Heimskringla - 24.05.1917, Page 7

Heimskringla - 24.05.1917, Page 7
WINNIPEG, 24. MAÍ 1917 HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSIÐA Um nokkur íslenzk mannanöfn Eftir Kr. Ásg. Benediktsson. (Framh.) M. 1. Magn. Stofninn þýðir: mátt, styrk, inagn, megin og mögn (goð). Nöfn voru til 1 fornöld af þessum stofni, svo sem: Magni, Magna, Magnfiastur, Magnþór, Magnfríður, Magnhildur. Nú eru þau glötuð úr málinu. En ekki löngu eftir kristnitöku skaut sér upp nafnið Magnús (lýsingarorðið mikill, — magnus á latínu). Það er komið frá Karlainagnúsi keisara til Nor- egs, og sem nýjabrumsnafn til Is- lands. Biskupa nafn í gamla daga. Nú með fjölbornustu nöfnum á meðal íslendinga. Mikið er það ó- verulegra en gamla nafnið Magni og Magna. Nú er parað saman Magnús og Magnúsína. Þessi nöfn ættu tað leggjast í ruslakörfuna, en gömlu nöfnin að tíðkast í stað- inn. 2. Mann, er stofninn mannr, mað- ur, og er stundum haft í viðlið mannanafna: Ármann, Frímann, Salmann, Hermann. En það er þýzkt; en við fornri merkingu þess er ekki hægt að amast ef það er skrifað með tveimur ennum (nn). 3. Marr er gamall viðliður nafna. Það er upprunalega sama lýsingar- orðið og mærr: hreinn bjartur, skýr, ágætur, fagur. Enn þá eru fáein nöfn tíðkanleg með þessum viðlið: Bjartmar, Ingimar, Sigmar og Yaldimar (c. Valdamiar). Frá Valdamar mikla Garðaríkiskon- ungi breiddist nafnið út til margra höfðingja á Norðurlöndum. Son- ur hans, Jarizleifr, lét heita Valda- marr. Hann átti Gyðu dóttur Har- alds konungs Guðinasonar. Sonur þeirra hét líka Haraldur, en hann lét heita Valdamarr. Hann varð sfðar konungur í Danmörku. Hann var fyrstur konungur á Norður- löndum með Valdiamars nafni. Þaðan fluttist nafnið síðan um Norðurlönd En aidrei hefir það orðið fjölnefnt á íslandi. Valdi- mar er nú alment skrifað, þó skakt sé. Sá eini maður, er eg hefi heyrt segjast heita Valdamar, var Valda- mar heitinn Davíðsson verziunar- stjóri á Vopnafirði. En hvort hann hefir skrifað það þannig, veit eg ekki. Eg heyrði menn hlæja að þvf og segja, að hann kvæði að niafninu upp á danska víau. En hann vissi betur, en sumir hugðu. 4. Mál og Málm. Þessir stofnar eru í tveim konunöfnum; merkja þeir mál (tal) og máim (málmteg- und). í fornum bókum finst tæp- lega mjög O'ft nafnið Málfríður eða Málmfríður. En allsnemma hefir það verið til Svíþjóð og Noregi. Ber Htið á nöfnum þessum á Islandi. þangað til Málmfríður Arnadóttir* frá Aski í Noregi keinur til íslands. Hún giftist lierra Lofti** Þórðar- syni á Möðruvöllum. Þaðan mun nafnið hafa breiðst fljótlega út frá dætrum hennar og afkomendum þeirra. Eftir það að nöfnin flytj- ast út uin landið, eru þau ýmist Málmfríður eða Málfríður. 5. Már er fuglsheiti, og var not- að sem nafn í giamla daga; er nú horfið. Væri þó nafnið mikið fríð- ara en sum útlend nöfn, sem fólk hefir klest á krakka sína, eins og: Maris, Moritz og Márus. Ættu þau ónefni að víkja fyrir þessu forna og laglega nafni. — “Fuglinn í fjör- unni, hann heitir már. Silkibleik er húfian hans, og gult undir hár.” 6. Mátt er naumast til í stofnum nafna. Þýðir auðvitað: magn eða kraftur. Konunafnið Matthildur er útlent, en gæti verið ísl. nafnið, væri það skrifað: Mátthildur. 7. Móð er stofn í fornnöfnum: Móði, Móðálfur. Móði og Magni hétu synir Ása-Þórs; þýðir: hinn sterki, hinn hugiaði; sjá: hugmóð. Nú er þessi stofn í viðlið nokkurra nafna: Ármóður, Arnmóður, Böð- móður, Steinmóður, Þo.rmður, og Móðný. Þessi nöfn eru nú fáheyrð; móður hafa vcrið uppi alt fram á þessa daga. 8. Mundr er mjög tíður viðliður I samskeyttum nöfnum. Mundur merkir: fé, fylgja, og jafnvel hönd, eins og: heimanmundur, heiman- fylgja, , mundiarfé, mundarloigi, mundarsnjór. Þessi eru helztu mannanöfn: Ásmundur, Geir- mundur, Guðmundur, Ingimund- ur, Sigmundur, Sólmundur, Söl- mundur, Sæmundur, yémundur, Veianundur, Vilmundur og ög- mundur o 11. Konunöfn eru fá með þessum viðlið, nema: Guð- munda, Hermunda og Rósa- munda. Þetta eru góð nöfn og gömul og sum fjölheyrð; én fæst af Jieim eru liðleg nöfn. 9. Mær kemur sjaldan fyrir í nöfnum, og er næsta merkilegt. Mær er fallegt og ganmlt nafn á stúlku; piltur og stúlka—sveinn og mær. Systir Blót-Sveins Svía- konungs, sem Ingi Steinkelsson átti, hét Mær. Konunafnið Dag- mar (nafn Sifjar) er af stofninum marr, sem áður er nefnt. Dagmær, oftast nefnt Dagmey, hefir verið uppi stundum á stangli fram á ]>es.sa daga. N. 1. Nann, er nafnið Nanna, kona Baldurs hvíta. Merkir: að nenna, áræða, fella ást til manns. Rarl- inannsnafnið Naeur í fornöld hefir líklega, verið Nannur, og ð og nn skifst þar á scm oftar. Það nafn er fyrir löngu lagt niður. Konu- nafnið Nanna hefir verið uppi við og við, nú á síðari tímum. I forn- öld bar lítið eða ekki n itt á því, eftir að kona Baldurs sprakk. 2. Narfi er niaifn að fornu og nýju, en fánefnt. Suinir halda að narfi sé mjór og nefna Njörvasund. Eg iiygg nafnið komið af goðanöfnum eða heitum úr forneskjumálum. Faðir næturinnar hcitir ýmist Nörr eða Nörvi og Narfi. Nor, nú nóna barn, reifarbarn. Sögnin að njörva, njörva, njörvaði, sívefja, síbinda, á eflaust skylt við þessi nöfn. Sögur segja, að Neri jarl hiaíi átt heima á Þelamörk í Noregi. Neri og Nereið- ur eru fornnorræn, og Herheiður, Narfheiður, heiðið, sem er sívafið í norðurljósum. Nereiður hét móðir Þorkels kröflu og N-ereiðar Styrm- isdóttur, og eru konunöfnin ís- lenzk og ekki fágæt í forna daga. 3. Ný er viðliður í nokkurum konunöfnum, af lýsingarorðinu nýr, sem merkir í samskeyttum nöfnum: ung, ungleg. Nöín voru snemma til með þessum vfðlið: Ásný, Dagný, Eirný, Guðný, Hiall- ný, Hróðný, Salný, Þórný og mörg fleiri, og eru nöfnin ágæt. Árni Valdimarsson Davis *)■ Málmfríður var dóttir þeirra Árna og Ásu á Aski í Femhring á Norðurhörðalapdi. Þess er getið í Lafranz biskupssögu, að frú Málm- (rfður hafi komið út á Eyrum, um þing 1321, og varð hún fyrst til að flytja boðskap um kosningu Lafr- anz Kálfssonar til biskups á Hól- um,—Höf. **) Herra Loftur var sonur herra Þórðar Hallssoniar á Möðruvöllum. læftur ríki Guðormsson var dótt- ursonur Lofts Þórðarsonar. Ingi- rfður dóttir Lofts og Málmfríðar atti Eirík hinn ríka á Möðruvöll- um (d. 1381). Þeirra dætur: Málm- fríður og Sofía kona Guðorms íjrn- olfssonar. Þeirra sonur Loftur ríki. Málmfríður átti Björn Brynjólís- ?®n; þeirra dóttir Sigríður kona Þorsteins lögm. sunnan og austan ng hirðstjória; þeirra dóttir Akra- Knstín, sem átti Torfa Arason hírðstjóra fyrir síðari mann; þeirra dottir Málmfríður kona Finnboga loginanns Jónssonar í Ási í Keldu- nverfi. Málmfríður kona Finnboga Jogm. f Ási var þar um sveitir köll- uð: Málmfríður í Ási; hún var fá- tæku fólki vel, og er þar örnefni, ®emi bendir til þess. — Herra Þórð- ur Hiallsson hefir verið herraður af konungi fyrir 1300, því 1292 er getið um útkomu Jörundar Hólabisk- VI>s, herra Þórðar Hallssonar á Moðruvöllum og Péturs af Mói, “5r®ns manns, með boðskap Ei- 107? konung® um kirkjumál. Árið yíifti Árni biskup Þorláksson ()x}P‘ Hallssyni Guðnýju Helga- f Hr °k Ásbjargar systur sinnar y. íjkál. Þorlákur faðir Árna og Ás- „p?rg,an var sonur Guðmundar ,, Þingvöllum og Sólveigar nnsdóttur; Loftur faðir Jóns var ar „ Sæmundar fróða Sigfússon- Þöiíire?ís * Odda. Kona Lofts var Magnúsdóttir, konungs ber- verfo 1 Horegi. Þetta nefnist Odd- veria ætt. —Höf. Árni var fæddur 29. sept. 1888 á Young stræti í Winnipeg. Ftallinn á vígvellinum við Somme á Frakk- landi 21. sept. 1916. Árni ólst upp hjá ömmu sinni, Kristjöinu Sigfúsdóttur, og var með henni alt þangað til hann fór til Skotlands, sem Canada hermað- ur, 3. dag júnímánaðar 1915. Kristjana var í ýmsum stöðum með Árna í uppvexti hians: 1 Win- nipeg, í N.-Dakota, Nýja íslandi, Selkirk og víðar. Frá Selkirk flutt- ust þau Kristjana og Ánni árið 1904 til til Blaine í Washington- ríkinu. Þar vestur frá dvöldu þau þangað til árið 1909, að þau seldu eign sína þar vestna og fluttust til Winnipeg. Settust þau að hjá þeim hjónum Sigurðson. Mrs. Sig- urðson var móðir Árna. Heitir Þórunn Margrét Ánnadóttir. Hún er dóttir Kristjönu ömmu Árna, og býr nú að 439 Ferry Road, St. James, Winnipeg. Árni var bráðþroska á unga- aldri. Hann hafði næmla eftirtekt, var fljótur að skilja og ígrunda. Hann hafði skarpa dómgreind, að sjá hvemiig heppilegast var að snúa 'sér mót málefni og viðburðum í lífinu, jafnt mótdrægu sem vil- hollu. Hann hlafði ágætan kjark, og var afarmenni að karlmensku. Henni beitti hann ávalt sem göf- ugum drengi sæmir. Hann tafði ekki æskuár sín við langa skólagöngu, að hans og ann- ara sögusögn. Vlar þó fróður um margt jafn ungur, sem hann var. Hann ritaði lesandi hönd á ís- lenzku og ensku, stafsetnipgu sæmilega í báðum málunum. Hann talaði góða og vanalega ensku. íslenzku talaði hann og gat talað hana mæta vel í etfl, þá honum bauð svo við að horfa. Eg hefi ekki kynst nokkrum ungum manni hér vestra, eins brennandi þyrstan í að tala um íslenzka Joseph Höskuldur Thompson frá Mather, Man., var einn f tölu þeirra hermanna, sem týndust í stór. slagnum á Frakklandi 9. aprfl. Af þvf nú er svo langt síðan og ekkert hefir af lionum frézt, er lionum ekki ætlað líf. Hann er fæddur 30. aprll 1896 og er sonur Þorsteins Jónssonar Thompson og konu hans, Helgu Jóhannsdóttur. Hann innritaðist í 100. licrdeildina í febr. 1916. Fór til Englands 13. sept. sama ár og til Frakklands seint í nóvember. Síðustu sex áiin, sem hann var hér í landi vann hann í Hamilton bankanum og var þar í miklu áliti. Enda var hann trúr og starfrækinn, og er vel gofinn. bæði til sálar og líkama. —--------------*---------+ tungu og fræðast um hana, sem Árna sáluga. Hann gat lagt sain- an nótt og dag að tala um liana og spyrja. Það sérstaka viar, að hann kunni að spyrja. Sjiurning- ar hans voru ekki óhugsaðar eða úti á þekju. Hann hafði lesið og las rækilega íslendingasögurnar, og var þar víða vel heima. Hann fyigdist með áhuga með bókum og blöðum nútfmans, íslenzkum og enskum. Norska tungu talaði hann alivel og skildi á bók. Árni var snemma bráðgjör, og fór sínu fram. Þegar hann var á ellefta ári vistaðist liann í vetrar- ver hjá ísl. fiskimönnum á Winni- pegvatni. Þá fram í sókti féll hon- um ekki allskostar vistin, og gekk þá burtu úr vistioni. Það var um hávetur og í frosthörku veðri. Langt var til mannabygða. Vissi hann áttina on ekki um næsta býli. Leið hans lá eftir ísnum á vatninu og var göngufæri í lakara lagi. Undir kveld brast á norðan- stórhrfð. Ekki vissi hann hvar hann var, en stefnunni hélt hann eins vel og hann gat og þraugaði áfram. Siðia á vöku sýndist hon- um rofa fyrir ljósi og stefndi liann f áttina. Litlu síðar kom hann að háunn og bröttum vatnsbakka og vissi ]>á, að hann var kominn að landi. Við illan leik tókst honum að skríða upp á bakkann. Þar varð hann var við eikartré stór- va.xin. En áveðurs var hann á bakkanum. Sótti þá hungur og göngul)jökun fast á hann. Eik- urnar stóðu gisnar og hafði liann þeirra engin not til nætursetu. Hann var sveittur og göngumóður, búin nað ganga um daginn á ann- an tug inílna. Bjóst hann við sínu síðasta. Kveikispýtur kvaðst hann hafa haft, en enga öxi, og gat þvf ekki elda kveikt. Þá hann var f þessum hugleiðingum, heyrði hann hundgá ofsalega, og hana rétt hjá sér. Sneri hann ]>egar þangað og fann hús, upplýst. Bjó þar brezkur maður (mig minnir Skoti). Tók hann forkunnarvel á móti Árna og kallaði hann heimt- an úr Helju í slfku veðri. Bauð hann Árna að taka upp sakamál á hendur lnisbónda hans, fyrir lað sleppa barni ókuinnugii á ísinn í hávetrarveðrum. Árni kvað. að það skyldi aldrei verða. Þeir hefðu verið við net úti á ísi, þegar hann hóf brottgönguna. Þenna dag hefði hann gripið sjálfur. En kjör sín hefðu verið svo kröpp í kaupum, að hann hefði lftt við mátt uma. Árni sagði mér frá þess- ari svaðilför sinni miklu fullkomn- ar og betur, en eg hleyp yfir hana hér. Nafnkendur maður f Nýja ís- landi sagði mér einnig ágrip af þessu ævintýri Árna, f fyrravetur, að fyrrabragði, og þótti Árni hafa sýnt áræði og karlmennskuhug á unga aldri. — Þetta ævintýri lýsir Árna nákvæmlega að lundarfari, eins og hann var og hefir vcrið til hinstu stundar. Karlmennsku- hugur, hugprýði og drengskapar orð, ella hníga dauður. Sem áður er sagt, flutti Árni með ömmu sinni frá Selkirk til Blaine, Wash., 19 ára að alldri (1904). Þar voru þau 5 ár og fluttu þá til Winnipeg aftur. Vestur frá stund- aði Árni trésmíðar. Byrjaði þá iðn hjá þarlendum manni; vann við kirkjusmfði, sem stóð yfir f fleiri ár, og síðan við hiisasmfðar. Fór til Alaska, og var þar heilt sumar og fram á vetur. Var þá stýrimað- ur á bát, er hét Protorian. Til þeirrar farar þótti honum mikið koma, sá margt og kyntist ýmsra þjóða mönnum. Taldi þann tíma hinn skemtilegasta ævi sinnar. Hér stundaði hann iðrn sína hjá stjúpföður sínum, Sigvalda Sig- urðssyni, húsabyggingarmanni, og var oft verkstjóri hans. Árni innritaðist í herinn f febr. 1915, og var óbreyttur liðsmaður nr. 4204454 í 43. herdeildinni, sem hafði aðsetur sitt hér f Minto Barracks. Hafði hann þar smfða- kompu út af fyrir sig og kom eg til hans þangað nokkrum sinnum. Var þar bjart og skemtilcgt um að litast. Þar svaf hann einn og hafði blöð og bækur til lesturs í frí- s'uadum sínum á kveldin. Eg kyntist lijá honum yfirmanni smíðadeildarinnar, Serg- 'l’homson. Hann var skozkur, aldraður, og gamall hermaður. Hann hafði Árna f hinum mestu metum og að trúnaðaiim'ainni. ef eittiivað óvana- legt bar að höndum. Ármi fór frá Winnipcg til Skot- lands 3. júní 1915. tór yfir á víg- völlinn í desember 1915, og var þar til þess er hann féll áðurncfndan dag. Hann var Lce. Corporal (lík- lega í Pioneer deildinni). Hjálmar hálfbróðir Árna gekk i herinn litlu síðar og fylgdi með honum laustur yfir liafið. Fór fyr á vígvöllinn. Særðist í orustu, en varð albata, og var með Árna eftir að hann kom frá Skotlandi, en féll milli 24. og 28. sept., sjö eða átta dögum eftir að Árni bróðir hans féll. Hjálmar var myndarlegur unglingur og hnrðfenginn í bezta iagi. Þó ckki 19 vetra, er hann féll. Hinir tveir liálfbræður Árna gengu í herinn, Sigursteinn fyrstur og var tekinn fangi vorið 1915, og er fangi enn þá hjá Þjóðverjum. Gunnar, sem var yngstur, gekk í herinn f sept. 1915. Hefir hlotið sár, en er á orustuvellinum enn þá eins langt og eg veit. L-m ættir Árna verð eg fáorður. Föðurætt hans var í Þingeyjar- sýslum, en móðurættin er eyfirzk og austlenzk. Þórunn Margrét móðir h'aíis, er Árnadóttir, Jóns- sonar, Bjarnasonar bónda f Breiðu- vík f Borgarfirði eystra. Móðir Árna, afa Arna þess sem hér er rit- að um, hét Þórunn Magnúsdóttir (hins “latínu-lærða”) og var Magn- ús sá í N.-Múlasýslu. Kristjana, amma Árna, sem ól hann upp, er Sigfúsdóttir, fædd á Syðra-Sand- túni í Kræklingahlíð í Eyjafjarð- arsýslu. Sigfús var Tvristjánsson, Sigurðarsonar, Þorsteinssonar. En móðir Kristjönu hét Sigríður Guð- mundsdóttir Gunnlaugssonar, af Suðuríandl. Mun ó]>arft að rckja ætt Árna Jengra. Hann dó ógiftur og barn- laus. Hann átti tvö alsystkini, sem fullorðins aldri náðu, Kristjönu og Davfð. Bæði dáin fyrir nokkrum árum. Það þarf engum getum um það að leiða, að möðurinni er sár sona- missirin. Verða þau sár síðla sef- uð. En hún á óefað fyrst íslenzkra kvenna þá sögu að segja, að hún lagði alla sonu sfna, fjóra, þjóð- inni og ríkinu til fósturlandsvarn- ar, og hinu göfugasta málefni, sem heimurinn hefir nú á dagskrá. Hún gjörði það mál ekki með hangandi hendi, né með volæðis- tölum. Hún gjörði það með þegn- skap og skörungshætti. Sver sig í ættina til hinna fornu Noregs dætra. Vart munu hugdjarfari menn vígvelli troða, en þeir Árni og Hjálmar. Mun hinum bræðr- unum, sem eftir lifa, svipað varið. Má Margrét hugga sig við það, að vaska og djarfia átti hún synina, þótt helveg træðu fyrir göfugasta málefni, sem barist hefir verið fyr- ir í sögum allra þjóða. Kristjaná amma Árna hefir verið hin inesta tápkona, stórvirk og ó- sérthlífin; hefir borið lífsreynslurua sem hetja. Hún er komin um átt- rætt, búin að sjá á bak manni sín- um og ættingjum, ásamt 7 dóttur- börnum sfnum, og var Hjálmar hið síðasta. En þrátt fyrir allan þenna missi, ber hún enn rausniarskap og kjark í framkomu og viðtali. Eflaust hefir Árni sál. mótast mjög að skaplyndi ömmiu sinnar í upp- vextinum, og hefir hans hugarfari og skaplyndi verið lýst hér á und- an. Hver sú móður-amma eða fóstra, er elur upp ágætis mann (sem Árni var), hafa skilið eftir æ- vanandi menjaspor í sögunni. Gott uppeldi er hverjum manni dýr- mætara en gull og heimsleg met- orð. — Kristjönu Sigfúsdóttur hef- ir ekki missýnst um uppeldi Árna, þvf þeir sem þektu hann virtu hia.nn og unnu hönum Það er hin eina og trausta huggun, se'm hin aldurhnigna tápkona má styðjast við fram á grafarbarminn. Eg fjöiyrði ekki meira um manrr þenna, sem lét Iffið fyrir dreng- skaj), fósturlandið og ‘ hin háleit- ustu inálcfni hins siðiaða mann- félags. Friður livfli yfir moldum þessa ötula hermanns, um tíma og aldir- K. Ásg. Benediktsson. KVEÐJA. Dauðinn nálgast, dimma fer„ Deprast gleðistundir. Sorgar kviku sárin mér svfða á allar lundir. Flcyti’ eg hug til fjarlægs lands; fjötnaðan raunamóði. Legg á beð þinn ljóða-kranz„ laugaðan tára flóði. Meðan heiðir himinstól og héla’ á steinuni grætur„ miðli'þér kossum morgunsóL, máni skini’ um nætur. Söngfuglanna suðrænt lið„ er söngva hljóma lætur, við þitt leiðí ljúfan klið lengi dag og nætur. Geisla helgan greini’ eg staf, grafar ofar dýnum: Þú ert kvaddur ömmu af og einkavinum þinum. (Ort fyrir Kristjönu Sigfúsdóttur> K. Á. B. B0RÐVIÐUR SASH, DOORS AND MOULDINGS. ViíS höfum fullkomnar byrgíir al öllum tegundum. Verðskrá ver?Sur send hverjum, sem -* æskir þess. THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. Henry Ave. East, Winnipeg, Man., Telephone: Main 2511 J* Hveitibœndur! Sendið korn yðar í “Car lots”; seljið ekk i í smáskömtum.— Reynið að senda oss eitt eða fleiri vagnhlöss; vér munum gjöra yður ánægða. — vanaleg sölulaun. Skrifið út “Sliipping Bills’ þannig: NOTIFT STEWART GRAIN COMPANY, LIMITED. Track Buyers and Commission Merchants WINNIPEG, MAN. Vér vísum til Bank of Montreal. Peninga-borgun strax Fljót viðskifti KAUPIÐ Heimskringlu Nýtt Kostaboð Nýir kaupendur að blaðinu, sem senda oss fyrirfram eins árs andvirði blaðsins, oss að kostnaðarlausu, mega velja um þRJÁR af af eftirfylgjandi sögum í kaupbætir : • p i * ** oylvia ‘Hin leyndardómsfullu skjöl” ‘Dolores” ‘Jón og Lára” ‘Ættareinkennið” “Bróðurdóttir amtmannsins” Lára” Ljósvörðurinn’’ Hver var hún?” Kynjagull” Sögusafn Heimskringlu Eftirfarandi bækur eru til sölu á Heimskringlu, — með- an upplagið hrekkur. Sendar póstfrítt hvert sem er: Sylvía .............................. $0.30 Bróðurdóttir amtmannsins ............. 0.30 Dolores .... -•....................... 0.30 Hin leyndardómsfullu skjöl............ 0.40 Jón og Lára .......................... 0.40 Ættareinkennið........................ 0.30 Lára.................................. 0.30 Ljósvörðurinn ........................ 0.45 Hver var hún?......................... 0.50 Kynjagull............................. 0.35

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.