Heimskringla - 08.06.1916, Page 4
HEIMSKRINGLA
(StofnuS 1SS8)
Kemur út á hverjum Fimtudegl.
TJtgefendur og eigendur:
THK VIKIXG I'HKSS, LTD.
VertS blaísins í Canada og Bandaríkjun-
um $2.00 um árih (fyrirfram borgah). Sent
tll lslands $2.00 (fyrirfram borgaS).
Allar borganir sendist rátismannl blab-
slns. Póst e(5a banka ávísanir stýlist til The
Viking Press, Ltd.
M. J. SKAPTASON, Ritstjðrl
H. B. SKAPTASON, Rá158ma15ur
Skrifstofa:
729 SHERBIiOOKE ' STHKET., WlNNlPEG-
P.O. Box 3171 Talsíml Garry 4110
Sendið oss skýrslur um
ensku félögin.
—o— .
Herra Jónas Þorbergsson sendir oss til
birtingar: “Opið bréf til hinna íslenzku lestr-
arfélaga vestanhafs”, og lítur svo út, sem aö
hann ætli að fara að hefja íslenzka þjóóerms-
baráttu hér vestanhafs, eftir því sem í bréfr
inu stendur. Hann skorar á formenn allra ís-
lenzkra lestrarfélaga, að senda sér skýrslur
um félögin og meðlimatölu o. s. frv. — Þetta
er nú alt saman Ijómandi gott.
En vildu menn nú ekki um leið senda rit-
stjóra Heimskringlu skýrslu eða skýrslur um
þau hin ensku lestrarfélög, sem íslendingar
hafa stofnað í hinum mörgu sveitum, þar sem
menn af íslenzku kyni búa. Það væri mjög
skemtilegt, að bera saman meðlimafjöldann í
hinum ensku og í hinum íslenzku lestrarfélög-
um, og bókatöluna í hverju félagi. Vér eig-
um hér ekki við þau lestrarfélög, sem fylgja
sumum barnaskólum, og væri þó raunar nógu
skemtilegt að fá skrá yfir þau, ef þar eru
umferðarbækur, sem berast manna á milli út
um sveitina. Skólastjórnin á meiri eða minni
þátt í stofnun slíkra félaga. En það eru hin
ensku bókasöfn almennings, ekki einstakl-
inga, sem oss þætti svo skemtilegt að fá að
vita um. Það má eki skilja það svo, að vér
séum að hafa á móti bókasöfnum. Vér höf-
um aldrei getað verið án bóka, og lífið þætti
oss ekki lifandi, ef vér ættum að vera þar, er
vér ekki gætum til þeirra náð, til að fylgjast
með viðburðum heimsins og öilum hinum
nýju atburðum, uppfindingum, hugmyndum
og tilbreytingum, og bera það saman við hið
gamla, úrelta og dauða, sem menn eru búnir
að kasta frá sér. 0g vér vildum helzt óska,
að á hverjum 10 ferhyrningsmílum, þar sem
lslendingar búa, eða jafnvel á minna svæði,
þá væri til bókasafn, og þar væri lestrarfélag
af hinum beztu bókum nútímans. Hverjir 10
bændur ættu að hafa eitt félag og leggja fram
10 dollara á ári hver, til að kaupa hinar nýj-
ustu og beztu bækur, í hverri vísindagrein,
sem almenningur getur haft not af.
Þess vegna er það, að vér gjörum fyrir-
spurn til hinna ensku lestrarfélaga meðal Is-
lendinga. Það er mikið í þau varið, ef að
bækurnar eru vel valdar. En gæta mega menn
þess, að menn geta bæði orðið vitrari og
heimskan af bókalestri. Og þess vegna er
svo mikið undir valinu komið.
------o-----
Þjóðernisbarátta Jónasar
Vér höfum verið hér í ótal baráttum, Is-
lendingar, í þessi rúm fjörutíu ár síðan vér
komum hingað, og það má segja, að alt vort
líf hér hafi verið ein látlaus barátta; — en
aldrei fyrri getum vér munað eftir því, að
nokkur maður eða flokksforingi hafi með
einu orði drepið á það, að vér ættum að hefja
þjóðernisbaráttu, það er að segja: baráttu
fyrir íslenzku þjóðerni í álfu þessari. Vér höf-
um hér öll hin borgaralegu réttindi, sem aðr-
ar þjóðir hafa. Vér höfum hér aðgang að
öllum menningarstofnunum til jafns við aðr-
ar þjóðir. Vér höfum jafnan rétt til að grípa
og nota tækifærin til auðs og upphefðar, al-
veg eins og hinar eldri þjóðir, sem hér voru
fyrir.
Og öll þessi ár höfum vér verið að berjast
fyrir því, að ná þessum tækifærum og nota
þau, — nota öll þessi réttindi, sem liggja á
borði vors nýja föðurlands, Canadaveldis.
Vér höfum verið að berjast fyrir því, að geta
komið fram sem heiðarlegir borgarar í þessu
landi, sem gefur oss þetta alt saman. Og vér
höfum verið að berjast fyrir því, að leggja
grundvöll að komandi velferð og veUíðan
sona vorra og dætra í þessu og engu öðru
landi. 0g vér erum svo djarfir að segja, að
oss hafi tekist það furðanlega vel, og sé ein-
lægt að takast það betur og betur, því leng-
ur, sem vér verðum f landinu, og lærum bet-
ur og betur háttu þess, síðu og tungu. Og
jafnframt þessu höfum vér fengið virðingu
og viðurkenningu hjá öllum eða allflestum
innlendum mönnum, sem til vor þekkja. —
Þetta er sú þjóðernisbarátta, sem vér höfum
allir verið að heyja síðan vér komum til
þessa lands.
En nú koma nýjir menn, sem ekki vita af
þessari baráttu, sem ekkert þekkja til svita-
dropanna, sem runnu af oss, þegar vér vorum
að ryðja skóginn af löndum vorum, — þegar
vér með exi í htndi vorum fyrst að brjótast
inn í frumskógana, hreinsa fyrstu blettina í
kringum hús vor, byggja végina og grafa
skurðina óg um leíð spara .alt við sjálfa oss
sem vér gátum; um leið að berjast yið að.
koma sonum og dætrum vorum til menningar
þeirrar á eriskri tungu meðal hins enskumæl- j
andi þjóðfélags; — nú koma' þessir menn, í
sem voru í reifum sínum, þegar vér börðumst
upp á lífið, og segja, að alt, sem vér höfum
barist fyrir, sé einskisvirði, eða svo lítilsvirði,
að vér þurfum að hefja nýja baráttu, ■— bar-
áttu —- ekki fyrir ensku eða kanadisku þjóð-
erni — þjóðerni sóna vorra og dætra og allra
þeirra eftirkomenda, heldur fyrir íslenzku
þjóðerni. Og svo kemur þetta broslega at-
riði: Það er sent heim á ísland eftir mál-
snjöilum, merkum og góðum mentamanni,
dr. Guðmundí Finnbogasyni. Vér sáum hann
rétt snöggvast, í einar 5 mínútur, og leizt gáfu
lega á manninn.
En fyrir mann að koma hingað úr annari
heimsálfu og hafa aldrei séð land þetta, ekk-
ert eða lítið þekt til allra þeirra viðburða,
sem hér hafa gjörst meðal Islendinga, —
ekkert þekt þeirra daglega líf eða hugsunar-
hátt eða þrautirnar og erfiðleikana, sem þeir
hafa þurft við að stríða, bæði í borgum og í
sveitum úti, — og ætla sér að láta mann ó-
fróðan um alt þetta, hversu mentaður sem
hann er að öðru leyti, að ætla sér, að þessi
maður geti sagt mönrium fyrir, sem verið hafa
hér og barist í 30-—40 ár, — að hann geti
sagt þeim fyrir um, hvað þeir skuli hugsa og
hvernig þeir skuli breyta og hvaða stefnu eða
stefnur þeir skuli taka, — það er vægast tal-
að barnalegt, og það er ætlun vor, að Dokt-
orinn hafi þar gjört hið mesta glappaskot á
æfi sinni, að láta leiðast út í þetta, og hefði
þó getað ver farið, ef að hann hefði ekki
komið fram með stillingu og lipurð, sem vér
höfum alla heyrt hæla honum fyrir. Sjálfir
höfum vér enga ræðu hans heyrt.
Þetta liggur nærri að vera líkt því, ef að
einhver Islendingur hér eða heima á Islandi
hefði fengið hálærðan Hottentotta sunnan úr
Afríku til að koma og prédika fyrir mönnum,
hvernig þeir skyldu búa og hvaða ávexti þeir
skyldu rækta. Og blessaður Hottentottinn
færi að kenna þeim að rækta alla þá ávexti,
sem þrífast undir hinm brennandi miðjarðar-
sól!
I öllu voru stríði og allri vorri baráttu hér
vestra, hefir oss aldrei komið til hugar, að
hefja neina þjóðernis-baráttu. Lngum vorra
fremstu manna hefir komið það til hugar, svo
að vér vitum. Og það væri að hleypa þeim
eldi í félagslíf íslendinga, sem enginn getur
sagt, hvenær niður félli. Vér, sem komum af
Islendi, fluttum með oss endurminningar um
landið og vini vora þar og málið. Og vér
höfum stofnað íslenzku lestrarfélögin, af því
að vér þurftum þeirra, og höfðum skemtun
af þeim, og vér höfum þau þangað til vér
göngum í gröfina. Það kemur engum heil-
vita manni til hugar, að amast nokkuð við
því, þó að vér séum Canada- eða Bandaríkja-
borgarar og höfum heitið því, að unna og
vinna þessu landi, sem voru föðurlandi. En
börnin vor, sem hér eru fædd, eru Canada-
eða Bandaríkja-borgarar. Canada er móður-
Iand allra þeirra, sem hér fæðast. Skyldur
þeirra allra eru við Canada og ekkert annað
land. Þau svívirða þetsa sína móður, ef að
þeir eða þær láta sér annað til hugar koma.
Þau geta borið virðingu og ást til gamla Is-
lands, og vér vonum að vér gjörum það allir,
og þau geta geymt í hlýjum huga allar gamlar
endurminningar þaðan. En þetta land, sem
vér lifum í, er Iand barnanna vorra, og hver,
sem annað segir, er óþarfur maður, væglega
talað, hver sem hann er og hvaða stöðu sem
hann hefir.
Það er að eins eitt mál og eitt atriði, sem
nú þarf að sitja fyrir öllum öðrum í þessu
landi, og það er að vinna stríðið; öll önnur
mál ættu niðri að liggja en þau, sem á einn
eða annan hátt ekki stuðla til þess, og sízt
ætti að fara að brjóta upp á nýjum deilu-
málum.
------o—-----
Liðsöfnun 223. herdeildar
Vér auglýstum í blaðinu fyrir nokkru um
ferðir þeirra foringjanna úr 223. herdeiid-
inni, að safna liði alla leið frá vötnunu.R
miklu og vestur að hafi, og hara þ»ir allir
sýnt þar lofsverðan áhuga og orðið mikið á-
gegnt, sem sjá má af því, að straumur nýrra
Iiðsmanna hefir verið að koma inn til 223.
herdeildarinnar, bæði að austan, vestan og
norðan.
Capteinn H. M. Hannesson hefir verið á
ferðinni vestur undir fjöllum, mest vestur í
Alberta, og farið þar bygð úr bygð meðal ís-
lendinga, Svía, Dana og Norðmanna. Og mrð
eldfjöri hefir hann flutt þar ræður yfir einurn
hópnum eftir annan í öllum þeim héruðun, og
borgum, þar sem þeir búa. Vér höfum heyrt
það fullyrt, að honum hafi allstaðar veno
tek:ð ágætlega vel, enda segjst Marinó ágæt-
lega á ræðupalli og áhugi hans er sí-logandi,
ög þeir, sem kunnugir eru, vita, að hann hefir
barist meira fyrir 223. herdeiidinni en nokk-
ur annar. Það er eins.og menn hafi verið
múlbundnir áður og enginn hafi viljað um
það tala; en vér ætlum, að 223.. herdeildin
hefði ekki verið tii, hefði það ekki verið fyr-
ir hann. Þetta verða menn að viðurkenna,
menn geta ekki annað sannleikans vegna. Og
nú safnar hann og setur hreyfingu á alla þessa
fjarlægu hópa hinna skandinavisku þjóða.
Hann vekur þá til að hugsa um málefni þessi
og hvað þau þýða fyrir land þetta og þjóð-
flokka þá, sem hingað hafa komið til .þess að
gjöra Canadaveldi að föðurlandi sona sinna
og dætra, og til þess að ganga að öllum vel-
ferðarmálum heimsins og vinna að þeim með
Bretum, sem nú hafa sýnt það, að þeir v ru
hin eina þjóð heimsins, sem til þrauta var fær
um að halda á lofti merki frelsisins og mann-
réttindanna, móti ofbeldismönnunum, sem
vildu brjóta undir sig allan heim. Því að
hefðu Bretar ekki skorist í Ieikinn, hefði stríð-
ið verið fytir löngu búið, og útlit heimsins
verið alt annað, en það var fyrir stríð þetta.
Vér verðum því allir að votta Capt. H.
M. Hannesson virðingu vora og þakklæti fyr-
ir farmkomu hans í málum þessum, elju hans
og atorku. Ef að nokkur maður af íslenzku
begri brotinn á heiður skilið fyrir framkomu
sína nú, þá er það Marinó Hannesson.
Capt. H. M. Hannesson er væntanlegur
heim til Winnipeg fyrir helgina.
friðarkenningar Bandaríkjanna, en
þó því að eins, að þau leggi fram
sinn skerf af landher og sjóher til
þess að halda friðnum við eftirleið-
Þessar þjóðir, sem nú eru að
ís.
berjast, verða búnar að kaupa frið
inn svo dýru verði, að þær vilja
ekki eiga á hættu, að nokkur þj* ð
í Evrópu, Afríku og austurhiuta
Asíu, að minsta kosti, geti slitið
friðinn og varpað þeim skelfingum
yfií heiminn, sem nú hafa verið á
ferðum.
Friðarfélögin.
—o—
Um allan heim eru menn að tala um írið
og allstaðar eru friðarfélögin að halda fudni
sína, og þó líklega hvergi eins og í Bandarj'kj-
unum. Bandaríkin hafa verið og eru friðar
ins land, þó að þau séu nú að verða gullsins
lands, og draga til sín allan heimsins auð. —
Það ér æfinlega fagurt, að vilja stofna til
friðar. Og öll þessi friðarfélög eiga skilið
virðingu manna fyrir tilraunir sínar og stefnu
þá, að drepa niður ófriðnum og stríðinu og
blóðsúthellingunum um allan heim.
En það er annað um að tala en í að kom
ast, sem máltækið segir. Það er ekki nóg að
tala, heldur að framkvæma. Ef að ræningi
kemur á heimili þitt og tekur eigur þínar,
myrðir konu þína og börn þín, — hvað áttu
þá að gjöra, vinur minn? Áttu að standa upþ
og halda yfir honum ræðu mikla um að sætt-
ast, þú skulir fyrigefa honum alt, láta hann
taka allar eigur þínar, ef hann að eins vilji nú
sættast? Væri ekki réttara af þér að snúast
móti honum, áður en hann er búinn að deyða
konu þína og börn, og reyna að verja, þau
með hverju móti sem þú getur; handsama
hann, ef þér er það mögulegt, brjóta bein
hans eða deyða hann, ef þú þá gætir bjargað
lífi konu þinnar eða barna þinna? Og ef að
hann kæmist lífs af, þó að meiddur væri, þá
þyrftir þú að hafa eitthvert hald á honum,
að hann gjörði þetta ekki aftur, hvorki þér
né öðrum.
Þetta er svoddan barnaskapur, að heirnta
frið, frið, — en vilja ekkert gjöra, ekkert af
mörkum leggja til að fá og halda friðnum.
Allur heimur er nú að berjast á móti Þjóð-
verjum, til þess að fá frið, varanlegan frið.
Þeir gjöra meira en tala um frið: þeir Ieggja
fram milíónir hermanna og bilíónir dollara til
þess, að fá þann frið. Bygðirnar eyðast og
blóðið rennur í straumum til þess að fá frið-
inn. Og þeir vita það svo vel, að þegar frið-
urinn er fenginn, þá þurfa ríkin og löndin að
hafa svo mikinn herafla, að þau geti kúgað
hvern óaldarflokkinn eða ribbalda-þjóðina,
sem rís upp til að ræna aðra sér minni mátt-
ar, — kúgað hana til þess að halda friðinn.
Þessi ófriður er um allan heim. 1 hverju ein-
asta landi, í hverju einasta mannfélagi eru
hópar þeirra, sem girnast eigur annara, sem
kúga hina máttarminni, eða féflétta þá á einn
eða annan hátt, og það er ekkert annað eri
lögin, sem halda þeim í skefjum, að svo miklu
Ieyti, sem þau ná til þess.
Það getur því verið fagurt af Bandaríkj-
unum að heimta frið. En þeir sem ekkert
Ieggja til friðarins nema orðin og engan afla
hafa til þess að halda honum við, þegar hann
er fenginn; þeir þurfa ekki að búast rið því,
að orðum þeirra verði gaumur gefinn. Það
má vel vera, að eftir á, þegar alt er búið og
þjóðir þessar sjálfar eru búnar að semja frið
sín á milli, þá vilja þær sumar þeirra hlusta á
197. herdeildin.
Vér tökum fúslega greinina frá
K. Á. B. um Fonseca-deildina, og
finnum ekkert að því, er höfund
urinn segir um oss, vér brostum og
þótti það vel komist að orði. En
fyrir löngu höfum vér breytt skoð-
uri vorri á Fonseca, og óskum hon-
um til allrar hamingju og sveitinni,
sem hann stýrir, og vonum að bæði
hann og lið hans alt komi heim
með aukinn frama og frægð, og
hvenær sem er viljum vér leggj
þeim öllum gott orð, bæði í heild
og einstökum mönnum.
Bókfregn.
ver
en
IÐUNN, tímaritið riýja til skemt-
unar og fróðleiks, sem þeir gefa út
Ágúst H. Bjarnason, Einar Hjör-
leifsson og Jón Ölafsson, er nú
komið alt hingað vestur, þetta I.
ár, 4 heftin. Innihald 4. heftisins
er þetta:
Tvær þulur, eftir frú Th. Thor-
oddsen; Alt af að tapa, saga eftir
Einar Hjörleifsson; Saga talsím-
ans, eftir G. J. Ólafsson; Þögnin í
turninum, saga frá stríðinu eftir Le
Goffic; Dr. Minor, eftir Jón Ólafs-
son; Endurminnmgar, eftir Jón
Ólafsson; Við dánarfregn Dr. Gr.
Thomsens, kvæði eftir L. H. B.;
Dvöl mín í Danmörku II. (Grundt-
vig og Brandes), eftir Matth. Joch-
umsson., og ritstjá, um ýms nýút-
komin rit.
Vér höfum ekki tíma til að segja
neitt verulegt um þetta hefti,
höfum að eins gripið í það;
það virðist alt vera eins frá upp
hafi til enda, afbragðsgott, — eini
og segja má um öll hin heftin, sem
á undan eru komm. Málið er snild-
arfagurt og eldfjörugt, Ijóðin og
þulurnar ágætar. Nýr höfundur, frú
Thoroddsen, kemur með fyrirtaks
þulur, sem helzt ættu myndir að
fylgja. — Hina eldri rithöfunda
þekkja menn, þá Ágúst, Einar og
Jón; enginn þarf að lýsa þeim.
Og svo góðskáldið síra Matthías.
En hver, sem elskar íslenzkt mál
og fróðleik, ætti ekki að missa af
nokkru, sem þeir rita; það er tjón
fyrir hvern og einn og sjálfskapar-
víti, meðan ritið er fáanlegt. Vilj-
um vér því ráða öllum, sem vilja
eignast ritið, að panta það sem
fyrst; kostar að eins dollar þetta
fyrsta ár; en verður líklega dýr-
ara framvegis, því það svarar ekki
kostnaði, að selja ritið fyrir það
verð hér, einkum nú, þar sem pen-
ingar eru stöðugt að falla, en papp-
ír og alt annað að hækka í verði.
Pantanir sendist til Stefáns Pét-
urssonar, 696 Banning St., eða P.
0. Box 3171, Winnipeg.
South Georgia, sein var 750 mílur í
burtu, en skilja meginið af skips-
höfninni Þarná eftir undir forustu
FrankWild’s, sem var næstur for-
ingi undir Shaekleton.
Lieut. Shackleton fór baðan hinn.
24. apríl með fimm menn aðra. £>eir
héldu áfiam i hálfan mánuð í hríð-
uhj og frosti, þangað til beir sáu
strendur landsins, og voru l>á komn-
ir að vesturströnd Soutli Gcorgia.
í tvo daga voru þéit lað reyna að
komast með bátana á lanu og tókst
það ioksins, og 1 dögum síðar kom-
ust þeif til HákOnarfjarðar (Haa-
kon Bay). En liinn 19. maí héldu
þeir þvert yfir eyjuna og komu hinn
20. til hvalastöðvanna á Straumnesi.
Þar fengu þeir 80 tonna hvalveiða-
skip, til þess að fara og reyna að ná
mönnum þeim, sem þeir höfu sftir-
skilið á Eiephant eyju. Þcir reyndu
að kornast þangað, en gátu ekki
fyrir ísum og .héldu til Falkland
eyja, som eru beint austur af JVlagel-
lan sundum, við suðurodda Ame-
ríku. En South Geoi-gia er eyjaklasi
iangt nokkuð suður og austur af
Falklands eyjum. Þegar Shackleton
skildi við félaga sína á Elephant
eyju, höfðu þeir fimm mánaða mat-
arforða og líkindi til að þeir gætu
drýgt það með selaveiðum. Allir
voru þeir þá hraustir.
Á ferðum þessum fann Shackleton
nýtt land eða strönd, sem hann
fylgdist með einar 200 mílur, og kall-
aði Caird Coast. En þar sein átti að
vera Grænland hið nýja (New South
Greenland) fann liann ekkert land,
heldur 1900 faðma dýpi, og segir það
villu eina, að menn hafi ætlað þar
land vera.
Hið lengsta, sem Shackleton komst
suður, var á 77. þreiddargráðu og
35. gráðu véstlægrar iengdar. Hefir
hann því verið býsna langt frá suð-
Urpól. £n margar og merkar athug-
anir gjörði hann á fer ðsinni og eyk-
ur það þekkingu manna í mörgurn
greinum.
Fregnir af suðurpólsför
Shackletons.
Lokvsins éru komnar fregnir af
suð.urheimskautafarahum Lieut. Sir
Ernest Shackleton, og er hann nú
kominn til Port Stanley á Falk-
land eyjum. Hann var á skipinu
Endurance, þegar hann var á ferð-
inni til heiöiskautanna; en lenti í
ís og brotnaði gat á skipið, og sökk
það í Weddell hafinu við suðurpól-
inn hinn 20. nóvember 1915; en hinn
15. október sama ár voru þeir allir
komnir úr skipinu og fiuttust í bát-
um og náðu loksins Elephant eyju
þann 24. apríl. Höfðu þeir þá haft
hrakning mikinn í rekísnum og leið
illa, svo að sumir vorti nærri dauðir.
Þarna voru þeir matarkortir fyrir
alla skipshöfnina, en ströndin eyði-
leg og gróðuriaus og ekkert lifandi
kvikindi að sjá, og tók þá Shacklc-
ton það ráð, að reyna að komast tii
Frá 197. herdeildinni.
“Víkingum úr Kapada’’ eða 197.
herdeildinni, líður vel að öilu leyti,
nerna um stund er erfitt að fá liðs-
menn. Stafár það af vorönnum,
sáningu og að fiskimenn eru farnir
í sumai-ver sín.
Eftir því sem eg veit sannast, hafa
70—80 Islendingar gengið í deildina.
Það hygg eg, að þeir skrifi sig allir
ísiendinga, og það ungir menn, sem
héreru fæddii-, og það jafnvel þó að
faðir þeirra hafi verið annarar þjóð-
ar maður. Kemur þar fram, að góð-
ir drengir unna móðurinni meira en
föðurnum, og er það eðlilegt. Góð
móðir er uppeidis- og lifsstjarna
barnanna.
Ekki verð eg var við ríg eða ósam-
lyndi milli Skandinavanna í þessari
deild. Svíar munu vera langflestir,
þá Noj-ðmenn, Danir, íslendingar,
Finnar Norður-Hússar og svo slæð-
ingur úr flestum Norður- og Vestur-
Evrópu þjóðum, Kanadamönnum
Bandaríkjamönnum. Ekki hefi eg
orðið var við nokurn Færeyjing né
Grænlending, sem teljast til skan-
din avisku l>jóðanna.
Nú ætlar Lt.-Coi. Fonseca að hefja
útboð til liðsöfnunar í þessari viku.
Hann sendir ármenn sína um alt
Kanada til liðsbónar. Ættu allir
Kanadabúar að framleggja fylsta
fyigi sitt tli lisððsöfnunarinnar, í
þær herdeildir, sem ennþá eru liðs-
þurfar. “Nú liggur lífið á!” Það er
í fylstu alvöru sagt. Aldrei hafa jafn
öndverðir andskotar riðið jafn
geyst á fjör og frelsi frjálsra þjóða,
sem nú. Fari sambandið á kné fyrir
húnskum þjóðum, er siðmenning,
frelsi og kærleiksást eyðilögð og fót-
umtioðin af eindæma iiarðstjórn.
Það má Heimskringla eiga, sem
varaniegan sögu-sannleika, að hún
hefir hvatt en ekki iatt Islendinga
til liðsgöngu, ]só hún iiafi fitjað
granir til foringja voi-s Fonseca og
um leið til vor Víkinganna. En slíkt
hefir ekki skotið oss geig í augu og
höfum vér ekki af því æðrast, og er-
um vinir hennar, sem vér vorum.
Mikið liefir verið talað og ritað
um herfrægð forfeðra vorra. Með
þeim heiðri höfum vér fæðst og upp-
alist, Islendingarnir, fram á þenna
dag. En nú er að myndast og þrosk-
ast vor nýja herfrægöarsaga. Til
hennar þarf að vanda af ýtrasta
megni. Þar þurfa allir að stuðla og
standa að, jafnt ungir sem gamlir,
vesælir sem voldugir. Ef um þessa
sögu vorra Vestmanna verður höndl
að kló, sem sögu kann að rita, verðJ
ur hún bautasteinn vor Vestmanna,
þó aldrei nema vér hverfum inn í
hringiðu nýrrar þjóðmyndunar í
Norður-Ameríku. Leggi nú hver og
einn gull og giæra steina gáfna og
göfuglyndis í það sagnakerfi! óef-
að hafa íslendingar iagt fram fleiri
hermenn en nokkurt annað þjóð-
erni í Kanada, þá hlutfallslega er
reiknað. En vel skal vanda ög stöð-
ugt standa, ef vér ætlum að bera
ægishjálm með vinþjóðum vorum af
húnskum kúguruin!
Munlð það!
K. Ásg. B«iediktsson.