Heimskringla - 07.09.1916, Blaðsíða 7

Heimskringla - 07.09.1916, Blaðsíða 7
WIHNIPEG, 7. SEPTEMBER 1916 HEIMSKRINGLA. 7. Herstöð Bandamanna við Salonika mikilvæg. Yið botninn á djúpum firði, er gengur inn í austurhornið á Grikk- iandi, er hin mikiivœgasta og frœg- asta herstöð, er notuð er í stríðinu þessu hinu ógurlega. Þar er skipalagi mikið, og er dýpi þar afar mikið alt að bryggjusporð- um. Þar leggja stór vöruskip upp ógrynni af nauðsynjum þeim, er að stríðinu lúta. Þar gætu herskip einnig legið, ef þau væru ekki of önnum kafin til þess að taka sér hvíld. Þessir stóru sjó-varðhundar kjósa heldur að sveima um saloniska fló- ann og gefa gætur aö og koma f veg fyrir svik ins þrællyndasta og falsk- asta konungs, er sögur fara af, og einnig til þess að líta eftir neðan- sjávarbátum óvinanna, er jafnan eru á njósnarferðum. Á landi uppi eru afar-stórar her- búðir. í þeim eru samankomnar þúsundir þúsunda af hermönnum nær því frá öllum löndum undir sólu, er skipa sér undir merki Breta, Prakka, Rússa, Serba og ít- ala. Vegir eru gjörðir, járnbrautir auknar, vatnsveitingar umbættar, skotgarðar bygðir, skotgrafir grafn- ar en óhagganleg herstjórn hvílir yfir öllu starfinu. Aðalstarfi hersins er tvenskonar: að vera á verði og að bíða eftir tæki færi. ótryggir og svikulir konungar að sunnan, æðisgengnir Búlgarar að norðark. Þeim verður að stia frá Konstantínusi hinum nornriðna — Og svo getur alt af gefist tækifæri til að berja á Austurríki, Tyrkjum eða Ferdinand í Búlgarfu, svikaran. um, er myrti Serba. Hvar Salonika er sett. Sá hluti Miðjarðarhafs, er liggur milli Grikklands aá vestan og stranda Tyrklands að austan, hefir um margra alda skeið verið nefnd- ur Aegeusar-haf. Tildrög nafnsins eru þessi: Einn af fornkonungum Aþenuborgar, Aegeus að nafni, varp sér í sæ þenna af því að hann misskildi fánamerk- in á fiota sínum; tók þau sem ósig- urs-boðat en ]>að voru sigurfánar. Skip þau, er sigla með hinni vog- skornu strönd Grikklands eftir Aegeusar-hafi, og halda norðvest- ur, koma inn í flóann, er gengur all- langt inn 1 landið. Á norðurströnd- inni stendur borgin Salonika. Hér um bil 90 mílur beint f aust- ur, er annar flói, talsvert minni. Aðal höfnin þar er við borgina Kav- ala. Aegeus ströndin er hinn elzti or- ustuvöllur, að einum undantekn. um er sögur fara af á þessu svæði. Nafnið Grikkland færir oss aftur á bak til fyrstu dagsbrúnar menning- arinnar f Norðurálfu heims. Mesó- pótamfa, er liggur milli stórfljót- anna Tigris og Efrats, færir oss aft- ur til morgunroða sögunnaP; til aldingarðsins Eden. Kavala eða Neapolis. 1 bænum Kavala búa 5000 manns; en á sumrin eykst sú tala all-mjög, því fólk úr nálægum héruðum flykk ist þá þangað unnvörpum. Inn- flutningur þessi stafar af því, að tóbaksgjörð er afar mikil í bænum, og ei’ flutt tóbak þaðan — hið nafn- kunna tyrkneska tóbak — til allra landa hins mentaða heims. Fólkið kemur til þess að vinna að tóbaks- gjörðinni. Mörgum öldum áður en Tyrkir brutust inn í Norðurálfu frá Litlu- Asíu, var Kavala auðugur bær en hét þá öðru nafni. Á þeim tímum, er Róm var alheims-drotning, og hafði borið hærra hlut yfir Grikkj- um, stóð hér rómverskur bær, er Neapolis Jiét. Yms merki rómverskr- ar starfsemi sjást þar enn, og er vatnsleiðslan mikla eitt hið helzta þeirra; l>aðan hefir bærinn enn í dag vatnsforða sinn. Þótt nafnið ‘Kavala’ hafi ekki verið mjög kunnugt fram að þessu stríði, ætti þá hið gamla, rómverska nafn bæjarins að vera alkunnugt almenningi, því í Neapolis steig Páll postuli fyrst fæti á land í Norður- álfu lisims. Páll postuli stígur á land. Páll postuli kom til Troas — nú nefnt Toriedos. Það var þar, að fyrir hann bar “mynd mannsins frá Makedóníu”, er mælti til hans: — “kom þú til Makedóníu og hjálp- aöu oss”. Pál og félagar hans urðu við á- skoran l)essari. — “Þvi yfirgáfum vér Troas og komum til Samothra- cia. Næsta dag héldum vér til Nea- polis”. Páll dvaldi lítt í Neapolis, en hélt þegar til borgarinnar Filippi, nokk- urar mílur lengra á land upp, “sem er höfuðborgin í þeim hluta Make- dóníu”, scgir í “Gjörningabókinni”. Filippi lá við egnatiska veginn (Via Egnatia), er Rómverjar bygðu, frá Adria-hafi þvert yfir Balkan- skagann, til Konstantfnópel. Það var hinn mikli þjóðvegur fornald- arinnar, frá vestri til austurs, lfkt eins og Kanada-Kyrrahafsbrautin okkar nú á tímum. Borgin, er hét eftir Filippi II. af Makedoníu, stóð á bröttum hól, og var þaðan útsýni hið fríðasta yfir slétturnar í grendinni. Á sléttum þessum var háð orusta sú 42 árum fyrir Krists burð, er nefnd er “or- ustan við Filippi. 1 þeirri orustu biðu þeir Brútus og Kassíus — tveir af morðingjum Júliusar Sesars — fullan ósigur fyrir þeim Antoníusi og Oktavíusi. Oktavíus sá varð fám árum síðar hinn fyrsti keisari Róm- verja og nefndist Ágústus. Frá Filippi-borg iá Egnatiski veg- urinn í vesturátt til Þessalonika. % Þessalonika. Salonika stendur nú, þar sem Þessalonika var á dögum rómverska keisaradæmisins. En Þessalonika stóð á rústum eldri borgar, er Kass- ander bygði 315 árum f. Kr. Hann nefndi þá borg Þepna, í höfuð konu sinnar, er var systir Alexanders mikla. , Það var í þessum bæ, sem mælsku- snillingurinn mikli, Sísero, lifði öm- urlega daga í útlegð, er stjórnmála- féndur hans hröktu hann í. Sök hans var sú, að á ræðismanns ár- um hans voru nokkrir samsæris- menn drepnir án dóms og laga. — “Sagan endurtekur sig”. Á það minna hinir síðustu viðburðir í Dublin. Manndrápin voðaiegu í Þessalon- iku 390 f. Kr., er Þeodosíus keisari lét framkvæma, voru hin fyrstu af hryðjuverkum þeim, er síðar hafa gjört þann “garð frægan”. En St. Ambrósius bannfærði þó keisara og lokaði fyrir honum dómkyrkjunni í Mílan. Þúsundir drepnar. Ástæðan að morðum þessum var sú, að einn af “lautinöntum” keis- ara var drepinn. Keisari hélt þá til í Mílan. Þaðan gaf hann út þá skip- an, að ibúar allir skyldu kallaðir saman á hestaskeiðsvöllinn, — á- stæður lognar upp. Þar gengu her- menn milli bols og höfuðs á þeim. Sjö þúsundir voru þannig drepnar. — Nokkuð svipað aðförum Þjóð- verja i Belgíu. Þrem sinnuin eftir þetta var bær- inn tekinn herskildi. Árið 904 sótti að bænum serkneskur floti, braut virkin við höfnina, drap alt niður, menn, konur og börn, og nauð- rændi bæinn. Á tólftu öld tóku Norðmenn Þessaloniku. Tyrkir tóku hana 1430, og var hún í höndum þeirra þangað til 1913. — Þá var Makedónía við endalok ann- ars Balkan-stríðsins látin af hendi við Grikki. Salonika vorra daga. Yér þekkjum Þessaloniku sem Salonika — líka ritað Saloniki og Selenik. — Áður en stríðið hófst og Bandamenn settu þar herstöðvar sínar, voru íbúar borgarinnar 130 þúsund. Af þeim er helmingur Gyð- ingar. Flúðu forfeður þeirra þangað á 16. öld, undan ofsókn Spánverja og Portúgals-manna. Bærinn er að nokkru leyti bygður á láglendi með fram flóanum, en norðurhluti haps er á hæð. Flest eru húsin hvít, og er bærinn girtur hvítum borgarveggjufn með fram djúpu gili, gjörðu af hendi náttúr- unnar. Fjöldi hvolfturna, stórbygginga, skraut-trjáa og fleira gjöra bæinn glæsilegan. Verzlunarhluti bæjarins er mynd- arlegur, og ganga breið stræti eftir honum, lögð hraunhellum. Raflýs- ing er þar og nægur vatnsforði. — Flest hinna eldri húsa eru gjörð af viði, kölkuð hvít. Salonika hcfir lengi verið aðal- hafnbær á Balkan-skaganum frá Aegens-liafi. Þar mætast einnig fjórar j4rn- brautir. Sakir þeirra var það aðal- lega, að Bandamenn lentu þar her sínum, er gríska stjórnin undirJ01-' ustu Venizelosar, bauð þeim heim. Ein járnbrautin liggur þaðan til Serbíu, og tengist þar aðalbraut- inni frá Konstantínópcl til Vínar- borgar, Berlinar og Parísar. •önnur braut liggur vestur til Al- baníu. Hin þriðja norðvestur til Monastir í Suður-Serbíu, og er nú í höndum Búlgara. Hin fjórða liggur beint til Konstantínópel. Ný höfn. Hin nýja höfn, er opnuð var fyrir 15 árum, er hin ágretasta að öllu. Hún er varin 1835 feta hafnargarði. Höfn þessi léttir Bandamönnum mjög alla uppskipan, bæði á þung- um fallbyssum og öðrum hergögn- um. Á friðartímum er mikið flutt þang að af kornvöru, silki, járni, húðum, nautgripum, sauðfé, eggjum o. fl. Að meðaltali nenyi innfluttar og útfluttar vörur þar átján miliónum dollara. Eins og áður var tekið fram, er Salonika einn hluti þess lands, er Grikkir fengu í hinum tveim BaVk- an-stríðum. Hið fyrra háðu Serbar, Búlgarar og Grikkir gegn Tyrkjum, og var því lokið í maí 1913. Hið síð- ara háðu Serbar og Grikkir gegn Búlgurum. Stærð Grikklands alls er nú 41,933 fermílur; af því landi er 16,919 fermílur nýfengnar. Árið 1907 var fólkstala í gamla landinu 2,631,948, og nýju löndin bygðu 2,056,832 árið 1T3. Fyrir aðstoð Bandamanna sinna, Serba hefir Grikkland tvöfaldað landeignir sínar í þessum tveim stríðum, eða mjög nærri því, og mannfjöldinn hefir fullkomlega tvö- faldast. Frá sjónarmiði Bandamanna er Salonika hinn mikilvægasti staður. Hún er afar hentug að öllu léyti, sem herstöð fyrir Breta og Frakka til þess að halda Búlgurum og hin- um öðrum fjandsamlegu þjóðum í skefjum. Bærinn er nú ram-víggirt her- stöð, og þaðan fá fjandmenn Banda- manna að kenna á hörðu, þegar hinn rétti tími kemur. Sprengivélaveiðar. Hvernig fundið var upp að ná neð- ansjávar sprengivélum. Fyrir tólf mánuðum síðan var sjómálastjórnin brezka í þungum þönkum út af tjóni því, er sprengi- vélar 1 sjó gjörðu á skipum og mönn- um nær því allra þjóða. En úrlausn kom brátt. “Hvernig veiðið þér fisk?” mælti gamail sjóliðsforingi. “í net, auðvitað” var svarað. “En hvernig skyldi vera bezt, að veiða þessa mannsköpuðu fiska, er gjöra yður lítinn greiða? í net! Veiða þá lifandi.” Og hver var afleiðingin? Ibúarnir í Whitehall eru þeir einu, er vita. En á sínum tíma fáum vér einnig að vita, hvað mikið aflaðist. Upp- fyndingin er ólík öllu því, er við mætti búast, og að líkindum hefir ekki einn af hundraði hverju neina hugmynd um hana. Hlálega blandað málum. Tveir fiskimenn áttu heima i þorp- inu, er voru al-nafnar; hétu báðir Brown. Annar misti konuna sína; á sama tíma misti hinn bátinn sinn. Prestkonan heimsótti þann manninn, er hún hélt að væri ekk- illinn. En hún hitti á þann, er bát- in hafði mist. “Það hryggir mig innilega að heyra um hinn mikla missi yðar”. “ó, skaðinn var ekki tilfinnan- legur; hún var ætíð léleg og leiðin- leg þar að auki”. “Er það mögulegt?’. mælti prests- konan undrandi. “Já’, hélt Brown áfram. “Hún var öll úr greinum gengin og hríðlek. Eg bauð félaga mínum hana, en hann vildi ekki nýta hana. Eg hefi haft augastað á annari nú um tima”. Prestskonan tók til fótanna. ö Út úr hverju málið reis var eng- um ljóst. Lögmennirnir voru fremur vandræðalegir. Nú kom nýtt vitni f vitnastúkuna og var hann þegar beðinn að skýra fyrir réttinum, hve háar aðal tekjur lians væru. Vitnið neitaði að svara. Lögmað- urinn skaut máli sínu til dómar- ans. Þú verður að svara spurning- unni”, sagði dómarinn með embætt- issvip”. En — yðar hágöfgi, eg hefi engar aðal tekjur. Eg er fiskimaður, og — það eru bara net”. Sigurður Jónsson. Nú ert fallinn mannlífs meiður mest er prýddir þína bygð; æ til verka góðra greiður; guðelskandi af trú og dygð. Enginn var sá þig er þekti, að þankinn væri ei til þín hlýr. Engann stygðir, engann blektir; andi þinn var hreinn og skýr. Gæfu svipur sameinaður sýndist blómi fegurðar, í hærra lagi meðalmaður, mikla líkams hreysti bar. Göfuglyndur, góðhjartaður, grunduð orðin mæltir stilt. Vinum tryggur, viðmóts glaður; varð þér ei af mönnum spilt. Þegar giftist þú Guðrúnu þróaðist gæfa hundraðföld. Heiðri með og blóma búnu • búi stýrðir liálfa öld. Eiginkonu eisku veittir, ástar brunnu ljósin hrein. í því sem öðru bezt þú breyttir. Blómið sæmdar fagnrt skein. Þó að börnin ættuð eigi, aldrei barnlaust húsið var, mörg til fósturs, fjörs á vegi fenguð, þó á n borgunar. Höfðingi varst heim að sækja hýstuð margan lúiön gest. Margur til þess krók réð krækja, að komast í þitt skjólið bezt. Kunnir bæði voðir vefa, veiða fisk og stýra gnoð; bændavinna, vænst án efa, var þér heilagt skylduboð. Afi þinn var Einar prestur, er þér kendi að trúa’ á Krist; skrift og reikning, list og lestur ljósið menta gaf þér fyrst. Prúður, metinn þjónn guðs þarfi þín nær fimtán töldust ár afi mætur dó þinn djarfi í drottins nafni, aldurshár. Sveitamála þref og þjarkið þínum fjarri huga var; æruríkast manndóms markið muninn lífs til enda bar. Sýslunefndarmaður merkur metinn varst um nokkurt skeið. Hag meðbræðra studdir sterkur; steinum fús að hrinda’ af leið. Sterkar hníga eitt sinn eikur, allir mega trúa þvl. Tæpa síðstu viku veiku varst, en sýndist kvala frí. Vini kvaddir, seim og svanna, sem af öllum kærstur var; láms varst saddur lífdaganna, ljósið þráðir guðs dýrðar. Eftir liðin æfidaginn, ei sem nokkurn vansa bar, lífs nær sólin seig í æginn • sólariagið dýrðlegt var. Eiginkona aðstoð veita auðnaðist þér að hinstu stund. Mest sú gæfa má það lieita: Mildan hlaustu andláts blund. Svo nam enda sæmdarhjóna sextíu ára kærleiks band; var með ofið ást samgróna yfir beggja hugarland. (Sólon hefði sælan metið Sigurð Jónsson, veit eg það, nú ef hefði í heimi setið og heyrt um slíkan viðskilnað). Sér nú vinar sætið auða, samvist þrotin er í bráð, þér var trþ og dygg til dauða dáðrík kona, listafjáð. Innan skams þið eflaust finnist, yfir svifin dauðans höf; hvort við annað endurminnist. Er sú trú vor Drottins gjöf. Vinir þakka þér öll gæðin, Þau eru sfzt af neinum gleymd. í Eden Ijóss hvar ljómar hæðin lifa mannorðs blóm þín geymd. Minn þá svífur sálar knörinn sorga yfir kalda dröfn, sé eg þig og sælu kjörin sömu hlýt í dýrðar höfn. Þú hefir sigur þegið kransinn þitt fyrir æfistarfið gott. Á leiðið set, með lítinn glansinn, laufblað smátt, sem þakkar vott. 25. júlí 1916. Sv. Símonson. Njála. Hljómar stál, en hvergi prjál, þó haturs brjálan kenúi; lifi Njálu lofsverð sál, ljómi er mál á henni. J.G.G. ATHUGASEMD. Sigurður sál. var fæddur 1827 á Brúnastöðum í Fljótum við Skaga- fjörð. Hann var sonur merkisbónd- ans Jóns Einarssonar prests, er var um nokkurt skeið prestur á Kvía- bekk í ólafsfirði. Sigurður mintist afa sins með mestu lilýlegheitum; sagði, að hin eina bóklega mentun, sem hann hefði hlotið, væri honum að þakka. Hann misti föður sinn nokkru seinna en afa; eftir það var hann fyrirvinna hjá móður sinni, sem hélt áfram að búa eftir lát manns síns. Þegar Sigurður var 25 ára, fluttist hann að Framnesi; var vinnumað- ur hjá Jóni bónda Þorvaldssyni 4 ár; kvæntist svo Guðrúnu Þor- kelsdóttur, ríkisbónda, sem bjó á Svaðastöðum. Hún lifir nú mann sinn og er 85 ára gömul; hefir furðu góða heilsu enn. Þorkell heitinn gaf dóttur sinni jörðina Hvalnes á Skaga í heimanmund, og fluttust þau hjónin nýgift þangað vorið 1856. Eftir 50 ára búskap þar hættu þau að búa og fluttust svo að Hof- stöðum í Skagafirði til skyldfólks Guðrúnar. Sigurður dó 9. marz 1916. Var ald- rei, að heita mátti, óvinnandi, þdr til hann veiktist af slagi og lifði eft- það tæpa viku, eins og eg sagði í minningarkvæðinu að framan. Áður en þau fluttust frá Hvalnesi, gáfu þau ungum og efnilegum hjón- um jörðina; hann heitir Sigurður Jónsson, en hún Guðrún Símonar- dóttir, systurdóttir Guðrúnar. Er þetta eitt dæmi upp á rausn og höfðingsskap þeirra hjóna. Sigurður sál. var sannur gæfu- maður, ekki einungis fyrir það, að hann átti nógan auð.var aldrei þurf andi en veitandi ætíð og veitti vel, — heldur fyrir það, að hann eign- aðist jafn velgefna og elskulega konu, sem Guðrúnu Þorkelsdóttur; ef einhver óánægju skuggi var, þá brosti hún svo blftt og hló svo hlýtt, að alt varð fagurt og frítt; og hin langa 60 ára sambúð þcirra lijóna má með sanni nefnast einn óslitinn brúðkaupsdagur. S. S. BORÐVIÐUR MOULDINGS. ViS ■ höfum fullkomnar byrgðir al öllum tegundum. VerSskrá verSur send hverjum, sem æskir þess. THE EMP/RE SASH & DOOR CO., LTD. Henry Ave. East, Winnipeg, Man., Telephone: Main 2511 GISLI GOODMAN TiNSMinim. Verkstæíl:—Hornl Toronto St. og Notre Dame Ave. Phone Helmllls Garry 2»KM Garry 809 J. J. BILDFELL FASTEIGN ASALI. lTnlon Bnnk 5th. Floor No. 520 Selur hús og lót5ir, og annatS þar atl lútandi. trtvegar peningalán o.fl. Phone Maln 2685. PAUL BJARNASON FASTEIGNASALI. Selur elds, lífs, og slysaábyrgTJ og útvegar peningalán. WYNYARD, - SASK. J. J. Swanson H. G. Hlnriksson J. J. SWANSON & CO. FASTEIGNASALAR OG penlnga mlVlar. Talsími Main 2597 1 Cor. Portage and Garry, Winnlpeg Graham, Hannesson & McTavish LfiGFRÆÐINGAH. 215—216—217 CURRIB BUILDING Pbone Main 3142 WINPíIPEG Arni Anderson E. P. Garland GARLAND& ANDERSON LfiGFHÆÐISGAH, Phone Maln 1661 101 Electric Railway Chamberi. Talsími: Main 5302. Dr. J. G. Snidal TANNUEKNIR. 614 SOMERSET BLK. Portage Avenue. WINNIPEG Dr. G. J. Gislason Physlelan and Surmreon Athygli veitt Augna, HJyrna og Kverka Sjúkdómum. Ásamt innvortis sjúkdómum o g upp- skurbi. 1S South 2rd St.» Grand F«»r!rs. N.D. Dr. J. Stefánsson 401 BOYD BUILDING Horni Portage Ave. og Edmonton St. Stundar eingöngu augna, eyrna, nef og kverka-sjúkdóma. Er aT5 hitta frá kl. IX) til 12 f.h. og kl. 2 til 6 e.h. Phone: Main 3088. Heimili: 105 Olivia St. Tals. G. 2315 O ^ ^ ^ ^ ^ • Vér höfum fullar blrgöir hrein- f ustu lyfja og mebala. Komlh A meh lyfsehla yöar hringah, vér f gerum mehulin nákvæmlega eftir á ávfsan læknisins. Vér sinnum f utansveita pöntunum og seljum Á giftingaleyfi. : : : : w J COLCLEUGH & CO. * f Notre Dnme A Sherlirooke Kt*. $ A. S. BAROAL selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaöur sá besti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvaröa og legsteina. : : 813 SHERBROOKE ST. I’hone G. 2102 WINNIPEG miiwiBi iii ■nwn i i f jSögusafn Heimskrínglu r Eftirfarandi bækur eru til sölu á Heimskringlu, — með- an upplagið hrekkur. Sendar póstfrítt hvert sem er: Sylvía $0.30 BróÖurdóttir amtmannsins 0.30 Dolores 0.30 Hin leyndardómsfullu skjöl v 0.40 Jón og Lára 0.40 Ættareinkennið 0.30 Lára 0.30 Ljósvörðurinn 0.45 Hver var hún? 0.50 Forlagaleikurinn 0.55 Kynjagull 0.35 Sérstök Kjörkaup Ef pantaS er fyrir $1.00 eSa meira, gefum vér 10 prósent afslátt. Og ef allar bækurnar eru pant- aSar í einu, seljum vér þær á — atS eins þrjá dollara tuttugu og fimm cents ($3.25). Borgun fylgi pöntunum. ÁGRIP AF REGLUGJ RÐ um heimilisréttarlönd í Canada og Norívesturland’.nu. Hver, sem hefir fyrir fjölskyldu a?l Já ebur karlmaíiur eldri en 18 ára, get- ur tekih heimilisrétt á fjórðung úr section af óteknu stjórnarlandi í Manl- toba, Saskatchewan og Alberta Um- sækjandi erbur sjálfur at5 koma á landskrifstofu stjórnarinnar, eha und- Irskrifstofu hennar í þvi hérahi. 1 um- bobi annars má taka land á öllum landskrifstofum stjórnarinnar (en ekki á undir skrifstofum) meb vissum skil- yr'öum. SKYLDl’R;—Sex mánatSa ábúh og ræktun landsins á hverju af þremur árum. Landnemi má búa meí vissum skilyrhum innan 9 mílna frá heimilis- réttarlandi sínu, á landi sem ekki er minna en 80 ekrur. Sæmilegt íveru- hús verhur at5 byggja, at5 undanteknu þegar ábúharskyldurnar' eru fullnægð- ar innan 9 mílna fjarlægh á öhru landi, eins og fyr er frá grein4.. Búpening má hafa á landinu f statJ ræktunar undir vissum skilyróu*n. 1 vissum héruhum getur góhur og efnilegur landnemi fengiö forkaups- rétt, á fjórtSungi sectionar metSfram landi sínu. Vert5 $3.00 fyrir ekru hverja SKYLDIIIti—Sex mánaba ábút5 á hverju hinna næstu þriggja ára eftir at5 hann hefir unniö sér inn eignar- bréf fyrir heimilisréttarlandi sínu, og luk þess ra»ktat5 50 ekrur á hinu seinna landi. Forkaupsréttarbréf getur land- neml fengift um leih og hann tekur heimílisréttarbréfit5, en þó metS vissura ^kilyrhum. Landnemi sem eytt hefur heimihs- rétti sinum, getur fengit5 heimilisrétt- arland keypt í vissum hérut5um Vertl $3.00 fyrir hverja ekru. SKYLDUh •— Vert5ur at5 sitja á landinu 6 mánut5i af hverju af þremur næstu árum, ræk.ta 50 ekrur og reisa hús á landinu, sem er $300.00 virtJi. W. W. CORY, Deputy Minister of the Interior. Blöt5, sem flytja þessa auglýsinga leyfislaust fá enga borgu* fyrlr. I

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.