Heimskringla - 07.09.1916, Blaðsíða 1

Heimskringla - 07.09.1916, Blaðsíða 1
Royal Optical Co. Elztu Opticians í Winnipeg. Við höfum rcynst vinum þínum vel, — gefðu okkur tækifseri til að reyn- ast þér vel. Stofnsett 1905. W. R. Fowler, Opt. XXX. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 7. SEPTEMBER 1916. NR. 50 Bandamenn þokast áfram hvívetna Mannskæðar og uppihaldslausar orrahríðar — 1 Balkan-löndunum þykja frétt- irnar.nú mestu varöa. Þar eru Rúm- enar nú að berjast á 400 mílna svæöi við Austurrfkismenn, ait eða mest norðan við Transsylvaníu Alpa- fjöllin. Það lítur svo út, sem þeir liafi farið f gegnum bau á ótal stöð- um. — Yér gátum um ]>að seinast. að þeir hefðu farið yfir þau nyrðst vestur af Jassy, og ]>ar komu Rúss- ar til móts við þá frá Borgo-skarði í Búkóvínu; svo komu þeir yfir fjöllin suður af Kronstadt, sem á mörgum kortum nefnist Brasso, og yfirgáfu Austurríkismenn Kron- stadt og allár þær sveitir, orustu- iaust að mestu. En 900 feta löng járnbrautargöng sprengdu þeir í fjöliunum og reyndu víst að veita Rúmenum mótstöðu, en það kom fyrir ekki. Kronstadt stendur í dal einum norðan við fjöllin, sem áin Aluta fellur um. Þegar til Kron stadt kemur, er Aluta búin að renna einar 6P mílur að norðan með fram fjöllunum, en beygir vestur í króknum og rennur vestur hjá Kronstadt og 35—40 mílum vestar hjá Hermannstadt, sem Ungverjar kaila nú Nagy-Szeben. Þar snýr á þessi suður í gegnum fjöllin og fell- ur beint suður í Dóná. Þenna dal allan norðanfjalia tóku Rúmenar Undir eins. En langt nokkuð vestar er skarð eitt, sem Vulkan-skarð heit ir, og þar norður af er borg, sem Petrozeny heitir. Þar eru kolanám- ur góðar og verksmiðjur miklar, — hinar stærstu í Ungverjalandi. Þar komu Rúmenar um skarðið og tóku nánnirnar og sveitina alla þar í kring, og var það tjón mikið fyrir Austurríkismenn. —- Um stóra bar- daga hefir enn ekki heyrst þaðan; en ailstaðar er eitthvað af Austur- ríkismönnum fyrir( og samfeldur er hergarður þeirra; en því hafa þeir látið undan síga, að þeir hafa ekki haft menn á ailan garðinn. Er nú hergarður Bandamanna þarna orð- inn 12 hundruð mílna langur, frá Riga flóa og í krókum suður tneð íjöllum þessum, til Orsova, sem ligg- Ur við Dóná. Sagt er að Maekensen hafi vetýð sendur suður þangað til þess að ] taka við herstjórn á móti Rúmen- Um. En Rússar munu ætla að leggja til 600,000 hermenn, til að ltjálpa þeim. Frakkar leggja til hergögn og voru búnir að senda byrgðir miklar suður um Asíu til Wladivostoc sem er austast í Asíu, og átti það svo að, flytjast á járnbrautum vestur um alla Síberíu og svo til Rúmeníu. — ] Rú fóru lestirnar að fara á stað að austan undir eins og Rúmenar komu í stríðið. Aðrar vopnasend- ingar frá Erökkum voru komnar til Salonichi, og áttu að sendast norð-^ Ur Serbíu, þegar Bandamenn væru húnir að taka það land aftur.En nú ] hiátti ]>að ekki dragast lengur, og Voru þær teknar á skip og komnarj á leið suður um Asíu til borgarinn- ar Wladivostoc. — Af Grikkjum fóru margar sögur og voru jafn óðum bornar til baka. ] I'yrst átti Konstantínus konungur að 'flýja með riddarasveit þýzkri og komast til Larissa; svo var sagt að Bandamenn hcfðu sent her á land Við Aþenuborg, og hefði liðið sótt Upp til Aþenu og bardagi orðið all- ] Utikili um liöll konungs á leiðinni, og hefðu þar fallið margir prins- arnir grísku. Svo var sagt að Kon- stantfnus ltcfði sagt af sér og Georg ®onur hans tekið við og Venizeios ætti að ráða öllu með honum. En Georg krónprins hefir einlægt verið illa til Þjóðverja, en vel til Breta og ( Brakka, og þóttu mönnum þetta góð tíðindi. Svo kom stjórnarbylt-] fng í Salonichi. Breta-sinnar tóku ®ig saman þar í þúsundatali og heimtuðu, að Grikkir færu undir. ains á móti Búlgörum og hrektu þá ðr landi. En f borginni var setulið ! grfskt, og sló þeim saman við hina °g var barist eitthvað, þangað til setuliðið gafst upp. Nú mynduðu Grikkir nefnd eina til að taka við ®tjórn í allri Makedóníu og reka RúJgara og Þjóðverja úr landi og herjast með Bandamönnum. Þessi hreyfing flaug um alla Makedonfu °g suður á Grikklandi var hún far- Jn að gjöra vart við sig í mörgum horgum fyrir helgina. En f mánudagsblöðunum er svo ah sjá, sem KonStantínus sitji enn að vöidum. Hann lýsir því yfir við sendiherra Bandaríkjanna, Breta( Erakka og Rússa( að hann sitji við sinn keip með sörnu skoðunum og stefnu og áður. En nú senda Bandamenn flota- deild all-mikla, ein 30 herskip eða meira, til Pireus, sem er hafnstaður Aþþnu borgar, og heimtuðu að taka við stjórn allri á póstmálum og rafskeytum á Grikklandþ og að allir flugumenn eða agentar óvina sinna væru úr landi reknir, því að þeir væru njósnarmenn og æstu upp iandslýðinn, Á höfninni við Pireus tóku Bandamenn skip Þjóð- verja og Austurríkismanna, sem ]>ar voru, og söktu neðansjávarbát þýzk um, einum eða tveimur. Búlgarar barðir. Hinn 31. ágúst var all-mikil or- usta á Grikklandi milli Búlgara og Serba, norður undir landamærum Grikkja og Serba, sunnan við vötn- in ]tar sem áður hefir verið getið. Búlgarar sóttu á með liði miklu í þéttum fylkingum, að Þýzkum sið; en Serbar tóku á móti þeim svo snarplega, að Búlgarar hrukku undan og létu 15 þúsundir manna. Er þetta mesti slagurinn, sem orðið hefir þarna, síðan Bandamenn sett- ust að í Salonichi. Þetta var nálægt þorpi litlu sem Loosvitz kallast. — Búlgarar voru svo illa leiknir, að þeir urðu að fá hjálp frá næstu her- stöðvum. Rúmanía. Undir eins og Rúmenar • sögðu Austurríki stríð á hendur voru Rússar, sem biðu með herflokka sína norðan Dónár, komnir á stað suður um kvíslalandið Dobrudja.og til Búlgaríu, og þ’á tóku líka Rúm- enar kastalaborgina Rustchuk, sunnan við Dóná, í landi Búlgara. Hún er á syðri baka Dónár, móti borg, sem Giurgevo heitir í Rúm- eníu, beint suður af Bueharest, höf- uðborg Rúrnena, og liggur járn- braut milli þeirra. Frá Rustchuk liggur aftur járnbraut austur til kastalans Varna, sem Búlgarar eiga við Svartahaf, og hafa Rússar þá undir eins náð haldi á járnbraut þessari. —. Sagt er, að alþýða hafi tekið Rússum tveim höndum þegar þeir komu og fagnað þeim sem frels- uruin sínum. Fregnirnar frá Rúmaníu á mánu- dagsmorguninn segja, að Rúmenum hafi alistaðar gengið vel og hafi þeir tekið herfang ákaflega inikið. Aust- urríkismenn ltafa orðið undan að láta á öllum stöðum. í Kronstadt» (Brasso) hafa þeir sett upp rúm- enska bæjarstjórn. — Við Orsova, borgina við “járnhliðin” á Dóná, voru þeir búnir að berjast í 5 daga á mánudaginn. Er þar ákaflega ilt aðsóknar, og þar tóku Au.#urríkis- menn harðlega á móti. En loks urðu þeir undan að hörfa yfir Cerna ána og höfðu tapað fjölda af mönnum. Við undanhald þeirra náðu Rúm- cnar stöðvum, sem þeir gátu skotið frá á borgina og kastalann Orsova og járnbrautarstöðvarnar og kemur það þeim illa, óvinum þeirra. Rúm- enar töpuðu fáum mönum, en tóku 15 herforingja og 1,800 hermenn til fanga. Við Ghinces brautarstöðv- arnar í Ungarn náðu ]>eir 100 járn- brautarvögnum og heilli brautar- lest af hveitimjöli við Bryzecu. — Austurfrá, við Dónár-ósa, hafa Þjóðverjar og Búlgarar komið að sunnan, líklega frá kastalaborginni Varna, og farið yfir landamærin til að mæta Rússum. En þeir voru komnir til Rustchue, sem er nyrzti — 1 Galizíu, austur og suðaustur af Lemberg, eru nú bardagar hinir grimmustu, bæði við Zlocoff og Halics, austur og suðaustur af Lem- berg og suður af Rafailow í Ivar- patha-fjöllum, við syðstu skörðin; nólægt Doma-Vatra. Rússar hröktu þar Austurríkismenn og tóku þar hæðir nokkrar. Á Frakklandi. En á Frakklandi hafa bardagarn- ir nú verið harðastir og unnu Bret- ar og Frakkar sigur og tóku 2,000 fanga og 4 bæji. Þar hafa raunar einlægt verið bardagar; en á sunnu- daginn sóttu Bretar og Frakkar fram í Somme-héraðinu, milli þorp anna Forest og Clery, suður af borg- inni Combles. Á fjögurra mílna svæði lilupu þeir fram, og tóku Frakkar Forest og Clery og skot- grafir rétt utan við Combles; en Bretar tóku Guillemont og helm- inginn af Ginchy. Er þetta mesti srgur Bandamanna þar i margar vikur; 2—3 þúsund Þjóðverjar voru teknir til fanga, en margfalt fleiri féllu af þeim og særðust, þegar þeir gjörðu óhlaupin aftur, til að reyna að ná stöðvum þeim, sem þeir höfðu mist. Tólf stórar fallbyssur tóku Bandamenn einnig og 50 maskínu- byssur. Heitir skoteldar höfðu gengið á undan áhlaupunum. kastaii Búlgara sunnan við Dónó. Þeir réðust á Rússa við Zboroska, norðan landamæranna, en Rússar hrundu þeim af sér. — Sé svo sem seinustu fregnir segja, að Rúmenar séu komnir til Zekali í Ungarn, þá eru þeir komnir töluvert inn f land- ið þarna. (Framhald á 5. bls.) Zeppelin árásá England. Aldrei hafa Þjóðverjar sent jafn inarga Zeppelina yfir til Englands eins og nú, því að nú komu þeir 13 saman nóttina hins 3. september. Þeir létu sprengivélunum rigna yfir borgir og sveitir, og gótu banað einnni konu gamalli, en sært 13, og voru þar af tvö ungbörn. Að eins 3 þeirra komu nálægt Lundúnum. Þar var tekið á móti þeim, og féll einn logandi n'iður, en hinir lögðu ó flótta. Engan skaða gjörðu þeir annan en að skemma 23 byggingar, og þó lítið, og drepa 3 hesta. Frá Svíþjóð. Það var sagt nýlega, að Svíar væru að búa sig til að stökkva á Rússa til að reyna að ná Finnlendi. En fyrst og fremst var léttara að tala um það en framkvæma, og svo mun það alt bull vera, því að Sví^r og Rússar eru nú í mesta bróðerni að byggja brú yfir Tornea-elfuna, á landamærum Svía og Rússa og lít- ur það ekki ófriðlega út. Flugdrekar Breta gjöra tjón. Á laugardaginn var flugu vatna- drekar Breta yfir Hoboken við Ant- werpen 1 Belgíu og hleyptu sprengi- kúlum niður á skipakvíar og verk- stæði Þjóðverja. En á sunnudaginn flugu Bretar upp yfir Belgíu og hleyptu sprengi- kúlum niður á flughjalla Þjóðverja f Ghistelles, suðvestur af Bruges, kveiktu í þeim og gjörðu spell mik- ið, og sló ótta yfir Þjóðverja þ,ó er þar voru. Sigurður Frímann. KVIÐÓMURINN í RÁÐGJAFAMÁLINU GET- UR EKKI ORÐIÐ SAMDÓMA. Málið á móti fyrv. ráðgjöfum fylk- isins, út af stjórnarbyggingunum, kom fyrir kviðdóminn 5. september, eða eiginlega um miðnætti þann 4., því að þá lauk dómarinn ræðu sinni til kviðdómaranna. Þeir sátu yfir mólinu f 15 klukkutíma og komu svo fyrir dómarann og sögðust ekki] geta orðið á citt sáttir; það væru 9 á móti 3, og engum hægt að þoka. Ekki vita menn, livort þessir voru með eða móti ráðgjöfunum Telegram segir, að þeir hafi verið með þeim, en Free Press á móti. Leysti þá dómarinn upp kviðdóm inn og kvað þá hafa starfað vel og dygilega. En vinir ráðgjafanna ósk- uðu þeim til lukku með úrslitin. Hinn 30. ágúst sl. lézt á spítalan- um hér í Winnipeg Ásgeir Þorbergs- son Fjeldsted, Captain-Quartermas- ter í 223. herdeildinni. Hann hafði verið sjúkur og ógjörðist svo, að han var skorinn upp við botnlanga- bólgu. En sýkin var svo mögnuð, að honum sló niður aftur, og voru allar tilraunir árangurslausar. Enda var Mr. Fjeldsted búinn að kenna meins þessa löngu áður en hann gekk í herinn. Mr. Fjeldsted var fæddur 28. júní 1885; gekk í herinn hinn 11. marz 1916, sem óbreyttur liðsmaður; var gjörður að Sargeant 18. marz 1916, en Captain-Quartermaster í maí 1916. Captain Féldsted var verzlunar- stjóri og meðeigandi í verzlunarfé- lagi þeirra Sigurðsson og Thorvalds- son í Nýja íslandi, og stýrði verzlun þeirra í Árborg, Man.( áður en hann gekk í herinn. Faðir hans er Þorbergur Fjeld- sted, alkunur bóndi í Nýja Islandi og sveitarstjóri í Mikley um lánga hríð, en nú vitavörður þar neðra. Hann er af Féldsted-ættinni í Borgarfirði, bróðir Andrésar bónda á Hvítárvöllum( sem alkunnur var á íslandi í ungdæmi voru. Asgeir Féldsted gekk á skóla hér í Winnipeg og síðar ó Wesley Col- lege. Hann var mjög gefinn fyrir söng og manna vinsælastur. Annar bróðir hans, Runólfur, er á Chicago liáskóla; en hinn, Guð- mundur, er bóndi vestur af Gimli. Systur ótti hann 4, allar kvæntar, og eru þær: Mrs. S. J. Jóhannesson, Mrs. John Eggertsson og Mrs. H. Jó hannesson, allar hér í borginni; en hin fjórða er Mrs. J. Sveinbjörnsson í Elfros, Sask. Capt. Féldsted var kvæntur Ingu Finnsson, dóttur < Kristjáns, sem lengi var kaupmaður f Breiðuvík og við íslendingafljót, en býr nú í Víðirb-ygðinni þar nyrðra. Þrjú ung börn iætur Féldsted eftir sig. Vér þektum Féldsted sál. meira á yngri árum en nú. Han nvar fjörug- ur, lipur og vel gefinn og þrekmikill til sálar og líkama, sem þeir frænd- ur allir. Hersveitinni er mikil eftir- sjón í honum, bygðinni sem liann bjó f þó ennþá meiri og félögum lians í verzlunarfélaginu. En sorgin kemur þó þyngst á ekkjuna ungu, sem situr eftir með föðuriaus börn- in,— og föðurinn aldna, sem sér nú á bak syninum unga og gjörvilega, sem honum var svo kær. — Og vér megum allir syrgja, Islendingar; vér mistum þar mjög efnilegan mann úr hópi vorum, og fjöldi manna á þar á bak að sjá persónulegum vin, því að Ásgcir var vinsæll maður. Hver, sem sá hann og talaði við hann, hlaut að finna til þess. En “cigi má 'sköpum renna”, segir gamalt orðtak. — Þú ætlaðir, vin- ur, að leggja fram líf þitt fyrir land- ið, sem þú bjóst í, fyrir frelsið og réttlætið. Þó að það færi nokkuö á annan veg, er þinn heiður liinn sami. Far þú vel! Guð launi þér og lóti oss hittast aftur á öðrum stað. Árin, sem vér verðum að bíða( eru sem dropar nokkrir á hafi ei- lífðarinnar. Það uregur óðum til funda. Jarðarförin fór frain hinn 5. sept. frá Fyrstu lút. kyrkjunni. Síra B. B. Jónsson flutti ræðuna, en líkmenn voru; Capt. H. M. Hannesson, Capt. Skúli Hansson, Capt. C. Roed, Capt. Olson, Capt. Lund og Lieut. Munck. Verkfallinu mikla afstýrt. Slaten Thompson, Dircctor of the Bureau of Railway News and Statis- tics, gaf þann 30. ágúst út skýrslu um óhrif þau, er hið yfirvofandi verkfall járnbrautarþjóna í Banda- ríkjunum myndi hafa og eru þetta aðalatriðin; Það mundi stöðva brautagang ó 260,000 mílna brautum á “main lin es” og 390,000 mílum á öðrum braut- um, eða alls á 650,000 mílum. Félög brauta þessara eiga á braut- unum yfir 65,000 dráttarvélar (Locor motivs), 56,000 fólksvagna og 2,400, 000 flutningsvagna og peningar, er í þeim liggja nema þremur og þrem fjórðu bilíónum dollara, eða nær 4 bilíónum. Alls kosta brautirnar með öllu tilheyrandi 16 og hálfa bilfón doll- ara (16,500,000,000). Yerkfallið hefði stórkostleg óhrif á frið, ánægju og velferð 102,574,000 manna. Mr. Sigurður Fríman, Selkirk, Man., er sagður fallinn á vígvöllun- um; sonur Björns Frímanns og Jó- hönnu Sigurðardótturí Selkirk. — Hann var borinn og barnfæddur f Selkirk og gckk í 79. herdeildina. — Foreldrarnir eru bæði lifandi, og 6 systur og einn bróðir. Var Sigurður elztur þeirra systkina. Foreldrarnir harma nú elskulegan og gjörvulegan son. Hann lagði lífið í sölurnar til að verja frelsið og réttlætið. Heiður og virðing fylgir minningu hans! Það ersárt, að tapa honum( sem mörgum öðrum; en við sjáum þá aftur, lió að síðar verði. Halldóra Olson FRÁ DULUTH, MINN. Það sctti fast innlagt fé 630,000 manna, scm eiga hlutabréf járn- brautanna og jafn margra annara, sem eiga skuldabréf þcirra. Það licfði stór áhrif á kaupgjald 1,700,000 verkamanna, sem árlega fá í kaup 1,400,000,000 dollara eða nærri eina og hálfa bilíón dollara. í september og október er æfin- lega flutningur mestur á brautum. Þá er fluttur á þeim einn fimti hluti af öllum flutningi ársins, og mest- alt korn. Flutningsgjald járnbrauta í sept- ember og október 1915 i Bandarikj- unum nam meira en 418 milíónum dollara, og bjuggust menn við, að nú myndi það nema 460 milíónum dollara á mánuðum þessum. En af því mundi renna til járnbrauta- þjónanna um 198,000,000 dollara og myndu lestaþjónar á brautunum fá af því 60,000,000 dollara. Ef að mcnn gjöra róð fyrir þvf, að 300,000 brautarmenn gjöri verkfall þá nemur kaupið, sem þeir tapa $1,260,000 á hverjum degi. öll Ameríka var hrædd við þetta verkfall, ef að það hefði á komist Grein um kynnisför þessarar heið- urskonu liingað norður, eftir hr. Lárus Guðmundsson birtist í þessu blaði á 3. bls. Allur flutningur liefði hætt um alt landið. Borgarmenn í stórborgun- um hefðu soltið. Bændur hefðu ekki komið frá sér gripum eða korni. Ferðir hefðu er.gar orðið og hver hefði orðið að sitja þar sem hann var kominn. Víða hefir sultur orðið og mannfellir. Borgin New York hefði orðið mjólkurlaus á fyrsta sól- arhring. En ef að brautirnar hefðu reynt að haida áfram, þrátt fyir verkfallið( þá hefði nú fyrst skörin farið up > f bekkinn. Róstur og bardagar all- alvarlegir liefðu þá orðið um alt landið. En nú er sagt, að sætt sé á kom- in. Verkamenn hafa kallað af verk- fallið, undir eins og Þingið í Wash- ington samþykti hin nýju lög um vinnu á járnbrautum. En lög þessi eru þannig: “Eftir 1. janúar 1917 skulu 8 kl,- tfmar skoðast sem réttur og lögleg- ur vinnutími á dag, og miðast við hann kaupgjald manna þeirra, sem vinna á járnbrautum landsins í milliríkjaferðum (nema á brautum þeim, sem styttri eru en 100 mílur og á rafurmagnsbrautum). Skulu verkamenn á brautunum fá lilut- fallslegt kaup við kaupgjald þett t fyrir aukavinnu alla”. Illa una járnbrautaeigendurnir þessum málalokum, og segjast þeir tapa á því 60 milíónum dollara ár- lega. A

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.