Heimskringla - 08.02.1917, Blaðsíða 4

Heimskringla - 08.02.1917, Blaðsíða 4
•‘.I liJiiMSKBINGLA WINNIPEG, 8. FEBRÚAR, 1917 HEIMSKTJINGLA (Stofnun 1886) Kemur út á hverjum Fimtudegl. tttgefendur og eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. VertJ blatJslns í Canada og Bandaríkjun- um $2.00 um árit5 (fyrirfram borgah). Sent tll lslands $2.00 (fyrirfram borgatJ). Allar borganir sendist rátJsmanni blatS- ■lns. Póst eba banka ávísanir stýllst til The Vlking Press, Ltd. M. J. SKAPTASON, Ritstjóri S. D. B. STEPHANSON, ráósmaóur. Skrifstofa: 729 SHERBROOKE 8TREET., WINNIPEG. P.O. Box 3171 TalHfml Garry 4110 HEIMSKRINGLA er kærkominn gestur íslenzku hermönnun- um. Vér sendum hana til vina yð- ar hvar sem er í Evrópu, á hverri viku, fyrir að eins 75c í 6 mánuÖi eða $1.50 í 12 mánuði Box 3171. THE VIKING PRESS Ltd Fjörbrot Þjóðverja. —0— ....Loksins kemur það sem heimurinn allur hef- ur búist við, kviðan sem menn máttu sjá fyrir að fyrri eða síðar myndi fyrir koma. Þegar þýzkir voru stöðvaðir af Bretum og Frökkum suðvestur af Paris, og hraktir aftur yfir ána Marne og enn lengra norður yfir Aisne. Þeg- ar þeir fóru að spúa eitri og Iogandi eldi á Frakkland, þegar þeir hröktu Serba úr föður- landi sínu og drápu menn og konur og börn, þegar Rússar stöðvuðu þá í hinum miklu flóum þegar þeir brutust yfir Rúmeníu en voru stöðvaðir við Sereth. Þetta var alt svo eðlilegt. Hvar sem menn voru óvið- búnir að mæta þeim eins og Frakkar og Bret- ar í fyrstunni sigruðu þeir, þar sem þjóðirnar voru fátækar, fámennar og illa vopnaðar eins og Belgar og Serbar og Rúmenar þá unnu þeir sigur og drápu fólkið, brendu borgirnar, stálu eignunum og nú síðast fluttu fölkið í þræl- dóm. Ofstopinn var svo yfirgnæfandi, sam- vizkan algjörlega engin, sjálfselskan svo tak- markalaus, eigingirnin svo óseðjandi. Þeir voru sem guðir úr neðri heimum er áttu öll löndin, allan heiminn og gátu farið með þess- ar óæðri verur eins og þeir vildu. Við grimdarverkin hrökk þeim aldrei tár af hvarmi því að þá var gleðin mest þegar grátstunur og eymdarvein aumingjanna, sem þeir kvöldu létu þeim í augum. Ekki einungis Fvröpa öll heldur allur heimur átti að sigrast — sig- rast í Guðs nafni, rænast í Guðs nafni. Hvað áttu þessi hundspott rétt á sér hugsuðu þeir, þessi hundspott, sem dirfðust að rísa á móti Guðs útvöldu er þeir komu að taka eigur þeirra, svívirða konur þeirra, drepa og eyði- leggja, brenna og myrða börn og stúlkur ung- ar. Þessi skríll átti engan rétt á sér. Hinir útvöidu áttu einir alt þetta og gátu tekið sitt hvenær sem þeir vildu, drepið rusl þetta hve- nær sem þeir vildu. Af þessum sigurvinn- ingum sínum yfir óviðbúnum eða illi útbúnum og skotfæralitlum þjóðum fyltust þeir ofsa drambi. Þeir gátu sigrað allan heim — nema Bretana. » Bretar sátu þarna út á eyjuttni ög þeír kom- ust ekki yfir pollinn. Þeir fóru að hata þá, þjóðin öll fór að hata og hatrið óx með hverj- um degi. Hvílík himingleði hefði það ekki verið að geta troðið á Bretanum, slitið hann sundur lim fyrir lim, heyrt sætan himneskan pminn af kvalaópum hans og neyðarveinum, troðið stálbryddum skónum á höfuð honum og séð blóðblandmn heilann spýtast út undan göddunum. Marga tugi ára voru þeir búnir að leggja það niður hvað þeir skyldu gjöra þegar þeir kæmu hervæddir til Englands. •— Börnunum ungu voru þeir búnir að kenna svo vel Iandafræði að þau þektu hvern hól og hæð og læki og götur allar bæja í milli. Þeir ætluðu ekki að villast þegar þangað kæmi. En nú dregst það og Bretinn bölvaður, bannar þeim aðflutninga alla. Og sigur- vinningar eru á þrotum. Verdun var þeim kjafshögg svo að tennur brotnuðu í höfði, Rússinn var þeim argasta tröll, ítalir voru þeim erfiðir og Frakkar ósigrandi. Og Bret- inn var að verða þeim erfiðari og erfiðari, allar nýlendurnar stóðu með Bretum sem einn maður. Fáeinir Canadamenn stöðvuðu þá við Ypres. Þeir brutu hergarða þeirra hvað eftir annað og loks sáu þeir að sigurinn var óhugsandi. Ófarirnar blöstu nú við þeim, sulturinn var farinn að éta úr þeim merginn. Ógnanirnar, manndrápin og morðin voru hætt að skelfa menn. Menn voru fyrir löngu farnir að skoða þá sem óarga dýr, bandóð og trylt af grimd og morðlöngun. Þeir voru búnir fyrir löngu að hugsa sér hvað gjöra skyldi þegar í hið harðasta færi þá var að kasta öllum böndum siðgæðis og menningar og drepa, drepa svo að blóðelfurnar rynnu um heim all- an, drepa alla sem hægt væri þó að þeir væru alveg saklausir, alveg vopnlausir, þó að börn væru ung á móðurbrjósti. Hálft þriðja ár hafa þeir verið að búa þetta út núna því að alt er fyrirhugað og vandlega hugsað hjá | Þjóðverjum og nú er sagt að þeir hafi 300— j 300 fyrirtaks neðansjávarbáta, sem geta jafn- vel sökt herskipum þó að þeir séu sjálfir í kafi, sumir segja að þeir hafi 800 nýja neð- | ansjávarbáta. Mörgum manni hryllir hugur við þessu, nema Bretum og Frökkum, þeir hafa einlægt átt von á þessu. Þetta er mark um að þeir örvænti um sigur, en vita að þeir eru búnir að gjöra j svo illa fyrir sér, að þeir eigi litla vægð í j vændum, en grimdin nóg og hatrið óslökk- j vandi. Það er konungsvaldið, hervaldið og höfð- j ingja valdið, sem nú er að berjast fyrir yfir- ráðum á seinast hólmanum. Vilhjálmur veit að hans ætt er frá völdum ef að hann tapar, aðallinn þýzki og höfðingjarnir vita að só- síalistar muni taka á þeim ómjúkum höndum ef að þeir bíði ósigur. Og nú ætla þeir að hræða heim allan og sésstaklega Bandaríkin til að ganga á milli og útvega þeim frið. Vér óskum ekki að Bandaríkin fari í nokkurt stríð, nema að verja strandir sínar. En friðar ættu þau ekki að biðja morðvörgunum og ræningjunum, þá er virðing þeirra farin á komandi tímum. Og fólkið í Bandaríkjun- um vill það ekki, vér erum sannfærðir um það. Þjóðverjar verða að standa eður falla á sínum eigin gjörðum. -----o----- HoIIand og Danmörk. Það er vitaskuld að þýzkir geta gjört eitt og annað ennþá. Þeir geta barist út þetta árið að líkindum. Þeir geta tekið Holland, og nú er sagt að þeir séu að safna liði á landamærum þar. Þeir geta tekið þar kvik- fénað allan og kormat þann, sem til er í landinu og lifað á því einn eða tvo mánuði kanske þrjá. Þeir geta svo auðveldlega tekið Danmörku á tveimur eða þremur dögum og lifað á byrgð- um Dana um tíma. En ef að þeir skyldu nú taka Danmörku og halda ríkinu, eða lama svo flota Breta alténd í bráð að þeir gætu farið að sigla um sjóinn. Þetta er ekki óhugsandi. En hvað yrði þá um gamla Island ? Vafalaust þættust þýzkir eiga það, þegar þeir væru búnir að taka Danmörku. Þeir færu norður þangað óðara og tækju landið, og fengju þeir þá vilja sinn Islend- ingarnir, sem hlyntir eru þýzkum en hata Breta. Hvert mundi þá nokkur þjóð hendi lyfta til að losa þá undan Þjóðverjum?— Engin, ef þýzkir vinna sigur. Eða ekki þekkjum vér hana þegar Bretar eru frá. — Væri það óskemtilegur dagur, að þurfa að lýsa því, að þýzkir hefðu ísland herskyldi tekið. ----o----- Kappkeyrzlan. Loksins er hún búin þessi kappkeyrsla eða kapphlaup á sjötta hundrað mílur og þess- ir búnir að vinna sem getið er um á öðrum stað í blaðinu. Landarnir voru teknir á lestina þegar þeir hættu og voru komnir á undan til St. Paul. Það skyldi enginn maður hugsa sér að þetta hafi verið létt verk eða barnaleikur. Þetta er hið lengsta kapphlaup sem nokkurn tíma hefur reynt verið í heimi. Tíðin var hin grimmasta sem hér hefur verið í 20 ár, einlægt frost og snjóar og skaflar sem brjót- ast þurfti í gegnum og það ekki á nokkrum mílum aðeins heldur dag eftir dag á 522 mílum. Engir væsklar, engir hálfþroskaðir menn, engir óharðnaðir unglingar þurfa að reyna þetta, engin þrekmenni með þungum líkama. Til þess að sigra þessa örðugleika þarf hraustan og marghertan líkama og vöðva stálslegið þrek og viljakraft, sem aldrei lætur bugast, þó að vonir allar séu á reyki eða virðast á þrotum vera, og þessi vilji að halda út til sigurs verður að vera óbilandi, hvað sem á dynur. Það er sálin, sem verður að halda líkamanum uppi og getur oft haldið honum uppi, þó að kraftar líkamans séu á þrotum. Og enn er eitt, menn verða að leggja þetta vel niður fyrir sér áður en byrjað er, svo að menn noti alla möguleika, forðist alla óþarfa áreynzlu, komist hverja míluna, hverja dagleiðina með því, að eyða sem allra minst kröftum sínum, sem mögulegt er, en komast þó svo langt áfram sem hægt er. Landarnir sem tóku þátt í kappkeyrzlunni tóku fyrst örðugasta verkið að brjóta leiðina á undan, meiri hluta leiðarinnar, og óefað allan versta hluta hennar, hinir áttu svo miklu léttara að fara í slóð þeirra. Þetta veit j hver sá, sem nokkurn tíma hefur brotið leið í snjónum og ófærð hér í landi eða heima á Islandi. Þeir gerðu það snildariega, og 1 það er ætlun vor að ekki einn maður af I hverjum tíu þúsund Islendingum hér í Amer- j íku hefði gjört það betur eða dugað eins vel. j Og þessir sem sigurinn unnu mega þakka þeim það Íslendingunum að þeir unnu sigurinn. j Þeir hefðu ekki komið á þeim tíma, sem þeir komu og að líkindum ekki komið fyrri en hátíðin var um garð gengin í St. Paul, ef að landarmr hefðu ekki brotið brautma á undan, nærri alla leiðina, eða meiri hluta hennar. En með þessu áframhaldi hafa landarnir of- þreytt sig og hunda, og hafa máske ekki ver- ið nógu hraustir að heilsu að þola þetta. Vér hefðum gjarnan kosið að þeir hefðu sigrað, en því verður nú að taka sem er, og þó að þeir ynnu ekki þá verða þeir taldir í flokki hinna frægustu hlaupamanna álfu þessarar, og landinn hefur þó alla daga heiður fyrir að hafa haft jafnmarga menn í þraut þessari. En þegar vér minnumst á kappkeyrslu eða hlaup þessi þá verðum vér að minnast manns- ins sem einn var og enginn vildi við kannast, Fred Hartman’s, efnafræðingsins frá Boston. Hann var stundum á eftir svo Iangt, að allir héldu hann dottinn úr sögunni. Einn hund- urinn drapst, annan varð hann stundum að keyra. Svo vissi enginn fyrri en hann var kominn á undan öllum, svo viltist hann að nóttu til og varð á eftir einar I 7 mílur. Svo er hann aftur kominn á undan, og hefði hann ekki verið þeim samnátta hinum sem seinast unnu, þá hefði hann líklega komið á undan þeim og var þó sagður bilaður í fæti og kalin á andliti, höndum og fótum. Eg hlýt að segja að maðurinn sá á virðingu skilið fyrir þrek og þrautseigju, þó hann' næði ekki verðlaununum. ------o----- Loksins hreif brýningin. Bandaríkin svara nú keisaranum, Wilson sendir Þýzkalands ráðherran heim og með honum sveit mikla. Stríð er þó ekki komið enn þá. En af greinunum í öllum blöðum sem vér höfum séð er eins og létt hafi þungu fargi af herðum Bandaríkjamanna. Jafnve Bryan losnar um tungu og leggur hann orð í belg og vill berjast meðan nokkur maður stendur uppi ef að ráðist er á Bandríkin. En ekki vill hann senda her til Evrópu að berjast þar, og má vera að hann sé þar réttur nokkuð Það er sem allir þingmenn, allir helztu menn Bandaríkjanna séu nú á einu máli af hvaða flokki, sem þeir eru, að standa með Wilson °g fylgja honum hvað sem hann gerir. Það er eins og loftið hafi hreinsast, þar sem skýjin hengu áður þung í lofti og byrgðu sól og heiðan himin, er nú heiðskýrt veður og sézt á fjallatmda og um sveitir fagrar. Vér er- um þó ekki að óska að Bandaríkin fari í stríð þetta, en oss hefur verið hlýtt til þeirra og vér erum Bandarikjaborgari og það gleður oss meira en vér getum í ljósi látið, að Banda- ríkin reisi kambinn við þessa ósvífni Vilhjálms °g vdji ekki Iata hann leika við sig lengur. Stríðið mikla. Nú eru reynslu dagar dimmir, drúpir hnípin sérhver þjóð; sveima um heiminn gammar grimmir geystir í tryltum jötunmóð. Grúfir Helja hauðri yfir, Hildi jafnan nástæð er, æstar systur alt sem lifir ætla nú að helga sér. r Jafnt á lofti, grund sem græði, grimmir féndur vegast á, þvílíkt voða ógnar æði enginn heyrði fyr né sá. Rauðar dynja unda elfur £ ægileg við Mirtar sköll, hamrar dynja, hauðrið skelfur, hræðast álfar, blikna tröll. Húnar öllum vörgum verri, vaða fram í djöfulmóð, ódæðir í íþrótt hverri æfðari virðast menskri þjóð. Alskyns fremja athöfn stirða árar þeir með grimdar hug; ræna, brenna, meiða, myrða, mannúð allri vísa á bug. Herra þeirra hörmung veldur, hatari Guðs og náungans, saklaus margur sárt hans geldur, seldur valdi harðstjórans. Tézt hinn blakki sonur synda sönnu firtur eðli manns menn um sárt því meiga binda margir fyrir gjörðir hans. Nær mun hjaðna haturs Iogi, heill sem allri bægir frá? Nær mun friðar-bjartur-bogi blika þjóðlífs himni á. ■ Þú sem ræður Iandi og Jýði, Ijóssins faðir himnum á, láttu öllu lokið stríði, láttu kærleik sigri ná. S. J. Jóhannesson. beint frá Importers Vér verzlum með beztu teg- undir af TE. KAFFI, COCOA BAKING POWDER, EX- TRACTS, JELLY POWD- ER Ojs.fiv. Vér kaupum beint frá framleiðendum og spörum bvíalla milliliði og óþarfa kostnað. Getum því selt beztu vörur á rýmilegu verði. Þetta félag er myndað og stjórnað af afturkomnum hermönnum Mönnunum, sem búnir eru að gjöra sitt í stríði þessu, og eru i»ú að reyna að byggja upp verzlun og ná í veiðskifta- vini, — með því að selja ósvikna vöru með sanngjörnu verði. FÓNIÐ OKKUR í DAG um það sem yður vanhagar um. Menn vorir munu þá koma, og ef þér eruð ekki alveg ánægð- ir, — þá skal peningunum skilað aftur tafarlaust. RETURNED S0LDIERS TEA C0. 708 Boyd Building. Phone: Main 4042 * Galt rannsóknin Rannsóknarnefndin sem kend er við Galt dómara, og lengi er búin að sitja við rannsókn akuryrkju- skólans sakar Hon. Robert Rogers um að hafa stolið eða rænt stjórn íylkisins svo nemi $8,700.00 til póli- tízkra mála eða í pólitísku augna- miði um Dominion kosningarnar 1911. Er það nú borið á hann aö hann sé að reyna að ljúga sig út úr sökum þessum, sbr. Free Press 31 jan. kvöldblaðið. Þegar Hon. Robert Rogers var sýnd skýrsla Galt nefndarinnar í Ottawa .30. janúar er sagt hann hafi lesið hana brosandi. En svar lians er þetta: Augsýnilega svíður Commissioner Galt það, er eg í einlægni sagði blátt áfram um aístöðu hans sem leigu- tól Norris-stjórnarinnar, sem nú cr að safna skoteldum til kosninga- kviðu Grittanna. En að þvf er eg bezt fæ séð, er þetta yfirlit yfir skýrzlu Commissioner Galts, er hann hefur gefið húsbændum «ín- um ckki rétt, eða þá að Commission- er Galt hefur af ásettu ráði og prett- vísum huga rangfært sannanirnar og fært úr lagi það sem gjörðist. En málið sem um er að ræða stendur þannig, að Carter félagið hafði gjört tilboð í að byggja stjórn- arbyggingu (administration build- ing) akuryrkjuskólans, fyrir rúm 200,000 dollara og var búið að fá samning þenna. En bygginga- meistari Hooper fullyrti að ]>eir hlytu að tapa 30—40 þúsundum á samning þessum. Litlu seinna gáfum vér út tilboð að byggja afl- stöðina (power house). Carter fé- lagið bauðst til að byggja hana fyrir 60 þúsund doliara, en næst lægsta boð var 72,000 og lægsta boð í Wrnnipeg var $75.000 dollarar. — Þegar tilboðin voru opnuð sagði eg fulltrúum mínum (deputy) að taka lægsta hoð. En strax á eftir kom byggingameistari fylkisins til mín og mótmælti því að láta Cartcr-fé- lagið fá samning þenna fyrir $60,000, því að l>að væri ómögulegt að bygg. ja afistöðina fyrir þetta. Og þegar hann var búinn að fara yfir útreikninga alla, l>á komst hann að þeirri niðurstöðu, að ó- mögulegt væri að byggja aflstöðina fyrir minna en 68 þúsund og nokk- ur hundruð dollara, eða 8 þúsund dollurum meiri en Carter-féla^ið bauðst til að byggja liana fyrir. En Carter væri að tapa svo miklu á hinni byggingunni sem áður var getið, að það væri ekki fylkinu til hagnaðar eða sóma, að láta hann hafa þeissa seinni byggingu fyrir þetta verð. Kveðst svo Hon. Rohert Rogers hafa talað við Carter í fóni og sagt honum orð byggingameistarans. — Meira kveðst Hon. Robert Rogers ekki vita um þetta. Síðan segir Hon. Robcrt Rodgers: Norris stjórnin hefur eytt hund- ruðum þúsunda dollara til þess, að rannsaka gjörðir mínar sem ráðgjafi í Manitoba í 12 ár, en fann ])ó ekk- ert sem hún gæti hengt hatt sinn á, og lit úr vandræðum taka beir Car- ter samningana og reyna að um- snúa þeim með því, að ónýta eður fela áætlanir Hoopers bygginga- meistara um kostnað aflstöðvarinn- ar, sem hann hafði reiknað út að myndi kosta 75,00 dollara. Einnig hafa þeir tekið burtu (removed from the filos) áætlun hans um allan kostnaðinn er hann hafði gjört eftir að tilboðin öil voru inn komin. En þær áætlanir sýndu að það var al- veg ómögulegt að byggja aflstöðina fyrir minna en 68 þúsund og nokk- ur hundruð dollara. Sannanirnar í höndum Galt nefndarinnar sýna þetta alvag tvímælalaust. -----------------------------------*- En hvað snertir tillag Mr. Carters til konser\Tatívu nefndarinnar £ Dominion kosningunum 1911 þá kemur það fyrst og fremst ekkert við fylkismólum. Og svo sór Mr. Carter það fyrir rétti að eg aldrei hefði við hann talað eða minst á kosningatillag og hið saina har eg sjálfur fram, þetta væri álíka og Commissioner Galt segði. að- fyrir það að félagið Tupper, Galt og Tupper hafi lagt í kosningasjóð, þá héldi hann nú stöðu sirmi sem hann nú hefur og fékk fyrir með- mæli mín. Grain Growers gefa út nýja verðskrá. Á næstu fáum dögum verða marg- ar þúsundir bænda í Saskjitehewan,. Manitoba og Alberta, að lesa Grain Growers nýjustu verðskrá, fyrir árið- 1917. Er hún um hundrað blað- sfður og inniheklur öll þau verkfæri og fieira sem landhúnaðurinn þarf- nast — rétt nýlega prentuð. Yerð- skrá þessi er nákvæmari og betri en aðrar áður útgefnar verðskrár þessa félags, í fyrra og árið þar á undan. Sérstakt atriði í þassa árs verð- skrá er að hún gefur mismunandi vöruverð eftir þvi ‘hvert varan er send. — F.O.B., Winnipeg, F.O.B. Regina, F.O.B. Calgary. — Einnig eru fimm síður um burðargjald og flutnings-kostnað, svo bóndinn geú ur auðveldlega skilið hvað hlutur- inn muni kosta til hans kominn. Fyrst eru upptaldir plógar — margar hlaðsfður af þeim — sem sýna allar tegundir plóga, sem not- aðir eru í Vestur-Canada. Næst koma herfi, svo sáðvéiar, ræktunar vélar, heyvinnu vélar, þreBki-vélar, mölunar vélar, fanning millur, gas katlar (gas engines) áburðarfeiti og olfa, vagnar, létti-kerrur og sleðar,. aktýgi, pumpur, rjómaskilvindur,. þvotta vélar, sauma maskínur, girð- inga vír, — í stuttu sagt er alt upp talið, sem hóndinn þarfnast. Þetta verzlunar félag bænda hefir stofnsett mikla verzlun. Bændur í vesturlandinu hafa í það gengið, um 18,000 hluthafendur, og lagt fram sinn skerf f þessari tilraun til sam- vinnu. Síðasta ár fjallaði félagið um 48,000,000 bushels af korni fyrir um ellefu þúsund viðskifta vini. — Færði þetta og annað varasjóð þessa félags upp i $600,000 — sem gerir því mögulegt að halda áfram þeirri stefnu sinni,, að kaupa í stórum innkaupum ogiselja fyrir borgun út i hönd, geta því fengið allar vörur fyrir iægra verð nú en fyrir nokk- ruin árum síðan,, þrátt fyrir yfir- standandi afarverð á stáli og járni. Yéla og verkfæra deild félagsins er nú mikið fullkomnari en áður. Með vörugeymsluhús f Winnipeg, Regina og Calgary, er því mögulegt að sjá um þarfir bænda fyrirfram og afla sér alls þess, sem bændur þarf- nast löngu áður en það þarf að brúkast. Núverandi ásigkomulag gerir örð- ugt að hægt sé að ábyrgjast, að það, sem pantað er, sé sent strax um liönd, en eins langt og mannlegir möguleikar ná, mun félagið snúa sár í hverju einu fyrir viðskiftavini sína svo alt geti farið sem hezt. Sé beiðni send um ofannefnda verðskrá (General Cataiogue E.) verður hún tafarlaust send. Skrifið strax. Verðskrá á byggingarvið öllum hefir einnig verið útgefin af félaginu, af þeirri deild þess, sem slíkt annast um. Er hún ætluð fyrir þá, sem hafa í huga að byggja, og inniheld- ur alt, sem að húsabyggingum lýt- ur, byggingarvið alt hygginga-efni. harðvöru og annað. Einnig alt, sem úthcimtist í byggingu skólahúsa, hlöður, o.s.frv. Biðjið um Lumhor Catalogue E. Sent frítt.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.