Heimskringla - 08.02.1917, Blaðsíða 1
Royal Optical Co.
Elztu Opticians i Winnipeg. ViO
höfum reynst vinum þinum vel, —
gefðu okkur tækifæri til aO regn-
ast þér vel. Stofnsett 1905.
W. R. Fowler, Opt.
XXXI. AR.
WINNIPEG, MANITOBA, FEBROAR 8.. 1917
NR. 20.
Bandaríkin heryæðast.
Sendiherra Bandaríkja kallaður heim frá
þýzkalandi og sendiherra þjóðverja
leggur af stað heim frá Bandaríkjunum.
Þegar bréfið seinasta kom frá
þjóðverjum, sem allur þorri landa
mun vera búinn að lesa í blöðunum
og lýstu því yfir að þeir mundu
befja nýja neðansjávarkviðu á
Bandamenn og sökkva nú öllu sem
um sjóinn færi og væri á leiðinni til
og frá höfnum Bandamanna. Svar-
aði Wilson með því að fá Bern-
storff sendiherra þjóðverja heim-
fararleyfi, er það merki um að úti
séu öll vinsamleg viðskifti milli
þjóðanna. Um leið kallaði hann
Frakkar brjótast í gegnum hergarð
Þjóðverja.
í héraðinu Vowre suðaustur af
Verdun urðu smáslagir milli Frakka
og Þjóðverja við Eix og Albancourt.
!Þar suðaustur af er héraðið Lorr-
aine og þar nálægt bænum Leinbec
í Vosges fjöllunum brutust Frakkar
í gegnum tvær raðir af skotgröfum
þjóðverja. Víðar f fjöllunum þar
hafa verið slagir nokkrir. Segjast
Erakkar nú vera tilbúnir í hvað
sem er.
Rússar hafa verið að sækja á frek-
ar en áður, suðvestur af Kimpolung
á landamærum Búkóvína og Ung-
arns, en ekki hefur mikið kveðið að
því. En miklu harðari er sókn og
vörn rétt sunnan við Riga flóann
þar ,sem Rússar eru að koma upp
úr hinum rótlausu Tirulfenum og
veitir Rússum }>ar holdur betur, og
hvergi vinna þýzkir nú á að austan
þó löng sé línan eða hergarðurinn
frá Rigaflóa og alla leið suður að
Dónárósum.
Canadamennirnir á vígvellinum.
Nýlega eru koranar fregnir um at-
gjörðir Canadamannanna á vlgvell-
inum frá 17. til 23. jan. Á þeim
tíma gjörðu þeir tvö herhlaup á
skotgrafir þjóðverja.
Fyrra herhlaupið gjörði Battalion
frá New Brunswick. Þeir byrjuðu
með þvf að sprengja námu eina er
þeir höfðu grafið nálægt skotgröf-
um þjóðverja, og jafnframt þessu
létu félagar þeirra að baki skoteldin
dynja fyrir framan þjóðverja, var
þeim þá reykur í augum en hvellir f
eyrum og gátu ekki séð Canada-
mennina er þeir sóktu fram. Þeir
komust því brátt í skotgrafir þjóð-
verja og rákust þar á eina þrjátíu
þýzkara í þvergröf einni milli skot-
grafanna. Þessa menn eltu Can-
ada drengirnir inn í holur sínar og
kölluðu til þeirra að koma út og
gefast upp en þeir svöruðu með
slcotum. Yar þá ekki um annað
að gjöra en að kasta sprengivélum
i grenin og voru þau óðara eyðilögð.
Skotgrafirnar þýzku voru allar
allar tættar sundur af námuspreng.
ingunni og stórskotahríðinni. Var
þar margt sóðalegt að sjá. Og eng-
ir voru þar fangar teknir. Fjórir
þýzkir menn höfðu gefist upp og
voru á leiðinni til brezka hersins,
cn þá kom sprcngikúla úr lofti ofan
og dráp þá alla. Þegar herdeild
þessi var búin að eyðileggja alt í
skotgröfum þjóðverja, hélt hún aft-
ur á sínar fyrri stöðvar kl. 5. e.m.
og varaði herhlaup þetta því aðeins
hálfan klukkutíma því að þeir
stukku upp úr gröfunum sínum kl.
4.30 e.m. er þeir réðust til atlögu.
Hitt áhlaupið byrjaði kl. 7.45 f.m.
daginn eftir og voru í því tvær
deildir (Battalions) frá Ontario. f
þvf herhlaupi brutust þeir í gegn á
S00 yards svæði og fóru 300 yards
áfram. Þegar þeir hlupu á stað,
skall á þeim kúlnastraumur úr
maskfnubyssum þjóðverja sem var
1 rústum einhverjum Þjóðverja meg-
in. En þeir fengu lítinn tíma til að
skjóta þjóðverjar því að rétt strax
kom þar niður sprengikúla f rúst-
irnar og braut alt og tætti í sund-
ur og skaut sú maskínu byssa ekki
framar þann daginn. Engin töf
sögðu Canadamenn, að hefði verið
af gaddavírsgirðingum þjóðverja.
Skothríð Bretanna var búin að
tæta þá alla í sundur.
sendiherra Bandaríkjanna á þýzka-
landi Mr. Gerard heim þaðan með
alla sína sendisveit. Er hún stór
nokkuð, því að fyrst er það sendi-
sveitin í Berlin og svo konsúlar og
fylgilið þeirra í ótal borgum og
smáríkjum á Þýzkalandi. Þetta
verður alt að fara burtu þaðan. —
Spánverjar taka við nauðsynleg-
ustu málum Bandaríkjanna í þýzka-
landi. Með þessu er þjóðverjum
þó ekki sagt stríð á hendur. En
þetta er oft fyrsta sporið.
Þogar Canadamenn komust í graf-
ir þjóðverja var það alt búið. Fá-
einir Þjóðverjar reyndu að snúa
móti þeirn, en kastvélar Canada
manna iækkuðu rostann í þeim, sv@
að þeir gáfust upp, sem eftir lifðu.
Það sem stóð eftir af skotgröfum
þjóðverja eyðilögðu Canadaámenn-
irnir með sprengikúlum. Síðan
sneru þeir heim til sinna eigin skot-
grafa og var þá klukkan 8.45 svo að
herhlaupið stóð yfir réttan klukku-
tfma. Þarna tóku þcir hundrað
fanga, tvær maskínubyssur og einn
“bomb-thrower.” Manntjón Can-
ada manna lítið.
Bretar safna 4,000 hraðskreiðum
“Cruisers”
Undireins og þýzkir lýstu því yfir
að þeir ætluðu nú að sökkva öllu
sem á sjó flyti fóru Bretar að búa
sig til að mæta þeim. Þýzkir hafa
300—500 nýja neðansjávarbáta, sum-
ir segja 800 og eru nú einráðnir í
því að sökkva öllum skipum og
myrða hvert mannsbarn á skipum á
hafinu. Ætla þeir nú að gjöra það
sem þeir oft hafa hótað, að svelta
Breta inni sem melrakka í greni. —
Þeir segjast geta gjört það á einum
mánuði. En hætt er við að mánuð.
ur sá þurfi að vera lengri en vana-
legir mánuðir.
Bretar segja að þeir muni halda
áfrain siglingum, sem áður frá öllum
höfnum Ajperíku, en stórkostlegum
flota liinna hraðskreiðustu her-
skipa — “Cruisers” — torpedo boats
og' destroyers hafa þeir nú safnað
til að gæta leiðanna á sjónum og
■segja menn þeir hafi 4,000 herskip
scm þeir geti sent til að fylgja kaup-
förunum og auk þessa verður hvert
einasta kaupfar þeirra vopnað og
vanir og æfðir skotmenn þeirra á
þeim.
Er álit margra að þýzkir hafi tekið
upp ráð þetta til þess að teygja
mikinn fjölda af herskipum Breta
burtu frá Englandi og ætli þeir sér
nú að koma út með þýzka flotann,
því að þeir eru orðnir vonlausir að
geta nokkurn tíma sigrað Banda-
menn á landi eða í lofti, og áður en
alt er búið ætla þeir að gjöra þessa
þrautahríð ef ske kynni að þeir
gætu komist að Bretum í norður-
sjónum og sökt svo mörgum her-
skipum þeirra að þeir gætu komist
yfir á England með eitthvað af liði.
Má J>á trúa því að þar yrði lítið
um grið eða mannkærleika ef að
þeir kæmust þar á land.
Þýzkir safna inn herflokkum mik-
lum á landamærum Hollands.hvað
sem þeir ætla sér að gjöra með
þeim, en landið er flatt og varnar-
laust nema að Hollendingar geti
hleyft sjónum inn yfir suðurhiuta
landsins ef í það harðasta fer.
Þýzkir fá aldrei nýlendurnar aftur.
Nýlenduráðgjafi Breta Walter
Hume Long lýsti því yfir í ræðu
einni 31. jan. að þjóðverjar þyrftu
ekki að láta sér koma til hugar að
fá nokkurn tíina aftur nýlendur sín-
ar í öðrum heimsálfum, sem Bretar
og Bandamenn hofðu tekið. Kvað
hann Breta hafa tekið þær herskildi
í stríði þessu sem þýzkir hefðu byr-
jað og engum manni skyldi koma
það til hugar að þjóðverjar fengju
þær nokkurntíma aftur. Þeir hefðu
fyrir gjört þeim með framkomu
sinni.
Hálf biljón dollara og aftur hálf.
Þegar hótunin kom frá Vilhjálmi
veitir þing Bandaríkjanna undir-
eins hálfa biljón doilara til herskap-
ar. En þó Canada sé kotríki eitt
hjá Bandaríkjunum og búið að
leggja stórmikið af fé og mönnum í
sölurnar,, þá veitir Dominion þingið
undireins og orðalaust halfa biljón
eður 500 miljónir til stríðsins. —
Þetta tvent ætti að sýna þýzkum
hvilík fásinna það er fyrir þá að
halda lengur áfram, og svo hitt að
því lengur sem þeir lialda áfram,
þvf verri verður þeirra hlutur á
endanum..
Hvað Roosevelt hefði nú gjört.
Um þýzka bréfið seinasta til Wil-
son's segir Roosevelt.
“Ef . að forseti Bandaríkjanna
hefði skýra hugmynd um virðingu
þá, sem hann á að bera fyrir sinni
eigin þjóð, ætti hann ekki að sinna
þvf frekar en húsráðandi skipun
innbrotsþjófs að láta þá afskifta-
lausa, er þeir ræna öllu fémætu á
heimili hans. Hér sjáum vér nú
útskýringuna á friðarboðsskap for-
setans seinustu sex vikurnar.
Þýzkir gjöra það nú að þjóðar-
málsstefnu sinni, að myrða vopn-
lausa menn og konur og börn á sjó-
leiðum öllum. Og ef að Wilson for-
seti hefur meint það, sem hann hef-
ur sagt, um að sjórinn sé öllum frjáls
til umferða, þá er það nú skylda
hanis að vernda þá, sem þýzkir ætla
að myrða, snúast tafarlaust á móti
Þjóðverjum.
Ef að hann hefði breytt, sem eg
vildi, þegar eg skoraði á hann eftir
að Lúsftaniu var sökt, þá hefðu
þýzkir nú mcira að óttast en bréf
ein frá honum.
Undireins og þýzkir fara að fram-
kvæma hótanir sínar og söjckva
Bandaiíkja-skipum, en myrða
Bandaríkja borgara, ætti Banda-
ríkjastjórn að slá eign sinni á hvert
einasta þýzkt skip á höfum landsins
og leggja blátt bann við nokkra
verzlun milli Bandaríkja og Þjöð-
Roosevelt fyrstur til.
Fyrstur allra Bandaríkjamanna er
Roosevelt. Undireins og bréfið
þjóðverja kom og Wilson fékk Bern-
storff passann heitir hann því að
styrkja Wilson til að halda uppi
heiðri Bandaríkjanna og leggja fram
líf sitt og allra sona sinna sem eru
fjórir. Fór hann jafnharðan að
mynda heila division (20,000) her-
inanna til að berjast, og ætlar ekk-
ert til að spara. Sjálfur fer hann í
hana með sonum sínum og mega
menn treysta því að sú sveit muni
harðsnúin verða, því að ódeigur er
foringinn og ódeigir munu þeir sem
til hans safnast.
EINKENNILEGUR DÓMUR.
Kviðdómur á Frakklandi fríkenn-
ir stúlku er fyrirfór barni sínu. —
Faðirinn þýzkur hermaður nauð-
gaði henni.
Stúlkan hét Josephine Bartho-
lenny og 20 ára gömul. Barnið
fæddist 15. ágúst 1916 og fyrirfór
hún því undireins og það fæddist.
Þegar móðirinn kom fyrir réttinn
kvaðst hún hafa fyrirfarið barninu
af því að faðir þess var Þjóðverji.
Hún hafði verið vinnukona á spít-
ala í Cliianíbley borg sem þýzkir
héldu. Var þar margt af þýzkum
hermönnum. Seinna gat hún flúið
þaðan til Frakklands.
Lögmaður hennar skoraði á dóm-
nefndina að sogja hvort þeir ætluðu
að dæma hana seka þó að hún
hefði fyrirfarið afkvæmi manns þess
sem þofði banað sonum þeirra en
nauðgað stúlkunni.
Þeir írikendu hana í einu liljóði.
Þetta hefur komið mjög oft fyrir.
eða alstaðar þar sem þýzkir hafa
farið yfir, að hópar af ungum frönsk
um stúlkum verða barnshafandi
nauðugar. og kvað svo mikið að
þessu að þingið franska tók málið
til urnræðu og samdi lög um það.
Skyldi vagga vera höfð við dyrnar
á bæjarráðstofu hverri (cradle of
Shadows) og bjöllustrengur við
vögguna, til að gjöra aðvart við ef
nokkuð væri í hana iátið.
Þarna gat svo móðirin lagt barnið
sitt í vögguna. rent vöggunni inn
um dyrnar, farið svo burtu án þess
nokkur yrði við var eða þekti hana.
En ríkið tók við barninu og ól
það upp.
Dómur þessi sýnir það hvort lík-
indi séu til að Frakkar séu fúsir að
bjóða þýzkum bróðurkossinn fyrstu
árin eftir strtíðið er búið.
íslendingar í Vatnabygðum.
MuniS eftir aS sækja sam-
komu þá sem hornleikara-
flokkur 223. herdeildarinnar
heldur þessa viku.
*-------------------------------*
Borden fer til Englands.
Þeir Sir Rob. Borden og Rodgers
og fleiri úr ráðaneyti Dominion-
stjórnarinnar eru nú á förum til
Englands á fundinn sem forsætis-
róðgjafar nýlendanna hafa verið
kaliaðir á og virðatst þeir hvergi
hræddir við hótanir þjóðverja að
sökkva skipum öllum sem til Eng-
lands fara.
HVEITIMARKAÐURINN
TRYLLIST.
Þegar fregnin kom um að þýzkir
ætluðu að 'Sökkva kaupförum öll-
um frá hvaða þjóð sem væri, sem
leiðir legði til Belga, Frakka, Breta,
ítala, Rússa þá var sem jarðskjálfti
færi yfir alla Ameríku. Hveitið
hrapaði á öllum mörkuðum land-
sins, bæði í Ameríku og Canada, um
15 cent búshelið af hveiti og aðrar
korntegundir líka þó að ekki yrði
jafnmikið hrapið f fyrstu. — Hveiti-
sekkurinn iækkaði um 40 cent. —
Vera kann að þetta breytist þegar
frá iíður, en margir hvcitispekú-
lantar hafa tai>að stórfé og sumir
aleigu sinni.
Tekur við öllum járnbrautum
Rússa.
Varaforseti C. P. R. félagsins,
George Bury, er í þann veginn að
leggja á stað til Rússlands til þess.
að taka við stjórn á öllum járn-
brautum þar, aðallega þeim sem
mest eru vinnandi og flytja her-
menn, vopn og vistir, til hergarð-
anna. Mr. Bury er kominn á stað
til Englands.
Deutschland hertekið.
Hlöðin segja að Bretar séu búnir
að taka hinn stóra neðansjávarbót
Þjóðverja Deutschland, sem hingað
kom til Ameríku og hafi dregið
bátinn inn í höfn í Pembroke i Suð-
ur Wales. Þar liggi Deutschland
nú við hliðina á Bremen. sem Bretar
tóku fyrir nokkru síðan.
Bretar þrengja kvíarnar.
Eftir fregnum frá Danmörku er nú
skipaleiðum öllum lokað til Hol-
iands og loku skotið fyrir að þýzkir
geti flutt inn þangað vörur nokk-
rar frá Danmörku, Svíþjóð og Nor-
egi. En hingað til hafa þeir fengið
töluvert af vörum um þær leiðir.
frá löndum þessum öllum. Bretar
lokuðu ieiðunum með því að leggja
námuakra stóra og marga í sjóinn
meðfram öllum ströndum Hollands,
svo að þar er nú illfært um fyrir
aðra en þá sem kort hafa af nám-
unum.
STÓRKOSTLEGT FYRIRTAKL
Bretar hafa í huga að kaupa 2.
000,000 — tvær miljónir ekra í Al-
berta, Saskatchewan. British Col-
umbia og Manitoba rækta land
þetta undireins og vinna til þess
að borga með ágóðanum stríðs-
kostnaðinn.
Á Brettlandi hefir nýiega verið
skipuð nefnd til að sjá um þetta og
annað þvílíkt og er kölluð: “Em-
pire Resources Committee’’. í henni
er Jarlinn Grey, Lord Desborough.
Lord Plymouth, Lord Selbome,
Rudyard Kipling. Horaee Plumkell,
Sir Starr Jamesen, Ool. Grant, Mord.
en. Martin og Freeman eru einnig
í nefndinni.
Þeir búast við að leggja fram 40
miljónir sterlingspunda, 10 miljónir
á ári og á Dominion stjórnin að
verja því öllu á ári hverju til rækt-
unar landanna. Ætiað er að lönd
þessi stígi mjög fljótt í verði svo að
þau fari upp í 20 sterlingspund ek-
ran. Að fáum árum yrðu löndin 4
biljón sterlingspunda virði. En
með því mætti borga allan striðs-
kostnaðinn.
EIGULEGT KORT.
Með það áform fyrir augum að
benda umheiminum á hin mörgu
og góðu tækifæri fyrir innflytjend-
ann hér í Canada, hefir innanrfkis
stjórnar deildin nýlega gefið út kort
sem sýnir kornræktarhéruðin í vest-
ur Canada. Er þetta aðgreint þann.
ig, að hveitiræktarlöndin eru merkt
með rauðri línu, hafralöndin með
grænni, bygg og flax löndin með
gulri og blárri linu. Tölur eru til-
færðar, sem sýna hvað margar þús-
undir ekra eru undir ræktun af
þessum ýmsu korntegundum. Kort
þetta er mjög eigulegt og sérstak-
lega mikils virði fyrir innflytjendur,
sem hingað koma. Fást eintök af
þvf ókeypis með að senda beiðni
til: Superintendant of Railway
Lands Braneh, Department of the
Interior, Ottawa.
IÐJULEYSINGINN
Sjónleikur í 4 þáttum.
Á Þriðjud&gskveldið þ&nn 13. þ.m.
verður hinn stórfrægi enski sjón-
leikur “Iðjuleysinginn” sýndur í
Good Templ&ra húsinu. Leikur
þessi cr í 4 þáttum, eftir hið vinsæla
sjónJeika skáld Englendinga Charles
Haddon Chambcrs. Hcfir hann
verið vsýndur í öllum hinum stærri
borgum á Englandi og í Amerfku,
og átt hvarvetna sömu vinsældum
að mæta.
Leikurinn fer fram f Lundúnum
fyrir 10 árum síðan. Eru aðal per-
sónurnar enskur aðalsmaður Baron
Harding og kona hans. Eru þau
nýgift. Harding hafði áður dvalið
í Ameriku í gulllandinu, lent þar f
ævintfri og orðið óviljandi manni að
bana. Út úr því flýr hann þaðan
og til Englands.
Tveir menn höfðu verið mcð hon-
um í gull-landinu Mark Cross, og
bjó móðir hans f Lundúnum hin
mesta sæmdar og merkiskona, og
Simon Strong, bróðir mannsins sem
drepinn var. Hittast þeir allir f
Lundúnum heima hjá Baróninum.
Ber Strong sem er ríkur Ameríku
maður þungan hefndarhug til Bar-
ónsins.
Mark Cross liafði áður cn Barón-
inn kom til söguimar verið ástfang-
inn í konu þcirri er Harding barón
átti. En þeir Cross og Strong voru
alda vinir, hafði Cross orðið til að
bjarga lffi hans eitt sinn í gull-land-
inu. Nú er þeir allir hittast og
Strong hyggur á hefndir, er enginn
til er frelsaö fái Baróninn nema
Cross, biður nú Barónsfrúin hann
ásjár. Henni getur hann ekki neit-
að, en jafnframt setur henni þá
kosti að ef hann geti fengið vin sinn
Strong til að láta sakir niður falla
verði hún að segja skilið við mann
sinn og lofast sér. Og skuli hún
koma til sfn kveldið eftir ef hún
gangi að þessum kostum. Kostun.
um getur hún ekki tekið en það
verður úr að göfuglyndi liennar
vinnur sigur í viðskiffcUnum. Er
það mjög átakanleg sýning á milli
þeirra. Cross liafði fengið Strong
til að veita sér það skriflega að
hann léti sakir falla niður við Bar-
óninn. Er það stöðuglyndi og trygð
konunnar að þakka að alt fer vel
að lokum.
Inn í leikinn blandast sýning frá
gestaboðum og veizlu-höldum eins
og þau tíðkast i Lundúnum.
Leikurinn sýnir mannlegar ástríð.
ur eins og þær togast á f sálum
manna, að því viðbættu að hið góð-
a sigrar að lokum. Fyndni og gam-
ansemi, koma þar lfka í ljós. Upp-
gjafa hershöfðingi, dóttir hans stríð
in og ertin við karlinn, og ung ekkja
sem efnir til heimboða í þeirri von
að sér heppnist að ná sér f mann
gjöra leikinn fjörugan og skemtileg-
an.
Leikendurnir hafa undanfarna
vetur, nú í nokkur ár, skemt áhorí-
endum með íþrótt sinni og má því
áreiðaniega búast vlð góðri skemtan
þetta sinn.
Barón Harding leikur hra. V. Val-
garðsson, Barónsfrúna Mrs. Steinun
Kristjánsson, Strong, hra Jónas Sam
son, Mark Cross hra. Jacob Krist-
jánsson, hershöfðingjann Aðalbjörn
Jónasson, dóttir hershöfðingjans
Miss Jóhanna Hannesson, frú Cross
Miss Elín Hall, ekkjuna Miss Guð-
rún Björnsson, þjón Mark Cross
hra. Bergþór Johnson.
Leikurinn er sýndur undir umsjá
Ungmennafélags únítara er leika
hefir látið nú á hverjum vetri að
undanförnu.
Inngangur 50c. og 35c og innganga
miðar til sölu hjá íslcnzkum verzl-
unarmönnum víðsvegar um bæinn.
Frakkar hvergi hræddir við þessar
nýju hamfarir Þjóðverja.
►
Admiral I.acase sjómálaráðgjafi
Frakka flutti ræðu í franska senat-
inu hinn 2. febrúar og skýrði frá
þvf, að þessa seinustu 11. mánuði
hefðu þýzkir neðansjávarbátar að-
eins getað .sökt einum hálfum af 1
per cent af tonnatöiu skipanna, sem
fluttu vörur inn á franskar hafnir á
tíma þessum. Og þó að þeir legðu
sig alla fram, þá mundi þeir kann-
ske geta sökt nokkrum fleiri skipum
en það gæti ekki haft hin allra
minstu áhrif á stríðið eða varnað
Bandamönnum að vinna sigur.
Á þessum 11 mánuðum fengum við
’ aðfiuttar inn á hafnir vorar 51 mil-
jón tonna af vörum en cinum hálf-
um af 1 per cent var sökt. Þeir geta
kannske gjört dálítið betur þjóð-
verjar, en eina afleiðingin af því er
sú að fólkið í landinu skiiur betur
að vér erum í stríði og að þýskir
vilja bana oss og skaða á allan hátt.
En einmitt fyrir þetta verður íólkið
fúsara á að þola harðræði og skort
á hinu og þessu og vcrður fúsara til
þess að neita sér um eitt og annað.
Þjóðin öll verður hermönnunum
þakkiátari, sem eru að berjast fyrir
hana í skotgröfunum og sjómönnun-
um á herskipunum, sem svo oft
hætta lífi sínu tii þess, að þjóðina
skorti ekki mat.
Hann sagði að þýzkir ætluðu að
hræða allan heim með þessu, en
þeim mundi hrapalega skjátiast því
að engin þjóðin í stríðinu myndi
áttast þetta.
Bandarikin ætla að fara að láta
smíða hundrað neðansjávarbáta I
mesta flýti.
Þýzkir sökkva og spilla skipum sín-
um á höfnum Bandaríkjanna.
Undireins og það fór að berast
að vinskapurinn væri slitinn milli
Wilsons og Vilhjálms, fóru þýzkir
menn á skipum þeim sem liggja á
höfnum Bandarfkjanna að spilla og
sökkva skipunum og strjúka af
þcim, en eyðileggja vélarnar. Þetta
var bæði í Honolulu, í Panania-
kurði og hér og livar á Atlandshafs-
ströndum. En þá fóru lfka Banda-
ríkin að slá eign sinni á þau og
sitja skipshafnirnar í hald og hafa
vörð á.
Mrs. S. K. HALL
Teacher of Voloe Culture and
Svlo Siiivrlngr.
STUDIO: 701 VICTOR ST.
For Terms--------Phone Garry 4507
Afturköllun og
yfirlýsing
Dec. 3J., 1917
Eg undirskrifaður afturkalla hér-
með sem ósönn, ómerk og tilhæfu-
laus ummæli þau sem eg hefi viðhaft
um þá Þorleif Hallgrímsson og Her-
mann Þorsteinsson, þar sem það var
gofið í skyn að þeir hafi óráðvand-
lega slegið eign sinni á net og fisk
hjá Berry Island sem þeir voru ekki
réttir eigendur að, með því að af
þossum ummælum mínum hafa
spunnist vfðtækar óhróðurssögur
um þessa menn, þá bið og þá fyrir-
gefningar bæði á þeim og hinum
áðurncíndu tilhæfulausu staðhæf-
ingum.
Elías Elíasson.
Desember 31., 1917.
Vér undirskrifaðir vottum hérmeð
að fiskur sá og net sem vér fundum
hjá Berry Island, Dec. 4., 1916 var
eign þeirra Þorleifs Hallgrímssonar
og Hermanns Þorsteinssonar að það
sé rétt vitum við með vissu, sökum
þess að fiskikassarnir voru merktir.
óhróður sá sem spunnist hofir um
þetta er því með öllu tilhæfulaus.
Jón Antoníusson.
Markús Markússon.
Desember 31., 1917.
Vantar fisk.
Eg er tilbúinn að kaupa hvítfisk
og annan fisk, í Carloads. Hæðsta
verð borgað. — Vantar sérstaklega
fisk frá vötnum í Saskatchewan.
Helgi Einarsson,
Fairford, Man.