Heimskringla - 07.06.1917, Blaðsíða 2
2. BLAÐ8ÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 7. JÚNI 1917
Keisaravaldið þýzka
Erindi flutt í TjaldbúSarkirkju á
sumardaginn fyrsta 19. ap. 1917
Eftir síra F. J. Bergmann.
(Framh.)
9.
Friðrik Vilhjálmur I. 1713—1740.
Sonur Friðriks I., Friðrik Vil-
hjálmur I., tók við konungdómi 25.
febrúar 1713. Hann var að líkiind-
um sá óVenjulegasti konungur, sem
nokkuru sinni hefir setið f hásæti.
Hann var ólíkur föður sínum, að
minstsa kosti, og ólíkur öllum kon-
ungum, sem uppi voru í heimin-
um, honum samtímis. Faðir hans
hafð i verið prjálgjarn eyðslubelg-
ur. Friðrik Vilhjálmur var per-
sónugerfing sparseminnar. Hann
var nirfill svo mikill, að hann tímdi
hvorki sjálfur að eta, né heldur að
láta hirðfólk sitt lifa við sæmilegt
viðurværi. Lundillur var hann
með afbrigðum og varð afar-reiður
hrað lítið, sem út af bar. Hann
lúbarði háa og lága, skylda og
vandalausa, er f kring um hann
vdru, begar svo bar undir. Við
hann voru flestir lafhræddir; þeir
voru ekki nema fremur fáir, sem
höfðu í sér hug og kjark til að
mæta honum á förnum vegi. Lögðu
menn íremur langa lykkju á leið
sína, en að eig>a það á hættunni
að mæta konungi.
Er hann mætti konum á stræt-
um úti, skipaði hann þeim að fara
heim til síh og hugsa fremur um
karl sinn og krakka, en að vera >að
flækjast á almananfæri. Mönnum
varð starsýnt á heræfingar á þeim
dögum ekki síður en nú. Bar það
þá stundum við, að jafnvcl prest-
um og prúðmennum varð það að
augnagamni að standa og horfa á
heræfingarnar. En þá kom kon-
ungur, æfur og uppvægur, og rak
þá heim til sín harðri hendi.
Einkum hélt hann, að prestum
stæði nær, að hugsa um bækur
sínar og bænagjörðir. Oft og ein-
att löðrungaði hann þá um leið.
Sjálfur mátti h>ann heita með öllu
ómentaður maður. Vísindum og
vísindamönnum hafði hann mestu
skömm á, enda þreifst hvorugt
undir handarjaðri hans.
Friðrik Vilhjálmur var kvongað-
ur eins og lög gera ráð fyrir um
koinunga, og hét drotning hans
Sofía. Var hún systir Georgs II.,
konungs á Englandi. Friðrik Vil-
hjálmur var konu sinni illur og
erfiður í viðbúð, eins og öllum
öðrum. Hann sat á henni með öllu
móti, svo hún hafði ekki einu sinni
eins mikil ráð og sjálfsagt er að
hver kona hafi. Harður var Frið-
rik Vilhjálmur þegnum sínum öll-
um og oft næsta grimmur. En
harðastur, — lang-harðastur — var
hann við konu sína og börn. Eigi
kom harkan sízt miður á syni hans,
krónprinzinum Friðriki, og systur
hans Vilhelmínu.
Aila svo-nefnda vantrúaða menn
hataði Friðrik Vilhjálmur heilu
hatri. Heimspekingum hafði hann
mestu skömm á og öllum katólsk-
um mönnum sömuleiðis. Son sinn
krónprinzinn, grunaði hann um
trúvillu og skoðaði heilaga skyldu
sína sem sannkristins íöður, að
taka feikilegia hart á. Sonur hans
Friðrik hafði miklar mætur á
frakkneskri tungu og bókmentum.
En faðir hans áleit það hvort-
tveggja herfiiegan vantrúar-miðil.
Lét hann því sviftia son sinn öllum
friakkneskum bókum. Friðrik kon-
ungsson var hneigður til hljóm-
listar og hafði yndi af að leika fög-
ur lög á hljóðpípu. Faðir hans lét
brjóta hljóðpfpuna, barði hann
mörgum höggum og þungum og
dró hann fram og aftur á hárinu
um hallargólfið. Þegar konungi
þótti prinzinn eitthvað vinna til
saka, var hann settur á vatn og
brauð um iengri eða skemri tíma
eftir ástæðum.
Einu sinni bar það til, að kon-
unigur ætlaði hreint og beint sjálf-
ur að hengja son sinn. Af þessari
meðferð varð prinzinn beizkur og
harðgeðja í garð föður síns, eins
og heldur vaT ekki nein furða. Ætl-
aði hann að forða sér með því að
fiýja til frænda sinna á Englandi.
En íaðir hans hafði augun alls
staðar og fekk njósnir af. Nokk-
urir vinir konungssonar voru í
vitorði með honum. Einn þeirra
var dæmdur til lffiáts og tekinn af
sem glæpamaður. Annar fekk
forðað lífi sínu með flótta. Sjálfur
var Friðrik settur f fangelsi og
dæmdur til dauða. En keisarinn
ejálfur og konungiar í ýmsum lönd-
um gengu í milli og báðu prinzin-
um griða. Lét Friðrik Vilhjálmur
tilieiðast, að láta so<n sinn iífi
halda. Langa hríð varð hann samt
að sitja í fangelsi; var hann að
einu leytinu ásáttur með það. 1
fangelsinu hafði hann viðunanlegt
fæði, sem langt tók tram vistinni í
föðurgarði. Honum var þar leyft
að leika á hljóðpípu sfna og lesa
frakkneskar bækur.
Sjálfur unni Friðrik Vilhjálmur
sér fárra skemtana eða nautna.
Samt reykti hann feikilega mikið
tóbak, drakk sænskt öl, spilaði
Tokkodille spil, sem þá var títt, og
gekk á akurhænsa veiðar.
Konungur þessi, er mannkyns-
sagan geymir þessa lýsingu af sem
manni, var persónugerfing spar-
semi og fjármálaráövendni. Ung-
ur kom hann auga á fáeiniar meg-
inreglur, sem hann vildi beita allri
stjórnmálaorku sinni til að fá fram
fylgt. Hann hafði skömm á vana-
lelgu tildri konungstignarinnar.
Hins vegar var hann gæddur
stjórnarhæfileikum, sem ekki er
nema fáum gefnir. Hann var mað-
ur sérlega nákvæmur f hverjum
hlut og vandvirkur, áistundunar-
samur og ákveðinn í að fylgja því
fast fram, er hann eitt sinn hafði
einsett sér. Helztu meginreglur
hans voru þessar:
öll eyðslusemi við hirðina er
ekki annað en hlægileg heimska.
í heiminum eru öll völd veigalaus,
nama vald sverðsins. . Enginn til-
kostnaður til ríkishensins er of
mikill. Tilkostnaður til nokkurs
annars, sem nokkuru munar, er
nær því ófyrirgefanlegur. Skiiyrð-
islaus hlýðni er sjálfsögð dygð í
fiari allra, nema konungsins; hon-
um verður að hlýða. Helzta dygð
f fari konungsins er sf-brennandi
áhugi um að auka vald ríkisins.
Friðrik Viihjálm brast ekki vilj-
ann til valda. En í trúarjátning
Prússlands á vorum'dögum er það
aðal-einkunn ofurmennis.
Hann var á eftir tfmanum í
flestu, sem að stjórnmálum lýtur,
neroa fjárhagshugmyndum sínum.
Þar var hanin að sumu leyti marg-
ar aldir á undan tfmanum, eftir
því sem margir ætla. Það var
tvent, sem hann lagði alla aðal-
áherzluna á. Annað var, að hriiga
saman fé í féhirzlu ríkisins. Hitt
var, að koma upp voldugum her.
Hvorttveggja stóð f nákvæmu «am-
bandi hvað við annað. Konung-
urinn hugsaði sem svo: 1 stríðum
er sigur unninn, ekki af herfyik-
ingum, heldur af þjóðum. Hermenn
eru vopn, áhöld, sem þjóðir berjast
með. Herafli, sem borinn er af
iðni, búsæld og ströngustu stjórn-
arsparsemi, er grundvöllur alls kon-
ungsvaldis, sem ahnað er en nafn-
ið tómt.
Forsjónin hafði geri hann að
konungi í fátæku landi. Jarðveg-
ur var livarvetna grunmur og frem-
ur ófrjór. Landið var á eftir ná-
grannalöndunum í iðnaði og verzl-
an. Voldugir óvinir umkringdu
]>að á alla vegu. Landslag gerði
vörn landsins erfiða öllu megin.
Annars vegar var hið volduga
Frakkland. Það var þá voldug-
asta stórveldið á meginlandi Norð-
urálfu. Það var frjósamt land,
auðugt, fult alls konar búsæld,
langt á undan í öllum iðnaðar-
greinum. Auðlegðar og frægðar-
ljóma lagði af hirðinni frakknesku
víðs vegar út um löndin. Hinum
megin Prússia var Austurríki, —
fuit járnhörku og ofurdrambs. Var
eigi Prússland eins og kornbnefi á
milli tveggja kvarnarsteina?
Til þess að bjarga landinu, varð
konungur Prússia um fram alt að
vera faðir þjóðar sinnar. Sízt af
öllu mátti hann auka fjárhags-
byrðar fátækrar þjóðar. Með
stjórniarfé skyldi farið jafn-sparlega
og hina litiu fjármuni þess heimil-
is I landinu, er bezt kynni með að
fara. Konungpr átti að sjá um,
að hver uppskera yrði að sem bezt-
um notum. Mýrlendi átti hann að
sjá um, að þurkuð yrði upp, ónýt
lönd gerð að yrktum ekrum. Þeg-
ar fólk væri á eftir í einni sveit,
þyrfti að senda þangað bændur
úr öðrum sveitum og láta þá kenna
út frá sér og vera til fyrirmyndar.
I hernum skyldi engum þokað
upp, nema þeim, sem unnið hefði
til.
Friðrik Vilhjálmur rak hirðfólk
föður sfns alt úr þjónustu sinni
um leið og hann kom til valda, —
svo sem hálfri klukkustundu eftir
að karl var dauður. Hann hafði
upp úr þvf eina þrjá skósveina f
þjónustu sinni og galt þeim tíu
daii á mánuði, án fæðis. Faðir hans
hafði haldið eitt þúsund ridd-
araliðs. Friðrik Vilhjálmur lét sér
nægja 30 manns. Gimsteina hirð-
arinnar seldi hann til þess að
gjalda með kostnaðinn við eina
herdeild og greiða skuidir. Hann
greiddi toli af þeim vörum, sem
hann keypti sjálfur og breytti í þvf
efni samkvæmt þeim kröfum, sem
hann gerði til auvirðilegasta
þegnsins.
Skoðan hans var sú, að konung-
ur ætti að vera fyrirmynd þjóðar
sinnar í dugnaði. Klukkan fimm
á hverjum morgni var hann seztur
við skriiborð eitt, til að yfirfara
reikninga rfkisins. Hann fann upp
]>á regiu, að ávalt skyldi fyrir fram
áætlan ger um öll útgjöld ríkisins.
Engin útgjöid skyldi eiga sér stað
án áætlunar fyrir fram. í>ó em-
bættismaður hefði ekki verið nema
einn dag frá störfum sínuin á sex
mánuðum, dró hann það sem því
svaraði af kiaupinu.
Hið eina, s4ém Friðrik Vilhjálmi
var ánægja að eyða fé til, var her-
inn. Honuin l>ótti alls ekki nægi-
legt, að hermenn hans væri á vöxt
eins og hermenn annarna landa.
Hann vildi eignast her, sem tæki
fram öllu, er heimurinn hefði áður
séð í þetrn efnum. Erindrekar
hans voru hvarvetna 1 förum, til
að ná í þá menn, sem stærstir voru
vexti á hverjum stað. Hvaðan úr
véröld sem þeir voru, lét hann sig
engu skifta. Enda fekk hann her-
menn austan úr Asíu, frá Egipta-
landi og hvaðanæfa úr Norður-
álfu. Hann keypti þá dýrum dóm-
um. Og er hann gat ekki fengið
þá til kaups, lét hann beint stela
þeim, — taka þá með einhverjum
ofbeldisbrögðum. Enginn reglu-
lega stórvaxinn maður hafði frið á
sér, ekki einu sinni prestar. Hann
lét ræna'þeim úr átthögum þeirra
og kippa þeim úr embættisstöðum
þeirra.
Þessum risavöxnu mönnum skip-
aði hann f sérstaka herdeild. Þanin,
sem mestur var risinn og sagt er
að heitið hafi Hómann, lét hann
ávalt standa yztan í öðrum fylk-
ingararmi. Hann á að hafa verið
svo hár, að mælt er, að Ágúst II.
Pólverja koinungur, sem kallaður
var hinn sterki, og ekki þótti neitt
smámenni, segði hann seiling sína.
Herlið sitt lét hann vera á stöð-
ugum æfingum. Enda var það
miklu betur æft, en nokkurt herlið
annað', sem þá viar til.
Það var Friðrik Yilhjálmur, sem
beint kveikti hermenskuandann í
Prússum og skapaði hervaldið.
En það verður hann að eiga, að
hiann notaði her sinn aidrei til
neinna hermdarverka. Her sinn átti
hann eins og hvert annað leikfang.
Hann þóttist sannfærður um, að
meiri virðing yrði borin fyrir
Prússum fyrir bragðið. Var eigi
laust við, að dregið væri dár lað
honum fyrir. Her hans var 90,000
að stærð, enda töldu þegnar hans
þá ekki fleiri en 2,500,000 manns.
Frakkland og Austurríki voru
einu löndin, sem stærra herlið
höfðu en Prússar. En bæði voru
þau lönd miklu fólksfleiri.
10.
Upphaf hervaldsins.
Hervalds hugsjónin prússneska
varð til á ríkisárum Friðriks Vil-
hjálms. Með útlendu orði er hún
nefnd militarismi. Hún lítur ekki
svo á, að ætlunarverk hersins sé
að vera ríkinu til verndar. En
leynt og ljóst er kjarni þeirrar hug-
arstefnu sá, að tilveru markmið
ríkisins sé í insta eðli frægð þers-
ins og fullveldi. Friðrik Vilhjálmur
var kallaður heræfingameistarinn,
og hafði sannarlega tii þess auk-
nefnis unnið. Herinn var hjáguð
hans.
Upp af þeim vísi spratt herviald-
ið, sem nú ógnar heiminum. Svona
mikil hætta er í því fólgin að leika
sér með voðann.
Herinn prússneski veitti Prúss-.
landi meira álit og sterkari áhrif
út á við, en stærð landsins og
fólksfjöldi gaf tilefni til. Samt var
þessu ekki tekið með þeirri alvöru-
gefni, sem skyldi, í Nórðurálfu.
Þótti fremur vottur sérvizku og
vera beint til athlægis. Prússneska
hervaldið varð ekki hættulegt
Norðurálfu friðnum, fyrr en vald-
hafar Prússlands bættu við trúar-
játningu þess. Þó þtað væri skoð-
an Friðriks Vilhjálms, að rfkið sé
til vegna hersins, kom hann aldrei
fram með kenninguna um, að her-
inn sé til til árása.
Það var síðari kynslóðum geymt
að korma fram með tuttugustu ald-
ar kenninguna um, "að ríkið sé til
vegna hersins, og að herinn sé til
til árása.”
Hugsjón Friðriks Vilhjábns var,
að herinn væri fullkomin vél, hver
einasta herdeild og herinn allur í
heild. Hermanninum var kent iað
vera stolz af einkennisbúningi sín-
um. Honum var kent að krefjast
viðurkenningar um, að vera æðri
mamnvera en algenglr borgarar.
Um leið hafði konungur þann
metnað, að eignast sem flest verk-
ieg tæki til fullkomnunar her-
menskunni, og fyrir þvf notaði
hann fyrstur manna hieðslustokk-
inn. Sonur hans, Friðrik mikli,
veitti því eftirtekt, að hieðsiu-
stokkurinn hafði aukið skothraðia
prússneska liðsins um helming.
Listir og bókmentir lítilsvirti
Friðrik Vilhjálmur um fram alt
annað. En einhvern veginn hafði
hann náð í ofurlítiC brot úr forn-
um fræðum eftir Xenofon, sem
honum virtist nógu mikil verk-
hygni felast f, til þess vert væri að
munia. Persneska hetjan setur
jarðyrkjuna á borð við hermensk-
una. Fyrir því lét Friðrik Vil-
hjálmur það vera eina af stjórnar-
reglum sínum, að þrýsta þjóð sinni
til að framleiða lallar lífsnauðsyn-
jar. Annað kærði hann sig ekki um.
Skraut og munaður vor honum við-
urstygð. Erlendum varningi leit-
aðist hann við að boLa út úr iand-
inu, eins og honum var framast
unt. Vakinn og sofinn hugsaði
hann um velferð þegna sinna, eft-
ir því sem hann hafði bezt vit á.
En skilningur hans á þjóðarheill
og þjóðarvelferð var feikiiega
þröngur og nærsýnn.
Hann hafði eitthvert hugboð
um, að hann brysti eitthvað á við
aðra samtímismenn sína, er fyrir
framan voru um örlög þjóðanna.
Fyrir því var beygur í honum við
að hafa eiginlega nokkur afskifti
af utanrfkismálum. Óttiaðist hann
um, að hann yrði þar táldreginn af
þeim, er honum voru meiri undir-
hyggjumenn og óvandaðri. Hann
óttaðist stöðugt um að verða leik-
fífl annana. .
Framan af stjórnarárum var
Friðrik Vilhjálmur heppinn í ut-
pnríkismálum sínum. Gegn vilja
sínum var hann dreginn inn i
bandaiag við aðra. Hafði það 1
för með sér stríð við Karl XII. Svía-
konung. Var það eina strfðið, sem
hann háði um sína daga. Svíar
áttu ]>á sanitímis f höggi við
Rússa, Póiverja og Dani. í fyrstu
var hann hlyntur Svíum, en fyrir
rás viðburðanna varð hann að
grípa til vopna gegn þeim. í sept-
ember 1713 náðu samherjiar borg-
inni Stettin og fengu Friðriki Vil-
hjáimi til verndar. Greiddi liann
allan kostnað í sambandi við um-
sátrið og tókst á hendur að hafa
borgina á sínu valdi, unz stríðið
yrði til iykta leitt.
En Karl XII. neitaði algeriega að
taka þenna samning til greina.
Hvarf hann aftur úr útiegðinni á
Tyrklandi til þess að heimita borg-
ina aftur tafarlaust á sitt vald.
Þessari kröfu neitaði Friðrik Vil-
hjálmur þverlega, nema því að
eins að honum væri endurgoldið
fé það, er hann hafði fram reitt.
Þá varð stríð einu úrræðin. En
það stóð að eins skamma stund og
endaði í iaun og veru 1715, er
Prússar, Saxar og Danir tóku
Stralsund undir forustú Priissa-
konungs. Voru Svfar þá reknir úr
Pommern, sem þeir höfðu lagt
undir sig lað mestu; þar er
Stettin mjög mikilsverð sjávar
borg. Þá 'hætti Svíþjóð að vera í
töiu stórveldanna. Eftir það var
Prússland komið fnam úr öllum
keppinautum á Norður-Þýzka-
landi.
Eftir þetta iét eigi Friðrik Vii-
hjáimur her sinn taka þátt í bar-
dögum, nema þegar hann áleit
skyldu sína að hjálpa Karli keis-
ara VI. Keisarinn færði sér hjálp
hans í nyt, en sveikst um endur-
gjalda. Átti endurgjaldið að vera
fólgið í yfirráðum yfir Julich og
Berg, en varð lað eins tái.
Friðrik Vilhjálmur dó vonsvik-
inn maður og argur við heiminn
31. maí 1740. Sex mánuðum sfðar
fylgdi Karl VI. honum til grafar.
Sonur Friðriks Vilhjálms lét það
vera fyrsta ætlunarverk sitt, að
koma hefndum fraan á dóttur
Karls keisara.
En þrátt fyrir þessi vonbrigði
hafði landið notið tuttugu og
fimm ára friðar og framkvæmdar-
samrar stjórnar. Tekjur Prúss-
lands höfðu tvöfaldiast og konung-
urinn skildi 9 miljónir dala eftir f
féhirzlunni. Að fólksfjölda var
Prússlánd nú tólfta ríkið í Norð-
urálfu, en að hervaldi hið fjórða.
Heragi konungs hafði verið hinn
strangiasti. Hernaðar siðvenjur
voru láfcnar gilda í öllum stjórnar-
deildum. Ráðgjafa hafði hann
enga haft, heldur að eins skrif-
stofuþjóna. öilum tekjum ríkisins
var steypt saman og nefnd skipuð
af konungi til að hafa öll fjármál á
hendi og allar úfcborganir. Var
henni harðlega skipað, aldrei að
láta bregðast að eiga þó nokkurn
afgang við áramót. Sjö fimtu hlutar
af öllum tekjum ríkisins gengu til
herkostnaðar, og varð því að haida
spart á f öllu öðru. Gekk konung-
ur þar sjálfur á undan með góðu
eftirdæmi, sem allir embættismenn
hans urðu að fyigja. Aftökur voru
feikilega tíðar á ríkisárum Friðriks
Vilhjálms. Fjöldi mófcmælenda,
sem fiýja urðu undan ofsóknum frá
ættjörðu sinni, fór til Prússlands
og settist þar að undir handar-
jaðri konungsins. Meðal þeirra
voru ekki færri en 18,000 bændur,
sem gerðir höfðu verið útlagar frá
Salzburg (1732). Friðrik Vilhjálm-
ur á líka heiðurinn af að hafa
komið á fót alþýðuskólakerfi
Prússlands og því um leið að hafa
komið skólaskyldu þar á svo
snemma á tfmum.
kltoKWfclAií* ■ 4 , ■■ í i .
11.
Friðrik mikli 1740—1786.
Friðrik II., sem öðlast hefir auk-
nefnið hinn mikli, var elzti sonur
Friðriks Vilhjálms I. og tók við ríki
eftir föður sinn. Hann var fæddur
árið 1712 og var því 28 ára gamall,
er hann tók við konungstign.
Hiann var alinn upp við strangasta
aga og var það vitaskuld heraginn,
sem fyrir föður hans vakti. Hann
vildi um fram alt gera son sinn að
harðgerðum hermanni og láta hann
um fram alt verða í öllu lifandi
eftirmynd sína. En til þess þetta
gæti orðið, hafði sonurinn verið úr
garði gerður af náttúrunnar hálfu
of ólíkur föður sínum. Hann mátti
naumiast snúa sér við, svo voru
allir hlutir fyrir fram ákveðnir af
föður hans. En Friðrik var óvenju
vel gefinn, hafði sterkan vilja og
sterkar tilhneigingar, sem eigi var
unt iað kæfa með strangasta aga.
Ilann lærði þegar ungur frakk-
neska tungu og tók miklu ástfóstri
við frakkneskár bókmentir. Faðir
hans lagði blátt bann fyrir, að
hann lærði eitt orð í latínu, því
latfnu hataði hann og hafði mestu
andstygð á. En Friðrik lét kenna
sér latínu f laumi. Eitt sinn er
sagt, að Friðrik Vilhjálmur hiafi
komið þar að, sem kennarinn var
að yfirfara með syni hans og þýða
fyrir honum gullskrá Karis hins
IV., sem lauðvitað var á latínu.
“Hvað ertu þarna að lesa með hon-
um, þorparinn þinn?” spurði kon-
ungur. “Eg er að þýða gullskrána
fyrir prinzinum,” svaraði kenniar-
inn. “Eg skal gullinskrá þig, fant-
urinn þinn!” mælti konungur,
þreif staf sinn og reiddi til höggs
til að gefa vesalings kennaranum
góða ráðningu. En hann viar ung-
ur og fimur og skauzt undan út
úr herberginu. Eftir það mun
Friðrik samt iítið hafa átt við Iat-
ínunám, þrátt fyrir það þó bann-
aðir ávextir sé ávalt ginnandi.
Móðir hans hjálpaði oft syni sín-
um og studdi hann í þvi að afla
sér kenslu í hljómlist og bókment-
um, er hann var hvorttveggja
hneigður til.
Þegar hann óx upp og komst tii
vits og ánai, verður hann feikilega
leiður á því tilbreytingarlausa lífi,
sem hann var neyddur til að lifa.
Systir hans hét Vilhelmína og var
honum lík að mörgu; voru kær-
leikar miklir með þeim systkinum;
hún var skýr og prýðilega vel gef-
in ekki síður en bróðir hennar.
Friðrik Vilhjálmur var bálvond-
ur út af því, að sonur hans hugs-
aði ekki um annað en gjálífi og
skemtanir og ætlaði að verða au-
kvisi ættarinnar. Svo er að sjá, sem
honum hafi beinlfnis orðið illa við
son sinn og beitti því þar sem sízt
skyldi. Það hafði verið til þess
stofnað, að ráðahagur tækist með
þeim systkinum og börnum Georgs
II. á Englandi, þannig, að prinz-
ínn taf Wales gengi að eiga Vil-
lielmínu, en Friðrik Amelíu, systur
lians. Friðriki var þetta áhugamál
svo mikið, að hann gerði sig sekan
um þá óvarfærni. að hafa sjálfur
bréfaskifti um þetta við ensku
hirðina, og strengja þess heit, ann-
að hvort að eiga Amelíu eða
enga konu. En er Friðrik Vil-
hjálmur, faðir hans, komst að
þessu, ihefndi hann sín á syni sín-
um með því að þvartakia fyrir
ráðahaginn, svo alt varð að engu.
Konungur kannaðist opinberlega
við það, að hann hataði son sinn.
Honum var ánægja í að gera prinz-
inum sem opinberasta skapiaun.
Svo var meðfcrðin hörð, að hvað
eftir annað kom Friðriki til hugar
að strjúka og leita skjóls og hælis
hjá frændum sínum á Englandi
við hirðina. Eitt sinn ætlaði hann
að framkvæma þetta, eins og áður
er á vikið, með tilstyrk tveggja
vina sinna, með óskaplegum af-
leiðingum. Það var árið 1730 og
Friðrik var þá 18 ára. Annan vin-
anna lét konungurinn taka af rétt
fyrir utan fangelsisglugga Friðriks.
Var það til þess gert, að gera prinz-
inn auðmjúkan.
Fangelsispresturinn sendi nú
konungi mjög viðkvæma skýrslu
af rétt-trúnaði sonarins og breyttu
hugarfari. Varð konungur þá hinn
glaðasti, og sýnir það, að hann
hefir ekki verið eins gersneyddur
allri föðurást og sagnaritarar oft
hafa gert hann. Gaf konungur
presti leyfi til, að láta prinzinn
staðfesta sonarlega hollustu sfna
með eiði. Og ef hann gerði alviar-
lega bót og betran, skyldi fangels-
isvistin verða ofur Jftið bætt, á
meðan hann með toegðan sinni
væri að vinna til fullkominnar
fyrirgefningar. “AUur bærinn skal
verða fangelsi hans,” reit konung-
urinn. “Eg skal gefa honum nóg
að gera frá morgni til kvelds í her-
máladeildinni, akuryrkjudeildinni
og á stjórnarskrifstofunum. Hana
getur unnið að fjárinálum, við-
reikningia, iesið skýrslur og gert.
ágrip af þeim....... En ef hann
sparkar eða rís upp á afturfótun-
um aftur, skal hann hafa fyrirgert
erfðarétti sínum til krúnunnar, og
jiafnvel lífinu sjálfu eftir ástæðum.”
Bærinn í Brandenburg, þar sem
Friðrik sat í fangelsi, hétKuestrin.
Þar varð hann að vera 1 15 mán-
uði. Eftir skipunum föður síns
var hann þar önnum kafinn við
prússnesk stjórmarstörf. Hann
gætti sín nú vel, hvorki “sparkaði,
né reis upp á afturfótum.” ÞessL
góða breytni hans þokaði honum
smáin saman upp á við i áliti kon-
ungs. Hann mátti ekki einu sinni.
bera hermannabúning allan þenna
tíma; átti það að vera til þess að
sýna honum, að hann hefði gerst
óverðugur þeirra dýrmætu einka-
réttinda. Bæði foringjum og her-
mönnum var stranglega bannað
að heilsa honum. En árið 1732 var
hann settur yfir herdeiid í bænum
Neuruppin. Nú kom að því, að
hann yrði að kvongast. 1 því varð
hann einungis að fara eftir skip-
unum föður síns. Árið 1733 gekk.
hann að eiga Elísabetu Kristínu,
dóttur hertogans af Brúnsvík-
Bevern. Honum var gefinn herra-
garðurinn Rheinsberg f grendinnl
við Neuruppin. Þar lifði hann að
líkindum sælustu ár æfi sinnar,.
unz hann tók við konungdómi.
Hann vann nú aigerlega traust og
álit föður síns með því að leysa
skylduverk sfn af hendi með svo
mikilli samvizkusemi og áhuga, að
Friðrik Vilhjálmur óttaðist ekki
■lengur um, að sonur hans væri ó-
verðugur þess, að bera konungs-
kórónu. Hann fekk nú líka leyfi
til að gefa sig við þeim hlutum, er
honum stóð mest hugur til.
Friðrik var mikill vinur frakk-
neska rithöfundsns Voltaire; og
fleiri góða vini átti hann í hópi
frakkneskra rithöfunda, og hafði
við þá fjörug bréfaskifti. Heim-
speki, ma'nnkynssaga og skáld-
skapur voru honum um þessar
mundir mestu hugðarmál. Tvær
bækur reit hann á þessum árum,
sem eru einna bezt kunnar þeirra
ritverka, er eftir hann liggja. Voru
þær um stjórnmál og heimspeki. 1
annarri bókinni bendir hann á„
hve veldi Austurríkis og Frakk-
lands fari sívaxandi, og sýnir fram
á, að mikla nauðsyn berl til þess,
að þriðja veldið rísi upp, til að
halda við jafnvæginu. Þarf ekki
að ganga að því gruflandi, að með
því átti hann við Prússland. 1
síðari bókinni, sem út kom sama
árið og hann varð konungur, er
þeirri hugmynd haldið fram, sem
all-mikið bryddi á hjá 18. aldar
heimspekingunum, að þjóðhöfð-
inginn sé ekki einvaldsherra, held-
ur helzti þjónn lýðsins.
Friðrik II. tók við konungdómí
31. maí 1740. Hann var ólíkur föð-
ur sínum um marga hluti, en varð-
veitti samt með lotningu þá stjórn-
arháttu, sem faðir hans hafði tek-
ið upp. Hann var föður sínum
miklu upplýsfcari maður og um
það bar öll stjórn hans vott. Eink-
um var munurinn mikill í um-
burðarlyndi í trúarefnum. Friðrik.
mikli ávann sér auknefnið ekki sfzt
með því, að hann sýndi öllum trú-
málaskoðunum sama umburðar*
lyndi. Hann ruam alls konar pynd-
ingar úr gildi. í dómsmálum sýrrdi
hann hina mestu varfærni f að rétt-
inum væri ekki hallað með hlut-
drægni. ÖUum, sem kærumál'
höfðu, veitti hann áheyrn. Hélt
hann þó ávalt stjórnartaumunum*
sterkri hendi. Um herinn hugsaðf
hann með mestu nákvæmni, þvf
hiann skildi svo vel, að aðal stytt-
ur prússneska ríkisins voru fjár-
mál á tryggum grundvelli og óvfg-
ur her. Samt sem áður tvístraði
hann risa-herdeildinni, sem faðir
hans hafði stofnað til með svo
miklum kostnaði.
Friðrik II. hafði vissulega gengiðl
í strangan undirbúnings skóia.
Faðir hans hafði stjórnað löndum
sfnum með ótakmörkuðu einveldi.
En hve strangur sem hann var og
frá þvf bitinn að taka tillit til þess,
sem nokkur vildi nema hann sjálf-
ur, var það ávalt auðsætt á öllu„
að hann hafði velferð þjóðar sinn-
ar í huga f ihvívetna. Og lýðurinn.
veitti honum enga ákveðna mót-
spyrnu, en iét hann beina lífinu £
þann farveg, sem honum þóknað-
ist. Hann hafði aldrei verið á það>
vaninn, að fá sínum vilja fram-
gengt í nokkuru. 1 heimilislífi sínu
hafði konungurinn verið jafn-
sannfærður um, að skipanir hans
væri velferðarskilyrði eins mikið
og í rfkismálum. En þar veitti
honum nokkuru örðugra, að sann-
færa einstaklingana um ágæti kon-
ungs-viljans í hverjum hlut.