Heimskringla - 07.06.1917, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 7. JÚNl 1917
HEIMSKRINGLA
5. BLAÐSÍÐA
ÉG SET PENINGA BEINT 1 VASA YÐAR
MEÐ ÞVÍ AÐ SETJA TENNUR 1 MUNN YÐAR
ÞETTA ER ÞAÐ, sem eg virkilega geri fyrir yður, ef þér komið til mín og
látið mig gera þau verk, sem nauðsynleg eru til þess að tönnur yðar
verði heilbrigðar og sterkar. — Eg skal lækna tann-kvilla þá, sem þjá
yður. Eg skal endurskapa tönnurnar, sem eru að eyðast eða alveg farnar.
Eg skal búa svo um tönnur yðar, að þær hætti að eyðast og detta burtu. Þá
getið þér haft yfir að ráða góðri heilsu, líkams þreki og starfsþoli.
Expression
Plates
Hellt “set” af tönnum, búlö tll
»ftir uppfyndingu mlnni, sem
eg hefi sjálfur fullkomna'S,
sem gefur yöur i annaö slnn
unglegan og eölilegan svip á
andlltiö. Þessa "Expresslon
Plates” gefa yöur elnnlg full
not tanna yöar. Þær líta út
elns og lifandl tðnnur. Þær
eru hreinlegar og hvitar og
stærö beirra og afstaða elns
og á "lifandi” tönnum.
$15.06.
Varanlegar Crowns og
Brídges
I»ar sem plata er óþörf, kem-
ur mltt varanlega “Brldge-
work” a?S góöum notum og
fylllr auöa staöinn i tann-
garöinum; sama reglan sem
vifchöfö er í tilbúningum á.
•‘Expression PlatesM en undir
stöttu atriöiö í “Bridges” þess-
um, svo þetta hvorutveggja
gefur andfitinu aiveg eölileg-
an svip. Bezta vöndun á. verki
og efni — hreint gull brúkaö
til bak fvllingar og tönnin
veröur hvít og hrein “lifandi
tönn.“
$7 Hver Tönn.
Porcelain og Gnll
fyliingar
Porcelain fyllingar mínar eru
svo vandaöar og gott verk, aö
tönnur fylta- þannig eru ö-
þekkjanlegar frá heilbrlgöu
tönnunum og endast eins lengi
og tönnin.
Gull innfyllingar oru mótaöar
eftir tannholunni og svo inn-
límdar meö lementi, svo tönn-
In veröur elns sterk og hún
nokkurntíma áöur var.
Alt erk mltt ftbyrgat aV vera vanslalS.
HvaOa tasBlakslsgar,
■em þér þartiivt, »te«d-
nr hAs yíor ttl boVa
bér.
Vottorö oc meömaell I
bnadraöatall frd veril-
uuarmönnum. bögmðon-
nm oc prestnm.
Alllr ikoöaVtr koitnaöarlaoat. — I»fr eruð mér ekke*t »kald<
bundnlr þ6 ef bafl gefltt yönr rAOlecclncar vlövfkjandl tdnn-
yöar.. . Komlö eöa tlltaklö A hvnða tlma |>ér vUjlö koma, f
cecoum talafman.
Dr. Robinson
Birks Building, Winnipeg.
DENTAL SPECIALIST
Við austurgluggann
Eftir síra F. J. Bergmann.
13.
Ofurmikil háöung.
Einn 'hinna heldri manna hér í
bænum í hópi íslendinga flutti
fyrir skemstu erindi nokkurt á
samkomu hér, sem ekki er orð á
gerandi, ef uintalsefnið, sem liann
valdi sér, liefði ekki verið dálítið
einkennilegt. Þetta umtalsefni var,
eftir því sem sagt er: Listin að
kunna að þegja.
Ekki er þess getið, að ræðumað-
ur hafi eiginlega sagt neitt ein-
kennilegt eða stór-markvert í sam-
bandi við þetta umtalsefni. En
það dylst engum, að ekki er það
valið «f handahófi. Einhver meira
eða minna dularfullur tilgangur
hlýtur að hafa valdið því vali.
Þann tilgang voru vist áheyrend-
ur að leitast við að grufla upp í
huga sér meöan á ræðunni stóð.
Og munu einhverir hafa komist að
þeirri niðurstöðu í huga sfnum,
að ræðumaður væri að brýna fyr-
ir þeim, er þarna voru staddir, að
þeim væri bráðnauðsynlegt að
læra þessa list. Hann væri að
skipa þeim iað þegja. Og þetta
tóku þeir fremur óstint upp fyrir
honum og létu hann enda skilja
það á sér.
Af því að þessi ræðumaður var
sjálfur forseti kirkjufélagsins,
grunar mig, að hann sé liafður
fyrir rangri sök. Eg á bágt með
að skilja, að hann sé beint tekinn
að segja almenningi að þegja alveg
upp úr þurru, nema þá í trúmál-
um.
Betur gæti eg trúað, iað hann
hefði haft sjálfan sig í huga: Að
hann væri nú tekinn upp á því,
að temja sér þá dýrmætu list: aö
þegja.
Eg styrktist fremur f þeirri trú,
er eg blaðaði í síðasta hefti Sam-
einingarinnar f því skyni, að kom-
ast að raun um, hvort hann hefði
þar gert nokkura skýringu þeirra
furðulegu ummæla, er hann ný-
lega kom fuam með og eg benti á
fyrir skemstu hér í blaðinu. Nei,
þar stendur ekki orð í þá átt. For-
setinn er augsýnilega að temja sér
þá fögru list, að þegja.
En hann hefði átt að gera það
fyr. Og hann hefði átt að gera
það til gagns.
Hingað til hefir hann ekki sýnt.
að hann væri betur að sér f þeirri
list, en aðrir. Fáir eiga jafn-mörg
glappyrði eftir sig á prenti og
hann.
En þegar hann er krafinn
reikningskapar fyrir glappyrðin,
tekur hiann sig til og fer að temja
sér iistina að begja. Og af góðum
og gildum ástæðum. Þá stendur
hann fastur. Þá lær hann eigi
fundið orðum sínum nokkurn
stað, hvernig sem hann leitar. Og
,svo þegir hann.
En þó ekki alveg. Það kann
hann ekki. Hann þarf að tala
dálítið fyrst, — til þess þó að koma
mönnuin í skilning um, hvílíkur
listamaður hann sé i því að þegja.
Hann hefir smóm saman verið
að stinga því út, að þögn hans sé
í fyrirlitningar skyn! við mig.
Hann um það.
Enginn verður einni hárshreidd
hærri eða lægri fyrir álit síra
Björns. Honum er velkomið að
líta mig liverjum augum, sem hon-
nm þóknast. Skugginn af fyrir-
litningu hans fellur á sjálfan liann,
en ekki mig.
Lloyd Georgc sagði eitt sinn f
ræðu:
Ef eg notaði ekki hvert færi,
sem mér býðst, til þess að and-
mæla því, sem eg kalla háðung,
myndi eg telja mig níðing gagn-
vart guði og mönnum.
Sökum þess, að eg hefi eitthvað
af sömu tilífinninguntii, leyfi eg
mér að minna á það aftur, að þau
ummæli síra Björns um ritdóm
Jóns biskups Helgasonar, að iiann
sé:
fúlar skammir og staölaus
ósannindi,
standa enn óskýrð og hafa hvorki
verið rökstudd né afturkölluð.
Ef einhver vinnumaður vestur á
Hor.nströnduin hefði birt önnur
eins uimnæli og þetta f verzlegu
blaði á ættjörðu vorri, uin biskup
landsins, myndi blaðið naumast
vera álitið húsum hæft.
Ef einhver af próföstuin landsins!
hefði birt þau í kirkjulegu mál-
gagni, án þess að rökstyðja með
nokkuru móti, myndi hvorki
manninum né málgagninu verða
vært í iandi.
Eg tala nú ekki um þetta við
síra Björn, eins og áður. En eg
taia um það við alla þá, sem orð
mfn lesa.
Það er verið að taka anál af okk-
ur Vestur-íslendingum. Það er
verið að benda á, að vér stöndum
ekki 'Sérlega hátt í menningarlegu
tilliti. Helzta sönnunargagnið í því
efni er blaðamenskan. Við finnum
til jiess sjálfir, að henni hetfir verið
fcikilega ábótavant. og vildum
liaga.
En þá kemur ritstjóri Sameining-
arinnar, forseti kirkjuféiagsins, síra
tíjörn B. Jónsson, og gerir sig
hvað eftir annað sekan um hlaða-
menskuhneyksli, lökustu tegundar,
og lætur vena, að gera nokkura
grein orða isinna, þó á hann sé
skorað.
Er það ekki alveg fráleitt, að
maður í hans stöðu skuli vera að
gera -Vestur-íslendingum hneisu?
Ætti hann eigi lað vera síðastur
allra nianna til að setja hlett á
vort vestur-fslenzka mannfélag?
Hafi forseti kirkjufélagsins ekki
næinari tilfin.ningar fyrir almennu
velsæmi en þetta, — sé siðferðis-
; liugmyndir þess manns, er í þó
j stöðu ihefir verið settur, ekki ljós-
j ari, standi hann í menningarlegu
j tilliti ekki hærra en þetta, — við
hverju má þá biiast af hinum? Svo
liugsa eðlilega þeir, sem Jiessu
hlaðamensku-lyrirbrigði vcita eft-
irtekt í fjarlægð og dæina um það.
Og ef þagað væri og engin and-
inæli hafin gegn þessu, væri enn
frekari sönnun þess fengin, lað slíkt
og þvílíkt inætti bjóða Vestur-
íslendingum einum.
Fyrir því er það sjálfsögð skylda,
að þoia þetta ekki. Sýna það, að
annað eins hrot á almennu vel-
sæini, þolum vér Vestur-íslending-
ar ekki ineð neinu móti.
Og kirkjufélagið? Hvernig hugs-
ar það uin þetta? Finst því, að
þarna komi só kristindómur f ljós,
sem það er að berjast fyrir?
1 kirkjufélaginu er fjöldi hins
vandaðasta fólks, sem gætt er þeim
vitsmunum, heilbrigðu skynsemi
og samvizkusemi í orðum og at-
höfnum, sem einkennir þjóð vora
og er stærsta hrós hennar.
Finst nú þessu fólki, að það
gera rétt í að halda ófram að kjósa
síra Björn í íorsetastöðu ór eftir
ár, þegar hann notar þá stöðu til
að varpa svona afar-miklum
skugga á kristindóm og siðferði-
vitund þess fólks, seni hann á að
vera eins konar fulltrúi fyrir?
Það er þeim inun meiri ástæða
til að taka þetta alvanlega til
greina, seni leiðtoga hæfileikar
virðast vera nákvæmlega sömu
tegundar. Fer eigi >sú spurning að
vakna hjó vitsmunamönnum
kirkjufélagsins: Er maðurinn fær
um þetta? Er ihann þvf með nokk-
uru móti vaxinn, að vera leiðtogi
kirkjufélagsins? Er hann fær um,
að vera ritstjóri Sameiningarinnar,
svo ekki sé til stór-mikils vanza?
Ber það eigi vott um ofurmikla
fátækt, að hafa ekki öðrum og
hæfari manni þar á að skipa?
Með ummælum síra Björns, bæði
þessum og öðrum, sem á undan
eru gengin, er Vestur-lslendingum
í heild sinni háðung ger.
Þeirri háðung andmæli eg af
heilum hug. Og eg fæ ekki betur
séð, en það sé sjálfsögð skylda livers
einasta Vestur-lslendings með vak-
andi velsæmistiifinning, að and-
mæla þessu.eins sterklega og hon-
um er unt.
Herskyldan.
(Framh. frá 1. bls.)
nafni Oanadaþjóðarinnar til merk-
is um vorn ófrávíkjanlega ásetn-
ing.
Eg tala hér í kveld sem félagi í
stjórnarráði fylkto yðar, og þó að
svo megi segja, að fylkisstjórnin
hafi enga grundvallarlaga skyldu
að rækja í þessu máli, né nokkra
áhyrgð umfram þá, sem hvílir á
fylkisbúum yfirleitt, skal eg þó
fúslega játa, að Canadastjórnin á
heimting á aö vita afstöðu vora í
því mikilvæga málefni, sem "vér er-
um hér saman komnir til að íliuga.
Það væri þýðingarlaust fyrir
mig, að reyna að hylja þann sann-
leik, lað yfirleitt eru stjórnir hinna
ýmsu fylkja ekki skoðaðar sem
stuðningsliðir Ottawa stjórnarinn-
ar. En hins vegar hef eg það á til-
finningu minni, að ef vér getum á
einhvern hátt greitt fyrir Canada-
stjórninni með því að látia skoðun
vora í ljó«, þá á hún heimting á að
vér gerum það einarðlega, og þó
að, eins og eg tók fram áður, eg sé
ekki hér að mæla máli félaga
minna, þá tel eg mér óhætt að full-
yrðta að þær skoðanir sem eg hér
set fram, séu í fullu samræmi við
skoðanir hvers eins þeirra, sem
sæti eiga í ráðaneyti fylkisins.
Ræðurpenn, sem hér hafa talað á
undan mér, hafa allir lagt áherzlu
á þá nauðsyn, sem oss beri til þess
að ráða fram úr máli þessu með
gætni og hyggindum. Þeir hafa
viðurkent mikilvægi málefnisins,
og þeir hafa iagt áehrzlu á nauð-
syn þá, sem nú beri til þess að við-
taka aiþjóðar herskyldu, og farið
lofsamlegum ummælum um þann
nýja þjóðaranda, sem nú er að ná
tökum á huga þjóðarinnar á þess-
um tíma. Aldrei f sögu vorri hefir
hollusta við hagsmuni þjóðarinn-
ar verið eins nauðsynleg eins og
nú. Aldrei hefir verið meiri þörf
umburðarlyndis, og aldrei eins
mikil þörf þess, að fólk vort veiti
landi sfnu óeigingjarna þjónustu
og fórnfýsi eins og nú á yfirsband-
andi tíma.
Látum oss nú um stund íhuga
málefnið, seði liggur fyrir fundin-
um. Það eru ýmisleg atriði, sem
öllum kemur saman um. 1 fyrsta
lagi viðurkennir hver canadiskur
maður mikilvægi þess skyldustarfs,
sem fram undan oss liggur. í öðru
lagi viðurkennir sérhver réttmæti
málstaðar vors. Enn fremur virða
allir og meta hreysti hermanna
vorra og þá afskaplegu fórn, sem
þeir hafa gert. Að loforð hafi verið
gert fyrir hönd Canadaþjóðarinn-
ar, mun enginn neita. Ekki held-
ur getur nokkur andmælt þvf, að
loforð þetta sé að eins að parti
uppfylt. Vér erum allir neyddir
til að viðurkenna, að afstaða Can-
ada í iiðsdrátbarrnálinu er ómögu-
leg og má ekki óbætt standa.
Látum oss nú athuga tillögu þá,
sem fyrir liggur. Hún ráðleggur,
sem bót við núverandi ástandi: að
Canadaþjóðin taki upp þá stefnu,
sem nefnd er herboðsval (selective
conscription). Vér erum hér með
þeim tilgangi, að láta í ljós skoðan
vora á því, hvórt þetta sé hin rétta
bót á núverandi ástandi. Það er
algerlega sanngjarnt, að vér, við í-
hugun þessa máls, höfum hliðsjón
af því, sem gert hefir verið annars
staðar undir samkyns kringum-
stæðum. Leyfið mér þess vegna að
benda yður á, »ð þessi aðferð hefir
verið viðtekin .annars staðar. 1
fyrsta iagi varð móðurlandið að
lokum nauðheygt til þess að beita
þessari aðferð, sem því eina full-
nægjandi ráði til þess að fylla upp
í jiau skörð, sem gerðust í lier-
deildir þess. Þeir tóku upp þar
Jiessa aðferð, jafnvel eftir að sjálf-
boða aðsóknin þar í landi hafði
orðið langsainioga meiri en raun
hefir á orðið hér hjá oss. Þeir
fundu sig knúða til þess að beita
þessari aðferð. af því jieir sann-
færðust um að herboðsval (selec-
tive conseription) væri sú eina full-
nægjandi og sanngjarna stefna til
liess að útvega nauðsynlegan
mannafla. Margar af sambands-
þjóðum voruin hafa tekið upp
þessa stefnu og hvívetna með
ágætum árangri. Sumar systur-
jijóðir vorar i brezka ríkinu liófu
stefnu þessa skömmu eftir að stríð-
ið hófst. Og í gærdag höfðum vér
hér í borginni fræga gesti frá vorri
ágætu iýðveldis systurþjóð í Nýja
Sjálandi, þar sem herboðsvals-
stefnan hefir verið viðtekin með á-
gætum árangri. Vorir mikils virtu
og vel komnu samherjar, Banda-
ríkin, liafa álitið rétt að viðhafa
jiessa aðferð strax frá upphafi.
Alt þetta er bending til vor og
neyðir oss til sanníæringar um, að
sjí eina viturlega leið fyrir oss að
liræða á þessum hættu tímum, er
sú, að viðtaka sömu stefnuna, sem
öðrum þjóðum hefir gefist svo vel.
Meðan vér erum að íhuga að
hvaða niðurstöðu vér eigum að
komast í þessu atriði, iskulum vér
citt augnablik íhuga hvað annað
mögulegt gæti komið í staðinn.
Ef vér leyfum þessu ástandi að
haldast afskiftalausu, þá virðist
að eins ein afleiðing möguleg. Sú
afleiðing er ósigur.
Frani að þessum tíma hefir ]iátt-
taka Canada í stríðinu verið aðdá-
anleg. Sá hluti sögu vorrar, sem
lýtur að þessu stríði, er þrunginn
afreksverkum og dýrð, og sá hluti
hins canadiska manndóms, sem
þar hefir átt f þáttöku, hefir fram-i
lagt kapp og fórnfýsi fyrir land
vort og alríkið. Er það hugsan-
legt, að Canadamen ætii sér að
enda jiennan jiátt sögu vorrar, sem
lýtur að þesflu stríði, með því að
leyfa sagnriturum að skrásetja í
enda hans nokkuð, 'sem beri vott
um mishepnanir. Getum vér, sem
eanadiskir menn, látið okkur koma
til hugar, að yfirgefa vora ágætu
hermenn mfð því að neita að veita
þeim þann liðsaukastyrk, sem þeir
þarfnast? Getur oss dottið í hug,
að yfirgefa þá, sem lagt hafa fram
alt, sem jieir megna, fyrir Canada
og alríkið? Það er að mínu áliti
aigeriega óhugsandi.
Látum oss nú íhuga stuttlega
þær ástæður, sem ifram eru færðar
gegn tillögu þeirri, sem nú liggur
fyrir fundinum. Eg hefi heyrt and-
stæðinga lierskyldunnar segja, að
engin herskylda manna ætM að
eiga sér stað fyr en búið væri að
herskylda auðæfi íbúanna. Lftum
sem snöggvast á hvað lietta jtýðir.
Hin me«ta nauðsyn er menn—meiri
menn—, menn, sem líkjast þeim,
sem vér þegar höfum sent. Engin
upphæð auðs getur unnið jiað
starf, sem mennirnir gera. öll
heimsins auðæfi fengju ekki orkað
því, að vinna l>etta stríð fyrir oss.
Né oikað nokkru öðru án manna
En vér verðum síðar að annast
um hina feikilegu fjárskuldabyrði,
sem af stríðinu leiðir. Ráðstafan-
ir verða að vera gerðar til j>ess,
]>egar tími er til þess kominn, að
borga hina miklu herskuld, sem
stríðinu er samfara, Auðlegð Can-
ada verður þá krafin til þess að
fórna sér í þarfir landsins. En sú
fórn, hversu mikil sem hún kann
að verða getur aldrei jafnast á við
þá fórnfæring, sem nú er krafist aí
manndómi Canada.
Sú framsala, sem krafist skal
verða af auðlegð landsins, er á
voru eigin valdi og verður ákveð-
in á réttum tfrna. Það er frá mínu
sjónarmiði óhugsanlegt, að her-
kostnaðurinn verði nokkurn tfma
borgaður af vanalegum inntektum
ríkisins, og tel eg það vafalaust, að
gerðar verði nýjar og áður óheyrð-
ar kröfur á eanadiska auðlegð til
lúkningar þeirri miklu skuld. En
eg endurtek ]>að nú, að ekkert það
sem auðlegðin orkar, getur að
nokkru leyti fullnægt þeirri bráðu
nauðsyn, serrf nú er fyrir aukinn
liðsstyrk.
Hér um bil það eina annað, sem
eg hefi heyrt andstæðinga her-
skyldunnar haida fram, er það, að
leita skuli atkvæða almcnnings um j
hvað gera skuli, áður en nokkur j
stefna sé ákveðin. En af öllum
þeim mótbárum, sem fram eru
bornar gegn tillögunni, sem nú
liggur til fhugunar, er engin, sem
að mínu áliti hefir minna gildi
heldur en skírskotunar ástæðan.
Er það ekki flónskulegt, «ð tala
um að leita atkvæða um það, hvort
vér eigum að gera skyldu vora? Er
NÝ
UNDRAYERÐ
UPPGOTYUN
Eftir tíu ára tilraunir og þui>*E
erfiði heíir Próf D. Motturas upp-
götvað ineðal, sem er saman bland-
að scm áburður, og er ábyrgst a8>
lækna hvaða tiifelli sem er af himin&t
hræðilega sjúkdómi, sem nefntot
Gigtveiki
og geta alllr öðlast það.
Hví að borga lækntokostnað og
ferðakoetnað í annað loftstag, þegarr
hægt er að lækna þig heima.
Verð $1.00 flaskan.
BurSargjald og stríðsskattur 16 cenk
Einka umhoðsmenn:
MOTTURAS LINIMENT CO.
P. 0. Box 1424
(Dept. 8) Winnipeg, Man
það ekki fávísJegt, að vér leituni
atkvæða um það, hvort vér elgum
að uppfylla það loforð, sem vér
höfum gefið alríkinu og sambands-
þjóðum vorum? Eigum vér að
leita atkvæða um það, hvort vér
skulum eða skulum ekki stands.
við það loforð, er forsætisráðherra
Canada hefir fyrir liönd og í nafnl:
eanadisku þjóðarinnar gefið sen2
“merki vors ófrávíkjanlega ásetn-
ings?” Hver hefir nokkru sinni
heyrt getið um, að atkvæða-
greiðslu væri leitað um ]>að, hvorfe;
horga skyldi réttmæta skultF, eðw
]>au loforð haldin eða svikin, sem
gerð voru í helgri. alvöru? At-
kvæðagreiðslu krafan hefir, að þvl
er eg fæ bezt séð, ails ekkert sér til
ágætis. Hin mesta nauðsyu líð-
andi stundar er, að }>jóð vorri sé
svo skipað, að hún geti sem fuirr-
komlegast framkvæmt þetba feiki-
lega starf á þann hátt, sem hent
hefir verið á. öll vor auðlegð^
hvort heldur í mönnum eða fjár-
munum, verður að framseljast á,
aitari þjóðarinnar og f ]>águ þes».
málstaðar, sein vér og sambands-
]>jóðir vorar eruni að berjast fyrir,
Canada]>jóðin hrópar í dag til
allra íhúa. iandsins og segir: Her-
væðist, allir þér, sem vopnfærfr er—
uð. Hinir stundi iðnað og fram—
leiðslu, og allir f einingu veiti rík-
inu þjónustu sína og krafta.
Hinn daufsýnasti athugandi nú-
tíðar viðburða fær ekki varist
þeirri vitund, að nú eru alvarlegr
tímamót í sögu þjóðarinnar, og:
framkvæmdir eru í umsjá þjóð-
málamanna vorra. Yandamálin,.
sem ]>eir verða að ráða fram úr, cri*
hin alvariegustu og vandasöm til
úrlausnar. Og hæn og von hvers?
einasta Canada horgava verður að
vera sú, að þeim veitist vit og
auðna til ]>ess að leiða ]>jóðina á.
braut skyldurækni og afrefta tiE
þess að allir niegi gerast einbnga f
því að gera tafarlausa ráðstöfurt
til þess að veita eanadisku her-
deildunum nauðsynlegan iiðs-
auka, svo að vorir hugprúðu her-
mcnn, sem með samhandsþjóðum
vorum eru að berjast fyrir frelsi og
mánnréttinduim, ekki ]>urfi að>
vinna fyrir gíg, og til þess að ]>au
dýrmætu oanadisku mannsiíf, sem
svo hreystilega liafa fórnfært sér á>
vígvellinum, ekki hafi fallið árang-
urslaust.
(B.L.B. þýddi.)
| EIMREIÐIN ]
(Ritst. dr. Valtýr Guðmundsson. >
Eg hefi tekið að mér aðal-út-
breiðslu á ‘‘Eimreiðinni’’ vestan
hafs. Kaupendur geri því svo
vel og snúi sér til mín . Þeir,
er gerast vilja nýir kaupendun,
gefi sig fram sem fyrst. Ar-
gangurinn $1.20, einstök númer'
40 cents.
ÓLAFTTR S. THORGEIRS&ON,
674 Sagent Ave., Winnípeg.
4--------------------------
BEZTU
PLÓG-SKERAR
12 þumlunga........S2.S.*> hver
13 og 14 þuml......#2.7.% “
1S OK 1« þuml.. . .. .. #2.»S “
Aflvéla—Gang—
No. 340-342—S.R. 17 #3.10 “
Plógskerar Jío. SP20 .. #3.2S “
Beztu vörur og fljót afgreiðsla. ;
Pantið í da;g.
Western Implement Supply Co.
J. Cunningham, manager
1605R llth Ave. Regina, Sa»k.
North Star Drilling Co.
CORNER DEWDNEY AND ARMOUR STREETS
Regfna, : Saak.
Agentar í Canada fyrir Gus Pech Foundry Co. og Monitor
Brunnborunar áhöld.
&4* 4* 4*4* 4* 4* 4* 4*4* 4* 4* 4* 4*4*4*
LÆKNAR NÚTÍMANS SPYRJA
UM TENNUR YDAR
Þegar þér hafiS ýmsa kvilla, sem ekki láta undan
meSulum læknisins, þá er vanalega spurningin hjá honum:
‘‘Hvernig eru tennur ySar? Eru þær í góSu lagi? SjáiS
tannlæknirinn og komiS svo til mín aftur.”
Þegar tennurnar skilja sig viS góminn og þér hafiS
þaS sem vér köllum “pyorrhea alveolaris”, þá er því æfin-
Iega samfara óregla á meltingunni, óhreint blóS og gigtar-
styngir í höfSi og annarsstaSar í líkamanum.
GóSur tannlæknir lagar þetta alt saman, og þaS kost-
ar ySur lítiS, ef þér komiS til vor.
Dr. G. R. C/arke
Rooms 1 to 10 Dominion Trust Bldg
Cor. Rose St. and llth Ave. Phone 5821
Regína, Sask.
Skrifstofu tímar: 8.30 f.h. til 6 e.h. á hverjum degi, að undan-i
teknum sunnudögum og tillidögum
STÚLKA TEKUR MÓTI GESTUM 1 BIÐSTOFU
&&&&&&&&&&&&&&&&&&&