Heimskringla - 08.06.1916, Síða 1

Heimskringla - 08.06.1916, Síða 1
Roya! Optical Co. Elzta Opticians í Winnipeg. Við höfum regnst vinum þínum vel, — gefðu okkur tækifæri til að reyn- ast þér vel. Stofnsett 1905. W. R. Fowler, Opt. XXX. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 3. JÚNÍ 1916. NR. 37 Grimn íileg Sjóorusta Herflotum Bn í Norðu Þjóðverjar sta og Þjóðverja slær saman rhafinu þann 31. Maí flýja að lokum undan Margir segja, að þetta sé hinn mesti 'sjóbardagi, sem nokkru sinni hafi háður verið í heimi. Vér erum reyndar ekki vissir um það. Það voru stórbardagar við Abukir, þeg- ar Nelson eyddi flota þeim, sem flutti Napóleon til Egyptalands, og við Trafalgar 1805, þegar Nelson féll, og þegar Japanar eyðilögðu flota Rússa við Tsushima eyjar og fyrr- um við Salamis, þegar Grikkir eyði- lögðu flota Persa. En hvað um það, hann var stór þessi slagur, og segja seinustu fregnir á laugardag, að þnr hafi barist 150 herskip smá og stór. Fyrst komu þýzkar fregnir um bardagann og hölluðu á Breta: svo fóru fregnirnar að verða greinile^ri og reyndist þá margt rangt f hinum þýzku fregnum, og tjón þeirra mik ið meira en þeir létu uppi í fyrstu Um byrjun bardagans eru sögurn- ar óljósar, og í skýrslum Winnipeg- blaðanna verður alt ramvitlaust, er sýnir að fréttaritarar þeirra eru sjó- menn litlir, og allir blaðamenn héi yfirhöfuð, því að þeir þekkja ekki lengdargráðu frá breiddargráðu; — og eftir frásögn þeirra hefði orusta þessi átt að fara fram einhversstað- ar austur í Ural-fjöllum á Jíúss- landi, eða þó heldur ausfar. En lag- færi maður augsýnilegar vitleysur, þá hefir slagurinn byrjað norðvest- ur af Ringkjöbing á Jótlandi, eða Nissum firði, einar 50—60 mílur frá landi, og hefir svo færst suður og upp undir landið, þangað til komið var nær beint vestur; af Horni eða Blaavandshuk á Jótlandi, eða hin- um nýja hafnstað Esbjerg, sem þar er skamt frá. Vér fylgjum sögu tveggja skip- stjóra, er ekki voru í slagnum, og er annar Breti en hinn danskur. Hinn enski heitir Thomas Gunther, troll- ara kapteinn, og var að stika djúp þar nálægt. Hann segir að slagur- inn hafi byrjað kl. 4.15 e. m. og hafi staðið þangað tii kl. 11 um nóttina. Um klukkan 2 e. m. þenna dag sá hann ein 50 skip koma að sunnan og austan, og hafa þau þá í fyrstu verið nokkuð langt í burtu. Þessi skip voru af ýmsri stærð og alt her- skip. En tveimur klukkustundum seinna sá hann annan flota koma að norðaustan (á líklega að vera norðvestan) og var sem vildu þau komast fyrir hin fyrri og banna þeim að komast suður. Þá byrjaði slagurinn er kl. var 4.15 e. m. Fyrri skipin voru þýzk, en hin síðari brezk. öll sýndust honum brezku skipin vera minni en þau þýzku — fyrst þegar byrjað var. En seinna bættust fleiri skip við að vestan og fóru í slaginn með Bretum. Þoka mikil lá á sjónum, og var ilt að greina skipin og einstaka atburði; seinna sá hann Þýzkum bætast lið að sunnan. Annar maður, danskur, varð var við byrjun bardagans. Var það kap- teinn á dönsku gufuskipi. Og segir hann, að þegar hann hafi verið 65 mílur norðvestur (á lfklega að vera suðvestur) af Honstholm höfða (en han ner norður af Limafirði og er þar eitthvað skakt), þá hafi hann séð nokkur smáherskip Breta á hraðaferð norður og þýzka flotann á eftir þeim. En þegar minst varði, snöru smáu skipin beint til hafs vestur, og dundi þá hríðin yfir þau frá þýzku skipunum. Þegar þetta hafði gengið nokkra stund, þá sá- ust strókar miklir til norðvesturs og færðust nær með hraða mikluin. Þetta voru Bretar. Mæðurnar komu þar að vitja lamba sinna. Og var sá floti allmikill. Bretar réðu undir eins til við Þjóðverjana. En von bráðar kom stór og mikill floti her- skipa að sunnan og lögðu í slaginn; voru það Þjóðverjar. Varð þar harð- ur atgangur. Loftið fyltist alt rcyk af skotunum, og sprengikólfarnir féllu alt í kringum skii> okkar, segir danski skipstjórinn, og vorum við þó margar mílur i burtu. Var hríðin svo hörð og hristingurinn svo mik- ill, af hvellunum og ólátunum, að við gátum ekki staðið á þilfari gufu- skipsins. Loksins hélt þýzki flotinn suður og Bretar á eftir og skiftist þá þýzki flotinn í tvent og slapp ann- ar hlutinn suður. Þctta var alt sem oss var hægt að grafa upp fyrir helgina. Og er þetta mjög líklegt að hafi verið byrjunin. Þýzkir hafa verið að elta hin minni skip Breta og hafa haft meiri og stærri skipin úr þvf þeir náðu hin- um; en svo koma Bretar að norð- vestan og snýr þá bardaganum á Þýzka. En þá fá Þýzkir góðan stynk, því að þá kemur allur þýzki flotinn, sem þýzkar fregnir segja, og þá hefir Þýzkum gengið betur um stund, og þá hafa þeir sökt og brotið hin ensku skipin. En Bretar hafa sótt sig og fengið meiri styrk, og nú er þýzki flotinn allur kominn á skrið suður með landi eða suður upp und ir landið, og hafa þeir verið að reyna að komast á bak við námu- akra sína. En einlægt gekk hrfðin, þó að langt væri á milli. Er það sagt að þar hafi verið eitthvað af segl- skipum á sjónum, sjálfsagt fiski- menn og urðu þeir á milli flotanna og flugu skotin yfir höfuð þeim; en þeir sigldu alt sem þeir gátu til að komast úr þessu nágrenni. v Af skipu mBreta sukku 14 skip og var eitt Queen Mary, 27,000 tonna skip, 2 um 18,000 og 3 13—14,000 tonna skip. Hin 8, sem Bretar töp- uðu, voru smáskip (destroyers) með 100 manna hvort eða svo. En Þýzkir mistu 15 skip, og voru 2 þeirra 24,700 tonna skip, 2 28,000 tonna livort, eitt 18,000 eitt 13,000, eitt 5,000, eitt 4000, eitt 2600 tonna og 6 smærri skip. Verða þá þýzku skipin að tonnatali nokkru meiri en þau brezku. En svo flúðu seinast 8 af hinum stærri skipum Þjóðverja inn á danska höfn og hefir það líklega verið Esbjerg liöfnin, því að Bretar voru komnir í veg fyrir þau, og þeg- ar þangað kom sögðu Danir þeim, að þau yrðu annaðhvort að fara innan 24 kiukkutíma, eða leggjast upp þar og bíða þess, að friður yrð saminn. Er þetta samkvæmt alþjóða lögum. Og ætla menn, að þau kjósi það síðara, að leggjast upp, því að Bretar bíða þeirra úti fyrir, og myndu vafalaust sökkva þeim öll- um, ef þau reyndu að fara út. Sigurinn hefir því verið mikill fyr. ir Bretum þegar þessi átta skip Þjóðverja falla úr sögunni í viðbót við þau, sem Bretar söktu. — Hin flúðu öll suður með landi og kom- ust inn á hafnir eða inn fyrir námu- akra Þjóðverja, og þar skildi með þeim að sinni. Á skipum þeim, sem sukku, höfðu Þýzkir mikið meira af stórum 12 þumlunga byssum, en voru á þeim, sem Bretar töpuðu. En f Lundúnaborg var flagg á hverri stöng yfir sigri þessum, þeg- ar menn fóru að vita liin sönnu úr- slit. Þýzkir flögguðu líka f Berlin; en þeir sögðu ekki rétt frá, að öðru en því, að þeir sögðu, að allur þýzki flotinn hefði farið út. Þýzkir höfðu Zeppelina hátt í lofti og gátu þeir sagt Þýzkum til, þegar Bretaskipin stærri voru á leiðinni til bardagans, og þá lögðu þeir sem hraðast á flótt- ann heim. En þokan hlffði þeim nokkuð lengi vel. — Tvo Zeppelina skutu Bretar niður, og neðansjávar- báti einum söktu þeir með því, að renna á hann. Þýzkir menn, sem björguðust af torpedó bát einum, sögðu, að Þjóð- verjar hefðu tapað einum 20 torpe- dóbátum. Óefað hafa báðir haft mikið af torpedó-bátum og neðan- sjávarbátum, en um tölu þeirra vita menn ekki. Þó að Bretar töpuðu skipum í bardaga þessum, ])á er óvfst að ó- vini þeirra Þýzkarana langi mikið til að hitta þá aftur, og liitt er cins víst, að það sígur í Bretann og verð- ur hann erfiður viðfangs í næsta sinn og leitar nú frekar eftir færi en áður. Og sjónum halda Bretar enn engu síður en fyrir bardagann. --- Á mánudaginn voru nokkuð greinilegri fréttir af sjóbardaganum, | en þó óljósar ennþá og verða það fyrst um sinn. Engin breyting er á fregnunum frá Breta hálfu. Þeir töpuðu þessum 14 skipum, sem fyrst er sagt. En óvíst er um sum þýzku' skipin; þau verða fleiri að tölunni,! alls 18; en um stærð þeirra er ekki vel áreiðanlegt, og verður tonnatala skipanna sem næst nokkuð jöfn hjá báðum flotunum, og þó kanske ívið meiri hjá Bretum. En það er nú víst og áreiðanlegt, | að slagur þessi kom ekki af neinni hendingu. Bretar ætluðu sér að koma þeim út á sjóinn og sendu, smáskip inn til þeirra, og hefir það verið rétt, sem danski kapteinninnj sá, er hann sá þýzku skipin elta smáu skipin Breta. Og það var að eins flotadeild Beatties, sem fylgdi á eftir þeim. En allur þýzki flotinn skothríðin svo áköf, að enginn mað- ur hafði séð neitt því líkt, og eigin- lega getur enginn hugsað sér það. Hvellirnir drundu í sífellu, svo að þeir ætluðu að gjöra menn vitlausa, skipin nötruðu og skulfu og köst- uðust til við skellina, svo að hvergi var stætt á skipunum þarna í dúna- logninu og hvikulausum sjó. Og svo þegar sprengikúlurnar komu á skip- in, flettu þær stálinu margra þuml- unga þykku af þeim og rifu heil stykkin úr þeim burtu. Stundum tókust skipin sundur, þegar spreng- ingarnar urðu inan í þeim, og féll þá inn kolblár sjórinn, en skip og menn sukku á hafsbotn niður. Á mánudaginn voru margir að segja það, að þarna hafi sokkið hið nýjasta og mesta skip Þjóðverja, Hindenburg. En yfir höfuð eru sagnirnar óljósar frá Þýzkum, nema þær að þeir hafi fengið fylli sína af slagnum í bráð. Skipum og mönn- um hafa þeir tapað eins mörgum og Bretar, ef ekki fleirum, og svo hitt, að þeir flúðu inn á hafnir sínar, en Einn af þýzku bryndrekunum (Kaier Class), sem Bretar söktu í bar- daganum mikla suðvestur af Limafirði 31. maí. 28,000 tonna skip. Mestur þeirra allra var bryndrekinn Hindenburg, sem nú liggur á sjávarbotni. var þarna á ferðinni, og Bretar segja, að bardaginn hafi byrjað á 15 mílna færi, og byrjaði kl.3.15. En svo varð færið 10 mílur og seinast 5. — Fyrst voru þýzku skipin miklu fleiri en skip Breta, 3 þýzk á móti einu skipi Breta. Hundrað þýzk skip sáu þeir koma út, og strikuðu fyrst 20 bryndrekar þýzkir (battleships) í línu þver á eftir öðrum og skutu í sífellu. En þó að Beattie væri lið- færri og þó að hann liefði getað kom ist undan, þá kom honum það eKKÍ til hugar, en færði sig eins nærri þeim og hægt var, og dundi hrlðin stöðugt í lofti frá báðum. Einlægt voru þýzku skipin að fjölga, en þau fóru einnig að fjölga hjá Bretúm. Snemma 1 bardaganum sukku þau stóru skipin Breta, sem þeir mistu, og voru þau þrjú, sem fyrst fóru. En það gjörði hina Bretana því ákafari. Ekki vita menn með vissu, hvort það voru torpedór eða sprengikólfar af stórskipunum, sem söktu þessum þremur fyrstu. En alt var þar á ferðinni, sem grandi gat valdið. Klukkan 9.15 um kveldið var slag- urinn milli stórskipanna búinn, en þá þegar skyggja tók, komu hrað- skreiðu smærri skipin (destroyers and torpedo boats) til sögunnar. Þeir rendu fram í stórum hópum, líkt og fylkingar á landi, eða líkt og þegar hrútar berjast, og runnu svo nærri stóru skipunum Breta, að þeir gætu sent þeim torpedór. Þetta gjörðu þeir hvað eftir annað langa hríð. En þá hefir það verið, sem Bretar hafa farið að taka tollinn af þeim, og lauk svo, að þeir týndu drjúgum tölunni, en gátu ekki sökt neinu ensku skipi. Samt voru mörg skip Breta löskuð, sem úr bardag- anum komust. Engin ný voða-vopn eða stór- ar fallbyssur urðu Bretar varir við hjá Þjóðverjum. Tvo klukkutíma var slagurinn búinn að standa og Beattie að taka á móti hríðinni frá Þjóðverjum, einn á móti þremur eða fjórum, þegar stærri skipin Breta komu til sögunnar, þau Invincible, Indomitable og Inflexible, og var varaaðmfráll Hood á Inflexible, og sökk með því litlu síðar og öll skips- höfnin. Beatty aomíráll var á Lion, og sótti fast orustuna, og fékk 'marg- ar skrámur og brotnaði skipið nokkuð en komst þó heim. Þegar skipin voru farin að nálgast og sigldu þarna hlið við hlið, þá var Bretar héldu sjónum. Aftur segja Bretar, að þeim hafi mest mein orð- ið að námuökrum Þjóðverja. Samt höfðu þeir seinast getað hrakið sum smærri herskipin Þjóðverja inn á þeirra eigin námuakra, og þar sprungu þau og sukku. Þýzkir missa þrjá bryn- dreka í viðbót Seinustu mánudagsfréttir segja, að auk þeirra 17 eða 18 skipa, sem Bretar söktu af Þjóðverjum, hafi bezta og nýjasta herskipi Þjóð- veija, Hindenburg, verið sökt líka. Þetta er haft eftir mönnum, sem voru á smáum skipum (destroyers) sem söktu tröllinu. Það hefir lík- lega komið fyrir, þegar farið var að skyggja og smærri herskipin beggja flotanna fóru í hópum að sökkva stórum og smáum herskipum með torpedóm. Segir liann að simáskip Breta lia.fi verið komin utan um tröllið ])ýzka og sett ) torpedór í belg skipsins og sprungu allar. En “destroyers” Breta söfnuðust um skipið og sópuðu þilfarið af mönn- um og tættu þetta mikla skip í sundur og sökk það þá bmðlega. — Herskipið Hindenburg var smíðað 1915, og hafði 29,000 tonna lestarúm og var með 8 15 þumlunga byssum og 16 nær 6 þumlunga. Hindenburg var hið mikla skip, scm átti að vera með hinar voðastóru fallbyssur, sem áttu að mola allan Bretaflota. En nú er tröllið sokkið að sögn. Og byssurnar voru þá ekki stærri en byssurnar á bi-yndrekanum enska, Elizabeth. Og liálfmerkilegt er það, ef það reynist satt, að smáhvolpar ])essir skyldu verða þessu mikla skipi að fjörlesti. Frá Kaupmannahöfn kemur sú fregn og er höfð eftir blaðinu Stifts- tidende frá Aalborg f Danmörku, að Danir hafi séð bryndrekann þýzka, Seydlitz út undan Fanö, og var þá skipið á flótta undan herskipum Breta og virtist laskað ínikið og töldu þeir víst, að Bretar hefðu sökt því. Fanö er vestan við Jótlands- strendur, skamt suður frá Esbjerg, og hefir skipið verið að reyna að komast heim til sín. Seydlitz var stórt iierskip 24,600 tonna albrynjaður dreki. Þá er og Lutzow eitt stóra her- skipið Þjóðverja, sem menn telja sokkið, 28,000 tonna skip. Og þó að eins tvö af þessum séu tálin, sem viðauki við þau skip, er Þýzkir mistu, þá verður strax mik- ill munur á skipunum, er sukku, og ósigurinn Þjóðverja meiri. Bretar, sem kóma heim úr sjóbar- daganum, ráða sér ekki fyrir kæti; þeir veifa húfunum og hrópa sigur- óp og segja, að nú hafi þeir fundið Þjóðverjana og rekið þá inn í holur sfnar og hreiður; þeir hafi ekki þor- að að standa uppi móti Bretum.— Hvar eru nú þýzku vopnin? segja þeir. Og þegar þeir voru í bardagan- um, Bretarnir, þá voru þeir hopp- andi og spaugandi eins og skóla- börn að leika sér. Skipstjórarnir spauguðu og hlógu, þegar sprengi- kúlurnar voru að brjóta alt, sem uppi var, og gusurnar af sprengi- kúlunum, sem féllu í sjóinn, gengu sem goshverir jafnhátt möstrum skipanna. Það var náttúrlega sorg yfir þeim, sem féll. En sigur er og verður þetta fyrir Breta, sem lengi verður f minnum. Kitchener jarl druknaður Yfirforinginn yfir öllum Breta- flota, aðmíráli Jellicoe, sendi hinn 6. júní svolátandi skeyti til stjórnar Bi'etavcldis: “Með l.irni mestu sorg verð eg að tiikynna yður það, að brynskipið Hampshire, Capt. Herbert J. Savill, er sokkið með lávarð Kitehener og foringjasveit hans. Skipið sökk í gærkveldi um kl. 8 e. m. J5. júníi vestur af Orkneyjum, og grandaði því annaðhvort sprengidufl á rcki eða torpedó. “Á ströndu uppi aáu menn fjóra báta leggja frá skipinu. Vindurinn var á norðvestan og hvika mikil. Varðbátar og “destroyers” fóru þeg- ar þangað, sem skipið hafði sokkið, og menn voru sendir með strönd- inni á landi til að leita, en alt til þessa hafa menn að eins fundið lík- in aif nokkrum sjómönnum og bát einn á hvolfi. Er nú búið að leita um alla ströndina, þar sem skipið sökk fram undan. En litlar líkur til að nokkur maður hafi komist lfts af”. — Enn sem komið er hefir engin fregn fengist af hópi þeim, sem var að leita á landi uppí. Herskipið Hampshire var á leið- inni til Rússlands. Um James J. Hill og starf hans Eins og getið var stuttlega í síð- asta blaði dó járnbrautakonungur- inn mikli, James J. Hill, í St. Paul, Minn., hinn 29. maí sl., kl. 10 f. m„ 78 ára gamall. Mr Jim Hill (eins og hinn látni oftast var nefndur) er kunnur að heita má hverjum manni í allri Norður-Ameríku. Um Norðvestur. landið var hann fyrsti maðurinn, sem bygði járnbrautir, um Minne- sota norðantil, Dakota ríkin, og alla leið vestur að hafi; og ekki að hann bygði eina eða tvær línur, heldur fléttaði hann þær um ríkin og var því eiginlega maðurinn, sem gjörði alt það land byggilegt, því að borgirnar og bygðir manna fylgdu æfinlega járnbrautum hans. Hann var borinn og barnfæddur í skógum úti, nálægt Rockwood í Átti að verða prestur. Þegar faðir hans sá, að hann gat engu tauti komið við son sinn, þá réði hann það af, að senda hann á skóla og reyna að gjöra prest úr honum af Presbýtera flokki, því að foreldrar hans fylgdu kenningum þeirra. Hill var þá sendur til Rock- wood Academy og þar var hann í 10 ár, og var þá orðinn 18 ára gam- all. En þá fór sveinninn Hill að sjá og skilja, að hann gæti aldrei prest- ur orðið, svo var honum það ógeð- felt. Hann hætti því lestri öllum og fékk sér búðarvinnu í vanalegri sveitabúð í Rockwood. Hill gegndi störfum sínum með svo mikilli samvizkusemi, að kaup- maðurinn, sem hann vann fyrir, setti hann yfir verzlun aðra,. sem hann átti í borginni Guelph þar JAMES J. HILL. Wellington County, Ontario, hinn' 16. september 1838. Faðir hans var einn hinna fyrstu frumbyggja þar, og kom frá norðursveitum Irlands. Móðir hans var af Dunbar-ættinni, og töldu ættmenn hennar sig í frændsemi við Stuart-ættina f bein- an karllegg. En kaþólskir menn hröktu Dunbar fólkið af óðulum sínum, og varð það til þess, að það leitaði hingað. Faðir hans hét Jam- es og var Orange-maður, en móðir hans hét Anna. Forfcður J. .1. Hills höfðu verið bændur mann fram af manni, og vandist Jim Hill við almenna bændavinnu í uppvextinum. En samt féll lionum það aldrei og vildi heldur liggja i bókum, og voru hót- anir og hirtingar ónýtar við hann, því hann sat við bækur sfnar hverja stund sem hann gat. skamt frá. Þar var Hill svo um hrfð, en þótti þröngt um sig, sagði upp vinnunni en fór að ferðast um næstu sveitir. Fyrst ferðaðist hann um Austurríkin f Bandáríkjunum, og svo fór hann að halda vestur á bóginn, þangað til hann komst til St. Paul í Minnesota, og var borgin ])á ekki stór, að eins 5,000 manns. — Þetta var f júlímánuði 1856. önnur sagan segir, að hann liafi í æsku langað til að verða skurð- læknir. En faðir hans dó, þegar Hill var 18 ára, og þá yfirgaf hann skól- ann og fór að vinna í búðinni. Þegar Jim kom til St. Paul liafði hann tvær hendur tómar og fór að vinna við uþpskipun. Svo varð (Framhald á 5. bls.).

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.