Heimskringla


Heimskringla - 07.06.1917, Qupperneq 1

Heimskringla - 07.06.1917, Qupperneq 1
XXXI. ÁR. Lieut. Sveinbjörn Loptsson. Vér gátuin um jiað í blaðinu fyr- ir nokkru síðan, að Sveinbjörn I-optsson, sem innritaðist í Prin- cess Patricias herdeild. fyrir tveim- ur árum síðan, hefði í vor fengið heiðurs medalíu fyrir hreystilega f'amgöngu á orustuvellinurn. Nú hafa ensku blöðin hér einnig birt t>ær fréttir, að hann hafi á 3ama tíma verið settur lieutenant við herdeild sína. Blaðið Free Press hér í bænum birti mynd hans í ^ikunni sem leið og fór um hann loflegum orðum. — Hann mun vera fyrsti íslendingurinn, sem lilotið hefir slíka nafnbót í heinum eftir að á vfgvöllinn var komið. Ilann er sonur ólafs ] optssonar úrsmiðs, sem eina tíð bjó f Selkirk og andað- ist í JCdmonton orið 1915. Áður cn SSvoinbjörn innntaðist f iierinn stundaði hanu nám við Alborta háskólann. Systir hans, Anna Lopt.son er nú í Winnipeg og gegn- ir hjúkrunarstöifum liér við Al- menna sjúkrahúsið. Styrjöldin Frá Frakklandi. Stórorustur voru ekki á Frakk- landi síðustu viku. Sókn banda- manna, sem um tíma hefir verið í Undirbúningi, er ekki byrjuð fyrir alvöru enn þá. Hér og þar voru í’jóðverjar að sækja, en ekki með miklum krafti og vanst þvf lítið á. Um miðja vikuna sóttu Bretar fram hægra megin við Scarpe ána og í grend við þorpið Bullecourt, ug á báðum þessum svæðum hröktu þeir Þjóðverja og tóku af þeim marga fanga. 1 lok vikunnar hófu Þjóðverjar sókn gegn Bulle- «ourt og eins gegn Vimy hervígjun- um, en á báðum þessum stöðum var þeim hrundið til baka við töluvert mannfall. Um þann tíma gerðu loftbátar Breta áhiaup á þrjár af borgum þeim, sem Þjóð- verjar halda í Belgíu, — Zeebrugge, Ostend og Burges. Létu þeir sprengikúlum rigna yfir borgir þessar og er talið víst að þeir hafi þannig orsakað óvinunum tölu- vert tjón. Af Canadamönnum er það að segja, að Manitoba og Alberta herdeiidirnar gerðu á sunnudag- inn var áhlaup á Þjóðverja á svæð- inu fyrir suðvestan borgina Lens og nærri La Coulette þorpinu og fengu hrakið þá þar aftur á bak og tekið af þeim eina af stærstu rafmagnsstöðvum þeirra í þessum hluta Frakklands. Sýndu ofan- nefndar herdeildir mestu hreysti við þetta áhlaup, sem hafði verið í löngum undirbúningi. Höfðu Þjóðverjar þar stórt og öflugt lið til varnar og voru Canadamennirn- ir ekki eins mannmargir. Þess vegna varð Canadamönnum ekki unt að halda stað þessum til lengdar gegn áhlaupum óvinanna. En þegar Þjóðverjar náðu stað tessum aftur, var hann allur í rústum og þeirra stóra rafmagns- stöð eyðilögð—í bráðina að minsta kosti. Tóku Canadamenn í slag þessum yfir hundrað fanga. — Síð- nri fréttir bera með sér að Þjóð- verjar hafi aftur verið hraktir úr stöðvum þessum og að Canada- menn haldi þeim nú. Á öðrum hersvæðum á Frakk- landi hafa átt sér stað áhlaup bæði óvinanna og bandamanna og að svo komnu hefir bandamönnum alls staðar veitt betur. Á Cham- Pagne svæðinu gerðu Þjóðverjar IPEG, MANITOBA, 7. JONI 1917 NR. 37 JOHN VEUM þingmannsefni í Wynyard kjördæmi, frá hálfu con- servatíva, var útnefndur með öllum atkvæSum flokksfundarins, er haldinn var þann 25. júní nú fyrir þremur árum síðan. Var þá. búist við, aS kosningar færu fram það sama haust, því kjörtími stjórnarinnar var þá útrunninn. En svo leizt stjórninni aS sitja og hefir setiS til þessa í heimildarleysi kjósenda. Jón er fæddur á Valshamri í BarSastrandarsýslu 1875, sonur ÞórSar hreppstjóra Víums og ValgerSar Jónsdóttur. Foreldrar ÞórSar voru þau Brynjólfur Víum og GuSrún skáldkona ÞórSardóttir, er bjuggu á Valshamri. ÁriS 1883 flu-rtist Jón til Ameríku meS foreldrum sínum og föSurforeldrum. Settist fólk hans aS í NorSur-Dakota og ólst Jón þar upp til fulltíSa aldurs. KvongaSist hann þar og hét kona hans Ása, dóttir Tómasar Hördals. Eru fjögur börn þeirra á lífi, en hún önduS, nú fyrir tæpu ári síSan. VoriS 1903 flutti Jón vestur til Saskatchewan og tók sér land skamt austur af Kristnes pósthúsi og bjó þar um nokkur ár og reisti þar verzlun. Nokkrum árum seinna færSi hann sig til Foam Lake bæjar og hefir rekiS þar verzlun síSan. — Jón er mikill vexti, fríSur í sjón og einkar vinsæll maSur, samvizkusamur og rétt- sýnn, og ætti því aS vera sjálfkjörinn til þess embætt- is, sem hann sækir um. miðja vikuna sem var. Létu þeir rigna þar gaskúlum yfir þá og öðr- um ófögnuði. En Frakkar voru við öllu þessu búnir og vörðust svo knálega, að Þjóðverjar urðu und- an að hopa við mikið mannfall. Sfðar gerðu svo Frakkar áhlaup á öðrum stað á þessu sama svæði og tóku þar af Þjóðverjum skotgrafir og marga fanga. — Víðar hefir og Frökkum gengið vel. Franski kafbáturinn “’Circe” sökti nýlega einum af stærstu kaf- bátum Þjóðverja, og er það í fyrsta sinni í sögu stríðsins áð slíkt kem- ur fyrir. Frá öíírum stríÖsþjóSum. Um miðja síðustu viku unnu ítaiir stórsigra í Albaníu á Mace- roníu svæðinu og tóku þar af Austurríkismönnum fjórar borgir. Með sigrum þessum hafa Italir gert óvinum sínum á svæði þessu hálfu örðugra fyrir með vörn en áður. Á Julian svæðinu vanst ítölum einnig mikð á í lok vkunnar og færðust töluvert nær borginni Triest. Allar líkur virðast benda tl þess að Italir nái borg þeiríí áður langt líður. Við sókn ítala í seinni tíð höfðu Austurríkismenn í lok víkunnar mist um 300,000 menn, sem íallið hafa og særst og verið teknir fangar. Er þetta mannskaði svo mikill, að afstaða Austurríkismanna á svæðum þess- um er nú alt önnur en áður var. Á hersvæðum Rússa er viðburða lítið. Hér og þar hafa þó verið smá orustur og virðast Rússar vera ögn að sækja sig í seinni tíð. En á meðan óstand er jafnmikið heiroai fyrir er þó ekki hægt að búast við neinni verulegri sókn frá rússnesku hersveitunum. Hermála- ráðheri-ann nýi, Kerensky, hefir verið á einlægu ferðalagi í seinni tíð á milll herstöðvanna rúss- nesku og hefir lagt sig fram af öllu kappi að hvetja fyrirliðana og her- mennina til þess að sækja fram af hreysti og áhuga. Hann er at- kvæðamaður mikill og yfirleitt í mesta afhaldi hjá rússnesku her- mönnunum og er því talið víst, að þessi koma hans ti 1 þeirra muni hafa góðain árangur. Þessi nýi hermálaráðherra Rússlands er af fátæku fólki kominn og þekkir þvf til hlítar hugsunarhátt alþýðu- fólksins. Enginn er því líklegri en hann að hafa mikil og góð áhrif á rússneska alþýðu, enda er hann af sumum nefndur ‘‘Lloyd George Rússlands.” Heima fyrir er alt f ólagi enn þá. Þjóðin virðist þó í seinni tfð vera að vakna til þeirrar meðvitundar, að strfðið verði að sækja af meira kappi en nú egi sér stað. En hin- um mörgu flokkum kemur ekki sem bezt saman. Stjórnleysingjar hafa gert uppþot hér og þar, sem yfirvöldin 'hafa lítið reynt að bæla niður. Aðal-stefna jafnaðannanna virðist vera bráð friðar umleitun, þar engin af stríðsþjóðunum fari fram á “innlimun eða skaðabætur.” En lftið verður stefnu þessari á- gegnt að svo komnu. — Nikulási stórhertoga, sem nú lengi hefir verið æðsti stjórnari rúsneska hers- ins, hefir verið vikið frá og hnept- ur í varðhald. Alexis Brusiloff, yfir- hershöfðingi á suðvestur hersvæð- unum, hefir verið settur f hans sbað. Eftir helgina er sagt að Rússar hafi byrjað að sækja á Tyrki í Persíu f því skyni að ná sem fyrst að tengjast hersveitum Breta þar eystrai, sem Maude hershöfðingi stýrir og norður sækja. Merkir gestir. Hon. W. F. Massey, ráðherra Nýja Sjálands, kom snögga ferð til Win- nipeg vikuna sem leið ásamt konu sinni og dóttur. Með honum voru einnig Sir Joséph Ward, fyrverandi ráðherra Nýja Sjálands, og kona hans. Sömuleiðis voru í fylgd þessari skrifarar þeirra beggja ofan nefndra manna og J. L. Grigg, land- búnaðar ráðherra. Þessi prúði hópur hlaut hér gestrisnislegustu viðtökur, en hafði að eins skamma dvöl. 1 samsæti, sem haldið var hér, hélt Hon. Massey ræðu og lét í Ijós aðdáun sína yfir þátttöku Oanada í stríðinu. Skýrði hann einnig frá afstöðu Nýja Sjálands í öllum helztu hermálum. Herskyld- an var lögleidd þar í byrjun stríðs- ins og liefir hún gefist vel í alla staði. Sextíu þúsund æfðra her- manna hefir Nýja Sjáland sent til orustuvallar. — Nýja Sjáland er ekki stórt ríki, en íbúar þess ríkis hafa þó í stríði þessu sýnt frábæra þjóðrækni og þegnhollustu og þannig verið stærri ríkjunum fag- urt fyrirdæmi. -------O-------- Róstusamur fundur. Fundur var haldinn af andstæð- ingum herskyldunnar hér í Win- nipeg á sunnudaginn var—á Grand leikhúsinu hér í bænum. Múgur og margmenni sótti fund þenna og þar með stórir hópar af hcrmönn- um. Ekki fór fundur þessi frið- samlega fram því andstæðingar herskyldunnar fengu ekki að láta til ®ín heyra fyrir hermönnunum. Þegar þeir reyndu til að tala, gerðu hermennirnir svo mikinn há vaða, að ekki eitt einasta orð þeirra heyrðist. I>étu hermennirn- ir sig litlu skifta hverjir f hlut áttu. F. J. Dixon, þingmaður frá mið-Winnipcg og einn af öflugustu andstæðingum herskyldunnar hér um slóðir, gerði marg-ftrekaðar til- raunir á fundinum að láta til sín heyra, sem allar mishepnuðust. Forseti fundarins neyddlst til að segja fundi slitið, er hann sá helztu ræðumönnum allar bjargir bann- aðar. Þegar Dixon kom út um hliðardyr á leikhúsinu, gerðu her- menn margir aðsúg að að honum og varð hann að hörfa inn í leik- húsið aftur. Tók hann þá að vtvja sig og sló í það harðasta milli hans og hermannanna. Var Dixoa leik- inn al]|-óþyrmilega í viðureign þessari, því “enginn má við margn- um.” Að lokum kom lögreglan honum til hjálpar og flutti hann heim f bifreið. — Flestir hermanna þeirra, sem þátt tóku í þessu, voru nýlega heim komnir úr strfðinu—- og virðist þetta tilfelli sanna, að orðasennur séu ekki við þeirra skap, sem á vfgvöllum liafa verið. -------O------ Bandalagsstjóm fyrir Canada. Bandalagsstjórn fyrir Canada, eða sambandskosningar innan mánaðar, virðist vera stefnan á þingi nú eystra. Tillaga um l.anda- lagsstjórn (coalition government) hefir verið gerð með þeim tilgangi að koma í veg fyrir ósamkomulag það, sem ®f “pólitíkinni” stafar, og gera stjórn og þjóð mögulegt að leggja óhindrað fram alla krafta í þarfir stríðsins. Tilnefndir í þessa fyrirliuguðu bandalagsstjórn hafa verið eftirfylgjandi leiðtogar lib- eral flokksins: Sir Lomer Gouin, forsætisráðherra í Quebec; Hon. G. H. Murray, forsætisáðhera f Nova Scotia, og Hon. N. W. Rowell, for- ingi liberala flokksins í Ontario. Margir af liberölum eru bandalags- stjórn þessari samþykkir, enda mun fáum blandast hugur um það, að hún er spor I rétta átt á yfirstandandi tímum. Afstaða Sir Wilfrid Lauriers f þessu máli er samt óákveðin þegar þetta er rit- að. Er hann á einlægum ráðstefn- um við ýmsa af helztu liberölum og sýnilega f mesta vanda staddur. Talið er samt víst, að hann muni leggja stefnu sína í málinu fyrir þingið um miðja vikuna. Fylkiskosningar í Saskatchewan og Alberta. Fylkiskosningar í Alberta eiga fram að fara þann 7. þ.m. Báðir flokkarnir telja sér sigurinn vísan, eh hætt mun nú Sifton stjórninni vérða við falli—þó traust hafi hún tökin á “útlendingunum.” — 1 Sas- katchewian fylki fara kosningarnar fram þann 26. þ.m. Liberalar hafa þar tilnefnt öll þingmannaefni sín og conservatfvar sömuleðis í nærri öllum kjördæmum. Búist er þar við stuttri en skarpri kosninga baráttu. -------o------- Pólverjar eignast her. Poincare, forseti Frakka, hefir ný-^ lega samþykt með undirskrift sinni að Pólverjar eignist sérstakan her. Þeir Pólverjar, sem nú eru í her- þjónustu Frakka, verða kjarninn til að byrja með og svo verður öðr um Pólverjum boðið að ganga f her þenna á meðan strfðið endist. Þessir menn munu berjast undir hinu forna flaggi Pólverja, og verð- ur her þessi stofnsettur með sama fyrirkomulagi og franski herinn og verður kostaður af frönsku stjórn- inni. Ársþing kvenna. Ársþing kvenna í vesturfylkjum Canada stendur nú yfir hér í bæn- um og er haldið f fundarsal fylkis- háskólans. Mæta þar fulltrúar frá kvenfélögum úr öllum bæjum og sveitum Manitoba og Vesturlands- ins. Er þetta fyrsti allsherjar fundur kvenna síðan þær hlutu hér full jafnfréttindi við karlmenn, og er þvf sögulegur viðburður. — Á þátttöku kvenna í öllum vel- ferðarmálum þjóðanna byggjast nú björtustu framtíðar vonir mannkynsins. Fréttir úr bænum. Ekki er Winnipeg alveg aðgerða- laus þó örðugir séu tíroar. 231 byggingarleyfi hafa verið veitt síð- astliðinn maímánuð og samanlagt verð húsanna, sem leyft hefir verið að reisa hér í bænum, nemur um hálfa miljón ($460,950). Árið sem leið voru 217 byggingarleyíi veitt á saroa tíma fyrir $395,700. Þá fimm mánuði, sem af árinu eru liðnir, hafa 847 byggingaleyfi verið veitt, og samanl. verð húsanna $847,650. Við alt þeta hlýtur að verða þó nokkur vinna, þó hún líklega verði ekki eins mikil og þyrfti, og ánægjulegt er að dálítð meira er um húsagerð en í fyrra. Vorprófin við Saskatchewan há- skólann. » Mr. Valdivar A. Vigfússon frá Tantallon, Sask., útskrifaðist sem Bachelor of Arts. Mr. Vigfússon hefir lagt sérstaka stund á efna- fræði og starfar nú sem City Anal- yst fyrir Saskatoon bæ. Miss Thorbjörg Eyríksson frá Wynyard, Sask., skrifaðist upp í þriðja bekk í College-deildinni (B. A. course). Mr. Vigfús S. Ásmundsson frá Tantallon, skrifaðist upp í fjórða bekk f Búnaðar-deildinni (B.S.A. course). Mr. Ásmundsson starfar í búnaðardeild háskólans í suraar- leyfinu>1 Upp í annan bekk búnaðar- deildarinnar (Associate Oourse), skrifuðust: Mr. Björri Frederick- son, Mr. Chris. Josephson og ífr- Wm. Josephson, allir frá Kanda- har, Sask. -------o------- Seinustu fréttir. Skrásetning til herþjónustu fór fram f Bandaríkjunum á þriðju- daginn. Um 10 miljónir ungra manna voru skrásettir. Gekk alt mjög friðsamlega og varð engrar mótspyrnu neins staðar vart. Af þessum mönnum, er nú voru skrá- settir, er f ráði að taka eina og hálfa miljón manna tafarlaust í herþjónustu.—Brezk herskip gerðu á mánudaginn áhlaup é( sjóflota- stöð Þjóðverja við Ostend og létu skothríðina dynja þar lengi dags. Þenna sama dag eltu brezk her- skip sex þýzk tundurskip og söktu tveimur ]>eirra—Canadamenn taka aftur rafmagnsstöðina við Lens og halda henni þrátt fyrir öflug á- hlaup óvinanna. Rússar vinna sigra á Persíu hersvæðinu og hrekja Tyrki þar og taka af þeim fanga. Víðar virðist Rússum einn- ig vera farið að ganga betur en óð- ur. — Stjórnarbylting vofir yfir í Kfna. Forseti lýðveldisins þar er sama sem fangi, en varaforsetinn segir af sér. Enn hafa ekki borist um þetta ljósar fregnir. Herskyldan. Ræða flutt af Hon. Thomas H. Johnson. Á fundi þeim hinum mikla, sem haldin var að tilhlutan Army and Navy Veterans félagsins f “Conven- tion Hall” hér í borg, ó föstudags- kveldið var, og sóttur var af fjögur þúsund áheyrendum, flutti Hon. Thomas H. Johnson, ráðgjafi opin- berra verka í Manitoba-fylki, ræðu þá, sem hér fer á eftir: út af svo- láfandi tillögu, sem borin var fram á fundinum af þeim Major G. F. R. Harris og Major G. W. Andrews, D.S.O.:— “Þar sem Canadaríki, með á kvæði Sir Robert Borden, hefir lof- að móðurlandinu því, að leggja til hálfa miljón vígfærra manna til hernaðar í Evrópu, og Þar sem samkvæmt síðustu skýrslu hermálaráðgjafans ekki ■hafa enn þá verið esndir til Eng- lands nema 312,503 menn, svo að enn þarf að bæta við nálega 200 þúsundum manna til þess að efna loforð Canada, og Þar sem það er ólijákvæmilegt, að svo mikið sé framselt af auðlegð Canada, bæði í mönnum og fé, sem til þess þarf að aðstoða fullkom- lega lið það, sem vér nú þegar eig- um á vígvellinum, Þess vegna sé það hér með á- kveðið, að þessi fundur votti hjart- anlega samhygð sína þeirri stefnu Canada stjórnarinnar, að lögleiða herboðsval (seiective conscription) í Canada, og- með því gera mögu- legt að nota mannafi ríkisins haganlegar og kröftuglegar heldur en mögulegt væri undir sjálfboða- fyrirkomulaginu. Og vér skuld- bindum oss hér með til þess, að veita stjórninni alt okkar fylgi til þess að koina slíku lagaboði í framkvæmd.” Um þessa tillögu ræddi Hon. T. H. Johnson þannig: Herra forseti, herrar og frúr! Eg tel það sæmd, að eiga kost á að ræða þessa tillögu. Það getur verið, ef eg hefði átt að orða hiana, að eg kynni hað hafa hagað setn- ing nokkuð öðru vísi á einstöku stað, en tilgangur hennar og efni alt hefir mitt óskift fylgi. Sumir kunna að segja, «ð þetta fundar- hald sé ótíinabært,—að vér séum k&llaðir hér saman til þess að sam- þykkja lagaboð, sem vér enn þá ekki vitum hvernig sniðið verður. En frá mínu sjórnarmiði hefir sú mótbára ekkert gildi. Vér erum ekki mættir hér til þess að ræða eða kvcða á um hin einstöku at- riði laganna, heldur til þess að kveða á um grundvöll þann, sem þau byggjast á. Mér virðist því, f sannleikia sagt, að einmitt nú sé heppilegastur tími til þess að kveða á um þetta aðal atriði á op- inberum fundi, en umsjá hinna einstöku atriða eru vitanlega á valdi þingsins. Alt sem á voru valdi stendur f þessu máli, er að kveða á um þá meginreglu, sem hið væntanlega lagafrumvarp á að byggjast á, og þess vegna má með gildum rökum líta svo á, að skoð- un vor hafi meina gildi með þvf að vera nú látin f ljós, heldur en ef vér geymdum það þar til frum- varpið hefir verið borið fram í þinginu. Leyfið mér að benda yður, með fáum orðum, á afstöðu Canada í þessu sambandi. Á gamlársdag 1915 gerði forsætisráðherra Canada rfkis yfirlýsingu og loforð f nafni og fyrir hönd Canadaþjóðarinnar. Yfirlýsingin mætti lofsorði, ekki eingöngu íbúanna í Canada, held- ur einnig á Englandi og meðal sambandsþjóða vorra og alheims- ins, að fráskildum andstæðinga- þjóðunum. Yfirlýsing íorsætisráð- herrans var þannig: “Á þessum síðasta degi þessa gamla árs, er heimilaður herafli Canada 250 þúsundir manna, og tala sjálfboðanna er óðum að nálg- nst það takmark. En frá deginum á morgun, fyrsta degi nýja ársins, verður tala Canadahersins heimiluð 500 þúsundir manna. Þessi yfirlýs- ing er gerð Jfi merkis um þann ó- fróvíkjanlega ásetning Canada, að krýna réttmæti vors málstaðar þeim sigri, sem tryggi varanlegan frið.” Gerið svo vel að veita því eftir- tekt, að þessi yfirlýsing er gerð í (Framhald á 5. bls.)

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.