Heimskringla - 29.06.1916, Blaðsíða 8

Heimskringla - 29.06.1916, Blaðsíða 8
BLS. 8. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 29. JÚNI 1916. Auction Sale Every Second cind Fourth Saturday monthly will be held at Clurkleigh this year from 2 to 6 p. m. B. RAFNXELSSON. Tax Sa/e Hér með tilkynnist, að Tax Sale Gimli bæjar hefir veriS frestað tii 5. jálí 1916. Verður þá haldin í ráðhúsi bæjarins kl. 2 e. h. Swan ManufacturingCo. 676 SARGENT AVE. PHONE SHERBR. 494. Býr til og selur hin velþektu SWAN WEATHER STRIPS. Gjörir gamla húsmuni eins og nýja. 676 SARGENT AVENUE. WINNIPEG, MAN. HALLDÖR METUSALEMS. Fréttir úr Bænum. sér lengi höld. dags við söng og ræðu- Þegar síðasta blað var að fara í pressuna, kom fregn um það, að WILLIAM PREECE hefði fallið á vígvelli í orustunni miklu við Ypres. Yér tókum ekki fregnina af því vafi lék á því, að hún væri sönn. Nú hef- ir þetta sannfrézt og verður að telja þennan mann með hinum mörgu föllnu hetjurn Canada. William Preece var íslenzkur í móðurætt, fæddur og uppalinn í Winnipeg. Móðir hans heitir Jak- obína Preece, er systir þeirra Stefáns Stefánssonar, Dog Creek, Man., og Bjarna heitins Stefánssonar, sem lengi bjó við Elphinstone, Man. Heimskringia vottar hinum sorg- mæddu foreldrum innilega hiut- tekningu sína í fráfaili efnilegs son- ar. Hann hefir fengið göfugan dauð- daga, er hann var að berjast fyrir frelsinu, inenningunni og vellíðun allra þeirra, er honum voru kærast- ir. Heiður og virðing fylgi minningu hans; hann var tii sóma fyrir þjóð- flokk sinn, sóma fyrir Canada, sóma fyrir aila ættmenn sína. Á landi lif- enda munu frændur lians finna liann. Meðal iiinna mörgu föllnu, særðu eða týndu Canadamanna, sem blöð- in geta um á hverjum degi, höfum vér orðið varir við þessa íslendinga. Carl Anderson, frá Selkirk, ungur maður myndarlegur, særður. Var faðir hans um eitt skeið bæjarfull- trúi í Sclkirk. Private Monty (Mundi?) Good- manson, Coiburne (Kolbrún?) Blk., særður. Ilann er að líkindum Is- lendingur. Private Kirstan Johnson (á lík- lega að vera Kristján). Frændur í Winnipeg. Pte. Tryggvi Thorsteinsson, frá Sturgeon Creek P.O., Man., liggur á spítala á Frakklandi, særður á höfði af byssuskoti 19. júní. Sím- skcyti til foreldra hans þann 24. júní lofar nánari upplýsingum síðar. Sökum rigningarinnar á laugar- daginn, varð skemtifarðin að farast fyrir, sem “Jón Sigurðkson Chapter”, I.O.D.E., ætlaði að halda fyrir lier- mennina. Henni er því frestað sem stendur, og er enn ekki búið að á- kveða hvenær hún verður. Hinn vanalegi mánaðarfundur “Jón Sigurðsson Chapter”, I.O.D.E., verður lialdinn á John M King skól. anum, Assembly Hali, á þriðjudags- kveldið 4 júlí 1916, kl. 8 e. m. stund- víslega. Allar félagskonur eru beðn- ar að koma á fund þenna og koma í tæka tíð Dáin kona Jóns Veum í Foam Lake, Sask., Ása Tómasdóttir Hör- dai. Dó á föstudaginn og var jarð- sungin á laugardaginn. Dó frá fjór- um börnum. Þessarar merkiskonu verður nánar getið sfðar. Laugardaginn 17. júní dó f Glen- boro, Man., Jón Þórðarson, einn af frumbyggjum Argyle bygðar, sjötfu og tveggja ára gamall. Banamein hans var slag. Hann var jarðsettur af síra Friðrik Hallgrímssyni mánu. daginn )>ann 19. þ.m. Jarðarförin fór fram frá Glenboro. Eftir hann lifa 4 börn frá fyrri konu hans, ásamt ekkju hans Jóhönnu Jónsdóttur. Hans verður nánar minst síðar. Narfi Albert Narfason og Jakobína Gróa Jasonson voru gefin saman f hjónaband 22. júnf sl., af síra Jakob Kristinssyni frá Wynyard. Hjóna- vígslan fór fram að Foam Lake, á heimili foreldra brúðarinnar, Bjarna Jasonssonar og Guðrúnar konu hans, og var margt af venzla- og skyldmönnum brúðhjónanna viðJ statt. Veittu þau Jasonson’s hjón boðsgestunum með venjulegri rausn sinni og gestrisni, og skemtu menn I MESSAÐ í Únítarakyrkjunni á sunnudaginn á venjulegum tíma. Hinn 21. júní andaðist í Selkirk John Sölvason, 29 ára gamall, úr blóðeitrun í fæti. Hann var jarð- sunginn af síra N. S. Thorlákssyni þann 23. sama mánaðar í Brookside grafreitnum í Winnipeg. tlngmennafélag Únítara biður meðlimi sína að fjölmenna á fund i kveld (fimtudagskv. 29. júní), því mikilsvarðandi mál liggur fyrir. —- Komið snemma! Söngklúbbur 223. herdeildarinnar ætlar að haida dans-samkomu mið- vikudagskveldið 28. júni í Good- templarahúsinu á Sargent stræti. — Ágóðinn á að ganga til þess að kaupa piano fyrir herdeildina. Málverk. Alskonar litmyndir (“Pastel” og olíu- málverk) fást keyptar hjá l»or«teIn! 1». I»or.steInM«yni, 732 >Iet»ee St. — 'l'alNÍmi íi. 4JW»7. — Ljósmyndum, bréfspjalda- myndum o s. frv. breytt í stórar lit- myndir fyrir mjög sanngjarnt vertS. Efalaust eiga allir einhverja mynd svo kæra, aö þeir vilja geyma hana meö lífi því, sem höndin og litirnir skapa, til minja í stofunni sinni. Valtýr Austmann héðan frá Win- nipeg, sem verið hefir hjá St. Clair leikfélaginu, og ferðast hefir með fiokk sinn um Montana, Norður- og Suður-Dakota ásaint Minnesota, er nú hættur hjá því félagi, en í þess stað kominn til Barnbridge Stock Co. og leikur liann á bezta leikhús- inu í Minneapolis. Valtýr er enn ekki tvftugur. Hann er sonur hr. S. J. Austinanns hér í borginni. Ef eitthvað gengur að úrinu þínu, þá er þér lang-bezt að senda það til hans G. Thomas. Hann er í Bardals byggingunni og þú mátt trúa því, að úrin kasta ellibelgnum í hönd- unum á þonum. Fimtudaginn 22. júnf voru þau Hugh Robert St. ClairClark ogClara María Oddson, bæði frá Winnipeg, gefin sainan í hjónaband af síra Rúnólfi Marteinssyni, að 493 Llpton Street. Mánudaginn 26. júhí voru þau Ein- ar Helgi Olson, frá Vita, Man., og Emma Christine Olson, frá Caribou, Minnesota, gefin sarnan f hjónaband af síra Rúnóifi Marteinssyni, að 493 Lipton St. Markaðsprísar á helztu bændavörum í Winnipeg Þriðjudag 29. júní 1916. (Eftir Grain Trade Nevvs og Produce Record, Winnipcg). Hveiti. No. 1 Northern ............. $1.11% No. 2 Northern ............... 109% No. 3 Northern ...........*.... 1.0öy8 Hafrar. Beza tegund (2 C.W.) ........ 0.46% Bygg. Bezta tegund .............. 0.68% Flax. Bezta tegund ............... 1.57 Búpeningur. Geldneyti (Steers) .....$ 8.50— 9.00 Tarfar og uxar.......... 5.75— 6.00 Kýr (feitar) ........... 6.00— 6.75 Jljólkurkýr............. 65.00—80.00 Kvígur........‘......... 7.00— 7.50 Kálfar ................. 9.00-10.00 Kindur ................. 8.50— 9.00 Löinb................... 11.00— Svín.................... 10.50—10.75 Smjör og egg. Egg ........................ -0.22% Smjör (Creamery) ........$0.27—0.29 Sinjör (Dairy) ........... 0.20 3>au Jón Jónsson og Jónína Bjarna-' son, bæði til heimilis í Winnipeg, voru gefin saman í hjónaband aí' síra Rúnólfi Marteinssyni, að 493 Lipton St., þriðjudaginn 20. júní. Þetta ágæta tímarit er nú uppselt hér aftur í bráð; en um miðjan júlí ætti eg að geta afgreitt pantanir á ný, — ef upplag fyrsta ár- gangs “Iðunnar” er ekki þegar þrot- ið heima, En þeir, sem senda mér pantanir í millitíðlnni, sitja fyrir og verða afgreiddir strax og eg fæ ritið. Eftirleiðis kostar árg. $1.25. Stefán Pétursson, 696 Banning Street, Winnipeg. Frá 223. herdeildinni. 223. Battalion (Canadian-Skandi- navian) hefir verið valin til að vera heiðursvörður (Guard of Honor) hans konunglegu hátignar Hertog- ans af Connaught, meðan hann er í Winnipeg hinn 29. júní. Capt. T. Lund verður foringi varðsveitarinn- ar. Liðkönnun á 223. Battalion hélt Capt. R. A. Alton, General Staff Of- ficer mánudaginn hinn 26. júní 1916. Herdeildin á lof skilið fyrir fram- komu sfna. Hún er sem varðlið Win- nipeg-borgar þessa vikuna. Þessir nýjir liðsmenn bættust við 223. herdeildina í vikunni sem leið: G. W. A. Michal. Eli Larson. Hallie William Sweet Maurice Arons. Thomas Swenson. Roy Harpold. William Hamilton. George Acteka O. G. Elíasson A. E. H. Reyolds, Thomas Johnson George J. Wieb. Lawrence Thompson. John Oscar Elmeborn. John Lindholin. Knut Kruzstad. John August Brandstrom Richard Strenberg. W. R. E. Brioers. William Stephenson. Oli Vanz John Smith. Jaines York. Alfred Emprois John Finnbogason. J. R. Morrison. W. A. Sliaw. Werner Bostrom. H. J. Lester H. Mathson. John /?ubar Clarence Lester. Emil Edberg Leonard R. Kay. G. Jenkyas. Karl W. Berg. Henry ,T. Lester. Guðmundur Hannesson. Samuel Malones. R. Nielson Hogh. Tvlim Smikles. Hertoginn af Connaught Landsstjóri Canada, Hertoginn af Connaught keinur hingað í vikunni og cr búist við að hann yfirlíti her- sveitirnar í herbúðunum úti um landið og í Winnipeg. Verður hann hér í borginni um kl. 4.30 á firritu- daginn. Hertoginn er mikilsmetinn af öllum borgurum Winnlpcg borg- ar, þegar einstöku þýzkir eða þýzk- sinnaðir menn eru frá dregnir. Hann er nú að kveðja landið um stund, þvf að tíirii hans er nú bráð- um útrunninn. Vita menn ekki vel, hver muni koma í hans stað, og er talað um marga, og þó helzt Rose- beriy lávarð. Er það slður orðinn, að liinn fyrri landsstjóri fari, þegar hinn nýji keinur og mætist eða fari skijtin hjá á St. Lawrenz fljóti eða í St. Lawrence flóa. Endurskoöun kosningarlaganna Eitt af alþýðumálum þeim, sem nú eru að koina á dagskrá, er end- urskoðun kosningalaganna. Til þess að íhuga mál þessi var nefnd kosin á seinast^ þingi og eru í henni: Hon. A. B. Hudson, Hon. Thos. H. John- son, F. ,1. Dixon, Stephen E. Clement og Albert Prefontaine. Laugardagsmorguninn var hélt nefndin fund og var Hon. A. B. Hud son kosinn formaður nefndarinnar en M. J. Stanbridge skrifari. Þarna er búist við að komi til um- i'æðu, að skylda inenn til að greiða atkvæði; að miða atkvæðisréttinn við ur>i)iýgingu; kosningasjóðurinn góði: afnám veðsins, sem ]>eir hafa orðið að leggja fram, sem um kosn- ingu sækja; atkvæðasmölun, og svo margt annað, sem að kosningum lýtur. Þetta eru mál, sem alla varð- ar um, og ættu menn að gefa þeim gaum, ef að menn vilja nokkru sinna. Hafa menn oft undan ólögum kvartað og kanske meira undan kosningalögum en nokkru öðvu. Næsti fundur nefndarinnar á að vcrða á fimtudaginn, og er búist við að nefnd þessi taki þá á móti tillög- um og sendinefndum. Frakkinn sigra^. Immelmann, hinn frægi þýzki flug maður, fellur fyrir frönskum flugkappa. Fyrir skömmu gátum vér ])ess í Heimskringlu, að Navarre, hinn ungi og hugaði flugkappi Frakka. hefði skorað á Immelmann, að þreyta við sig einvígi f skýjum uppi; en Immelmann neitaði tilboðinu og mættu þeir því aldrei. En í vikunni sem leið mættust þeir Imme'mann og Roger Ribiere, sem er einn al' mörgum frægum flugköppum, er Frakkar hafa í liði sínu. Tókst nú hið grimmasta einvígi með þeim, er lauk þannig, að Immelmann féll fyr- ir Frakkanum og kom dauður til jarðar; en ekki er annars getið, en að Ribiere hafi flogið af hólminum óskemdur. Fáum dögum sfðar var annar mjög frægur Þjóðverji skotinn nið- ur og hét sá Balke. En ekki er þess getið, hver sá var sem stytti honum aldur. Til Leigu hús á Sherburne St, 6 herbergi mod- ern. Renta $18.00 um mánuðinn. — Laust ]>essa dagana. Semja má við: S. D. B. Stephenson, skrifstofu Heimskringlu. VANTAR VINNUKONU. Dugleg stúlka getur fengið vist á góðu heimili; — tvö börn og hjónin. Finnið: — Mrs. W. Madden, 61 Oak Ave., Norwood. TILBOÐ. íslenzkum foreldrum á Gimli er boðið að senda börn sín á aldrin- um frá 7 til 14 ára í ísl. lút. kyrkjuna til þess að fá tilsögn í undirstöðu atriðum kristinnar trúar, á hverjum degi frá kl. 9 til 10 fyrir hád. (nema sunnudögum). Þetta nær til allra íslenzkra barna á nefndu aldurs- skeiði. Þeir foreldrar, sem vilja sinna þessu, eru beðnir að láta börnin koma mcð Bandalags-söngvana ís- lenzku; þeir fást hjá mér fyrir 25c. Að öðru leyti er ]>etta öllum ])átt- takendum kostnaðarlaust. Þau börn, sem vilja þiggja tilboð þetta, eru beöin að koma á fund til samtals iaugardaginn 8. júlí á ofan- greindum stað og tíma. GUÐM. P. THORDARSON. SYRPA 2. heftið af 4. árgangi er komið út og verið að senda það kaupend- unum. INNIHALD: Maðurinn með örið á enninu. .Saga eftir J. Magnús Bjarnason. Framfarir hermannsins. með iriynd- um. í Iiauðahafinu. Saga. Til Suöurheimskautsins. Ferðasaga Scotts kai)teins. íslenzkar þjóðsagnir: Hlaupa-Mangi eftir F. Hjálmaisson. Vinnuharka cftir S. M. Long. Andspænis dauðanum. Sagá. Eiglnleikar manns og konu til hjú- skapar. Ofsóknir. Saga frá dögum Kristjáns V. Eftir Kristófer Janson. Þa'ð var þessi hundur! Gamansaga eftir Mark Twain. TIL MINNIS: Umsát Verdun fyrir 1000 árum.— Jötnaborg fundin í grend við fæðingarstað Herkúles- ar. — Tvíburar. — Fyrsta silfur- brúðkaup. — Bátar fyrir tveim ]>úsund árum. — Skiftarétturinn tvö kerti. — Fingurneglurnar. — Tala Þjóðverja. Heftið 30c . Árgangurinn $1.00. ÓLAFUR S. THORGEIRSSON, 678 Sherbrooke Street, Winnipeg LOKUÐUM TILBOÐUM meJ utaná- skriftinni: “Tender for Supplying Coal to the Dominion Buildings verfiur veitt móttaka á skrifstofu þess- ari þar til kl. 4 e. m. á mit5vikudaginn 8. júní 1916, til þess at5 birgja a?5 kolum hinar opinberu byggingar í Canada. Eyt5ublöt5 fyrir tilbot5it5 geta menn fengit5 hjá stjórnardeild þessari og met5 því at5 skrifa eftir þeim til umsjónar- manna hinna ýmsu opinberu bygginga. Engin t!lbot5 vert5a tekin til greina, nema þau séu gjört5 á hinum prentut5u eyt5ublÖt5um, sem stjórnin leggur til og undirrituó met5 eiginhandar-nöfnum frambjót5anda. Hverju tilbot5Í vert5ur at5 fylgja vit5- urkend ávísun á áreit5anlegan banka, sem borgast skuli eftir fyrirskipun rát5- fjafa hinna opinberu verka, og hljót5i vísunin upp á tíu af hundrat5i (10 pró- sent) tilboos-upphæöarinnar, og tapar frambjót5andi upphæt5 þessari, ef at5 hann neitar at5 uppfylla lofort5 sín, þeg- ar hann er til þess kvaddur, et5a full- gjörir ekki samninginn. En vert5i til- boöió ekki þegit5, vert5ur ávísunin send til baka. Eftir skipun, R. C. DESROCHERS, Secretary. Department of Public Works, Ottawa, 7. júni 1916. Fréttablöt5um vert5ur ekki borgatS fyr- ir auglýstngu þessa, ef at5 þau prenta hana án leyfis stjórnardeildarinnar.— 75985. CANADA’S FINEST SUBURBAN THEATRE. Miðvikudag og Fimtudag: — PAULINE FREDRICK í AUDREY Föstudag og Laugardag: — GRAFT, — 18. kapítuli— heil saga. DECORATION DAY SKRÚÐGANGAN. Fréttir heimsins sýndar í myndum. : Manitoba-Saskatchéwan f Produce Company 245 MAIN STREET PHONE MAIN 1678 Verzla með afurðir bænda beint frá bóndanum til bæjar- mannsins. PRÍSAR TIL 1. JÚLÍ: — Egg í heil-kössum 25—26 cents; egg í liálf-kössum 27 cents. Smjör, bezta tegund, 26—27 cents (í kollum, krukkum eða pundsmótum. Kartöflur Beztu Alberta, hvítar,2 til 5 bush. í einu, 90c bush. En sé keypt 10 bush. í einu, þá 85 cts. Carrots og Beets, 2 cts. pundið. Maple Syrup, hreint og óblandað, í % og 1 gal. fötum. $2.75. — Það er mesta sælgæti; reynið það. I : l Alt flutt heim , hvar sem er í bænum. Reynið osS. : Manitoba—Saskatchewan Produce Co. t 245 MAIN STREET PHONE MAIN 1678 : : i ♦ Bændur Lesið þetta! D* G. McBean Co. 245 Main st. Borga hæsta verð fyrir allar afurðir bænda. Eftirfylgjandi T prísar borgaðir til 1. júlí næstkomandi: f -f t ■f i -f : ♦ : ■f I -f t ! -f -f -f -f -f t t ■f -f -f f •f t t Egg 22—23 cents fyrir dúsinið. Smjör í pundsmótum eða kolium 20—22 eents pundið (viljum það helzt í kolium). Ull, 25 til 27 cents pundið. Hænsni. 22 cts.; Turkeys 24 cts.; Andir og Gæsir 18—30 cts. Allir fugiar keyptir með liaus og löppum á. En ættu að vera vel sveltir áður en þeim er slátrað. Vér kaupum einnig eldivið og borgum: — Tamarac (sagað) $6.00; Pine, $4.50 til $5.00 og Poplar $4.00 til $4.50. Fljót skil Andvirði sent strax og varan kemur til vor. Reynið oss og vér munum gjöra yður ánægða. D. G. McBean Co. 245 MAIN STREET WINNIPEG. F *f ♦♦♦♦♦♦♦♦-f f Sögusafn Heímskringlu Eftirfarandi bækur eru til sölu á Heimskringlu, — með- T an upplagið hrekkur. Sendar póstfrítt hvert sem er: Sylvía ............................. $0.30 Bróðurdóttir amtmannsins .............. 0.30 Dolores ............................... 0.30 Hin leyndardómsfullu skjöl............. 0.40 Jón og Lára ........................... 0.40 Ættareinkennið......................... 0.30 Lára................................... 0.30 Ljósvörðurinn ........................ 0.45 Hver var hún? ......................... 0.50 Forlagaleikurinn....................... 0.55 ! Sérstök Kjörkaup Ef pantað er fyrir $1.00 eða meira, gefum vér 10 prósent afslátt. Og ef allar bækurnar eru pantaðar í einu, seljum vér þær á — að einsþrjá dollara ($3.00). Borgun fylgi pöntunum. I ff-ff ff ff f f f f f f f ff ff ff f f f f f ff f f f f f f f f f f f f+■ f f+.f+f f f f H •f-f-M-UUf-f f f f f-Mff f f f 4-M-f f-f f-ff f ♦ ♦ f fff f f ff f f f

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.