minna
nienn á, hvar þeir ættu að hafa hug-
ann; og söngurinn myndi líka leiða
hugann hærra, auðvitað ásaint góðri
sannleiksræðu, til dæmis eins og
síra H. N. flytur.
Ræðurnar flutti ávalt sira Bald-
vin; imest um vert að breyta vel,
svo maður yrði hólpinn, sagði hann,
og gæta að því, sem Jesús sagði.
En á Kyndilmessu, þá brá hann út
af vananum. Eg man það, að faðir
minn sat órór i sætinu, og sú ræða
var rammkaþólsk. Eg man einungis
það úr henni að hann sagði, að þeir,
er tryðu og fylgdu lútersku trúnni,
færu beina ileið niður. Ávalt buðu
prestar þessir eftir inessu okkur of-
an í Baldvinsstofu, til að drekka'
kaffi og heitan rjóina, nýflóaðan,
og stundum voru tvíbökur með. En
í þetta skifti sagðist faðir minn fara
heim. Sira Bernhard lagði þá að
honum; við fórum inn. Eg man, að
faðir minn var þögull mót venju eft-
ir þessa Kyndilmessuræðu, og sagði
iþá sira Bernhard: “Yður hefir ekki
líkað það, sem síra Baldvin talaði
í dag?” — “Ó-nei”, segir ifaðir minn,
“síður en svo; og verði áframhald á
þessu hjá ykkur, kem eg ekki ifram-
ar í ykkar kyrkju, né mitt ifóilk”. —
Þá sagði sira Baldvin, sá sem ræð-
una flutti: “Eg gjörði það bara núna
að gamni minu, til að vita, hvaða á-
hrif það hefði á söfnuðinn; en eg
gjöri það aldrei framar hér”. Svo
fórum við heim. En næsta sunnudag
var vont veður. Þá ætluðum við
fram að Setbergskyrkju, en það var
ómögulegt fyrir veðrinu. Kemur þá
síra Bernhard, og biður föður ininn
að finna sig yfir í norðurstofu. Þar
dvöldu þeir góðan tima, svo fór
hann. Þá sagði faðir minn: “Nú
sjuiluni við fara i kaþólsku kyrkjuna
í dag”. Móðir mín var treg til þess,
sagðist niuna siðustu ræðu þeirra.
Svo fórum við. Enginn vissi, hvað
þeim fór á milli, föður mínum og
hinuin kaþólska presti, i norður-
stofunni, en aldrei framar fluttu
þcjr .slikar ræður eftir það, og lögðu
áherzlu á það, að breyta sem mest
eftir Kristi og kenningum hans.
En hvað menn þessir voru nægju-
samir, það undraði okkur oft. Þeir
voru þó víst vanir betra lífi og fuil-
komnari Jijónkun, en þeir nutu
þarna þenna vetur. Um haustið,
þegar þeir þyrjuðu húshaid sitt,
vildu þeir fá stúlku, sefn var i hús-
mehsku hfá okkur; en hún vildi ó-
mögulega gjöra það; þó lagði faðir
mirin það ti.I, að hún gjörði það.
Hún var vel skynsöm, stilt og góð
stúlka og kunni að stjórna húsi. Nei,
hún Jiorði Jwið ekki, af því þeir voru
franskir, og hún gæti ifengið orð af
þeim, en Jiað þoldi hún ekki. Þeir
buðu mikið kaui); en alt kom'fyrir
sama, hún ]>orði það ekki orðsins
vegna, og 1>Ó átti hún að fá að sofa
heima hjá okkur á nóttunni. Ekki
var hún hrædd við, að þeir myndu
rugla sig í trúnni, heldur kom það
tii aif þvi, að hún vildi ekki gefa
heiminum orsök tii að tala um sig;
Jiað var J)að, sem aftraði henni frá
|>ví, enda var henni nokkur vork-
unn, því önnur stúlka, er krerði sig
minna um dóma heimsins, fékk á
sig óorð, en var þó að öllu leyti sak-
laus. En iðrast liessa mun hún þó
oft hafa síðar meir á refinni. Þessi
umtalaða stúlka lifir enn, og er 85
ára gömiul, heitr Vilborg og á heima
í Laxiárdal. Vilborg er sú gáfaðasta
stúlka, sem eg hefi þekt og hún
hefði getað Jært hjá prestum þess-
um ýmislegt, einkum tungumál. En
svona fer það fyrir þeim, sein dett-
ur í hug að beygja sig undir dóma
heimsins, og hugsa minna uin eigin
velferð sína. Hinum frönsku prest-
um buðust vist 3 stúlkur til þjón-
ustu, en Jieir neituðu þeim öllum,
kunnu ekki við látbragð þeirra, og
“montnar” voru þœr, sögðu J>eir. —
Nú urðu þessi prúðmenni að láta
sér nægja, að hafa þessa 2 menn, er
komu með þeim frá Seyðisfirði, ann-
ar islenzkur, hinn franskur, 17 ára
ga-mall unglingur. En hvorugur
þeirra kunni að elda graut, hvað þá
heldur meira; þó var hinn franski
liprari. \ Að hugsa sér, hvað þeir
gátu gjört sér gott af öllu saman; og
jafnan voru J>eir gestrisnir og sii-
glaðir í viðmóti. Eitt sinn sagði sira
Baldvin: “Nú er eg að kenna Ivon
(svo hét franski drengurinn) krist-
in fræði, því hann á nú að fermast;
en hann er illa læs, en greindur
vel”. Þá h'ló hann. En hvað J>eir
voru hjálpfúsir, þessir blessaðir
men-n. Um veturinn fékk eg háls-
bólgu, og var þá síra Bernhard sótt-
ur, og kom hann að vörmu spori og
sagði, eg hefði hitasótt (feber) og
mætti til að liggja rúnnföst. Eg lá
hálfan mánuð og sira Bernhard kom
til min á hverjum degi. Lok-s leyfði
hann mér að klæðast og fór eg að
kemba ull. Kem-ur þá síra Berhard
og segir: “Ne, ne, ne, má ekki hneyifa
svo mikið taugarnar”. Tekur af mér
kambana og segir eg megi heldur
spinna eða hekla, en kemba. Ætið
kom hann á hverjum degi, unz eg
var albeil. Þess skal getið, að sina
Bernhard var húslæknir hjá okkur,
en sira Baldvin hjá Þorbirni kaup-
manni. öllum hjálpuðu J>eir, er leit-
uðu til þeirra. — Margir komu til
þeirra með fingur- ea handarmein,
og öllum líknuðu þeir án borgunar,
vildu ekki við henni taka. Margt
læknuðu þeir með kamfóru. Menn
ítnynduðu sér, að þessar lækningar
þeirra kæmu til af þvi, að þeir ætl-
uðu að gjöra alla kaþólska. — Þeir
messuðu á öllum kajiólskum mess-
um og á sunnudögum. 1 fyrstu var
fátt tiðafólk hjá þeim, en svo fjölg)
aði brátL svo oft varð troðfult
kyrkjukrílið. Það var altalað i Eyr-
arsveit J>á, líkt og fleira, að faðir
minn væri orðinn kaþólskur, af þvi
hann fór til þeirra í hverju einasta
rökkri, og sat stundurú hjá þekn
fram á vöku. Hann koin ætíð ánægð-
ur frá frönsku prestunum. Þeir
báðu hann að koma sem oftast, því
J>að væri skemtun að tala við skyn-
sama menn í einverustundum sín-
um. Oft man eg að pabbi sagði við
mömmu: “Þetta eru sannarlega
vandaðir -menn, er ekki vilja vamm
sitt vita, -og svo er gaman að fræð-
ast af þeim”. Hann sagðist græða
mikið á ferðum sínum út i franska
húsið, að tala við slika vísindamenn;
einkum væri ]>að unun, að tal-a við
sira Bernhard. Baldvin var unglings-
legur iþá í mörgu. Eiríkur þessi að
austan var 'eitthvað að slæpast við
að skjóta sendlinga. og stalst síra
Baldvin með honuin í einu rökkri
út með sjó. En þegar þeir koma upp
kampinn, sjá þeir síra Bernhard við
húsið. Fleygir þá síra Baldvin byss-
unni og gengur stilt heim. Það sá
Eirikur, að síra Bernhard var al-
vörugefinn á svip, og bann talaði
við Baldvin á frönsku. Þessa sögu
sagði Eiríkur okkur, og það með, að
s-íra Baldvin hefði aldrei -eftir það
farið að skjóta fugla. En síra Bald-
vin ha-fði sagt, að það væri fyrir af-
gamla hjassa, að sitja inni og hreyfa
sig ekki; þótti síra-Bernhard of al-
vörugefinn. Einu sinni bauð faðir
ininn þeim til miðdegisverðar á föst-
unni um veturinn; þvi til okkar var
kominn gestur, Jón sál. bróðirminn,
er átti heima suður við Búðir í Stað-
arsveit; en var fulltrúi Sveins kaup-
manns Guðmundssonar. er hann
var -erlendis, serii honum var -títt á
vetrurn. Nú koma hinir frönsku
prestar. Miðdegisverðurinn var:
steiktir send-lingar, en svo man eg
ekki, nema síðast var rauðgrautur.
Síra Baldvin fór þegar að borða
sendíingana. En síra Berhard sagði:
“Er þetta ekki kjöt?”—“Jú, að vísu”,
segir faðir minn, “en það er sjó-
kjiit, nærri þvi sama og fiskur. Það
mun hafa átt að vera fiskur, en -hann
er ekki til nema saltur”. — “Ne, ne,
við megum ]>að ekki, það er synd”,
segir síra Bernhard. En á meðan
keptist síra Baldvin við að borða.
Leit þá sira Bernhard óhýru auga
til síra Baldvins. Þá segir faðirj
minn: “Ekki förum við að tj-á nein-j
um frá þvi, þótt þið borðið sendl-j
ingakjöt hérna úti á íslandi”. —|
“Ne, nei, veit eg vel, en rangt er það
samt, það fylgir eiðnum okkar”,'
segir síra Berhard. — Þá segir faðir
minn: “Mikið er, hvað menn geta
gjört sig merkilega hégómlega; og
ekki kendi Kristur þetta, og borðið
þér nú bara sendlingana, þér megið
þó til að bragða þá”. Og það gjiirði
hann, en sagði urn leið, að það væri
Ijótt, að breyta á móti -loforði sínu,
í hverju sem vreri. Svona var hann
vönduð sál í öllu, blessaður karlinn
sá. Á föstudaginn langa var mikil
viðhöfn hjá þeim. Við athöfn þá, -er
]>á var framin, vil-du þir engan hafa,
og kunngjörðu engu-tn, hvað fram
ætti að fara, nema föður mínum;
en vildu ekki, að hann léti aðra vita,
nema við m-áttum koma, einungis
fjölskyldan. En athöfnin byrjaði svo
snemma, kl. 4—5 árdegis, svo faðir
minn fór einungis einn. Föður mín-
um fanst mikið ti-1 um það alt. Við
spurðum hann; lét hann fátt uppi,
því hann var enginn skrumari og
kunni að annast leyndarmál alla æfi
sína. Sagði, að það hefði verið
sunginn sálmur á l-atinu fyrst, og
haldin ræða,-einnig á latinu. í stuttu
máli var framin öll píningarsagan,
og stóð athöfn sú -lengi. Eg man, að
pabbi kom ekki heim fyrri en kl. 10
um morguninn. Að þeir vildu ekki
gjöra heyrum-kunnugt, livernig at-
böfn sú væri, er framin var á föstu-
dagsmorguninn langa, kom til af
þvi, að fólk alment inyndi gjiira gys
að slíku, og kannske hlæja, og þess
vegna vildu þeir ekki bj-óða því að
vera við.
Oft kom Setbergs-prestur til hinna
frönsku presta, og höfðu hver yndi
af öðrum, eða svo sagðist þeim frá.
Uin vorið, þegar þeir fóru burt, suð-
ur í Reykjavík, alfarnir, söknuðu
þeirra allir, að minsta kosti í Eyrar-
sveit.
Margt mretti segja fleira um þessa
veturvist frönsku prestanna, sem
dæmi upp á stillingu þeirra. Yfir
höfuð sýndu þ-eir mannúð, bæði í
smáum og stórum stíl, oft og einatt;
en það yrði oflangt mál, að minn-
ast alls, er þeir létu gott af sér leiða.,
— Blessuð sé minning þeirra.
Anna Thorlacius. j
— Eimreiðin
Sírus.
Eftir próf. dr. Þorv .Thóroddsen.
Stjurnur bijgyja cf að er
ndlað jarðar lýði,
off ef sæii ýta fer
eftir rausn og prýði,
einhversstaðar undun sól
A ciði sjaldan förnu
/slendingur eiga ból
!/:l i Iiundastjörnu.
J. Þ. Th.
Það litur út fyrir, að skáldið hafi
ímyndað sér, að Hundastjarnan, sem
annars er kiilluð Siríus, væri frem-
ur óvirðulegur og afskektur bústað-
ur; cn það fer fjarri því; stjarna
þessi er alls ekki einangruð frá öðr-
um s'tjörnum, hún er nálæg óríoiis-
belti með Fjósakonum, Aldebaran,
Rígel og öðrum fögrum fastastjörn-
um. Siríus er auk þess ein hin vold-
ugasta og mikil'fenglegasta sóL, som
menn þekkja til í geimnum, og ber
langt af vorri cigin sól. Líklega hofir
nafnið sett nokkurn blett á álit þessa
himinhnattar hjá alþýðu m-anna, af
því það -er svo oft kent við hunda,
sem litilmótlegt er, þó reyn-dar eng-
in ástæða sé til þess; sepparnir eru
tryggir og þakklátir félagar og vinir
mannanna, og má nnargt gott af þeim
læra. Spekingurinn Schópenhauer
sagði líka, að þvi betur, sem hann
Úr Vöruhúsinu og á bortS þitt.
án þesa að nokkur mögulegleiki sé á því að það missi
nokkuð af bragðgæðum eða krafti—þessu er fyrirbygt
með hinum nýju fyrirtaks umbúðum sem
BLUE WBBON
er nú pakkað í.
Gömlu blý umbúðirnar voru að vissu nœgar—en það var
þó hægt að finna að þeim.—Hver Jjúsmóðir þekkir þær—
þær rifna hæglega og hættir við að riðga. Það var vegna
siðvenju að fólk gjörði sig ánægt með þessar umbúðir.
Hinar nýju “BLUE RIBBON” umbúðir eru fyrirtaks te
umbúðir. - Sterkar, hreinar, þægileg-ar.verja riki, útiloka
vætu—í einu orði—
FYRIRTAKS UMBÚÐIR F-TRIR FYRIRTAKS TE.
Eins og áöur, ábyrgð að peningunum ver'ður skil-
að aftur ef alt er ekki eins og það á að vera fer
með hverjum pakka. Spyrjið matvörusalan.
hafi verið rauður fyrir tvö þúsund
árum, og ætla þeir, að liturinn hafi
að eins sýnst svo af hinu einkenni-
Jega bliki eða blæ, sem Hundastjarn.
an hefir, þegar hún stendur lágt á
lofti. Það væri lika ónotaleg til-
h-ugsun fyrir mannkynið, ef sólirn-
ar í geimn-um yrðu uppvísar að því,
að þær skiftu oft Jitum; þá gæti líka
vor sól hugsanlega fen-gið tilhneig-
ingar í þá stefnu. Litur ljóssins og
samsetning er, eins og kunnugt er,
nátengd eðli hi-nna einstöku geisla;
hinn rauðleiti og rauðguli hluti
ljóssins framleiðir hita, en lítið ljos,
og hefir mjög lítil eða engiri efnis-
Málmgrímur hermanna.
.■vaemz*
Þessir menn líta út eins og froskar me8 grímurnar, sem þeir hafa til ati
verja háls og lungu móti hinu drepantli chlor-gasi sem Pjóhverjar spýja á
þá. Grimurnar eru gjörhar úr Aluminum.
la-rði að þekkja mannkynið, þvi
vænna þætti sér um — hundana.
Vér inunum hér í fám orðum skýra
frá því helzta, sem hinar nýrri
rannsóknir visindanna hafa 1-eitt i
ljós viðvikjandi þessari stjörnu, og
mun þá fljótt sjást að hér er ekki
um neitt afstyrmi að ræða eða smá-
smiði; það væri ekki í kot visað,
þó Islendingum væri stefnt þangað
í eitt hið tignarlegasta sólkerfi, sem
mannsandinn hingað tl hefir fengið
vitneskju um.
Síríus -eða Hundastjarnan, líka
kölluð a (alfa) í stóra hundsmerki,
er skærasta fastastjarna á himnin-
um, er því talin fremst í fyrsta
flokki og lýsir 6 sinnum meira en
Blástjarnan (Vega), sem er höfð að
mælikvarða í þeim stjörnuflokki.
Glampi Siríusar er oft einkennileg-
ur, sérstaklega neðarlega á lofti;
stjarnan virðist blika og leiftra með
marglitum blæ, virðist rauð, blá eða
græn eitt stutt augnablik í einu, en
þess á milli sýnist ljós hennar bjart
og hvítt, og er svo í raun og veru.
þegar nánar er atlnigað. í fornöld
veittu menn Siríusi mikla eftirtekt
og mörg skáld mintust hans vegna
birtu og fegurðar. Ptólemaios, Sen-
eca, Cíceró, Virgilíus, Hórazius og
óvidíus segja aJlir, að stjarnan sj
rauð, og Ptólemaios tekur fram, að
Sirius li-afi sama lit sem stjarnan
Antares í Sporðdreka-merki, en sú
stjarna er ennþá rauð. Nú er Siríus
hvít stjarna, sem kallað er, bjartari
og ljósari en sólin, og hafa margir
þvi hal-dið, að hún háfi breytt lit
sinum síðan í fornöld; þó þykir
flestum stjörnufræðingum viður-
hlutamikið að ímynda sér, að Sirius
áhrif; gulu og grænu geislar ljós-
bandsins -framJeiða meira Ijós en
hita eða ©ifnabreytingu, en bláu og
fjólulitu geislarnir hafa í för meo j
sér miklar efnabreytingar, lýsa
frernur lítið og liita enn minna. Hver
lítil breyting á samsetningu sólar-
ljóssins, myndi því leiða af sér hin-
ar geigvænleguvstu byltingar á jörð-
unni, og lif mannkynsins, dýra og
jurta yrði að taka á sig alt annað
form, ef slíka breytingu bæri að
höndum, ef þá lífið á jörðunni á
annað borð ekki upprættist m-eð
öllu. Hundadagar með óhollustu og
svækjuhitnni byrjuðu ein-mitt i Mið-
jarðarhafslöndunum á þeim tima
árs, er Sirius reis yfir sjóndeildar-
hring og sól er i Ljóns-inerki; Róm-
verjar og Grikkir kendu því Siríusi
bæði uin hitann og óhollustuna, en
Egyptum þótti aftur vænna um
stjörnu þessa og töldu liana orsaka
vþxt og fflóð i Nílfljóti, sem mest
frjóvgar lönd þeirra. Siríus (Sóth-
is) var þvi víða tignaður á Egypta-
landi, og voru ýms musteri h-eJguð
honuni, og voru þau látin snúa beint
gegn uppkomustað stjörnunnar á
sjóndeildarhringnum.
Ljósmagn Siríusar er talið 48 sinn-
um meira en ljósmagn sólarinnar;
en fjarlægðin er svo gey.silega mikil,
að hinn risavaxni hnöttur verður
að eins skíhandi depill fyrir okkar
sjónum, stærðarlaus púnktur, jafn-
vel i hinum beztu sjónpípum. Mönn-
um hofir reiknast, að fjarlægð Siri-
usar sé nálægt 150 bilíónum kíló-
metra, eða að stjarnan sé oss hér um
bil milíón -sinnum fjarlægari en sól-
in, sem er að meðaltali 149(4 milíón-
ir km. frá jörðu. Ef jörðin væri mitt
á milli Siríusar og sólar, mundi sól-
in héðan vera orðin að .smástjörnu,
12 sinnum minni en Siríus. Hvað
vegalengdir hafa að þýða er ekki
hæga að gjöra sér grein fyrir; því
varla cr hægt að nota neinn skiljan-
legan mannlegan mælikvarða. —
Stærð Siríusar er ekki hægt að mæla
fremur en stærð annara fastastjarna
af því þær eru svo fjarlægar, að
en-gin -sjónpípa og engin mælingar-
verkfæri geta gripið hnattkringl-
una. Þetta er llka vel skiljanlegt;
vér vitum þvermál sólar, og af því
er hægt að reikna, hve -stór sól-
kringlan er, séð frá Siríusi; í þeirri
fjarlægð yrði hún minni en fimm-
eyringur 1 400 danskra mflna fjarska
— en það mundi þurfa góðian kfki
f Reykjavík til að sjá fimmeyring
suður í Morokkó; sjónpípu, er
stækkaði svo, mundi jörðin varla
geta borið, og svo er óhugsanlegt,
að lofthvolfið nokkurntíma væri
svo hrcint, að það ekki truflaði sýn
á «vo fjarlægum hnetti. Það er því
alvog vonlaust, að menn geti, með
þeim tækjum, sem nú eru til, séð
fastastjörnurnar öðruvísi en sem
bliknandi púnkta.
,Það er ekki til neins að íeyna að
nitela Siríus; en aftur á móti er
hægt að vega hanp, þó skrítið sé.
Með þvf að Siríus er svo björt
stjarna, hafa stjörnuspekingar um
nokkrar aldir athugað hann og
mælt afstöðu lians til annara hiin-
intnngla, og hafa furidlð, að fasta-
stjarna þcssi hefir sjálfstæða hreyf-
ingu á hrminhvolfinu, þó ekki nema
2—3 mínútur á öld, og er sú. hreyf-
ing ekki meiri en svo, að stjarnan
þarf 1433 ár til að komast lengd, seni
samsvarar þvermáli tungl-sins. Þó
or hreyfing Siríusar í geimnum í
raun og veru mikil; rannsóknir
með litsjánni (spekróskópinu) hafa
sýnt, að stjarna þessi hreyfir sig 1S
km. á sekúndu í stefnu til sólar
vorrar. Árið 1844 uppgötvaði Bessel
óieglu f hreyfingu Siríusar og á-
lykfaði af því, að einhver annar
hnöttur myndi valdur að þessari
truflun; Peters og Anwers reiknuðu
braut l>essa hnattar, sem þeir þó
eigi gátu séð, og fundu, að hinn ó-
kunni hnöttur fór braut sína kring
um Siríus á 49 -50 árum. Löngu síð-
ar fann Alvan Clark í Ameríku
hnöttinn sjálfan 31. janúar 1862 með
stórum kíki, sem þá var nýsmíðað-
ur, og var hann alveg á þeim stað,
sem hinir fyrnefndu stjörnufræð-
ingar höfðu reiknað nærri 2Q áruiu
áður. Meðalfjailægð minni hriattar-
ins frá Slrfusi er 21 sinni fjarlregð
jarðar frá sólu eða nokkru meira en
fjarlægð Úranu-sar frá sólu. Hnöttur
í sömu fjarlægð frá sólu, ein-s og fé-
lagi Sirfusar er frá aðalstjörnunni,
mundi þurfa 225 ár til að renna
krinigum sólina, en hann -fer hring-
ferð sína á trepum 50 árurn; að-
dráttarafl Siríusar lilýtur því að
vera miklu meira, en aðdráttarafl
sólar vorrar, og það kemur af því,
að stærð og efnismagn stjörnunnar
er miklu meira, og hafa menn fund-
ið, að efnismagn Siríusar -með fylgi-
fiski hans er 3(4 sinnu-m meira en
efnismagn sólar. Sirfus er því ekki
að ein-s miklu bjartari en sólin; eri
hann er Jíka miklu þyngri og ]>ar
af leiðandi eflaust miklu stærri.
Aukahnöttur Siríusar er mjög dauf-
ur, og sézt ekki n-ema í beztu sjón-
pípum; aðalstjarnan er 5000 sinnn-
um bjartari en aukastjarnan, en að
eins tvisvar sinnum þyn-gri, enda er
fylgistjarnan sjö.sinnum þyngri en
vor sól, en mefra en hundrað sinn-
um Ijósminni. Þetta sannar, að
fastastjörnur eru, eins og menn
snemma grunaði, miðdeplar í sól-
kerfum, s-em eru oftast -svipuð voru
sólkerfi; en pláneturnar sjást ekki
eða finnast vegna fjarlægðar og af
þvf þær eru ljóslitlar eða alveg
dimmar. Menri hafa líka þózt sjá 5
aðrar reikistjörnur við Siríus, l>ó að
tilvera þeirra sé enn okki með öllu
(Framhald á 7. bls.)