Heimskringla - 07.09.1916, Blaðsíða 3

Heimskringla - 07.09.1916, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 7.VSEPTEMBER 1916 HEIMSKRINGLA BLS. S Skemtiíerð og vinamót. Iværi herra ritstjóri! Mrs. Haiidóra Olson, frá W. Dul- uth, Minn., hefir heðið mig þeirrar systurlegu bónar, að rita fácin orð í Heimsliringlu um komu sína hing. að til vor vina og vandamanna. Og þrátt fyrir það, þó forsjónin hagaði því svo skringilega til, að láta hana verða alsystur mína, þá er hún samt ein allra merkasta islenzk kona, sem vér eigum hér í flokki vorum vestra; — öllu voru þjóðar- broti til sæmdar, og sérstaklega hverri íslenzkri konu og starfandi kvenfélögum til stórsóina og fyrir- myndar. Því eins og Halldóra er stór kona og myndarleg í sjón — nú orðin 62. ára að aldri — eins er hún stór í öllu sínu lífsstarfi. Hún á helzt enga smámuni til. Með frá- bæru þreki og viljakrafti og trausti á guði og sjálfri sér, hefir hún rutt sér braut í gegnum alla erfiðleika, og aldrei svo ægileg torfæra á veg- inum, að henni hafi í augum vaxið. Alt hefir verið yfirstíganlegt hjá Dóru þótt öllum öðrum þætti ófært. — Nú á hún verðmikla eign í West Duluth, þar sem hún hefir sjálf bygt fæðingarhús fyrir konur og býr þar sjálf með stórri rausn. En oft er hljóðasamt kringum Halldóru þegar 5—6 og fleiri nýfæddir heims- borgarar eru gólandi og galandi, að lýsa óánægju sinni yfir ófrelsinu, að- haldinu, sultinum og serimoníun- um í þessum nýja sólarheimi, sem þeir voru án als vilja og íhlutunar drifnir inn í, úr kyrðinni, værðinnl og hugsunarleysinu. Þar er svo und ur gott að vera. Og nú er talan orð- in hátt á þriðja þúsund, sem Hall- dóra hcfir tekið á móti og leitt til sætis á mannfélagsbekki Minnesota rikis. Og engin kona, enn sem kom- ið er, hjá henni dáið af barnsförum eða í höndum hennar orðið nokk- urt slys. Og líklega eina íslenzka konan er leyfi hefir fengið til að nota fæðingar-tangir og önnur verkfæri, sem að cins læknum er heimilað. Nú eftir inargra ára erfitt starf og óteljandi vökunætur tók hún sér þriggja vikna hvíld til að heim- sækja okkur hér í Winnipeg og Nýja íslandi, vini og vandamenn. Og til að sýna, að Halldóra er eng- in glingurs eða hversdagskona, þá dreg eg hér fram í fáum dráttum hennar ákvörðun á ferðalaginu, — að sjá alt það mesta og merkasta. Hún kom hingað til Winnipegi laust fyrir "^jóðhátið vora 2. ágúst, og var hér meðal vor Islendingadag- inn, og lét vel yfir þeirri skemtun. Að kveldi næsta dags fór hún niður tii Árborgar, og siógumst við í för- ina með Nikulás Ottinson f River Park og kona hans Anna, systir okkar, einnig eg og kona mín, og var ferðinni heitið að Hálandi i Geysir bygð. Þar búa Erlendur Er- lendsson og Ólína systir okkar. Og voru viðtökur ástrikar og ánægju- legar í öllu. Þar vorum við við messu að Geysir á sunnudaginn, að viðstöddu fjölmenni að hlusta á sira Jóhann Bjarnason, sem flutti röggsamlega ræðu. Að þvi enduðu var haldið heim að Hálandi aftur og reis þar upp stór veizla, og að| henni sátu 40—50 ágætis menn og! konur úr bygð og nágrenni. Þar| var söngur og gleði og ánægjubros á hverju anditi. Allir iofuðu og virtu heiðursgestinn, sem var Halldóra systir og árnuðu henni allrar lukku og báðu hana heimsækja sig, sem hún gjörði eftir þvi sem tími og kringumstæður leyfðu. Yið mágar, Nikuiás og eg, gátum ekki eytt þar i þessum fagnaði löngum tíma. En þær konurnar voru þar meira en viku og heimsóttu marga, bæði í bænum Árborg og viðar. Kaupmað- ur Sigurjón Sigurðsson ók með þær konurnar allar í bifreið niður að Eljóti (Riverton), og inn með vatnij til baka, til Hnausa og Eyjólfsstaða og heim aftur, og er það löng leið. Og þótti Halldóru viða fagurt á að líta, og allstaðar alúð og gestrisni að mæta. Sérlega er Halldóra systir þakklát kaupmanni Sigurðsson, fyrir hans höfðinglegu liðveizlu, og einnig Dr. Pálssyni, sem á aðra bif- reið og létti þeim frúnum sporið. — Og hlýja þökk og endurminning kvaðst hún geyma um alla velvild og rausn sér sýnda í Nýja íslandi. Þegar liingað til Winnipeg var aftur komið, var tekið til óspiltra mála af Halldóru, að skoða alt það merkasta, sem þöfuðborgin og grendin átti til. Einn daginn fór Dr. B. J. Brandgon með henni og sýndi henni alla fæðingard§ild ina hér við Almenna spítalann. — Einnig skoðaði hún iðnaðar- og af- urða sýningarhöllina hér í borginni, og öll stórhýsi og mannvirki, og fanst mikið til um þrifnað og feg- urð þessa bæjar víða. Sá dáðríki vinur vor, Sigfús mál- ari Anderson — sem Halldóra ald- rei gleymir— fór með hana einn dag- inn í bifreið sinni niður að lokun- um í Rauðá, — mannvirkjunum miklu, sem settu eina gullstjörnuna í frægðarhjálm Tomma Kelly, sem nú er heiðraður og virtur af öllum fylkisbúum fyrir dugnað og ráð- vendni o. s. frv. — Annan dag tók Mr. Anderson liana suður á búnað- arskóla fylkisins og sýndi henni þar alt og dáðist Halldóra mikið að þeim byggingum og öllu þar, og kvað verða fylkinu til ævarandi heiðurs og framfara slík óviðjafnan- lega fögur nauðsynja stofnun. Enda eru launin ekki smá, sem sá maður fær, sem inest og bezt vann að því, að þessi skóli var bygður. Það á nefnilega að reyna að koma vesal- ings karlinum honum Roblin í tugt húsið fyrir að hafa gjört bæði þessi og önnur frægðarstrik. Einn daginn fór Nikulás mágur okkar með Halldóru ofan að Gimli, því hún vildi umfram alt fá að sjá gamalmennahælið “Betel, því þótt hún sé borgari annars ríkis, þá hef- ir hún látið þetta fagra nauðsynja- mál okkar íslendinga til sín ná. — Síðastliðinn vetur gaf hún hælinu $25.00, og í sumar sendi hún því of- urlítið af rúmfatnaði og fleiru, og nú kom hún þangað til þess að gleðja blessuð gömlu börnin með nærveru sinni, og gaf þeim öllum í&- rjóma og kökur.. Hún sagði, að alt hefði þar verið hreint og fágað, og lagði lofsorð á forstöðukonurnar, sem lfklega verðugt er. — Fremur þótti henni framkvæmdalítill bær- inn Gimli, eftir svo langan aldur; en fagurt fram á vatnið að líta. Þann 19. þ. m. var henni haldin stór og myndarleg skilnaðarveizla, að River Park. Þar mun hafa verið samankomið fult 40 manns, og var það í alla staði ánægjulegt samsæti og rausnarlegt, eins og æfinlega, þegar mannfagnaður er þar hald- inn og fjölda margir til þekkja. Samsætinu stýrði Nikulás mágur með fjöri og myndarskap og voru margir ræðugarpar framkallaðir. — En sökum þess, að eg varð fyrir þeirri virðingu, að vera kallaður fyrstur fram, og hafði því ekki tækifæri til að geta etið neitt upp eftir mér vitrari mönnum, þá varð það alt tóm vitleysa og veizluspjöll. Þá afhenti Nikulás Halldóru skrautritað skjal af mestu snilli með kvæði sem hér fylgir með ortu af skáldinu M. Markússyni. Yfir kvæðinu var skip Ingólfs landnáms- manns, og stefndi það til íslands, sem málað var til vinstri handar, en nýji íslenzki þjóðarfáninn var með réttum litum málaður til hægri hliðar. Kringum alt kvæðið var fagur bekkur dreginn, og átti að tákna Biíröst. En neðan undir kvæðinu var Gullfoss, brunandi á- fram á bylgjum hafsins fyrir afli gufunnar. Yfir höfuð var allur frá- gangur á þessu verki prýðisfagur, og var honum ágætlega lýst í Lög- bergi, og sérstaklega skáldskapar- gildinu, sem í því felst, að draga slíkar hugsjónir saman; og var sem vænta mátti unun á að hlýða, þeg- ar Dr. Sig. Júl. Jóhannesson hélt ræðu sina, því þessari list gat hann ekki gengið fram hjá. Auk hans töl- uðu B. L. Baldvinson, Sigfús And- erson og fleiri, og sagðist mjög vel. Og var margt hlýtt og virðulegt orð sagt til heiðursgestsins. En bezt og ánægjulegast af öllu er, að minni hyggju, að Halldóra átti heiðurinn og lofið skilið. Sunnudaginn þann 20. fór Hall- dóra héðan og fylgdum við henni mörg á vagnstöðina. Þá komu þang að nokkrar konur — af dætrum Bretaveldis — úr Jóns SigWðssonar féiaginu, og færðu Halldóru fagran blómvönd. — Mér þótti sérstaklega vænt um þessa gjöf fyrir systur minnar hönd, í tvennum skilningi. Það var yndislegasta og elskuleg- asta gjöfin, sem hún gat þegið, frá merku systrafélagi, sem hefir hátt og göfugt markmið. Og það var sómi fyrir þetta góða félag, að aug lýsa nafn sitt og ganga ekki þegj andi fram hjá merkri’ konu úr öðru ríki, sem alla sina tíð hefir verið stoð og styrkur kvenréttinda, og hvar sem hún hefir verið við hjálp- ar og líknarmál riðin, þá ætíð fyrst á blaði með dugnað og fram- kvæmdir. “Eg á sjö börn í sjó og sjö á landi”. Eg hefi verið 12 ár í Banda- ríkjunum, og mér er svo hjartan- lega vel við þjóðina. Frjálsa við- mótið og óþvingaða brosið á and- litunum og manndómlegu fram- komuna, að eg þoli ekki, að -í nokk- uru sé heiður þeirra skertur. En eg elska líka þetta ríki, og aldrei eins heitt og nú, síðan synir þess og dætur hafa farið að leggja fram líf og krafta á móti ofbeldi og rang- sleitni, oss, sem hér búum, og öllum heiminum til frelsis og blessunar. í þessa átt vinnur Jón Sigurðsson félagið. Heiður og blessun fylgi því Og heiður og blessun fylgi hverjum einasta íslending, sem tekur þátt í þessari stóru baráttu! Og heiður og blessun verði æfinlega yfir þessu blessaða landi, sem hefir fætt oss og klætt síðan hingað kom! Og guð láti það verða sjálfstætt stórveldi eins og blessuð Bandaríkin! Lárus Guðmundsson. Halldóra Olson frá Duluth, Minn. KvæSi þetta var flutt og henni afhent skrautritaS í samsæti hjá Mr. og Mrs. N. Ottenson í River Park. Þér heiSurs svanni hausts á degi blíSum frá hjartans grunni vinir syngja óS, og þakka fyrir fylgd á liSnum tíSum, þitt fagra starf, er lýsti menta glóS. AS rétta veikum hönd og göfugt hjarta í hverju stríSi var þín löngun sönn, þú gafst oss marga glaSa stund, og bjarta, sem gleymist ei, þó freySi tímans hrönn. Þú hefir stigiS stærri spor en fjöldinn af sterkum vilja fpgru marki náS, og þó aS löngum lítil væru gjöldin þitt lífsstarf verSur helgri minning skráS. HiS góSa pund af herrans hendi þegiS varS hundraSfalt, þú grófst þaS ei í jörS, og þegar alt er virt, og mælt, og vegiS,, þaS varSar mestu handan tímans fjörS. Þú göfga kona, stór -í raun og starfi, er styrk í sæld og þraut oss hefir veitt, þitt fagra dæmi aldir fá aS arfi, þau andans blóm, sem fær ei grandaS neitt. AS heil þú lengi megir meS oss vinna er mál vors hjarta þenna glaSa dag, viS haustsins skraut í skjóli vona þinna sem skíni fram á hinsta sólarlag. M. Markússon. Æskulýðurinn. Vor. Eftir skólastúlku. (Þýtt). Þegar veturinn situr í veldisstóli, reynir fólk að búa um sig sem þægi- legast og hlýlegast, til þess að geta veitt mótstöðu vetrar harðindun- um. Með köflum rennir það hugan- um til vorsins; en þegat það fer að nálgast, kemur vorhugsunin í alla. Fólk hugsar með gleði og eftir- vrenting til vorsins, því það veit, að )á sendir blessuð sólin ylgeisla sina til að verma alt og endurlífga. Þá koma sumarfuglarnir til að gleðja alla með söng sínum, og þá springa blómin út til að brosa á móti manni og gleðja mann með fegurð sinni. > Hver gleðst ekki við að sjá fyrstu merki vorsins? Þegar nepja og norð- angjóstur verða að víkja fyrir sól- hlýjuiri sunnanblænum, sem vermir akra og engi, og vekur til lífs jurta- gróðurinn, sem legið hefir í dvala í vetrarhörkunum, undir svellum og fönnum. fsinn, sem haldið hefir öldum vatnsins f fjötrum, bráðnar; öld- urnar fara að dansa á yfirborði vatnsins, hvítfextar; en árog lækir fara að renna og hoppa á stall af stalli niður hlfðarnar. Það er unun að sjá, þegar hólar og balar fara að grænka, og grasið teygir sig smátt og smátt hærra og hærra á móti ylgeislum sólarinnar. Þá er undur skemtiiegt, að hjálpa því til að vaxa, með því að hreinsa frá því rusl, sem að öðrum kosti heftir vöxt þess eða kæfir það nið- ur. Fögur sjón er það, að sjá þann- ig vel hirta, skrúðgræna bletti um- hverfis bústaði fólks. Vorið vekur, hressir og gleður. — Jafnvel skepnurnar lála í ljósi fögn- uð sinn, þegar þeim er slept f hag- ann á vorin, eftir langa innivist að vetrinum. Á veturna eru trén ber og nakin. Vetrarnepjan helkalda leikur kulda iega um greinar þeirra. Svð kemur vorið, þá fara laufin að myndast . í fyrstu eru þau undursmá og fögur. Síðar smástækka þau, unz skógur- inn er íklæddur sumarskrúða. Svo þegar undurþýður vorblær andar á laufin, blakta þau og blika í sólar- ljósinu eins og aragrúi af fánum. — Þegar maður lítur lundinn græna, fyllist maður aðdáun yfir hinum undursamlegu öflum vorsins. Stuttu eftir að grasið þekur jörð- ina eins og grænt klæði, fara marg- brotnari jurtir að þroskast. Þá fara blómin að springa út með sínu margvíslega litskrúði. Fyrst koma: fifillinn, sóleyjan, fjólan og vatna- liljurnar. Þá er einkar skemtilegt að fara út í skóg til að lesa blóm, þar sem þau brosa á móti manni. Það lirífur viðkvæma strengi f brjósti manns, að líta fjólurnar litlu og dökkbláu, þar sem þær hneigja niður kollana svo undur hæversk- lega í skugga trjánna. Sú sjón minn- ir mann á vísuna: “Doxvn in a green and shady bed a modest vioiet grewr. Her stalk was bent she hung her head, as if to hide from view”. Með vorinu koma sumarfuglarnir og fylla skóginn með söng sínum. Méð þeim fyrstu af söngfuglum koma: rauðbrystingurinn, lævirkj- inn, sólskríkjan og næturgalinn. — Það er unun, að hlýð^ á söng þeirra og sjá þá byggja hreiðrin sín og annast um ungana sfna. Það er vel þess vert, að fara á fætur um sólar- uppkomu til að sjá skóginn fullan af lífi og fjöri og heyra morgunsöng fuglanna. Þegar maður. andar að sér ilm- ríkri og endurlífgandi vorgolunni og veitir athygli öllum þeim miklu og margvíslegu breytingum, sem vorið hefir komið til leiðar, gjörir maður sér fyrst fulla grein fyrir þýð- ingu þess. öll lífsöfl leysast þá úr læðingi og heimurinn virðist svo fagur og bjartur eftir vetrarharð- indin. Maður iofar forsjónina fyrir öll þessi dásemdarverk, og fagnar með öllu sem lifir yfir dýrð vorsins. Þá hverfur dimman og drunginn úr huga inanns og gjörvalt lífið fær á sig bjartari og hreinni blæ. Hugur- inn lyftist frá öllu lágu og fölsku til háleitari og göfugri hluta. Þannig glæðir vorið öll góð öfl í manninum, og kemur honum til þess að gjöra sér grein fyrir öllu því góða, sem hann gæti komið til leið- ar, ef hann að eins beitti hæfileik- um sínum og glæddi þau góðu öfl, sem í sál hans búa. Hann fastsetur sér, að beita þessum hæfileikum og reyna hvað hann geti gjört, því vor- andinn hefir tekið sér bústað í huga hans. Starfslöngunin er á meðal annars góðs, sem vorið glæðir. Þá ganga menn að verki með nýjum kröftum eftir að vetrardvalinn og deyfðar- drunginn hafa verið hraktir burt. Sumarið, sem er bjargræðistími árs- ins gengur þá í garð og fólk finnur svo vel þá, að því ber að beita öllum sínum kröftum til að afkasta sem mestu. Sumir vinna á akrinum, aðr. ir færa ýmislegt í lag á heimilinu og prýða það með því' að rækta gras, blóm og runna, með listilegri nið- urröðun umhverfis íbúðarhúsið. Þannig er vorið þrungið af endur- lífgandi öflum. Þá ber mönnum að kunna að meta réttilega það, að vera færir um, að afkasta miklum verkum. Aftur er það hraparlegt, þegar hraust fólk lætur vorið og sumarið líða, án þess að starfa eitt- hvað þarflegt og uppbyggilegt, eða þegar doði og dáðleysi nær svo miklu haldi á því að það “eldist” fyrir tímann. Vorhugur ætti ætíð að ríkja í fólki á öllum aldri, þá horfir það björtum augum fram í framtíðina og ókvíðið. Lífið verður þá gleðiríkara og fólkið afkasta- meira. Þegar vorið er búið að draga síð- ustu drættina, cr sumarið gengið í garð með allri sinni yfirnáttúrlegu dýrð. Þá eru dagarnir heitir, bjartir og sólríkir. Vorið veit, að allir bíða þá með eftirvænting dýrðarljóma sumarblómans, og eru tilbúnir að hagnýta sér hann. Það er því vilj- ugt að víkja fyrir honum. Þá eru líka allir reiðubúnir að hrópa: “Far vel vor! Velkomið sumar! Tilkynning. Hér með gjörist öllum kunnugt, að sveitarstjórnin í Coldwell sveit hefir með aukalögum No. 69 ákveðið að aukalög No. 1, sem viðtekin vóíu af skólanefnd Consolidated School District of Norðurstjarria No. 1216 — komi til atkvæðagreiðslu gjaldenda í skólahéraðinu hinn 11. dag sept- embermánaðar árið 1916, og skulu atkvæðin greiðast frá því kl. 9 fyrir hádegi þangað til kl. 5 eftir hádegi á Norðurstjörnu skólahúsi. Þessi aukalög skólanefndar- manna ætlast til þess, að lán sé tek- ið, sem nemi fimm þúsundum doll- ara — $5,000.00 —, þannig að gefin séu út skuldabréf er borgist árlega á tuttugu árum og séu rentuber- andi ....... á ári frá dagsetningu bréfanna. Rentan greiðist árlega hinn ...-- dag ...... á hverju ári. Lánið er tekið til þess að byggja skóiahús fyrir skólahéraðið. Oddviti sveitarinnar verður á skrifstofu sinni að Lundar hinn 1. dag september mánaðar, til þess að skipa eða tiltaka menn með og móti aukalögum þessum eins og lög á- kveða. Skrifari og téhirðir sveitarinnar verður á skrifstofu sinni að Lundar hinn 12. dag septembermánaðar ár- ið 1916, klukkan 2 e. m., lil þess að telja saman atkvæðin, sem greidd hafa verið með og móti ofangreind- um aukalögum. Dagsett að Lundar P.O. hinn 7. dag ágústmánaðar 1916. A. MAGNUSSON, Sec’y-Treas. MARKET HOTEL 146 Prlncm Street á mótl markatiinum Bestu vínföng, vindlar og aö- hlyning góö. Islenkur veitlnga- maöur N. Halldórsson, leiöbein- ir íslendingum. P. O’CONNEL, Eigandi Wlnnlpeg KAUPIÐ Heimskringlu Nýtt Kostaboð \ Nýir kaupendur að blaðinu, sem senda oss fyrirfram eins árs andviröi blaðsins, oss að kostnaðarlausu, mega velja um þRJÁR af af eftirfylgjandi sögum í kaupbætir : oylvia Lara "Hin leyndardómsfullu skjöl” “Ljósvörðurinn ’ “Dolores” “Hver var hún?” “Jón og Lára” ' “Forlagaleikurinn’ “Ættareinkennið” “Kynjagull” ‘‘Bróðurdóttir amtmannsins ’ BORGIÐ Heimskringlu Sérstakt Kostaboð Hver áskrifandi blaðsins er sendir oss borgun upp í skuld sína má velja um EINA SÖGUBÓK í kaup- bætir fyrir hverja $2.00 er hann sendir, TVÆR SÖGUBÆKUR fyrir hverja $4.00, þRJÁR SÖGU- BÆKUR fyrir hverja $6.00, og svo framvegis. Allar borganir sendist oss affallalaust. Notið tækifœrið. Eignist sögurnar ókeypis N N N N N N N N N N N N N N N N N

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.