Heimskringla - 08.06.1916, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 8. JÚNÍ 1916.
HGIMSKRINULA
BLS. 3
Dvöl mín í Danmörku 1871-1872
KAFLI ÚR SÖGU AF SJALFUM MÉR
Eftir Matth. Jochumsson
n.
N. F. S. Grundtvig og Georg
Brandes.
Norðurlanda Nornagesti
norræn tunga vígi brag;
hárum þul og höfuðpresti
helga vil eg remmislag.
Enginn dró á danska tungu
dýpri tón úr stórri sál;
í hans hjarta hörpur sungu
heilla þjóða Dvalins-mál.
Var sem helgum hulins-runum
hjúpuð væri skörungs brá,
undan þrúðgum augnabrúnum
andans lýsti Völuspá;
var sem önd hans inni byrgði
allra tíma fræðiljóð,
og sem aleinn ættí og syrgði
alt, sem píndi land og þjóð.
Alt, sem norrænt var og verður,
vígi fann í brjósti hans. —
Alt of stór af guði gerður
greindar-alin hversdags-manns.
Norrænt alt, þótt mótsett mundi,
mat hann sitt við gígjuhreim,
Dofra festi dís í lundi,
Danavang og Jötunheim.
O. s. frv.*
Eins og Jónas Hallgrímsson sagði
um skáldið Carsten Hauch, að hann
væri “undarlega fallega ljótur”, eins
má segja um Grundtvig, að hann
væri undarlega sérvitur spekingur,
sem bæði dró menn að sér og ýtti
frá sér; hann var að vísu ávalt sjálf-
um sér líkur, cn þó fullur mótsetn-
inga; hann var einlyndur og sér-
lyndur og batt sjaldan bagga sína
sömu hnútum og samferðamenn,
eins og Bjarni sagði um Sæmund
Hólm. En að lýsa Grundtvig í ó-
bundinni ræðu, treysti eg mér ekki
til — betur en eg hefi þózt gjöra í
kvæði mínu í minning hans. Alt of
fátt hefir verið ritað á voru máli
um þann mann, sem næstur Rask
hefir unnið mestan sóma forfeðrum
vorum og fornum bókmentum, út-
breitt þekking á þjóðerni voru með-
al Dana og vakið allan skólaung-
dóm í landinu til viðurkenningar
og virðingar fyrir sögu vorri, tungu
og þjóðerni. Nokkrir Islendingar,
sem hafa kynst skólum Grundtvig’s,
hafa þó hugsamlega getið þessa
stórfeida manns, t. d. Jónas frá
Hríflu og Ingimar Eydal. En Jón
sagnfræðingur þó langbezt og sköru
legast í hinni löngu og ógætlega vel
sömdu ritgjörð í “Eimreiðinni” 1902.
3>ví miður hefir hún ekki verið sér-
prentuð og hefir hún þvf borist í
færri hendur en skyldi, enda get eg
ekki á mér setið, þótt mér sé skaint-
aður tími og rúm, að tilfæra eina
tvo—þrjá smókafla úr ritgjörð sagn-
fræðingsins:
“Gamli Grundtvig var einn af þeim
fáu mönnum, sem hefir auðnast að
njóta sín til fulls í- lífinu, að láta
alla þá margföidu hæfileika, sem í
þeim hafa búið, ná fullum þroska.
Hann var hátt á níræðisaldri, þegar
hann andaðist, hægt og rólega “eins
og þegar sól sígur til viðar á hausti”
Engin banalega var á undan gengin.
Herðabreiður, þrekvaxinn, “þéttur
á velli, þéttur í lund”, fjörlegur og
garpslegur var hann jafnt 1 elli sem
æsku, og hafði aldrei verið kvell-
ingasjúkur um dagana. í eðli sínu
sameinaði hann tvenns konar gagn-
stæða eiginleika, sem sjaldan fara
saman: risaorku til allra starfa, og
því nær óskiljanlega litlar líkams-
kröfur. Þetta óvanalega líkamsþrek
og ianga aldursskeið studdu hins
vegar að því, að allar hans eðlisgáf-
ur, öll frækorn hans hæfileika fengu
uáð fullum þroska. Hann var einn
þeirra fáu manna, sem aldrei nema
staðar á þroska-brautinni, heldur
eru stöðugt viðbúnir að grípa við
nýjum hugsjónum, sökkva sér nið-
ur í þær og berjast fyrir þeim fram
f andlátið með æskunnar ofsa og
eldfjöri. En ólíkur blær er það, sem
hvílir yfir æskuárum hans og mið-
aldarskeiði og svo elliárunum. Á
hinum fyrri árum sínum, baráttu-
og hernaðarárunum, stendur hann
Uppi einn síns liðs eins og veður-
barinn eikarstofn, einn á móti þétt-
skipuðum og harðsnúnum fjanda-
flokki með ýmis af stórmennum
landsins í broddi fylkingar. Hann
gnæfir þar upp, þungbúinn og al-
varlegur eins og klettur úr hafinu,
eibs og tröllefldur berserkur, við-
búinn að tvíhenda sverðið móti of-
ureflinu, móti öllum heiminum, ef
*) Kvæði þetta finst á prenti í
Háskólablaði Dana 1907 (að mig
minnir) í þýðingu eftir sjólfan
mig. Sbr. Ljóðmæli (úrval), bls.
259. M. J.
vera skyldi. Á efri árum sínum aft-
ur á móti situr hann hvítur fyrir
hærum í öndvegi eins og kjörinn
þjóðhöfðingi með spámannsins
þrumandi sannleiksorð á vörun-
um”.—Síðan segir höfundurinn sögu
Grundtvig’s f fljótu máli — öllu
strfði hans og afreksverkum hans;
oftast var hann einn á móti margn-
um frá því er hann 18 ára stóð hjá
Tollbúðinni við hiið Oehlenschlag-
er’s og horfði ó Skírdagsbardagann,
þar sem nærri lá að landar hans
sigruðu sjálfan Nelson. Hljóp þá
Dönum heldur kapp f kinn, og ekki
sízt hinum ungu stórskáldum. Voru
þá andleg aldamót á Norðurlönd-
um. Skömmu síðar tóku þeir Oehl-
enschlager “skírn og trú rétta” af
hinum andríka Steffens — eins og
kunnugt er —; og þá byrjaði hin
rómantiska stefna í Danmörku að
heilla hug manna, enda vár skyn-
semisöldin þá aðfram komin. Jón
sagnfræðingur lýsir avo rómantisku
stefnunni: “Gleðiboðskapur sá, er
Steffens flutti, var sú stefna í bók-
mentunum, sem nokkrir ungir og
andríkir mentamenn og skáld á
Þýzkalandi höfðu kveðið upp með
eigi alls fyrir löngu. Steffens var
einn af forvígismönnum þeirrar
stefnu. Aðalkjarni hennar var f því
fólginn, að draga hina himinbornu
list út úr öllu samneyti við það
smásmuglega og tilbreytingarlausa
hversdagslíf, lyfta sálunni upp á
við og vísa henni leið til hins æðsta
og göfgasta, sem mannsandinn gat
hugsað sér; hún átti að vagga sér
í háleitum hugmyndum og- ljúfum
draumum, í dýrðlegum vonum og
óslökvandi þrá eftir einhverri undra
veröld, sem ekkert mannlegt auga
hefir séð, og úr þessu samneyti á*fí
sálin aftur að rísa hreinni og hress-
ari eins og úr nokkurs konar end-
urnýjungariaug. Skáldskapurinn og
lífið var tvent ólfkt eftir þeirra
kenningu. Náttúrunnar dularfulia
ríki varð eims og einhver lifandi vera
í augum þeirra, full af alks konar
kynjum; sýnileg ímynd hins æðsta
eilifa valds, sem stöðugt hreyfir sér
í henni. Þeir leituðu sér að yrkis-
efnum langt fram í horfnar aldir,
grófu up hinar elztu og óljósustu
þjóðsagnir um frumaldir og gull
aldir þjóðanna.-------Aðalkostur
þeasarar stefnu var sá, að hún leiddi
þjóðirnar aftur að sjálfum sér, uxui-
runa sínum, forfeðrum og fornmehj-
um, — fjársjóðum, sem höfðu leynst
í fórum þeirra öld fram af öld.
Afrekum Grundtvig’s og sögu
verð eg svo hér að sleppa, hans nor-
rænu-dýrkun, hans sálarstríði (eins
og ýmissa annara stórmenna, sem í
þann tíma voru að hafa andleg
fataskifti, nálega ó líkan hátt og
Lúther forðum), hans vöknun til
eldheitrar kristinnar trúar og nýrr-
ar köllunar til kveðskaparlistar,
hans striði við kyrkju og frfhyggju
og allan þjóðardofa, — þetta alt
var og er afar stórt og sög degt, alt
eins sögulegt og viðreisn Orundt-
vig’s á efri árum, þegar svo má að
orði kveða, að hinn sterki öldungur
stóð sem sem sigurvegar i og stór-
skörungur bæði sinnar eigin þjóð-
ar og annara Norðurlanda. Ilinri
“glaði kristindómur hans” kom að
vísu ó mikilli trúarhreyfi ug, en
frumleiki þeirrar kenningar var
snemma dreginn í efa, og mun nú
vera á fallandi fæti, en s k ó 1 a r
hans lifa og eru hans ódauðlega
stórvirki. Er sú stofnun löngu orð-
in kunn hér á landi, og viðurkend
í flestum mentalöndum, að jafna
megi við afreksverk Lúthers, þess
manns, er í mörgu var Grundtvig’s
fyrirmynd.
Sný eg mér svo að hinni stefn-
unni, er kend er við mótsetning
Grundtvig’s, Georg Brandes. En
hvort heldur það var lán Dana eða
ólán, hófst sú hreyfing ekki fyr en
hinni fyrri, hinni rómantisku, var
mjög farið að hnigna, og flestir
helztu fylgjendur hennar látnir eða
fjörgamlir — eins og Grundtvig. Aft-
ur var skólahreyfing Grundtvig’s þá
komin vel á legg, og fylgjendur trú-
arstefnu hans studdust við þá. En
Brandesar-flokkur var þá enn eng-
inn til, eða hinn svo nefndi “real-
ismus” ekki nefndur á nafn á Norð-
urlöndum. En út um Evrópu voru
ýmsir “ismar” komnir á loft: Posi-
tivisminn og Naturalisminn á
Frakklandi, en Hegelianisminn á
Þýzkalandi o. fl.; Darwinisminnn
var og þá að smáfærast úr reifun-
um, en ótti þó enn erfitt uppdrátt-
ar. Voru þá uxipi nokkrir hinna
frægustu spekinga og vísindamanna
Norðurálfunnar. Merkilegt er, hvern-
ig andlegar hreyfingar koma upp,
eins og eldur úr jörðu, eða heldur
eins og blómrósir á vorin, sem þjóta
upp með angan og ilmi, en fölna
svo og deyja og gefa öðrum nýjum
rúm. 1 fyrstu er þessum hreyfingum
fagnað sem nýjum opinberunum, er
menn halda að muni vara til enda
veraldar. En þegar minst varir
koma ellimörkin og æ íleiri og fieiri
fara að týna trúnni, Stundum
verða þessar hreyfingar þó varan-
legri en margir ætla; þær deyja ekki,
heldur breytast, þær taka sér nýtt
nafn eða breyta stefnuskrá. Þannig
lifir enn hinn enski naturalismus,
og hinn þýzki (klassiski) að mörgu
leyti. Sömuleiðis realisminn, eða
hinn franski naturaiismus. En hinn
danski, hvað á að segja um hann?
Er hann dauður eða hjarir hann?
í stað þess beinlínis að dæma verk
Brandesar og hans aldar, sem • eg
stend eflaust of nærri til að geta,
vil eg lýsa því, sem fyrir mig bar á
meðan eg dvaldist í Danmörku
1871—72 og þessi nýja stefna var að
rísa.
“Venio nunc ad illud nomen aur-
eum” — eg meina að Georg Brandes.
Hann var þá rúmlega hálf þrítugur,
magur og grannvaxinn, og kom þá
um nýjárið fyrst fram á sjónarsvið-.
ið. Þar átti Danmörk efni í sinn fær-
asta penna. Voru þá tímamót í
landinu; hinir frægu ljóðsvanir ald-
arinnar voru þá óðum að þagna, og
þótti mörgum, sem þjóðin hefði fall-
ið í ómegin eftir ófriðinn mikla,
þegar við sjálft lá, að henni blæddi
til ólífis við missi þriðjungs ríkis-
ins. Svo var þó ekki, og það voru
einungis hinir gömlu, sem þurftu.
hvíldarinnar, en ekki hinir ungu;
fjöldi þeirra branni af metnaði og
ofurhuga, svö hvert mikilmennið á
fætur öðru var einmitt um þær
mundir að rfsa á fætur — eins og
Kolbítarnir úr öskubingnum — með
metnaðarins og æskunnar ofurhuga.
Og þessir menn spurðu hvorki um
vopnafrægð (fremur en Tietgen),
eða konungstraust og embættis-
frama (fremur en Dalgas og Drew-
sen); þeir spurðu um verkleg stór-
virki, þeir spurðu um veg og við-
reisn þjóðarinnar. Einn af þessum
ungu skörungum var Georg Bran-
des. Þótt hann teldist vera af Gyð-
inga-ættum, var hann hinn mesti
ættjarðarvinur, og þó nokkuð öðru-
vísi en aldanskir jafnaldrar hans.
Þeir voru meira jarðbundnir eða
heimalningar; hans ætterni var ut-
an og austan úr heimi, og þó fyrir
löngu danskt orðið; en fyrir þá sök
hófu hann hvorki né hindruðu
heimagrónir hleypidómar né heldur
kostir. Hann varð því snemma al-
þjóða-maður (Kosmopolit) um leið
og danskur maður; var af góðu
fólki kominn, skarpgáfaður og víð-
lesinn þegar á unga aldri, trúði á
alt stórt, frjálst og fagurt, en hat-
aðist við alla erfðatrú, ofríki og ó-
frjólslyndi, — alt sem setti ofurhug
og frfhyggju skorður. En ættjörðu
sinni brann í honum að gagna með
því að hieypa inn yfir hana, eins og
fúið mýrlendi og móa, nýju flóði er-
lendra menningarstrauma. Og bar-
áttu sína hóf hann fyrst fyrir al-
vöru þetta ór, um nýárið 1872, þvf
þá hélt liann fyrsta fyrirlestur á há-
skólanum. Þar var troðfult, því að
Brandes var þegar kunnur orðinn
fyrir ritdeilur gegn Rasmusi próf.
Nielsen o. fl. Eg, sem þetta rita, sá
þá fyrst Brandes og stóð inniklemd-
ur fyrir framan kné hans. Hann
hafði ræðu sina ritaða fyrir sér og
fylgdi henni svo lítið á bæri, talaði
ekki mjög hátt í fyrstu, en sótti sig;
var rómur hans mjúkur og snjallur,
þá er hann beitti honum; orðfærið
óvenju smellið. Hann var fölleitur
og skarpleitur, en fjör og ákafi
brann úr augum hans. Var auðséð,
að menn dáðu mælsku hans, þó all-
sundurleitir dómar fylgdu eftir á.
Var og ofsi hans miklu meiri cn svo,
að hann mætti ávalt stilla til hófs,
svo hið rótnæma í ræðu hans
hneykslaði ekki þá, sem skildu —
eða misskildu. Var þar mikið úrval
samankomið hinna mentuðustu
Hafnarbúa. Helzta efni tölunnar
var um stefnu skáldskapar og lista
í Evrópu, svo og um heims- og lífs-
skoðanir. Um siðbætur talaði Bran-
des hvorki þá né síðan heldur um
frelsi listir og réttindi. Þegar hann
talaði um lífsskoðanir þeirra “fáu
manna sem hugsuðu fyrir þjóðirn-
ar” man eg að hann komst svo að
orði: “Mannkyninu virðist nú líkt
farið sem arnarungum í bjarg-
hreiðri sem cnn eru ófleygir og
hvorki komast upp né ofan; undir
fluginu fyrir neðan er hafsins hyl-
dýpi; en vilji þeir upp á fjailsbtún-
ina, verða vængstúfarnir þeim að
bana”. Lífið er ljóstýra, sagði Bran-
des, sem endar f myrkri. “En”, bætti
hann við, “heimtum f r e 1 s i —
f r e 1 s i ! Nóg eru böndin til að
leysa; treystum framtíðinni og sjá-
um svo til!” Á þessa leið skildu og
blöðin ræðu þessa og kváðu kenn-
inguna nálgast rússncskan níhilis-
mus, enda botninn vera suður í
Borgarfirði. En hvað sem þeim dag-
dómum ieið, þá varð þessi ungling-
ur mesti ritsnillingur Dana í 30—40
ár eftir þennan dag, — ritsnillingur,
sean skóp nýfct timabil í fagurlistum
Dana, eí ekki allra Norðurlanda. En
auk hæfileika hans og orðsnildar,
var hann eins og kallaður til að
kveikja eldfjör í öðrum með sínum
eldi og andagift; menn fóru að
hugsa, efa, reyna krafta sina
og keppa hver við annan. Hann var
frumherjinn, en fylgdarsveit hans
kom hvaðanæfa að og ruddist með
honum fram fyrir skjöldu. Þá þilta,
sem fremstir voru í fylking hans,
nefndi hann sjálfur Ruðningsmenn
(Gennembrudsmænd). En hvað
v i 1 d i og hvað g j ö r ð i Bran-
des og fylgismenn hans? Nú og jafn-
an hafa verið deildar meiningar um
það. Eg hygg réttast sé að svara því
á þessa leið: Hann vildi leiða nýja
menningar- og frjálsræðis-strauma
inn í land sitt, inn í hugsun þjóðar-
innar og félagslíf, inn í skáldskap
og listir, inn í stjórnarfar og þjóð-
líf. Og þetta g j ö r ð i hann, þótt
misjafnlega útseldist, eins og jafnan
verður um mikilmennin; einum er
jafnan starfs meinað, þegar sem
mest skal vinna. Og ömurlegt er
fyrir þá, sem þá voru ungir eða á
bezta aldri, að heyra nú minni hátt-
ar menn tala um manninn með eld-
sálina eins og gamalmennið Bran-
des, sem nú sé úr sögunni! Nei, slík-
ir menn fara ekki svo fljótlega úr
sögunni! Hinn svo nefndi realis-
mus Brandesar og hans jafnaldra
breytist eða gleymist; en hin betri
áhrif hans deyja seint. En að vísu
var honum ekki alt gefið; hann var
einrænn og skorti meðal annars rót
í sínu landi, og þá takmörkun og
trú, sem er máttur og megin hvers
þjóðernis. Hið dýpsta og sérkenni-
legasta í eðli norrænna þjóða átti
hann hvorki né skildi. Hann var
gagnstæður öðru mikilmenni aldar-
innar í Danmörku: Gamla Grundt-
vig, skildi ekki, hvað hann fór og
brosti að sérvizku hans og forn-
eskju. En sá hinn aldni þulur hafði
líka verið í andans víkingu, átt líka
einn við marga og ótal orustur háð,
— löngu fyr en Brandes var borinn.
Og það er af mér að segja, að þótt
mér fyndist mikið til beggja þess-
ara skörunga koma, rétti eg ætið
hiklaust Grundtvig kransinn, fyr
en hinum. Einmitt þetta Hafnar-ár
mitt kynti eg mér með kappi báða
þessa merkismeún, annan f broddi
lífsins, en hinn á grafarbakkanum.
Takmarkanir hvors um sig virtust
auðséðar, enda skorti hvorugan
eldinn eða andríkið og báðir voru
einarðir og hreinskilnir; en hins
vegar voru þeir svo ólíkir raenn, að
engum þarf að leynast, að gagn-
stæðari merkismenn hafa líklega
aldrei verið uppi á Norðurlöndum.
Grundtvig dó, þegar Brandes byrj-
aði, en hvorir munu lengur lifa? —
Það sýnir tíð og framtíð.
Brandes var þarfur á sínum tíma
til að ve k j a , f j ö r g a , kveikja
nýtt líf, stækka sjónhring manna
og sýna nýjar stefnur, enda var
hann ættjarðarvinur á sinn hátt og
var jafnan góður vinur vina sinna,
einkum hinna ungu, sem honum
gazt að og hann vonaði að yrðu
“ruðningsmenn”. En hann hataðist,
jafnvel gengdarlaust, við alt, sem
honum fanst feyskið og fúið, og þar
kunni hann lítt að greina hismið
frá hveitinu, heldur sleit upp hvort-
tveggja. Sá, sem mér virðist að bezt
hafi lýst Brandesi og starfsemi hans
á síðustu árum, er rithöfundurinn
Jakob Knudsen, enda hefir Brandes
kannast góðfúslega við sumar á-
deilur hans. En “Gyðingur” vill
Brandes ekki heita, og mun hann
hafa nokkuð til síns máls; hann
er — eins og frakkneskur rithöf. seg-
ir — “alþjóðamaður”. Enda má bæta
við: og þó d a n s k u r þegn og
góður drengur. Um ágætismenn
danska sem útlendinga hefir víst
enginn á Norðurlöndum ritað með
meiri varma, þekking og snild en
Brandes; — en eitt spiilir þó kost-
unum i því starfi hans sem öðru,
að hvar sem dýpri lífsskoðanir þarf
að meta, svo sem trú manna og sið-
gæði og aðrar erfðaskoðanir, vant-
ar — b o tn i n n , rótina, samúð
og skilning. Má sér í lagi benda á
hinar heiztu mannlýsingar hans,
svo sem Kierkegaard’s, Tegnér’s,
Björnson’s og Shakespeare’s (hans
ágætu bók um hið mikla Breta-
skáld). — Tvo hæfileika Brandesar
verður ávalt að taka fram, hversu
sem flokkur hans rýrnar og þynnist.
Annar er frelsiseldur hans, sem á-
valt hefir verið lífið og sálin í starf-
semi hans, en hitt er réttlætisþrá
hans. Allir undirokaðir, misskildir
og á einhvern hátt bornir fyrir borð
— eins stéttir og heilar þjóðir —
hafa átt í honum tryggan og ein-
lægan talsmann. En stefnuskrá
Brandesar var frá upphafi heldur
óákveðin og eins og húsvilt, og fyrir
þá sök týndi hann, er tfmar iiðu,
snemma ýmsum beztú fylgifiskum
sínum. Og nú er þessi bráðgáfaði
snijlingur hættur að vera foringi;
en sú er skoðun mín, að enn drotni
hjá miklum flokki Dana sama lista-
skoðun, sem Brandes var einna
fyrstur talsmaður fyrir. Fyrir fáum
árum átti eg tal við danskan fagur-
fræðing, og barst Brandes í tal. —
"Honum fyigja nú fáir”, svaraði
hann, og bætti svo við: “En list-
inni fylgjum vér eins og hinir eldri,
og sannleik og virkileik heimtum
vér, og fyrir þá sök þurfum vér sí og
æ að auka þekkingu vora; undir
henni er alt komið”. Mér fanst, að
þar tailaði enn gamli Brandes, enda
sá eg nýlega fyrirlestur hins sama
unga rithöfundar um stefnur nú-
tímans. Þar endar hann mái sitt á
þessum orðum: "Njóttu og starf-
aðu!” Aftur gamli Brandes! Mér
datt í hug að setja skyldi i staðinn
orðin: “Trúðu á tvent í heimi”, eða:
—“Trúðu á eitthvað og
starfaðu í þess nafni!”
Eg komst f persónulega viðkynn-
ing við Georg Brandes sumarið 1885
og hetfir sá kunningsskapur varað
síðan. Hann er manna þýðastur og
skemtiiegastur og fullur af fyndni
og hvers konar andríki. Eiginlega
djúpvitur er hann ekki; til þess að
leggjast djúpt er hann of háður
skapsmunum sínum, eins og meðal
annars kom skemtilega fram, svo
alþýða skildi, þegar hann deildi við
Höffding um Nietzsche; þóttist B.
í honum hafa fundið iaglegan gull-
fisk. En H. kvað óðara upp þann
dóm um Nietzsche, sem allsherjar-
skoðun manna hefir nú staðfest. —
Hinn helsjúki skáldspekingur bygði
að vísu betur en hann vissi, því með
"Umwertung aller Werte” stakk
hann á kýli hinnar rótlausu og
rotnu siðmenningar, sem nú birtist
öllu mannkyni i heimsófriðnum.
Það var og sumarið 1885, að við
Hannes Hafstein sátum að borði
hjá Brandes og engir fleiri. Og er
minst varði komu telpur Brandes-
ar heim frá skóla; og þegar hann
hafði aígreitt þær, segir hann við
mig: “Nú, prestur góður, þessar
telpur eru sí og æ að fipa fyrir mér
og tala um þennan Jesús; — hvað
á eg að segja þeim?” — “Nei, doktor,
mér finst að þér eigið sjálfur að ráða
úr þeim vanda”. — “Eg læt mig það
litlu skifta”, segir Brandes, “en
rengi ekkert, sem þær segja mér eft-
ir kennurum sínum. Þær eiga öll
trúarefni við sjálfar sig, þegar þær
þroskast”.— Það varð eg að hafa. —
“Auðvitað”, bætti hann við, ‘varð
eg um stund að vaða eld”.
Brandes var vinur íslands og
þekti all-vel bókmentir vorar, en
tungu vora miður eða ekki. En alla
pólitik á Norðurlöndum, og okkar
sérstaklega, misskildi hann gjörsam-
lega: kvað það þykja hiægilegur
smásálarskapur úti í löndunum,
þegar þessar smáfeldu bræðraþjóðir
hér á Norðurlöndum lægi í rifrildi
út af smámununum. Þvf var það,
að Brandes iíkti okkur við Amak-
ara-kerlingarnar! Iðraði hann þó
þess, og skrifaði mér langt bréf til
afsökunar; kvaðst hafa skrifað svo
háðslega um þær sakir, af því hann
vildi láta sér bfta, en aðrir þyrðu
ekki að segja okkur sannieikann,
enda væri það sannfæring sín, að
okkar ónot við Dani og sjálfs-
mensku-ofrcmbingur væri okkur
jafnt til skaða sem minkunar. Eg
sagði honum aftur fulla mína mein-
ingu; og einkum sagði eg, að mig
hefði furðað á, hvað samlfking hans
væri honum ósamboðin, hvað
smekkvísina snerti.
Þegar öll hans rit voru prentuð,
vann hann að því verki sjálfur, og
var hann þá á Frakklandi og skrif-
aði mér þaðan: “Eg hími hér mér
til heilsubótar, og verður það ann-
aðhvort síðasta eða næst síðasta
kastið, sem eg fæ: en nú á eg að
verða ódauðlegur: ekki vantar það
að bagginn sé stór, sein inniheldur
mín “opera omnia”, en þakkarvert
er, ef meira nær ódauðleikanum en
svarar litlu kveri. Nú, það yrði þó
vísir af “lffinu eftir þetta”.” — Nú er
Brandes kominn á 8. tuginn, og þó
rita fáir skemtilegri greinar en hann,
enda er það alt í smærri stíl. En
þeir, sem vilja nánar kynnast hon-
um, verða að lesa bækur hans og
sér í lagi “Endurminningar hans
um sjálfan sig og samtíð sína”.
— IÐUNN, 1. ár, 4. hefti.
BRIAND
Stjórnarformaður Frakka
Eftir Howard McCormick.
(Niðurlag).
Einu sinni sló snöggra.st niður ó-
látunum, svolitla stund, — eins og
stundum kemur iogn í stórviðri
hálfa mín. eða einn fjórða úr mín.
Briand greip tækifærið og skaut
inn nokkrum setningum.
“Leyfið mér, herrar mínir, að
ganga fram hjá öllum x>ersónuleg-
um svívirðingum. Mín fyrsta skylda
er við ríkið, — það bfður”.
þannig byrjaði umræða þessi. —
Hún stóð yfir í fulia fjóra daga, á
degi hverjum fram á nótt. Briand
var búinn að rjúfa verkfallið og
koma á friði og sx>ekt í landinu. En
á þinginu mátti hann ekki segja
hinar verulegu ástæður til gjörða
sinna, því að þá var stríðið komið
á. En æsingurinn var svo mikill á
þinginu, að það greip alla þjóðina;
hún varð hamslaus.
Þá var það seint í þessum ólátum,
að Briand sagði:
“Eg skal nú segja yður nokkuð,
sem kemur yður til að stökkva úr
sætum yðar: Ef að stjórnin hefði
ekki getað fundið neitt í lögunum,
sem hún gat notað til að eyða verk-
fallinu og tryggja landamæri sín og
Frakkland móti óvinunum, — þá
hefði hún gjört það, hvað sem lögin
sögðu, þó að hún hefði þurft að
brjóta þau!”
Þá byrjaði nú versta kviðan. Oft
höfðu verið ólæti þessa þrjá daga,
en aldrei sem nú. Einstöku þing-
menn voru með honum, en allur
þorrinn á móti; skammir, uppnefni,
hótanir, hundsgelt, kattarmjálm og
öll óhljóð sem nafn er gefandi, —
dundu yfir Briand, og allir voru þá
hnefar steyttir. En Briand stóð ró-
legur og brosandi; enginn vissi, hve
lengi, margir sögðu heilan klukku-
tima. Loksins snöri hann bakinu
að þingmönnum og snöri sér að
hraðriturunum og hélt yfir þeim
ræðu sína. Hún myndi þá koma í
morgunblöðunum.
Þenna dag voru engin atkvæði
greidd í þinginu. En morguninn
eftir lásu þeir ræðu hans í blöðun-
um, — og þá áttuðu flestir þing-
mannanna sig, og þegar atkvæðin
voru greidd um þetta, þá voru 388
með stjórninni, en 94 á móti.
Meðal annars stóð f ræðunni: —
“Eg kem til yðar eftir fullkomnað
verk, og óbrotin lög. En glaðastur
þó yfir því, að eg get rétt fram hend-
ur mínar og sagt: Skoðið hendur
mínar, — þér getið ekki séð þar einn
einasta dropa blóðs”.
Þetta er maðurinn, sem nú ræður
öllu Frakklandi.
* * * *
Briand er fæddur í Nantes á Frakk-
landi árið 1863, af Breton- eða Bre-
tagne-manna kyni (sama þjóðflokki
og Forn-Bretar), og hefir sjálfur rutt
sér braut til frama og frægðar. For-
eldrar hans voru ekki auðug, eða
sem sagt auðugri að mannkostum
en silfri.
Briand var ákafamaður í æsku og
rammasti Sósíalisti. Hann var prýð-
isvel máli farinn, orðheppinn og
laginn á, að koma þungum og flókn
um hugmyndum í ijósan og skiljan-
legan búning. Varð hann því fljót-
lega meðal hinna fremstu og skilj-
anlegustu Sósíalista og aðalskrifari
félagsins. Svo fór hann að fást við
blaðamensku, sem aðrir helztu
stjórnmálamenn Frakka. — Hann
stýrði blaðinu “La Lanterne” og rit-
aði í “La Petite Republique” og
“Humanité” og fleiri blöð.
Árið 1902 varð hann þingmaður í
fyrsta sinni, fyrir kolanámumenn-
ina í St. Etienne. Þegar hann kom
á þing, fóru menn undireins að taka
eftir honum. Og voru honum aftur
og aftur falin vandasöm störf. Árið
1905 var liann kosinn formaður
nefndarinnar, sem afgreiða skyldi
iagafrumvarpið um aðskilnað ríkis
og kyrkju. Taka allir til þess, hve
skýrt og greinilega hann gjörði lög
þessi úr garði, og þegar frumvarpið
varð að lögum, þá var handriti hans
fylgt orði til orðs. Allur þorri
manna var á móti lögunum, bæði
innan kyrkju og utan. En samt
studdi öll þjóðin frumvarp Briands
með miklum meiri hluta.
Þegar Briand varð ráðaneytisfor-
seti urðu róstur miklar í Sósíalista-
flokknum. Og á aðalfundi þeirra í
París ráku Sósíalistar hann úr fé-
laginu og reyndi þó Jean Jaures að
verja hann sem mögulegt var, en
hann var talinn inælskastur allra
manna í Norðurálfu. Þetta kom af
þvf, að Briand vildi ekki fylgja hin-
um svæsnari Sósíalistum.
Margir kalla Briand guðleysingja
(atheist); en hann er það ekki, því
að hann trúir á guðlega forsjón. En
hluturinn mun vera sá, að hann er
öllum flokkum óháður í trúmálum,
eins og hann er í pólitík. Hann hef-
ir þá skoðun, að hver maður sé
frjáls að leita sannleikans og hafa
þá trú, sem honum finst fullnægja
sálu sinni. Og hann vill brjóta nið-
ur allar tilraunir manna, hverfca
sem eru, að hefta frelsi annara í þess
um greinum. Hann kallar sig “rep-
ublican” (lýðveldismann), en meira
eða minna er hann þó Sósíalisti enn
þá, þó að Sósíalistar rækju hann úr
félagi sfnu.
Hann er stiltur mjög og hæglátur;
sefur 7 tíma í hverjum sólarhring,
en segist þurfa 8 tíma svefn. Neyzlu-
grannur er hann og forðast alt óhóf.
Segir hann að allur þorri manna eti
of mikið og sofi of lítið, — einkum
þurfi allir menn, sem komnir séu yf-
ir miðjan aldur, að neyta sparlega
matar.
Hugsun lians er “radieal” (bylt-
ingahugsun), en breytni og fram-
koma lians er koneervatív.
Þetta er maðurinn, sem nú stýrir
öliu á Frakklandi, — sein segir, að
ef til komi muni Frakkar berjast í
fjörutíu ár til þess að fá sannan og
verulegan frið.