Heimskringla - 06.07.1916, Qupperneq 4
HKI.MSKIílNGLA
(Stofnuli 1SM|)
Kemur út á hverjum Fimtudegl.
Tjtgefendur og eigendur:
THK VIKING l'KESS, LTD.
Vert5 blat5sins í Canada og Bandaríkjun-
um $2.00 um áriT5 (fyrirfram borgaT5). Sent
til Islands $2.00 (fyrirfram borgaT5).
Allar borganir sendist rábsmanni blaT5-
sins. Póst eT5a banka ávísanir stýlist til The
Viking Press, Ltd.
M. J. SKAPTASON, Ritstjóri
S. D. B. STEPHAXSON, ráT5smat5ur.
gkrifstofa:
720 SHERBROOKE STREET., WIWIPEG.
p.O. Box 3171 Talsíml Garry 4110
ÉR SKLLL'M ALDREI SLIÐRA
SVERÐIÐ fyrri en Belgía í fullum
mæli er búin að fá alt, sem hún
hefir í sölur Iagt og meira; elcki
fyrri en Frakkland er trvgt og óhult fyrir á-
rásum fjandmannanna; ekki fyrri en rétt-
indum hinna smærri þjóða í Evrópu er áreið-
anlega borgið, og ekki fyrri en hervald Prússa
er brotið og að fullu eyðilagt.—ASQLITH.
------0-----
Dollarinn og bændurnir.
Dollarinn er hið þarflegasta þing í hendi
nokkurs manns, þó að oft sé hann hið djöful-
legasta verkfæri í hendi þrælmennisins; hann
breiðir oft út blessun og ánægju og vellíðan
til sálar og líkama; en stundum veltir hann
með sér lýginni, fólskunni, svikunum og prett-
unum. Hann er háll eins og laxinn undir fras-
inum og ilt að handsama hann og engu betra
að halda honum föstum, þó að maður kunni
að ná haldi á honum. Hann hefir stjórnað
heiminum frá upphafi undir nafninu Mammon
og stjórn hans verið misjöfn. Oft hafa menn
kvartað undan harðstjórn höfðingjanna, aðals
mannanna, konunganna, og harðstjórn presta
valdsins af öllum trúflokkum. Ein uppreistin
hefir rekið aðra, ein stjórnarbyltingin komið
á eftir annari. Bióðið og tárin hafa í elfum
runnið, og hvað eftir annað hefir dólgum
þessum verið úr stólum svift. En þó að þeir
stundum væru harðir og illir, þá hefir þó eng-
inn þeirra komist í hálfkvisti við dollarinn.
Hann er grimmari en hin voðalegu villidýr;
tilfinningarlaus eins og blóðsugan; krókótt-
ari en refurinn, og svo er þetta eðli hans, að
hann eyðir engu, en hleður einlægt nýju og
nýju reifi utan á sig.
En oss öllum er hann ómissandi, því að
hann er afl þeirra hluta, sem gjöra skal Vér
sveltum, ef að vér höfum hann ekki; vér
töpum oft eignum vorum, ef að vér fáum
hann ekki sem vinnumann til að hjálpa oss.
Hann hefir ótal fulltrúa. En helztu full-
trúar hans eru bankamennirnir. I herbúðum
þeirra eru stórir herskarar dollaranna, sem
þeir geta sent út um Iandið eftir vild til þess
að sá og plægja, slá og þreskja, byggja og
vinna, hvaða vinnu sem er; því að dollarinn
er listfengur, og kann öll verk mannanna, ill
og góð. Þessir fulltrúar dollaranna geta nú
sent út hundruð og þúsundir og milíónir þess-
ara verkamanna sinna hvert um Iand sem
þeir vilja.
Og nú koma bændurnir til sögunnar. —
Bóndinn er lífið og sálin í allri þjóðinni. All-
ar stéttir, frá hinum æðsta til hins lægsta, Iifa
á bóndanum. Kaupmennirnir, iðnaðarmenn-
irnir, embættismennirnir og stjórnmálamenn-
irnir. Fyrir alla þessa menn er það lífsspurs-
mál, að bóndanum líði vel, því að hann fæð-
ir alla og klæðir, og ber alt mannfélagið á
hinum þróttmiklu herðum sínum. — En nú
þarfnast hann dollaranna, þarfnast þeirra ein-
mitt til þess, að geta haldið lífinu í öllum hin-
um.
Það ætti því að vera hið fyrsta áhugamál
hverrar einustu stjórnar, að sjá um, að bónd-
inn geti fengið kost á því, hvenær sem hann
þarfnast, að fá þá þessa óþreytndi, ódrep-
andi vinnumenn: dollarana, með svo billegu
og léttu móti, sem mögulegt er. Bóndmn þarf
þeirra svo oft við, þegar hann er að rækta
jörðina, þegar hann er að byggja húsin sín;
þegar hann er að koma fyrir sig gripum;
þegar hann er að taka uppskeruna af landi
sínu. Stjórnin þarf að sjá um, að hann þurfi
ekki að neyðast til að selja sér í óhag, eða
láta aðra taka allan ágóðann af ársvinnunni út
úr höndum sér.
Þetta eru stjórnirnar sumstaðar farnar að
gjöra, með því að kaupa uppskeruna af lönd-
um bændanna eins og í Ástralíu, og sem hér
er getið á öðrum stað. Eða með því, að sjá
um, að bankarnir láni bændum peninga, þeg-
ar þeim liggur mest á; eða kanske réttara:
líta eftir með bönkunum, að þeir láni bænd-
unum peninga með svo góðum kjörum, að
þeir geti haft einhvern hag af því að taka þá
að láni.
Aðallega eru tveir flokkar bænda, sem
peninga þurfa: Efnaðir bændur, sem eiga
lönd og gripi og nóg og gott veð fyrir
láninu. Þessum þarf stjórnin ekkert að líta
eftir, nema ef vera kynni, að þeim væru ekki
settar okurrentur. — En svo cr annar fíokkur
bænda, það eru bændur, sem eru að byrja;
bændur, sem eiga ekki góð veð fyrir láninu;
kanske eitthvað í Iausafé, sem oft er vara-
samt veð. En þessir menn þyrftu oft miklu
fremur lánsins við en hinir.
Fyrir aldamótin kom óáran og fjárþröng
svo mikil yfir Nýja Sjáland, að við lág eyði-
íegging. Þá var Siddon þar stjórnarformaður
og hann kom upp með það, að bændur gengju
í hóp, einir 10 í hóp, og hver ábyrgðist ann-
an. í fyrstu voru menn hræddir við þetta, en
það Iukkaðist Þetta hjálpaði landinu úr öll-
um kröggum, þó að hart væri í ári. Þetta er
eins konar samvinnufélag (Co-operative Soc-
iety). Þetta er ein af aðal-grundvallarsetn-
ingum þeim, sem Grain Growers félagið bygg-
ir starfsemi sína á.
Lm þessi mál verður bráðlega haldinn
fundur hér í Winnipeg borg, og ættu menn
að gefa því góðan gaum. Sérstaklega þarf
þó Manitoba stjórnin að hafa vakandi auga á
þessu máli, því að hún á að hjálpa bændun-
um, að halda lífinu í allri þjóðinni, og nú bú-
ast menn við hörðum tímum.
25 ára samningar milli
Þýzkalands og Austurríkis.
Hann er nokkuð undarlegur þessi samn-
ingur. Fregnin kemur frá Budapest, höfuð-
borg Ungverja, og segir að mjög mikilsvarð-
andi samningar hafi verið gjörðir milli Þýzka-
lands og AuSturríkis-Ungarns í Berlin, og
skrifuðu undir samninginn Prins Ernest von
Hohenlohe Langenburg fyrir Austurríki og
Ungarn; en Dr. von Bethmann-Hollweg
kanzlari Þjóðverja fyrir Þýzkaland.
Samningurinn á að gilda í 25 ár og hljóð-
ar um sameiginlega stjórn hermála allra og
utanríkismála, og á öllum fjárhagsmálum, er
útlönd snerta. Mál milli hinna sérstöku ríkja
á Þýzkalandi snertir samningurinn ekki. —
Samningur þessi verður ekki lagður fyrir
þingin, hvorki á Þýzkalandi né í Austurríki-
Ungarn, því að semjendur segjast skoða þetta
sem utanríkismál beggja ríkjanna.
Hann kemur mönnum undarlega fyrir
þessi samningur, einmitt á þeim tíma, þegar
svo virðist, sem stórmikið sé farið að hallast
fyrir báðum þessum ríkjum. Kemur mönn-
um ósjálfrátt til hugar, sem höfðingjar þess-
ir hafi haft hugboð um, að ekki myndi seinna
vænna, að gjöra samninginn. Honum væri
bezt aflokið, meðan enn væri tími til. Og
ekki hafa þeir viljað eiga það á hættu, að
bera hann undir þingin; — þá hefði kanske
alt verið tapað. Augsýnilega á samningurinn
að gjöra Bandamönnum erfiðara fyrir, að
slíta ríki þessi í sundur, ef til friðarsamninga
kæmi. En fari svo, að hergarður Þjóðverja
dugi ekki og herskarar þeirra hrökkvi undan
að austan og vestan, þá er þetta barnaleikur
einn, og losni eða hrökkvi stálböndin, munu
þessi böndin ekki reynast traustari og brella
þessi að litlu haldi koma.
au.; en ágóðinn af rekstri Goðafoss frá 12.
júní til ársloka varð 29,492 kr. 62 au.
Gulifoss með áhöldum öllurn hefir kost-
að félagið 619,493 kr. 26 au.; Goðafoss
með útbúnaði 538,371 kr. \ j au. Skipin
bæði kostað: 1,157,869 kr. 41 au.
Eins og skýrt hefir verið frá áður, hefir
þetta fyrsta starfsár reynst félaginu að ýmsu
íeyti sérstaklega kostnaðarsamt, einkanlega í
kolakaupum og vátryggmgar-kostnaði, sem
stafar af Evrópu-stríðinu. En þrátt fyrir þann
aukakostnað og það, að félagið hefir ekki
hækkað farm- né fargjöld frá því sem var
fyrir stríðið, og með því sparað íslenzku
þjóðinni hundruð þúsunda króna, — þá er
samt sá gróði sýndur af starfmu, sem ekki að
ems er hluthöfum félagsms einkar ánægju-
legur, heldur líka gefur trygga von um gróða-
vænlega framtíð þess.
Yfirskoðunarmenn geta þess í skýrslu
sinni, að hiutafé Vestur-lslendinga hafi borg-
ast seinlega, og að félagið hafi beðið tjón
við það, þar sem að alt lofað hlutafé þeirra
hefði átt að vera goldið í júlí 1915.
Til upplýsingar og íhugunar vestur-ísl.
lesendum skal þess hér getið, að á síðasta
fundi hlutasölunefndarinnar hér, var ákveðið
að taka svo mikið bankalán á ábyrgð nefnd-
armanna hér, er nægði til þess að fullgjöra
þá 200 þúsund króna upphæð, sem upphaf-
lega var ákveðið að safna hér. Eimskipa-
félagsstjórninni var því símað nú fyrir árs-
fundinn í Reykjavík, að alt það fé, sem þyrfti
til fullnaðarborgunar á 200 þúsund króna
upphæðinni, væri hér handbært. Þessa á-
kvörðun tók nefndin í því trausti, að Vestur-
íslendingar, sem enn ekki hafa goldið hluta-
kaupaloforð sín að fullu, gjöri það nú sem
allra fyrst, og að margir landar vorir, sem
enn ekki hafa keypt hluti í félaginu, finni
köllun hjá sér til þess að gjöra það nú, til
þess bæði að firra nefndarmenn auknum
hlutakaupa-útgjöldum, og þá ekki síður til
þess, að styrkja Eimskipafélagið, sem nú er
sýnt að er vel arðberandi stofnun.
B. L. BALDWINS0N, ritari.
Mr. Baldwinson bað oss að geta þess, að
í þessum útgjaldareiknmgi Eimskipafélagsins
væru loftskeytin ekki talin til útgjalda, því að
þau fengjust ekki keypt. Marconi leigir þau
en selur ekki,—RITSTJ.
VÉR höfum nú byrjað á, að prenta verðlista
á helztu bændavörum í blaðinu. Verðlistinn
er ekki langur; — vér erum að eins að þukla
fyrir oss. Vér tökum listann eftir áreiðanleg-
asta bændablaðinu á þriðjudaginn næstan áð-
ur en Heimskringla kemur út. Vér getum ekki
tekið hann seinna og eigum stundum erfitt
með að ná honum, fáum hann ekki fyrri en
milli kl. 5 og 6 e. m. Það var tilgangur vor,
að fræða bændur, sem ekki hafa ensku blöð-
in, um þetta. Þar geta þeir náttúrlega séð
þetta á hverjum degi, en við vitum, að þau
eru ekki allstaðar, og ætluðum, að þetta væri
betra en ekki neitt.
Eimskipafélag íslands.
græðir á fyrstu 9 starfsmánuðum þess 14
prósent á uppborguðum félagshlutum.
1 síðustu viku fékk hr. Árni Eggertson,
fasteignasali hér í borg, tilkynningu um það
með hraðskeyti, að hann hefði á aðal árs-
fundi félagsins í Reykjavík — þá nýafstöðn-
um —, verið kosinn í framkvæmdarstjórn
þess um næstu 2 ár, í stað yfirdómara Hall-
dórs Daníelssonar, sem vék úr nefndinni eft-
VÉR viljum geta þess, að það vantar endir-
inn á íslendingadags-fyrirlesturinn 2. ágúst
1914, sem lýkur nú í þessu blaði. Þetta, sem
nú er komið, rispuðum vér upp daginn áður
en vér fórum suður til Piney; en syðra bætt-
um vér.við hann, en það var á lausum blöð-
um og hefir týnst. Þess vegna er hann nokk-
ug endasleppur. En ekki er orði breytt frá
því sem á blöðunum stóð.
Stríðið.
—o-
ir hlutkesti.
Vestur-Islendingar mega vera vel ánægð-
ir með kosningu þessa. Árni hefir frá upp-
tökum félagsins verið máttarstólpi þess hér
vestra keypt allra manna mest hluti í því og
unnið dyggilega að vexti þess og viðgangi og
lagt í það starf bæði tíma og fé.
Ekki er getið um, að annar málsvari hafi
verið kosinn í nefndina fyrir hönd Vestur-
Islendinga, og verður það væntanlega gjört
að ári. Ætti þá hr. John J. Bildfell að verða
fyrir vali, því að næst Árna hefir hann allra
manna mest unnið að hag félagsins, bæði
með því að kaupa mikla hluti í því, og þá
ekki síður með tíma þeim og fjárútlátum, sem
hann varði til þess að sækja stofnfund þess í
Reykjavík á fyrra ári.
Samtímis framangreindu símskeyti fékk
herra Eggertson með pósti starfsreikninga fé-
Iagsins, yfirskoðaða og prentaða, eins og
þeir hafa lagðir verið fyrir ársfundinn. Reikn-
ingarnir ná yfir tímabilið frá stofnun félagsins
til 31. des. 1915.
Hreinn ágóði félagsins á þessu tímabili er
sýndur að vera: 101,781 kr. 16au., ogeru
það 14 prósent af innborguðu hlutafé, sem
talið er 71 1,085 kr. 1 7 au.
Rúm leyfir ekki, að reikningarnir séu
birtir hér í fullri mynd.* En geta má þess, að
ágóði af rekstri eimskipsins Gullfoss frá 1.
apríl til 31. des. 1915, varð 71,058 kr. 63
Nú mun hún byrjuð á vígvöllunum loka-
hríðin, sem menn hafa verið að bíða og
vænta eftir mánuð eftir mánuð eða viku eftir
viku. Það er eins og það hafi verið hlutverk
| sumra, sem heima sitja, a kenna Bretum um
^ það, hvað seint hafi gengið á vesturkantinum.
j Og menn hafa sagt, að þeir væru slakir og ó-
nýtir; þeir gjörðu ekkert; þeir ynnu aldrei
j sigur á hinum miklu berserkjum Þjóðverjun-
um, og þeim væru að kenna öll glappaskotin;
þeir hefðu átt að vera búnir að vinna sigur
fyrir löngu. Það eru mey-karlarnir, sem sitja
með konum í dyngju sinni, sem þannig tala;
— það eru menn, sem Iítið vita, hvað þeir
tala um. Stundum eiga Frakkar að gjöra alt,
stundum Rússar.
Það er enginn efi á, að allar þessar þjóðir
eru fyrirtaks hraustar og hugprúðar. Það er
enginn efi á, að í stríði þessu hafa þær allar
sýnt hina mestu hugprýði, sem nokkurntíma
hefir sýnd verið í heiminum, hina mestu her-
kænsku og vitrustu herstjórn, svo að þetta
alt og hvert fyrir sig, tekur öllu öðru fram,
sem þekst hefir í heimmum. En það mega
menn vita fynr víst, að ef að Bretar hefðu
ekki komið haltrandi og hálfnauðugir út í
stríð þetta, þá væri það nú búið og Þýzkir
orðnir ráðandi á öllu meginlandi Evrópu —
ekki þó á Bretlandi — og komnir suður að
Persaflóa. Og á leiðinni að breiða sinn mat-
eríalistiska faðm út yfir allan heim.
Já ,— mörgum manninum þykir
Bretar seinir vera, en nú eru þeir
byrjaðir fyrir alvöru á landi. En
þetta er enginn smábardagi; hann
verður ekki búinn í dag eða á
morgun eða þessa viku eða næstu.
Rússar hafa nú barist í heilan mán-
uð, sem vér allir vitum. En það
er langt frá því, að þeir séu hættir.
Þessi bardagi á Flandern og Frakk-
landi getur staðið margar vikur,
tvo eða þrjá mánuði og mega
menn því ekki vera of bráðlátir,
eða búast við, að alt sé búið á
nokkrum dögum. Það eiga tugir
þúsunda, hundruð þúsunda her-
menn enn eftir að falla. Og þegar
blóðið frænda vorra og vina er
farið að renna í straumum, þá ætt-
um vér að vakna til íhugunar um
það, hvort vér höfum haft ástæðu
til að halda með Þjóðverjum, sem
voru orsök að öllu þessu; eða
hvort vér eigum að heiðra menn-
ina, sem bölvaðastir voru í Breta-
garð og mest héldu með Þjóðverj-
um, — mennina, sem lyftu þeim
til skýjanna, sem voru og verða
munu morðingjar frænda vorra og
vina.
Harminn megum vér óefað
margir bera og þungan þykkjuhug
til landráðamannanna. En endir-
inn verður einn og hann er nú að
byrja:
Bandamenn sigra!
Islendingadags ræða
ANNAN AGÚST 1914.
Eftir M. J. Skaptason.
(Niðuilag).
En nú rendurn við niður og litum
yfir hina fögru borg, og skildi eg
ekkert í því, hvernig fressi hin feyki-
lega breyting hefði getað orðið. —
Strætin voru löng og breið, margar
mílur enskar á lengd, steinlögð öll,
með breiðum gangstéttuin og löng-
um röðum af þrí- og fjór- og fimm-
lyftum byggingum ; en alistaðar
var bil nokkurt á milli húsa og
voru lóðirnar stórar, en víðast voru
tvilyftar byggingar, hvelfingar úr
gleri yfir liinum auða parti húslóð-
anna; og voru Jiað ræktunarreitir
fyrir suðræna ávexti. Yar bæði raf-
urmagn og radiuin notað til rækt-
unar þeirra. Og þar inni i húsum
Jiessum var einlægt sumar; aidrei
kom sá gaddur eða þær hörkur, að
ekki væri Jiar sífeldur sumarhiti, og
aldrei var svo dimt, að ekki væri
þar sffeid sól, rafurmagns-sólin, og
með rafurmagninu í moldinni og
rafurmagnsljósinu uppi, uxu ávext-
irnir svo fljótt og vcl, að enginn
liefði trúað ]>ví, og margar höfðu
þeir uppskerur á ári; þeir ræktuðu
þar kaffi og sykurreyr, bananas,
epli, appelsínur, sítrónur, fíkjur,
sveskjur og ótal berjategundir; og
voru sumir reitirnir alrauðir af stór-
uin stráberjum, og var lió tínt á
iiverjum degi. Eór þá að koma vatn
í munninn á mér, því að mér höfðu
Jjótt Jiau bezt allra ávaxta, og marg-
an diskinn hafði eg af lieim borðað.
Sá eg, að á görðum þessuin einum
inátti fæða mörg hundruð Jiúsundir
manna.
Nú fór eg að litast um ofan eftir,
og sá Jiá, að þarna var einhver sá
bezti vatnsveitinga blettur, sem eg
liafði séð. Alt iandið var einn aldin-
gaiður. í höllunum og brekkunuin
tók einn flóðgarðurinn við af öðr-
um. Undirlendið í dalnum, hinar
fögru og sléttu grundir, var alt eitt
flæðiland, og í vindgolunni gekk
kornið á ökrunum í öldum og
hafrarnir og byggið hneigði gló-
fagra kollana, eins og væri Jiað að
hneigja liöfuðin fyrir gamla, vitra
manninum, sem fyigdi mér og sýndi
mér alla þessa dýrð. Og er kveldaði,
var ekki einungis borgin Skjáifandi
iieldur allur dalurinn upplýstur
með rafurmagnsljósum svo björtum
að Jiau skinu sem sólir væru. Sagði
Gríinur mér, að með rafurtnagninu
mætti drepa alla liörkuna og alla
grimdina úr vetrinum; og síðan
Bandaríkjamenn hefðu bygt ísagarð
inn mikia, 200 mílur út í Atlantshaf
frá Nýfundnalandi, l>á liefði tekið
fyrir hafísrek á Islandi. Sagðist
hann hafa séð eitthvað um J>að í
“Fróða”, og hefði hann l>á farið að
hugsa, að “Fróði” væri ekki svo vit:
laus sem margir héldu.
Býlin í dainum voru mörg og fög-
ur, og jdantað trjám i kringum
hvert einasta býii; eins var uppi
um hlíðarnar, og sá eg ]>ar kindur
hér og hvar, en nautgripi færri. Var
alt landið girt með vírgirðingum
upp í kletta. Járnbrautir voru tvær
ofan dalinn. önnur að vestanverðu
við Fljótið, en hin að austan og
runnu þar lestir á hverjum degi; en
mest-alt var það vöruflutningur frá
Skjálfanda, sem mestur var verzlun-
arbær á íslandi og hafði flesta í-
búa; þar voru nú 100,000. Annar
stórbær sagði Grímur að væri við
Goðafoss neðar í dalnum, og hefði
nær 60,000 íbúa. Svo væri bær nokuð
stór við Barnafoss og enn einn nið-
ur við Ósa. Alls væru í dalnum ein
500,000 mannst og væri það blömleg-
asta bygðin á íslandi. En ]>að væri
alt að þakka þessum stóru fossum
tveimur.
Spurði eg þá Grim, livernig stæði
á því, að eg hefði séð svo fáa menn
fara á rafurmagnslestunum, og kvavð
hann það koma af því, að flestir
ferðuðust nú með flugdrekum í
loftinu, og gengju þeir af rafur-
magni frá fossunum. Kvað þá geta
notað rafurmagnið, livar sem þeir
væru á landinu. Skjálfandafossinn
einn gæti rent öllum flugvélum á
iandinu. En svo legðu hinir foss-
arnir til rafurmagn líka. Það væri
vél ein á flugdrekunum, sem 'ekki
þyrfti annað en opna, ]>á drægi hún
óðara í sig rafurmagnið, 30, 50, 100
eða 200 hestöfl, og allir fengju ]>etta
frítt; þyrftu ekkert að borga fyri:,'
þeir þyrftu bara að leggja til vélarn-
ar, og nú er varla svo fátækt heim-
ili, að ekki hafi það flugvél, og
margt af þeim eru vatnadrekar og á
þeim geta þeir farið á sjó út til að
fiska, því að ennþá fiska þeir á Is-
iandi, l>ó að mest sé það þannig, að
þeir aia fiskinn upp á heimilum
sínum, og einkum silung og urriða
í smávötnum djúpum, sem þeir iiafa
gjöra látið; þvf að hvar sem liægt
er að koma þvf við, l>á hafa þeir
stíflað ár og læki, til að ná afli úr
vatninu, og verður ]>á djúp mikið
ofan við stýfluna. Þykir það ódýr-
ara en að ala upp gripi, — og svo
eru menn hættir að mestu að eta
kjöt. Það er mest-alt selt út úr
landinu, og er það haft handa her-
mönnum. Hefir þjóðin orðið iang-
iífari, hraustari og fríðari síðan, og
eru nú íslenzkar stúlkur viðurkend-
ar fríðustu stúlkurnar í allri Norð-
urálfu.
Kvað Grímur, að nú myndu góð-
ar þrjár milíónir íbúa á íslandi. En
landið bæri langtum meira, því að
ennþá væri ekki helmingur vatns-
afisins notaður á landinu. En, hvar
sem það væri notað, þá þutu upp
bæjirnir; menn settust niður þar í
kring og keyptu sér iand og færu
að rækta iíkt og á Skjálfanda. Þar
væru fyrirmyndarskólar, háskólar,
og iðnaðarstofur og verksmiðjur
margar. Eins dæmi væri það, að sjá
öreiga á ísiandi. Það væri náttúr-
lega nokkur og mikill munur á vel-
liðan manna; en tvent væri það,
sem mest styddi að þessu: Annað
væri það, að vínsala væri með öllu
fyrirboðin á landinu, og eyddi nú
enginn fé og heilsu og tíma til þessa;
svo væru menn miklu hraustari, og
kendu sér sjaldan nokkurs meins,
fyrri en ellin næði þeirn hægt og
hægt, er þeir væru komnir yfir
100 til 120 ára aldur, þá eins og sofn-
uðu þeir út af. Þakkaði Grímur
]>að því, að þeir hefðu nú miklu
betur vit á, hvernig þeir ættu að
fara með líkama sinh, og þó sérstak-
lega, hvernig ]>eir ættu að nærast,
því að undir því er komin öll vel-
ferð og iiciisa manna. Margir sagði
liann, að nú yrðu 140 ára og hefðu
fuila rænu og líðan ailgóða, en
minni færu þeir ]>á að taj>a. En vel
gætu þeir borið sig um. Áður fyrri
voru menn orðnir fábjánar margir
um sjötugt og áttrætt og ekki sjálf-
bjarga ]>á, nema einstöku menn.
— Og svo liðum við í loftinu niður
dalinn yfir Goðafossinum mikla og
stórri borg, sem þar var, með verk-
smiðjum og turnum og flugdreka-
stöðvum og straumarnir flugdrek-
anna liðu ]>aðan í allar áttir; og
svo fórum við yfir Skjálfandaflóann
og út til Grímseyjar; þar yoru flug-
stöðvar og úmbúnaður all-mikill;
voru þar landverðir og voru alt kon-
ur, sein á drekunuin voru, og aldrei
lyftu þær sér upp, nema að hafa