Heimskringla - 08.06.1916, Side 2
BLS 2.
HEIMSKRINGLA.
WINNIPEG, 8. JÚNÍ 1916.
Kynblöndun óheppileg.
Menn græða ekkert við t»að, að
blanda saman tveimur kynstofn-
um mjólkurgripa, og eru líkindin
miklu meiri, að menn tapi við það
heldur en græði. Og fyrir viðvan-
inga eða fyrir hvern þann, sem ekki
hefir fullkomna þekkingu á slikum
hlutum.munu þeir hér um bil æfin-
lega tapa, sem eru að blanda sam-
an mjóikurgripum og þeim, sem til
holda eru ætlaðir.
Blaðið “Hoards Dairyman” segir
söguna af ungum bónda, sem fór að
búa fyrir 8 árum síðan, fullur af
kappi og metnaði, og ætlaði nú að
gýna, hvað hann gæti.
Áform hans í fyrstu var það, að
græða peninga á mjólkurbúi sínu.
En nýlega mátti sjá auglýsingu í
blaði einu þar í sveitinni um, að
þessir gripir væru til sölu á búi
hans: Níu Jersey kýr 7 Guernsey
kýr, 4 Holstein kýr, 14 gripir af Jer-
sey kynbiendingum og 6 ársgamlar
kvígur af Jcrsey kyni, og einn 3. ára
Sherthorn tarfur, sem vigtaði 1350
pund. Einnig átti að selja þarna öll
áhöid mjólkurbúsins, hverju nafni
sem nefnast. Bóndinn var að selja
út, en í auglýsingunni var náttúr-
lega ekki gefin ástæðan til þess,
hvers vegna hann var að selja út.
En átta árum áður hafði hann
byrjað búskapinn fullur af kappi
og áhuga og með nóga peninga og
ætlaði að margfalda þá á mjólkur-
búskapnum. Þarna byrjaði hann
með öll þau beztu gripakyn og ætl-
aði sér að blanda þeim svo saman,
að hann græddi meira en nokkur
bóndi annar. Þrjú voru mjólkur-
kynin og fjórða kynið var hoida-
kyn, Shorthorn-kynið. Bújörðin
hans var góð; hann gat keypt sér
allar vélar og verkfæri, sem gjörðu
honum búskapinn svo léttan, sem
hugsanlegt var og spöruðu honum
vinnu og þar með peninga. Hann
hafði ágætan markað skamt frá sér
og gat selt alt með hæsta verði, sem
hann hafði aflögu. Hann fór vei
með gripi sína, gaf þeim vel og hirti
þá vel, og leit vel eftir öllu á búinu.
En gripahjörðin hans var ekki
betri, heldur verri eftir 8 árin, en
þegar hann byrjaði. Markaðurinn
ákvað verðið, sem hann seldi kálf-
ana sína fyrir. En kýrnar hans vildi
enginn kaupa, og loksins varð hann
að selja þær fyrir lítið verð til
manna, sem slátruðu þeim til að
sjóða þær niður; en til þess er oi't
tekið lakara ruslið gripanna. Kvíg-
urnar sínar lét hann vaxa upp og
voru þær lakari tegund af kyn-
blendingum, og þegar þær voru
orðnar tveggja ára gamlar, þá voru
þær búnar að éta upp meiri pen-
inga í fóðri sínu, en þær voru sjálf-
ar virði. Hann var sjálfur búinn að
missa “móðinn”, sem menn segja og
tapa öllum áhuga og trausti á sjálf-
um sér; en hafði þó nógu mikið vit
til þess, að hætta þessum búskap,
sem hefði gjört hann að öreiga, ef
hann hefði haldið áfram. Alt þetta
kom náttúrlega af því, að hann
hafði ekki næga þekkingu á því,
sem hann ætlaði að gjöra að lffs-
starfi sínu; hann hélt hann væri
fleygur og fær, hvað búskapinn á-
hrærði, en aðal undirstaðan undir
búskapar þekkingunni var ekki til.
Þannig fer ákaflega mörgum, sem
hafa nasasjón af einni eða annari
vísindagrein eða verki eða starfi,
andlegu eða iíkamlegu; þeir halda,
að þeir hljóti að geta gjört það eins
og hver annar. En þegar til kast-
anna kemur, hefir þeim kanske sézt
yfir aðal atriðið, og alt fer í handa-
skolum.
Angora geitur.
Það hefir komið spurning hér til
vor um Angora geitur, hvort þær
séu nokkrar til hér í Canada, og
hvar menn geti fengið upplýsingar
um þær.
Vér höfum komist að því, að
nokkrir hópar af Angora geitum
séu til í British Columbia og í Al-
berta. En Department of Agricul-
ture í Ottawa getur óefað gefið
mönnum upplýsingar um það og
hverjir mennirnir eru, sem hafa geit-
ur þessar. Og ritling um þær ný-
prentaðan, geta menn fengið frían
með því að skrifa til: Publication
Branch Department of Agriculture,
Ottawa.
Geitur þessar cru kendar við
borgina Angora í Litlu-Asíu, þar
sem Rússar eru nú að iemja á Hund-
tyrkjanum. Þær hafa lengi verið
orðlagðar, þessar Angora geitur, og
þykja beztu gripir.
HERBERT QUICK
MÓRAUÐA MCSIN.
SVEITA-SAGA.
□oc
ViS viljum aS krökkunum okkar sé kent eitthvacS
fallegt, og að þau fari í latínuskólann og síðan í há-
skólann".
"Og eg vil”, sagði Jim, “senda frá þessum skóla
nemendur, sem betur eru undirbúnir æðri skóla, en
áður hafa héðan komið, vegna þess að þeim hefir
verið kent að hugsa og starfa. Þeir munu fara héð-
an með það efst í huga, að hugsun og verk eigi að
fylgjast að. Eru ekki krakkarnir þínir ánægðir í
skólanum, Mrs. Pétursson?”
“Eg vildi að fleiri foreldrar vildu koma”, sagði
Jim, “á hvaða tíma dagsins sem væri”.
“Eða nóttu til”, skaut Mrs. Bonnar að honum.
“Eg hefi heyrt, að þú kennir jafnt um nótt sem
daga, Jim”.
Jim brosti góðlátlega.
“Eg býst við, að við yfirstígum hinn vanabundna
tíma, Mrs. Bonnar, því það virðist vera meira að
gjöra en hægt er að komast yfir í skólatímanum.
"Og hvaða rétt hefir þú”, hélt Mrs. Bonnar á-
fram, “til að brenna eldivið sveitarinnar, og nota
skólann og muni hans á öðrum tíma en þeim, sem
þér er afskamtaður? Þó þetta reyndar varði mig
ekki", flýtti hún sér til að bæta við, eins og hún
hefði farið full-langt; "mér datt þetta svona í hug
hinsvegar. Það, sem við komum hingað fyrir, er að
mótmæla kenslu þinni eins og hún er. Alt þetta
bjakstur með korn og hveiti, svín, kýr og þess hátt-
ar á her ekki heima; krakkarnir eiga að læra það,
sem venja er til að kent sé í barnaskólum .
‘‘Skólar eru til þess að undirbúa unglingana und-
ir lífið. Er ekki svo, Mrs. Bonnar?"
‘‘Auðvitað get eg skilið”, hélt Mrs. Bonnar á-
fram, “og aðrir eru mér samdóma, að auðveldara
er fyrir mann, sem lengst af hefir verið vinnumað-
ur, að kenna þau fræði, sem þeirri stétt eru tömust.
en þau fræði, sem ber að kenna í skólum; en skorti
hann þá bókmentun, sem kennari þarf að hafa, finst
mér að sæmra væri, að hann gaefi verkið frá sér og
gæfi reglulegum kennara tækifæri".
“Hvað hefi eg vanrækt, Mrs. Bonnar?” spurði
Jim ósköp rólega.
Mrs. Bonnar var auðsjáanlega óviðbúin slíkri
spurningu, því hana setti hljóða um stund; en Mrs.
Pétursson tók þá upp sóknina meðan lagskona henn-
ar var að jafna sig.
“Við, sem höfum átt við örðugleika að stríða
og unnið baki brotnu til þess að komast áfram, vilj-
um að krökkunum okkar sé kent eitthvað það, sem
gjörir þeim lífið auðveldara en okkur. Okkur líkar
ekki, að krökkunum sé mestmegnis kent um vinnu
og vinnubrögð. Við viljum eitthvað hærra en það”.
“Mrs. Pétursson”, sagði Jim einlæglega; “við
verðum fyrst að byggja á undirstöðunni: Að geta
unnið fyrir sér er það fyrsta og hæsta”.
“Hákon og eg munum sjá fyrir okkar fjölskyldu.
“Eg sendi þau ekki í skóla til þess að skemta
sér, Jim!” svaraði Mrs. Pétursson og kallaði hann
með því nafninu, sem hann var bezt þektur undir.
“Eg sendi þau hingað til þess að þau verði eitthvað
meira en við foreldra garmarnir. Það er mark-
miðið".
“Þau verða meiri en foreldrarnir og meiri en
kennarinn. Drengirnir verða að framtakssömum
bændum og stelpurnar að duglegum bændakonum.
Og þau verða hamingjusöm vegna þess að þau hafr
í búskapnum meira svið starfsemi heilans, en lög-
maðurinn, læknirinn og kaupmaðurinn hafa í sinni
lífsköllun. Eg er að menta þau svo, að landbúskap-
urinn komist á hærra stig, og á honum hvílir vel-
megun lands og þjóðar”.
“Gott! Ágætt!” sagði nú Mrs. Bonnar, sem aft-
ur hafði náð sér að fullu. “Að þrælka mestan hluta
æfi sinnar, og geta svo ekki komið krökkunum
hærra í veröldinni en í bóndastöðu, það er í sann-
leika framför!” og hún hló stuttan kuldahlátur.
“Bændur og bóndakonur verða þau, hvað svo
sem þið segið og gjörið — níutíu af hundraði hverju.
Og af hinum tíu verða níu þénandi í bæjunum og
óskandi af alhug, að vera komin aftur í sveit; en
sa hundraðasti nær að komast til vegs í borginni.
Eigum við að menta þessa 99 unglinga, svo að þeir
verði að undirtyllum í bæjum og borgum, og að sá
hundraðasti í stað þess að nota þá hina miklu
hæfileika, sem Guð hefir honum gefið, hér í bygð-
inni sinni —, noti þá í borginni og gjöri hana enn
þá sterkari? Borgirnar hafa þegar reynst sveitun-
um dýrar. Eigum við að reka kjarnann okkar þang-
að og hjálpa til að gjöra þær voldugri?”
Þær Mrs. Bonnar og Mrs. Pétursson vissu ekki,
hvernig bezt var hægt að svara þessu, og gripu því
til þagnarinnar; en Mrs. Bronson, sem hafði vtrið
að athuga skólastofuna með nákvæmni, og hafði
séð þar ritvélina, fræ-diskana og Babcock mjólkur-
kannarann og aðra óskólalega hluti, benti nú á vegg-
töfluna með reikningsdæmunum og stöfuninni.
“Eru þessi orð tekin upp úr lesbókinni?” spurði
hún hálf kuldalega.
“Nei’ , var svar kennarans. "Þau eru tekin upp
úr búnaðarblaði”.
“Eru þessi reikningsdæmi tekin upp úr reiknings-
bókinni?”
“Nei”, svaraði Jim. "Dæmin höfum við búið f
til. Við erum að reikna ábata og skaða af kúnum
þínum, Mrs. Bronson”.
“Ezra Bronson”, sagði Mrs. Bronson með stolt-
keim í röddinni, “þarf engrar hjálpar með til að
segja hvað sé góð kýr. Hann kunni að búa áður en
þú fæddist”.
“Sá þarf nú ekki hjálp! Hann, sem ætlar að láta
Skjöldu verða gelda og fita hana til slátrunar, vegna
þess hún er.ekki mikil mjólkurkýr; en Babcock
mjólkurkannarinn sýnir hana að vera beztu rjóma-
kúna, og gefa ágóða, þar sem þrjár kýr aðrar, sem
betur mjólka, borga ekki fóðrið”.
Sendinefndin var sem þrumulostin; en Tóni —
því það var hann, sem þannig hafði talað ---- var
sýnilega upp með sér af því, að geta þannig birt
fyrir áheyrendum árangurinn, sem rannsókn á mjólk-
urkúm Bronsons hafði gefið.
“Newton, vertu ekki að blanda þér í viðræðu
mína við kennarann!” sagði móðir hans í all-höst-
um róm.
“Vertu þá ekki að segja kennaranum, að pabbi
viti, hvaða kýr séu góðar og hverjar slæmar. Það
hefir sýnt sig hér svart á hvítu, að hann veit það
ekki. Og ef einhver í þessari bygð vill fræðast um
gildi kúa sinna, þá verður hann að koma hingað;
og það segi eg ykkur, að það borgar sig fyrir þá að
koma, ef þeir ætla sér að ábatast af rjómasölu. —
Bíðið þið bara þangað til að við hötum gefið út
skýrslur okar um kúahjarðir bændanna hérna!”
Konunum kom þessi árás Tóna all-mjög á ó-
vart, og fanst sem skarð væri komið í sókn þeirra.
Sérstaklega var Mrs. Bronson í klípu. Hún var nú í
fyrsta skifti þannig sett á æfinni, að heyra mannsvit
af vörum sonar síns; og þó það gjörði hana hálft
í hvoru upp með sér í aðra röndina, þá blandaðist
sú tilfinning með sterkri löngun til að gefa honum
rækilega hýðingu. Nefndin reis á fætur og var sér
þess meðvitandi, að hún hafði beðið lægri hluta í
röksemdum.
Kýr, kýr!” sagði Mrs. Pétursson gremjulega.
“Ef við látum þig, hr. Irvin, halda áfram kenslunni
verða þær afleiðingarnar, að krakkarnir okkar vita
ekkert nema um kýr, svín og hænsni, jarðveg, fræ
og korntegundir. En hvar kemur menningin fram?
Hvernig munu drengirnir okkar og stúlkurnar koma
fyrir sjónir, þegar við erum þess megnug að flytja
til borgarinnar ? Engin menning, ekkert menta-
snið!”
“Menning!” tók Jim upp eftir henni. “Þú veizt
ekki, hvað þú ert að fara. Eftir tíu ár af skóla eins
og eg vildi gefa ykkur, væri eg betri kennari og
fengi að hafa vilja minn — mundi borgafólkið
biðja um, að krakkarnir þess fengju að ganga á skól-
ann til þess að læra sanna menningu, — menningu,
sem uppfyllir kröfur 20. aldarinnar”.
Vertu ekki að ómaka þig að hugsa um að taka
á móti kaupstaða-krökkunum, Jim”, sagði Mrs.
Bonnar háðslega; þú verður ekki kennari Woodruff
skólans svo lengi”.
Allan þenna tíma hafði fjallapilturinn staðið
þegjandi út í horni og hlustað á það, sem fram fór.
Nú gat hann ekki stilt sig lengur, kom fram á gólfið
og tók til máls.
Eg býst við, að það sé rangt af mér að segja
nokkurun skapaðan hlut, vegna þess að við erum
hér ókunnug og fátæk; en eg verð að leggja herra
Jim liðsyrði; eg má til með það. Rekið hann ekki,
hann hefir gjört meira fyrir okkur en nokkur annar
í heiminum!”
“Við hvað áttu?” spurði Mrs. Pétursson.
“Eg á við það”, sagði Raymond, “að þegar hr.
Jim fyrst byrjaði að tala u mskólann við okkur, vor-
um við fátæk og fáfróð; enginn vildi af okkur vita,
að við héldum, og við höfðum um ekkert að tala
nema rangindi heimsins og óblíðu, óvini okkar og
ódrenglyndi Iowa fólksins. Þið sjáið: Við skildum
ekki ykkar vegi. En nú höfum við von, framtíðar-
von, og vonina fengum við frá þessum skóla. Við
náum að reisa við og komast áfram. Við erum að
mentast. Við erum öll að læra að nota bækur. Litla
systir mín verður eins góð og nokkur önnur. Lofið
þið hr. Jim að vera við skólann, og eg vil hjálpa
pabba að ná í bújörð, og við munum vinna og hugsa
á sama tíma, og verða hamingjusöm!”
IX. KAFLI.
i T ■
■ • > Á
Jenný gjörir Jólaboð.
Flokksforkólfarnir, sem smíða kjörseðlana, alt
frá ríkisstjóra niður í hið smæsta sveitaembætti,
sem kosið er til, skoðuðu vafalítið pólitisku plómuna
sem féll í skaut ungfrú Jennýar Woodruff, úr Wood-
ruff héraði, minstu og óálitlegustu plómuna á trénu;
en það er þá alténd eitthvað varið í það, að hafa
náð kosningu til opinberrar stöðu, ekki sízt þegar
kjósendurnir eru á háu mentastigi, frá almennu sjón-
armiði sagt, og dreifðir út um sex eða sjö hundruð
fermílur af góðu amerísku landi. Að ná kosningu
er því bæði upphefð og trausts-viðurkenning, eða að
minsta kosti álíta þeir svo, sem kosningu ná. Jenný
var skynsöm sveitastúlka, og þess vegna fyltist hún
ekki hroka yfir þessari upphefð sinni; en þess var
hún þó sér meðvitandi, er hún keyrði í Ford-bíl föð-
ur síns, eftir hinum mjúku moldarvegum bygðarinn-
ar, rétt fyrir Jólin, að þýðingarmeiri persóna var hún
en áður.
Veðrið var hressandi, þó það væri fremur svalt,
og henni gekk vel að stjórna bifreiðinni, sem faðir
hennar hafði boðist til að lána henni til að heim-
sækja þá rúmt hundrað sveitaskóla, er voru í um-
dæmi hennar. Og Jenný dró upp mynd af sjálfri sér
í "huganum, sem hinni ríkjandi drotningu þessa litla
kennarahóps.
Hákoni Péturssyni þótti hún tilkomumikil, er
þau mættust á veginum, hún í bifreiðinni og hann í
eineykis-vagni sínum. Hún var bláeygð, með ljós-
brúnt hár, nokkuð kringluleit, og hafði golan slegið
roða yfir andlitið. Hún hafði stöðvað bifreiðina,
er þau mættust, og heilsaði honum brosandi.
"Er ekki pabbi elskulegur! Hann hefir boðist til
að lána mér bifreiðina, þá eg heimæski skólana”,
var hið fyrsta, sem hún sagði, eftir að kveðjur voru
um garð gengnar.
“Það er blessað og gott”, svaraði Hákon; það
svarar þér tíma ekki svo lítinn. Eg vona þú látir
sýsluna borga gasólinið”.
“Ekki hafði eg nú hugsað út í það”, sagði Jenný.
Allir hafa verið mér svo góðir og eg vil gefa eins vel
°g þiggja”.
"En, góða mín", sagði Hákon, “þú byrjar ekki
að fá laun fyrri en í Janúarmánuði, og það er það
eina, sem þú þiggur af okkur”.
“En öll gæðin, vináttan og traustið, sem mér
hefir verið sýnt, — er það ekki mikilsvirði? Þú
veizt ekki, hvað eg er upp með mér af því. Allir
þessir góðu menn, sem eg þekti ekkert áður, og all-
ir þið hinir gömlu vinir mínir unnuð ósleitilega að
kosningu minni, og ef það er ekki neins virði, þá
veit eg ekki, hvað er það”.
"Og þú veizt ekki, Jenný mín”, sagði Hákon,
"hvað eg er upp með mér af því, að hafa í einu af
embættum héraðsins stúlku, sem eg hafði í kjöltu
minni, er hún var lítil".
Áður fyrri, er Hákon var nýkominn til lands-
ins, hafði hann verið vinnumaður hjá Woodruff of-
fursta, og með kaupi því, sem hann fékk þar, hafði
hann getað fest kaup í 80 ekra landspildu, og byrj-
að þar síðan búskap sinn. Nú var hann orðinn auð-
ugri maður en offurstinn, og ekki svo lítið upp með
sér af velgengni sinni. Hann var Norðmaður, hægur
og gætinn og hinn mesti eljumaður, og hafði áunn-
ið sér hylli og virðingu sveitunga sinna. Sérstaklega
höfðu stjórnmálamenn héraðsins mætur á honum.
Áhrif hans voru ætíð 50 til 60 skandinaviskra at-
kvæða virði. Flokksmaður var hann góður, og lét
talsvert til sín taka í hreppa- og sýslupólitik. Og hér
fanst honum gefast tækifæri til að neyta pólitiskra
áhrifa.
Jenný”, sagði hann, “þessi Jim Irvin þarf að
skólast til”.
Skólast til! Við hvað áttu?”
------Kaupið-------
Heimskringlu
Nýjir kaupendur fá tvær af eftirfylgjandi sögum
f kaupbætir: —
Hin ieyndardómsfullu skjöl.
Bróðurdóttir amtmannsins.
Hver var hún?
Ljósvörðurinn.
Ættaieinkennið .
Forlagaleikurinn.
Sylvia.
Dolores
----Borgið----
Heimskringlu
_____________ —