Heimskringla - 29.06.1916, Page 7
WIKNIPEG, 29. JCNÍ 1916.
H E I M S 1C R I N G L A.
7.
Undra þol franskra
hermanna.
Yér höfðum staðið nokkra stund
horfandi á herdeild írasnkra her-
manna ganga fraihhjá áleiðis til
síns hvíldarstaðar á hak við her-
garðinn franska, og áttu þeir nu að
fá að hvíla sig í sex daga, eftir sex
daga uppihaldslaust erfiði í skot-
gröfunum við Verdun.
Þeir liöfðu staðið andspænis
dauðanum hverja einustu mínútu
þessara sex sólarhringa. Þeir höfðu
orðið að vinna þar til þeir voru
komnir að niðurfalli af þreytu. Föt
þeirra, skegg og hár, var alt leirugt,
og einnig hinn þungi fatapoki, sem
þeir háru. Svo þreyttir voru þeir, að
bognir gengu þeir undir byrðum sín
um og munnur sumra þeirra hékk
opinn^ þeim óafvitandi; en það var
ekki af mæði heldur þreytu.
“Þeir brosa ekki æfinlega”, sagði
herforinginn, sem stóð við hlið mér
og varð hugsi.
Það undarlega við þessa sýn var
þetta: Maður varð alveg viss um
það með sjáffum sér, að það var að
eins líkaminn, sem var uppgefinn,
en að andinn — hugrekkið var ó-
þreytt og óþreytanlegt. Eg vissi ekki
hvað það vi*r, sem fullvissaði mig
um þetta, en'það er óbifanleg sann-
færing mín.
Líkamskraftar þessara manna
voru á sínu lægsta stigi; vér sáum
marga hópa af þeim steinsofandi á
jörðinni í liinum nístandi kalda
apríl vindi á Norður-Prakklandi; —
já, svo þreyttir voru þeir, að þeir
vissu ekkert um kuldann og bleyt-
una, en sváfu eins vært og barn í
bezta rúmi. En ósjálfrátt fann mað-
ur það og varð fullviss uin að
kjarkjur og hugrekki (moral) þess-
ara manna var í bezta lagi og alveg
óbilað.
— “En þeir brosa ekki æfinlega”,
sagði herforinginn.
Eg liefi verið að leita upplýsinga
um “moral” fianska hersins; einnig
hins þýzka, cins vel og mér hefir
verjð unt að gjöra það. Og það lítur
svoleiðis út fyrir mínum augum, að
sá herinn, sem hefir meira af liug-
rekki og þolgæði muni vinna sigur.
Það er mjög erfitt fyrir mann, sein
er að eins áhorfandi, að spá nokkru
um endalok þessa stríðs, en sérstak-
lega sýnist mér, að tilraunin til að
svelta eina eða aðra þjóðina til þess
að vinna þetta stríð, muni verða
mjög árangurslítil.
Á vesturkantinum er lítið útlit
fyrir fljótan sigur með vopnum, og
svo langt, sem eg get séð, er sigur-
inn í höndum þeirra sem lengst
endast, — þeirra, sem eru þrautseig-
astir, — þeirra sem deyja glaðastir,
— þeirra, sem hafa manneðlið mest
þroskað. Og eg get ekki betur séð,
við mjög nákvæman samanburð, en
að “moral ” Frakkans sé langt á
undan “moral” Þýzkarans.
“En þeir brosa ekki æfinlega”.
Maður dæmir um “moral” her-
manna af ýmsu útliti og framkomu.
Til dæmis: að flestir af þessum her-
mannahópum, sem við mættum, og
sem voru á leiðinni úr skotgröfun-
um til hinna ýmsu hvíldar og end-
urlífgunarstaða (Billets), sem voru
svo þreyttir, að hefðu það verið
hestar jafn þreyttir, l»á hefðu engin
svipuhögg komið þeim úr sporun-
um, — en þessir menn, þrátt fyrir
alt, fylgdu vanalegri fylkingaskipun
— fjórir hlið við hlið — og taktspor-
ið héldu þeir vel, og fleiri partur
þeirra hélt upp höfðum og horfðu
beint fram, sem hermönnum sæmir.
nokkrir þeirra litu beint framan í
okkur, og augnaráð þeirra var
hvast, næstum grimmúðugt.
Nokkrir brostu til okkar og enn
aðrir köstuðu til okkar kýmnisorð-
um. Já, þeir voru sannarlega and-
ieg og líkamleg hraustmenni, þótt
þreytan hefði næstum yfirbugað þá
i svipinn. Yér ókum í gegnum fjöl-
marga af bæjum Frakka, þar sein
hermönnum þessum er komið fyrir,
og sáum hermennina í öllu mögu-
legu ásigkomulagi, frá þeim leir-
klístruðu, sem voru að koma úr
skotgröfunum upp að þeim, sem
voru reiðubúnir að leggja af stað
til skotgrafanna, eftir sína vanalegu
sex daga hvíld.
Ætíð var það fyrsta verkið her-
mannanna, eftir að þeir höfðu sofið
úr sér ögn af þessari dauða-þreytu,
að þvo og hreinsa sig alla saman og
fara í hreinan fatnað; og nú þurfa
hermenn ekki að þvo sinn eigin
fatnað, það er alt til hreint handa
þeim þegar þeir koma vxr skotgröf-
unum. Og eftir tvo til þrjá dága
voru þeir flestir búnir að ná sér aft-
ur. Auðvitað voru ungmennin fyrri
til þess en þeir eldri. En eg býst
ekki við, að fóik geti gjört sér
nema mjög óljósa grein fyrir þeim ó-
skapa spenningi, sem heili og tauga-
kerfi hermannsins er í þessa sex
sólarhringa, sem hann er í skotgröf-
unum í einu, og þau óviðjafnaplega
þreytandi áhrif, sem þessi sífelda
skothríð og sprengingar hafa á lík-
ama mannsins. Sjaldan hafa þeir
tíma til að sofna í skotgröfunum,
noma 2 til 3 mínútur í einu, og það
standandi upp við skotgrafarvegg-
inn. En þeir sýnast að ná sér alveg
aftur á þessum sex hvíldardögum.
Já, seinni part vikunnar eru þeir
farnir að hoppa, syngja og leika sér,
og séu þeir svo hepnir að sjá og tala
við stúlku, gleyma þeir alveg helvít-
inu, sem þeir eru nýslopnir úr, og
eiga innan eins eða tveggja daga að
fara í aftur.
“En samt eru þeir ekki ætíð bros-
andi”.
Það væri heimska að segjá eða á-
líta, að franska hermanninum þykji
vænt um þessa styrjöld, eða að
hann sé ánægður; nei, liann er það
ekki, því hann veit það vel að liann
starir dauðanum beint í augu á
hverri einustu mínútu, sem hann er
í skotgröfunum. Hann liatar allar
hinar hryllilegu hörmungar og af-
leiðingar stríðsins, en lians “moral”
‘Eg ætla að fara til baka í skot-
grafirnar”, sagði hinn ungi herfor-
ingi, sem var fylgdarmaður minn í
gegnum Argonne. Hann hafði verið
særður síðastliðinn vetur í skot-
gröfunum, og skýrði hann mér frá
þeim atburði mjög listfengilega, eins
og Frökkum er títt. Já, hann af-
þakkaði “Staff Offiiers” stöðu, hvar
hann hefði haft flest þægindi, til
þess að komast til baka í þetta
kaþólsk-Calvinsk-lúterska helvíti
skotgrafanna.
Eg þekki einn þingmann Frakka
úr neðri málstofunni og um leið úr
“Friðarflokknum”. Hann tók sér
ferð til skotgrafanna við Verdun.
Þegar hann kom aftur, var hann
spurður: “Hvenær fáum vér frið?”—
“Aldrei!” svaraði hann og iét út úr
sér ianga roku af blótsyrðum, sem
var í laginu eins og allir kristnir
krossar hefðu verið komnir þar
saman í eina hrúgu, — “aldrei fyr j
en vér höfum mulið haus þýzka
höggormsins. Héðan af stend eg eða
feil með hernum”.
“Já, þeir vita, að þeir vinna sigur
á endanum”, sagði herforinginn,
“en þcir eru ekki alt af brosanai”.
sonum sínum til Ameríku árið 1875.
Dóttir hennar,. sem Ingibjörg hét,
fluttist með henni hingað vestur um
haf; en til hennar hefir ckki spurst
um fjölda mörg ár.
Gróa sál. var á yngri árum dugn-
aðar og atorku-kona, ástrík móðir
og umhyggjusöm; vel skapi farin;
glaðlynd og skemtileg, fróð og minn-
ug; kunni hún frá mörgu að segja,
því margt hafði á dagana drifið
alla hennar löngu leið, þar hún
hafði gott minni til hins síðasta, og
var hraust og heilsugóð fram á hin
síðustu missiri. Trúkona var hún
mikil, og bar sinn mikla barna-
missir með hógværð og stillingu:
skoðaði hún það frá kristilegu
sjónarmiði, sem þann kross sem
hún var skyld að bera.
Jarðarför hennar fór fram 4. maí,
að viðstöddu mörgu fóiki. Síra
Kristinn Ólafsson talaði yfir leif-
um hennar og jós hana moldu.
S. J.
Ðánarfregn.
Hinn 2. dag maímánaðar síðast-
liðinn andaðist að heimili sonár
síns, Gísla Jónssonar, bónda í
Mouse River bygðinni, ekkjan Gróa
Daðadóttir, nær 94. ára gömul.
Gróa var fædd á Kolsá í Hrúta-
firði í júlímánuði 1822. Var faðir
hennar Daði ólafsson, bóndi þar. —
Árið 1840, þá 18 ára gömul, giftist
Gróa yngismanni Jóni Gíslasyni, frá
Feykishólum l>ar í sveit. Byrjuðu
þau Jón og Gróa búskap í Heydals-
seli og síðan á Kjörseyri, og bjugggu
þar all-mörg ár. Þau eignuðust 19
börn, sem flest dóu í æsku; að eins
þrjú þeirra lifa móður sína, tveir
synir og ein dóttir: Gísli, bóndi við
Upham; Daði, bóndi við Gardar,
N. D., og Guðrún, úti á íslandi, til
heimilis á Kjörseyri í Hrútafirði.
Mann sinn misti Gróa sál. árið
1869; lifði hún eftir hann í 47 ár ineð
börnum sínum. Bjó hún á Kjörs-
eyri, þar til hún fluttist með þeim
Mrs. Gróa Johnson.
Hér er lokið svo langri ferð
og ljósið sloknað, sem blakti á skari,
]iað fölnar hjá mörgum fyr en vari,
því áratalan er einskis verð:
Dauðinn ræðst jafnt á æsku’ og elli,
ungir hníga svo þrátt að velli
og fáum gefst aldur eins og þér,
að afloknu starfi, er kveður hér.
Það var oft reynsla á þinni braut,
það er víst fáum lént að vita
um daganna þinna þunga og hita
á ferðinni, sem þér féll í skaut.
Þú barst ]»að alt með þolinmæði;
það voru lífs þfns bezt úrræði,
að fela ]»að alt í föðurs hönd,
þess föðurs, er græðir meinin vönd.
Það hafa víst fáar máíður meir
mist, ef að lítum glögt til baka,
því hér var af stórri stærð að taka;
en lífið brestur, sem brotinn reyr.
Fyrrum áttirðu nítján nöfnin,
en nákuldi dauðans rýrði söfnin,
svo að eins standa eftir tveir,
og andvana móður syrgja þeir.
Gegnum brotsjó og bylgju mergð,
er brotnuðu á þínu særða hjarta,
heyrði enginn þig kveina, og kvarta
á þinni löngu lífsins ferð;
þvf andinn var frjáls og hafinn
hærra.,
er hraft f burt ]iví lága og smærra.
I styrkleika trúar samdir svör,
með svipmótið glatt og bros á vör.
Guðstrúin var þitt leiðarljós,
lömuð aldrei(af nýgjörvingum,
hún glansaði þfnar gjörðir kringum,
eins og á vori rauðleit rós.
Þú hafnaðir jarðlífs glaumi’ og gleði,
því guðstrúin ekkert pláss þar léði;’
þú fetaðir studd af frelsis mund
fram að síðustu lífsins stund.
Og nú ertu komin heilbrigð heim
og hjartanu særða hætt að blæða
und læknis mundum hæstu hæða,
þeim.særðu er einatt þörf á þeim.
Þar lítur þú hópinn löngu farna,
hann ljómar þar skært, sem morgun '
stjarna.
Sá fögnuður verður fegri’ en sól,
að finnast við drottins náðar stól.
Vor síðasta kveðja er send til þín,
á sólfögrum vængjum, liðna kona;
hún hljómar frá allra hjörtum
svona,
með þakklætis hlýju skarti skín.
Þrautin er unnin, þú ert heima.
þína minningu hjörtun geyma.
Vér syngjum að aftni: Sofðu rótt!
og segjum: 1 drottni, góða nótt!
Th. Jóhannesson.
VINNUKONA ÓSKAST,
verður að sofa heima. Lítið að gjöra,
að eins hjónin, engin börn. Finnið
Mrs. C. E. McComb,
814 Sargent Ave.
Eftirmœli.
Hinn 9. janúar 1916 andaðist að
heimili sínu, Hábæ f Vogum, ekkja
Guðrún Sigurðardóttir, 85 ára, fædd
að Hvítárvöllum í Borgarfirði 17. ág.
1830. Til 5 ára aldurs dvaldi hún hjá
foreldrum sínum, og fluttist svo
að Grund á Akranesi, ólst þar upp
og dvaldi þar þangað til hún giftist
eiginmanni sínum, Þorsteini Sveins-
syni, hinn 3. nóv. 1855. Fyrstu bú-
skaparár sín bjuggu þau á Grund,
og fluttu sig svo að Bræðraparti í
sama bygðarlagi, og bjuggu þar all-
an sinn búskap. Þau eignuðust 7
börn; dóu 6 þeirra í æsku, en 1 dótt-
ir er á lífi, gift Ásmundi Árnasyni í
Hábæ í Vogum. Eftir rúmra 17 ára
sambúð misti Guðrún sál. mann
sinn, hinn merkasta og nýtasta
mann og ágætars maka. Að manni
sínum látnum bjó liún ekkja í 26 ár
mesta rausnarbúi. Fyrir 18 árum
flutti hún sig til dóttur sinnar og
tengdasonar í Hábæ, og dvaldi lijá
þeim til dáuðadags.
Guðrún sál. var mikil merkiskona,
stjórnsöm á heimili og atorku- og
framkvæmdar-söm, enda var bú
hennar í miklum blóma einnig eftir
að hún misti hinn einkar duglega
og ráðdeildarsama eiginmann sinn.
Má af því ráða, hve augu hennar
voru athugul, hendur hennar starf-
samar, og yfir höfuð, hve vel hún
var vaxin allri heímilisstjórn. Dugn-
aður hennar var talinn framúrskar-
andi, enda var hún þrekmikil og vel
gefin, bæði til líkama og sálar. Allar
eigur hennar og þeirra hjóna var
eigin afli, því að hvorugt þeirra
hafði fengið neitt að erfðum. Um.
all-langan tíma mun heimili hennar
hafa verið efnaðasta bændabýlið á
Akranesi. Hin framliðna var einkar
gestrisin og hjálpsöm við fátæka og
bágstadda. Hjá henni fór saman
góð efni og hjálpfús vilji, enda voru
þeir margir, sem leituðu hjá henni
hjálpar og fengu hana. Mun óhætt
að fullyrða, að í þeirri fögru dygð
stóð hin framliðna framar öllum
samsveitungum sínum. Guðrún sál.
var kona guðrækin og bænrækin.
Bar trú hennar marga fagra ávexti í
kristilegum kærleiksverkum; sjálf
var hún öðrum fögur fyrirmynd. —
Blessuð sé minning hennar!
— (ísafold). Á. Þ.
MARKET HOTEL
1-16 Prlncoss Street
á móti marka'ðinum
Bestu vínföng, vindlar og a'ð-
hlyning gót5. íslenkur veitinga-
maöur N. Halldórsson, leitSbein-
ir íslendingum.
P. O'COXXEL, Eigandi AVlnnlpeg
GISLI GOODMAN
TINSMmiJIl.
VerkstætSi:—Horni Toronto St. og
Notre Dame Ave.
Plione
Garry 20SS
Heimllls
Garry 809
J. J. BILDFELL
FASTEIGXASALI.
Union Ilank 5th. Floor No. 520
Selur hús og lótiir, og annatS þar at!
lútandL Útvegar peningalán o.fl.
Phone Main 2685.
Hospital Pharmacy
Lyfjabúðin
sem ber af öllum öörum. —
Komið og skoöið okkar um-
ferðar bókasafn; mjög ódýrt.
— Einnig seljum við peninga-
ávísanir, seljum frimerki og
gegnum öðrum pósthússtörfum
818 NOTRE DAME AVENUE
Phone G. 5670—4474
ÁGRIP AF REGLUGJÖRÐ um
heimilisréttarlönd í Canada
og NorSvesturiandinu.
PAUL BJARNAS0N
FASTEIGXASALI.
Selur elds, lífs, og slysaábyrgtJ og
útvegar peningalán.
WYNYARD,
SASK.
J. J. Swanson
H. G. Hlnriksson
J. J. SWANSON & CO.
FASTEIGNASALAR OG
peninga mltllar.
Talsími Main 2597
Cor. Portage and Garry, Winnlpeg
Graham, Hannesson & McTavish
LÍIGFR.-EÐINGAR.
215—216—217 CURRIE BUILDING
Phone Main 3142
WINJVIPEG
Hver, sem hefir fyrir fjölskyldu að
Já etiur karlmaöur eldri en 18 ára, get-
ur tekit5 heimilisrétt, á fjórtSung úr
iiection af óteknu stjórnarlandi í Mani-
toba, Saskatchewan og Alberta. Um-
3a*kjandi ert5ur sjálfur aö koma ó
landskrifstofu stjórnarinnarv eöa und-
Irskrifstofu hennar í því héraöi. í um-
bo'ði annars má taka land á ölium
landskrifstofum stjórnarinnar (en ekki
á undir skrifstofum) með vissum skil-
yrðum.
SKYLDUR:—Sex mánaða ábúð og
ræktun landsins á hverju af þremur
árum. Landnemi má búa með vissum
skilyrðum innan 9 mílna frá heimilis-
réttarlandi sínu, á landi sem ekki er
minna en 80 ekrur. Sæmilegt íveru-
hús vert5ur að byggja, að undanteknu
þegar ábúðarskyldurnar eru fullnægð-
ar innan 9 mílna fjarlægð á öt5ru landi,
eins og fyr er frá greint.
Búpening má hafa á landínu í
stað ræktunar undir vissum skilyróuin.
1 vissum héruðum getur góður og
efnilegur landnemi fengið forkaups-
rétt, á fjórðungi sectionar meðfram
(andi sínu. Verð $3.00 fyrir ekru hverja
SKYLDUR:—Sex mánaða ábúð ó
hverju hinna næstu þriggja ára eftir
að hann hefir unnið sér inn eignar
bréf fyrir heimilisréttarlandi sínu, og
auk þess ræktað 50 ekrur ó hinu seinna
landi. Forkaupsréttarbréf getur land-
nemi fengið um leitS og hann tekur
heimilisréttarbréfið. en þó met5 vissum
skilyrðum.
Landnemi sem eytt hefur heimilis-
rétti sinum, getur fengið heimilisrétt
arland keypt í vissum héruðum. Verð
$3.00 fyrir hverja ekru. SKYLDUR:—
Verður að sitja á landinu 6 mánut5i af
hverju af þremur næstu árum, rækta
60 ekrur og reisa hús á landinu, sem er
$300.00 virt5i.
W. W. COHY,
Deputy Minister of the Interior
Blöt5. sem flvtja þessa auglýsíngu
leyfislaust fá enga borgun fyrir.
223. Cana
Scandinavian
Overseas Battalion
Arni Anderson
E. P. Garland
GARLAND&ANDERSON
LÖGFRÆÐINGAR.
Phone Main 1661
SÖl Electric Railway Chambsra.
Talsími: Main 5302,/
Dr. J. G. Snidal
TANNLÆSNIR.
614 SOMERSET BLK.
Portage Avenue. WINNIPEG
Dr. G. J. Gislason
Pliyslcinn nnii Surgoon
Athygli veitt Augna, Eyrna og
Kverka Sjúkdómum. Ásamt
innvortis sjúkdómum og upp-
skurði.
IS Sonth Rrd St., Grand ForL n, N.D.
Dr. J. Steíánsson
401 BOYD IUJILSMXG
Horni Portage Ave. og Edinonton St.
Stundar eingöngu augna, eyrna,
nef og kverka-sjúkdóma. Er að hitta
frá kl. lo ui 12 i.h. og Kl. 2 til 6 e.h.
Phone: Main 3088.
Heimili: 105 Olivia St. Tals. G. 2316
e ^o
^ Vér höfum fullar birgöir hrein- $
i ust.u lyf.la og me'Bala. IíomiS Á
* met5 lyfset51a yðar hingat5, vér ▼
A gerum meðulin nákvæmlega eftir Á
” ávísan læknlsins. Vér sinnum \
A utansveita pöntunum og seljum £
giftingaleyfi. : : :
COLCLEUGK & CO.
Notr** Dnmo Sc Sherbr«»oke Sts.
Phone Garry 2690—2691
A. S. BARDAL
selur líkkistur og annast um út-
farir.^ Allur útbúnatSur sá bestl.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarða og iegsteina. : :
813 SHERBROOKE ST.
*t»one G. 2152 WINN'IT’Ci.
Lieut.-Col. Albrechtsen O.C.
i
32? D0MINI0N BANK
Hornl Notre Dorae og Sherbrooke
Street.
Hðfaiistðli uppb.......
Vnrn»jðt5ur ...........
Allar elgnlr...........
. $0,000,000
. $7,000,000
. $78,000,000
HEADQUARTERS: 1004 Unisn Trusl Sidg.. Winnioeg
Æðri og lægri foringjar og hermenn verða Scandinavar
Sveitina vantar hermenn.
Skrifið ySur í hana.
Vér éskum eftir vitSskiftum verz-
lunarmanna og ábyrgjumst ats g»fa
þeim fullnægju. SparlsjólSsdeild vor
er sú stærsta sem nokkur bankl hef-
ir i borginni.
íbúendur þessa hluta borgrarlnnar
óska aO skifta viti stofnum sem þelr
vita aB er algerlega trygg. Nafn
vort er fulltrygging óhlutlelka.
ByrjiB spari lnnlegg fyrir ejálfa
yöur, konu og börn.
W. M. HAMILTON, Ráðsmaður
PHONK GARRY 3450