Heimskringla - 03.08.1916, Page 3

Heimskringla - 03.08.1916, Page 3
WINNIPEG. 3. AGÚST 1916. HEIMSKRINGLA BLS. S Aðalfundur Eimskipafélagsins. Fundargjörð og fundarskjöl. Ár 1916, föstudaginn 23. júnímán., var haldinn aðalfundur Eímskipa- féiags íslands samkvæmt auglýsing iitgefinni af stjórn h.f. Eimskipafé- lags íslands 23. des. f. á. Var fund- urinn haldinn 1 Iðnaðarmannahús- inu í Reykjavík og settur kl. 12 á liád. af formanni stjórharinnar, Sveini Björnssyni yfirdómslögmanni Stakk hann upp á fundarstjóra Eggert yfirdómara Briem og var fundurinn því samþykkur. Tók hann þá við fundarstjórn og kvaddi til fundarskrifara Gísla Sveinsson yfirdómslögmann. Fundarstjóri lagði fram þrjú eint. af Lögbirtingarblaðinu með fundar- auglýsingu, sömuleiðis eitt eintak af blöðunum Vestra og Suðurlandi, ennfremur vottorð frá bæjarfóget- unum á Akureyri og Seyðisfirði (símvottorð) um að fundurinn hefði verið birtur í blöðunum á þeim stöðum, og eitt eintak af blaðinu Heimskringlu með birtingu fundar- boðs. Skjöl þessi voru merkt nr. 1—7. Fundarstjóri lýsti fundinn lög- lega boðaðan með tilliti til fram- lagðra skjala og samkv. 8. gr. félags- laganna. — Lagði hann skýrslu rit- ara stjórnarinnar um afhenta að- göngumiða að fundinum, sem urðu fyrir hlutafé alls kr. 698.675.00 eða atkvæði 14,338. Skýrslan merktist nr. 8. ílún er svohljóðandi: *) “Skýrsla um afhending aðgöngu- miða og atkvæðaseðla til aðalfund- ar H.f. Eimskipafélags íslands 23. júní 1916: I. Landssjóður: hlutafé 400,000, atkv. 4099. II. Vestur-íslendingar: hlutafé 67,700. atkv. 1000. III. a. Hlut- hafar samkv. upphafl. útboði kr. 212,825; b. Hluthafar samkv. hluta- útboði 4. sept. 1915 kr, 18,150 — kr. 230,975, atkv. 9239. Samtals hlutafé kr. 698,675. atkv. 14,338. — Reykjavík 23. júní 1916, O. Friðgeirsson, p. t. ritari”. Lýsti fundarstjóri fundinn lög- mætan samkv. 7. gr. félagslaganna, einnig til lagabreytinga samkv. 15. gr.; þar sem svo bæri að skilja Jögin, að'miða ætti við afhenta aðgöngu- miða. en eigi mætt atkvæði, og meira en nægilegt væri afhent af miðum. Var þá gengið til dagskrár fund- arins og tekinn fyrir 1. liður svo- hljóðandi: Stjórn félagsins skýrir frá hag og framkvæmdum þess á liðnu starfs- ári, og frá starfstilhöguninni á yfir- standandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaöa rekstursreikninga til 31. des. f.á. og efnahagsreikning með athugasemdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úrskurðar frá endurskoðendum. Tók þá til máls formaður stjórn- arinnar Sveinn Björnsson yfirdóms- lögmaður. Las upp og lagði fram bréf frá Vestur-íslendingum (um tilnefning í stjórnarnefnd og útnefnda um- boðsmenn m. m.), svo og símskeyti vestan um haf um innkomið hluta- fé; voru skjölin merkt nr. 9—10. Þau eru svohljóðandi: “Winnipeg, 11. maí 1916. Hr. Svcinn Björnsson, formaður Eimskipafél. íslands, Reykjavík. Iceland,— Hátt- virti herra. Vestur-íslenzka hluta- sölunefndin hefir á fundi dags. 11. þ.m. falið mér að tilkynna yður og stjórnarnefnd félagsins, að á kjör- fundi þeim, sem vestur-íslenzkir hluthafar héldu hér í Winnipeg ]>ann 16. febr. sl., voru eftirfylgjandi fjórir menn kosnir til setu í stjórn- arnefnd Eimskipafélags íslends: — Arni Eggertsson með 3172 atkv., B. L. Baldwinson með 2734 atkv. John J. Bildfell með 2642 atkv. og Ás- mundur P. Jóhannsson með 1242 atkv. Töldust þá kosnir þeir tveir rnenn, sem flest atkvæði hlutu, hin- ir til vara. 2. Vegna fjárhagslegra og annara ófyrirsjáanlegra örðugleika hér, stafandi af Evrópustríðinu. get- ur enginn þeirra, sem kosnir voru, sótt ársfund félagsins á þessu ári.— 3. Það hefir því orðið að ráði, að vestur-íslenzkir hluthafar kjósa til þess fyrir sína hönd að mæta á árs- fundi félagsins 1 næsta mánuði, þá herra Þórhall Bjarnai’son biskup og Magnús Sigurðsson lögfræðing, báða búsetta í ^teykjavík, og verður biskupi sent umboðsbréf þeirra og kjörseðlar samtímis sendingu þessa bréfs til yðar. Eg þarf tæpast að taka það fram. hve sárt oss sam- verkamönnum yðar hér vestra fellur það, að geta ekki sent yður héðan xnálsvai-a á ársfundinn til þess bæði að kynnast ítarlega starfrækslu og hag féalgsins og framtíðai'liorfum *) Skjölum fundarins, svo sem þessu og fleirum síðar, er skot- ið hér inn 1 fundargjörðina. þess, og þó ekki síður að votta með nærveru vorri þar hlýhug vorn til félagsins og með bróðurlegri sam- vinnu að leggja vorn skerf til úr- iausnar þeirra vanda- og velferðar- mála þess, sem framtíð þess verður að Jjyggjast á og sem væntanlega verða ieidd til lykta á fundinum. — En jafnframt vil eg þó líka taka fram, að vér hér berum liið fylsta traust til stjórnenda félagsins og viturn að þeir af allri einiægni beita sínum miklu og góðu hæfileikum til þess, við ljós þeirrar reynslu, sem þeir þegar hafa aflað sér við starf- rækslu þess, að tryggja svo stofnun þessa, að hún megi halda áfram að þroskast og eflast til varanlegra heilla fyrir þjóðarheildina. alt eins og þá, sem lagt hafa fé til hluta- kaupa í henni. — Með einlægri virð- ingu, B. L. Baldwinson, ritari. — Lesið og samþykt. Árni Eggertsson, forseti”. “Sveinn Björnsson, Rvík. Ten thou- sand eighty dollars on hand com- pletes two hundred thousand kron- er rate three eighty. Thorsteinsson”. Með atkvæði Vestmanna fara hér á fundinum biskup Þórh. Bjarnar- son og Magnús lögm. Sigurðsson. Landritari fer með atkvæði lands- sjóðs. Formaður lagði fram skýrslu stjórnarinnar prentaða um hag fé- lagsins og framkvæmdir frá stofnun 17.-22. jan. 1914 til ársloka 1915 og starfstilhögunina á starfsárinu 1. jan. til 31. des. 1916. ÍSkýrslan var merkt nr. 11. Fór formaður í ræðu sinni yfir aðalkafla hennar. Endaði hann ræðu sína með þakklæti til gjaldkera félagsstjórnarinnar fyrir lán, ókeypis, á fundarstað handa stjórn félagsins; þakkaði einnig öðrum; er hlynt liefðu að félaginu á margvíslegan hátt. Þá tók til máls gjaldkeri félags- stjórnarinnar. Eggert Claessen yfir- dómslögmaður. Lagði fram reikn- inga félagsins og fór um þá nokkr- um orðum. Hinir framlögðu i-eikn- ingar voru merktir nr. 12. Kvaðst gjaldkeri skilja svo tillögur endur- skoðenda í hinum framlögðu reikn- ingum á bls. 41, um vaxtareikning- inn, að ekki þyrfti að geta hins at- hugaða atriðis á aðalreikningum fé- lagsins, heldur í bókum þess, en við þær ættu endurskoðendur ein- ungis. Tii máls tók þá af hluthöfum kaupm. B. H. Bjarnason; þakkaði hann stjórninni fyrir starf hennar og glögga reikninga, og lagði til að reikningarnir yrðu þegar samþyktir. Endurskoðandi Ó. G. Eyjólfsson kaupmaður skýrði frá, að skilning- ur gjaldkera á tillögu endurskoð- enda um vaxtareikninginn sé réttur. Þá bar fundarstjóri upp reikn- inga félagsins ásamt tillögum endur- skoðenda til úrskurðar fundarins og lýsti því, að enginn ágreiningur væri um þá milli stjórnar og endur- skoðenda félagsins. Voru reikning- arnir samþyktir í einu hljóði. Þá var borin upp tillaga um að þakka stjórn félagsins fyrir fram- kvæmdir hennar. Samþykt í einu hljóði og með lófaklappi á eftir. Var þá næst tekinn fyrir 2. liður á dagskránni þannig hljóðandi: Tekin ákvörðun um tillögu stjórn- arinnar um skifting ársarðsins. Tók fyrstur til máls Eggert Claes- sen yfirdómSlögmaður og mælti með tillögu stjórnarinnai'. Hún er svo- hljóðandi: íTallaga um skifting ársarðsins: Frá félagsstjórninni: Hreinum arði eftir ársreikningi kr. 101,718.16 að fiádi-egnum neðangreindum kr. 43.- 194.21 — kr. 58,523.95 — skal skift þannig: a. 1 endurnýjunar- og vara- sjóð leggist kr. 25,5)0.54; b. stjórn- endum félagsins sé greitt í ómaks- laun allt kr. 3.500.00; c. endurskoð- endum félagsins greiðist í ómaks- laun alls kr. 1,000.00 og d. hluthöf- um félagsins greiðist í avð 4 prósent af'lilutafé því, er rétt hefir til arðs, kr. 711,085.17, kr. 28,443.) 1. — Samtals kr. 58,523.95. — Aths.: Félagsstjórn- in hefir, samkvæmt 22. gr. félagslag- anna, ákveðið að verja ofangreind- um kr. 43,194.21 til frádráttar af bók- uðu eignarverði félagsins sein hér segir: a. A e. s. Gullfossi kr. 22.000.00, á e. s. Goðafossi kr. 18,000.00 og á stofnkostnaði kr. 3,194.21, — sam- tals kr. 43, 194.21”. Kaupmaður B. H. Bjarnason Jagði til að enginn arður yrði nú útborg- aður hluthöfum, en þóknun yrði greidd framkvæmdarstjóra fyrir vcl unnið starf. Þá talaði Sveinn Björn- son með tillögum stjórnarinnar. — Ennfremur töluðu: Pétur Ólafsson konsúll, L. H. Bjarnason prófessor (af hálfu endurskoðenda), Ragnar Ólafsson konsúll frá Akureyri. Bj. Jónsson frá Vogi og Pétur Péturs- son frá Akureyri. Þessir ræðumenn töluðu einnig með þóknunar- greiðslu til framkvæmdarstjórans. Fundarstjóri gat þess að félags- lögin banni að greiða framkvæmd- arstjóra sérstakan arð (tantieme), ■ heldur yrði að beina tillöguin um það til stjórnar félagsins, að honum yrði þóknun greidd. Þá var tillaga frá B. H. B. um að útborga hluthöfum engan arð að þessu sinni, borin undir atkvæði fundarmanna og feld með öllum þorra atkvæða. Tillögur stjórnarinnar liér að lút- andi er að finna í framlögðum, og merktum nr. 13 a—e, tillögum frá stjórn og öðrum (aðaltillögum) með viðfestri dagskrá fundarins; liafa ]>essi skjöl verið lögð fram á skrif- stofu félagsins og áteiknuð um það og stimpluð. Stjórnartillögurnar á 13 a, um skiftingu ársarðsins, voru þá bornar upp og samþyktar. a—c í einu hl. og d með þorra atkvæða. Eftir nokkrar athugasemdir um þóknun handa framkvæmdarstjóra frá B. H. Bjarnasyni, Ragnari Ólafs- syni, Pétri Ólafssyni, L. H. Bjarna- syni og A. V. Tulinius, var samþykt svohljóðandi tillaga (frá Pétri ólafs syni aðallega: “Fundurinn skorar á stjórnina að greiða útgjörðarstjóra 2000 kr. í viðurkenningarskyni fyrir vel unnið starf á liðnu ári”. Hlaut tillaga þessi allan þorra atkvæða fundarmanna. Þá var tekinn fyrir 3. liður dag- skrárinnar: Tillögur um iagabreytingar. Er tillögur þessar að finna í fram- lögðum skjölum nr. 13: frá stjórn- inni 13 b, og bi-eytingartillaga á 13 c frá Ó. G. Eyjólfssyni o. fl. “Tillaga til breytingar. Frá félags- stjórninni. 17. gr. félagslaganna orð- ist svo: Stjórn félagsins skipa 9 menn úr flokki hluthafa og skulu þeir vera búsettir f Reykjavík, nema tveir. sem mega vera Islendingar bú- settir í Vesturheimi. Ef þeir samn- ingar verða, að landssjóður gjörist hluthafi í félaginu fyrir 400,000 kr. (sbr. 4. gr.), má félagsstjórnin semja svo um við landsstjórnina, að ráð- herx-a skuli skipa einn hluthafa bú- settan í Reykjavík í stjórn félags- ins til eins árs í senn, enda hafi landssjóður þá ekki að öðru leyti atkvæði um stjórnarkosningu. Aðr- ir stjórnendur en sá, sem ráðherra kann að skipa samkvæmt framan- skráðu. skulu kosnir á aðalfundi. Skulu tveir þeirra jafnan kosnir eft- ir tilnefningu vestur-fslenzkra hlut- hafa, að undanskildum landssjóði. Kosningin gildir til tveggja ára, og gangi menn úr stjórn á hverjum aðalfundi eftir kjöraldri. Á aðal- fundi 1916 ganga þó 3 úr stjórn eftir hlutkesti, en 5 skulu kosnir í stað- inn, og á aðalfundi 1917 ganga þeir 3 úr, er þá sitja enn í stjórn sam- kvæmt kosningu stofnfundar, og . afnmargir kosnir í staðinn. Á aðal- fundi 1918 ganga 4 úr eftir hlutkesti af þeim 5, sem kosnir voru á aðal- fundi 1916 og jafnmargir kosnir í staðinn. Heimilt er að endurkjósa mann í stjórn. Stjómarkosning fer fram þannig: Þegar vestur-íslenzk- um mönnum ber að tilnefna mann eða menn í stjórn, skulu tvöfalt fleiri hluthafar. en kjósa á, tilnefnd- ir á almennum fxindi hluthafa vest- an hafs, sem haldinn sé í Winnipeg, eftir þeinj reglum, sem samþyktar verða á slíkum fundi, áður en til- nefning fer fram í fyrsta skifti.' Til- nefning þessi skal fara fram svo snemma, að hún verði tilkynt aðal- fundi félagsins, þeim er kjósa á stjórnarmennina. 1 annan stað skulu hluthafar aðrir en landssjóð- ur og þeir, serii búsettir eru í Vest- urheimi, tilnefna á aðalfundi næst á undan stjórnarkosningu tvöfalt fleiri úr flokki hluthafa búsettra í Reykjavík. en kjósa ber eftir til- nefningu þessa flokks hluthafa. — Síðan fara fram bundnar kosning- ar, fyrst um stjórnanda eða stjórn- endur, sem kjósa ber samkvæmt til- nefningu hluthafa vestan hafs, síð- an um stjórnendur þá sem kjósa ber samkvæmt tilnefningu annara hlut- hafa, að undanskildum landssjóði, þannig, að kosið er um þá eina, sem tilnefndir hafa verið. og fer um atkvæðisrétt hluthafa, annara en landssjóðs, við þær kosningar eftir ákvæðum 10. greinar. Ef sæti verð- ur autt í stjórninni milli tveggja aðalfunda, kýs stjórnin annan hlut- hafa í staðinn til að vera í stjórn til næsta aðalfundar, ef henni þykir þess þörf, Næsti aðalfundur kýs því næst mann í skarðið fyrir þann, sem fr. Kjörtími lians nær eigi leng- ur en til þess tíma, sem sá átti að fara frá, er hann er kosinn í staðinn fyrir. “Tillaga til aðalfundar h.f. Eiin- skipafélags íslands 23. júní 1916. Breytingartillaga við tillögu félags- stjórnarinnar um breytingu á 17. gr. félagslaganna. Flutningsmenn: ó. G. Eyjólfsson, Páll H. Gíslason. Jón Björnsson, Björn Kristjánsson, Jón Brynjólfsson, Guðjón Björns- son, Einar Markússon, f. h. Kristín- ar Árnadóttur Einar Markússon, R. P. Leví, Nathan & Olsen. Harald- ur Árnason, S. S. Svavars, A. V. Tul- inius. — Kaflinn frá upphafi 2. máls- greinar (“Aðrir stjórnendur en sá”) og út að niðurlagi næstsíðustu málsgreinar “kosningar eftir ákvæð- um 10. greinar” orðist svo: “Aðrir stjórnendur en sá, sem ráðherra kann að skipa samkvæmt framan- skráðu, skulu kosnir á aðalfundi. Skulu fyrst tveir þeirra kosnir til eins árs í senn af hluthöfum búsett- um í Vesturheimi eða umboðsmönn- um þeirra og taka aðrir hluthafar eigi þátt í kosningu þessara tveggja stjórnarmanna, sem mega vera Is- lendingar búsettir í Vesturheimi. Hina stjórnendurna kjósa síðan hluthafar aðrir en landssjóður og ]>eir, sem búsettir eru í Vestur- heimi. Kosning þeirra gildir til tveggja ára og gengur helmingur þeirra úr stjórn á hverjum aðal- fundi eftir kjöraldri. Á aðalfundi 1917 gaijga þó 3 úr stjórn eftir hlut- kesti, en 5 skulu kosnir í staðinn. Meðal þeirra. sefn úr ganga, skal vera annar þeirra tveggja stjórn- enda, sem kosnir voru á stofnfundi samkvæmt tilnefningu urnboðs- manna Vestur-íslendinga og skal sérstaklega varpa lilutkesti um, hvor þeirra skuli víkja úr stjórn- inni. 1 stað þess, sem þannig skal ganga úr stjórninni, skal maður kosinn af hluthöfum búsettum í Vesturheimi til eins árs, samkv. því sem að ofan er sagt. Síðan skal varpa lilutkesti um, hverjir tveir af hinum öðrum fjórum félagskjörn- um stjórnendum skuli ganga úr stjórn, og kjósa síðan hluthafar aðr- ir en landssjóður og þeir, sem bú- settir eru f Vesturheimi. þá fjóra stjórnendur, sem þá er eftir að kjósa. Á aðalfundi 1917 ganga þeir 3 úr, er þá sitja enn í stjórn sam- kvæmt kosningu stofnfundar, svo og sá stjórnandi, sem á aðalfundi 1916 var kosinn af Vestur-íslending- um, og jafnmargir kosnir í staðinn, tvo þeirra kjósi til eins árs hluthaf- ar búsettir í Vesturheimi eða um- boðsmenn þeirra (sbr. hér að fram- anq, en tveir skulu kosnir af öðrum hluthöfum en landssjóði og þeim, sem búsettir eru í Vesturlieimi. Á aðalfundi 1918 ganga úr stjórn fyrst og fremst þeir stjórnenda. sem kosn- ir eru af Vestur-íslendingum, en auk þess eftir tilutkesti þrír af þeim fjórum stjórnendum, sem kosnir voru á aðalfundi 1916 af öðrum hlut höfum en landssjóði og þeim, sem búsettir eru í Vesturheimi. Heimilt er að endurkjósa mann í stjórn”. Reykjavík, 16. júní 1916. — Aths.: Aðalefni tillögu þessarar er það, að Vestur-íslendingar kjósi 2 stjórn- endur af 9, en taki ekki að öðru leyti þátt í stjórnarkosningu, og yrði þetta fyrirkomulag svipað eins og það, að landssjóður kýs einn stjórnanda. en tekur ekki þátt í kosningu annara stjórnenda. Til þessarar breytingar á hluttöku Vestur-lslendinga í stjórnarkosn- ingu virðist vera full ástæða eins og nú stendur. Afstaða Vestur-íslend- inga gagnvart öðrum hluthöfum Eimskipafélagsins er sem sú gjör- samlega önnur NÚ en þegar lög fé- lagsins voru sett á stofnfundi. Þá var innlent hlutafé, að undantekn- um hlutum landssjóðs, ekki lofað meira en 340 þús. kr., og óvíst um aukning þess, og innborgaðar að eins 325 þús. kr., en hlutafé Vestur- Islendinga var ]>á þegar orðið 160 þús. kr. samkv. skýrslu umboðs- manns Vestur-íslendinga á stofn- fundinum, og fastlega gjört ráð fyr- ir, að hlutafé þetta yrði að minsta kosti 200 þús. kr. Með öðrum orð- um, á stofnfundinum voru hér að lxitandi lagaákvæði sett á þeim grundvelli- að Vestur-íslendingar ættu meira en þri'Sjung alls hluta- fjár félagsins, að frátöldum lands- sjóði. Þetta gat að nolckru leyti gjört skiljanlegt, hversu mikið vald Vestur-íslendingum var á stofn- fundi fengið yfir stjórnarkosning- unni, þar sem þcir, samkv. 17. gr. félagslaganna, eigi einungis ráðá í raun og veru alveg tveimur stjói-nar- sætum, heldur einnig hafa atkvæði um það, hverjir skuli kosnir af þeim sem innlendir hluthafar til- nefna, og með því að svo mörg at- kvæði eru söfnuð á eina hönd. eins og verður lijá umboðsmanni Vestur íslendinga á félagsfundi, þá getur ekki hjá því farið, að hann ráði til- tölulega mjög miklu einnig um kosningu þeirra stjórnenda, sem innlendir hluthafar tilnefna. En hvernig er afstaða Vestur-íslend- inga nú orðin? IJún hefir breyzt svo síðan á stofnfundi, að innborg- að lilutafé, annara en Vestur-ís- lendinga og landssjóðs, er nú (16. júní) sem hér segir: Hlutafé samkv. hinu upprunalega útboði er kr. 451,- 893.00, og samkvæmt hlutaútboði 4. september 1915 kr. 214.817.00. Sam- tals kr. 666,710.00. Á móti þessu er lilutafé Vestur-íslendinga, sem greitt hefir verið hingað til félagsins, kr. 160.542.17, eðameð öðrum orðum — tæpir tveir tíundu af hlutafé félags- ins, að frátöldum landssjóði, og virðist þá ekki ósanngjarnt, að Vestur-íslendingar ráði ekki um fleiri en tvo niundu af stjói'endu' i, eins og hér er lagt til. Og hér er jafn- vel ekki tekið með hlutafé lands- sjóðs. Er þó í alla staði réttmætt að telja það með gagnvart Vestur-ís- lendingum. því að vár, hinir inn- lendu hluthafar og landsmenn yfir höfuð, mundum eingöngu, en alls ekki Vestur-lslendingar, súpa seyð- ið af því, að illa tækist kosning ié- lagsstjórnarinnar, svo að hlutafé landssjóðs yrði fyrir skaða. En væri innborgað hlutafé landssjóðs (300 þúsund kr.) tekið méð í ofannefnd- an reikning, þá næði hlutafé Vest- ur-íslendinga ekki því að vera tveir elleftu hlutar af öllu innborguðu hlutafé. Og athugi maður, livernig aðstaðan muni verða í nánustu framtíð, um hlutafé félagsins. kem- ur enn betur í ljós, að tillaga vor er langt frá því að vera ósanngjörn í garð Vestur-íslendinga. Fyrst og fremst mun landsstjórnin að sjálf- sögðu nota heimild sína til að taka 500 þúsund kr. í hlutum í félaginu undir eins og unt verður að útvega strandferðaskip. Þar sem hlutafé annara innlendra hluthafa er nú þegar orðið yfir 600 þúsund kr. og vex stöðugt, þá má óhætt fullyrða, að það vérði innan skariims orðið að minsta kosti 700 þúsund kr. og mjög sennilegt, að það verði orðið talsvert meira fyrir næsta aðalfund. En af því, sem stendur í athuga- semdum endurskoðenda við fjár- hagsreikninginn, svörum félags- stjórnarinnar og tillögum endur- skoðenda til úrskurðar viðvíkjandi hlutafjárloforðum Vestur-lslend- inga og innborgun hlutafjár þeirra, þá má telja alveg víst- að hlutafé Vestur-íslendinga verður ekki meira en 200 þúsund kr. og meira að segja mjög óvíst, að það verði svo mikið. Samkvæmt þessu, sem hér er sagt, má telja, að í nánustu framtíð verði hlutafé félagsina sem hér segir: — Landssjóður 100 þúsund kr., Vest- ur-íslendingar í mesta lagi 200 þús- und kr. og aðrir hluthafar að minsta kosti 700 þúsund kr. Sam- tals 1400 þúsund kr. — En eftir þessu yrði hlutafé Vest- ur-íslendinga í mesta lagi tveir fjórtándu hlutar af öllu hlutafé fé- lagsins. að landssjóði meðtöldum, og þó landssjóður væri alls ekki talinn með — sem vér eiqs og fyr er sagt teljum rangt —, þá yrði hluta- fé Vestur-íslendinga samt ekki meira en tveir níundu hlutar af öllu hlutafénu. — Alt, sem að framan er sagt, sýnir þvf glögt, að frá hvaða sjónarmiöi, sem litið er á málið, fá Vestur-lslendingar samkvæmt til- lögu þessari fullkomlega svo mikil áhrif á stjórnarkosninguna, sem þeim ber að tiltölu við hlutafjár- magn þeirra. Tillagan tryggir þeim, að ráða yfir tveimur níundu stjórn- enda, og hlutafé þeirra er, eins og hér hefir verið sýnt fram á, hvernig sem á er litið, ekki meira en tveir níundu hlutafjárins, þó landssjóð- ur sé ekki talinn með. Það er sett í tillöguna, að þeir 2 stjórnendur, sem Vestur-lslendingar kjósa, skuli kosnir að eins til eins árs í senn sakir þess, að Vestur-lslendingar óskuðu þess, að hinu upphaflega frumvarpi til laga fyrir félagið yrði meðal annars breytt í þá átt, að öll stjórnin færi frá ár hvert. Það er felt burtu ákvæðið um tilnefn- ing tvöfalt fleiri liluthafa en inn- lendir hluthafar eiga að kjósa og bundna kosningu meðal þeirra, með því að þar að lútandi ákvæði í 17. gr. félagslaganna eru miðuð við það, að Vestur-íslendingar taki þátt í kosningu þeirra stjórnenda, en verði því breytt, virðist ekki næg ástæða til slíkral' tilnefningar, sem gjörir stjórnarkosninguna flókna og erfiðari á aðalfundi. Ákvæðin um stjórnarkosningar nú á aðalfundi (1916) og á aðalfund- unum 1917 og 1918, eru bráðabirgða- ákvæði, sem eru nauðsynleg meðan lag er að komast á kosning stjórn- arinnar, eins og tillagan ætlast til að hún verði. — Reykjavfk, 16. júní 1916. Ó. G. Eyjólfsson”. Þessir tóku til máls um laga- breytingar: Sveinn Björnsson (með tillögu stjórnarinnar), Ó. G. Eyj- ólfssoh (með breyt.tiil.), Þórliallur Bjarnarson biskup f. h. Vestur-ís- lendinga, B. H. Bjarnason, Bjarni Jónsson frá Vogi, Halldór Daníels- son yfirdómari, síra Jóhannes Lynge. Jóhannesson og Magnús Sig- urðsson (f. h. Vestur-lslendinga), bar hann fram rökstudda dagskrá svohljóðandi (áhrærandi breyting- artillöguna:: “Með því að tillaga ]>essi, sem snertir sérstaklega réttindi vestur- íslenzku liluthafanna, kom svo seint fram, að þeim hefir ekki sjálf- um gefist kostur á að athuga Jiana og taka afstöðu til hennar, ]>á á- lyktar fundurinn að senda tillög- una til framkvæmdarnefndar vest- ur-íslenzku hluthafanna með ósk um, að þeir leggi hana fyrir hinn al- menna hluthafafund í Winnipeg til þess að lxún verði rædd þar og tek- ur jafnframt fyrir næsta mál á dag- skrá”. Enn töluðu prófessor L. H. Bjarna son, Sveinn Björnsson og Benedikt Sveinsson bókavörður. Hin rökstudda dagskrá var þá borin upp til atkvæða, en með því að fundarstjóra þótti atkvæða- greiðslan óljós, voru atkvæði látin fara skriflega fram eftir atkvæða- miðum. Var þá kl. 3%, en fundarstjóri gaf fundarhlé til kl. 5, en atkvæði talin upp í hlénu. Kl. 5 e.h. hófst fundurinn aftur. Lýsti fundarstjóri að atkvæða- greiðslan um dagskrána hefð/ fallið þannig: Já sögðu 2821, nei sögðu 5459, og dagskrá þannig fallin. Þá borin upp til atkvæða breytingartillaga á skjali 13 c (Ó. G. Eyjólfssonar o. fl.). Talin upp atkvæði og féllu þannig: alls greidd 7917 atkv.; já 5507, nei 2410. Lýsti fundarstjóri til- iöguna fallna, þar sem til laga- breytinga þyrfti samkv. félagslög- unum, 15. gr., % hluta greiddra at- kvæða, er eigi hefði fengist fyrir til- lögunni. Bar þá fundarstjóri upp (án skrif- legra atkvæða) tillögu stjórnarinn- ar um lagabreyting á skjali 13 b, og var hún samþykt með öllum greidd- um atkvæðum gegn 6. Lýsti fundar- stjóri hana samþykta. Þá tekinn fyrir 4. liður dagskrár- innar: Kosning þriggja manna í stjórn félagsins, í staö þeirra, er úr ganga samkvæmt hlutkesti. Úr gengu stjórninni með hlut- kesti: Eggert Claessen, Halldór Dan- íelsson og Garðar Gíslason. Þá gengið til kosninga á einum manni úr flokki Vestur-lslendinga (í stað Halldórs Daníelssonar, sein kjörins af þeim), og kosið á milli þeirra tveggja, er Vestur-íslending- ar höfðu tilnefnt fremsta, í bréfi, sem er skjal 9 hér við fundarbókina: Arna Eggmtssonar og Baldwlns L. Baldwinssonar. Sveinn Björnsson gat þess, að hinn síðarnefndi hefði tjáð sér í bréfi, að hann ætti mjög óliægt með að sitja í stjórn Eim- NIÐURLAG Á 7. BLS. íSögusafn Heimskringlu Eftirfarandi bækur eru til sölu á Heimskringlu, — með- an upplagið hrekkur. Sendar póstfrítt hvert sem er: Sylvía $0.30 Bróðurdóttir amtmannsins 0.30 Dolores ....••■• 0.30 Hin leyndardómsfullu skjöl .... 0.40 Jón og Lára 0.40 Ættareinkennið 0.30 Lára 0.30 Ljósvörðurinn 0.45 Hver var húní> 0.50 Forlagaleikurinn 0.55 T i | i Sérstök Kjörkaup Ef pantað er fyrir $1.00 eða meira, gefum vér 10 prósent afslátt. Og ef allar bækurnar eru pantaðar í einu, seljum vér þær á — að einsþrjá dollara ($3.00). Borgun fylgi pöntunum. I ttttttttttttt-fttfttttttttttttttttttttttttttttttttt}

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.