Heimskringla


Heimskringla - 07.06.1917, Qupperneq 7

Heimskringla - 07.06.1917, Qupperneq 7
WINNIPEG, 7. JÚNÍ 1917 HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSÍÐA TIL KJÓSENDA í Saltcoats kjördæmi Hér með leyfi eg mér að tilkynna, að eg hefi verið tilnefndur sem þingmannsefni fyrir Saltcoats kjördæmið af conservatívum og allmörgum öðrum, og hefi gefið kost á mér til þessa. Og þar sem kosningarnar nálgast nú óðum, er nauðsynlegt að eg skýri frá afstöðu minni. Stefna mín er: hrein stjórn, sem sé stjórn fólksins; löggjöf, sem sé sam- kvæm vilja fólksins. Eg hefi verið bóndi í Vestur-Canada í 30 ár hefi eg verið í sveitaráði bæði í Manitoba og Salt- coats. Eg er meðlimur Grain Growers félagsins og einnig Grain Growers Cooperative félagsins. Skoðun mín og sannfæring er, að núverandi stjórnarstefnur í Canada séu þannig, að heppilegast sé að fulltrúar fólksins bindi sig ekki við flokka—hefi eg því ekki lofað neinum sérstökum flokki fylgi né bundið mig við neina sérstaka stjórnarstefnu. Eg borga sjálfur minn eigin kostnað til þess að hafa frjálsar hendur ef eg verð kosinn. Núverandi fylkisstjórn hefir verið kærð fyrir svik og fjárdrátt og þar af leiðandi hafa þrettán af áhangendum hennar og embætismönnum annað hvort verið hneptir í varðhald eða reknir úr flokknum. Lítil líkindi eru til þess, að skynberandi kjósendur þessa kjördæms styðji aðra eins stjórn. Fylgjendur stjórnarinn- ar segja, að tilgangur Col. Bradshaw hafi ekki verið góður og rannsóknar-aðferð hans ekki viðeigandi. Eg þrátta ekki við þá um þetta atriði, en vil þó segja, að kjósendur mega vera Col. Bradshaw þakklátir fyrir að hann leiddi í ljós það sem hann gerði. öllum má standa á sama, hver ljóstar upp svikunum, ef þau eiga sér stað. Væri hyggilegt að treysta núverandi stjórn í annað sinn, eftir að annað eins hefir verið leitt í ljós? Skuld fylkisins er nú orðin $25,000,000 og árleg rentugjöld nema að upphæð $1,500,000, og skuld þessi hefir aukist um tvær miljónir dollara á ári í síðast liðin tólf ár—og árið 1917 verður hér engin undantekning. Útgjöld stjornarinn- ar og fjáreyðsla bera inntektir fylkisins með öllu ofurliði. Þetta verða kjósendur að athuga og mun þeim þá ekki lengi dyljast, að þetta krefst endurbótar. Tæplega mun mörg- um heldur finnast viðeigandi að lögmaður í Regina sé full- trúi fyrir bændakjördæmi, eða með öðrum orðum sveitar- kjördæmi. Hví þá ekki eins að kjósa menn, sem heima eiga í Regina, í skólaráð og sveitarstjórn hér? Sannleikur- inn í málinu er annars sá, að stjórnmálagarpar borganna eru ekki heppilegir menn til þess að berjast fyrir velferðar- málum bændanna. Til þess þarf menn, sem víðtæka þekk- ingu hafa af eigin reynslu á öllum sveitarmálum og málum þeim öðrum, er að starfi bændanna lúta. Stefna mín í skólamálinu er sú, að ensk tunga ríki í barnaskólunum undirstöðumentun æekulýðsins. Fylkisréttindi í öllum málum fylkinu viðkomandi — þetta og annað, sem stuðlar að hag fylkisbúa, mun eg styðja, en sem rúm leyfir mér ekki að tilgreina frekar. Séu kjósendur mér samþykkir í þessum ofangreindu atriðum, mælist eg eftir fylgi þeirra við komandi kosningar. Yðar einlægur, H. LEPPINGTON, Þingmannsefni í Saltcoats. Hveitibœndur! Sendið korn yðar í “Car lots”; seljið ekk i í smáskömtum.— Reynið að senda oss eitt eða fleiri vagnhlöss; vér munum gjöra yður ánægða, — vanaleg sölulaun. Skrifið út “Shipping Bills’ þannig: NOTIFY STEWART GRAIN COMPANY, LIMITED. Track Buyers and Commission Merchants WINNIPEG, MAN. Vér vlsum til Bank of Montreal. Peninga borgun strax Fljót viðskifti BORÐVIÐUR SASMÓULDINGS. Við höfum fullkomnar birgðir af öllum tegundum Verðskrá verður send hverjum þeim er þess óskar THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. Henry Ave. Eut, Winnipeg, Man., Telephone: Main 2511 - J LANDBONAÐUR 0G SVEITALÍF ILLGRESI. Eftir vanalegum skilningi er sá jarðargróður, sem ekki er á réttum stað, nefndur illgresi. útskýring þessi á þó ekki æfinlcga við. Hafrar til dæmis í hveiti akri, eða rúgur í alfalfa akri, geta ekki eftir algengri þýðingu orðsins skoðast sem ill- gresi. í raun og veru er illgresið margskonar jarðargróður, sem vex og þróast og sáir út frá sér á rækt- uðu landi, þar sem hann á ekki heima. Illgresisplönturnar flestar eru lífseigar og örðugt að uppræba þær. Þær vaxa á margvíslegan hátt. Elestar þessar plöntur sá út frá sér árlega. Sæði sumra þeirra sprettur undir elns, en sæði sumra planta þessara liggur í moldinni tvö, þrjú og jafnvel fleiri ár áður en upp frá þvf sprettur. Rætur sumra þessara planta lifa í fjölda mörg ár. En alt illgresi sáir á ein- hvern máta út frá sér og getur oft útbreiðst með ærnum hraða yfir stór svæði. Engin full vissa er enn fengin fyrir hvernig það orsakast, að ill- gresið dregur svo mjög frá öllum jarðar afurðum bóndans. Skiljan- legt er þó, að illgresið dregur að sér vætu og gróðrarmagn jarðar- inniar og tefur þannig fyrir öðrum plöntum. Tilraunir hafa samt ver- ið gerðar þar sem nóg væta og nóg gróðrarmagn var fyrir hvoru- tveggja, en þrátt fyrir þctta leið bæði korn og annað stóran baga við nærveru illgresisins. Að lík- indum gefur því illgresið af sér ýms eiturk'ynjuð efni, sem eru meir og minna banvæn öllu, er nærri því er. En hvað sem þessu líður, er tjónið, sem hlýzt af völdum ill- gresisins, öllum augljóst, og ætti það að vera mönnum nægileg hvöt til þess að reyna að eyði- leggja það og útrýma því. Jafnt tjóninu, sem það orsakar, eykur það vinnukostnaðinn við að hreinsa útsæðið og bakar bóndan- um einnig meiri og minni fyrir- höfn og aukavinnu við að rækta land sitt eftir því sem lengra iíður. Lífsnauðsyn hverjum bónda er þess vegna að vanrækja ekki að reyna að útrýma þessum ófögn- uði; Mönnum, sem mest liafa athug- að hin margvíslegu áhrif illgresis- ins, hefir komið saman um það, að eftirfylgjandi bendingar séu heppi- legar fyrir bændur í Alberta og Saskatchewan: (1) Áríðandi er, að löndin séu inngirt. Þannig halda bændur sínum eigin nautpeningi heima og koma í veg fyrir átroðningi af nautpeningi nágrannanna, og ekki undir neinum kringumstæðum ætti að reka nautpening iðulega í gegn um akrana. (2) Hver einn bóndi á að minsta kosti völ á fáeinum ekrum af hreinu landi. 1 þann blett ætti að sá korni eins vel hreinsuðu óg unt er og hafa svo vakandi auga á bletti þessum yfir sumarið og upp- ræta alt illgresi þar eftir föngum, sem gerir vart við sig. Kornið af þessum bletti ætti bóndinn svo að nota fyrir útsæði næsta sumar. Tæplega mun nein vinna bóndans borga sig betur en þessi. (3) Bændur ættu að vera vara- samir með fóðrið, sem þeir gefa gripum sínum, sérstaklega þegar mykjan á að notast sem áburður fyrir akra. Þannig getur illgresi, eða sæði þess, borist í akurinn. (4) Reytið upp illgresið undir og með fram girðingunum og látið það ekki fá framgang neins staðar nærri akrinum. Það eru lftil hygg- indi í því að láta vel ræktaðan ak- ur vera umkringdan af illgresi, t.d. rússneskum þistli. (Russian this- tle) eða canadiskum þistli. (5) Lærið að þekkja illgresið til hlítar. Þekkingin er nauðsynlegt skilyrði í þessum sökum sem öðr- um. (6) Verið vakandi fyrir tjóninu, 'sem hlýzt af þessum óvini akur- yrkjunnar. Mörg bújörð myndi f dag vera tvöfalt meira virði, ef eigandinn hefði upprætt illgreisð með fram akri sfnum, þegar það fyrst gerði vart við sig. Hirðuleysi í öðru eins og þessu er óaófsakan- legt og ófyrirgefanlegt. (7) Hagið verkum • þannig, að þið getið ræktað akrana á haustin (to do fall cultivation). Með þessu móti verður illgresið auðveldara viðfangs næsta vor.------ Skaðlegustu illgresis tegundirnar í Canada eru ef til .yill sáð-þistill- inn (sow thistie), Canada þistill- inn, quack grasið, viltir hafrar og stink weed. Eiestar aðrar tegund- ir má eyðileggja með sömu aðferð og viðhafðar eru við þéSsar. Þar sem Canada þistillinn að eirns gerir vart við sig á litlum blettum, verður kostnaðarminsta aðferðin honum til eyðileggingar, að breiða tjörupeppír yfir bletti þessa og láta pappír þenna liggja á þeim yfir sumarið. Tjörupappír þessi verður að ná ein fjögur eða fimm fet út fyrir blettina á alla vegu og verður að vera vel þakinn af mold hér og þar, svo hann fjúki ekki burtu. Áður en breitt er úr pappírnum verður að slá ‘allan jarðargróður, sem á blettinum er, og hreinsa hann burtu. Þar sem um stór svæði af Canada þistli er að gera, að bezt að láta hann vera þangað til hann blómg- ast, slá hann þá og flytja hann burtu. Plægja svo akurinn fimm til sex þuml. djúpt og herfa hann vandlega. Þessi svæði, ef þau eru ekki of mörg, ætti að merkja og herfa (cultivate) þau oft og iðu- lega. Allan þann þistil, sem gerir vart við sig hér og þar, verður strax að uppræta. Sáð þistilinn (perennial sow thistlo) má eyðileggja með tjöru- pappír, þegar hann að eins gcrir vart við sig á litlum blettum. En ef þistill þessi er á stórum svæð- um, er bezt að byrja að herfa svæði þau eins snemma á vorin og mögu- legt er og varna þess þannig, að þistillinn geti náð að laufgast, en í lok júnímánaðar plægja svo ak- :: , :: Mórauða Músin :: :: ;; Þessi saga er bráðum upp- » gengiun, og settu þeir sem vilj* ; < • Íeignast bókina, a5 senda ose <• pöntun sína som fyrst. Kostar - ► 60 cent. Send póstlrftt. ■< ‘ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ ♦ »♦♦•♦•♦ urinn fimm til sex þuml. djúpt og halda honum svörtum yfir sum- arið. Quack gras, sem gerir vart við sig á litlum blettum, má eyðileggja með tjörupappír, eins og skýrt er frá að ofan. Stór svæði af illgresi þessu er bezt að plægja tvisvar yf- ir sumarið, plægja grunt í fyrra sinn og herfa svo iðulega þangað til seint á sumrin eða snemma á haustin, plægja þá aftur og í þetta sinn djúpt. Þannig færast allar rætur þessar á yfirborðið og drep- ast þar svo yfir veturinn. Yilta hafra er ekki hægt að eyði- leggja á einu ári, því sæði þeirra liggur í moldinni ár eða lengur áð- ur en upp af því sprettur. Til þess að eyðileggja þá, er bezt að plægja og herfa akurinn eins fljótt eftir uppskeru og hægt er. Herfa -svo vel næsta vor og seint í maí sá í akurinn höfrum, sem hægt verður að slá fyrir grænt fóður í ágúst— fyrir þann tfma fá viltu hafrarnir ekki tækifæri til þess að móðna. Þessa sömu aðferð er svo hægt að viðhafa næsta ár og sá ekki korni í akurinn fyr en á þriðja ári. En einlægt verður að hafa vakandi auga á akrinum og uppræta strax þá viltu hafra, sem hér og þar gera vart við sig. JÞýtt.) Kvenfólk.-LESIÐ! i Fyr eía sít5- ar munutS þér brúka í þvott- inn vort nýja og afar gó?5a “WITCHCRAFT” af því a« þa« virkilega þvœr fötin hrein án þess þau séu nudduö—og þér komist þannig hjá því sem erfiöast er viö þvottinn. Einhvern dag Vér vitum, atS ySur hlýtur að getSjast vel atS notkun þess, og og því þá ekki atS gripa gæsina þegar hún gefst og nota ytSur strax hitS sérstaka tækifærl sem vér bjótSum? Sendit5 25 cents fyrir pakka af WITCHCRAFT — sem endist í fimm þvotta. — ReynitS þatS, og ef þér erut5 ekki allskostar á- nægSar, þá senditS oss aftur þa5 sem afgangs er í pakkanum og vér skulum skila aftur vertSinu. GjöritS þetta tufarlanst. People’s Specialties Co. P.O. Box 1836 Winnipeg Dept. 17 Því ekki nú! i Vér borgum undantekningarlaust Kiomi hæsta verð. Flutningabrúsar lagðir ÆL % I V/JI&AJI til fyrir heildsöluverð. Sætur og Súr Fljót afgreiðsla, góð skil og kur- 17 . teis framkoma er trygð með því að Jveyptur verzla við j r SÆTUR OG SÚR Dominion Creamery Company ASHERN, MAN, OG BRANDON, MAN. 1 — KAUPIÐ Heimskringlu : LEIÐANDI 0G ELSTA FRÉTTABLAÐ VESTUR-ÍSLENÐINGA : Nýtt Kostaboð Nýir kaupendur að blaöinu, sem senda oss fyrirfram eins árs andviröi blaðsins, oss að kostnaðarlausu, mega velja um þRJÁR af eftirfylgjandi sögum í kaupbætir : i«C 1 / • » oylvia “Hin leyndardómsfullu skjöl’ “Dolores” l«T/ I / •• Jon og Lara ‘Ættareinkennið” “Bróðurdóttir amtmannsins” *«f r *» Lara “Ljósvörðurinn” “Hver var hún?” “Kynjagull” Sögusafn Heimskringlu Þessar bækur fást keyptar á skrifstofu Heimskringlu, meðan upplagið hrekkur. Enginn auka kostnaður við póst- gjald, vér borgum þann kostnað. Syivja ..............................$0.30 Broourdottir amtmannsins ............ 0.30 Dolores ....-........................ o.30 Hin leyndardómsfullu skjöl........... 0.40 Jón og Lára ......................... 0.40 Ættareinkennið....................... 0.30 [f[a ................................ 0.30 Ljosvörourinn........................ 0.45 Hver var hún?........................ 0.50 Kynjagull............................. 035 Forlagaleikurinn..................... 0.50 Mórauða músin ....................... 0.50

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.