Heimskringla - 14.06.1917, Síða 1
V
4
r
v
oli óloson nóv. 17
Suitc 2 Kolbrun Illk.
St. Paul Ave.
t-------------------------------'
Royal Optical Co.
Elztu Opticians i Winnipeg. ViO
höfum reynst vinum þinum vel, —
gefðu okkur tækifæri til að regn-
ast þér vel. Stofnsett 1905.
W. R. Fowler, Opt.
K_______________________________/
XXXI. AR.
WINNIPEG, MANITOBA, 14. JÚNI 1917
NR. 38
HERSKYLDU FRUM-
VARPIÐ ER LAGT
FYRIR ÞINGIÐ
Horskyldu frumvar])ð var lagt
fyrir neðri málstofu þingsins á
mánudaginn var af Sir Robert
Borden, forsætisráðherra. Bftir að
hafa lesið frumvarpið, skýrði for-
sætisráðheri'ann ]>að fyrir þinginu,
að herskylda væri nú óumflýjanleg
ef Canada herinn ætti að geta
haldist við nneð þeim liðskrafti,
sem hann nú hefði. Til þess að unt
yrði að halda fjórum deildum (di-
visions) á orustuveilinum, yrði
Canada herinn að fá 70 þúsund
manna liðsauka á næstu sjö mán-
uðuin. Skýrslur las forsætisráð-
herrann því til sönnunar, að nógu
inargir menn liefðu ekki innritast
á seinni tíð til l>ess að mæta þess-
ari liðsþörf. í sam'bandi við þetta
mælti hann: “Þörfin fyrir meiri
liðsafla er brýn, ákveðin og óum-
flýjanleg. Ekkert er nú fullnægj-
andi, uitan ]>að stuðli að sigri,
frelsi, öruggleik og frið.”
Tillögur stjórnarinnar að mæta
þessari auknu liðsþörf er: að kall-
aðir verð til her])jónustu hundrað
þúsund menn, ekki fleiri, sem eru
á aldrinum frá 20 til 45 ára. Verða
menn þessir kallaðir fram í flokk-
um sem eru tíu talsins, og verða ó-
giftir menn frá 20 til 23 ára að aldri
í fyrsta flokknum. Af herfærum
mönnum, sem tilheyra þessum
fiokkum, verða að eins undanskild-
ir prestar og játendur vissra trúar-
bragða, svo sem Mennonitar og
Doukhobors, sem settust hér að
við þá fullvissu stjórnarinnar, ®ð
þeir væru ekki kallaðir til herþjón-
ustu. Forsætisráðherrann lagði á-
herzlu á það, að loforð þetta mætti
stjórnin ekki rjúfa.
Engin ski-ásetning fer frwm. Þeir,
sem halda sig undanskilda her-
])jónustu verða að hlíta dómsúr-
skurði þeirra manna, sem stjórn-
in velur í bæjum og bygðum til
þess að skera úr slfkum málum.
Verða til þessa valdir óhlutdrægir
menn, og óháðir í öllum stjórn-
málum. Ef menn verða óánægðir
með dómsúrskurð þessara manna,
eiga þeir kost á að vísa ináii sínu
til æðri dómstólai Hver sá, sem
ieitast við að komast undan her-
skyldunni, verður skoðaður sem
liðhlaupi úr her þjóðariunar.
Flokkarnir,_sem fram verða kali-
aðir, eru sem fylgir:
1. flokkur—Menn, 20 ára og sem
ekki eru fæddir fyrir árið 1894, ó-
kvongaðir eða ekkjumenn, barn-
lausir.
2. flokkur—Menn fæddir á árun-
um frá 1889 til 1893, bæði þessi ár
meðtalin, og sem eru einhleypir eða
ekkjumenn, barnlausir.
3. flokkur—Menn, fæddir á árun-
um 1883 til 1888, bæði þessi ár með-
talin, og sem eru ókvongaðir eða
ekkjumenn, barniausir.
KVONGAÐIR MENN.
4. flokkur_Menn, 20 ára, fæddir
| ekki fyr en árið 1894 og eru kvong-
aðir, eða ekkjumenn, og hafa börn-
um fyrir að sjá.
5. flokkur—Menn, fæddir á árun-
um um 1889 til 1893, kvongaðir
menn eða ekkjumenn og sem eiga
eitt eða fleiri börn.
6. flokkur—Menn, fæddir á árun-
um frá 1883 til 1888, kvongaðir eða
ekkjumenn og sem eiga eitt eða
fleiri börn.
7. flokkur—Menn, fæddir á árnn-
um frá 1867 til 1882, ókvongaðir
eða ekkjumenn, sem eiga engin
börn.
8. flokkur—Menn, fæddir á árun-
rm frá 1876 til 1882, kvongaðir
iuenn eða einhleypir og sem eitt
eða fleiri börn eiga.
9. flokkur—Menn, fæddir á árun-
um frá 1872 til 1875 einhleypir eða
ekkjumenn og sem engin börn eiga.
10. flokkur—Menn, fæddir á árun-
| um 1872 til 1875, kvongaðir menn
eða ekkjumenn, og eiga eitt eða
fleri börn.
Þeir sem gengið hafa í hóna-
band eftir vissan dag 1917 (sem
ekki hefir enn verið ákveðinn)
verða skoðaðir sem einhleypir
menn. — í hverjum flokki að ofan
eru bæði árin, sem tilgreind eru,
meðtalin.
Roy W. Jenson.
Hann er sonu Gunnars Jenson-
ar umboðsmanns og Rósu konu
hans að 110 3st Sreet í Saskatoon.
Roy er fæddur 3. febrúar 1900 í
New Westminster, og er því ekki
nema 17 ára.
Hann er efnilegur piltur mjög,
«ins og hann á kyn til að rekja.
Gekk hann í brezka sjóliðið í
Victoria nýlega og réðist þar til
þriggja ára, eða þann tíma sem
stríðið stæði yfir.
Föðuramma hans er Ástríður
Jenson í Seattle, en móðuramma
María Benson í Blaine, Wash.
Styrjöldin
Frá Frakklandi.
Síðast liðin vika var viðburðarík
á orustusvæðum Frakklands og
Belgíu. 1 byrjun vikunnar gerðu
Bretar áhlaup íyrir norðan Searpe
óna og hröktu Þjóðverja þar á all-
stóru svæði. Um miðja vikuna
hófu Bretar svo aftur stórkostlegt
áhlaup á tíu mílna svæði í Iland-
crs 1 Belgíu. Hröktu þeir Þjóðverja
á stóru svæði í áhlaupi þessu og
tóku af þeim um sex þúsund fanga
og margar af stærstu byssum
þeirra. Tóku þeir þornið Aíessines
ó sitt vald og einnig stöðvarnar
Lenfer Zarebee og Ostaverne. Einn-
ig hröktu þeir Þjóðverja á fimm
mílna svæði fyrir austan þorpið
Wytsehaete. Þarna nálægt er
samnefnd hæð, sem afar sterklega
hefir verið barist um og er nú hæð
þessi öll í höndum Breta og þar
nærlggjandi svæði Talið er víst,
að þetta áhlaup Breta í Belgíu sé
að eins undirbúningur undir önn-
ur á hlaup enn þá stórkostlegri
Við þessi áhlaup kom í ljós
hinn stórkostlegi stríðsútbúnaður
Breta í seinni tíð. Sóknin við
Somme fyrir ári síðan var ægileg f
meira lagi og eins orustan við
Arras þettai ár, en hvorugri þessari
■orustu er þó hægt að jafna við
þessa nýafstöðnu sókn Breta í
Belgíu. 1 sjö daga á undan aðal-
áhlaupunum var stórskotahríðin
látin dynja á vígjum Þjóðverja á
þessum stað. Við þessa skothríð
var skógum sópað burtu, hólum og
húsum—öllu sem fyrir henni varð.
Þegar aðal áhiaupin voru ger,
fylgdu þeim sprengingar svo voðæ
legar, að sagt er ómurinn af þeim
hafi borist alla leið til Lundúna-
borgar (sem er um 150 mílur frá
þessum stað). Sagt er, að Lloyd
George, stjórnarráðherra Eng-
lands, hafi vitað hve nær áhlaup
þessi áttu að byrja og hafi beðið
að vekja sig kl. 3 um nóttina. Kom
hann þá út á svalirnar á húsi sínu,
og heyrðu bæði hann og aðrir
þarna glögt óminn af sprenging-
unum á stríðssvæðinu.
Sagt er að herdeildir úr liði
Canadamanna hafi aðstöðað við
áhlaup þessi í Bolgíu. Víðar hafa
Canadamenn háð orustur í seinni
tíð, en öflugust munu þó áhlaup
þeirra hafa verið gegn borginni
Lens. Þar brutust þeir fram á
stóru svæði oig urðu Þjóðverjar
undan að hopa við töluvert mann-
fall. Fyrir sunnan Souchez ána
eóttu Canadamenn og Bretar einn-
ig fram og hröktu Þjóðverja þar á
tveggja mílna svæði. Fyrir sunnan
Ypres áttu sér stað stórorustur í
lok vikunnar og veitti Bretum þar
að mun betur. Þjóðverjar gerðu
þar áiiiaup og náðu nokkrum
ekotgröfum, en ekki leið þó á löngu
áður Bretar fengu hrakið þá til
baka aftur.
Fraikkar háðu engar stórorustur
síðustu viku. En talið er víst, að
þeir muni vera í undirbúningi og
ekki verði þess langt að bíða að
eitthvað sögulegt gerist á hersvæð-
um þeirra. Þjóðverjar liafa verið
að gera áblaup .á þá hér og þar, en
verið brotnir á bak aftur á öllum
stöðum.
Sigrar Breta síðustu viku á
Frakklandi og Belgíu höfðu mik-
ilvæga þýðingu. óhugur mikill
hefir við þetta komið í lið Þjóð-
verja, að dæma af því, sem haft er
eftir þýzkum föngum. Þjóðin á
' Englandi er ánægðari en áður.
Friðarpostular ])ar virðast vera að
leggja árar í bát—í bráðina að
minsta kosti. Stjóinir landanna
beggja, Englands og Frakklands,
halda fast við þá stefnu að halda
I stríðinu áfram með fullum krafti-—
þangað til að hervaldi Þjóðverja sé
kollvarpað. — Ráðstefnan mikla í
Sví])jóð mun þó að líkindum hall-
ast að annari stefnu. Áherzla mun
verða lögð á það, að þjóðirnar
ga.ngi í alheims samband. Vopna-
burður allur leggist niður og allur
undirbúningur undir stríð. Allar
stríðsþjóðirnar beri jafnt kostnað-
inn af núverandi stríði. Alsaee-
Loraine skiftist jafnt á milli
Frakka og Þjóðverja. Svipað þessu
á að reyna að semja um öll önnur
ágreiningsmál þjóðanna og leitast
við að koma þeim í það horf, að
allar megi þær vel við una. En
hætt er þó við, að þessi fögru á-
form komi að litlum notum að svo
stöddu. Til þess eru hryðjuverk
Þjóðverja á landi og sjó enn í of
fersku mipni. — Lýðfrjálsu þjóðirn-
ar, sem við önnur eins grimdarverk
hafa átt að stríða svo lengi, munu
trauðlega verða fáanlegar til þess
að semja frið við hervaldið þýzka.
Frá öðrum stríðsþjóðum.
ítölum gekk ekki nærri eins
vel síðustu viku og vfkuna þar á
undan. Austurríkismenn fengu
dregið á imóti þeim stóran her frá
öðrum stríðssvæðum og hrakið þá
ögn hér og þar. í lok vikunnar
voru ítalir þó farnir að ná sér aift-
ur. Hin mikla sókn Austurríkis-
manna var þá búin, og þeir teknir
að hopa í annað sinn. Á Sarso
svæðinu einu er sagt að þeir hafi
sett her sem saman stóð af 150 þús-
und hermönnum, gegn ítölum, og
viðliaft við álilaup þessi um 2,000
stórskotabyssur. En þó fór svo að
lokum, að Austurríkismenn urðu
þarna frá að hörfa við mikið mann-
fall. Talið er víst, að ítalir muni
hefja að nýju öfluga sókn gegn
borginni Triest áður langt líður.
All bendir til þess, að Rússum
gangi nú töluvert betur hér og þar
en áður. Á Rouimaniu svæðinu áttu
sér all-stórar orustur í byrjun síð-
ustu viku og sóttu Rússar þar
fram af mesta kappi. Haldið er að
þetta sé einna mest að þakka áhrif-
um liins nýja hermáliaráðherra,
Kerensky. Skipulag er að færast
yfir rússneska herinn á öllum
svæðum. — Sagt er að æðsta her-
stjórn Þjóðverja á austur orustu-
völlum hafi nýlega sent herstjórn
Rússa friðarboð, en því hafi verið
neitað. Kom í ljós við þetta til-
felli, að Rússar bera lítið tiltraust
til Þjóðverja þegar til kastanna
kemur.
-------o-------
Ogurlegur jarðskjálfti
Jarðskjálfti orsakaði í lok vik-
unnar sem var stórkostlegt tjón í
borginni San Salvador og lagði al-
veg suma parta borgarinnar í eyði.
Borg þessi er höfuðstaður Salva-
dor lýðveldisins í Mið-Ameríku og
eru íbúar hennar um 60,000. Gerði
jarðskjálfti þessi vart við sig á
þrjátíu mílna svæði og lagði í eyði
meir O'g minna sex bæi fyrir utan
höfuðstað ríkisins. — Hefir jarð-
skjálfta oft áður orðið vart á svæði
þessu og árið 1873 var borgin San
Salvador alveg lögð í eyði.
-------o-------
Repúblíkar í Pembina County í
Norður Dakota haida County-þin,g
í Cavalier mivikudaginn 13. þ.m.
Gunnlaugur Peterson, lögmaður í
Pembína, er einn af þremur, er
kosnir hafa verið í Pembina til að
mæta á því þingi. Frá Garðar
verða E. H. Bergman og H. J. Hall-
grímsson.
Bæjarfréttir.
Mrs. J. B. Pétursson, frá Elfros,
kom til bæjarins á miðvikudaginn.
Dvelur hún um tíma hjá systur
sinni, Mrs. S. D. B. Stephanson.
Fyrsti lút. og Skjaldborgar söfn-
uðir höfðu skomtiferð til Kildonan
skemtigarðsins á laugardaginn í
síðustu viku. Yar þetta árlega
skemtiferð sunnudagsskóla barn-
anna. Veður var hið ákjósanleg-
asta og varð skomtunin hin ágæt-
asta. __________________
Þessa daga er haldin allsherjar
fundur af Canadian Manufactur-
ers Associaton í Fort Garry hótel-
inu hér í bænum. Mæta þar erind-
rekar frá öllum þeim félagsdcild-
um í Canada. W. Sanford Evans,
fyrverandi borgarstjóri á að halda
þar ræðu. Hann er maður mik-
ilhæfur og hafa blöðin í Oanada
verið að stinga saman nefjum um
það að stjórnin muni velja hann
fyrir alræðismötustjóra, og er ann-
ar ekki líklegri. Meðlimir þessa
félags, í sléttufylkjunum, ætla að
kosta reykingasvælu við þetta há-
tíðloga tækifæri.
íslendingadagsnofndin heldur nú
fundi vikulega og starfar iaf dug
og dáð. Hefir hún skift með sér
verkum ])annig, að í prógrams-
nefnd hafa verkð kosnir: Uannes
Pétursson, E. P. Jónsson, J. J.
Sw'ainson, Th. Borgfjörð, P. Bardal:
í garðsnefnd: Th. Borgfjörð, S.
Björnsson, F. Swanson, A. Ander-
son og Th. Johnson; íþróttanofnd:
S. Björnson, H. Methusalems, Th.
Jolinson, A. Anderson og P. Bar-
dal; auglýsinganefnd: P. Jónsson
og ritstjórar beggja blaðanna. —
Nefndin lætur ekkert ógert til þess
að hátíðin í ár verði sem íslenzkust
og sem bezt til hennar vandað að
öllu leyti.
1 250. herdeildinni hér var her-
maður, sem heitir Thomas Raven,
og er ítali. Hann var dæmdur ný-
skeð í herrétti til eins árs fanga-
vinnu fyrir að höggva «if sér tvær
tær. Hann segist hafa verið að
hitta konu, sem hann eigi nálægt
Selkirk, og sé húsnæði hennar ekki
í betra standi en það, að hann
hafi legið ]>ar úti í fjórar nætur og
mist tærnar. En læknarnir vildu
ekki faliast á sögu hans og leit her-
rétturinn svo á, að hann hefði
kutað af sér tærnar til þess að
þurfa ekki á vígvöllinn.
Miss Sigríður F. Friðriksson held-
ur samkomu með nemendum sín-
um fimtudaginn 21. júní í Y.M.C.A.
samkomusalnum á Ellice Ave., og
verður þetta auglýst nánara síðar.
H. LEPPINGTON,
Conservative þingmannsefni í Salt-
coats kjördæmi í Saskatchewan.
Beiðist atkvæða yðar og áhrifa.
Skrásetning
stendur yfir í Winnipeg þessa dag-
ana og veröur búin á föstudags-
kvöldiö. Engir, hvorki konur né
karlar, mega vanrækja að koma
nöfnum sínum á kjörskrá fylkisins.
Þetta er áríðandi.
------°------
Mannskaía eldur í námu.
Eldur brauzt út í kopar námu
einni í Butte í Montana. 37 af
verkamönnum námunn-ar er sagt
að hafi mist lífið í eldi þessum og
167 menn meiddust meir og. minna.
Bar þetta við að nóttu til og um
fjögur hundruð verkamenn voru
þá að vinnu í námunni. Ef til vill
hefir manntjón verið enn þá meira
en frézt hefir, þogar þetta er skrif-
-að. — Slitnir rafvírar voru orsök að
eldinum.
Sjúkrahússráðin hafa ekki vitað
af nokkurum stað til þess að
kenna nægilega mörgum hjúkrun-
arkonum hjúkrunarstörf. Þær
hafa verið fengnar að austan, borg-
aður ferðakostnaður og $75 á mán-|
uði í kaup. Hér vinna stúlkur fyr-
ir $6 um vikuna, eða $24 á máni^ði.
Nú segir Dr. Beath að tvö ágæt
pláss séu hér til og ónotuð. H-ann
ræður að fá n-emendur og byrja að
borga þeim $10 til $12 á mánuði.
í þessari viku var hér á ferð sendi-
nefnd til fylkisstjórnarinnar frá Bif-
röst: Jón Sigurðsson (oddviti) og
sveitarráðsm. HaJIdór Erlendsson,
Tryggvi Ingjaldsson, Rudco og Pea-
cash. Þeir vildu fá meiri peninga til
vegagjörðar í Gallabygðinni, en
stjórnin hafði veitt, en stjórnin vill
að Gallarnir vinni fyrst upp veitta
vegaibótapeninga. — Jón Sigurðsson
segir góða rekju þar nyrðra síðustu
daga, og væntanleg heyföng og upp-
skera megi ætla að verði þar í með-
allagi eða yfir. Gripir hafa fengið
seinan vorbata. Alt smjör, sem bú-
ið hefir verið til í Árborg þetta vor,
hefir reynst af bezta tagi og verið
borgað hæsta verði.
Þau Homer C. Nichols og Mrs.
Fern Lilian Greenlee frá Winfield,
Kansas, voru gefin sam-an í hjóna-
band af síra F. J. Bergmann, fimtu-
daginn 7. júní, að 259 Spence str.
Brúðhjónin bjuggust við að fara
næsta dag til Cudworth, Sask., þar
sem Mr. Nichols hefir tekið land og
þau ætla sér að búa framvegis.
Miðvikudaginn 6. júnf voru þau
Valgeir B. Hallgrímsson kaupmað-
ur í Wynyard, og Lára Valdina
Eyólfsson, dóttir Páls Eyólfssonar,
bónda að Wynyard, gefin saman í
hjónaband af sfra F. J. Bergmann
að heimili hans 259 Spence str.
Kjartan Stevenson, sonur Sig-
tryggs Stefánsonar, bónda að Cyp-
ress River, Man., og Jóhanna Sig-
urbjörg Johnson, dóttir H. H.
Johnson, bónda að Cypress River,
voru gefn saman í hjónaband af
síra F. J. Bergmann, miðvikudag-
inn 6. júní að heimili hans 259
Spence str.
Starfsfundur Ungmennafélags
Únítara verður haldinn á vanaleg-
um stað fimtudagskvöldið 14. þ.m.
Meðlimir, fjölmennið!
Þau hjónin, S. Símonarson og
kona hans, sem undanfarinn tíma
haf-a átt heima í Argyle-bygð, eru
alflutt til Winnipeg, og ciga heima
að 378 Maryland St„ þar sem þau
áður dvöldu.
Ensk þlöð segja fallinn á vígvell-
inuin J. Anderson, írá Bifröst, Man.
Einnig er sagður særður Sergt. S.
Finnbogason, frá Winnipeg. Horf-
inn er R. F. Söiv-a.son, frá West-
bourne, Man., og ihaldið að hann
muni hafa fallið. ;
Eftirfylgjandi peningagjafir hefir
Jóns Sigurðssonar félagið tekið á
móti og þakkar fyrir: Frá kvenfél.
í Glenboro $63.90, fyrir særða her-
menn; frá Miss Mary Anderson, 271
Langside St„ Wpg„ $25, fyrir bögla
senda hermönnum á vígvellinum;
frá kvenfél. Fríkirkjusafnaðar í
Argyle, $25.
Andrés Skaftfeld frá Hove, Man„
var á ferðinni tíér í vikunni. Hann
sagði alt það bezta að frétta. Upp-
skeruhorfur allar eru nú ákjósan-
legar, ef tíðin helzt góð.
Hallur E. Magnússon.
Leifur Kristófer Magnússon.
Þessi mynd er -af H-alIi E. Magnús-
syni, sem nú er í skotgröfunum á
Frakklandi, og syni h-ans, Lcifi
Kristófer. Lesendur blaðsins munu
kannast við Hall af bréfum þeim,
sem birzt hafa frá honum í blað-
inu. Hann er fæddur 17. ág. 1875 á
Sauðárkróki í Skagafjarðarsýslu.
Hefir hann dvalið í mörg ár hér í
Winnipeg. Hann innritaðist í 108.
herdeildina í jan. 1916 og var send-
ur til Englands í se])t. mánuði það
sama ár. Nú er h-ann í skotgröfun-
um á Frakklandi. Leifur Kristó-
fer, sonur Halls, innritaðist í sömu
herdeild og er nú á Frakklandi.
Hann er fæddur 14. ág. 1899 á Seyð-
isfirði á íslandi.
Föstudaginn 30. maí kom Jóhann
Sigurgeirsson verzlunarm. vestan
frá Seattle. Hann hefir dvalið þar
vestur f 4 mánuði. Hann segir
mikla vinnu í Seattle við skipa-
smíðar, og hafi trésmiðir þar hátt
kaup. Hann kom til Bl-aine og út
á Point Roberts. Honum leizt
svo, sem öllum Islendingum liði
hið sæmilegasta. Það fanst hon-
um, sem íslendinga þar vestra
myndi lítt fýsa austur 'aftur. Til
Vancouver kom hann. Sá þar nokk-
ura íslendinga, nafnkendan Árna
kaupmann Friðriksson. Hann kvað
Vancouver vera skerðan bæ, eftir
hermannasópun ]vaðan. Sé verzl-
unarhverft þar í eyði og tómlegt
yfir verzlunarfjörinu. En betri
tíma töldu menn þar nú en undan-
farin ár. Nóg vinna. Til Alaska
voru margir farnir til fiskiveiða.
Þetta sumar taiið áreiðanlegt afla-
sumar, sem ekki kvað bregðast
fjórða hvert ár. Til Victoria kom
hann og, en sáþar enga íslendinga.
'.-----o-------
Seinustu stríðs-fréttir
Can-adamenn vinna nýja sigra
við Lens og eru nú komnir fast að
borginni. öll líkindi eru til þess,
að þeir taki borg þessa áður 1-angt
líður. Við Arras eru Þjóðverjar að
gera áhlaup, en vinst lítið á. Fyrir
austan þorpið Messines, sem Bret-
ar tóku í síðustu viku, eru háðar
harðar orustur og h-afa Þjóðverjar
orðið að hopa á stóru svæði. Á
svæði þessu hafa Bretar tekið
þorpið Gaspard. Á þriðjudaginn,
gerðu Frakkar áhlaup á skotgrafir
Þjóðverja á Champagne svæðinu
og tóku þar af þeim marga fanga.
—í Macedoniu hafa átt sér stað
snarpar orustur í seinni tíð og
unnu Frakkar sigra þar á einu
svæðinu. Rússar eru nú óðum að
sækja sig og bæla kröftulega nið-
ur allar uppreistir, sem eiga sér
stað í her þeirra. Áhl-aup haf-a
Rússar gert hér og þar við tölu-
verðan árangur. — Constantine,
konungur Grikkja, hefir orðið að
leggja niður völdin og annar son-
ur h-ans, Alexander prins, liefir tek-
ið við konungdóminum af honum.
Þessar breytingar á Grikklandi
liafa orsakast bið áhrif banda]>jóð-
anan, Frakka, Rússa og Englend-
inga. Talið er víst, að hinn nýi
konungur muni stjórna landi síttu
samkvæmt kröfum þessara þjóða.
En eins og allir vit-a, var Constan-
hafa orsak-aist við áhrif bandaþjóð-
anna, Frakka, Rússa og Englend-
Sökum tengda við Þjóðverja hall-
aðist hann einlægt á þá sveifina,
að stjórna öllu í landi sínu þeim í
vil. En nú er vonandi bót \ýð
þessu fengin. — Stjórnarbreyting
þessi á Grikklandi virðist hafa far-
ið mjög friðsamlega fram.