Heimskringla - 24.05.1917, Side 3

Heimskringla - 24.05.1917, Side 3
WINNIPEG, 24. MAÍ 1917 HEIMSKRINGLA 3. BLAÐSIÐA Séra Pétur Hjálmsson jarðsöng hana 15. apríl að viðstöddu mörgu fólki. Markaður er hér hár á öllu J>ví, sem bændur hafa að selja, bæði lifandi skepnum og öllum búsaf- urðum. Kýr liafia selzt fyrir 75— 100 dali, og yngri gripir hlutfalls- Jega við það. Fullorðið sauðfé er metið 12—14 dali; svín á fæti 14— 14% cts. j)d.; gott gripakjöt llc. pd. <og meira; egg 32c. tylftin. Smjör, heimatilbúið, 23—25 cts. pundið. — Dýrtíð er einnig á öllu, sem bónd- Inn þarf að kaupa, svo fram úr hófi Jceyrir, t.d. hveitimjöl, $6.25—$7.00 100 pd. af vanalegu heimilisméli og allar nauðsynjavörur að því skapi, svo þegíar alt kemur til alls, mun oinn dalur eigi meira en 50—60 cts. 1 gildi í flestum tilfellum. Af þessu leiðir, að torvelt er að sjá, að bænd- ur lialdi við efnalega. tJtgjöld minka þó ckki, heldur aukast þau með ýmsu móti, -svo vant er að sjá hvar staðar nemur. Öll vinna hef- ir verið dýr, og mun verða það íramvegis, og horfur eru á, að skortur verði á vinnukrafti, nær fram líð.a stundir, þótt allar þær hendur, sem kostur er á, vinni; hér 1 þessu héraði eru margir þeir Jbændur, sem engum hafa á verk að skipa utan sjálfum sér; má ætla að verkamanna verði hér vant yf- ir heyskapartíma, þótt vorvinna komist aif einhvern tíma. Skemtanir hafa verið hafðar hér i vetur, þótt þær hafi verið til- hreytingalitlar. Elest laugardags- Jcvöld voru hafðar samkomur að Markerville í þarfir Þjóðræknis- sjóðsins; í slama augnamiði hefir kvenfélagið “Vonin” unnið að fjár- söfnun; á einni samkomu þeirra munu hafa komið inn kring um $150; svo hafa verið danssamkom- nr til arðs -fyrir Þjóðræknissjóðinn, og mm honum þannig hafa á- ekotnast kring um átta hundruð •dalir; eru það mikil fjárframlög á okki stærra svæði. Lestrarfélagið “Iðunn” að Mark- erville, hafði 25 ára afmælishátfð sína 30.' marz síðastliðinn. Viar þar saman kominn mikill meiri hluti Islenzka fólksins í bygðinni og margt af öðrum þjóðflokkum. Eor- «eti félagsins, J. Hunford, ávarpaði samkomugestina og bauð þá vel- komna. Mr. Jóh. Björnsson á Tindiastól bað ]>vf næst um orðið; vék hann tölu sinni að J. Hunford og mintist með hlýjum orðum ■starfsemi hans sem formanns fé- lagsins um 23 ár; mintist einnig hess, að hann hefði ritað land- námssögu ágrip Alberta íslend- inga; afhenti houm í níafni “Ið- unnar” vandaðan skrifstofustól, en sem ritara sögunnar ágætt Þennahald með gullpemia (foun- tain pen), og biað hann þiggja sem velvildar vott gefendanna fyrir vel unnið starf. Forseti þakkaði gjaf- irnar með nokkrum orðum; kvað sér að vísu þykja mikils um þær vert; enn vænna þætti sér um vel- vild og hlýúð þá, sem sér væru með hessu a.uðsýnd; kvaðst ekki hafa til þess unnið, ekki hafa gjört nema það, sem hverjum félags- hianni bæri að gjöra.—Næst flutti séra Pétur Hjálmsson snjalt erindi ^yrir minni félagsins “Iðunn.” Tók hann upp umsögn Eddu um Ið- Unni, og talaði svo f áframhaldi af hvf, um lestrarfél. “Iðunn”; að sfð- ustu ávarpaði hann forseta nokkr- um orðum. — Þá flutti Stephan G. Stephansson skáld tölu um ísl. þjóðerni; sýndi hann glögg deili þass, hvernig fslenzkt þjóðerni hefði gróið upp af hinum ýmsu þjóðflokkum, sem að austan komu. Bar tala sú glöggian vott um víð- tæka þekkingu og fram úr skar- andi gott minni. — Þá talaði næst- ur hra. Sigurður Jónsson, fyrir minni Islands; var tala sú lipur og lýsti hiýúð og ást á móðurjörðinni. —Síðast flutti tölu hra. Kristján Jónsson fyrir minni íslenzku frum- þyggjanma í Alberta, og fórst það vel að vanda, því hann er viður- kendur tölumaður, sem aldrei þrestur hugsun né orð. — Allar þessar tölur voru fræðandi og skemtandi og vel þess virði, að Drentaðar hefðu verið; ætla eg, að slikar eða betri tölur, hafi hér ekki Nuttar verið. — Lúðraflokkur Mar- kerville epilaði milli ræðuhald- an na. Að endaðri skemtiskránni var sezt un4ir borð og voru veitingar %ætar og vel fram reiddar fyrir Rþa. Að því loknu skemti fólkið s^r til kl. 2;— þá byrjaði ungia fólk- Ið á sinni uppálialds skemtun, er hélzt til morguns. Ætia eg að þessi afmælishátíð þftfi hugnað þeim öllum vel, sem séttu til hcnnar; vildi eg óska, að félagið “Iðunn” tæki nú framför- Um um næstu 25 árin, og niðjar °kkrir héldu þá veglega fimtíu *ra afmælisliátíð þess. Þann 4. þ.m. gifti séra Pétur Hjálmsson l>au Halldóru Sigríði, •kkju eftir H. S. Eymundsson, og Jón Hillmann, elzta son H. Hill- ! manns landnámsmanns, som and- j aðist á síðastliðnum vetri; vígslu- , athöfnin fór fram að heimili brúð- urinnar að viðstöddu venzliafólki brúðhjó'nanna. Svo þann 6. s.m. gipti séra P. H. þau ungfrú S:ef- aníu dóttur St. G. St. skálds, og A. Bardal, yngsta son Benidikts Bar- dal landnámsmanns, sem dáinn er fyrir fáum árum; giftingin fór fram á heimili föður brúðiarinnar, að viðstöddu frændfólki og venzla- inönnum brúðhjónanna. — Hvor- um tveggju þessum hjónapörum óskum vér farsælla, langra lifdaga í hjónabandssöðunni. Þann 7. þ.m. lagði hna. Stephan G. Stephansson skáld á stað frá heimili sínu í fyrirhugaða ferð heim til íslands; fylgdi kona lians og Baldur sonur þeirra honum til næstu járnbrautarstöðva — Innis- fail. Hafði honum verið -sent skriautritað “Boðsbréf’ frá mörg- um félögum í Reykjavík, og boðið að ferðast heim og um landið heima sem liann lysti, sér að kostn- aðarlausu, heiman og heim aftur, og var hvattur af frámbjóðendum að leggjast eigi ferð þessa undir höfuð. Áður en hann færi, heim- sóttu margir af bygðarmönnum hann, til að kveðja hann og árna honum fiararheilla; var honum við það tækifæri afhent dálítil upp- hæð í peningum. Mun inörgum hafa þótt mikið fyrir, að hann tókst þessa ferð á hendur, aldur- hniginn og slitinn að heilsu og kröftum, þótt andi hans sé síung- ur. Við óskum og vonum, að fá hann aftur heim; stór héraðsbrest- ur væri það, ef ekki yrði svo. En mikils er um það vert, að eigi áttu V.-ísl. mætari mann né betri dreng til að flytja móður vorri og frænd- liðum hugheilia kveðju og heilla- óskir frá fjarlægum sonum og dætrum hennar; og vfst er um það, að allstaðar verður Stephian okkur til sóma. Styrkurinn og hreystin, heppnin og ánægjan sé með honum á hinni löngu ferð hans fram og til baka. Einn af okkar sjálfstæðari og betri bændum, Sigurður Einars-| som brá búi í vor, leigði lönd sín (Vi seotion), en seldi llausafé; ekki mun hann hafa enn ráðið, hvort hann flytur burtu alfarinn; er að honum eftirsjá, sem uppbyggileg- um og góðum dreng,—Annar merk- ur íslendngur, Erl. S. Grímsson, breytir einnig til; hefir hann um nokkur ár verið við verzlun að Sylvan Lake; hefir líka annast skrifiara og gjaldkerastörf í vega- gjörðar héraði No. 271 og farið það mjög vel úr hendi. Hann er stað- fastur maður og ábyggilegur til orða og athafna. Sagt er að hann ferðist fyrst um sinn vestur að Kyrrahafi, og hafi í hyggju að fara alla leið til Oalifornia. -------o------- LANDB0NAÐUR OG SVEITALÍF Hagi fyrir svínin. Allar korntegundir eru í svo af- ar háu verði þetta ár, að bændur þeir, sem svínarækt stunda, verða með einhverju móti að geta aflað sér ókostbærara fóðurs fyrir svín sín, ef svínaræktin á að geta orðið arðberandi. Að hagi sé ræktaður fyrir svínin virðist frá öllum hlið- um skoðað heppilegt spor í þessa átt. Þetta sparar bóndanum mikla vinnu og fyririhöfn, því svínunum er fyllilega treystandi til að sjá fyrir sér sjálf, eftir að þeim hefir verið hleypt í hagann. Yitanlega getur þetta fóður ekki komið al- veg í sbaðinn, fyrir kornið og er heldur ekki hyggilegt að það sé iátið vera meira en einn þriðji af næringu þeirri, sem svínin þarfn- ast. Samt sem áður fær það dregið úr kostnaðinum við svínaræktina, að miklum mun. Einnig stuðlar kornhaginn, til þess að gera svínin hraustari og heilsubetri. Sé vatn þarna við hendina, þarf vinna bóndans við svínin ekki að vera honum tilfinnanleg. Eftirfylgj- andi korntegundir eru þær beztu, sein viðhafðar eru, þegar ræktað- ur er kornliagi fyrir svín: Hafrar, bygg, hveiti og rúgur eru alt heppilegar korntegundir til þessa. Á tilraunastöð stjórnarinn- ar í Brandon hafa bygg og hafrar ekki reynst neitt lystugna, fóður fyrir svín en hveiti eða hafrar. Bændur í Alberta halda því fram, að vetrar liveiti, sem sáð er á vorin, sé sérstaklega æskilegt sem korn- hagi fyrir svín, því það stendur svo lengi grænt og móðnar ekki eins snemma og vanalegir kornakr- ar bænda. En hér í fylki munu bændur ekki hafa reynt þetta enn þá. Allar korntegundir gera bezt- an haga fyrir svínin á meðan þær eru grænar og safiamiklar, því þeg- ar þær fara að móðna vcrða þær í haganum ckki eins hollar fyrir svínin og ekki eins næringarmikl- ar. Sé sáö í öndverðum maí, verð- ur kornhaginn til fyrir svínin seint í júni eða snemma í júlí. Frá þriðjungi til helmingi meira út- sreði útheimtist fyrir kornliaga en vanalegan kornakur. Haust rúgur er heppilegt útsæði fyrir kornhaga, sem notast á snemma á vorin eða seint á liaust- in. Það, sem sagt hefir verið um aörar korntegundir, á engu síður við haustrúginn. Tæplega er liann þó eins safamikill og bygg og liafr- ar. Hægt er að sá haust rúgi seint í ágúst eða snemma í september. Fyrir lnau.stliaga þarf að sá rúgin- um snemma á vorin. Einnig verð- ur að sá'rúgi l)étt, að minsta kosrf tveimur bushelum í ekruna. Kálplöntur (rape) eru æskileg- asta fóðiir fyrir svín. Með því að sá þeim, framleiðir bóndinn mikið fóður af ekrunni, og svín eru hams- laus í alt, sem er kálkyns og safa- mikið. Káitegundum þessum er hægt að sá hvenær sem er frá fyrsta maí þangað til um miðjan júlí. Alfalfa hagi er einnig ágætur fyr- ir svín. Með því að rækta alfialfa fær bóndinn meira fóður eftir ekr- una en hann fær af nokkrum þeim fóðurtegundum, sem liér hafa ver- ið nefndar. En þetta verður þó bændum kostbærara til að byrja með, af því ekki er hægt að rækta það svo vel fari nema í bezta jarð- vegi og heilt ár verður að líða þangað til hægt er að nota það fyrir haga. Þess vegna liefir það hingað til ekki verið viðhaft eins mikið til þessa og áður nefndar kál- og korntegundir. Með þvf að hafa góða haga fyrir svín sín, vcrður bændum mögu- legt að spara kombirgðir sínar. Enda munu flestir þeirra fallast á að þetta muni koma sér vel á yfir- standandi tímum. (Þýtt.) -------O------- Æskulýðurinn Anna litla og Indíánarnir. Alt bar þess merki, að vorið væri komið. Grundirnar voru nú grasi grónar og skógurinn orðinn allaufgaður. Torfþakið á litla bjálkakofanum, sem stóð einn sér við skóginn, var nú orðið grænt og biómlegt. Frekari sannana þurfti ekki við — vorið var komið. Þessi litli bjálkakofi var langt frá allri mannabygð, langt, afar- langt úti í óbygðum. Þeir, sem heimili áttu þarna, voru islenzk lijón og dóttir þeirar 10 ára gömul. Iljón þessi voru nýkomin frá fs- landi, eyjunni litlu, er allir elska æfilangt, sein þar hafa einu sinni dvalið. Hétu hjón þessi Sveinn og Elín fyrra nafni, en dóttir þeirra hét Anna. Anna litla var einbirni foreldra sinna og því f mikiu eftirlæti. Gáfu þau lienni mörg gull og falleg, sem hún lék sér að frá morgni til kvelds. Hún átti stóra brúðu, sem hún nefndi Ellu, í höfuðið á móð- ur sinni. Svo lftinn liund átti Anna litla líka, sem hún nefndi Snata, og unni hún honum næst foreldrum sínum. Hann gelti ætíð, er hún kallaði á hann, og fylgdi henni hvert sem hún fór. Anna litla var alt af á ferðinni frá morgni til kvölds. Ekki þorði hún samt að fara langt frá kofan- um, því liún var svo ihrædd við Indíánana, villimennina stóru og ljótu, sem einlægt við og við voru að reisa tjöld sín þarna skamt frá. Stundum komu Indíánarnir heim að kofanum og gengu inn í hann óboðnir og án þoss að berja að dyrum. Anna litla varð stundum s\"o hrædd við komu þeirra, að hún fór að háskæla. Indíánar þessir, þó þeir væru villimennirnir virtust samt ekki vilja gera neinum mein. Þelr sátu stillilegir og alvarlegir, þegar þeir komu inn í kofann, og stökk sjald- an bros. Þetta gerði þá líka einna hræðilegasta í augum önnu litlu, því hún vildi sjá alla káta og hlæj- andi. — Að eins sinu sinni sá Anna Indíánana hlæja, og það var þegar þeir einu sinni sáu móður liennar taka rokk sinn fram og fara að spinna. Þeim fanst svo skrítin sjón að sjá rokkhjólið snúast f hring eins og það gerði, að þeir veltust um og skelli hlógu.' Einu sinni kallaði Anna á Snata sinn og lagði svo af stað vestur f skóginn. í þetta sinn fór liún lengra en hún var vönv og mundi í svipinn ekkert eftir Indíánunum. Henni fanst skógurinn eitthvað svo aðlaðandi og fiagur. Gekk hún þvl úr einu rjóðrinu í annað og tíndi fallegu blómin, sem hún fann þar hér og þar. Hún hugsaði sér að gcfa mömmu sinni þessi blóm og segja hen-ni, að hún hefði furd- ið þau “lengst vestur í skógi.” Snati 11* 1 i fyigdi hcnni eftir og var oft lafmóður , því hann var feitui og þungur á sér, þó ekki væri haim stór. Stundum tók hann þó stökk út í skóginn, þegar hann sá héra bregða þar fyrir — hafði víst þá hugmynd, að þó hann væri frá- munalega seinn að hlaupa, gæíi liann samt náð héra á harða stökki! Anna litla var komin langt vest- ur í skóginn og var farin að hugsa um að snúia heimleiðis attur. Alt þetta hefði því getað endað vel, því hún rataði vel enn þá, — ef liún hefði þá ekki komið í stórt rjóöur, sem hún hafði aldrei fund- ið áður. Henni þótti rjóður þetta svo fallegt, að hún gekk í gegn um þiað til þess að skoða það. Hún staðnæmdist í miðju rjóðrinu og varð lienni þá í meira lagi bylt við, því hún sá nú, að til annarar hlið- ar við rjóðrið í skóginum — stóð stórt Indíána tjald. Tveir stórir Indíánar sátu fyrir framan tjaldið og voru iað reykja pípur sínar, og litu þcir nú upp og sáu önnu litlu.—Yarð hún þá svo lirædd, að hún hentist út í skóginn, veitti þvf enga cftirtekt, hvert hún fór, en hljóp áfram af öllum kröftum. Trjálimið barðist framan í liana, festist f kjólnum hennar og reif hann, en hún sinti þessu ekkert— því hún var þess fullviss, að Indí- ániarnir væru að elta hana og reyna að ná í hana. Hljóp hún því alt hvað fætur toguðu og hirti ekki um hvert hún fór. Snati litli hentist á eftir henni og bar sig aumkunarlega, því hann gat ó- mögulega botnað í þessum miklu hlaupum sinnar litlu húsmóður. l>annig hélt Anna litla áfram að hlaupa þangað til hún var orðin svo móð, að hún komst ekki lengra. Staðnæmdist hún þá und- ir tré einu og kastaði mæðinni. Tók hún þá líka að verða ögn ró- legri. Enda var Snati alt af að flaðra upp um liana, eins og hann væri að reyna að segja henni, að liann væri með henni og þyrfti liún því ekki ineitt að óttast. Þeg- ar hún var búin að kasta ögn mæð- inni, fór hún að horfa í kring um um sig og sá þá brátt, að hún væri komin í einhvern þann pait skóg- arins, sem hún hafði aldrei komið í áður. Hjarta hennar tók þá að berjast enn á ný og hræðslan að grípa hanð aftur. Hún var svo hrædd um, að hún myndi nú kannske vera orðin vilt og ef til vildi aldrei komast heim til for- eldra siuna aftur. Ekki ]>orði hún samt að kalla, því þá hélt hún, að Indíánarnir myndu heyra til sín. Tárin tóku að renna niður kinnar hennar, en hún hélt samt niðri í sér grátinum alt sem hún gat. Með liálfum huga tók hún svo að halda í áttina, sem lienni fanst vera heimleiðis, en hvernig sem hún gekk, komst hún samt ekki út úr skóginum, og varð hún því einlægt hræddari og hræddari. Anna litla var nú vilt f stóra skóginum, frumskóginum, sem var mörg hundruð influr ummáls og engir gátu ratað í nerna lndíán- arnir. Henni fianst alt af hún vera að halda heimleiðis,—en var þó ein- lægt að halda lengra og lengra vestur í eyðiskóginn. Dagur var nú að kveldi kominn. Heima í kofa Sveins og Elfnar rfkti rnesta sorg, því Anna litla var nú horfin með öllu. Bæði höfðu þau foreldrar hennar verið að leita að henni allan daginn, en alt til einskis. Það var eins og skógur- inn hefði gleypt hana. Þegiar tók að rökkva gengu þau heim í kofa sinn til þess að sækja lukt, 'svo þau gætu haldið áfram leitinni. Elfn var öll grátbólgin. Sveinn reyndi að hughreysta hana alt em hann gat, en þó var langt frá, iað honum væri rótt innan brjósts sjálfum. Þó Sveinn væri orðinn rámur af að hóa allan daginn, hélt hann sarnt áfram að kalla á önnu alt hvað liann gat. Skógurinn tók undir við kall hans, en annan á- rangur bar það ekki. Það var komið svarta myrkur. Þau Sveinn og Elín voru nú kom- in lengst vestur í skóginn. — Þá rákust þau þar alt í einu á sama Indíána tjaldið, og Anna litlia sá áður um daginn. Sömu Indíán- arnir sátu enn fyrir framan tjaldið við elda sína og voru enn þá að totta pfpur sínar. Sveinn gekk til þeirra og reyndi með bendingum að spyrja þá, hvort þeir hefðu orðið varir við litla stúlku. Indfánarnir voru liálf- vandræðalegir í fyrstu, tóku svo að brosa og kinka kolli. Annar þeirar stóð þá á fætur og benti vestur í skóginn. Af þessp þótt- ust þau Sveinn og Elín skilja, að Indíánar þessir hefðu séð önnu litlu og hún hefði haldið vestur í skóginn. Lögðu þau því strax iaf stað í þessa átt, sem þeim var bent. En þau voru ekki komin nema örlítinn spotta, þegar Indí- ánarnir komu á eftir þeim og slóg- ust í leitina með þeim. Með bendingum sínum virtust Indfánarnir vera að reyna að gera þeim það skiljanlegt, að þeir vildu aðstoða þau við leitina. Annar Indíáninn bað Svein um luktina og tóku þeir svo að skoða jörðina á stóru svæð.i þarna í rjóðrinu. Svo kinkuðu þeir kolli brosandi og héldu vestur í skóginn. Sveinn og Elfn gengu á eftir þeim og þótt- ust viss um það, að þeir væri tekn- ir að leita með l>eim að önnu litlu. Þetta ferðalag gekk lengi nætur. Indíánarnir gengu alt af á undan og voru einlægt við og við að grúfa sig niður að jörðinni og skoða hana. Á endanum staðnæmdust þeir f stóru rjóðri einu og virtust þar eins og vera að átta sig á ein- hverju. Annar Indíánínn tók svo að blfstra en þau hjónin stóðu og horfðu á þá og vissu ekki hvað þau áttu að halda. — En þá kom alt í einu undarlegt atvik fyrir. Einhver svört flyksa kom í hend- ings kasti utan úr skóginum og kastaðist í fangið í Elínu, og varð henni ákaflega bylt við, þangað til hún sá hvað þetta var. — Það var Snati! Og það var engu lík- ara en að hann fengi nú ekki við sig ráðið af kæti; hann flaðraði upp um þau ihjónin á víxl og hljóp nokkra hringi kring um þau gelt- andi, svo hélt hann út í skóginn, þaðan sem hann kom. Þau Sveinn og Elfn hlupu alt hvað þau gátu á cftir lionum og kölluðu alt af við og við í hann. Á endanum fundu þau önnu litlu undir stóru tré einu. Sat hi'in með bakið upp við stofn trcsins og var steinsofandi. Hún rumsk- aðist ögn, er faðir hennar tók hiana í fang sér, en vaknaði þó ekki alveg. Glaðari en frá megi sega héldu þau hjón heimleiðis. Indíánarnir fylgdu þeim alla leið heim að kofa þeirra. Sveinn gaf þeim stórt svínslæri, sem borgun fyrir fyrir- höfn þeirra. Næsta morgun mknaði Anna litla í rúmi sínu, og hélt hún þá að alt, sem fyrir hana hafði borið daginn áður, hefði verið draumur. En þegar móðir hennar sagði henni hið sanna og «ð hún hefði átt Indíánunum og Snata litla lífið að launa, varð ihún himin lif- andi glöð. Eftir þetta var hún aldrei hrædd við Indíánama. H. J. Vitrun Tolstoys. Skömmu fyrir dauða sinn lét hinn mikli gáfumaður og rithöf- undur, Leo Tolstoy, birta spádóm þann, sem hér fer á eftir, sem mörg- um þykir mjög merkur, þvf hann hefir í flestum atriðum komið fram. Eg er viss um, að mjög fáir Islendingar hafa heyrt spádóm þenna, og hefi eg þvf þýtt haun þeim eil skemtunar. Þýðinguna hefi eg leitast við að hafa alveg orðrétta. — S. J. Austmann. Spádómurinn. Þetta er opinberun sem alla varð- ar, því hún snertir allan heim og hlýtur að rætast mjög bráðlega. — Hinir andlegu drættir viðburð- anna er nú fyrir sjónum mínum. Á hinu mikla venaldarhafi sé eg fljóta skuggamynd af nakinni konu, sem glóir af gimsteinum. Fegurð hennar, limaburður og bros er svo fagurt og töfrandi, að hún ber af ihnni goðbornu Venus. Þjóðirnar sækja íram í æði miklu og elta hana hver í kappi við aðra. og allar vilja þær að hverri út af fyrir sig sé sérstakur gaumur gef- inn. En hún er eins og skækja, sem daðrar við alla, en þykir ekki vænt um neinn. — 1 hári sfnu hef- ir hxin látið gera nafn sitt af de- möntum og rúbisteinum, og nafn- ið er “Verzlun.” En eins og hún er fögur og seiðkraftur hennar magn- aður, eftir þvf er hún hættuleg. Því að hennar vinfengi er hættu- legt. Og sjá! Hún hefir þrjá trölls- lega anmleggi, og í hverri hendi heldur hún blysi svívirðinganna, er ná yfir allan heim. Fyrsta blys- ið merkir styrjöld og blóðsúthell- ing. Annað blysið þýðir heimsku og hræsni. En hið þriðja óréttlæti laganna. Fyrsta höndin kveikir hið mikla bál f löndum suðaustur Evrópu 1912, og eykst svo eldurinn þar til 1913 að hann verður orðinn að báli eyðileggingar, og það ár sé eg Evrópu alla brenna og litast í blóði sínu. Og eg heyri neyðarópin frá or- ustuvöllunum. En kring um árið 1915 kemur óþektur maður úr norðrinu. — Nýr Napóleon stfgur nú fram á leikborðið og tekur við stjórn þessa hræðilega sorgarleiks. Er hann annað hvort rithöfundur eða blaðamaður, en lítið eða ekk- ert vanur hernaði; en undir stjórn þessa manns mun þó Evrópa verða þar til 1925. Að afloknum þessum mikla sorg- aleik byrjar nýtt pólitiskt tímabil f gamia heiminum. Ekkert kon- ungsríki eða keisaradæmi verður til, því þjóðirnar mynda þá eitt allsherjar bandalag með sér. Þegar þessari liræðilegu styrjöld verður lokið, standa eftir á vígvell- inum að eins fjórir risar: Hinn Engil-Saxneski, Latneski, Slavneski og Mongólinn. -------o------- Dánarfregn. Hinn 30. aprfl síðastliðinn and- aðist í Salt Lake City, Utah, eftir stutta legu af blóðeitran, konan Alexandra Sigurósk Jackson. Var hún yngsta dóttir Magnúsar Ein- arssonar og Guðrúniar Guðmunds dóttur, seinni konu hans, fædd í Spanish Fork 13. desember 1889. Hún eftirlætur auk manns síns og aldurhnigins föður, fjórar syst- ur og þrjá bræður, og eru nöfn þeirra, sem fylgir; Sigrfður Ólafs- son, ekkja, býr í Alberta; Vilborg Melsted, býr í Blaine, Wash.; Mrs. E. P. Johnson, býr í Spanish Fork; Mrs. Lewis, einnig í Spanish Fork; en bræður hennar eru: Einar, bóndi í Blaine, Wash.; Guðmund- ur, í Spanish Fork; Ólafur, í Win- terquarters, Utah. — Magnús fað- ir þessara systkina kom til þessa lands árið 1886, frá Reykjavík—en ættin mun aðallega vera úr Hreppunum. — Líkið var flutt til Spanish Fork, og jarðað þar í graf- reit bæjarins, hinn 3. maí, að við- stöddu öllu skyldfólki hinnar látnu, sem þar átti heima, og fjölda vina, sem öllum var sár söknuður að fráfalli góðrar og myndarlegrar systur, á vormorgni æskunnar og í blóma lífsins. Friður sé með henni. 14ð-’17. E. H. Johnson. -------o------- Fjöldi af mönnum, sem með ein- hverju móti hafa getað losast frá störfum sínum ihér í bænum, hafa farið út á land til bænda og ráðið sig þar um lengri eða skemri tíma til bændavinnu. Margir þeirra, sem unnið hafa f Eatons-búðinni, fengu leyfi til að fara út á land og hjálpa bændum og hafa svo loforð um sömu stöðuna, þegar þeir koma aftur. Lofast Eaton-félagið til að bæta þeim upp það sem kaupgjald verður lægra hjá bændrnn og borga mismuninn.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.