Heimskringla - 29.06.1916, Page 4
•m----------
HEIM8K KINGLA
(StofnuTS 1SS0) r
Kemur út á hverjum Fimtudegl.
Útgefendur og eigendur:
THE YIKI.\'G I'HESS, LTD.
Ver?5 blaSsins í Canada og Bandaríkjun-
um $2.00 um árib (fyrirfram borgab). Sent
til Islands $2.00 (fyrirfram borgab).
Allar borganir sendist rábsmanni blab-
sins. Póst eba banka ávísanir stýlist til The
Viking Press, Ltd.
M. J. SKAPTASON, Ritstjóri
S. D. B. STEPHANSON, rábsmabur.
Skrifstofa:
729 SHERBROOKE STREET., WIWIPEG.
P.O. Box 2171 Talsfml Garry 4110
ÉR SKULUM ALDREI SLIÐRA
SVERÐIÐ fyrri en Belgía í fullum
mæli er búin að fá alt, sem hún
hefir í sölur Iagt og meira; ekki
fyrri en Frakkland er trygt og óhult fyrir á-
rásum fjandmannanna; ekki fyrri en rétt-
indum hinna smærri þjóða í Evrópu er áreið-
anlega borgið, og ekki fyrri en hervald Prússa
er brotið og að fullu eyðilagt.—ASQUITH.
------o------
Liðsöfnun og 223. herdeildin.
Alt frá hinni seinustu orustu við St. Eloi
hefir hermálastjórnin daglega gefið út lista
yfir Canadamenn í hundraðatali, sem fallið
hafa í baráttunni fyrir frelsi alls heimsins og
til að drepa niður hinn voðalega anda her-
mannavaldsins. Stærsti listinn kom á sunnu-
daginn var, og voru á honum nöfn 1000 Can-
adamanna. Meðal þeirra voru nöfn landa
vorra. Og einlægt fjölga þau og með hverj-
um lista verður sorgin og harmurinn meiri og
meiri. Hve lengi á þetta að ganga? Vér get-
um engan enda séð, nema alt fólkið, hver
einasti maður í hinu brezka veldi sjái og
skilji þörfina og neyðina að leggja alt afl sitt
fram, svo að morðingjunum þýzku verði ó-
mögulegt móti að standa. Hinar þýzku þjóð-
ir eru stórar, mannmargar, ríkar og hraustar.
Og það er fásinna af oss, að sjá það ekki eða
trúa því ekki, — fásinna, að neyta nú ekki
allra krafta, þegar alt er í veði; fásinna, að
senda ekki hvern einasta mann, sem mögulega
getur komist, í sveitir þeirra, sem fara að
berjast. Þessi kuldi og afskiftaleysi tefur fyr-
ir sigrinum, og lengir kvalir þær og hörmung-
ar, sem stríðinu fylgja.
Drengirnir, sem .komnir eru á vígvölluna,
og allir þeir, sem nú eru að fara, bjuggust við
því, þegar þeir gengu í herinn, að þér, sem
heima eruð, mynduð standa að baki þeim,
og þeir höfðu fylsta rétt til að hugsa þannig.
— Það er ekki nóg, að fylla skörðin þeirra,
sem falla í fylkingunum, heldur þarf að auka
og efla aðalherinn allan, svo að nóg sé til af
hermönnunum að vinna sigurinn. — Rússar
vinna nú drengilega sinn hluta. Frakkar gjöra
alt, sem hægt er að búast við af þeim, og
meira til. Allur heimurinn dáist að sjálfs-
afneitun, drenglyndi og hugrekki þessara
þjóða, kvenna bæði og karla. Og þó hafa
Bretar gjört meira en þær, því að yfir 5 milí-
ónir Breta gengu sem sjálfboðar í stríðið, —
meira en 10 prósent af allri þjóðinni.
Með flotanum hafa Bretar haldið sjónum,
og verndað verzlun og siglingar. Bretar hafa
eytt meiru en 8,000,000,000 (átta billíón-
um) dollara til flotans og hersins síðan stríð-
ið byrjaði. Þeir hafa lánað Bandamönnum
2,000,000,000 dollara. Þeir hafa lagt fram
stórfé til að halda lífi í fólkinu í Belgíu, Pól-
landi og Serbíu; lagt Frökkum til alt stál til
verksmiðjanna, sem búa til vopn og fallbyss-
ur þeirra, og sjálfir hafa þeir á vopnasmiðjum
IJ/2—2 milíónir manna. Þeir hafa sent Rúss-
um bæði vopn og skotfæri og fatnað í stór-
um stýl, og hafa þannig gjört þeim mögulegt
að hrekja Austurríkismenn, eins og þeir gjöra
núna. Bretar eyða 25,000,000 dollara á
hverjum degi til stríðsins, og þó finna Bretar,
að þeir gjöra ekki nóg.
Þeir hafa nú tekið herskyldu í lög. Kon-
ur og meyjar Breta vinna nú í vopnasmiðjun-
um; þær stýra vögnum á strætisbrautunum;
þær vinna öll störf hjá bændum úti á landi,
svo að karlmennirnir geti farið að berjast.
Lávarður Selborne skoraði á þær seinastlið-
inn október, að taka karlmannavinnu, svo að
karlmennirnir gætu farið og barist.
Styrkur Frakka og Belga og Þjóðverja
hvílir á því, að þar vinna konur ailar útiverk
hjá bændunum. Ein af helztu hefðarkonum
Breta, Mary Aglionby, rithöfundur, skoraði á
kvenfólkið og bað konurnar að telja þessi
verk enga niðurlægingu. Það væru göfugustu
verkin allra, að vinna það, sem nauðsynlegt
væri, hvaða starf, sem það kynni að vera.
I þúsundatali hafa nú konurnar tekið við
verkum karlmannanna.
Er það nú áreiðanlegt, að menn í Canada
hafi séð og skilið, hváð þjóðirnar í Evrópu
leggja á sig? —Þetta er engu fremur stríð
Breta en okkar sjálfra! Bretar eru ekki að
berjast fyrir eigin hagnaði, heldur til þess að
halda uppi rétti hinna smærri þjóða, til þess
að vernda helgi samninganna og eiðanna og
til þess að steypa drekanum illa — hermanna-
valdinu. Canada er fyrst og fremst að berj-
ast fyrir hinu sama og Bretar, og þar að auki
skuldbundið til þess; því að Canada hefir lof-
að að leggja til 500,000 hermanna og það er
að eins 6 prósent af öllum fólksfjölda Canada.
En þrátt fyrir þetta gengur nú slælega iiðs-
safnaðurinn.
Drengirmr, sem farnir eru, hafa lagt alt
í sölurnar fyrir oss alla, sem hejma sitjum. —
Þeir eru fyrst og fremst að gegna skyldu, sem
er vor eigin skylda, engu síður en þeirra, og
fyrir þá og framkomu þeirra nú getum vér
notið farsældar og vellíðunar, sem stafar af
stríði þessu, og framgöngu þeirra, sem þarna
verja land og lýð einnig hér í Canada. Bænd-
ur vorir lifa nú við meiri ársæld en nokkru
sinni áður. Þeir fá mikið hærra verð en áður
fyrir hveiti, gripi, leður og vörur aðrar, af
þeirri ástæðu, að Rússland, Ungarn, Austur-
ríki, Búlgaría og fleiri lönd geta ekki komið
vörum sínum á heimsmarkaðinn. Og Bretar,
sem alt leggja í sölurnar sjálfir, þeir borga
oss geysihátt verð fyrir vörur vorar í neyð
sinni, og vér notum oss það eins og vér get-
um.
Oftlega heyrum vér menn afsaka það, að
þeir geti ekki farið í stríðið, með þeirri á-
stæðu, að þeir megi ekki vanrækja búið og
vmnuna eða framleiðsluna. — Nú er sannar-
lega tíminn til að prófa, hvað satt er í þessu,
og hver maður ætti að vera einlægur og hrein-
skilinn við sjálfan sig. Er það í sannleika ó-
mögulegt fyrir hann að fara ? Er það ómögu-
legt, að halda búinu við án hans? Eða er
það nóg að segja, að einn og annar verði að
vinna meiri og harðari vinnu, ef að hann fer í
■ stríðið? Þegar hagsældin hleðst á oss, þá
hættir oss öllum við því, að koma oss undan
óþægilegum skyldum vorum. Og vér verð-
um allir að hafa það hugfast, að hermennirn-
ir eru lausir látnir, til að vinna að sáning og
uppskeru, og mun því verða haldið áfram.
Hinn tímann má æfa þá, en æfingin er alveg
ómissandi, því að enginn maður er fær um,
að fara sömu vikuna frá búi sínu og ganga í
skotgrafirnar.
En séuð þér, vinir, lausir við alla sjálfs-
elsku og eigingirni, og sé það af sannri föður-
landsást, sem yður er svo ant um, að fram-
leiða góða uppskeru af löndum yðar, þá get-
ið þér þó æfinlega stutt þessi málefni liðsafn-
aðarins fjárhagslega og lagt fé fram til að
hjálpa og verja örbirgð og vesæld skyldulið
þeirra manna, sem verða að þola örkuml, sár
eða dauða í baráttunni fyrir yður sjálfa og
alt landið. Að eins sáralítill hluti af hinum
aukna ágóða yðar, mundi vera verulegur
styrkur málefnum þessum, og ef að þér vær-
uð svo veglyndur, að gefa allan þann gróða,
sem þér hafið fram yfir kostnaðinn að lifa,
þá munduð þér þó ekki leggja af mörkum
eins mikið og menn þeir, sem gengið hafa og
ganga í herinn, sem sjálfboðahðar.
Og nú er orðið ákaflega kostnaðarsamt,
að safna mönnum í herinn og fer kostnaður-
inn einlægt vaxandi. Hver einasta herdeild
(Battalion) þarf hjálpar við. Vér höfum
hvatt lesendur blaðsins til þess, að hugsa
fyrst og fremst um 223. herdeildina. Og staf-
ar það af því, að' heiður og sómi þjóðflokks
vors er skerður, ef að oss ferst það illa úr
hendi, að gjöra hana úr garði Það voru Is-
lendingar, sem voru hvatamenn að því, að
herdeild þessi var stofnuð; þar eru íslenzk-
ir herforingjar fleiri en í nokkurri annari her-
deild. Menn og konur af öllum þjóðum kenna
deild þessa við kynflokk vorn. Og það verð-
ur oss til ævarandi ósóma, ef að vér látum
oss nú illa farast við þessa vora eigin deild.
Að hálfum eða heilum mannsaldri liðnum
verður smán sú óafmáanleg.
Af þessum ástæðum erum vér að
hvetja hina ungu menn vora til að ganga í
deild þessa, og þá, sem ekki geta það, — að
styrkja hana fjárhagslega. Öll bréf, sem eru
skrifuð til deildannnar og send til stöðva
hennar í Winnipeg, munu til skila koma.
Gjörið nú skyldu yðar á einn veg eða
annan. Þér getið aldrei keypt yður lausa frá
herskyldunni, ef að yður er mögulegt að
ganga í herinn. En þér leggið þó nokkuð til,
ef að þér leggið fram fé til deildarinnar,, og
styrkið þá, sem íara að berjast fyrir yður.
------o-----
“Minningar.”
Vér höfum verið beðnir að segja álit vort
um mynd þá, sem Mr. Þorsteinn Þ. Þorsteins-
son hefir málað til skýringar kvæðinu “Minn-
ingar”, sem birt er í blaði þessu. Vér vild-
um ekki gjöra það, því að vér játum hiklaust,
að vér höfum ekkert vit á málverkum, mynd-
um tæpiega geta dregið mynd af hundi, þó að
vér ættum líf vort að Ieysa. Vér vitum, að
skáldið og málarinn Þ. Þ. Þ. ritar skrautletur,
með litum og útfiúri og þykir ilum fagurt,
sem vér höfum heyrt um það t: \. Hann hef-
ir rnálað myndir af mönnum og cækkað, sem
lofsorði hefir verið á lokii'. Zn um gildi
mynda getum vér ekki borið.
Þessi mynd, sern ur. c. a ræða, er af
gömlum manni á eyðlcgum og iöprum stað.
Staðurinn er meðfram vatn' ei verju Hann
situr á steini við strönclina. b öndin er lág
og sýnist mýrlend, Bjálkah .; er nokkra
faðma til vinstri nandar honrm; skógarhrísla
svo sem 12 feta há að baki hans, og virðist
vera balsamviður, og fleiri hríslur virðast
vera þar hér og hvar um rjóðrið, en öllu yngn
og lægri. Skógur sést utanum rjóðrið, og
virðist helt vera “villow” runnar. Rjóðrið
sýmst mjög lítið og engin sést þar lifandi
skepna önnur en gamli maðurmn, hvorki kálf-
ur eða kýr, hundur eða köttur. Og ekki sézt
þar bátur eða bytta.
Maðurinn situr með stráhattinn í hend-
inni og horfir út á vatnið, og sér í hvít augun,
sem hefði hann sjónir einhverjar. Hann er
hvítur fyrir hærum og fellur hár á herðar nið-
ur; snyrtilegur er hann, sem væri hann í
sparibúningi eða gullbrúðkaupsklæðum. Lít-
ur hann til lofts upp, til kólguskýjanna, sem
hanga yfir vatninu. Þar rofar fyrir eyðu í
skýjin og líkist eyðan Islandskorti, sem héngi
það á vegg framundan manni í hálfmyrkri og
sæju menn strandlínuna, en liti náttúrlega
enga, því að tómt var loftið, þar sem landið
var.
Ef maður ætti að ætla þessu nokkurn stað,
munum vér ekki eftir neinum, nema ef vera
skyldi flóunum norðan við Sandy Bar. En
eigi þetta að vera bóndinn á bæ þessum, þá
hefir hann einhverntíma verið liðléttur að
hreinsa blettinn í kringum kofa sinn. Og
þekkjum vér engan Islending, hvorki í Banda-
ríkjunum né í Canada, sem ekki hefði verið
búinn að afkasta meiru. En það er sem eitt-
hvert vonleysi, þögn og dauði liggi yfir öllu
saman — manninum og náttúrunni. Það er
eins og hann væri á rangri hyllu, röngum stað
og Iíti yfir undanfarna æfi sína harmandi
huga og óski sér, að hann hefði aldrei kom-
ið til þessa lands. -— En eins og vér höfum
sagt áður, höfum vér ekkert vit á myndum,
og hugsunarháttur vor hefir aldrei gengið í
þessa stefnu, og má því vera, að vér skiljum
þetta ekki. Og æfinlega er það bezt, að hver
dæmi fyrir sjálfan sig.
— En kvæðið, sem þér sjáið í blaðinu, er
bæði fagurt og skáldlegt, það þarf engum að
dyljast hugur um það; og þó að myndin
gjörði nú ekki nema að skýra eða festa hug-
myndina lítið eitt í huga manna, þá væri gott
að eiga hana með kvæðinu.
Þorsteinn málar og stækkar myndir fyrir
hvern, sem vill litlu til þess kosta. Þér ættuð
að fara að sjá hann og sjá myndirnar, sem
hann hefir málað. Þá getið þér ráðið með
sjálfum yður, hvort þér viljið fá mynd hjá
honum eða ekki.
------o------
Maori-höfðinginn frá
Nýja Sjálandi.
—O—
Fyrir skömmu var Nýja Sjáland í Suður-
höfum bygt af villimönnum og voru frum-
byggjar landsins Maori-þjóðin; herskáir og
hraustir menn og fríðir sýnum, af villimönnum
að vera. Þangað komu svo Bretar með bók
og bagal, settust þar að, kristnuðu landsbúa
og fjölguðu í landinu. Er landið ágætt, þó að
fjöllótt sé. Friður og samiyndi komst loks á
meðal allra íbúa landsins.
Nú eru hinir upprunalegu landsbúar svo
hlyntir Bretum, brezkri menningu og hugsun-
arhætti og brezku stjórnarfyrirkomulagi, að
þegar Bretaveldi er í háska, þá þyrpast þeir
tugum þúsunda saman til að berjast með
þeim, fyrir menningu þeirra og veldi.
Nýlega kemur sú fregn frá New York eftir
J. B. Clarkson frá Ástralíu, að hann hafi kvatt
þrjá hina fremstu stjórnmálamenn Nýja Sjá-
lands, er þeir stigu um borð í skip, er fór frá
New York til Bretlands. Menn þessir voru:
Sir James Carroll, Ch. Carncross og C. J. Parr,
tveir hinir síðarnefndu þingmenn. En hinn
fyrstnefndi, Sir James, er Maori-maður, og
fyrsti maðurinn af Maori-kyni, sem Bretar
hafa hafið til aðalstignar.
Þeir leggja út í ferð þessa til Englands til
þess að fullvissa Bretastjórn um það, að ný-
lendan sé reiðubúin og fús til að leggja fram
sinn seinasta mann og sinn seinasta skilding,
til þess að hjálpa til að brjóta á bak aftur of-
urveldi Þjóðverja og tryggja hinum smærri
þjóðum áreiðanlegt og varanlegt frelsi og
viðhalda hinum tryggasta verði frelsisins og
mannréttindanna: hinu brezka veldi.
“Vér erum 13,000 mílur frá Lundúna-
borg’ , segir Clarkson. “En vér erum eins ein-
ráðnir í að berjast með Bretum til þrautar eins
og vér hefðum lifað og búið á Englandi. Vér
höfum þegar sent 50,000 sjálfboða
liða og eru þó aðeins 300,000 full-
vaxnir menn í Iandinu. En nú höf-
um vér tekið í lög almenna her-
skyldu til þess að vera við hinu
versta búnir”.
Þessi sendiferð Maori-mannsms,
barúns Sir James Carroll’s og þing-
mannanna sýnir mönnum svo ljós-
lega, hvernig stríð þetta og háski
Breta hefir tengt hið víðlenda
Bretaveldi saman svo traustum
böndum kærleika og félagsskapar,
að Bretar og sambandsþjóðir
þeirra eru nú allir sem fóstbræður,
hvar sem þeir eru úti um víða ver-
öld Þeir standa hver með öðrum,
og ætla að láta eitt yfir alla ganga.
Þegar háskinn vofði yfir Bretum
heima, flykkjast fóstbræðurnir að
úr öllum álfum heims. Þeir sjá það
og skilja svo vel, að exin, sem ríð-
ur að höfði Breta, muni á örstutt-
um tíma verða reidd yfir þeirra
eigin höfðum Og verði aðalvígi
frelsisins ekki varið, þá er þeirra
eigið frelsi ekki túskildings virði.
Þetta hefir mikill hluti landa í
álfu þessari séð og þeir hafa
brugðið drengilega við all-flestir,
og vér treystum því, að þeir, sem
enn hafa ekki eða lítið lagt af mörk
um af fé eða mönnum, muni enn
gjöfa það; og það því fremur,
sem nú sýnist vera farið að hallast
fyrir óvinunum, og er því meiri
þörfin að herða seinustu kviðuna,
svo að yfir taki serA fyrst.
Vér ættum ekki að standa á baki
Maori-mönnunum á Nýja Sjálandi.
Islendingadags ræða
ANNAN ÁGÚST 1914.
Eftir M. J. Skaptason.
“Gríp þú hendi þinni undir belti
mér” mælti Grímur svo, “og hafðu
augun opin og reyndu að muna,
hvað fyrir augun ber, því að lítið
gagn verður þér að því sem þú sérð,
ef þú gleymir því. Skaltu festa það
vel ó minni og spurðu mig hvers,
sem þér kann í hug að koma. En
breytingu muntu sjá og hana eigi
litla”.
— Eg gjöri ]>etta og finst inér að
við Jíða í loft upp og fara með ákaf-
iegum hraðat og ó augabragði sá eg
jökulinn mikla í'fjarska og Vest-
mannaeyjar og Esjuna, og veit ekki
fyrri en eg só fjöruna og borgina
Reykjavík, og nemum við staðar á
hæðinni við Skólavörðuna, sem áð-
ur var; en nú er þar turn mikill, og
kvað Grímur það stjörnuturn
þeirra. Mér þótti Reykjavík liafa
stækkað. Borgin breiddi sig út
beggja megii/ við tjörnina og suður
mclana, alla leið suðiír að Skerja-
firði. Höfnin að norðanverðu var
þakin skipum og í borginni voru
háar og miklar byggingar, allar
gjörðar úr höggnu grjóti, einstöku
úr stáli. Þar lágu úthafsskip við
bryggjur, hroðastórir barðar, með
korn frá Canada. Voru þar korn-
hlöður feykilega stórar, sem við hér
köllum “eievatora”. Kom þetta korn
mest frá Alberta( Saskatchewan og
Manitoba eftir Hudson flóa, og
höfðu Englendingar, Fiakkar og
Þjóðverjar kornhlöður þessar, og
þótti tryggara og óhultara að geyma
l>að þar ó ófriðartímum, en heima
hjá sér. Hver þessara kornhlaða tók
margar milíónir bushela; en síðar
skal skýrt frá, hvers vegna geymslu-
staðurinn var svo óhultur þarna.
Herskip voru ó höfninni frá öllum
þessum þjóðum; bryndrekar 2 og 3
frá liverri. öll var borgin lýst og hit-
uð með rafurmagni, mestu úr Elliða
ánum, og var það -sumt tekið úr
laxafossunum, en þó miklu meira
ofar, því að stýflugarðar höfðu ver-
ið steyptir í árnar á fleiri stöðum,
og fékst þaðan miklu rheira afl en
úr fossunum, þar sem það fyrst
hafði verið tekið. Voru rafurmagns-
þrautir um alla borgina, og gengu
vagnar eftir þeim og svo öðrum
brautum suður til’Hafnarfjarðar og
alla leið austur í ölfus, upp til Þing-
valla og suður til Kjósar með sjó
fram. Auk þess voru margar verk-
smiðjur í borginni, sem allar not-
uðu rafurmagn. Tjörnin var horfin
og var þar nú kominn lystigarður,
með blómreitum og trjám ( þó að
smávaxin væru; enda voru að eins
rúm hundrað ár síðan borgin fór
verulega að þrífast. Háskóli var þar
stór og mikill suður undir Kolla-
firði, með mörgum byggingum og
öllum skrautlegum. Var hann sótt-
ur, auk íslendinga, af mönnum af
öllum Norðurlöndum, úr Banda-
ríkjum og Canada. Afkomendur ls-
lendinga, er flutt höfðu til landa
þessara, sóttu hann mikið, og ekki
þótti nú sá maður mentaður, sem
ekki kunni tungu Snorra, Sighvat-
ar og Egils. Hafði Reykjavík þá um
hundrað þúsund íbúa: Engar sáust
hervarnir þar; en við Skerjafjörð-
inn voru hafnargarðar og skipalagi,
og sagði Grímur, að þar væru neð-
ansjávarbátar( einir 20, þegar flest
væri; og sunnantil á öskjuhlíðinni
voru byggingar all-miklar fyrir flug-
dreka, og sá eg nokkra sveima með
ströndinni í lofti uppi og út á fló-
ann. Var sem þeir væru að koma og
fara sunnan frá Reykjanesi. Sr.gði
Grímur að það væru strandverðir,
og væru þeir einlægt á ferðum alt.
árið út. Því ekkert herskip mótti að
landi koma nema með sérstöku leyfc
Reyndi það að koma, eða heill fl >ti,
þá var óðar ráðist að þeim bæði að
neðan og úr lofti og þeim von bráð-
ar sökt. Rússar höfðu reynt það
einu sinni( eftir að þeir náðu Finn-
landi norðan til' á Noregi; en urðu
frá að hverfa eftir að hafa tapað
mestu af skipum sínum.
Það þótti mér nýlunda, að þarna
var hver blettur ræktaður í kring
um húsin, og voru þer berjagarðar
miklir. En svo voru gróðurreitir
stórir með glerhimni yfir hér og hvar
alla leið suður að Laugum og um
hæðirnar að austan og vestan, þar
sem áður voru grjóturðir tómar.
Þarna inni undir glerhimninum
voru ræktuð epli og ávextir, sem
vaxa í suðrænum löndum. Og sagði
Grímur mér, að þetta væri ineira en
til gainans eins( því að þetta væri
nú orðið að einum bjargræðisvegi
landsbúa, síðan menn fengu veru-
lega kunnóttu á rafurmagninu, og
hefðu komið á samtökum að ná því
með fossunum, og nota það síðan
nærri til allra hluta. Þeir legðu raf-
urmagnsþræðina niður í moldina á
ökrum og görðum sínum; þeir létu
rafurmagnssólina skína í blómhús-
um og gróðrarhúsum sínum og
eplagörðum( svo að þar gæti vaxið
livað sem væri, því að kuldann
byrgðu þeir úti.
Griparækt væri höfð að eins til
að senda kjöt til útlanda; það væri
nú talfn bezta liermannafæðan( því
að það gjörði menn grimma og væri
helzt étið hrátt. En alþýða manna
væri að mestu hætt að éta það, og
hefði óbeit á því. Kýr væru þó hafð-
ar til mjólkur og kindur fyrir ull-
ina. Ef eg kæmi upp í iandið, þar
sem iniklu fossarnir væru, þá mundi
eg sjá mikið af verksmiðjum af
ýmsu tagi( og sömu gróðrarreitina
og hérna, en þó sumstaðar í miklu
stærri stýl, því að sumstaðar væri
fossa-aflið svo feykilega mikið, þó
að ekki væri farið að nota helming-
inn af því enn. En það færi vaxandi
með óri hverju. Og einlægt vildi
fólk úr öðrum löndum flykkjast inn
í landið. Það væri að vísu gott; en
til allrar hamingju sáu landar við
þeim háska í tíma. Þeir leyfa engum
að setjast hér verulega að( nema að
liann taki borgararétt; en til ]>ess
þarf hann að geta talað og skrifað
íslenzka tungu svo að vel sé, og eru
próf þau hörð nokkuð. Og ef hann
svo viil fara úr iandi, þá verður
hann að skilja eftir % liluta af öll-
um gróða sínum, sé haiin yfir 500,000
þi'isund krónur, og landeignir allar
falla undir ríkið, þegar sá yfirgefur
þær sem notað hefir. Og æfinlega
verður liann að leggja af við ríkið V*
af gróða sínum, ef hann vill burtu
flytja úr landi. Þetta er bygt ó því,
að það sé fyrir iandið sjálft og auðs-
uppsprettur þær, sem á því finnast,
t. d. fossana, sem menn geti grætt
svona mikla peninga. Alt fyrir ]>etta
sækjast margir eftir að setjast li<5r
að. Þeir eru aHir velkomnir, þó ao
helzt kjósi menn íbúa Norðurlanda.
Engir af hinum gulu kynflokkum
fá hingað að koma( og engir ’ lá-
menn. Þeir-eru viðstöðulaust fluttir
út á skipin eða flugdrekana aftur
og ófriðhelgir, hvar sem þeir finnast
á landinu. En Svíar, Norðmenn og
Danir, Skotar og írar( Ameríkumenn
og Frakkar og einstöku Þjóðverjar
setjast hér að. En þeir semja sig