Heimskringla - 22.03.1917, Síða 3
WINNIPEG, 22. MARZ, 1917
H E I M S K R I N G L A
3. BLS.
ALLIR DAGAR ERU
PURITY-HVEITI DAGAR
hjá þeim, sem að eins eru ánægðir
með ljúffengustu kryddkökur og
bezta brauð.
PURITV
"rvtOREL
BREAD
AND
BETTER
BREAD”
I4*l|
mmm
Vestur-íslendingar.
Eftir Dr. GuUmund Finnbogason.
(Skírnir).
Niðurlag frá síðasta blaði.
Sé nú litið á Vestur-íslendinga, þá
má eflaust benda á ýmislegt smá-
vegis i fari þeirra, sem af þessum
rótum er runnið. Séra Magnús Jóns
son bendir t. d. á, að ]>eir fari öðru-
vísi að því að trúlofa sig en vér hér
heiina, líkklæðin séu og önnur, á-
huginn á kappleikum annar, sam-
kvæmissiðir breyttir — sérstaklega
fábreyttir — og kaffið vont (eg
fékk þar víða ágætt kaffi). En sé
þjóðernið fólgið í slíkum og þvílík-
um smámunum, þá hafa íslendingar
eflaust oft skift um þjóðerni sfðan
þeir settust að á fslandi.
Ekki get eg lieldur séð vott um
nýtt þjóðerni i því, þótt sumir
Vestur-ÍSlendingar líti ekki eins
björtuin augum á ættiand sitt, er
þeir yfirgáfu fyrir mörgum áratug-
um, og vér gerum nú, sem fylgst
höfum með framförum siðustu ára.
Og ekki vil eg dæma þá af þjóðern-
inu fyrir það, þótt þeir séu orðnir
vinnusamir, hagsýnir og alvöru-
gefnir, eða þá kominn í þá “vindur”
sá er Magnús prestur talar um. —
Lund og skoðanir einstaklinga
og heilla ])jóða breytiist oft á ýms-
an veg á skömmum tima, án þess
nokkrum detti í hug að telja það
þjóðernismissi.
Um íslenzkuna vostan hafs segir
séra Magnús meðal annars:
“fslenzkan vestra er að sönnu
slettótt, en þó liika eg ekki við að
halda þvi fram, að hún sé eftir at-
vfkum furðu góð í sveitunum” (bls.
69). Og er hann liefir gert grein fyr-
ir örðugleikum á að viðhalda ís-
lenzkunni, segir hann: “Það er nú
engin von að fslenzkt mál geti verið
hreint undir ]>essum kringumstæð-
um, og tel eg því miklu furðulegra.
hve mikið er eftir af íslenzku, jafn-
vel hjá yngri kynslóðinni. Allir
tala þar þó íslenzkuna viðstöðu-
laust og flestir með nókikurnveginn
íslenzkum hreim” (bls. 61).
Þetta kemur alveg heim við mína
reynslu. Meðan eg var á ferð um
íslendingabygðir, talaði eg aldrei
annað en íslenzku við nokkurn
landa, né hann við mig, og mér
fanst miklu meira til um l>að, live
gott mál menn töluðu, heldur ön
enskusletturnar, sem langoftast eru
nöfn á einstökum hlutum, nöfn
sem vel mætti takast að leggja nið-
ur á nokkrum árum, ef menn tækju
sig til.
Hvað vantar þá þetta fólk til að
teljast íslendingar? Eg hofi ekki
fundið það, er sannfæring mín, að
væru allir Vestur-íslendingar kom-
nir lieim til íslands og búnir að
vera þar eitt missiri, þá yrði erfitt
að greina ailan þorra þeirra frá
þeim sem aldrei hafa héðan farið
af öðru en því, að þeir hefðu aði'a
lífsreynslu, annan sjóndeildarhring
og ef til vill nokikur merki þess að
ha.fa lifað í öðru loiftslagi. Og þegar
vér svo minnumst þess, að Vestur-
íslendingar hafa frá öndverðu lagt
drjúgan skerf til íslenzkra bók-
menta, fylgt með áhuga öllu sem
gerðist hér heima og á ýmsan hátt,
bæði í orði og verki, sýnt oss bróð-
urþel, þá er hart að deila um það
við nokkurn mann, hvort þeir eigi
að teljast íslendingar eða ekki.
Vestur-fslendingar cru ennþá lif-
andi kvistur á þjóðarmeið íslands,
og þeir eru það os's sem heima bú-
uim að þakkarlausu, því að þeir
hafa starfað að viðhaldi þjóðernis
síns upp á eigin spýtur og enga
teljandi hjálp fengið til þess héðan
að lieiman. Jafnframt hafa þeir
áunnið sér traust og virðingu þeirra
þjóða sem þeir hafa átt saman við
að sælda. í erindi því er eg flutti
á 32 stöðum í íslendingabygðum í
Vesturheimi hélt eg ])ví fram, að
Vestur-íslendingar ættu að reyna að
halda Lslenzku þjóðerni þar við svo
lengi sem unt væri og reyndi að
sýna fram á, hver hagur þeim gæti
verið að þvf og bverjar le ðir væru
helztar til þess. Og það er sannfær-
ing mín, að sé rétt á haldið, þá geti
íslenzk tunga ög þar með íslenzkt
þjóðerni haldist enn all-lengi í
Vesturheimi. einkum í sveitum, þó
engir teljandi fólksflutningar verði
héðan vestur um liaf, sem eg ekki
býst við. Og eg skal drepa á hitt,
hvaða liagur oss fslendingum hér
heima væri að því, að íslenzk tunga
og ]>jóðerni héldist þar sem lengst.
Fyrst er þá að líta á |iað, að bók-
■mentum vorum er mikill styrkur að
Vestur-íslendingum. Þeir leggja
ekki að eins sinn skerf til íslenzkra
bókmenta með því sem þeir rita,
heldur kaupa þeir og mikið íslenzk.
ar bækur og auka þannig bóka-
rnarkað vorn. En aðalatriðið virð-
ist mér þó ]>að, að Vestur-fslending-
ar eru í ýmsum ofnum landnáms-
menn fyrir bókmentir vorar og
menningu. Það er svo um hverja
þjóð, að stærð hennar annars vegai’
og náttúra landsins hins vegar veld.
ur miklu um það, hvaða gáfur koma
helzt í Ijós hjá börnum hennar. Því
að mennirnir skapa sjálfa sig á verk-
unum sem þeir vinna. En verkefni
koma að mestu utan að og verða
mismunandi á ýmsum stöðum. Þess
vegna liggja oít þær gáfur í dái sem
verkefnin kalla ekki á, og hjá fá-
mennri þjóð eru þau fábreyttari en
með stórþjóðunum. Með landnámi
í nýju landi fær þjóðin ný viðfangs-
efni, og við að fást við þau losna
gáfur úr læðingi, sem áður gætti litt
eða ekki. Af landnámi sprettur ný
menning, og ])arf ekki að nefna fjar-
skyldara dæmi en bygging íslands.
Menning íslendinga varð önnur en
Norðmanna, og væri gaman fyrir
sagnfræðing að bollalcggja um það,
hver áhrif ]>að hefði haft á sögu
Noregs, ef Norðmenn ihefðu frá önd-
verðu tekið ])á stefnu að færa sér
sem bezt í nyt þær nýjungar sem
íslenzk menning kom með. En lít-
um heldur á þær nýjungar sem
Vestur-íslendingar hafa auðgað oss
með. Þar verða fyrst bókmentir
]>eirra fyrir oss. Þeir hafa frá upp-
liafi vega svarið sig í ættina með
bökmentaviðleitni sinni, og verður
varla annað sagt, en að skerfur
þeirra sé vomim ineiri.'þegar litið er
á allar aðstæður. Því miður liafa
bókmentir Vestur-lslendinga ekki
verið rannsakaðar svo sem skyldi
og sýnt fram á kosti þeirra og lesti
og þar með hið nýja sem þær hafa
til brunns að bera. lJað væri all-
mikið verk og þyrfti að gerast sem
fyrst. En hvernig sem dómurinn
verður að öðru leyti og þótt margt
verði vegið og léttvægt fundið, þá
cr enginn efi á því, að í tímaritum
Vestur-íslendinga hafa birzt margar
greinir sem áttu erindi hingað og
vö'ktu til umhugsunar og að sum
Ijóðskáldin og söguskáldin íslenzku
vestan hafs liafa lagt ný óðul undir
fslenzkuna.
Guðm. Friðjónsson hefir fyrir
löngu skilið þetta rétt og bent á það
í grcin sinni um Stephan G. Ste])h
ansson í Skírni 1907 (bls. 205). Hann
segir: “Eg á við það, að þeir sem
flntt hafa vestur liafa fengið nýjar
hugmyndir í nýju veröldinni. —
Stephan G. Stephansson fer vestur
uin haf með mikinn fjársjóð íslenzk
rar og norrænnar tungu — sögu.
skáldskapar og málfrreði. Þega
hann keinur vestur, leggur hann
undir sig ný lönd: nýja náttúru,
nýtt þjóðlíf, nýjar bókmentir.
Hann er konungur yfir fjársjóðum
tveggja þjóðlanda. Ef Stephan
'hefði setið heima í dalnum sínum
mundi liann hafa orðið skáld að
vísu. En hann hc.fði áreiðanlega
náð minni þroska. Þá mundi hann
aldrei kveðið hafa “A ferð og flugi”
sem eitt sér mundi gera hann ó-
dauðlegan í landi bókmenta vorra
þótt hann liefði ekkert kveðið ann
að, sem snild væri á. Kvæði hans
standa reyndar á íslenzkuin merg,
mörg þeirra. Orðgnóttin og mál
snildin, sem leiftrar víðsvcgar í
sumum jreirra, er drukkin með
móðurmjólkinni heima í dalnum
og náttúrulýsingarnar eru teknar
úr heimahögum öðru hverju. En
fjöldi yrkisefna er og vestrænnai
ættar og kenmr þar fram í því ljósi
sem Vesturheiinssólin verpur á þau
Margt þessu líkt mætti og segja
með sanni um annað skáld vestan
iiafs, ])ótt minna sé: Jóhann Mag-
nús Bjarnason.”
Þetta er ágætlega sagt og maklega
Aldrei liefi eg betur skilið hve mikið
landnám Stephans er, en á ferðum
mínum vestra, því að mA- fanst nú
íslenzkan eiga þetta alt saman:
Eg set Peninga
i vasa vdar
MEÐ ÞVÍ AÐ SETJA TENNUR
I MUNN YÐAR
ÞETTA er það, sem eg virkilega geri fyrir yður, ef þér komið til mín og
látið mig gera þau verk, sem nauðsynleg eru til þess að tönnur yðar
verði heilbrigðar og sterkar. — Eg skal lækna tann-kvilla þá, sem þjá
yður. Eg skal endurskapa tönnurnar, sem eru að eyðast eða alveg farnar.
Eg skal búa svo um tönnur yðar, að þær hætti að eyðast og detta burtu. Þá
getið þér haft yfir að ráða góðri heilsu, líkams þreki og starfsþoli.
Expression
Plates
Heilt “set” af tönnum, búið tiV
eftir upp'fyndingu minni, sem
eg hefi sjálfur fullkomnaö,
sem gefur yöur í annaö sinn
unglegan og eölilegan svip á
andlitiö. Þessa “Expression
Plates” gefa yöur einnig full
not tanna yöar. Þær líta út
eins og lifandi tönnur. Þær
eru hreinlegar og hvítar og
stœrö þeirra og afstaöa eins
og á “lifandi” tönnum.
$15.00.
Varanlegar Crowns og
Bridges
Par sem plata er óþörf, k^m-
ur mitt varanlega “Bridge-
work” aö góöum notum og
fyllir auöa staöinn í tann-
garöinum; sama reglan sem
viöhöfð er í tilbúningum á
“Expression Plates” cn undir
stöðu atriðið í “Bridges” þess-
um, svo þetta hvorutveggja
gefur andlitinu alveg eðlileg-
an svip. Bezta vöndun u. verki
og efni — hreint gull brúkað
til bak fyllingar og tönnin
verður hvít og hrein “lifandi
tönn.”
$7 Hver Tönn.
Porcelain og GuII
fyllingar
Porcelaln fyllingar mínar eru
svo vandaSar og gott verk, a3
tönnur fylta- þannig eru ó-
þekkjanlegar frá heilbrigtsu
tönnunum og endast eins lengi
og tönnin.
Gull innfyilingar oru mótaöar
eftir tannholunni og svo inn-
límdar mets sementi, svo tönn-
in vertSur eins sterk og hún
nokkurntíma át5ur var.
Alt erk mltt ábyrgst atí vera vandat).
Hvnðn tnnnlfrknlngnr,
sem þór þnrfnlMt, »tenil-
nr hfin ybnr til boða
hf*r.
Vottorb og meðmæli f
hnnilrnðntnli frft vml-
unnrmönnum. Bígmönn-
iim ok preNtum.
Allir Mkobnðir koNtnnönrlniiMt. — I'fr eruð mér ekkeit Mkvild-
hiiiidnir l»ó ejc hnfl gefið yður ráðleK'glngnr vibvfkjnndi tönu-
j ðnr.. . Komifi eðn tiltnkiö A livnöa tíina þér viljlft komn, f
gegiium talMfmnn.
Dr. Robinson
Birks Building, Winnipeg.
DENTAL SPECIALIST
‘L'm sléttur og flóa har eimlestin oss
í áttina norðinu mót.
Á vinstri hlið silalegt aurana óð
ið óslygna, skoluga Fljót,
Sem ly.fti ei fæti í foss eða streng —
því fjör, jafnvel stmuinanna, deyr,
Að vaga um aldur með fangið sitt
fult
af flatlendis svartasta leir.”
Svo koin kvöidið:
‘Eg stóð úti á pallinum vagn-
tengslin við,
mig viðraði í dragsúgnum einn.
Og vélin spjó eisu A’ið andköfin djúp
sem iðaði í loftinu og brann;
En sléttan flaut blækyr og biksvört
í kring
sem barmalaust, öldulaust flóð.
Sem glóðþrunginn Naglfari lestin
var löng
þann lognsæ af náttskuggum óð.”
Eg gekk um stórborgina:
‘Undir neistum glóðar-lampa
Rafljósa, sem gljá og gianipa
Glærum, jökul-hvítu köldum.”
Eg kom út í lundinn að húsbaki
á bændagarði úti í sveit:
“Þar grásilfrað bæki frá riðaðri rót
Sig reisti með blaða-hvolf vítt,
Og mösur í öskugrám, upphleypt-
um bol
Mcð útskorið laufa-djásn nýtt,
Og dimm-ieggjuð eikartré dökk-
grænu typt
Og djúprætt, með ára-tal hæst
En svo tóku kornekrur vorgrónar
við
Um valllendur strikaðar plóg.”
Alstaðar var Stephan G. Stephans.
son mér andiega nálægur á ferðinni.
Eg sá ]>að alt með lians auguin og
óskaði mér ekki annam hetri. Eg
fann að eg var heima, í landnámi
islenzkunnar. Og liegar eg ók um
biómlegustu íslendingabygðirnar
En hlöðurnar dumbrauðu iiilti yfir
jörð
Scm liraunborgir vítt úti um sveit
])á gladdiist eg yfir því að sjá iivað
islenzkar liendur höfðu þar afrek-
að, en þó meira yfir hinu, að fs-
lenzkt skáld hafði farið eldi orð-
spekinnar um Vesturheim og lielgað
oss landið.
Stcphan G. Stephansson cr að
ví.su mesta skáld Vestur-íslendinga
og sá som menn ])ekkja bezt hér
heima, en þeir eiga ýms önnur skáld
sem ort liafa falleg og einkcnnileg
kva-ði. Og J. Magnús Bjarnason ev
einkennilegt söguskáld og söguefni
lians ný í bókmentum vorum. Það
væri bairft verk að safna í eina heild
og gefa út hið bezta sem skrifað
hefir verið af fslendingum vestan
hafs í bundnu máli og óbundnu.
En verksvið andans er meira en
skáldskapur. Landnámið getur
ekki síður orðið í vfsindum, stjórn-
málum og verklegum fminkvæ.md-
um. Á öllum Jieiin sviðum starfa
íslendingar nú í Vesturheimi og
sýna betur og betur livað þeir
hafa þar til brunns að bera. Nokk-
rir íslendingar eru kennarar við liá-
skólana. Eg veit um einn í íslcnzkp
annan í inálfræði, liriðja í efnafræði
og fjórða í stjönmfræði. Bæði í
prestastétt, læknastétt og lögfræð-
ingastétt eru ýmsir mikilhæfir menn
meðal íslendinga vestra. Þá liafa
þeir og tekið myndariegan þátt í
stjórnmálum, og margir liafa reynst
liygnir fjármálamenn. Vósturheim-
ur er land þar sem hugvitið er í
hávegum liaft og borgar sig betur n
víðast hvar eða alstaðar annarstað-
ar, því að verkefnin eru þar stórfeld,
en féð nóg til framkvæmda. Lítil
tækifæri liygg eg að landi vor C. H.
Thordarson í Chicago hefði fundið
fyrir hugvit sitt hér heima, en í
Vesturheimi hefir það fengið hyr
undir vængina.
En hvað sem ])cssir ínenn eða af-
komendur þeirra vinna sér til frægð-
ar, ])á fellur sú frægð á kynstofn
þeirra meðan þeir af sjálfum sér og
öðrum eru taldir fslendingar. Þeir
eru fulltrúar vorir í heilli heimsálfu
og sýna þar livað í oss býr. Og eins
og eg tók fram í erindi minu, finst
mér ]>að 'liorfa beint við að
Vestur-íslendingar ættu í öll-
um efnum að verða milliliður milli
íslenzkrar og amerískar menningar
koma ]>ví sem vér eigum dýrmætast
í íslenzkrl menningu í álit og gengi
meðal enskumælandi ])jóða, og
veita aftur hollum nýjungum úr
enskri menning, andlegri og verk-
legri, inn í ]>jóðlíf vort. Hverjir
ættu að konia því sem bezt ev í ís-
lenzkum bókmentum að fovnu og
nýju á enska tungu, að svo miklu
leyti sem það er ógert enn, ef ekki
einmitt þeir menn, sem tala og rita
báðar tungurnar eins og móðurmál-
ið sitt. Það eru synir Vestur-ls-
lendinga, sem ættu að koma hingað
heim, stunda norrænunám við há-
skólann okkar og leggja síðan und-
ir sig a 11 a norrænu- og íslenzku-
kenslu við liáskóiana í Canada og
Bandaríkjunum. Þeir stæðu í þvf
efni öllum öðrum hetur að vígi.
Hvað eigum vér íslendingar hér
heima þá að gera í þessu efni?
Vér eigum fyrst og fremst að skilja
það, að fjórðungur íslenzku þjóðar-
innar býr í Vesturheimi. Og vér eig-
um að sj>á, að oss má ekki á sama
standa, hvort sá hluti þjóðar vorrar
hverfur innan skamms inn í þjóða-
hafið eða heldur áfram að bera á-
vöxt íyrir íslenzka menningu og
frægð. Vér eigum að taka það til
íækilegrar íhugunar, hvað vér get-
um gert til að styðja þá menn er
berjast fyrir viðhaldr þjóðernis vors
vestan liafs, og eg vona að oss skilj-
ist þá, að vér gætum með litlum til-
kostnaði greitt götu þeirra á ýrnsan
hátt. Fyrst og fremst með því að
láta Vestur-íslendinga jafnan njóta
sannmælis, og lienda ekki á lofti
hvern skammsýnan hleypidóm í
þeirra garð. En þar næst með þvi
að koma á samvinnu milli íslend-
inga vestan hafe og austan, um
þjóðernismálið. Með beinum sam-
göngum milli íslands og Vestur-
heims ætti það að verða margfalt
auðveldara en áður. Þáð mætti
t. d. hugsa sér félag, er hefði sfna
deild hvoru megin hafsinis og starf-
aði að þessu. Gæti það gefið út
tímarit sem flytti eingöngu það sem
bezt væri ritað af íslendingum vest-
an ha<s og aflað því útbreiðslu
jafnt hér og })ar. Héldi það á loft
öllu því sem íslendingar gera sér til
frægðar vestra. Vér gætum greitt
götu vestur-fslenzkra nemenda við
háskólann 'hérna og sent færustu
menn vora einn og einn til að flytja
erindi vestra um ísland, bókmentir
þess og sögu. Ungum íslenzkum
málfra-ðingum — ef vér }>á eignumst
nóg af þeim — ætti að vera það
gott að kenna um skeið við Jóns
Bjarnasonar skólann í Winnipeg. —
fslendingar austan hafs Qg vestan
ættu að heimsækja hvorir aðra á
víxl og æskulýðurinn að vestan að
dvelja hér á sumrum upp til sveita.
“Starfið er margt, en eitt er
bræðrabandið,”
og eg efast ekki um, að slík sam-
vinna gæti ieitt margt gott af sér
fyrir báða aðila.
Allar spár um það, að íslenzkt
þjóðerni hljóti að vera bráðfeigt í
Vesturheimi, eru út í bláinn, og sízt
sæmir oss hér heima að binda því
helskó með slfkum hraksþám. En
ekki komu Vestur-fslendingar mér
svo fyrir sjónir sem þeir mundu al-
ment-fúsir að fylgja Skafnörtungi
fyrir Ætternisstapa.
Bújarðir til sölu
Vér ætlum að selja eftirfylgjandi lönd í yðar nágrenni með
sérstaklega góðum söluskilmálum og búumst við að bændur
muni nota það tækifæri til að fá lönd fyrir syni sína;—engin
niðurborgun, aðeins skattar, 1917; afgangurinn borgist með
parti af uppskeru eða hvaða skilmálum sem þér helzt viljið:
N. E. 32—22—31
N. E. 28—22—32
S. E. 34—22—32
S. W. 36—22—32
N. W. 7—23—31
S. E. 2—23—32
N. E. 4—23—32
S. W. 4—23—32
öll fvrir vestan fyrsta Meridian.Frekari upplýsing. _ G. S.
BREIDFJORD, P. O. Box 126
Churchbridge, Sask.
FIRST NATIONALINVESTMENT CO., ua.
P. O. BOX 597 WINNIPEG
BORÐVIÐUR
SASH, DOORS AND
MOULDINGS.
ViS höfurn fullkomnar byrgðir
al öllum tegundum.
VerSskrá verður send hverjum, sem
æskir þess.
THE EMPIRE SASH & DGOR CO., L7D.
Henry Ave, East, Winnipeg, Man., Telephone: Main 2511
H veitib œn dur!
Sendið korn yðar í “Car lots”; seljið ekk i í smáskömtum.—
Reynið að senda oss eitt eða fleiri vagnhlöss; vér munum
gjöra yður ánægða, — vanaleg söluiaun.
Skrifið út “Shipping Bills’ þannig:
NOTIFY
STEWART GRAIN COMPANY, LIMITED.
Track Buyers and Commission Merchants
WINNIPEG, MAN.
Vér vfsum til Bank of Montreal.
Peninga-borgun strax Fljót viðskitti
A. McKeiiar
The Farmers' Market
241 Main Street. WINNIPEG
FULLKOMIN SJÓN
HOFUÐYERKUR HORFINN
Biluð sjón gjörir alla vinnu erfiða og frístundir þreytandi.
Augnveikur maður nýtur sín ekki. Vér höfum bezta útbúnað
og þaulvana sérfræðinga til þess að lækna alia augnakvilla.
— Sérstakur gaumur gefinn fólki utan af landi.
Þægindi og ánægja auðkenna verk vort.
RPrj j tf>n OPTOMETRIST
• * r ailUlIy AXD OPTICIAN
Áður yfir gleraugnadeild Eaton’s.
211 Enderton Building, Portage and Hargrave, WINNIPEG
-*
t
♦
•»•
♦
t
•♦■
t
t
♦
♦
♦
♦
t
♦
♦
♦
•♦
•♦
Bœndur, takið eftir!
Fyrir óákveðin tíma borgum vér eftirfylgjandi prísa:—
Hænsni, lifandi, pundið...................................16c
Ung hænsni lifandi, pundið.............................. 20c
Svín, frá 80 till50 pund á þyngd, pundið................16i/2c
Rabbits, (Iiéra), tylftina..........................30 til 60c
Ný egg, dúsínið........................................ 45c
Húðir, pundið .......................................... I9c
Mótað smjör, pundið..............................._..,33 til 35c
Sendið til McKellar, og nefnið Heimskringlu.